Færsluflokkur: Samgöngur

Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun!

Þetta segir Vegagerðin sjálf. Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun

Hún er ekki betur ígrunduð en það að kostnaðurinn við byggingu hennar er kominn úr 2,2 milljarða í 8,8 milljarða! Spurningin er af hverju menn vilja byggja hana og fyrir hverja?  Á vefnum segir jafnframt: "Fossvogsbrú er hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en mun einnig nýtast vel virkum ferðamátum, þ.e. gangandi og hjólandi vegfarendum." Með öðrum orðum göngubrú!

Á vef Borgarlínunnar segir: "Vegagerðin og sveitarfélögin Reykjavík og Kópavogsbær ásamt Betri samgöngum ohf. hafa unnið sameiginlega að undirbúningi brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna....Markmið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs en brúin verður 270 m löng og mun liggja frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðaustur-hluta Kársnestáar. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi og styðja við aðra ferðamáta en einkabílinn."  Brú yfir Fossvog

Gangandi og hjólandi vegfarendur mega sem sagt fara yfir brúnna en einnig almenningsvagnar. Hvers vegna einkabíllinn er útlokaður er ekki útskýrt. Það þótt erfiðlega gengur fyrir íbúa Kársness, sem hefur bætt við sig tvö bryggjuhverfi (annað í Fossvogi en hitt við höfnina), að komast í vinnu á morgna og síðdegis. Eru menn alveg gal....Strætó gengur yfir brúnna á 15 mínútna fresti en önnur umferð verður ekki...nema örfárra hræða á hjólum (þegar snjór kemur ekki í veg fyrir að menn geti hjólað) og gangandi vegfarandur sem munu nýta sér hana á góðviðrisdögum.

Nokkrar spurningnar í lokin:  Hafa menn gert könnun á hversu margir íbúar Kársnes munu nýta sér þessa brú? Er hún bara fyrir þá? Af hverju má ekki létta á stofnæðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur með að beina umferðina á anness? Tengja annesin saman. Ef þetta á að vera bara göngubrú, af hverju ekki að smíða einfalda trébrú fyrir nokkrar milljónir? Bruðlið með annarra manna er takmarkalaust á Íslandi. Íslendingar geta ekki rekið þjóðfélag sitt sómasamlega, þótt þeir fá allt upp í hendurnar, fiskimiðin, landbúnaðinn og ódýrustu orku í heimi (en það er orkuskortur á Íslandi!).

P.S. Nýja Fossvogsbrúin á að liggja rétt hjá frægasta bragga landsins sem Reykjavíkurborg tókst að láta kosta hálfan milljarð króna....

 

 

 


Hvassahraun er enn til skoðunar!!!

Í frétt Morgunblaðsins segir: "Rann­sókn­ir á Hvassa­hrauni standa enn yfir þar sem kannað er hvort svæðið geti verið heppi­legt flug­vall­ar­stæði." Hvassahraun er enn til skoðunar

Eru menn ekki með fullu fimm? Hvað er verið að rannsaka? Jafnvel þótt svæðið henti til flugvallagerðar, er ljóst að allur Reykjanesskagi er kominn á jarðskjálfta- og eldsumbrotatímabil. Það þarf ekki að fara marga km og til Grindavíkur til að sjá hvað bara jarðskjálftar og jarðsig geta gert mannvirki. Hvassahraun er eins og önnur svæði á skaganum á hættusvæði.

Þetta er alveg galið og ótrúlegt að menn hafi ekki sópað þessum möguleika af borðinu strax og fyrsta gosið hófst. Við vitum að næstu áratugir verða róstursamir og því óskiljanlegt hvers vegna ekki er hætt við þetta. 

Hver er skýringin? a) Menn eru heimskir og þurfa að detta í brunninn til að læra af reynslunni, b) Möppudýrin fara sínu fram burtséð frá heilbrigðri skynsemi. Enginn stoppar þau. c) Heimskir pólitíkusar stinga höfuðið í sandinn eins og strúturinn og vilja fara sínu fram og ekki viðurkenna ósigur í málinu. Ætli þetta sé ekki samblanda af a-c....

Það á sem sagt að byggja á sandi....


Borgar sig að leggja jarðgöng á Íslandi?

Íslendingar hafa ekki verið duglegir að bora jarðgöng miðað við að Ísland er fjallaland og stórt. Á vegakerfinu í dag eru 14 jarðgöng sem alls eru yfir 70 km að lengd. 

Það sem einkennir íslensk jarðgöng er að þau eru öll, utan Hvalfjarðargöngin, fjallagöng, þ.e.a.s. boruð í gegnum fjöll. Hvalfjarðargöngin ein eru neðansjávargöng.

Ef við berum okkur saman við Færeyjar, þá eru fjórðu neðansjávargöngin, Sandeyjargöngin, að opna þann 21. desember næst komandi. Í Færeyjum eru 23 jarðgöng, ýmis í gegnum fjöll eða neðansjávar eins og áður hefur komið fram.

Færeyingar eru ekki hættir en fern ný göng eru í pípunum, þar af ein neðansjávargöng til Suðureyjar. Þau yrðu ekki smá smíði, yfir 26 km að lengd. Suðurey er afskekktasta eyja Færeyja í suðri, þangað er tveggja stunda ferjusigling.

Af hverju er hér verið að bera okkur saman við Færeyjar? Jú, málið snýst um hvort það borgi sig að fara í jarðgangnagerð.  Færeyingar  telja svo vera.

Jafnvel Sandeyjargöngin, sem eru um 11 km löng, borga sig þótt aðeins 300-400 bílar fari um göngin daglega. Ástæðan er einföld, það er rándýrt að vera með ferjusiglingar milli eyja Færeyja. Göng í Færeyjum sem leysa af ferjur, eru því að meðaltali 15 ár að borga sig upp. Utan það að tengja allar eyjarnar í eina heild er þjóðhagslega hagkvæmt.

Því ættu neðansjávargöng til Vestmannaeyjar að vera þjóðhagslega hagkvæmt til lengri tíma litið. En slík göng eru sambærileg við neðansjávargöng til Suðureyja. Vegalengd beggja gangnanna er svipuð og kostnaðurinn svipaður. Svipaður íbúafjöldi er í báðum eyjum og ferjusiglingar myndu leggjast af.

Svarið við spurningunni í titli greinarinnar er því já. Neðansjávargöng sem leysa ferju af, borga sig á x löngum tíma og síðan er bara hagnaður.  Annað mál er með jarðgöng í gegnum fjöll, oft eru þau samgöngubætur, gera byggðalög vegtengd að veðralagi sem eru kröfur nútímans. Þau eru lengur að borga sig upp en gera það að lokum.

Í samgöngu áætlun ætti a.m.k. ein göng að vera í smíðum hverju sinni en menn hika. Jafnvel jarðgöng við Vík í Mýrdal er frestað út í það óendalega, þótt auðljóst að þau borgi sig.

Að lokum, svo er það eilífðar verkefnið að leggja Sundabrautina. Sem menn annað hvort sjá fyrir sér sem jarðgöng eða brýr eða hvorutveggja. Menn vita af tug milljarða hagnaði af að leggja veginn en samt er hikað. En nú er þetta líka spurning um öryggi íbúa höfuðborgasvæðisins, þ.e.a.s. ný flóttaleið úr borginni ef til nátttúruhamfara kæmi. Mun eldgos í nágrenni höfuðborgarsvæðisins koma mönnum af stað?

Íslendingar lifa nú við breyttan veruleika. Þeir verða að passa sig hvar þeir leggja nýjan flugvöll í stað Reykjavíkurflugvöllinn, og auðljóst er að Hvassahraunsflugvöllurinn er úr myndinni, þótt þrjóskir borgarstjórnarmenn í Reykjavík vilja ekki viðurkenna raunveruleikann.


Borgarlínan er óraunhæf

Það er verið að selja okkur nýju fötin keisarans! Þegar vefsetrið um borgarlínuna er skoðað, er frekar lítið um upplýsingar. Dregnar eru upp grófar línur. Sagt er að nýja leiðarkerfið sé í vinnslu! Samt er kominn reikningur fyrir þessu ævintýri, sem hljóðar líklega upp á 250 - 300 milljarða króna.

Af hverju borgarlínu? Af því að íbúum mun fjölga töluverð næstu áratugi er sagt á vefsetri Borgarlínunnar. Er það víst? Borgir ekki aðeins stækka, þeim hnignar og sumar hverfa.  Sjá má þetta í Bandaríkjunum, til dæmis Detroit og fleiri borgum. Íslendingar eru hættir að eignast börn og ef fjölgun verður, þá er það vegna óhefts innflutnings útlendinga.

Sum sé, bjóða á upp á fjölbreyttari valkosti. En er þetta fjölbreyttara?  Á vefsetrinu segir: "Borgarlínan er hágæða almenningssamgangnakerfi (e. Bus Rapid Transit) sem mun aka að mestu í sérrými og hafa forgang á gatnamótum. Þannig styttist ferðatími og tíðni ferða eykst..." Borgarlínan 

Er þetta ekki grín? Bus Rapid Transit er bara strætisvagnaflutningar í beinni þýðingu.  Áfram á að nota strætisvagna, bæði fyrir svo nefndar stofnleiðir (Borgarlínan) og almennar leiðir. Þetta lítur rosalega flott út á korti, líkt og maður sér þegar maður notar lestir eða neðanjarðarlestir. Sjá: Leiðarkerfi en þetta eru bara strætisvagnaleiðir sem flestar eru þegar fyrir hendi!

Allt í lagi, það er ekki slæmt að strætó komist leiðar sinnar í þungri umferð (sem núverandi vinstri borgarstjórn hefur skapað með aðgerðarleysi í byggingu mislægra gatnamóta) en mér skilst á sumum stöðum á almenn umferð annarra ökutækja að víkja og fækka eigi akreinum sem fara þá undir strætóleiðinir (svo nefnda Borgarlínu)! Þetta er alveg galið og aðeins í brengluðu samfélagi eins og Íslandi, sem ég er farinn að trúa að við búum í, eru umbætur látnar vera á kostnað þess sem fyrir er og nothæft.

Eina vitræna í Borgarlínunni sem ég sé, er tilkoma Fossvogsbrúar. Frábært að byggja þessa brú, löngu kominn tími á en Adam er ekki lengi í paradís.  Brúin á aðeins að vera fyrir strætisvagna, gangandi vegfarendur og reiðhjól. Ekki fyrir almenna bílaumferð en nú þegar hefur verið svo mikil uppbygging íbúahverfa á Kársnesi, að umferðin þaðan stíflar umferðina sem fer yfir brúnna í Hamraborg á háanna tíma. Og ekki er hugsað um almenna bílaumferð. Við vitum að bílahatrið hjá vinstri mönnum í Reykjavík er mikið, en í forheimsku sinni athuga þessir vitringar ekki að önnur umferð, t.d. leigubíla og vöruflutningabifreiða tefst líka. Vöruflutningar eru miklir með trukkum og sendibílum (sem enginn minnist á) á vegum höfuðborgarsvæðisins. Tafir í umferð, kosta því fyrirtæki stórfé árlega. Ég hef ekki séð einn einasta stjórnmálamann minnast á þennan falda kostnað.

Kenna ætti borgarstjórnar meirihlutanum í Reykjavík kortalestur. Kíkja má t.d. á Google kort yfirlitsmynd af höfuðborgarsvæðinu. Þar má sjá að umferðin frá Hafnarfirði (og Suðurnesjum) fer nú í gegnum Garðabæ og svo gegnum Kópavog. Í Garðabæ hafa orðið miklar lagfæringar á stofnbrautinni í gegnum bæinn sem hafa leyst mesta umferðavandann (enda hægri menn við stjórnvölinn í bænum sem hugsa í lausnum). 

Þeir sem búa í Hafnarfirði þekkja Engidal sem er umferðagatnamót í dalkvos. Þaðan liggur vegur til Álftaness í gegnum Gálgahraun. Þar er hraun sem búið er að "eyðileggja" hvort sem er og er autt og hægt er að nýta og þaðan er stutt á Bessastaðanes. Í Gálgahraun er nes eða tangi sem má nota sem brúarstæði yfir í Bessastaðanes og þaðan má leggja brú til svæðisins þar sem Sky lagoon er staðsett á annesi Kársness og áfram með nýjan veg til nýju Fossvogsbrúna. Þá erum við komin með hringbraut, fram hjá öll annesin (Garðabær og Kópavogur eru annes) og yfir í vesturbæ Reykjavíkur, til Suðurgötu sem nú þegar er stofnbraut.

Þetta myndi breyta öllu fyrir umferðaflæðið frá öllum nágrannasveitafélögum Reykjavíkur í suðri til miðborgar Reykjavíkur, háskólasvæðisins, Landsspítalans sem og Umferðamiðstöðina í vatnsmýrinni. Ferðatíminn styttist.

Samhliða þessu má byggja upp mislæg gatnamót á stofnbrautum, öllum til hags og hafa Miklubraut algjörlega umferðaljósa lausa. Svo vitlausir eru þeir í meirihluta Reykjavíkurborgar, að þegar Miklabraut sem liggur við Klamratún var endurgerð, voru umferðaljós fyrir gangandi umferð látin standa. Þannig á álagstímum, þegar einn einstaklingur ætlar yfir, stöðvar hann för hundruð manna sem þurfa að bíða í bílum sínum eftir að þessi einstaklingur fari yfir götuna. Af hverju ekki undirgöng? Og veggurinn sem settur var þarna upp er tifandi tímasprengja (grjótsprengja) ef bílar lenda utanvegar á grjótvegginn.

Svo er það Sundabrautin, sem vinstri stjórnin í Reykjavík, með Dag B.E. í fararbroddi, hefur lagt stein í götu, sem löngu er tímabært að smíða og myndi leysa umferðavandann til Grafarvogs og Mosfellsbæjar. 

Þetta er allt hægt að gera á yfirborðinu, án þess að skerða umferð annarra en hálftóma strætisvagna. Svo er það spennandi kostur að leggja neðanjarðarlestakerfi undir höfuðborgarsvæði og til Keflavíkur. Nóg er "plássið" neðanjarðar. Þetta er dýrt en varanleg lausn og dugar í aldir. Samanber elstu göngin í London, Thames göngin, sem gerð voru við frumstæðar aðstæður 1825 og eru enn til.


Að flytja Reykjavíkurflugvöll smám saman út í Skerjafjörð

Það er eilífa vandamál í kringum Reykjavíkurflugvöll, þökk sé flugvélahatur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll bolabrögð hafa verið beitt til að koma flugvellinum í burt. Fyrst með byggð í kringum Valsheimilið og nú með viðbót við byggðina í Skerjafirði.

Stöðugt verið að þrengja að flugvellinum og ein flugbrautin orðin óvirk sem er nauðsynleg í vissri vindátt. Þetta er bagalegt fyrir sjúkraflugið að hafa ekki alltaf aðgengi að vellinum.

Það virðist vera stórmál fyrir stjórnmálamenn samtímans að flytja þennan flugvöll úr Vatnsmýrinni, en svo var ekki þegar hann var byggður í upphafi. Förum aðeins í byggingasögu flugvallarins.  Sumir halda að Bretar hafi haft frumkvæði að staðsetningu núverandi flugstæðis en svo er ekki.  Íslendingar með nýráðinn flugmálaráðunaut ríkisins, Agnar Kofoed Hansen voru með hugmyndir um uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Agnar var ráðinn til starfa 1936. Valið stóð á milli Vatnsmýrinni eða Kringlumýri og ákveðið var að velja síðarnefnda kostinn.

Hér er ein góð grein sem greinir vel frá þessu máli: Bretar byggðu Reykjavíkurflugvöll og hún segir m.a.: 

"En mál voru nokkuð fljót að taka breytingum. Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940 og settu þeir upp varðstöðvar við þá staði sem notaðir höfðu verið fyrir flugsamgöngur. Skömmu síðar fóru Bretar að leita eftir hentugum stöðum til flugvallagerðar. Leonard K. Barnes flugliðsforingi sem stýrði athugun Breta taldi ekki nægjan-legt svigrúm fyrir herflugvöll í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við byggð. Bretar völdu því Kaldaðarnes, en það reyndist ekki sem skyldi. Flugvöllur í Kaldaðarnesi var illa staðsettur með tilliti til umferðar og aðdrátta og var einnig inn á flóðasvæði Ölfusár."

Kringlumýrin var svo endanlega slegin af borðinu. Flugmálafélag Íslands fór um þetta leyti fram á við borgarráð að unnar yrðu frekari athuganir á flugvallarstæði í Vatnsmýrinni og einnig kostnaðaráætlanir við gerð flugvallar. Bæjarráð féllst á þessar hugmyndir og þar með var Kringlumýri slegin af sem flugvallarstæði. Lengra náði þessi saga þó ekki, því breski herinn fór um landið og lét gera flugbrautir á ýmsum stöðum. Ein þeirra var á Melunum við Öskjuhlíð. Um miðjan október 1940 var áhugi borgaryfirvalda vakinn á því að Bretar væru byrjaðir á flugvallargerð sunnan við Vatnsmýrina segir í ofangreindri grein.Bretar byggðu upp flugvöllinn á örskömmum tíma í núverandi mynd. 

Svo komu upp hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði og Hvassahrauni. Fyrrnefnd flugvélastæði var fljótlega slegið af vegna óhagstæðra vinda og hæðar yfir sjávarmáli. 

En vinstri-lingarnir í borgarstjórn voru ekki búnir að gefast upp. Hvassahraun er útópíusvæðið fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem raun væri þá orðinn að að Vogaflugvelli og kominn óþægilega nálægt Keflavíkurflugvelli. Samin var galin skýrsla sem kölluð er í daglegu tali Rögnuskýrsla. Teknir voru fjórir flugvallarkostir; Bessastaðanes, Löngusker, Hólmsheiði og Hvassahraun en einnig breyttar útfærslur á flugstæðinu í Vatnsmýri.

Og hver var niðurstaða stýrhópsins í skýrslunni? "Stýrihópurinn leggur til að aðilar samkomulagsins komi sér saman um næstu skref í málinu á grundvelli þeirra gagna sem hann hefur afl að: i. Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði mismunandi útfærslu og hönnunar verði metin. Náist samstaða um það leggur stýrihópurinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni." Flugvallarkostir

Sum sé, arfavitlaus kostur valinn enda var sérfræðiþekkingin ekki meiri en það að sérfræðingarnir gleymdu að taka tillit til jarðfræðinnar og Reykjanes er þekkt eldgosasvæði. Náttúran þurfi svo að kenna þrjóskum vinstrimönnum lexíu með þremur eldgosum í röð.  Séð er fram á áframhaldandi gosvirkni næstu áratugi en samt hafa sumir vinstri brjálaðir ekki slegið Hvassahraun af borðinu.

Í mínum augum er valkostirnir tveir eða þrír.  Auðveldast er að útfæra núverandi flugvöll í Vatnsmýri (ryðja hús og tré til skapa pláss og lengja í flugbrautum) en bara til bráðabirgða. 

Best væri að taka flugvöllinn úr höndum Reykvíkinga sem haldið hafa hann í gíslingu, landsbyggðinni til hugarangurs. Það er bara hægt með því að flytja hann út á Löngsker, undir lögsögu ríkisins og án þess að vitl...geti skemmt fyrir. Borga má kostnaðinn við nýjan flugvöll á Löngskerum með sölu lands undir núverandi flugvöll sem nóta bene er í eigu ríkisins, ekki Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður er 37 milljarðar, 24 milljarðar ef hann væri á Bessastaðanesi, 25 milljarðar á Hólmsheiði; um 22 milljarða ef hann væri í Hvassahrauni en ekki er minnst á kostnaðinn við að breyta núverandi flugvöll.

Svo er þriðji kostinn að flytja hann yfir á Bessastaðanes en þá þarf að glíma við annað sveitarfélag, í þetta sinn við Garðabæ. Þar eru menn reyndar raunsæir en hver veit hvaða stjórnarflokkar taka við í framtíðinni og skipta um skoðun. 

 

 


Flugvöllurinn í Hvassahrauni úr myndinni?

Þrjóskan í meirihlutanum í Reykjavík er svo mikil að hætta er á að hann sé ekki tilbúinn að slá staðsetningu nýs flugvallar í Hvassahrauni út af borðinu. Líklega færist hann frekar í aukanna og setji hann þar niður í miðju eldgosi! Hugmyndafræði ofstækið það mikið að þegar þeim var bent á eldgosa hættu á Reykjanesskaga, voru þau góðu ráð hunsuð. Svo byrjaði að gjósa...

Flugvéla- og bílahatrið er það mikið að sósíalistarnir sem vilja hafa 101 Reykjavík í friði og fyrir sjálfa sig svífast einskis til að hrekja landsbyggðarflugvöllinn úr Vatnsmýrinni. 

Ég hef lagt til að flugvöllurinn verði staðsettur á Lönguskerjum,  úr lögsögu Reykjavíkurborgar,  en ég tel að meirihluti vinstri manna verði viðvarandi í borginni næstu misserin, jafnvel áratugi. Þar með haldist andstaðan við núverandi flugvöll áfram um ókomna framtíð.

Eins og allir vita er dýpi þarna lítið í Skerjafirðinum og hægt að fjármagna flugvöllinn með sölu núverandi lands flugvallarins í Vatnsmýrinni. Á ríkið ekki annars landið? Bretarnir a.m.k.afhentu íslenska ríkinu völlinn 1946.

Hægt er að hafa flugvöllinn bæði sem flugvöll og höfn. Sjá hugmynd Færeyinga um nýjan alþjóðaflugvöll við Þórshöfn hér að neðan sem einmitt verður bæði umskipunarhöfn og flugvöllur í miðjum firði eða réttara sagt sundi og veg í land frá svæðinu. Ef örþjóðin Færeyingar geta þetta, ættum við líka að geta gert þetta. Eina sem vantar er pólitískur vilji.

 

 


Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins í borg umferðastífla

Hugmyndafræði vinstri brjálæðisins er svona: Það er svo sætt að allir fari gangandi, hjólandi með strætó í vinnuna. Bíllinn er vondur! Gerðum vonda fólkinu sem keyrir bíla eins erfitt fyrir að keyra um borgina og mögulegt.

Leggjum 4 hraðahindranir á hundraða metra kafla, þrengjum götur, þannig að umferðin stíflast, frystum framkvæmdir við mislæg gatnamót í það óendalega og stillum umferðaljósin þannig að bílar þurfi stöðugt að stöðva eða taka af stað. Mengun þess vegna? Nei, við erum að koma í veg fyrir mengun! Þreytum bílafólkið í uppgjöf, þannig að það taki strætó. Leggjum mengunarskatta á bíla, en hvert fara peningarnir? Í ríkishítið?

Já, fólk getur étið það sem úti frýs á leiðinni í vinnuna gangandi í norðan garra 10 km vegalengd. 

Ég hef fengið marga erlenda gesti í heimsókn. Iðulega fer ég með þá í bíltúr og allir verða þeir hissa að sjá umferðastíflur á hraðbrautum og þeir spyrja: "Why in such a small city"?

Hraðbrautirnar hafa umferðaljós fyrir gangandi vegfarendur, þannig að ein manneskja, sem gengur yfir, getur tafið bílaumferð með hundruð manna innanborð í 1-2 mínútur. Galið? Sjáið bara gangbrautarljósin við Klambratún. Reykjavík er örugglega eina borgin með gangbrautarljós á stofnbraut. Ný gerður vegur er þarna en ekki datt neinum í hug að hafa undirgöng þarna né við gamla Sigtún ofar í götunni. Ég hef oft reynt að kasta tölu á fólkið sem bíður í bílunum Þegar ein manneskja gengur yfir brautina. Stundum áætla ég yfir 100 manns á háanna tíma.

Hvað með umferðaöryggi?  Koma mislæg gatnamót ekki í veg fyrir umferðaslys? Bið við gangbrautaljós veldur ekki hættu á aftanákeyrslu?

Hreinsun gatna einu sinni á ári í stað a.m.k. þrisvar sinnum veldur ekki mengun? Snjómokstur í skötulíki, með færri snjóruðningstæki en næsta sveitarfélag, Kópavogur, sem er fjórum sinni minna sveitarfélag. Kemur sami farsinn upp næsta vetur og ráðamenn í borginni segja, þetta kemur okkur á óvart, setjum þetta í nefnd!

Setjum upp borgarlínu fyrir 4% vegfarenda sem taka strætó, og vonumst með krosslagða fingur að fáeinir bætast við í strætisvagnanna. Ha, kostar þetta hundruð milljarða? Það er allt í lagi, látum skattgreiðendur borga brúsann, hann er vanur að láta troða á sér, er með skammtíma minni og kýs okkur aftur í næstu kosningum (sem er því miður staðreynd).

Og hvað er borgarlína? Vegur fyrir strætisvagna. Jú, þetta eru strætó akreinar eins og við sjáum þegar í dag en núna ætlum við að þrengja enn meira að bílaumferðinni og taka akreinar frá vondu bílunum og vonda fólkinu sem situr í bílunum. Í vegferð sem ætti að taka mesta lagi 15 mínútur en tekur 40 mínútur á háanna tíma morgna og síðdegis.

Þéttum byggðina svo að fleiri bílar fari á yfirfylltar göturanar (þeir halda að strætó kosturinn verði betri þannig) og stíflum brautirnar meira. Ha, er miðborg Reykjavíkur og Vesturbærinn byggð á annesi? Og bara tvær leiðir inn á nesið og báðar úr austri? Þetta kemur okkur á óvart segir hugmyndafræði bundni meirihlutinn í Reykjavík.

Já, þetta er hugmyndafræði ruglsins en sumir trúa þessu í raun. Þeir gleyma að við eigum heima rétt neðan við heimsskautsbaug, í mesta veðravíti norðursins og höfuðborgarsvæðið er hæðótt land sem gerir gangandi og hjólandi vegfarendur erfitt fyrir. Þeir gleyma að höfuðborgarsvæðið er rúmir 1000 ferkílómetrar að stærð, litlu minna en Færeyjar að stærð sem eru 1400 km2.

Samkvæmt upplýsingum úr Árbók sveitarfélaga sem sambandið gefur út er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:

  • Reykjavík 273 km2
  • Kópavogur 80 km2
  • Seltjarnarnes 2 km2
  • Garðabær 76 km2
  • Hafnarfjörður 143 km2
  • Mosfellsbær 185 km2
  • Kjósarhreppur 284 km2

Samanlagt er flatarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu því rúmir 1.007 km2. Manhattan er 59,1 km² og með 1,5 milljónir íbúa en er með öflugt neðanjarðarlestakerfi. Höfuðborgarsvæðið er bílaborg að amerískum hætti. Því verður ekki neitað. Ef það á að breyta því þarf metro kerfi eins og er í Kaupmannahöfn, neðanjarðarlestakerfi sem kostar sitt. Kannski of dýrt fyrir smáborgarsvæði.

Ég enda þennan pistil á hreppapólitík höfuðborgarsvæðisins. Kannski liggur vandinn (sem er að vísu að mestu hjá vinstri borginni Reykjavík) í fjölda sveitarfélaga á svæðinu. Samtals 7 sveitarfélög. Væri ekki nær að sameina sveitarfélögin þannig að úr verði tvær samkeppnishæfar borgir sem keppa um íbúa og atvinnustarfsemi (sem öll er komin á Vellina, Hafnarfirði)?

P.S. Eigum við nokkuð að ræða flugvélahatrið og Reykjavíkurflugvöll?

 


Samanburður á vegkerfum Færeyja og Íslands sanngjarn?

Stöð 2 var í fréttum í vikunni að bera saman jarðgangagerð landanna og kom samanburðinn Ísland illa í hag.  Átta jarðgöng eru í framkvæmdum í Færeyjum en engin á Ísland. En er þetta sanngjarn samanburður? Allir vegir í Færeyjum eru með bundnu slitlagi og þurfa þeir bara að bora göng en ekki leggja vegi. Það margborgar sig að bora göng og leggja af ferjusiglingu (hver göng borgar sig upp að meðaltali á 15 árum).

Færeyjar og Íslands hafa tvenns konar vegakerfi sem erfitt er að bera saman. Hér eru nokkrir atriði sem er greinamunur milli þessara tveggja breytna:

 

  1. Stærð og fjöldi vega: Ísland er mun stærri en Færeyjar, sem eru eins og spjaldtökugerð af eyjaklasa og liggja eyjarnar þétt saman. Ísland hefur um 13 þúsund km af vegum, á meðan Færeyjar hafa bara um 500 km af vegum. Færeyjar eru um 1400 ferkílómetrar og rúmlega 50 þúsund íbúa á meðan Ísland er 103.000 ferkílómetrar og um 300.000 íbúar. Ef löndin væru hlutfallslega jafnstór í samanburði hvað varðar landsvæði, væri Ísland um rúmir 10 þúsund ferkílómetrar (50K/1400 x 7). 
  2. Fjöldi bíla: Ísland hefur um 250 þúsund bíla, en á Færeyjum eru aðeins um 25 þúsund bíla. Þetta þýðir að á Íslandi er fjöldi af bílum miklu meiri en á Færeyjum og vegslit meira.
  3. Landslag: Vegir á Íslandi eru oftast með mikilli hæðarhækkun og þar eru mörg skörð og brýr sem þarf að koma yfir. Á Færeyjum eru vegirnir oft beinni og þar eru færri hæðarmetrar að fara yfir.
  4. Vegamál: Vegakerfi Íslands er opinbert ábyrgð ríkisins, en á Færeyjum eru vegirnir opinbert ábyrgð bæjastjórnanna. Vegakerfið á Færeyjum er því mikið eins og stjórnmálaákvörðunum í hverju bæjarfélagi.
  5. Veðurfar: Veðurfar á Íslandi getur verið mjög harkalegt, sérstaklega á veturna, og það getur haft áhrif á vegirnir. Á Færeyjum er veðurfar venjulega rólegar og því eru vegirnir venjulega í betri ástandi yfir árið og snjómokstur minni og kostnaðarminni.

Þessi atriði gefa okkur mismunandi mynd af vegakerfum á Íslandi og á Færeyjum og er eins og að bera saman epli og appelsínu.

Í vikunni voru að berast fréttir af nýjum vegi milli Hveragerðis og Selfoss.  Frábær nútímavegur og til fyrirmyndar. En svo á nýja Ölfusárbrúin að opnast með 2 +1 veg en samt gerð fyrir 2 + 2 umferð. Af hverju að bíða og fara ekki strax í að gera brúnna eins og hún á að vera? Alveg fyrirséð að umferðin á bara eftir að aukast.

En annars staðar á fjölmiðlinum var frétt um að það taki 15 ár í viðbót að ljúka við að fækka einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt sem eru mestu slysagildrur vegarins. Þannig að það er verið að gera frábæra hluti í samgöngukerfinu en aðra miður.

En rétt er að Íslendingar gætu spýtt í lófanna og verið með a.m.k. ein jarðgöng í grefti á hverjum tíma.  


Ofríkis pólitík í borgríkinu Reykjavík

Hvernig borgarstjórnarflokkarnir í Reykjavík haga sér er með ólíkindum. Reykjavík er mini útgáfa af íslenska ríkinu, skagar hátt upp í helming íbúa Íslands.  Fjárhagur og umsvif eru mikil samanborið við íslenska ríkið. En þetta borgríki er afar illa rekið og jafnvel heimskulega á köflum. Borgin er nánast gjaldþrota með skuldaþakið komið nálægt 200% (sem vonandi hún gerir, svo að ábyrgir aðilar geta tekið yfir rekstrinum og bjargað því sem bjarga má).

En einhvern hluta vegna, kannski vegna stærðar sinnar, hefur borgin komist upp með ótrúlegustu hluti og getað kúgað ríkisvaldið. Valdhafar í Reykjavík gleyma að þeir eru ekki aðeins fulltrúar íbúa borgarinnar, heldur einnig að borgin er höfuðborg landsins og hýsir helstu stjórnsetur ríkisins. Sá titill fylgir skyldur. Reykjavík er þar með skyldur gagnvart íbúum landsbyggðarinnar, því hér sækja sveitarfélögin þjónustu og samskipti við ríkið en einnig í heilbrigðisþjónustu sem Landsspítalinn einn getur veitt, enda þjóðar sjúkrahús. Íbúar landsbyggðarinnar sækja svo til Reykjavíkur alls kyns þjónustu sem einstaklingar.

Það vill því gleymast í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll (sem Bretar afhentu íslenska ríkinu, ekki sveitarfélaginu Reykjavík), að þangað leitar allt sjúkraflug og hver mínúta skiptir máli til björgunar mannslífa. Vilja misvitrir borgarstjórnarmenn hafa mannslíf á samviskunni? Sjáum við í fréttum framtíðarinnar að sjúklingur í sjúkraflugi lést vegna þess að þéttbyggð byggð við flugvöllinn skerti lendingarhæfni og hætt hafi þurft við lendingu? Svo er sjúkraflug frá Reykjavíkur erlendis til, til dæmis Svíþjóðar með illa farna sjúklinga á síðustu metrunum.

Svo er það pólitíkin á bakvið. Ekki fer vel saman þegar Framsókn í Reykjavík og Framsókn á landsvísu eru við stjórnvölinn.  Báðir aðilar hafa heitið því að gera ekkert eða hafa áhrif á flughæfni flugvallarins þar til nýtt flugvallastæði er fundið. Þau kosningaloforð eru svikin.

Þetta er dólga pólitík vegna þess að borgarstjórnarflokkarnir nenna ekki einu sinni að koma með umræðu og hlusta á andsvör, þeir setja misráðnar ákvarðnir í verk án þess að spyrja kóng né prest, sama hver afleiðingin er. Það er eins og menn séu svo fastir í hugmyndafræði að skynsemin nær ekki inn í huga stjórnmálamannanna sem eiga í hlut. Stjórnmál á sveitarstjórnarstigi eiga einmitt að vera byggð á praktískum lausnum en ekki hugmyndafræði er varðar stjórnun ríkis. En því miður er pólitíkin lituð af vinstri - hægri ás stjórnmálanna.

Ég spái hruni í fylgi Framsóknar í borginni í næstu borgarstjórnarkosningum enda eru þeir að taka við skiptabúi, ekki vel reknum borgarrekstri. Ekki er fyrirséð að þeim takist (tekur áratugi) að laga reksturinn.

Og þessi svik eru það mikil að þeir geta ekki treyst á gullfiska minni kjósenda. Eina ástæða fyrir að þessi örflokk, Framsóknarflokkurinn, fékk það fylgi sem hann fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að hann boðaði breytingar. Nú hefur hann bæði svikið það og bætir Reykjavíkurflugvöll við borgarrústir Samfylkingarinnar. Kjósendur gleyma ekki allir svo glatt.

Bon appetif Íslendingar!

P.S. Kannski verður bara að fara með flugvöllinn út á Álftanes eða Löngusker, úr lögsögu Reykjavíkurborgar. Og ríkið hafi lögsögu yfir völlinn.


Reykjavíkurflugvöll á Löngusker - úr lögsögu Reykjavíkurborgar

Ruglið um staðsetningu Reykjavíkur hefur farið út í hraun. Eldgos á Reykjanes hefur sannfært  skynsamt fólk um að flugvöllur í Hvassahraun er afleidd hugmynd, nema hjá harðlínufólki sem tekur engum rökum. 

Reykjavík hefur verið stýrð af vinstrisinnuðu fólki meira eða minna síðan um aldarmót. Það hefur af hugmyndafræðilegum ástæðum, ekki rökrænum ástæðum, ákveðið að taka afstöðu gegn vélknúinni umferð, hvort sem er um flug- eða bílaumferð er að ræða. 

Er þá ekki bara málið að koma Reykjavíkurflugvöll úr lögsögu Reykjavíkurborgar, þar sem flugvélahatarar (og bílahatarar) hafa ráðið ríkjum síðastliðna áratugi? Fara með hann út á Löngusker, "sem er einskins manna land" og með landfyllingu er hægt að búa til alþjóðaflugvöll þar. Hann yrði þar með í lögsögu ríkisins. Ég trúi ekki að lögsaga Reykjavíkur nái í sjó út.

Þau sveitarfélög sem liggja að skerunum, eru Kópavogur, Garðabær (Álftanes) og Reykjavík. Það kostar sitt að nota landfyllingu en efnið gæti komið úr Vatnsmýrinni þegar Dagur B. fær þar með langþráða íbúabyggð sína þar. Minna ónæði yrði af flugvelli á Lönguskerjum en er í Vatnsmýrinni. Vegur tengdur við Suðurgötu tryggir að sjúklingar með sjúkraflugi komist auðveldlega á Landspítalann.

Á Wikipedia: Löngusker eru allstór sker vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík, eða beint fyrir norðan Álftanes. Skerin eru áberandi þegar lágsjávað er en hverfa nær alveg í stórstraumsflóðum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2006 var eitt af stefnumálum lista Framsóknarmanna að ná þjóðarsátt um að Reykjavíkurflugvelli yrði fundinn endanlegur samastaður á landfyllingu á Lönguskerjum.

Ég hef ekkert á móti staðsetningu flugvallarins í núverandi mynd. Það er bara núverandi borgarstjórn sem er á móti honum. Og ég er sammála Ómari Ragnarsyni að færa mætti neyðarbrautina (sem er búið að loka) út í sjó (og rífa nokkur hús í leiðinni). 

En til að fá varanlegan frið fyrir græna og rauða liðinu í borgarstjórn, sem hatast svo við flugvöllinn, sé ég ekki annan kost en að fara með hann úr lögsögu Reykjavíkur. Þetta þýðir líka að hægt er að stækka hann og hafa hann eins stóran og við viljum, einnig fyrir alþjóðaflug. 

Valkostir utan Vatnsmýrar

Hér eru hugmyndir um flugvöll á Bessastaðanesi: Eftir 82 ára leit og ótal skýrslur og fjárútlát er engin pólitísk lausn í sjónmáli

Grípum aðeins niður í greinina: 

"Vatnsmýrin eða Bessastaðanes

Íslenska ríkið á flugvöllinn í Vatns­mýrinni í Reykjavík sem mætti stækka fyrir stærri þotur en þar geta lent í dag þannig að hann nýttist sem varavöllur fyrir Keflavíkurvöll. Vandinn við slíka lausn er óeining um flugvallarstæðið vegna ásælni borgaryfirvalda í landið í Vatnsmýrinni fyrir byggingar.

Vegna þessara átaka hafa menn bent á ýmsar aðrar lausnir, eins og Hólmsheiði, Löngusker, Hvassahraun og fleiri, sem flestar hafa reynst vera flugtæknilega óhagstæðari, nema ein, en það er flugvöllur á Álftanesi, eða öllu heldur á Bessastaðanesi. Sá möguleiki gæti þó farið að hverfa úr myndinni fljótlega vegna aukinnar ásóknar í byggingarland á svæðinu en er þó enn tæknilega vel framkvæmanlegur.  Hins vegar má segja að Hannibal Valdimarsson hafi stigið afdrifaríkt spor gegn slíkri hugmynd á pólitískum vettvangi árið 1973 sem hefur síðan haft áhrif á allar slíkar vangaveltur. Þá var reyndar verið að tala um hugmyndir um flugvallagerð á Álftanesinu öllu en ekki eingöngu á Bessastaðanesinu næst Skerjafirði. Söguleg og tilfinningaleg rök eru þó vissulega enn til staðar gegn slíkum áformum og eiga fullan rétt á sér, en þetta svæði er samt utan friðunarmarka.

Þarna verður einfaldlega að vega og meta afkomuhagsmuni þjóðarinnar í heild á móti mögulegum sögulegum og huglægum rökum." 

Nota bene, Færeyingar, örþjóðin, ætla að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í stað þess sem er í Vágar, og það á landsfyllingu. Sjá hér frétt um málið: Nýr Flugvöllur í Færeyjum

Grípum aðeins niður í fréttina sem er frá 2014: "Hug­mynd­in er að við flug­völl­inn verði enn­frem­ur stór­skipa­höfn þar sem stór farþega­skip geti lagst að bryggju. Sömu­leiðis er hug­mynd­in að hægt verði að landa fiskafla í höfn­inni og koma hon­um beint í flutn­inga­flug­vél­ar. Afl­inn væri þannig kom­inn á markaði um all­an heim á sem skemmst­um tíma. Þeim mögu­leika er enn­frem­ur haldið opn­um að höfn­in gæti orðið að um­skip­un­ar­höfn. Nýja eyj­an yrði síðan tengd landi með neðanj­arðargöng­um.

Reiknað er með að fram­kvæmd­in kosti sam­tals 5,6 millj­arða danskra króna eða sem nem­ur um 115,6 millj­örðum ís­lenskra króna. Verk­inu yrði skipt niður í þrjá áfanga. Fyrst yrði lengri flug­braut­in lögð og minni flug­stöðin af tveim­ur upp á 5 þúsund fer­metra reist. Sömu­leiðis bíla­stæðahús í tengsl­um við hana og teng­ing­in við göng­in auk brim­varn­argarða. Kostnaður­inn við fyrsta áfang­ann er áætlaður 2,4 millj­arðar danskra króna."

Ef Færeyingar geta þetta, af hverju ekki við? Þarna er verið að tjalda til framtíðar.  Annar valkostur er Álftanes, landsvæðið neðan við Bessastaði og austan við Bessastaðatjörn.

Og kannski gæti Skerjaflugvöllinn íslenski einnig orðið stórskipahöfn? Og þannig réttlætt landfyllingu í miðjum Skerjafirði.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband