Stríð í Ísrael og Úkraínu

Nú hefur brjál... í Washington, Joe Biden, í elliæriskasti, lýst yfir vilja til að taka Úkraínu í NATÓ.  Í hvaða veruleika eru stjórnvöld í Washington? Eru Úkraínumenn að vinna á vígvellinum? Nei, þeir eru að tapa. Og ef stríðinu lýkur með tapi Úkraínu, sem allar líkur eru á, munu Rússar leyfa leifarnar af Úkraínu ganga í NATÓ? Samþykki það í friðarsamningum? Nei, aldrei.

Eina ástæðan fyrir að Rússar fóru í hart var einmitt fyrirhuguð innganga landsins í NATÓ. Enn og aftur, þá er hér ekki verið að lýsa stuðning yfir stríði Rússa sem er á margan hátt meiriháttar mistök Pútín, sbr. innganga Svía og Finna í NATÓ.  Ömurlegt stríð sem hefði mátt afstýra með réttum forsetum í Bandaríkjunum og í Rússlandi.

Á að framlengja stríðið með meiri fjárframlögum Bandaríkjanna? Um það er barist þessa daga í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Ef Úkraínumenn fá ekki meira fjármagn, er stríðið tapað sjálfkrafa.

Svo er það stríðið í Ísrael.  Er hægt að há mannúðlegt stríð? Sérstaklega í borgarstríði? Er hægt að uppræta hryðjuverka sveitir í þéttbýlli borgar án hliðar mannfalls? Svarið er auðvitað nei, en er hægt að lágmarka mannfallið sem bindur að sjálfsögðu hendur Ísraelshers?

Bloggari horfði nýverið á þáttaröðina "Masters of the Air" sem fjallaði um lofthernað Bandamanna á Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni. Stríðið var algjört stríð, þar sem borgarnir voru stundum bara einu skotmörkin. Ætlunin var að eyðileggja sem mest af byggingum og drepa sem flesta Þjóðverja og átti það að draga kjarkinn úr fólkinu. Hundruð þúsundir, ef ekki milljónir voru drepnar í ómarkvissum loftárásum, þar sem loftsprengjum var hent einhvers staðar, dag og nótt. Árangurinn var sá að fólkið varð reitt og staðráðið í að halda áfram. Flugmenn sem hentu sig niður í fallhlífum, áttu von á að vera tættir í sundur af borgurum ef til þeirra náðist á jörðu niðri.

Það sem er verið að segja hér, er að hlutfall viðbragða er aldrei sama og hlutfall árásar. Bandamenn lágu ekki yfir kortum og sögðu, getum við hlíft þýskum borgurum? Allir drápu alla miskunarlaust og góðu gæjarnir hjá Bandamönnum, drápu og nauðguðu eins og Sovétmenn er þeir fóru í gegnum Þýskaland 1945. Þeir voru bara ekki eins stórtækir.

Nú eru komnir aðrir tímar, Nurmberg réttarhöldin áttu að koma á réttlæti fyrir hönd fórnarlamba og Sameinuðu þjóðirnar að sætta ríki og koma á alþjóðareglur um hvernig stríð er háð. Framvegis átti að láta borgaranna í friði.

Að þessu öllu sögðu, geta herir hlíft borgaralegum skotmörkum. Svo getur Ísraelher líka. Tvennum sögum fer af því, hvort þeir geri það eða ekki og erfitt er að átta sig á sannleikanum. 

En ljóst er að borgarar falla í þessu stríði, það er deginum ljósara. Hvort það sé óeðlilega mikið, er eiginlega ekki hægt að fullyrða um. Áreiðanlegar tölur úr stríðum koma oft ekki fyrr en mörgum árum síðar. Stundum aldrei.  En ef Ísraelher er viljandi að svelta, drepa og hrekja borgaranna af Gaza, er það stríðsglæpur.  Eftir situr spurningin, er hægt að sigrast á Hamas án þess að fara inn í Gaza? Ef Ísraelar hefðu ákveðið að gera það ekki, hvað hefði það leitt til á svæðinu? Þeir misstu "andlitið" 7. október er þeir gátu ekki varið eigin borgara. Og þeir ekkert gert? Hezbollah gert stórfelldar árásir í framhaldið? Og stríðið magnast upp í stríð í Líbanon og svo stríð í Miðausturlönd og lok þriðju heimsstyrjöld? Stoppaði flotadeild Bandaríkjaflotans það að Hezbollah færi af stað úr Líbanon?

Að lokum er hér leitað á náðir ChatGPT og spurt hvað er hlutfall mannfalls borgara í samræmi við hlutfall hermanna í borgar stríði? Svarið er eftirfarandi:

"Hlutfall óbreyttra borgara og hermanna í borgarhernaði getur verið mjög mismunandi og fer eftir ýmsum þáttum eins og tilteknu þéttbýli, eðli átakanna og aðferðum andstæðra sveita. Hins vegar er almennt viðurkennt að þéttbýli hafa tilhneigingu til að hafa meiri fjölda óbreyttra borgara samanborið við hermenn.

Það er krefjandi að áætla nákvæmt hlutfall vegna kraftmikils eðlis borgarstríðs og erfiðleika við að meta nákvæmlega hverjir eru almennir borgarar á átakasvæðum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að almennir borgarar eru venjulega talsvert fleiri en hermenn í borgarumhverfi.

Í þéttbýlum borgum getur almenningur verið fleiri en hersveitir um hundruð eða jafnvel þúsundir á móti einum. Þetta felur í sér einstaka áskorun fyrir hernaðaraðgerðir, þar sem sveitir verða að sigla um borgaraleg svæði á sama tíma og lágmarka skaða fyrir þá sem ekki eru í hernum.

Nærvera óbreyttra borgara á hernaðarsvæðum í þéttbýli undirstrikar mikilvægi þess að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum, sem krefjast þess að aðilar í átökum geri greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðsmönnum og að þeir geri allar mögulegar varúðarráðstafanir til að lágmarka skaða á óbreyttum borgurum og borgaralegum hlutum. Hersveitir verða að gæta varúðar og beita aðferðum sem lágmarka mannfall óbreyttra borgara og aukatjóni á sama tíma og markmiðum er náð."

Svo er spurning hvort menn fari eftir þessu og er allur gangur á því.  Stríð er rússnesk rúlletta. Sá sem hefur stríð getur auðveldlega tapað því. Það er ekki til neitt sem kallast gott stríð.


Bloggfærslur 7. apríl 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband