Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024

Hlutverk björgunarsveita endurskoðað

Í undanförnum pislum hefur bloggrari rætt um hinn stjórnsýslulegan vanda er varðar öryggis- og varnarmál. En hann nær til fleiri þátta en ætla mætti.

Vandinn er sá að það vantar framkvæmdaraðila öryggis og varna en hjá öllum öðrum þjóðum en Íslendingum er það her eða heimavarnarlið sem sinnir báðum þáttum.

Hlutverk herja erlendis er ekki bara stríð eða varnir heldur líka almannavarnir. Þær eru til dæmis að sinna björgun vegna nátttúruhamfara en hér á Íslandi, vegna þess að hér er hvorki her eða heimavarnarlið, eru björgunarsveitir kallaðar til starfa í sjálfboðavinnu.

Fyrirkomulag sem gengur upp til skemmri tíma en ekki þegar nátttúruhamfarirnar standa í nokkur misseri. Björgunarsveitir Íslands eru frábærar og ættu þær að vera til sem lengst. En er hægt að ætlast til að þær og björgunarsveitarmenn geti endalaust verið frá vinnu vegna langvarandi verkefna? Þessi verkefni hafa líka lent á fámenn lögreglulið landsins.

Öryggisþjónustu fyrirtæki hafa tekið að sér langvarandi verkefni (vöktun lokunarpósta) en eftir sem áður fellur þetta verkefni áfram á björgunarsveitir landsins. Ef til vill er kominn tími á atvinnumennsku í þessum málaflokki, a.m.k. hluta til.

Stofna má (hálf atvinnumanna) heimavarnarlið samhliða björgunarsveitunum til að sinna þessu verkefni ásamt fleirum úr því að það er tabú að ræða íslenskan her á Íslandi. En það má ekki ræða þessi mál opinberlega, því að þá kemur fram hópur manna sem hæðir og spottar slíkar hugmyndir. Fáir þora því að tala upphátt um varnarmál.

Heimavarnarlið Norðurlanda eru með björgunarmál á sinni könnu og eru stuðningssveitir við björgunarsveitir landanna

Heimavarnarlið Noregs er með björgunarmál á sínu verkefnalista en í því eru 40 þúsund manns að staðaldri, þar á meðal 3.000 hraðsveitir og nærri 600 fastráðnir starfsmenn:

The Norwegian Home Guard

Hvað kostar að reka norska heimavarnarliðið: 1,77 milljörðum norskra króna varið árið 2021 í starfsfólk, vistir og innviði sem er um 14 milljarðar íslenskar krónur.

---

Heimavarnarlið Danmerkur: Heimavarnaliðið eru sjálfboðaliða samtök. Í ágúst 2022 voru 43.374 meðlimir heimavarnarliðsins.


Hið virka herlið var með 13.485 sjálfboðaliða í ágúst 2022. Þeir sjálfboðaliðar sem eftir eru tilheyra varaliði heimavarnarliðsins.

Hlutverk Heimavarnarliðsins er að styðja við danska herinn – á landsvísu jafnt sem alþjóðlegum. Jafnframt styður Heimavarnarliðið lögreglu, neyðarþjónustu (björgunarstörf) og önnur stjórnvöld við að sinna skyldum sínum.

Fjárveiting til Heimavarnarliðs í fjárlagafrumvarpi nam 526,2 m. DKK árið 2021.

Hjemmeværnet

---

Heimavarnarlið Svíþjóðar: Heimavarðarsveitirnar eru nútíma bardagasveitir sem hafa meginábyrgð á að vernda, gæta og fylgjast með sænska yfirráðasvæðinu og veita samfélaginu stuðning á krepputímum. Verði Svíþjóð fyrir barðinu á náttúruhamförum, stórslysum eða öðrum ógnum sem steðja að samfélaginu er Heimavarnarliðið viðbúið að aðstoða lögreglu, björgunarsveitir og önnur yfirvöld. Í skógareldum, flóðum, heimsfaraldri eða leit að týndu fólki veita heimavarnarsveitirnar auka úrræði. Árlega sinnir Heimavarnarliðið fjölda slíkra stuðningsaðgerða.

Hemvärnet

---

Sjá frétt:  Hlutverk björgunarsveita verði endurskoðað

 


"Samstarf um öryggis- og varnarmál" er frasinn fyrir varnarmálafjárlög Íslands

Það er erfitt að átta sig á hvert fjármunirnir sem ætlaðir eru í málaflokkinn dreifast en sjá má það í grófum dráttum.

Í fjárlögum fyrir 2024 (Sjá frumvarp til fjárlaga 2024, bls. 198, undir liðnum: 04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál...) er kostnaðurinn tæpar fimm milljarðar (4.739,2). En ekki er hægt að sjá hvert peningarnir fara raunverulega.

Utanríkisráðuneytið sem fer með málaflokkinn (stjórnsýslulega en í framkvæmd af hálfu Landhelgisgæsluna og ríkislögreglustjóra) skiptir honum í þrjá hluta. Fjárlög vegna varnarmála Íslands eru að nokkru leyti stjórnsýslu kostnaður. Þar segir: Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu ráðuneytisins og skiptist í þrjú meginsvið.

Í fyrsta lagi er fjölþjóðasamstarf um öryggis- og varnarmál.

Þetta er stjórnsýslu kostnaður og snýr að þátttöku Íslands í NATÓ og varnarsamstarfið við Bandaríkin, (NORDEFCO), þátttöku Íslands í norræna varnarsamstarfinu (NORDEFCO), samráði á vettvangi Norðurhópsins og NB8-ríkjanna um öryggis- og varnarmál og samstarfi á vettvangi Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) sem Ísland gerðist aðili að á árinu 2021. Og svo Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og framkvæmd afvopnunarsamninga og stöðugleikaaðgerða á vettvangi ÖSE, SÞ og annarra alþjóðastofnana.

Í öðru lagi eru fjölþáttaógnir. þar sem hugað er sérstaklega að: netöryggisatvikum, sem eiga upptök sín erlendis og öðrum ógnunum sem snúa að innviðum landsins.

Í þriðja lagi er rekstur og fjármögnun varnartengdra rekstrarverkefna og yfirumsjón með öryggis- og varnarsvæðum á Íslandi, rekstur tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem m.a. felur í sér reglulegt samráð við bandarísk stjórnvöld, bæði hér á landi og vestan hafs, og undirbúningur og framkvæmd varnaræfinga sem haldnar eru á íslensku yfirráðasvæði.

Hvað hvert megið svið fær í sinn hlut, sést ekki í þessu frumvarpi.

Vegna þess að Utanríkisráðuneytið er bara stjórnsýslueining, enginn framkvæmdaraðili, eru verkefnin úthýst til annarra aðila, þ.e.a.s. Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra.

Þar segir: "Að því er varðar framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna er náið samstarf við dómsmálaráðuneytið og annast varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd ýmissa varnartengdra rekstrarverkefna á sviði öryggis- og varnarmála á grundvelli þjónustusamnings milli ráðuneytanna frá 1. ágúst 2021. Ráðuneytið felur ríkislögreglustjóra einnig að annast tiltekin verkefni á sviði öryggis- og varnarmála með þjónustusamningi."

Af þessu má ráða að kostnaðurinn vegna varnarmála fellur einnig á Dómsmálaráðuneytið sem fær verkefni Utanríkisráðuneytisins í sínar hendur. Fjárlögin gera ráð fyrir 6 milljarða til Landhelgisgæsluna en meirihluti þeirra fjármuna fara í löggæsluverkefni stofnunnar. Hvað Ríkislögreglustjóri eyðir í úthýsingarverkefnið sem það fær frá Utanríkisráðuneytinu er ekki hægt að sjá af þessu.

Er þetta ekki stjórnsýslulegt rugl! Það þarf ekki stjórnsýslufræðing til að sjá að málaflokkurinn skarar bæði innanríkismál og utanríkismál eins og sjá má af framkvæmdinni. LHG er hálfvegis með málaflokkinn á sinni könnu, einnig Ríkislögreglustjóri og svo Utanríkisráðuneytið.

Það er því óskiljanlegt að það skuli ekki vera til stofnun sem heldur í alla þræði málaflokksins. Og hún var til og hét Varnarmálastofnun Íslands. Hún sinnti þessu hlutverki með sóma og sá einnig til að sérfræðiþekking á varnarmálum var til í landinu en ekki úthýst til Pentagons. Það er nokkuð ljóst að Utanríkisráðuneytið hefur ekkert með innanríkismál að gera!

Varnarmálastofnun Íslands aflögð - Stjórnsýslan veit ekki hvað á að gera við verkefni hennar

 

 

 


Landvarnarskylda landsmanna í stjórnarskránni 1874 og 1920

Skammsýni Íslendinga er með ólíkindum. Þeir gera ekki ráð fyrir að ófrið beri að garði og það þurfi að kveða menn til varnar. Það þarf að vera skýr lagaákvæði í stjórnarskránni til þess að ríkisvaldið - Alþingi með lögum eða ríkisstjórn með reglugerð geti kveðið menn til vopna. Í raun er þetta æðsta skylda borgarans við ríkið, þar sem hann getur látið lífið. Ákvæði um vopnaburð borgarans til varnar ríkisins í stjórnarskránni 1874 og 1920 voru því til staðar. Lítum á ákvæðin í báðum stjórnarskrám.

Í 57. grein stjórnarskránna 1874 er þetta ákvæði: "57. gr. Sjerhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins eptir því, sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt þar um með lagaboði." Þá var Herfylkingin nýliðin undir lok í Vestmannaeyjum 1869 en liðsmenn hennar höfðu þá skrifað bréf og beðið um að herskylda yrði komin á í Vestmannaeyjum og allur kostnaður greiddur af almannafé. Dönsk stjórnvöld vildu aðeins veita takmarkaðan stuðning og því dó Herfylkingin drottni sínum. En þetta hermennsku framtak Vestmannaeyinga kann að hafa leitt til þess að ofangreint ákvæði var tekið inn í stjórnarskránna þótt það sé ekki hér sannað.

Gott og vel, Danir vita vel að hættur kunna að steðja Íslandi og það þurfi að huga að vörnum.  En lítum á stjórnarskránna 1920: "71. gr. Sjerhver vopnfær maður er skyldur að taka þátt í vörn landsins, eftir því, sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum." Nú ber svo við að Ísland er orðið að sjálfstæðu konungsríki en enn er þetta ákvæði inni. Landið lýsti yfir hlutleysi og taldi það vera bestu vörnina sem reyndist vera tálsýn.

En lítum á stjórnarskrá lýðveldisins 1944. Ekkert ákvæði (sem bloggari sér) um landvarnarhlutverk borgarans. Hvers vegna? Voru Íslendingar ekki í miðri heimsstyrjöld og hefði ekki verið þægilegur öryggisventill að hafa þetta ákvæði inni í stjórnarskránni?

Er einhver sem les þetta sérfróður um hvað menn voru að hugsa er þeir voru að semja þessa stjórnarskrá? Vildu menn ekki setja þetta inn vegna þess að landið var þá hersetið?  Einhver skýring hlýtur að vera á hvers vegna þetta ákvæði var tekið út en var í tveimur fyrstu stjórnarskránum.

En hvað um það, af hverju ekki að setja þetta ákvæði inn við næstu breytingu á stjórnarskránni? Nú, af hverju?...kann einhver að spyrja.

Jú, þetta verður að vera í grunnlögum landsins svo að hægt sé að kveða menn til varnar landsins ef til stríðs kemur (það kemur fyrr eða síðar). Ef ófriður brýst út, þá hafa stjórnvöld engin tæki til að bregðast við. Ekki hægt að stofna her né heimavarnarlið.....Þá kunna flestir sem lesa þetta að segja, mér er nákvæmlega sama, höfum þetta eins og þetta hefur alltaf verið (reyndar ekki lengra aftur í tímann en 1944). Það er skammsýni og of mikil bjartsýni á að þriðja heimsstyrjöldin brjótist ekki út. Ef eitthvað er öruggt við hegðun mannsins, er það vilji hans til að hefja næsta stríð. 

En við Íslendingar eru ekki hluti af mannkyninu kann einhver að segja og við elskum friðinn, alveg sama hvað! Við erum það ekki eins og sjá má af afskiptum okkar af stríðinu í Úkraínu og við verðum ekki stikkfrí í næsta stríði NATÓ. Hlutleysið fór 1949....  

 

 


Að vera eða ekki vera - Sýndarforseti eða valdaforseti

Það var gengið svo illa frá stjórnarskrá Íslands 1944 að allar götur síðan, hefur fólk velgst í vafa hvert raunverulegt valdsvið forsetans er.

Er litið er á forsetaákvæðin í stjórnarskránni 1944, sem eru afrituð af stjórnarskránni 1920 og er með konung sem æðsta valdhafa, er litlu breytt, ef einhverju. Vald forsetans er mikið samkvæmt henni en í framkvæmd og veruleika lítið. Það þarf að brúa þetta bil.

Ákvörðun verður að taka, á forsetinn að vera tákngervingur, nokkuð konar "fjallakona" Íslands eða æðsti sendiherra, valdalaus fígura á Bessastöðum eða valdaforseti sem hefur raunveruleg völd?

Ef hið fyrrnefnda er valið, er þá ekki eins gott að leggja embættið af? Það er mjög kostnaðarsamt að hafa hirð á Bessastöðum með forseta sem brosir bara, tekur í höndina á erlendum höfðingjum, fer í bíltúr um landið og kíkir á almúgann einstaka sinnum.

Hins vegar ef við viljum útfæra stjórnarskránna og gera forsetann að valdafígúru, þá er forsetaræðið málið.  Þar eru tvær leiðir. Full völd forsetans og hann skipar ríkisstjórn og er í forsvari fyrir hana eða seinni leiðin sem er nokkuð spennandi en það er forsetaþingræði.

Kíkjum á skilgreiningu Wikipedíu: "Forsetaþingræði er fyrirkomulag stjórnarfars í lýðveldum þar sem forseti er kosinn með beinni kosningu og hefur umtalsverð völd, en er ekki jafnframt stjórnarleiðtogi eins og þar sem forsetaræði er við lýði. Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.

Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn."

Ef við erum að hugsa um yfirbyggingu og kostnað, væri best að forsetinn væri eins og Bandaríkjaforseti og spara kostnaðinn við forsætisráðherra embættið. Tryggja má málskotsákvæðið með því að setja það í stjórnarskránna og í vald þjóðarinnar. M.ö.o. að ef ákveðinn fjöldi kosningabærra manna biður um þjóðaratkvæði, líkt og er í Sviss, þá verður efnt til þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Það er óhætt að fullyrða að enginn forsetaframbjóðenda sem nú eru í framboði, eru vissir um raunverulegt valda umboð sitt og hvers langt eða stutt þeir geta farið.


Fjáraustrið í tapað stríð í Úkraínu

Nýlega samþykkti Bandaríkjaþing gríðarlega efnahags- og hernaðaraðstoð til handa Úkraínu. Þetta er til að halda staðgengilsstríði Bandaríkjanna við Úkraínu gegn Rússlandi gangandi á meðan Biden er við völd. Það er því fyrirséð að stríðið haldi áfram þar til annað hvort Biden fari frá völdum og Trump semji um frið á einum degi eins og hann heldur fram, eða niðurstaða fáist á vígvellinum.

Rússland hefur getu til að halda stríðinu gangandi næstu árin en þeir eyða um 5,9% af vergri landsframleiðslu í varnarmál 2023. Bandaríkin um 3,4% en Úkraína um 37%. Rússar eru þó að eyða minna en Sádar sem eyða um 7,1% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Í dollurum talið eru Rússar að eyða 109 milljarða Bandaríkjadollara árið 2023 á móti 916 milljarða sem Kaninn eyðir. 

Það er almennt viðurkennt meðal hernaðarsagnfræðinga að það ríki sem hafi mestu framleiðslugetuna og fjárráð vinni viðkomandi stríð.  Fjöldi hermanna skiptir máli en ekki aðalmáli ef ríkið er sæmilega stórt. Það sem meira er, er að hergagnaframleiðslan í Rússlandi knýr efnahaginn áfram á yfirsnúningi.

Vopnaiðnaður Rússlands, sem var stór fyrir Úkraínustríðið, er hernaðarlega mikilvægur geiri og stór vinnuveitandi í Rússlandi. Frá og með 2024 starfa um það bil 3,5 milljónir manna á landsvísu við hergagnaframleiðslu og standa undir 20% af öllum framleiðslustörfum í Rússlandi.

Rússland stóð fyrir 22% af vopnasölu á heimsvísu á árunum 2013–17, sú tala fór niður í 16% á árunum 2018–22 (tölfræði SIPRI). Árið 2023 var Rússland í fyrsta skipti þriðji stærsti vopnaútflytjandinn, rétt á eftir Frakklandi. Vopnaútflutningur Rússa dróst saman um 53% á árunum 2014–18 og 2019–23. Löndum sem kaupa stór rússnesk vopn fækkaði úr 31 árið 2019 í 12 árið 2023. Ríki í Asíu og Eyjaálfu fengu 68% alls rússneskra vopnaútflutnings á árunum 2019–23, þar sem Indland var með 34% og Kína fyrir 21%.

"The New York Times greindi frá því í grein 13. september 2023, þar sem vitnað var í bandaríska og evrópska embættismenn, að Rússar hafi sigrast á alþjóðlegum refsiaðgerðum og eldflaugaframleiðsla þeirra hafi nú farið yfir það sem var fyrir stríð. Einnig var greint frá því að Rússland framleiði nú meira af skotfærum en Bandaríkin og Evrópa til samans og þeir geta framleitt 200 skriðdreka frá grunni og tvær milljónir eininga af skotfærum á ári samkvæmt vestrænum heimildum. CNN greindi frá 11. mars 2024, þar sem vitnað var í vestræna leyniþjónustumenn, að Rússland framleiði nú um 250.000 stórskotalið skot á mánuði eða um 3 milljónir á ári sem er næstum þrefalt það magn sem Bandaríkin og Evrópa framleiða fyrir Úkraínu." Arms industry of Russia

Olíu- og gasverð hefur reynst Rússum hagstætt og orkukaup bann Vesturlanda hefur bara skotið þeim sjálfum í fótinn enda hafa reynst nægir kaupendur annars staðar, í fjölmennustu ríkjum heims, Indlandi og Kína og víðar. 

Þrír meginþættir fyrir velgengni í stríði: 1) Vopnaframleiðsla, 2) Fjármálageta og 3) Mannskapur er allt sem Rússar hafa en Úkraínumenn ekki. Úkraínumenn, því miður fyrir þá, eru því ekki að fara að vinna þetta stríð. Rússland er mesta kjarnorkuvopnaveldi heims og því er engin hætta á að þeir fái á sig innrás.

Svo er það taugveiklunin innan raða NATÓ-ríkja að Rússar haldi áfram og geri innrás í Evrópu, er annað hvort áróðursstríðs tal eða menn þekkja ekki sögu Rússlands (varnar mandran síðastliðn 300+ ár hefur verið að tryggja varnir gegn tvö innrásarhlið á vesturlandamærum Rússlands sem snýr að Evrópu). Það er ekki að fara að gerast. Rússar hafa alltaf dregið sig til baka með herafla sinn síðastliðin 300 ár, nema þegar þeir voru Sovétmenn undir stjórn Stalíns og héldu undir sig Austur-Evrópu. En vita nú svo að það er ekki í boði í dag, sérstaklega þegar öflugasta hernaðarbandalag sögunnar, NATÓ situr alla Austur-Evrópu.

Rússland hefur bara getu til að stunda landamærastríð, er ekki hernaðar heimsveldi eins og Bandaríkin sem geta háð stríð um allan hnöttinn. Menn ættu því aðeins að slaka á og láta spunameistranna, sem vilja stöðugt fá meiri pening í hergagnaframleiðslu, ekki stjórna gjörðum sínum.

Af hverju eru bandarískir hershöfðingjar ekki að hafa vitið fyrir Biden stjórninni og benda á að sigur vinnist ekki á vígvellinum? Að það verði að semja um frið? Það þarf hvort sem er að semja um vopnahlé eða stríðslok á endanum. Af hverju eru menn ekki að reyna að finna diplómatíska lausn? Svarið leynist hjá vanhæfri stjórn Bidens sem aldrei mun viðurkenna ósigur rétt fyrir kosningar í Bandaríkjunum. Nóg var að tapa með skömm í Afganistan eftir 20 ára stríð.

Af hverju tala íslenskir ráðamenn ekki fyrir friði? Í stað þess að vera strengjabrúður á alþjóðavettvangi? Ef þeir geta ekki talað fyrir friði, er þá ekki best að þeigja í stað þess að gaspra eins og utanríkisráðherrann er að gera?

Nóta bene, svo það sé haldið til haga, þá er hér enginn stuðningur við stríð Rússa gegn Úkraínu, þvert á móti, bloggari er alfarið á móti valdbeitingu sem hægt er að leysa með diplómatískum leiðum. Þótt Pútín sigri stríðið, þá vinnur hann ekki friðinn. Traustið er farið og samskiptin við vestrið laskað um ófyrirséða framtíð. Ef eitthvað er, hefur NATÓ eflst, með tveimur nýjum herveldum, Svíþjóð og Finnland, og varnir Rússlands veikst við Norður-Evrópu.

Hér er tilvitnun: "War is a failure of diplomatcy".

 

 

 


Fulltrúadeilda-, Öldungardeildar- og forsetakosningar í Bandaríkjunum nóvember 2024

Allra augu eru á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum n.k. nóvember.  En það vill gleymast að kosið verður líka í Öldungadeildinni í sama mánuði.  Kosið verður um þrjátíu og þrjú af 100 sætum í öldungadeild Bandaríkjanna í reglulegum kosningum þann 5. nóvember.

Öldungadeildarþingmönnum er skipt í þrjá flokka þar sem sex ára kjörtímabil er skipt þannig að annar flokkur er kosinn á tveggja ára fresti. 1. flokks öldungadeildarþingmenn munu standa frammi fyrir kosningu árið 2024.

Frá og með apríl 2024 sækjast tuttugu og fjórir öldungadeildarþingmenn (15 demókratar, 9 repúblikanar og tveir óháðir en eru í raun demókratar) eftir endurkjöri árið 2024.

Tveir repúblikanar í öldungadeildinni (Mike Braun frá Indiana og Mitt Romney frá Utah), fjórir demókratar í öldungadeildinni (Ben Cardin frá Maryland, Tom Carper frá Delaware, Debbie Stabenow frá Michigan og Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og einn óháður öldungadeildarþingmaður (Kyrsten Sinema frá Arizona) sækjast ekki eftir endurkjöri.

Laphonza Butler, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem var skipuð í núverandi sæti hennar árið 2023, sækist ekki eftir kosningu árið 2024.

Annar þessar tveggja öldungadeildar þingmenn repúblikana er svo kallaður RHINO (repúblikani að nafninu einu) en það er Mitt Romney og harður andstæðingur Trump. Hann er í raun fulltrúi leifar af andstæðingum Trumps innan flokksins. Mitch McConnell sem er leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni og mjög veikur leiðtogi lætur af leiðtoga hlutverkinu eftir kosningar. Hann er svo illa farinn að hann fékk tvisvar sinnum heilablóðfall í miðjum ræðum.  Hann hefur ekki reynst stuðningsmaður Trump en búast má við að Ted Cruz taki við af honum en líklegt er samkvæmt skoðanakönnunum að hann verði áfram þingmaður Texas í Öldungadeildinni.

Í raun þurfa demókratar að verja 17 sæti af 25 sem eru í boði en þeir hafa nauman meirihluta 51 sæta í Öldungadeildinni (demókratar 49 og 3 "óháðir" en eru í raun demókratar). Allar líkur eru því á að demókratar glati meirihlutanum og andstæðingum Trumps innan repúblikanaflokksins fækki. Ófremdarástand í efnahagsmálum, há verðbólga og matvælaverð, opin landamæri og álitsmissir erlendis hefur sín áhrif á kjósendur.

Fulltrúaþingkosningarnar 2024 verða haldnar 5. nóvember 2024, sem hluti af kosningunum í Bandaríkjunum 2024, til að kjósa fulltrúa frá öllum 435 þingumdæmunum í hverju 50 ríkja Bandaríkjanna, auk sex fulltrúa án atkvæðisréttar. frá District of Columbia og byggðum bandarískum svæðum. Sérstakar kosningar geta einnig verið haldnar á ýmsum dögum allt árið 2024. Fjölmargar aðrar sambands-, fylkis- og sveitarstjórnarkosningar, þar á meðal forsetakosningar í Bandaríkjunum og kosningar til öldungadeildarinnar, verða einnig haldnar á þessum degi eins og áður sagði. Sigurvegarar þessara kosninga munu sitja á 119. Bandaríkjaþingi, þar sem sætum er skipt á milli ríkja miðað við manntal Bandaríkjanna 2020.

Búist er við því að kosningarnar verði mjög spennandi og spár benda til þess að munur á flokkunum tveimur sé innan við 5 sæti. Samkeppnishæfni kosninganna stafar að hluta til af því að 118. Bandaríkjaþing var talið meðal þeirra minnstu afkastamikla síðan 72. þingið 1931 til 1933, sem hefur stuðlað að 13% fylgi.

118. þingið er einnig talið vera dramatískt, með atburðum eins og þingforseta kosningunum í janúar 2023, skuldaþakkreppunni 2023, brottrekstri Kevin McCarthy úr þingforseta, forsetakosningunum í október 2023 og brottrekstri repúblikanann George Santos. Takist Repúblikanaflokknum ekki að halda stjórn á fulltrúadeildinni væri þetta í fyrsta skipti síðan í þingkosningunum 1954 sem flokkur missir fulltrúadeildina eftir aðeins eitt kjörtímabil á þinginu.

Frá og með apríl 2024 hafa samtals 43 fulltrúar og 2 fulltrúar án atkvæðisréttar (25 demókratar og 20 repúblikanar) tilkynnt um starfslok sín, 18 þeirra (11 demókratar og 7 repúblikanar) eru að hætta til að bjóða sig fram til annarra embætta. Það er því barist um fleiri demókrata sæti í Fulltrúadeildinni líkt og í Öldungadeildinni. 

Svo eru það aðal kosningarnar, forsetakosningarnar í nóvember, þar sem Trump er með meirihluta atkvæða samkvæmt núverandi skoðanakönnunum.  Útlitið er því bjart framundan meðal repúblikana, helst er sundurþykki milli þeirra að sliga þá en það kann að breytast með næstu kosningum og nýju fólki og nýju umboði til valda.

Og áhrifin munu ná út fyrir landsteinana. Trump semur um frið í Úkraínu á fyrstu dögum sínum sem forseti, NATÓ - ríkin öll munu verja 2% af landsframleiðslu í varnarmál, Íran verður útlagaríki og Kína heldur sig á mottunni og ræðst ekki á Taívan. Mögulega mun friður vera gerður við Norður - Kóreu.

 


Dómsmálin gegn Donald Trump með augum RÚV

RÚV er með yfirgripsmikla samantekt á dómsmálunum fjórum gegn Trump en þótt hún sé umfangsmikil, þá er margt athugavert við fréttaflutninginn og ætla mætti við lesturinn að málin eigi við rök að styðja en svo er ekki. Sjá slóð: Allt sem þú þarft að vita um dómsmálin fjögur gegn Trump

Dómsmál nr. 1 - "uppreisnin" í Capitol Hill. Þegar Joe Biden var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2020 er Donald Trump sakaður  allt hvað hann gat til að grafa undan niðurstöðunum og það hafi náð hámarki með uppþoti stuðningsmanna Trumps í Capital Hill.

Þar er fullyrt að "Sjö létust, þar af voru lögreglumenn sem sviptu sig lífi skömmu eftir innrásina." Þetta er beinlínis rangt. Það lést enginn þennan dag nema kona sem gekk friðsamlega um ganga þinghúsins (fyrrum hermaður) sem var skotin af færi af lögreglumanni staðarins. Trump kvatti til friðsamlegra mótmæla vegna niðurstaðna kosninganna og endurtalningu atkvæða sem hann hefur fullan rétt á samkvæmt reglum lýðræðis. Hann var einnig reiðubúinn til að kveða út þjóðvarðliðið til varnar þinghúsinu en Nancy Pelosi, forseti Fulltrúardeildarinnar og demókrati hafnaði boðinu. Það má mótmæla friðsamlega í lýðræðisríkjum, ennþá. Hann er því ekki sakaður um uppreisn gegn ríkinu en óbeint stuðlað að uppþotinu. Ekki eru öll kurl komin til grafar með málið.

Dómsmál nr. 2 - Stormy Daniels. Donald Trump á að hafa sofið hjá klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels árið 2006. Í október 2016, mánuði áður en hann var kjörinn forseti, keypti lögmaður Trumps þagmælsku hennar um náin kynni þeirra fyrir 13 þúsund dollara.  Trump millifærði á lögmann sinn, Michael Cohen, þá upphæð sem hann lagði út fyrir þagmælsku hennar en RÚV kallar þetta múturgreiðslur sem er óheppilegt orðalag. Saksóknari heldur því fram að múturnar, sem ekki eru ólöglegar í sjálfu sér, hafi verið greiddar til þess að styrkja stöðu Trumps sem forsetaframbjóðanda. Með réttu hefði því átt að telja millifærslur Trumps til Cohens fram sem framboðskostnað að sögn RÚV, en það var ekki gert. Í því felst hið meinta lögbrot.  Trump heldur hins vegar fram að þetta hafi verið flokkað sem lögfræðikostnaður og ekkert banni að einstaklingar geri upp á sín á milli einkaréttarmál.

Það sem er óvenjulegt við málið er að kerfið skuli skipta sér af einkaréttarmáli og það bendir til að þetta mál eins og öll hin þrjú séu tilbúin til að klekkjast á Trump og halda honum uppteknum við réttarhöld í stað þess að vera á framboðsfundum. Þetta brýtur allar hefðir en FBI hefur alltaf látið öll mál sem varða frambjóðendur, 6 mánuðum fyrir kosningar, vera í kyrrþey. Með öðrum orðum eru þetta pólitísk afskipti af forsetakosningunum.

Dómsmál nr. 3 - Kosningaafskipti í Georgíu. Að hafa dreift lygum um kosninganiðurstöðurnar og farið þess á leit við embættismenn í Georgíu að kollvarpa þeim segir RÚV en þetta er ekki næg skýring hjá RÚV. Eina sem Trump gerði var að hringja í fólk sitt í Georgíu og spyrja hvort það leynist ekki 10 þúsund atkvæði í viðbót sem ætluð eru honum.  Það var allur glæpurinn. Georgía var og er nefnilega "swing state", þar sem naumt er á mununum. Hann á stjórnarskrár varinn rétt og beinlínis skylda að véfengja úrslitin ef hann telur á sig hallað sem hann og gerði.  Setning eins og "Trump reyndi hvað hann gat til að kollvarpa niðurstöðum kosninganna 2020 um gervöll Bandaríkin. Hvergi gekk hann þó eins hart fram og í Georgíu, þar sem hann tapaði naumlega." Lýsir eiginlega hugarfari viðkomandi fréttamanns sem væntanlega er frá CNN en RÚV þýddi.  Allir eiga rétt á að véfengja niðurstöður kosninga og gerðist það síðast í seinustu Alþingiskosningum að frambjóðandi mótmælti talningu atkvæða.

Dómsmál nr. 4 - Geymsla óleyfilegra leyniskjala. Allir forsetar hafa tekið með sér skjöl er þeir yfirgefa Hvíta húsið, þeir fengið tíma til að sortera einkaskjöl frá opinberum. Obama hefur til dæmis ekki skilað öllum skjölum en Trump er eini forsetinn sem er ásakaður um að hafa brotið af sér. Málið er að forsetinn getur sett leyniskjala stimpilinn á skjöl eða tekið hann af. Enginn annar hefur þann rétt. Merkilegast í þessu máli er að Biden var staðinn að þessu sama en hann sankaði að sér skjölum sem öldungadeildarþingmaður og varaforseti og í hvorug skiptin hafði hann heimild til þess. Klár lögbrot en hann var úrskurðaður ósakhæfur vegna vitsmunaglap, gæti ekki staðist réttarhöld og málið þar með úr sögunni.

Svona er mismunað eftir því hvort menn eru Trump eða einhver annar.  Til að sjá hlutdrægnina í frétt RÚV má taka þessa setningu: "Leyniskjölin fundust meðal annars á heimili Trumps að Mar-A-Lago í Flórída, þar sem heilu kössunum hafði verið staflað upp á víð og dreif." Hið rétta er að leyniþjónustan vaktar Mar-A-Lago allan sólarhringinn, skjölin voru geymd í læstri geymslu en FBI útsendarar dreifðu skjölunum um öll gólf til að láta líta út eins og þau hafi legið víð og dreif. Það var hins vegar Biden sem geymdi ólöglega leyniskjöl í opnum bílskúr í handónýtum pappakössum svo árum saman á heimili sonar síns, í Kínahverfi og annars staðar. 

Svona er pólitíkin orðin rotin í Bandaríkjunum, réttarkerfið misnotað í þágu annars stjórnmálaflokks landsins. Umheimurinn er að horfa á sápuóperu í beinni frá Bandaríkjunum daglega og er þetta mikill álitshnekkir fyrir forvígisþjóð lýðræðisríkja heims.

Nýjasta nýtt er nú vilja demókratar taka vörslu leyniþjónustunnar af Trump, svo að það sé örugglega hægt að drepa hann í friði. 


Atlagan að lýðræðinu í Bandaríkjunum

Það er mikið áhyggjuefni hvernig er komið fyrir lýðræðinu í Bandaríkjunum. Vegur ríkisins hefur aldrei verið eins lágur og þessi misseri. Það þarf að leita aftur til tíma Víetnam stríðsins til að sjá aðra eins skiptingu þjóðarinnar sem er í raun klofin í herðar niður.

Ekkert gott kom út úr Víetnam stríðinu, Lindon B. Johnson gerði Bandaríkin nánast gjaldþrota og Bandaríkjamenn neyddust til að afnema gullfótinn. Demókratar neituðu að styðja við fallandi stjórn Suður-Víetnam 1975, hún féll og fyrsti stóri ósigur Bandaríkjanna raungerðist. 

Sama er upp á teningnum í dag. Niðurlægjandi ósigur Bandaríkjanna í Afganistan hefur haft keðjuverkandi áhrif og litlu einræðisherrarnir fóru á stjá. Ófriður og ófriðarmerki alls staðar um heiminn.  Landið er nánast gjaldþrota en samt er eytt eins og enginn sé morgundagurinn í erlend stríð.

Á sama tíma eru Bandaríkin upptekin við að fremja harakiri á eigið stjórnkerfi. Fáheyrðir atburðir eiga sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana. Önnur eins spilling og misnotkun valds hefur aldrei sést áður í Bandaríkjunum og var ríkið þó í höndum lobbí-istanna.

Með því að leyfa opið skotleyfi á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa allar flóðgáttir opnast og hvaða vitleysingur sem er í stétt saksóknara úr röðum demókrata getur hafið málsókn á vægast sagt hæpnum forsendum. Í dag eru fjórar málsóknir á hendur fyrrverandi forsetanum og núverandi forsetaframbjóðanda í gangi. Maður hreinlega gapir af undrun er ákæruatriðin á hendur honum eru lesin. Hrein og bein fabula.

En málið er stærra en ólíkindatólið Donald Trump.  Með því að leyfa vitleysunni að grasera, hafa opnast nýjar leiðir í framtíðinni, fyrir báða flokka, að stunda pólitískar ofsóknir og nota réttarkerfið í það. Aldrei áður hefur það verið leyft að leyfa lægri dómstig og staðbundin að herja á pólitíska andstæðinga. Öll vopn notuð og sjálft dómsmálaráðuneytið notað opinberlega. Ef þetta væri að gerast í öðru ríki, væru Bandaríkin búin að setja viðskiptaþvinganir og lýsa yfir að viðkomandi ríki "person non grata" í samfélagi þjóðana.

Landið er nánast stjórnlaust og opin landamæri staðreynd. Innanríkisráðherrann, Alejandro N. Mayorkas hefur verið ákærður af Fulltrúadeildinni fyrir misgjörðir í embætti og viðhalda opin landamæri. Öldungadeildin sem er undir stjórn demókrata tók ekki einu sinni málið upp. Þess má geta að embættisafglapa ákærur eru fátíðar. Fulltrúadeildin hefur hafið ákærumeðferð oftar en 60 sinnum. En það hefur aðeins verið 21 ákæra. Þar á meðal eru þrír forsetar, einn ráðherra í ríkisstjórninni og einn öldungadeildarþingmaður. Af þeim sem voru ákærðir voru aðeins átta embættismenn fundnir sekir af öldungadeildinni og vikið úr embætti.

En þetta er bara eitt dæmi um hversu mikið öngþveiti bandarísk stjórnmál eru komin í. Á sama tíma steyma milljónir hælisleitenda yfir opin landamæri, ríkir fíkniefna faraldur, glæpafaraldur, húsnæðisskortur, almenn fátækt, verðbólga, hátt matvælaverð, skuldasöfnun alríkisins, ríkja og borga og minnkandi áhrif Bandaríkjanna erlendis. Bandamenn hlusta ekki einu sinni á Bandaríkjamenn og Evrópumenn eru orðnir svo áhyggjufullir að þeir eru farnir að hækka framlög til varnarmála af sjálfdáðum og mikið þurfti til.

En sýnna verst er atlagan að tjáningarfrelsinu, stjórnmálafrelsinu og misnotkun réttarkerfisins af hálfu annars stjórnmálaflokks landsins. Slökkt er á vita frelsis í Frelsisstyttunni. Box Pandóru er nú opið.


Skrípaleikur skoðanakannana (fyrirtækja)

Það er eins og skoðanakannana fyrirtækin, samkvæmt fyrirmælum kaupenda, séu í einhverjum samkvæmisleik þar sem er spurt hver sé skemmtilegastur gesta.

Gott dæmi um það er nýjustu "niðurstöður" en núna eru þeir sem eru á toppnum orðnir fjórir. Einhver Halla Hrun er komin í þriðja sæti. Er eitthvað að marka þessa niðurstöðu?  Hver í ósköpunum er þessi ágæta manneskja? Held að flestir Íslendinga klóri sig líka í kollinum og spyrji sig þessarar spurningar. Er verið að spila með okkur?

Hvernig getur kjósandinn svarað spurningum í skoðanakönnunum um hvern hann ætlar að kjósa þegar í fyrsta lagi framboðsfresturinn er ekki á enda, í öðru lagi engin kynning átt sér stað eða í þriðja lagi engar kappræður. Þetta er ekki það sem kalla má upplýst svar/val. 

Og nóta bene, margir kjósendur munu kjósa taktíst, m.ö.o. velja einn af efstu á listanum, til að útiloka annann sem þeir vilja ekki á forsetastól (velja skársta kostinn að þeirra mati) Þar með eru skoðanafyrirtækin (ekki misritað) að móta skoðanir væntanlega kjósendur og ráða vali þeirra óbeint!


Að kjósa rangan forseta

Í síðustu grein bloggara var rætt um þá kjósendur sem kjósa og styðja hagsmuni sem eru andstæðir þeirra eigin. Einn ágætur sambloggari stakk upp á að mótmæla rökleysinu, en því miður er það ekki hægt, aðeins að benda á rökvilluna og vona að skynsemin taki yfir. 

Nú eru línur í forsetakosningunum að skýrast. Frambjóðendur sem njóta mesta hylli koma allir af vinstri væng stjórnmálanna. Það þarf ekki að vera slæmt, við fengum jú Ólaf Ragnar sem reyndist vera málsvari þjóðarinnar er á reyndi.

En pollurinn verður ansi gruggugur þegar frambjóðandinn með mesta fylgi hefur sýnt það í verki að hann vinnur gegn málskotsréttinum og þar með vilja þjóðarinnar. Það er enginn vafi á að forsætisráðherrann fyrrverandi var ekki par ánægður með útspil Ólafs en hún sat í ríkisstjórn sem vildi leyfa ICESAVE svindlinu ganga yfir íslensku þjóðina. Hún reynir nú að draga fjöður yfir verk sín en þau tala sínu máli, sama hvað hún segir.

Og ekkert hefur breyst hjá þessum frambjóðanda. Hún boðar að hún muni "fara sparlega með málskotsréttinn". Sem þýðir á mannamáli að hann verður geymdur og gleymdur í einhverjum skáp Bessastaða. Hvernig getur hún verið hlutlaus í máli eins og bókun 35 - málinu þar sem hún er beinn þátttakandi???   Ætlar hún að horfa í spegill á sjálfa sig og segja: Þú gerðir rangt og ég sem forseti ætla að skjóta þessu máli í dóm þjóðarinnar! Hafðu það nú fyrrverandi forsætisráðherra!

En það er nóg til af fólki sem kýs og styður málstað/frambjóðanda gagnstætt sínum eigin hagsmunum. Þess vegna verður hún líklega kosin. Og bloggritari heldur áfram að hrista höfuðið yfir skynsemi fjöldans!

Svo eru aðrar ástæður fyrir að kjósa hana ekki. Önnur kannski mikilvægari en bókun 35, en það er haturorða lögin, þar sem málfrelsið er takmarkað, allir þurfa að vera á brensunni, og allir að tala samkvæmt pólitískri rétthugsun, er nokkuð sem ekki nokkurn lýðræðissinnuðum manni hugnast.

Svo má taka annað dæmi sem er siðferðislegt eðlis, en það eru fóstureyðingar.  Hvers konar svar er það að hún styðji fóstureyðingu nánast til loka meðgöngu? Að hún treysti dómgreind óléttu konunnar? Þá er komið að erfiða siðferðis spurningu, hvenær verður nýtt og sjálfstætt líf til? Held að flestir séu sammála því að einhver tímamörk verði að vera dregin, annars er um "barna útburð" að ræða. Og flestir eru sammála um núverandi tímamörk.

Lokaorð. Á hún að verja málfrelsið, þjóðarvilja (í formi þjóðaratkvæðisgreiðslu) og verja Ísland gegn erlendri ásælni (EES og bókun 35)? Er henni treystandi fyrirfram?

Bara þetta að hún styður ekki (og hefur sýnt í verki) málskotréttinn óskorðaðan, sýnir að hún verður aldrei fulltrúi þjóðarinnar gegn stjórnmálaelítunni. Guð blessi Ísland!


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband