Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Afglæpavæðing eiturlyfjaneyðslu rétta leiðin?

Píratar, einn stjórnmálaflokka, hafa lengi gælt við að lögleiða eiturlyf með stefnu sem þeir kalla afglæpavæðing. Á vefsetri þeirra segir:

Píratar aðhyllast afglæpavæðingu vímuefnaneyslu á þeim forsendum að núverandi stefna, sem er stundum kölluð refsistefnan, geri beinlínis meira ógagn en gagn. Óháð skaðsemi vímuefna er ljóst að sú aðferðafræði að refsa neytendum dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum vímuefnamisnotkunar. Sjá slóðina: Afglæpavæðing

Þetta hljómar rétt við fyrstu hlustun. Ekki eigi að refsa föngum eiturlyfjafíkninnar, þeir geta lítið ráðið við fíkn sína. Undir þetta er hægt að taka en þá vaknar spurningin: Hver er munurinn á fíkli og eiturlyfjasala? Báðir aðilar geta haft neyðslu skammta á sér við handtöku. Salarnir passa sig á að vera bara með neyðsluskammt á sér og ekkert gerist. Stundum eru fíklarnir að selja til að fjármagna eigin neyðslu.

En eiturlyfjaheimurinn er ótrúlegur og þróun eiturlyfja er hröð og síbreytileg. Eiturlyfja framleiðendurnir finna sífellt ný eiturlyf til að selja. Eitt þeirra nýrri eiturlyfja er fentanyl sem þó á að heita verkjalyf.  Þetta ópíóíða-lyf er 100 sinnum sterkara en morfín og 50 sinnum öflugra en heróín. Það er ótrúlega hættulegt, aðeins tvö grömm af því nægir til að drepa manneskju.

Fentanyl faraldur virðist í uppsigi á Íslandi og víða um Evrópu. Faraldurinn er í miklum uppgangi í Bandaríkjunum og talið er að um 100 þúsund manns deyi árlega af ofneyslu eiturefnisins. Ástæðan fyrir offramboð af fentanyl í Bandaríkjunum eru opin landamæri og mild refsistefna ríkja sem Demókratar stjórna. Má þar helst nefna Kaliforníu, New York og Washington, öll ríkin sem eru stjórnuð af Demókrötum sem eru á sömu línu og Píratar, að afglæpavæða fíkniefnaneyðslu.

Verst er að fentanyl er blandað við önnur eiturlyf.  Þannig að fíkill sem ætlar að taka hættuminna eiturlyf, er hvert sinn að taka áhættu með líf sitt, hann veit aldrei hvort salinn hafi blandað fentanyl í það. Sjá slóð um faraldurinn í Bandaríkjunum: Eiturlyfja faraldurinn í Bandaríkjunum

Hvað er þá til ráða? Afglæðavæða eiturlyfjaneyðslu? Er fíkillinn ekki þá sífellt í rússneskri rúllettu? Eða halda áfram með núverandi stefnu, sem er að hjálpa fíklum að ná tökum á neyðslu sinni og fyrra líf en refsa fyrir innflutning og sölu.  Ég held að fíklar séu almennt séð ekki refsað í raun fyrir vörslu fíkniefna eða hef ég rangt fyrir mér?


Náum Trump!

Stanslausar árásir hafa verið á persónuna Donald Trump síðan hann hóf beina þátttöku í stjórnmálum 2015. Fyrst var hann kallaður trúður og hlegið að honum en þegar hann sýndi pólitíska hæfileika til að knésetja andstæðinga sína og bar sigur, urðu djúpríkið og Washington elítan hrædd og hófu markvissar árásir á hann, fjölskyldu hans, fyrirtækjaveldi hans og stjórn hans.

Þessar árásir hafa staðið stanslaust yfir allar götur síðan og halda áfram vegna þess að hann er ekki hættur í stjórnmálum og á góðan möguleika á að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í næstu forsetakosningunum.

Með síðustu árásum á Trump á þessu ári, hafa vinsældir hans rokið upp, því að fólk sér hvað er á bakvið. Það sér að djúpríkið (embættismannakerfið sem stýrir ríkið á bakvið tjöldin) og Washington elítan (stjórnmálamennirnir og stuðningsmenn þeirra) vill óbreytt ástand í Washington og getað stjórnað landinu í friði fyrir afskiptum almennings ásamt loppíistum (hagsmunagæslumenn er rétta hugtakið). Traust á meginfjölmiðlum hefur borið varanlega hnekki og nú er traustið á einni virtustu löggæslustofnun í heimi, FBI, einnig að hverfa vegna tangarhaldi Demókrata á æðstu yfirstjórn stofnunnar.

Andstæðingar Trumps halda að þeir séu að varpa rýr og skít á Trump en athuga ekki að þeir eru um leið að eyðileggja réttarkerfið, löggæsluna og trú á frjálsa fjölmiðlun um leið, allt grunnþættir trúverðugt lýðræðisríkis.

Hér er listi yfir meginárásir á Trump sem Demókratar, fjölmiðlar, embættismenn hliðhollir Demókrötum og saksóknarar einnig hliðhollir Demókrötum hafa soðið saman:

Embættisbrota ákæran (2019):


Fyrsta ákærna (desember 2019 - febrúar 2020): Donald Trump var ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings (Demókrötum) vegna ákæru um misbeitingu valds og hindrun á þinginu. Ákærurnar sprottnar af ásökunum um að hann hafi leitað erlendra afskipta af forsetakosningunum 2020 með því að þrýsta á Úkraínu að rannsaka pólitískan keppinaut sinn, Joe Biden. Trump birti samskiptin sín sem sýndi fram á eðlilegan framgang hans. Hann var sýknaður af öldungadeildinni í febrúar 2020 og sat áfram í embætti.

Mueller rannsóknin (2017-2019):

Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var skipaður til að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hugsanlega hindrun Trumps eða félaga hans á framgangi réttvísinnar. Rannsókninni lauk í mars 2019 og Mueller skýrslan var birt almenningi. Skýrslan sannaði að ekkert glæpsamlegt samsæri var á milli Trump-framboðsins og Rússlands, aðeins ýjað að hann hindra rannsóknina að litlu leyti.

Annað ákærumálið gegn Donald Trump fór fram snemma árs 2021. Hér eru helstu atriðin:

Seinni embættisbrotaákæran (janúar 2021):


Þann 13. janúar 2021 ákærði fulltrúadeild Bandaríkjaþings Donald Trump í annað sinn (Demókratar eingöngu). Hann var ákærður fyrir að „hvetja til uppreisnar“ í tengslum við atburðina sem gerðust 6. janúar 2021, þegar hópur stuðningsmanna hans fór inn í þinghúsið í Bandaríkjunum.

Í ákærugreininni var Trump sakaður um að hafa haldið fram rangar fullyrðingar um útbreidd kosningasvik og í kjölfarið hvatt stuðningsmenn sína til að ganga í þinghúsið, sem leiddi til þess að byggingin var brotin og röskun á staðfestingu kosningaúrslita.

Ákæruvaldið gekk hratt fyrir sig og atkvæðagreiðsla fór fram aðeins viku eftir áhlaupip á þinghúsið. Ákærugreinin fór í gegnum fulltrúadeild þingsins með stuðningi tveggja flokka (tveir Repúblikanar gengu í lið með Demókrata), sem gerði Trump að fyrsta forseta Bandaríkjanna sem tvisvar var ákærður.

Ákærumálið var síðan flutt til öldungadeildarinnar til réttarhalda.

Réttarhöldin í öldungadeildinni (febrúar 2021):

Réttarhöld í öldungadeildinni hófust 9. febrúar 2021. Öldungadeildarþingmenn störfuðu sem kviðdómendur og réttarhöldin voru undir forustu yfirdómara Bandaríkjanna, John Roberts.

Verjandinn hélt því fram að öldungadeildin skorti lögsögu til að rétta yfir fyrrverandi forseta þar sem kjörtímabili Trumps væri lokið. Öldungadeildin kaus hins vegar að halda áfram með réttarhöldin og hafnaði lögsögumótmælunum.

Réttarhöldin innihéldu kynningar frá stjórnendum fulltrúadeildarinnar sem störfuðu sem saksóknarar, sem og varnarteymi Trumps. Báðir aðilar lögðu fram rök og sönnunargögn.

Þann 13. febrúar 2021 greiddi öldungadeildin atkvæði um ákærugreinina. Tveir þriðju hlutar atkvæða (67 atkvæði) þurfti til sakfellingar. Atkvæðagreiðslan féll hins vegar ekki, en 57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með sakfellingu og 43 greiddu atkvæði með sýknu.

Fyrir vikið var Trump sýknaður í annað sinn og var ekki vikið úr embætti þar sem hann hafði þegar yfirgefið forsetaembættið 20. janúar 2021, eftir að Joe Biden var settur í embætti. Lögmæti þessara réttarhalda er enn á huldu og ef Trump hefði tapað, hefði málinu verið skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Stormy Daniels málið:


Stormy Daniels, klámkvikmyndaleikkona, hélt því fram að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006 og hafi verið greidd þöggunar peninga skömmu fyrir kosningarnar 2016 til að þegja yfir því. Málið snerist um málefni eins og brot á fjármögnun framboðs og hugsanleg brot á lögum um alríkiskosningarherferð. Fyrrverandi lögmaður Trumps, Michael Cohen, játaði brot á fjármögnun kosningabaráttu í tengslum við greiðslurnar. Trump hefur hins vegar neitað aðkomu að málinu. Trump stendur nú í málaferlum við lögfræðinginn fyrir brot á trúnaðarskyldu.

Durham rannsóknin:

Durham rannsóknin, undir forystu bandaríska sérstakts saksóknara John Durham, var sett af stað árið 2019 af þáverandi dómsmálaráðherra William Barr. Áhersla hennar var að kanna uppruna rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hugsanlega ósæmilegu í tengslum við þá rannsókn. Nánar tiltekið var Durham falið að kanna framferði lögreglu- og leyniþjónustumanna á fyrstu stigum rannsóknarinnar varði meint tengsl forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa.

Rannsóknin var að sögn víðtæk að umfangi og fól í sér að skoða margvísleg atriði, þar á meðal notkun Steele-skjalsins, eftirlitsheimildir sem aflað var með lögum um eftirlit með erlendum leyniþjónustum (FISA) og meðferð rannsóknarinnar sjálfrar. Durham var veitt heimild til að skipa stóra kviðdóm og gefa út stefnu, sem bendir til hugsanlegrar alvarlegrar rannsóknar.

Niðurstaðan var skýr, aðilar innan FBI brutu starfsreglur við rannsókn málsins og sýnt var fram á að æðstu yfirmenn FBI unnu markvisst gegn stjórn Trumps og með Demókrötum.

Rannsóknir í New York fylki:

Embætti héraðssaksóknara í Manhattan: Eins og ég þekki best til málsins hefur borgarsaksóknari í Manhattan staðið fyrir rannsókn á hugsanlegum fjármála- og skattatengdum glæpum framdir af Trump-samtökunum. Rannsóknin fól í sér að kanna þöggunnar-peningagreiðslur, fasteignamat og önnur fjárhagsleg viðskipti.

Embætti ríkissaksóknara í New York: Embætti ríkissaksóknara í New York hefur rannsakað viðskiptahætti Trumps, þar á meðal málefni sem tengjast skattmati, lánsumsóknum og eignamati.

Bæði málin eru enn í gangi og báðir saksóknarar eru beintengdir Demókrötum sem margir telja að standi beint á bakvið rannsóknirnar á meintum brotum. Málið er enn opið.

Nýjasta nýtt í atlögu CNN að Donald Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti, mælti gegn útgáfu CNN á hljóðupptöku sem það fékkst af honum þegar hann talaði við félaga í Bedminster golfklúbbnum sínum í júlí 2021 um herskjal sem varðar Íran og segir skýrsluna sýkna hann í alríkisákæru sem hann stendur frammi fyrir í tengslum við trúnaðarskjöl. skjöl sem geymd eru í Mar-a-Lago búi hans í Flórída.

„Hinn ruglaði sérstakur saksóknari, Jack Smith, sem starfaði í samstarfi við DOJ og FBI, lekur ólöglega og „spunna“ spólu og afriti af mér sem er í raun friðhelgi, frekar en það sem þeir vilja láta þig trúa,“ sagði Trump á sínum tíma. Truth Social síða mánudagskvöld eftir að hljóðið var sýnt á CNN „Anderson Cooper 36".  Þessa sögusögn CNN lepur RÚV upp hrátt og athugasemdalaust. Nú vitum við hverjir eru heimildarmenn RÚV um fréttaefni frá Bandaríkjunum.

 
Lögspekingurinn og Demókratinn Alan Dershowitz skrifaði bók um ofsóknirnar gegn Trump sem heitir og lýsir vel hugarfari andstæðinga hans: "Get Trump: The Threat to Civil Liberties, Due Process, and Our Constitutional Rule of Law."
 
Þótt Dershowwitz sé Demókrati, þá er hann fyrst og fremst lögfræðingur. Árið 1995 starfaði Dershowitz sem áfrýjunarráðgjafi í morðréttarhöldunum yfir O. J. Simpson, var hluti af lögfræðilegu „draumateyminu“. Hann var meðlimur í varnarteymi Harvey Weinstein árið 2018 og í varnarteymi Donald Trump forseta í fyrstu réttarhöldunum yfir ákæru gegn honum árið 2020.  Hann ver pólitíska andstæðinga sína eins og Trump vegna þess að hann segist vilja verja réttarkerfið.
 

Lokaorð

Öll þessi mál hafa ekki vakið traust á Bandaríkin sem lýðræðisríki.  Ofsóknir Demókrata á hendur Donalds Trump hafa afhjúpað spillinguna innan stjórnkerfis Bandaríkjanna. Þegar var orðspor ríkisins laskað eftir skuggaaðgerðir CIA erlendis síðan stofnunin var stofnuð.

Djúpríkið hefur verið dregið fram í dagsljósið; samkrull og spilling Washington elítunnar (báðir flokkar) og sýnt hefur verið fram á að meginfjölmiðlarnir, sem Trump kallar falsfjölmiðla, hafa verið afhjúpaðir sem málpípur Demókrata. Reyndar hefur CIA stjórnað þeim á bakvið tjöldin með óbeinum hætti.

Áður en Trump dró fram skuggaverur og -stofnanir, voru bara samsæriskennismiðir sem héldu fram að eitthvað væri rotið í Danaveldi. Nú geta allir séð það, þeir sem vilja.  


Enn um meinta komu Kristófers Kólumbusar til Íslands 1477

Þetta er framhaldsgrein af annarri grein sem ég skrifaði um meinta komu Kristófers Kólumbusar til Íslands 1477

Helsta heimild um að Kristófer Kólumbus hafi komið til Íslands er ævisaga hans sem sonur hans skrifaði, Ferdínand Kólumbus, byggð á skjölum og minnisgreinum föður hans. Hún var skrifuð á spænsku en er nú glötuð; hins vegar er til ítölsk þýðing. Í fjórða kalfa ævisögunnar vitnar Ferdinand í minnisgrein föður síns sem hljóðar svona:

 "Í febrúar 1477 sigldi ég sjálfur hundrað spænskar mílur út fyrir eyna Thule. Norðurhluti hennar er 73 gráður frá jafndægralínu, en ekki 63 gráður eins og sumir ætla. Hún er ekki heldur á þeirri línu þar sem vestur byrjar að tali Ptolemaiosar, heldur miklu vestar. Við eyju þessa sem er eins stór og England eiga Englendingar viðskipti einkum Bristolbúar. Þegar ég var þar var sjór auður, en svo mikill var munur flóðs og fjöru að á sumum stöðum munaði 26 föðmum."

Það er næsta víst að Kólumbus hafi sjálfur komið til Bristols. Þar hefur hann frétt af Íslandi og annað hvort talað við Íslandskaupmenn eða beint við Íslendinga en þess má geta að um 49 þeirra bjuggu í borginni 1484.  Saga Íslands V, bls. 200-206.

En hvar á Íslandi var meint dvöl Kólumbusar? Sagnir hafa gengið um að sumarið 1977 hafi komið tiginn maður á skipi að Rifi og haft vetursetu á Ingjaldshóli. Hefur getum verið leitt að því að þar hafi farið Kristófer Kólumbus sem þangað hafi komið til að kynna sér siglingar norrænna manna vestur um haf eftir að hafa heyrt af þeim í Bristol. Heimild: Wikipedia.

Þess má geta að Ingjaldshóll sem er fyrrum höfuðból er um 1 km frá Hellissandi og þar hefur staðið kirkja frá árinu 1317 og var hún fram á 19du öld þriðja stærsta kirkja landsins, á eftir dómkirkjunum í Skálholti og á Hólum og rúmaði 400 manns. Hún hefur verið rík, því að mikil útgerð var frá Rifi á þessum tíma og margir fiskimenn staddir í verum á Snæfellsnesi. Þeir hafa borgað tíund til kirkjunnar sem gerðu hana efnaða.

Annars er svona grein bara vangaveltur og ekkert í átt að sagnfræði. Við vitum ekkert hver sannleikurinn er í raun. Eina sem við höfum út úr svona frásögn er skemmtanagildi, kannski framþróun í þekkingu (ef einhverjum tekst að vinna úr svona upplýsingum) og setja hlutina í annað samhengi.  Sem vísindi í átt að sagnfræði, ekkert gildi, þótt þeir í Sögu Íslands V bindi, hafi eytt töluverðu púðri í kenninguna.

Svo skemmtileg er sagnfræðin, að hægt er að koma með kenningar, hugrenningar og vangaveltur, án þess að skemma sönnunargögnin sem fyrir eru.


Styrk staða Pútíns! Samaburður við valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016

Menn keppast við að segja að þetta meinta valdarán veiki stöðu Pútín, svo skammsýnir eru þeir. Það getur vel verið, líkt og hjá Erdogan í Tyrklandi, að staða hans hafi veikst til skammtíma. En til lengri tíma litið styrkir þetta stöðu Pútíns. Úr veginum er hættulegur einkaher Wagner-liða en liðsmenn sveitanna verða innlimaðir inn í rússneska herinn eins og til stóð. 

Veikleikarnir voru afhjúpaðir, eins og hverjir stóðu í lappirnar í uppreisninni (ekki formleg valdaránstilraun) og þeir sem gerðu það ekki, hausar munu fjúka.

Sumir furða sig á hversu langt Wagnerliðið náði á leið sinni til Moskvu. En það þarf ekki að koma á óvart. Atburðarrásin var svo hröð að menn vissu ekki hvernig átti að bregðast við.

Wagnerliðið var hluti af rússneska hernum og ofursti á vettvangi getur ekki upp á sitt eigið eins dæmi ákveðið að skjóta á það, enda eftir allt samherjar. Það var reyndar skotið á bílalest Wagnerliðsins. Skilaboðin verða að koma frá æðstu herstjórn sem og gerðist.

Byrjað var að víggirða Moskvu og Wagnerliðið hefði ekki farið inn í borgina átakalaust. Og það skiptir engu máli hversu nálægt liðið var komið nálægt Moskvu, sumir segja 200 km, gæti þess vegna verið 20 km eins og innrásarher Hitlers fékk að kynnast.  Þjóðverjar sáu borgina úr fjarlægð en komust aldrei inn í hana. Her Napóleon tók borgina í Rússlandsherförinni en greip í tómt, allir íbúar á bak og burt og svo voru Frakkarnir svældir út en rússneskir flugumenn kveiktu í henni.

Valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016

Valdaránstilraunin í Tyrklandi var alvöru valdaránstilraun og alvarlegri en sú sem við urðum vitni að í Rússlandi.  Til bardaga kom og tvísýnt var á tímabili hverjir yrðu ofan á. Ég man eftir að hafa horft á þetta í beinni útsendingu. Kíkjum á atburðarrásina:

Valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016 vísar til misheppnaðrar valdaráns hersins sem átti sér stað í Tyrklandi 15. júlí 2016. Valdaránstilraunin var framkvæmd af flokki innan tyrkneska hersins sem reyndi að steypa ríkisstjórninni undir forystu forsetans Receps Tayyip Erdogan.

Valdaránstilraunin hófst seint að kvöldi 15. júlí, með fréttum af hernaðaraðgerðum í nokkrum borgum víðs vegar um Tyrkland, þar á meðal Istanbúl og Ankara. Samsærismennirnir, sem sögðust starfa í nafni „heimafriðar“, lýstu yfir herlögum og útgöngubanni, náðu yfirráðum yfir helstu stjórnarbyggingum og lokuðu aðgangi að mikilvægum samgöngumiðstöðvum.

Erdogan forseti, sem var í fríi á þeim tíma, kom fram í beinni sjónvarpsútsendingu í gegnum FaceTime og hvatti tyrknesku þjóðina til að standast valdaránstilraunina og fara út á götur. Þúsundir manna brugðust við kalli hans og streymdu út á göturnar, mættu uppreisnarhermönnum og sýndu stjórnvöldum stuðning þeirra.

Tyrknesk stjórnvöld, hollvinir hersveitir og lögregla unnu að því að bæla niður valdaránstilraunina og að morgni 16. júlí varð ljóst að valdaránið hafði mistekist. Ríkisstjórnin náði aftur stjórn á mikilvægum stefnumótandi stöðum og samsærismennirnir fóru að gefast upp eða voru handteknir. Alls var 251 drepinn og yfir 2.000 aðrir særðust í valdaránstilrauninni.

Eftir misheppnaða valdaránið hóf tyrkneska ríkisstjórnin stórfellda aðgerð gegn þeim sem grunaðir eru um aðild. Þúsundir manna, þar á meðal hermenn, dómarar, fræðimenn, blaðamenn og embættismenn, voru handteknir, í haldi eða vísað frá störfum. Ríkisstjórnin kenndi valdaránstilrauninni á hreyfingu undir forystu Fethullah Gulen, tyrkneska íslamska fræðimannsins sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Gulen neitaði hins vegar allri aðild.

Valdaránstilraunin hafði veruleg pólitísk, félagsleg og efnahagsleg áhrif á Tyrkland. Það leiddi til frekari styrkingar valds Erdogans forseta og ríkisstjórnar hans, þar sem þau lýstu yfir neyðarástandi og hófu röð stjórnarskrárumbóta. Atburðurinn reyndi einnig á samband Tyrklands við Bandaríkin þar sem tyrknesk stjórnvöld fóru fram á framsal á Fethullah Gulen, sem bandarísk stjórnvöld neituðu vegna skorts á óyggjandi sönnunargögnum.

Á heildina litið var valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016 mikilvægur atburður í nýlegri sögu landsins, mótaði pólitískt landslag þess og hrundi af stað bylgju innlendra og alþjóðlegra áhrifa.

Í Rússlandi mátti sjá strax hvernig uppreisnin færi samkvæmt formúlunni um hvernig valdarán/uppreisnir ganga fyrir sig. Wagnerliðið er eða var of fámennt, leiðtoginn óvinsæll og stuðningur almennings og hers lítill sem enginn. Á móti fær Pútín kjörið tækifæri til að lumbra á pólitískum andstæðingum og Rússland færist einu skrefi nær í átt að lögregluríki.

Ekki nokkur maður vill borgarastyrjöld í Rússlandi og engar forsendur eru fyrir henni eins og staðan er í dag. Jaðarríki Rússlands sem eru undir hæl Rússa hafa haft hægt um sig og ekki sýnt merki um uppreisnar tilburði.

Helsti bandamenn Rússa, Kínverjar munu ekki snúa baki við þeim, a.m.k. ekki meðan borgarastyrjöld hefur ekki brotist út. Breytingin á heimskipanin heldur áfram, BRIC þjóðir halda áfram að grafa undan dollaranum, Kínverjar að styrkja stöðu sína í Asíu o.s.frv.

 


Hvað gerðist í Rússlandi? Valdaránstilraun eða sviðsetning?

Menn klóra sig í kollinum eftir atburðarás gærdagsins. Hvað gerðist í raun? Við vitum ekki svarið ennþá. Til þess þurfum við að vita hver örlög kokksins verða.

Þegar ég skrifaði grein mín um kl. 13 í gærdag, ákvað ég að taka atburðarásina eins og ég sá hana, sleppti samsæriskenningum um sviðsetningu.

Það getur vel verið að þetta hafi allt verið sviðsett til að styrkja völd Pútín; svæla út "rotturnar", gefa forsetanum meiri völd (kannski herlög) og þjappa þjóðina saman. Til þess er lítil og nett uppreisn vel til fallin fyrir slíkt plott. Ég veit ekkert um það.

En svo getur þetta verið í raun eins og við sáum þetta, Yevgeny Prigozhin, hafi tekið brjálæðiskast, verið reiður vegna mikils mannfalls meðal Wagnerliða og hann sagði sjálfur að rússneski herinn hafi ekki skeytt um menn sína og kastað sprengjum þar sem þeir voru staðsettir. Varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu kunn vera lítill vinur Prigozhin og þeir rifist opinberlega um gang stríðsins í Úkraníu.

Atburðarásin fór eins og ég spáði, líkt og í Tyrklandi 2016, en hún var hraðari en ég bjóst við. Nú keppast menn við að segja að nú sé valdatíð Pútíns á enda. Þeir hafa reyndar sagt það alveg frá byrjun stríðsins, hann er með banvænan sjúkdóm, fólkið gerir uppreisn o.s.frv. en ekkert hefur reynst vera satt.

Eftir lélega frammistöðu í upphafi stríðsins, hefur rússneska hernum gengið betur en hernaðarsérfræðingar hafa spáð. Það má sjá af því að Vesturlönd hafa "tæmt" vopnabúr sín, send besta vopnabúnað sem völ er á í heiminum á vígvöllinn en samt stendur rússneski herinn uppi keikur og sókn Úkraníumanna virðist vera að renna út í sandinn.

Rússar þurfa bara að þreyja þorrann, stunda staðbundið og takmarkað stríð næstu tvö árin eða þar til forsetaskipti verða í Bandaríkjunum. Joe spillti Biden verður ekki forseti næsta kjörtímabil. Án aðstoðar Bandaríkjanna hefðu Úkraníumenn aldrei getað staðið í hár Rússa. Um leið og fjármagnið hættir að streyma þangað, er staðgengilsstríðinu lokið.

Hver staða Pútín er eftir þessa atburðarás er erfitt að segja. Ég held að hún hafi styrkst eins og gerðist hjá Erdogan í Tyrklandi. Sá síðarnefndi notaði tækifærið og hreinsaði til innan hersins, henti þúsundir manna í fangelsi og styrkti forsetavaldið.  En hann þurfti ekki að eiga við einkaher eins og Pútín.  Nú er hættulegur leiðtogi og andstæðingur úr sögunni sem og einkaher hans og hann getur tekið Wagnerliðið inn í rússneska herinn, líkt og Hitler gerði með SA liðið. Wagnerliðið var eina raunverulega hættan sem steðjað gat að völdum Pútíns.

Líkur eru á margir lendi í fangelsi, nú veit hann hverjir hershöfðingja hans eru hliðhollir honum og hverjir ekki. Hreinsanir innan hersins og þaggað niður í pólitískum andstæðingum verður niðurstaðan. Ríkið herðir tökin á almenningi og fjölmiðlum (ef það er yfir höfuð hægt, svo er hert að almenningi). Skilaboð hafa verið send til allra sem vilja nota stríðið og brjótast út úr rússneska ríkjasambandinu, ekki reyna....

Nú er spurning hvort að kokkurinn fái matareitrun síðar meir. Trotsky fékk íssting í hausinn í Mexíkó, Stalín gleymdi aldrei né fyrirgaf.  Sama held ég um Pútín. Hann er með sama þankagang og Stalín.


Uppreisn - ekki borgarastyrjöld

Menn fara á límingunum við lestur af fyrstu fréttum af innanlandsátökunum innan Rússland og byrja strax að tala um borgarastyrjöld.  Menn rugla saman hugtökum og kalla þetta borgarastyrjöld. Þetta er enn ekki orðið að borgarastyrjöld og verður hugsanlega aldrei.  Lykilhugtök eru í þessu samhengi:

1) Uppreisn.  Ákveðinn hópur gerir uppreisn, getur verið óskipulögð uppreisn almennings, sjálfsprottið, eða vopnaðir hópar standi á bakvið.  Athuga verður að það er alltaf einhver kjarnahópur sem stýrir á bakvið. Það er eins og skrúfað sé af krana og  vatnið (uppreisn almennings) streymir áfram.

2) Valdarán. Skipulögð vopnuð valdaránstilraun herseiningar eins og sjá mátti í Tyrklandi 2016, þegar reynt var að steypa Tyrklandsforseta af stóli, Recep Tayyip Erdogan. Hann fór á taugum og reyni í fyrstu að flýja land en uppreisnarmennirnir sem komu úr rana tyrkneska hersins, voru ekki nógu fjölmennir og skipulagðir og vopnin snérust í höndum þeirra.

3) Borgarastyrjöld. Vopnaðir uppreisnarmenn, oftast hluti úr herafla landsins eru nógu öflugir til að heyja langvinna innanlandsstyrjöld við opinber yfirvöld.

Af fyrstu fréttum að dæma er Yev­geny V. Prigoz­hin, leið­togi Wagner mála­liða­hópsins, að reyna að vernda eigið lið og eigið líf með þessari uppreisn. Ekki er að sjá að hér sé um skipulagða vandaránstilraun, þar sem er reynt að skipta um leiðtoga landsins, Vladimir Pútín. Hann segist eiga sökótt við ákveðna aðila innan rússneska hersins og reiði sín beinist að þeim.

En þegar snjóboltinn byrjar að renna er erfitt að stöðva hann. Prigozhin verður að halda áfram, því að hann veit að ef hann stoppar núna, verður hann handtekinn, leiddur fyrir dómstóll og dæmdur fyrir landráð.

Mér sýnist þessi uppreisn muni renna út í sandinn.  Til að borgarastyrjöld bresti almennilega á, þurfa margir hlutir að renna saman í einn graut.

Sá grautur er: Íbúarnir skiptast í tvo andstæða hópa með ósættanlegan ágreining (upphafið að bandarísku borgarastyrjöldinni); tap hersins á vígvelli (1917 í Rússlandi og í Þýskalandi 1918); langvinn óánægða almennings með leiðtoga landsins, en Pútín hefur verið vinsæll lengi vel, þótt þær vinsældir hafa dvínað eitthvað; efnahagsþrengingar og hungursneyð sem er ekki fyrir að fara í Rússlandi og stór hluti hersins, sem hefur flesta valdaþræðina innan hersins í höndum sér, ákveður að gera uppreisn. Valdaránstilraun hers.

Mér sýnist þessi uppreisn Wagnerliða (sveitirnar að miklu leiti skipaðar af fangelsislýð) vera knúin áfram af örvæntingu, vera óskiplögð, gerð í nauðvörn og rússneski herinn styðji ekki uppreisnina (skv. því sem ég best veit). Það fer því fyrir henni eins og valdaránstilrauninni í Tyrklandi 2016, hún rennur í sandinn ef Pútín heldur haus (KGB haus sínum) sem ég efast ekki um að hann gerir. En þetta gæti flýtt fyrir endalokum stríðsins í Úkraníu.

Ekki láta stríðsletur fjölmiðla blekkja ykkur, þeir eru að selja fréttir. Málið skýrist á nokkrum dögum.  Það fer því fyrir Wagnerliði Pútíns og SA lið Hitlers (Sturm Abteilung), þessi hernaðararmur verður upprætur. Endalok Wagnerssveita er framundan.

Ástæðan fyrir að Wagnerliðið yfirhöfuð geti gert svona upphlaup, er að liðið er einkaher, að mestu skipaður af glæpamönnum. Málaliðaherinn er ekki gamall og skortir styrk til að stýra valdaránstilraun. Tíminn vinnur aldrei með valdaráns- eða uppreisnarliði. Valdarán verður að koma á óvart og standa stutt yfir, ef það á að heppnast.

Hver kyns stríðsátök virka alltaf ruglingsleg og alltaf erfitt að átta sig á hvað er að gerast í orrahríð dagsins. En á meðan rússneski herinn er á bakvið Pútín, þarf hann ekkert að óttast.

 


Miðflokkurinn eini flokkurinn samkvæmur sjálfum sér

Óstöðuleikinn og hugsjónarleysi einkennir íslenska stjórnmálaflokka. Þeir þora eða vilja ekki standa með eigin stefnumál. Það er auðljóst þegar litið er á ríkistjórnarflokkanna.

Framsóknarflokkurinn segist vera miðjuflokkur og flokkur raunsæis í íslenskum stjórnmálum en það þýðir á mannamáli, þegar flokksforustan er illa skipuð, ístöðuleysi, tækifæramennska og ábyrgðarleysi á eigin gjörðum eða það sem er verra, aðgerðaleysi þegar aðgerða er þörf. Tek sem dæmi, aðgerðaleysi í baráttunni við verðbólgu, ístöðuleysi í samskiptum við ESB og vanræktun við verndun íslenska menningu og trú. Og flokkurinn stendur ekki í lappirnar í hælisleitendamálum og virðist vera á bandi VG frekar en Sjálfstæðisflokknum.

Það vita allir hvar VG hafa brugðist, í sömu málaflokkum og hafa hér verið taldir upp en svo má bæta við svikin við stefnuna Ísland úr NATÓ og friðarstefnuna. Eru VG að reyna að stöðva eða miðla málum í Úkraníustríðinu? Utanríkisstefnan hefur aldrei verið eins herská og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Stefnan gegn NATÓ er reyndar óraunhæf og gegn meirihluta kjósenda flokksins. 

Verstur er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur reitt af sér fylgi um 40% niður í 20%+.Það er erfitt að trúa að aðeins 20% þjóðarinnar sé hægri sinnuð þegar horft er t.d. til Bandaríkjanna en þar skiptist þjóðin í tvennt, nánast tvö jafna helminga, hægri og vinstri. Íslendingar eru reyndar vinstrisinnaðir en Kaninn enda hefur skólakerfið verið beitt markvisst í þágu marxískra fræða í áratugi. Ég var t.d. látinn kyrja kommúnista söngva í grunnskólanum en skólastjórinn var annálaður vinstri maður. Það er nú önnur saga.

Sjálfstæðismenn hafa brugðist mest í hælisleitendamálum, sem er þeim einum algjörlega að kenna um. Verst er þó svikin við sjálfstæði þjóðarinnar í endalausri baráttunni við ESB. Ríkisbálknið stækkar og stækkar í valdatíð þeirra, skattheimta, umorðast skattfrekja, hefur aldrei verið meiri og þeir líta á verðbólgu sem góða leið til halda niðri kaupmátt almennings. Bankar og stórútgerðir fitna með peningastefnu flokksins (Fjármálaráðuneytið er á könnu Sjálfstæðisflokksins).

Svo eru íslenskir stjórnmálamenn undirförulir og svikulir, að þeir segja eitt en gera annað.  Verra er þegar þeir þeigja en koma allt í einu með stefnu sem ekki kynnt í kosninga baráttunni en er tekin á dagskrá eftir kosningar. Dæmi? Þegar það átti að troða okkur inn í Evrópusambandið án umboðs þjóðarinnar. 

Þá komum við að Miðflokknum. Hann einn þorir að takast á við erfið og umdeild mál eins og hælisleitendamálin eru. Flokkur fólksins virðist róa á sömu mið en frá annarri átt, til verndar velferðarkerfið fyrir hönd fátækra og öryrkja sem berjast um fjármunina sem fara í hælisleitendaiðnaðinn. Raunsæisstefna Miðflokksins hefur gert hann að hægri flokki í íslenskum stjórnmálum, þótt hann eigi að teljast miðjuflokkur. Svo vinstri sinnuð eru íslensk stjórnmál orðin.

Þarf að minnast á Viðreisn? Eins stefnu flokkurinn sem vill ganga í Evrópusambandið en hefur ekkert annað til málanna að leggja, þegar innganga í sambandið er ekki á dagskrá íslenskra stjórnmála. 

Samfylkingin batnar lítið við andlitslyftinguna sem hún fór nýlega í.  Ef eitthvað er, þá er hann ótrúverður ef hún stendur ekki með stefnumál sínum - alltaf. Dæmi? Sjá ESB málið.

Píratar eru hópur stjórnleysingja og því til vinstri. Þeim er einstaklega illa við lögreglu og vilja opin landamæri. Þar sem þeir hafa ekki samræmda stefnu og hver Pírati talar með sínu nefi, þá er erfitt að flokka þá. 

Að lokum. Það er auðveldara að virða pólitíska andstæðinga ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér.  "Jú, mikið er þeir t.d. vitlausir í þessu máli en þeir standa fast á sínum málum. Vá, það virði ég", segir hinn almenni kjósandi.

Ístöðuleysið skapar vantraust og fyrirlitningu. Staðfesta virðingu og ótta andstæðinganna.


Skyndiáhugi Sjálfstæðisflokksins á útlendingamálum

Allt í einu hefur flokkurinn fengið áhuga á þessum málaflokki. Bjarni Benediktsson kennir þinginu um slæma stöðu útlendinga mála. Þetta er hins alfarið á ábyrgð Sjálfstæðismanna. Flokkurinn hefur passa sig á að halda lykilráðuneyti, Fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið og þau sjá um fjárveitingu og umsjón svo kallaðan hælisleitisiðnað. Hann hefur gert það meira eða minna síðastliðna áratugi.

Málaflokkurinn er svo umfangsmikill að hann veltir 20 milljarða á ári eða sem svarar tvenn meðal jarðgöng. Málaflokkurinn er í svo miklum ólestri,  að allt kerfið er komið á hliðina, velferðarkerfið, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, húsnæðismál og í raun allir innviðir í landinu.

Rétttrúnaðurinn er mikill og wokismi að lítill minnihluti aðgerðasinna á vinstri vængi stjórnmála, VG, Píratar og Samfylkingin hafa hertekið umræðuna. Vinstri sinnaðir fjölmiðlar, RÚV, Vísir, Stundin (Heimildin) hafa verið gjallarhorn vinstri sinnaðra viðhorfa og öfgahyggju opinna landamæra og hjálpað til við að þagga niður andstæð sjónarmið. Enginn vill vera í liði vonda fólksins sem sér að þetta er komið í algjöra vitleysu. Fáeinir hugrakkir einstaklingar þora að andmæla.

Og vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn svo langt frá rætur sínar, þá hefur hann látið vaða yfir sig í þessum málum. Bjarni Benediktsson er enda bara búrikrat og hugsjónarlaus að auki. Hann verður seint Churchill norðursins. Núna vaknar flokkurinn upp við vondan draum, fylgið kvartnast af honum og hann veit að hann verður að gera eitthvað svo Samfylkingin verði ekki stærsti flokkurinn. Kannski er þetta merki um ríkisstjórnar samstarfið sé á lokametrunum úr því að hann "veður" í VG með þessum hætti.


Jón Sigurðsson vildi beita pennanum og sverðinu samtímis


Varnarmál voru Jóni hugleikinn af ýmsum ástæðum.

Nútíma Íslendingar hafa lyft hann svo hátt á stall að hann er nánast orðinn að Gandhi norðursins. Jón var hins vegar raunsær maður og vissi sem var og er að sjálfstætt ríki yrði að tryggja varnir sínar með ný til komnu frelsi.

Nú þykist ég skynja, samkvæmt skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga vill ekki stofna íslenskan her. Það viðhorf er skiljanlegt enda erum við girt með belti og axlarbönd með veru okkar í NATÓ og varnarsamningnum við Bandaríkin.
Fallvalleiki einkennir heiminn og hernaðarveldið Bandaríkin alveg örugglega ekki til staðar fyrir Ísland um alla eilíf. Hvað gerum við þá?

Ég lít svo á að síðasta hamarshöggið í smíði íslenskt sjálfstæðis er trygging eigin varnar með íslenskum vörnum. Þetta er nefnilega sjálfstæðismál. Það getur nefnilega verið hættulegt að vera kjölturakki stórveldis, það getur nefnilega dregið fylgiríkin niður með í fallinu.

En rifjum upp hvað Jón Sigurðsson sagði um varnarmál.

Fyrir hið fyrsta er að hann áleit að sérhvert ríki þyrfti á góðum vörnum að halda og sjálfstjórnað land þýddi varið land.

Í öðru lagi kynntist hann hermennsku af eigin raun og vissi út á hvað slík þjónusta gengur enda var það skylda hvers stúdents að ganga í stúdentahersveitir konungs. Þessum hersveitum var komið á fót árið 1807 til að verja Kaupmannhöfn fyrir Bretum.

Í þriðja lagi voru Napóleon styrjaldirnar Íslendingum ferskar í huga enda hafi fámennur hópur undir forystu Jörund hundadagakonung sýnt veikleika danskra varna á Íslandi og getuleysi Dana gagnvart flotaveldi Breta.

Jón Sigurðsson skrifaði einmitt um meinta getuleysi Dana í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita árið 1841 og ályktaði að landsmönnum væri hætta búin af þessu getuleysi Danakonungs.

Íslendingum væri nauðsynlegt að fá fulltrúaþing meðal annars í þeim tilgangi að tryggja sér vettvang sem gripið gæti til viðunandi varna eða annarra úrræða til dæmis ef eitthvert ónefnt ríki hernæmi Danmörku sem einmitt gerðist 1940 og Ísland hernumið af Bretum í kjölfarið.

Jón var fylgjandi innlendu fulltrúaþingi sem gæti virkjað samtakamátt þjóðarinnar og gert landið síður fýsilegt en ella fyrir ríki sem legði Danmörku undir sig. Þá virðist Jón hér greinilega hafa séð fyrir sér að þingið stofnaði hér til einhvers konar landvarna.

Árið 1843 skrifaði Jón aftur grein í Nýrra félagsrita um varnarmál. Tók hann dæmi af vígbúnaði Íslendinga fyrr á öldum þegar þeir hefðu ekki verið eftirbátar nokkurrar þjóðar í hernaði og benti á að þessu skeiði hefði lokið með ólögmætri eyðileggingu konungsmanna á vopnabúrum Íslendinga, vopnabroti Jóni Magnússyni sýslumanns.

Jón var svo óánægður með ræktar- og skilningsleysi Íslendinga hvað varðar hermennsku á seinni öldum að hann gat ekki annað en skrifað að Íslendingar hefðu sýnt ræktarleysi, tvídrægni og hvorki meira en minna ragnmennsku margra ættliða...þegar vernda skyldi gagn landsins og verja réttindi þess og frelsi.Tilvitnun: Jón Sigurðsson, „Um verzlun á Íslandiâۥ, Ný félagsrit, III, 1843, bls. 1-127

Jón ítrekaði að fulltrúaþing Íslendinga væri nauðsynlegt til að tryggja varnir landsins og Íslendingar þyrftu nauðsynlega að taka upp vopnaburð á ný.

Grípum niður í greina og sjáum hvernig Jón teldi landvörnum Íslendinga best hagað í framtíðinni:

Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. –Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar...

Jón var sem sagt fylgjandi skæruhernaði enda fámennt land og ekki margir hermenn sem stæðu til boða. en svo virðist sem Jón hafi einmitt talið slíkar hernaðaraðferðir henta Íslendingum vel til landvarna.

Jón Sigurðsson gerði sér grein fyrir því að það kostaði töluverða fyrirhöfn að koma upp slíkum liðsafla á Íslandi. Hann hafði ráð undir rifi hverju, því hann lagði til að ungir menn kepptust um að eiga sem bestar byssur og að vera sem markvissastir í skotfimi. Þá myndi mönnum vart þykja tilkostnaðurinn of mikill. Það væri gaman að grafa upp afstöðu Jóns gagnvart Herfylkinguna í Vestmannaeyjum sem komið var á fót í hans tíð. Hef a.m.k. ekki lesið neina grein sem fjallar um það.


Gleðilegan þjóðhátíðardag Íslendingar!

Þetta er merkisdagur í dag, 17. júní, og á sama tíma afmæli Jóns Sigurðssonar (212 ár) frelsishetju og íslenska lýðveldisins sem var stofnað á Þingvöllum 1944.

Gleymum ekki að við erum fámenn þjóð sem hefur lifað af 1200 ár í þessu harðbýla landi. Aðeins sterkasta fólkið lifði af allar hörmungarnar af manna völdum og af hálfu náttúrunnar þetta rúmlega árþúsund. Er ekki viss um að við verðum til sem þjóð eftir hundrað ár, en ef ekki, þá eigum við a.m.k. að fagna daginn í dag sem er afmælisdagur núlifandi Íslendinga og þeirra sem eru horfnir á braut.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband