Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024

Biden lýstur nógu heilsuhraustur til áframhaldandi starfa

Eins og búast mátti við, copy/paste/translate frétt RÚV stenst ekki nánari skoðunnar.  Fróðlegt og ætti að vera, að vita hvaða heimildir íslenskir fjölmiðlar nota er þeir skrifa erlendar fréttir. Það er nokkuð ljóst að þeir skrifa ekki sjálfir fréttirnar né hafa fréttaritara erlendis sem afla sjálfir fréttir. Hvernig væri að fréttamenn vinni aðeins í fréttirnar ef þeir sjá að það vanti í þær atriði? Annars eiga þeir ekki að leggja nafn sitt við viðkomandi frétt, ef þeir hafa ekki gert neitt annað en að copy/paste/translate.....

Ofangreind frétt, birt í á vef RÚV, sjá slóð: Biden lýstur nógu heilsuhraustur til áframhaldandi starfa , er hálfkák frétt.  Þar segir í fyrirsögn: "Læknar segjast engar áhyggjur hafa af heilsu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann sé vel hæfur til að gegna embætti sínu áfram, samkvæmt niðurstöðu árlegar heilsufarsskoðunar. Heilsufar hans hafi ekki versnað frá seinustu skoðun fyrir ári."

Það sem kemur ekki fram í fréttir og er í raun aðalmálið, kosningamálið sjálft í forsetakosningunum í ár, er hvort Biden sé andlega hæfur til að gegna embættið.  Í fréttinni kemur heldur ekki fram að hann hafi gengist undir vitsmunapróf til að athuga hvort hann starfi á fullu fimm, sé ekki kominn með vitsmunaglöp vegna aldurs.  Ekkert er rætt meira um þessa daganna í bandarískri pólitík en einmitt þetta.  Trump lá undir ásökunum um að vera farinn að glata minnið er hann gegndi embætti og ákvað í kjölfarið að fara í vitsmunapróf sem hann sagðist hafa "ásað".

Það er nefnilega þannig að hin árlega læknisskoðun forseta felur ekki í sér könnun á andlegu ástandi forsetans. Hver venjulegur maður getur séð (meira segja Obama liðið viðurkennir það), að Biden hefur hrörnað gífurlega andlega síðan hann tók við embætti.

Blokkritari benti á að Biden, sem var ekki þekktur fyrir að vera vitsmunabrekka á yngri árum, væri ekki andlega hæfur vegna elliglapa til að gegna embætti. Maðurinn sem getur komið af stað kjarnorkustyrjöld með ákvörðun sinni.   Þetta er orðið að skemmtiatriði í Bandaríkjunum (sjá myndbandið hér að neðan) en er ekkert grín, því að líf fólks veldur á að hann taki réttar ákvarðanir.

Það að Biden, sem er sífellt að detta, upp stiga, um hund sinn, á sviði, af hjóli o.s.frv., skuli standast líkamlega læknisskoðun segir enga sögu og vekur spurningu um gæði læknisskoðuninnar.

Sjálfur Franklin D. Roosevelt var í hjólastól og í spelkum til að geta staðið uppréttur í 12 ára forsetatíð sinni. Hann faldi ástand sitt fyrir almenning. Hann lést í embættið, farinn að heilsu. Annar sem er í hjólastól, Greg Abbot, ríkisstjóri Texas, gegnir embætti sínu með stæl um þessar mundir. Íslendingar hafa haft marga og hafa nú þingmenn sem geta ekki staðið í eigin fætur án hækja.

Eigum við ekki að kalla frétt RÚV ekki-frétt?  Hún nánast nálgast að vera falsfrétt, því almenningur les svona frétt án þess að vita alla söguna. Bandarískur almenningur er með á nótunum og veit um hvað málið snýst, ekki íslenskur almenningur.

P.S. Fyrrum læknir Hvíta hússins, sem annaðist þrjá fyrirrennara Bidens í embætti, segir reglulega í viðtölum að Biden virðist ekki vera andlega heilbrigður.

Ex White House doctor on Joe Biden´s bad healt: "This man can´t do the job"

Former White House physician says President Biden’s health ‘getting worse, putting US at risk’

 


Umræðan um innflytjendamál í Bandaríkjunum í samanburði við Ísland

Merkilegt nokk, er staða hælisleitenda og umræðan um þá á svipuðum stað í báðum löndum.  Mannfjölda hlutfall í löndunum hefur í gegnum alla tuttugustu öld verið 1 þúsund Íslendingar á móti rúmalega eina milljón Bandaríkjanna, svona gróflega talið. Þannig að þegar mannfjöldinn á Íslandi 1941 var við komu herliðs Bandaríkjanna um 120 þúsund manns og um það bil 133 milljónir í Bandaríkjunum.  Sem sagt, Bandaríkjamenn alltaf aðeins fleiri hlutfallslega. Í dag hins vegar eru íbúar Íslands að skríða upp í 400 þúsund manns og útlendingar orðnir 20% mannfjöldans. Bandaríkjamenn eru hins vegar 335 milljónir samkvæmt áætluðum mannfjölda. Þetta sýnir stjórnleysið á landamærum Íslands.

Upp úr 2020-22 hófst opin landamæra stefna í báðum löndum. Landamærin voru hálf lokuð í báðu löndum eftir covid faraldurinn en svo brustu allar stíflur. Til valda í Bandaríkjunum komst Biden og á fyrsta degi bókstaflega strikaði hann út alla landamæra pólitík Trumps. En samkvæmt bandarískum lögum eru lög um landamærin nokkuð öflug en þá brugðu demókrata á það ráð að hreinlega að framfylgja ekki lögum. Í þrjú ár hefur fólk hreinlega getað gengið ólöglega (ekki í gegnum landamærahlið) yfir landamærin. Nú er verið að ákæra innanríkisráðherrann Alejandro Mayorkas fyrir embættisafglöp í starfi og að framfylgja ekki lögum.

Á Íslandi ætti málið að vera einfaldara. 90%+ af fólki sem kemur inn í landið fer um Keflavíkurflugvöll. En svo ber við að lögum er ekki framfylgt. Flugfélögum ber að framvísa farþegalista flugvéla sem hingað kemur. En lögum er ekki framfylgt og lögreglan gerir ekkert í málinu. Hingað geta menn leitað óáreittir.

Afleiðingar eru þær sömu í báðum löndum við óheft streymi ólöglegra innflytjenda. Menn dvelja í löndum í óþökk stjórnvalda, hér geta menn í örríkinu farið huldu höfði í mörg ár.

Trump segir reglulega að þjóðirnar sem innflytjendurnir koma frá, sendi ekki sitt besta fólk. Mörg ríki hreinlega tæmi fangelsi sín og leyfi glæpaliðið fara suður (og neita að taka við þeim aftur eins og í Venúsúela en þar hafa alvarlegum glæpum fækkað um 20%). Virðist vera við fyrstu sýn pólitísk fella en það er sannleikur í orðum hans.  Á Íslandi þarf ógnar átak við að koma nokkurum einstaklingum sem búið er að úrskurða um, úr landi. Og svo koma glæpamennirnir á undan eða á sama tíma lögreglumennirnir til baka. 

En nú virðist sem Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna, í báðum flokkum, vill að bönd verði komið á innstreymið enda ástandið óviðurráðanlegt. Allir innviðir eru við þolmörk, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vinnumarkaðinn, velferðakerfið og bæir og borgir uppskroppa með fjármuni. Sama ástand er á Íslandi. Meiri segja mesti vinur hælisleitenda á Íslandi, Samfylkingin, segir að velferðakerfið þurfi landamæri og virðist vísa í Milton Friedman sjálfan.

En það er ekki bara glæpir sem fylgja sumum hælisleitendum. Með þeim (vegna eftirlitsleysis) fylgir eiturlyfja innflutningur, fentanyl faraldurinn mikli er í gangi í Bandaríkjum og drepur hátt í 100 þúsund manns árlega sem er gífurlegt mannfall í stríði. Eiturlyfjafaraldur er líka í gangi á Íslandi sem fer hljótt um.

Metfjöldi manna á hryðjuverkalista hefur farið yfir landamæri Bandaríkjanna og er fjöldi þeirra óþekktur því að stór hluti ólöglegra innflytjenda kemst óséður yfir landamærin. Á Íslandi hefur komið upp eitt tilfelli og segist löglegan ekki vita hvort fleiri séu í landinu, enda eru forvirkar rannsóknaheimildir lögreglu ekki fyrir hendi.

En stundum þarf andlit á ástandið til að fólk tengi sig við. Á Íslandi er það nauðganir útlendinga í leigubílum en í Bandaríkjunum er það morðmál (í sjálfu landi morðanna) eitt sem skekur allt. Kíkjum á málið, því að er nátengt pólitíkinni (bæði forsetaefnin eru að fara til landamæranna á morgun).

Grófleg þýðing:

"Að morgni 22. febrúar lagði 22 ára hjúkrunarfræðinemi Laken Riley af stað í venjulegt morgunskokk um háskólasvæðið í Georgíu. Hún kom aldrei aftur.

Með hvarfi hennar hóf örvæntingarfulla leit að því að finna hana og koma henni heilu og höldnu heim - leit sem endaði á hörmulegan hátt seint sama dag þegar nakið lík hennar fannst á hlaupaleiðinni.

Nú situr Jose Antonio Ibarra, 26 ára, á bak við lás og slá ákærður fyrir morðið á Riley.

Ibarra, sem kemur frá Venesúela og er ekki bandarískur ríkisborgari, hefur engin þekkt tengsl við nemandann. Lögreglan lýsir ofbeldisfullum dauða Riley sem "tækifærisglæp" en hann hefur komið oftar í kast við lögin án afleiðinga síðan hann kom ólöglega yfir landamærin.

Þegar rannsóknin heldur áfram hefur staða Ibarra sem ríkisborgara utan Bandaríkjanna þegar komið af stað misvísandi skýrslum frá löggæslustofnunum um glæpafortíð hans á bandarískri grundu - og hefur einnig hvatt þingmenn repúblikana til að grípa til orðræðu gegn innflytjendum." Heimild: Independent.

Andlit er komið á vandann, í Bandaríkjunum er það morðmál, á Íslandi er það nauðgunarmál.

Innflytjendamál ætla að verða kosningamálið í ár í Bandaríkjunum. Líka í næstu Alþingiskosningum. Kjósendur setja þetta mál efst á blað, fyrir ofan verðbólgu og efnahagsmál. Enda verður að telja innflytjendamálin ósjálfbært, 4 þúsund hælisleitendur á ári til Íslands, í Bandaríkjunum 4 milljónir og á tveimur síðastliðnum árum 8 þúsund hælisleitendur á Íslandi og 8+ milljónir í Bandaríkjunum. Ekkert velferðakerfi stenst álagið.  Eitthvað þarf að gera. Meira segja Samfylkingin fattar stöðuna.

 


Snilldar ræða Tucker Carlson á Turning Point America ráðstefnunni

Allir þekkja Tucker Carlson sem er fyrrverandi fréttaskýrandi á Foxnews en starfar nú sjálfstætt á X. Einhvern hluta vegna tekst honum alltaf að vera með puttann á púlsinum. Svo má sjá í þessari ræðu: Ræða Tucker Carlson

Hér kemur hann inn á stefnu vinstri manna, sem er í raun engin stefna, engin meisaraáætlun um framgang samfélagsins. Sjá má þetta í stefnu þeirra í landamæra vandanum í Bandaríkjunum, vilja hafa opin landamæri en vilja ekki takast á við vandann sem fylgir þeim. Öfga vinstri menn vilja umbylta samfélagið og ráðast á allt sem kallast hefðbundið en þeir hafa ekkert lokamarkmið. Hann líkir þessu við fólk sem kveikir í eigið hús og svo ekkert. Sjá 8-10 mínúta. Eyðilegging, eyðilegging vegna stefna.

Eina leiðin til að berjast á móti woke hreyfingunni er að segja og fylgja sannleikanum. Hætta að vera í hlutverki og vera maður sjálfur. Horfa á raunveruleikann eins og hann er.


Hvað varð um gröf Jóns Arasonar og sona? Hefur öxin og jörðin geymt þá best?

Hér hefur verið rakið örlög mannvistaleifa Ríkharðs 3.  En Íslendingar eiga líka til merkilegar sögur af afdrifum beinagrinda af sögufrægum Íslendingum.  Þekktust er sagan af Jónasi Hallgrímssyni þjóðskáld og þrautagangan mannvistaleifa hans áður en beinin voruð vistuð í þjóðargrafreit Íslendinga á Þingvöllum.  En það er önnur sagan sem hefur vakið minna athygli.

Frægasta aftaka Íslands sögunnar sem breytti gangi hennar er að sjálfsögðu aftaka Jóns Arasonar Hólabiskups og sona hans 1550.

Þeir voru handteknir í Sauðafellsför sinni. Þeir færðir að Skálholti, í fangavist og að lokum hálshöggvnir. Síra Jón Bjarnason átti að hafa ansað til um örlög fanganna: „Eg em fávísastur af yður öllum, og kann eg ráð til að geyma þá.“ Þeir sögðust það vilja heyra. Hann sagði þá: „Öxin og jörðin geymir þá best.“ Þeir svo teknir af lífi í aftöku.

Norðanmenn áttu að hafa tekið líkin upp í apríl 1551 og farið með þau norður og þau grafin á Hólum í Hjartardal við dómkirkjuna.

En er vitað hvað varð svo um gröf þeirra? Í Morgunblaðinu frá 1927 (aukablað, 4. janúar) segir frá að maður að nafni Guðbrandur Jónsson frá Reykjavík hafi látið grafa í kirkjugarðinn vestan núverandi kirkju á Hólum 1918. Segir sagan að Guðbrandur hafi sagt vera í sambandi við Páfastólinn, ætlunin hafi verið að fara með beinin suður og gera Jón biskup að dýrlingi. Hann hafi komist alla leið til þýskalands en þar endaði för hans er páfamenn tóku fálega í erindi hans. Er málið var borið undir Guðbrand segir hann að þetta sé vitleysa. Hann hafi farið með beinin til Reykjavíkur til rannsókna. Guðbrandur á að hafa afhent Matthías Þórðarsyni beinin og þau séu í hans vörslu.

En aftur að meintum uppgröftri:

Hittu menn þá fyrir gröf með beinaleifum úr þrem mönnum og virðast beinin eftir lýsingunni hafa verið mjög illa farin og lítið eftir af þeim. Taldi Guðbrandur að þetta væru bein Jóns Arasonar og sona hans tveggja, er höggnir voru með honum. Þetta virðist hann byggja einkum á því hvar beinin fundust, og að þessir þrír voru grafnir saman „undir einu hvolfi“. Þá taldi hann höfuð eins mannsins legið í handarkrika hans.  Heimild: Skagfirðingabók, 1. tölublað (01.01.1991).

Engum sögum fer af hvort þær hafi verið rannsakaðar frekar ef rannsókn má kalla. Hefðu rannsóknir verið vanbúnar. Tæknin sem nú er komin í fornleifarannsóknir er orðið stjarnfræðileg góð og DNA rannsóknir farið svo fram, að auðvelt ætti að vera að kanna uppruna beinanna. Af Jón er líka kominn stór ættarbogi og því ekki erfitt að kanna upprunan.

Þessum beinum var komið fyrir í kistu í turninum við kirkjuna, en hann var vígður 1950.  Ef svo kann að reynast ekki hafi verið gert neitt síðan, væri það stórkostlegt afrek, með hjálp erfðatækninnar, að staðfesta þessa sögu, og búa almennilega um beinin. Ekkert er að marka "rannsóknir" fyrri tíðar manna. 

Ef grafarspjöll hafa átt sér stað, væri fróðlegt að fá það staðfest. Hver gaf Guðbrandi leyfi til að grafa í heilugum grafreit? Gróf hann í raun og veru? Hvar eru beinin raunverulega? Eru þau í Reykjavík, Þýskalandi eða kirkjuturninum á Hólum?

Ef einhver ætti heima í þjóðargrafreiti Íslendinga á Þingvöllum, væri það Jón Arason, sem barðist á móti Dönum og siðaskiptunum.

Um ósóma aldar sinnar

Hnigna tekr heimsins magn.
Hvar finnur vin sinn?
Fær margur falsbjörg,
forsómar manndóm.
Tryggðin er trylld sögð.
Trúin gerist veik nú.
Drepinn held eg drengskap.
Dyggð er rekin í óbyggð.

Jón Arason, Hólabiskup.

Hvað ætli Jóni finnist um kristni í dag og ósóma samtímans?

 


Framsóknarflokkurinn - flokkur um ekki neitt

Það er þægilegt fyrir flokka að setja sig á miðju og segjast vera opnir í báðar áttir.  Þetta gefur tækifæri á að vera í ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri og hægri, fara í sæng með hverjum sem er. Segjast vera hófsemdarflokkur en fylgja hverri grillu samstarfsflokka sem er án gagnrýni. Opin í báða enda voru orð sem notuð voru til að lýsa stefnu Framsóknarflokksins meðan Ólafur Jóhannesson var formaður flokksins.

En einhverjar hugsjónir verður flokkurinn að þykjast hafa, einhver algild gildi sem hægt er að benda kjósendur á. Líkt og margir flokkar sem stofnaðir voru í byrjun 20. aldar, verður stjórnmálaflokkurinn Framsókn að endurnýja umboð sitt til kjósenda og aðlaga sig að gjörbreyttu samfélagi og samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað frá stofnun flokksins. Leitum í upprunan.

Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksns og Óháðra bænda og er þar með elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Ísland var enn að hluta til í viðjum bændasamfélagsins, bændur voru fjölmenn stétt og sótti Framsóknarflokkurinn kjörfylgi sitt framan af til dreifbýlisins, þ.e.a.s. sveita og bæja.  En einnig til fjöldahreyfinga sem spruttu upp um aldarmótin, svo sem ungmennafélagshreyfingarinnar.

Um miðja 20. öld reyndi flokkurinn að endurskilgreina sig, enda hafði flóttinn á mölina að mestu lokið eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann fór að skilgreina sig sem flokk allra stétta og vera miðjuflokkur, þó kjörfylgið hafi haldist á landsbyggðinni.

Alla 20. öldina hefur flokkurinn átt öfluga stjórnmálaleiðtoga og verið þaulsætinn í ríkisstjórn. Mesta fylgið var 1931 þegar flokkurinn fékk 35% atkvæða en síðan hefur leiðin legið niður, verið á bilinu 20-25% út tuttugustu öldina en á 21. öld með 10-20% fylgi. Kjördæmaskipan landsins og misvægi atkvæða (sem er enn vandamál) hefur í raun gefið flokkinn fleiri þingsæti og vægi en annars ætti að vera.

Stjórnmálaflokkar eru stofnaðir um málefni og gildi. Framsóknarflokkurinn var mikið tengdur Samvinnuhreyfingunni, þar er Sambandið (Samband íslenskra samvinnufélaga - SÍS). Fyrir yngri lesendur er það að segja að SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma segir á Wikipedíu. Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína. Ástæðan fyrir þessari tengingu er að sjálfsögðu kaupfélögin sem eiga að rekja til kaupfélaga bænda á 19. öld.

Baráttumál Framsóknarflokksins í gegnum tíðina

Á upphafsárum Framsóknarflokksins stóð flokkurinn meðal annars fyrir; sjálfstæði þjóðarinnar, innlendum þjóðbanka (vegna ástands bankamála á þeim tíma) og alþýðumenntun sem hann taldi hornstein allra þjóðþrifa (Wikipedía). Svo var lögð áhersla á uppbygging innviða landsins. Atvinnumál hafa alla tíð verið efst á dagskrá flokksins.

Á 21. öld fer að halla ansi undir fæti. Umdeilt er þegar flokkurinn fann upp kynjakvóta sem átti að vera jafnréttismál en er í raun mismunun á grundvelli kyns. Síðasta stórvirki flokksins, eða réttara sagt formanns flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugssonar, var ICESAVE málið en samtök voru stofnuð gegn greiðslu í málinu og tengdist flokkurinn málinu sérstaklega í gegnum formanninn. Fullur sigur vannst í málinu.

Flokkurinn er með nokkuð sem kallast grundvallarstefnuskrá en hún er venjulegt froðusnakk stjórnmálaflokks og gæti verið í stefnuskrá hvaða flokks sem er: sjá slóð: Grundvallarstefnuskrá Hvað flokkur vill t.d. ekki mannréttindi, jafnræði, efling mannauðs, markaðshagskerfi o.s.frv. Það verður að kafa dýpra til að sjá hvar flokkurinn stendur. T.d. að hann er mótfallinn inngöngu í ESB en er fylgjandi EES samningnum. Ekki er ætlunin að fara í alla efnisþætti stefnu Framsóknar segja má að í grunninn sé þetta borgaraleg stefna.

Flokkurinn um ekkert

En af hverju er þá fullyrt hér í fyrirsögn að Framsóknarflokkurinn sé flokkur um ekki neitt? Jú, stefna á blaði er annað en stefna í raunheimi.

Síðan Framsóknarflokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til, hefur forystu- og stefnuleysið einkennt flokkinn. Flokkurinn hefur nú verið í ríkisstjórnarsamstarfi í 9 ár en dags daglega er ræðir fólk aðeins um VG eða Sjálfstæðisflokkinn.  Flokkurinn er þarna, en samt ekki. Ekkert heyrist í honum í stórum málum.

Stórmál dagsins í dag eru hælisleitendamálin og bókun 35. Ekkert raunsæi er í málefnum hælisleitenda, ólíkt Miðflokkinn sem er samkvæmur sjálfum sér, og ef eitthvað er, stuðlar flokkurinn að meira öngþveiti í málaflokknum með því að taka enga afstöðu, bara fljóta með og gera ekkert. Eins er það með bókun 35, engin afstaða tekin, bara flotið með. Afstöðuleysi er jafn hættulegt og ákveðin afstaða og jafn skaðleg. Ístöðuleysi hefur hingað til verið talið vera lestur meðal Íslendinga en það á sannarlega við Framsóknarflokkinn í dag.

Stjórnmálaflokkur án stefnu á ekkert erindi í stjórn landsins.

Að segja ekkert, að gera ekkert, er að vera ekkert....hvað gera bændur þá?


Var Ríkharður 3. konungur Englands bastarður eftir allt saman?

Í gær var skemmtileg bíómynd um uppgröft grafar Ríkharðs.  Í raun er það kraftaverk að gröf hans skuli yfir höfuð finnast, miðað við meðferðina á líki hans eftir orrustuna um Bosworth. 

Í gegnum tíðina hefur Ríkharður verið málaður sem illmenni og valdaræningi og sú mynd var rækilega innsigluð í meistaraverki William Shakespeare Richard III. Sigurvegarnir skrifa alltaf söguna og þegar leikritið var skrifað, var Elísabet I, af Tudor ættinni, sem var við völd. Túdor ættin sem vann baráttuna um krúnu Englands 1485 er Ríkharður var drepinn á orrustuvelli Bosworth, varð ekki langlíf ætt og endaði með Elísabet I. Það er önnur saga.

Í leikverkinu er Ríkharður alltaf sýndur sem kripplingur en í raun var hann með hryggskekkju eins og gröf hans sannaði rækilega. Í bíómyndinni var gerð mikil drama um hver fann jarðneskar leifar Ríkharðs, en eins og oftast nær, fær sá sem fann eða gerði merka uppgötvun uppreisn æru á endanum. Í dag hefur æra Ríkharðs verið endurreisn, hann viðurkenndur konungur frá 1483-85 og fékk hann konunglega grefrun nýverið í dómkirkju Leicester og opinbera viðurkenningu af bresku krúnunni að hann hafi verið konungur.

Ríkharður III dó í orrustunni við Bosworth, þar sem hann barðist við Henry (Hinrik á íslensku) Tudor, manninn sem síðar átti eftir að taka við af honum í hásætinu og enda Rósastríðið, sem var ólgusamt tímabil ættarbaráttu í Englandi á miðöldum.

Allt til ársins 2012 var talið að jarðneskar leifar Ríkharðs III væru týndar í sögunni og í mörg hundruð ár hefur orðspor hans sem einvalds beðið hnekki vegna þess að William Shakespeare sýndi hann sem líkamlega vanskapaðan morðingja og harðstjóra í leikriti hans Richard III eins og áður sagði. Með tímanum hefur fræðasamfélagið farið að kollvarpa þeirri mynd og endurreisa orðstír hans eftir dauðann.

Hann er nú í auknum mæli talinn góður konungur sem gerði margar jákvæðar breytingar á réttarkerfi Englands á sínum tíma, þar á meðal innleiðing tryggingar. Eftir að hann lést í bardaga - síðasti enski konungurinn til að gera það - halda sagnfræðingar að hann hafi verið grafinn í skyndi til að forðast að kveikja í stuðningsmönnum sínum. En þar til fyrir nokkrum árum vissi enginn hvar gröf hans var.

Það sem sannar að mannvistaleifarnar sem fundust eru af honum er DNA rannsókn og beinagrindin sjálf sem greinilega bar merki hryggskekkju. Beinagrindin leiddi  í ljós nokkur niðurlægingarsár, þar á meðal sverðsáverka í gegnum hægri rassinn. Gröf Richards var grafin í skyndi og hann var grafinn án líkklæða eða kistu, á svæði sem var of lítið til að leggja hann út með þeirri reisn sem venjulega er veittur smurðum konungi. Talið er að lík hans hafi verið svipt klæðum á vígvellinum, honum kastað á hestbak og honum holað í þessa gröf sem hann fannst í.

En það sem er skemmtilegast við sögu Ríkharð III, eru tvær spurningar.  Var hann í fyrsta lagi valdaræningi og í öðru lagi, drap hann prinsanna tvo í Tower? Bloggritari nennir ekki að rekja forsöguna um og of, og því er tekið efni af Wikipediu til að ná fram bakgrunninn:

Ríkharður 3. ( 1452 – 22. 1485) var konungur Englands frá 1483-1485. Ríkharður var síðasti konungur Englands af York ættinni.

Ríkharður var sonur Ríkharðs Plantagenet, 3ja hertoga af York og Cecily Neville. Hann var einnig bróðir Játvarðs 4. Englandskonungs. Ríkharður var tryggur stuðningsmaður Játvarðs meðan hann var konungur og varð ríkur og valdamikill í hans valdatíð.

Þegar Játvarður 4. lést árið 1483 voru synir hans tveir á undan Ríkharði í röðinni um að erfa krúnuna. Sá eldri var 12 ára og tók við krúnunni sem Játvarður 5. Játvarður var hins vegar fljótlega tekinn til fanga og læstur inni í Lundúnarturni ásamt 9 ára bróður sínum, Ríkharði af Shrewsbury, 1. hertoganum af York. Fljótlega var því lýst yfir að drengirnir væru ekki lögmætir erfingjar krúnunnar og Ríkharður 3. varð konungur Englands. Ekkert spurðist til drengjanna tveggja eftir þetta og eru örlög þeirra ráðgáta enn í dag, þótt flestir telji að Ríkharður hafi látið taka þá af lífi.

Ríkharður var giftur Anne Neville, en hún dó árið 1485 og átti Ríkharður þá engan lögmætan erfingja því sonur þeirra hafði dáið árið áður.

Sama ár mætti Ríkharður Hinrik Túdor í bardaganum við Bosworth þar sem nokkrir af hershöfðingjum Ríkharðs sviku hann og gengu í lið með Hinriki. Útkoma bardagans var sú að her Ríkharðs beið ósigur og hann sjálfur lést. Hinrik var þá krýndur konungur sem Hinrik 7.

Sjá slóð: Ríkharður 3. Englandskonungur

Það er alveg ljóst að Ríkharður leit á bræðurna sem bastarða sem ættu ekki rétt á krúnunni. Báðir prinsarnir voru lýstir  ólögmætir af þingi; þetta var staðfest árið 1484 með þingsköpum sem kallast Titulus Regius. Í lögunum kom fram að hjónaband Játvarðs IV og Elizabeth Woodville væri ógilt vegna þess að  Játvarður hafði gert hjúskaparsamning við Lady Eleanor Butler. En það kann að leynast annar sannleikur á bakvið þessa verks.

Flökkusaga er um að sjálfur Játvarður IV sé bastaður og þar með synir hans. Að hann sé kominn af franskri bogaskyttu! 

Sagan segir að þegar foreldrar hans voru bæði í Frakklandi hafi Cecily, hertogaynjan af York og eiginmaður hennar hertoginn, þurfti hann að vera tímabundið í burtu vegna hernaðarskuldbindinga hans. Meðan á þessum aðskilnaði stóð féll hún fyrir framgangi bogamanns að nafni Blaybourne og varð ólétt af barninu sem einn daginn átti eftir að verða Játvarður IV, hetja hússins í York og faðir fyrstu Tudor-drottningarinnar.

Því haldið fram að sagan eigi uppruna sinn í Cecily sjálfri. Eins og jafnvel frjálslegur áhorfandi þessa tímabils verður kunnugt um, var hjónaband Játvarðar (Edwards) við hina lág ættuðu  Elizabeth Woodville (sem fjölskyldan var bæði þekkt sem Lancastrian-samúðarmenn og grimmir félagsklifrarar) afar umdeilt.

Þetta er alvarleg ásökun en við ættum að fara varlega í að taka á nafnverði. Engar heimildir eru til um orðróminn fyrir 1483 þegar hann kom fram á síðum Dominic Mancini, ítalsks fræðimanns sem sendur var til Englands til að þjóna sem augu og eyru biskups á meginlandi. Það verður að hafa í huga að á þessum tímapunkti voru Ríkharður III og félagar hans að koma því á framfæri að Játvarður IV væri bastarður, til að styrkja kröfu yngri bróður síns um hásætið. Það er því líklegt að þessi orðrómur hafi komið upp í fyrsta sinn árið 1483 og líklega ekki sprottinn af vörum Cecily.

Það sem leiðir líkur á að einhver sannleikur er í sögusögninni eru eftirfarandi atriði (sjá heimild: Could Edward IV have been illegitimate? )

  • Fjarvera hertogans af York við getnað – Þegar horft á fæðingardag Játvarðs (seint í apríl 1442) og vinnum aftur á bak í tíma, virðist sem hertoginn af York hafi verið að heiman þegar hann var getinn, en sannleikurinn er, við höfum bara ekki nægar sannanir til að lesa of mikið í það. Hjónin voru búsett í Frakklandi á þeim tíma og á meðan hertoginn var í burtu var hann ekki svo langt í burtu að hertogaynjan hefði ekki getað gengið til liðs við hann í einhvern tíma. Auðvitað gæti framtíðarkonungurinn líka hafa verið örlítið ótímabært fæddur eða jafnvel aðeins seinn - það er ekki mikill tími í það. Allt þetta virðist líklegra en að hertogaynjan hafi í verið í leynilegu "sambandi“ við mann af svo lægri tign, að tungurnar hefðu vafalaust verið látnar vagga. Við ættum að muna að engar sögusagnir um faðerni Játvarðar eru skráðar áður en þær voru pólitískt hagstæðar einhverjum.
  • Lágstemmd skírn – Það hefur verið gefið til kynna að lágstemmd skírn Játvarðar (í horninu á kirkjunni), sem var andstæða ári síðar við íburðarmeiri skírn fyrir yngri bróður sinn, bendi til þess að hertoginn af York ætlaði ekki að skvetta út fyrir barn sem hann hélt ekki að væri hans. Hins vegar er þetta gagnsætt; ef hertoginn af York hefði ákveðið að ala þetta barn upp sem erfingja sinn, jafnvel þótt hann héldi grunsemdir um faðerni, hefði hann örugglega lagt sig fram við að halda uppi lögmæti, frekar gefa heiminum merki um að eiginkona hans hefði verið svo vandræðalega svikið hann. Auk þess höfðu hertogahjónin áður átt son sem dó mjög skömmu eftir fæðingu; Ákvörðun þeirra um að fara í lágstemmda skírn var líklega merki um að þau hefðu áhyggjur af heilsu hans og vildu ganga úr skugga um að hann væri vígður Guði áður en eitthvað fór úrskeiðis. Tilviljun styður þetta nokkuð þá ábendingu að hann hafi verið ótímabær fæddur.
  • Skortur á líkamlegum líkindum milli föður og sonar - Þetta er svolítið léleg byrjun. Já, Játvarður var hávaxinn og ólmur (sem faðir hans var ekki) en það er fullt af augljósu fólki í blóði hans (bæði móður og föður megin) þar sem hann gæti hafa fengið þetta frá. Fjölskyldulíkindi eru erfið og fyrir okkur sem greina í dag höfum við ekki mikið um að dæma.
  • Aðrir bræður hans sökuðu hann um að vera bastarður - Já, þeir gerðu það. Báðir höfðu pólitískar ástæður til þess. Aðrir komu líka með slíkar ásakanir, en ekki fyrr en löngu eftir að hann fæddist og krýndur. Þar að auki, þegar aðalsmaður fæddist í öðru landi, fjarri augnaráði fréttaskýrenda samtímans, voru sögusagnir oft um fæðingaraðstæður þeirra. John of Gaunt er dæmi um þetta.

En það sem kann að valda mestri hneykslun er að Játvarðu 4 er ef til vill bastarður (ekki réttborninn til krúnu) sem og afkomendur þeirra! Nýleg DNA rannsókn bendir til þess. Fimm nafnlausir lifandi gjafar, allir meðlimir stórfjölskyldu núverandi hertoga af Beaufort, sem segjast vera ættuð frá bæði Plantagenets og Tudors í gegnum börn John of Gaunt, gáfu DNA sýni sem áttu að passa við Y litninga sem dregin voru út úr beinum Richards. Ekkert þeirra passaði við hann!

Þar sem auðkenni Richards var sannað með DNA hvatbera hans, rakin í óslitinni keðju í gegnum kvenkyns línuna frá systur hans til tveggja núlifandi ættingja, er niðurstaðan hörð: það er rof á þeirri línu sem krafist er af Beaufort uppruna, það sem vísindamennirnir lýstu sem "falskur faðernisatburður", sem getur einnig haft áhrif á ættir fjarlægra frænda þeirra, Windsors. Sjá slóð: Questions raised over Queen’s ancestry after DNA test on Richard III’s cousins 

Tudor-ættin studdu tilkall sitt til hásætisins með því segjast vera komin frá John of Gaunt, syni Edward III og föður Hinriks IV - og forfaðir Tudor-ættarinnar í gegnum lögmæt Beaufort-börn sín eftir að hann giftist ástkonu sinni Katherine Swynford. Að komast að því hvar línan frá Játvarð III til núverandi Beaufort fjölskyldu væri rofin væri aðeins hægt að gera með því að grafa upp fullt af beinagrindum sem er ekki líklegt að verði gert. Það eru þó að minnsta kosti tvö hlé eða bil á ættarlínunni. Mikilvægast væri ef John of Gaunt væri ekki sonur Játvarðs III – sem óvinir gáfu til kynna á hans lífsleið – sem myndi hafa áhrif á ættir Tudors, Stuarts og Windsors.

Liggur bogamaðurinn franski því enn undir grun? Eða nær málið lengra aftur í tímann? Til John of Gaunt? Er kóngafólkið enska því bara bastarðar eftir allt saman! Hvað finnst ykkur sem nenntuð að lesa þetta? Var Ríkharður réttmætari erfingi ensku krúnunnar en Játvarður 4.?

Ættartré Englandskonunga

Viðbót:

Hús York (ættirnir eru kallaðar hús af...), Lancaster, Nevilles, Howards, Mowbrays, Percys og Tudors eru fjölskyldurnar sem taka þátt í Rósastríðunum. Hins vegar var enn eitt húsið sem var jafn mikilvægt og hin; Beauforts.

Beaufort-ættin voru synir og dætur John of Gaunt, hertoga af Lancaster og ástkonu hans Katherine Swynford. Þau voru álitnin  bastarðar þar sem þau fæddust utan hjónabands, en samt tengdust þau húsi Lancaster og komust til valda af sjálfu sér. Þau hjálpuðu til við að breyta ekki aðeins enska sögu heldur sögu Evrópu að eilífu. Beaufort-ættin hafði mikil áhrif í Hundrað ára stríðinu og Rósastríðunum, en samt þekkja margir aðeins Margaret Beaufort og Edmund Beaufort 2. hertoga af Somerset.

 


Næsta varaforseta efni Donalds Trumps líklega kona eða "litaður" maður

Miklar vangaveltur eru um varaforsetaefni Donalds Trumps en það er ljóst að hann verður næsta forsetaefni Repúblikana. Mikið er veðjað á að hann velji konu eða "litaðan mann" eða "man of color" eins og Kaninn kýs að nefna þetta.

Þetta er strategía til að ná til kjósendahóps sem hann nær lítið til í dag, en það eru konur í úthverfum og blökkufólk eða annað hörunds dökkt fólk. Listi kvenna er lengri en listi hörund dökkra manna á stuttum lista Trumps. Kíkjum á hugsanlega kandidata.

Í hópi vongóðra er fulltrúi New York, Elise Stefanik.

Stefanik, 39 ára, var einu sinni hófsamur, hikandi Trump repúblikani, og hefur flogið nær hægri væng flokks síns á undanförnum árum og vaxið í einn af dyggustu verjendum Trump.

Tim Scott, blökkumaður og fyrrum keppandi um útnefningu repúblikana, er öldungadeildarþingmaður og einn af áberandi svörtum repúblikönum í Bandaríkjunum.

Hann lýsti sjálfum sér sem bjartsýnum íhaldsmanni en herferð hans náði ekki fylgi hjá kjósendum. Í nóvember, eftir þrjár fádæma lélegar kappræður hans, hætti hann keppninni.

Scott, sem er 58 ára, virtist kasta hattinum sínum í varaforsetahringinn í janúar með stuðningi sínum við Trump.

En það voru uppörvandi ummæli Scott á kosningafundi Trump fyrir forkosningarnar í New Hampshire sem ýttu nafni hans staðfastlega inn í varaforseta samtalið. "Við þurfum Donald Trump," sagði Scott við kjósendur.

Eini hvíti maðurinn á listanum er JD Vance, 39 ára, öldungadeildarþingmaður frá Ohio, var einnig í New Hampshire og safnaði stuðningi fyrir hönd Trump.

Hinn Yale-menntaði fyrrverandi áhættufjárfesti komst fyrst í fréttirnar fyrir metsölubók sína Hillbilly Elegy, minningargrein sem fylgdi uppvexti verkamannastéttarinnar í miðvesturríkjum ryðbeltisins.

Vance, sem eitt sinn var sjálfgreindur "aldrei-Trumper", breytti sjálfum sér sem dyggum lærisveinum Trumps þegar hann hóf tilboð sitt í öldungadeildina árið 2022. Það borgaði sig: stuðningur Trump við Vance veitti herferð hans gagnrýna uppörvun bæði í fjölmennum forkosningum repúblikana og almennum kosningum.

Kristi Noem, hvít kona, sem er frá Suður-Dakóta sem hætti í háskóla til að reka fjölskyldubýlið, starfaði sem eini meðlimur fylkis síns í fulltrúadeildinni í átta ár og var kjörin fyrsti kvenkyns ríkisstjóri þess árið 2018.

Staðan hefur hjálpað Noem að lyfta upp þjóðarsniði sínu í íhaldssamum hringjum, sérstaklega þegar hún virti grímuskyldu og aðrar takmarkanir á heimsfaraldurstímabilinu að vettugi. Hún hefur þó sinn djöful að draga vegna meins framhjáhaldsmál hennar.

Vivek Ramaswamy, líftæknifrumkvöðull með enga fyrri pólitíska reynslu, heillaði aðdáendur Trump í forsetaframboði hans árið 2024 með föstu orðræðu sinni, djörfum stefnuskrám og æskuljóma.

Hann kom einnig fram sem helsti varnarmaður keppinautar síns á vettvangi repúblikana, kallaði hann "besta forseta 21. aldarinnar" og lofaði að náða hann ef hann verður fundinn sekur í einhverjum af komandi sakamálaréttarhöldum hans.

Hinn 38 ára gamli indverski Bandaríkjamaður vakti athygli og deilur á kosningaslóðinni en eftir að hafa sigrað rótgrónari stjórnmálamenn varð hann í fjórða sæti í fyrstu forvalskeppni repúblikana í Iowa.

Ramaswamy hætti strax eftir niðurstöðuna og veitti Trump fullan stuðning og sagði stuðningsmönnum sínum að það verður að vera "America First" frambjóðandi í Hvíta húsinu.

Byron Donalds, 45 ára blökkumaður, er enn eitt ferskt andlit á landsvísu - og sá sem hefur hjálpað til við að vekja athygli á svartri íhaldssemi.

Donalds fæddist í New York af einstæðri móður og starfaði við banka, tryggingar og fjármál áður en hann fór í sveitarstjórnarmál í Flórída árið 2012.

Eftir fjögur ár í fulltrúadeild Flórída hefur hann setið síðan 2020 á bandaríska þinginu og verið fulltrúi harðhægri hliðar flokks síns í Washington.

Fyrsti hindúameðlimurinn á bandaríska þinginu, fyrrverandi þingkona Hawaii, Tulsi Gabbard, gæti verið stærsti dökki frambjóðandinn á lista Trumps.

Fyrir áratug síðan, fyrrum hermaður í Íraksstríðinu og varaliði Bandaríkjahers, þjónaði hún sem varaformaður landsnefndar demókrata - áður en hún sagði af sér til að styðja kosningabaráttu Bernie Sanders 2016.

Tími hennar á þingi, frá 2013 til 2021, einkenndist af tíðri gagnrýni á Obama-stjórnina og bandaríska hernaðaríhlutun, þar á meðal umdeildri ákvörðun um að hitta Sýrlandsleiðtoga Bashar al-Assad.

Hún bauð sig fram í forvali demókrata í forsetakosningum árið 2020, þar sem athyglisverðasta augnablikið hennar var hörð gagnrýni á Kamala Harris - nú varaforsetann - vegna fortíðar hennar sem saksóknara í Kaliforníu.

Aðrir mögulegir frambjóðendur:

Ron DeSantis: Eftir að hafa keppt að endurkjöri sem ríkisstjóri Flórída í miðkjörtímabilskosningunum 2022 var DeSantis framsettur sem íhaldssamur leiðtogi sem gæti borið hreyfingu Trump áfram. En daufleg forsetakosningabarátta hans hrundi og brann í janúar, þó glaðlynd stuðningur við helsta keppinaut hans, opnaði dyrnar fyrir þá tvo til að laga girðingar aftur og starfa saman.

Nikki Haley: Nokkrir bandamenn Trumps hafa lagt til að forsetamiði sem inniheldur fyrrverandi sendiherra SÞ gæti hjálpað honum að vinna yfir kvenkyns kjósendur í úthverfum sem eru óþægilegir við að kjósa hann. En ákvörðun Haley um að vera áfram í forkosningunum þrátt fyrir að hafa tapað öllum keppnum hefur sýnilega truflað Trump undanfarnar vikur og verður það að teljast ólíklegt að hún verði úr þessu valin.

Kari Lake: Fyrrverandi sjónvarpsþulur, festi sig við órökstuddar fullyrðingar Trumps um kosningasvik árið 2020 og bauð sig fram án árangurs fyrir ríkisstjóra Arizona árið 2022, ósigur sem hún viðurkennir ekki enn. Karismi Lake hefur unnið marga aðdáendur sína í herbúðum Trumps en hún er sem stendur í kjöri til að hljóta útnefningu repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings í Arizona í ár.

Sarah Huckabee Sanders: Þjónaði sem fréttaritari/talsmaður Trumps í Hvíta húsinu í tvö ár. Er af annarri kynslóðar stjórnmálamanna í ríkisstjóraembættið í Arkansas. Sanders samþykkti endurkjör Trump nokkuð seint, en hefur sagt að það að vera ríkisstjóri sé "eitt besta starf sem ég gæti beðið um... og ég vona að ég fái að gegna því næstu sjö árin".

Blokkritari ætlar að veðja á eftirfarandi varaforseta efni:

Jim Scott, Kari Lake, Vivek Ramaswamy og þann allra líklegasta; Kristi Noem. Kari er skemmilegri og líflegri ræðumaður en Kristi en spurningin er, hefur Kari kjósendahóp á bakvið sig eins og Kristi sem er þegar ríkisstjóri?


Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, segir í viðtali við Morgunblaðið að engar líkur eru á að Rússar líti framhjá Íslandi ef til stríðsátaka kemur við NATÓ. Þetta eru engin nýmæli og hafa sérfræðingar í varnarmálum vitað þetta frá upphafi kalda stríðsins og í raun lengur.

Lengi hefur verið vitað að Keflavíkur herstöðin, sem enn er til og er bæði NATÓ og bandarísk herstöð, verði skotmark.

Evrópuþjóðir gerðu sér strax grein fyrir á fjórða áratugnum, sérstaklega þýskir nasistar, hernaðarlegt mikilvægi Íslands í baráttunni um Atlantshafið. Þeir reyndu að koma sér upp flugvelli eða flugvallaaðstöðu fyrir stríð en Íslendingar sáu við þeim og veittu ekki leyfi. Eins var koma herskipa í íslenskar hafnir bannaðar. Við þekkjum söguna, Bretarnir komu í staðinn og hernámu Ísland, sem betur fer.

En bloggritari er ekki sammála mati Hoffmanns, að Ísland yrði ekki forgangsskotmark. Varnarlínan GIUK liggur frá Grænlandi, um Ísland til Skotlands. Ef farið verður í hernaðaraðgerðir í Evrópu af hálfu rússneska herinn, þá mun hann vera með aðgerðir samtímis bæði í Evrópu og við GIUK hliðið. Þetta hlið lokar leiðir rússneska flotans inn á Atlantshafið og fyrir kafbáta að komast að strendur Bandaríkjanna. 

Bloggritari telur engar líkur á að Rússar ráðist á einhverja aðildaþjóð NATÓ á næstunni eða næsta áratug yfir höfuð. Þeir hafa ekki bolmagn til þess. Það vill gleymast hvernig rússneski herinn skipuleggur sig.  Skipulagið er eftirfarandi:

Þrjár greinar hersins: Landherinn, loftrýmis her og  floti. Loftrýmis herinn er í raun flugher og geimher í einum pakka (e. aerospace forces).

Aðrar skiptingar: Tvær aðskildar greinar hersveita sem skiptast í strategíska eldflaugasveit og flughersveitir.

Sérsveitir hersins: aðgerðasveitir sérsveita.

Skipulagslegar aðflutningsdeildir rússneska hersins, sem hefur sérstaka stöðu.

Það er stategíska eldflaugasveitin eða eldflaugaherinn sem mikilvægasta grein rússneska hersins. Hún mun grípa strax til kjarnorkuvopna ef til innrásar kemur í Rússland. Þannig að ef til innrásar kemur í Rússland, verður það kjarnorkustyrjöld. Sama á við um Bandaríkin, gripið verður til kjarnorkuvopna ef til innrásar kemur. Þetta vita allir. Eins með Kínverja, þeir grípa til kjarnorkuvopna ef til innrásar á meginland Kína kemur en ekki ef bara er barist um Taívan. 

Rússneski herinn er í raun varnarher og er uppbyggður þannig. Hann hefur enga getu í langvarandi stríð við stórveldi. Herútbúnaður miðast við að verja innrás en landamæri Rússlands eru þau lengstu í heimi. Landið er því berskjaldað fyrir innrásir í gegnum Evrópu og Asíu við landamæri Kína. Herinn getur þó farið í aðgerðir gegn smáum andstæðingum á landamærum sínum, sbr. Úkraínu stríðið. Það stríð væri löngu búið ef Bandaríkjamenn væru ekki að stunda staðgengilsstríð í þessum átökum.

Já, Ísland er skotmark en hvað eru íslenskir ráðamenn að gera í málinu? Eru þeir t.d. að reyna að gera Ísland að ekki skotmarki? Sýna þeir Rússum vinskap eða fjandskap? Eru þeir að senda þau skilaboð út í heim að Íslendingar ætli að taka yfir eigin varnir og erlend herlið verði ekki staðsett á landinu? Að þetta sé varnarlið á Keflavíkurflugvelli en ekki framlínu herstöð? 

Íslenskir ráðamenn vita ekkert um varnarmál og þeir hafa fáa sérfræðinga til að ráðleggja sér enda engin sérfræðiþekking á hermálum til á Íslandi. Engin Varnarmálastofnun Íslands með sérfræðiþekkingu á vörnum Íslands. Almenningur veit enn minna og hefur engan áhuga á varnarmálum. Því miður.

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Hér er frétt Morgunblaðsins: Telur Rússa hafa áætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll

 


Undantekningar frá ákvæðum Schengen samkomulagsins

Í grein á Vísir segir Inga Sæland að Ísland er uppselt! 

Hún fullyrðir að Schengen samnningurinn kveði á undanþágur frá meginreglum og það megi koma á (tímabundnu) landamæraeftirliti.

En er það rétt? Já, svo er. Og það var gert 2015 þegar Angela Merkel gaf leyfi á opin landamæri fyrir flökkufólk í Evrópu. Afleiðining var að minnsta kosti 1 milljón hælisleitenda leitaði inn í Evrópu. Álagið var svo mikið að sum ríki nýttu sér þessa undanþágu.

Förum inn á vef European Commision  og lítum á undanþáguna í lauslegri þýðingu.

Tímabundin endurupptaka landamæraeftirlits

Ef um alvarlega ógnun er að ræða við allsherjarreglu eða innra öryggi getur Schengen-ríki í undantekningartilvikum tekið upp landamæraeftirlit aftur tímabundið við innri landamæri sín.

Ef slíkt eftirlit er tekið upp á ný verður viðkomandi aðildarríki að upplýsa ráðið (og þar með önnur Schengen-ríki), Evrópuþingið og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem og almenningi. Framkvæmdastjórnin veitir frekari upplýsingar um núverandi endurupptöku eftirlits á innri landamærum á vefsíðunni:

Temporary Reintroduction of Border Control

Íslendingar hafa ekki nýtt sér þetta ákvæði en geta gert það hvenær sem er. Berum saman Bandaríkin og Ísland. Sama hlutfall hælisleitenda hafa leitað til beggja landa. 8 þúsund manns á tveimur árum til Íslands og 8 milljónir til Bandaríkjanna. Íslendingar hafa hleypt 4 þúsund manns inn í landið en Bandaríkjamenn 2,5 milljónir. Hlutfallslega hafa Íslendingar því hleypt fleiri inn .


Kúgun minnihlutans skv. Margaret Thatcher

Vísiorð Margaret Thatcher eru mörg og þær eru margar frægar ræðurnar hennar. Hér kemur ein sígild.

Í gamla daga deildu pólitískir rithöfundar um eitthvað sem kallað var "vernd minnihlutahópa“.

En lýðræði snýst um meira en meirihluta eða minnihluta hópa. Það snýst um rétt sérhvers einstaklings til frelsis og réttlætis: "Rétt sem byggir á Gamla og Nýja testamentinu, sem minna okkur á reisn hvers einstaklings, rétt hans til að velja og skyldu hans til að þjóna."

Þessi réttindi eru gefin af Guði en ekki ríkisgefin.

Þetta eru réttindi sem hafa verið þróuð og viðhaldið í gegnum aldirnar af réttarríki okkar: "Réttarríki sem verndar einstaklinga og minnihlutahópa; réttarríki sem er sement frjálss samfélags."

En það sem ég held að við sjáum núna er öfugur vandi, og við höfum ekki tekist almennilega á við það ennþá – vandamálið um vernd meirihlutans.

Vegna þess að það hefur komið upp sú tískuskoðun, sem hentar mörgum sérhagsmunahópum, að það sé óþarfi að sætta sig við úrskurð meirihlutans: "Að minnihlutanum eigi að vera alveg frjálst að leggja í einelti, jafnvel þvinga, til að fá dómnum snúið."

Þessi orð voru sögð 1984 og eiga svo sannarlega við samtímans. Eru ekki fámennir minnihlutahópar vaðandi uppi og heimta sérréttindi? Eiga þeir ekki greiðan aðgang að fjölmiðlum sem virka eins og magnarar á málstað þeirra? Frekja minnihlutans með ósanngjarnar kröfur? Íslensk stjórnvöld eru dauðhrædd við sérhagsmunahópa, sérstaklega ef þeir eru háværir með hjálp fjölmiðla. Þau hlaupa út og suður ef öskrað er nógu hátt.

Ábyrgð fjölmiðla er mikil í svona málum. Þeir gefa frekju sérhagsmunahópanna rödd sem annars myndi ekki vera hlustað á, einmitt vegna ósanngirni krafa þeirra.

____

26. nóvember, 1984, Margaret Thatcher.
The Second Carlton Lecture ("Why democracy will last").

https://www.margaretthatcher.org/document/105799


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband