Færsluflokkur: Umhverfismál

Sökudólgurinn fundinn vegna hlýnun jarðar?

Enginn veit í raun hvað veldur sveiflum á hitastigi jarðar. Málið er umdeildara en íslensk stjórnvöld láta í veðri vaka. Samt fylgja þau umhugsunarlaust umræðunni og stefnu í loftslagsmálum sem erlendir leiðtogar segja þeim að gera.

Það eru bara einstaklingar á Íslandi sem vilja setja varnagla á stefnuna.  Íslensk stjórnvöld sjá þarna enn eina skattkúnna sem hægt er að blóðmjólka í nafni loftslagsvísinda. Skattar eru lagðir á nauðsynleg farartæki til að fá borgaranna til að skipta í rándýra og óáreiðanlega rafbíla sem fæstir hafa efni á. Loftslagsskattar eru lagðir á samgöngur við landið og skattfé fer í hítina í Brussel.

Innan vísindaheimsins eru hins vegar skiptar skoðanir, eins og á að vera. Bendi hér á athyglisvert viðtal við Dr. Willie Soon. Sjá slóðina: Tucker Carlson

En hver er Willie Soon og hvað er hann að halda fram? Willie Soon er malasískur stjarneðlisfræðingur og geimferðaverkfræðingur sem var lengi starfandi í hlutastarfi sem utanaðkomandi fjármögnuð vísindamaður við sólar- og stjörnueðlisfræðideild (SSP) miðstöð stjarneðlisfræðinnar | Harvard og Smithsonian.

Soon er umdeildur. Hann afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum, sen vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum og heldur því fram að mestu hlýnun jarðar sé af völdum sólarbreytinga frekar en af mannavöldum. Hann samdi ritgerð þar sem aðferðafræðin var gagnrýnd mjög af vísindasamfélaginu. Loftslagsvísindamenn eins og Gavin Schmidt hjá Goddard Institute for Space Studies hafa vísað á bug rök Soons og Smithsonian styður ekki niðurstöður hans. Hann er engu að síður oft nefndur af stjórnmálamönnum sem eru andvígir loftslagsbreytingalöggjöf.

Soon er höfundur bókarinnar The Maunder Minimum and the Variable Sun-Earth Connection með Steven H. Yaskell. Bókin fjallar um sögulegar heimildir um loftslagsbreytingar sem féllu saman við Maunder-lágmarkið, tímabil frá 1645 til um 1715 þegar sólblettir urðu afar sjaldgæfir.

Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Soon fengið yfir 1,2 milljónir Bandaríkjadala frá jarðefnaeldsneytisiðnaðinum (2005-2015), á meðan hann gat ekki upplýst um hagsmunaárekstra í flestum störfum hans. Soon er því ekki hlutlaus frekar en aðrir vísindamenn á þessu sviði. En þar með er ekki sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Og hann er í hópi margar vísindamanna sem eru fullir efasemda.

Hér á Samfélag og sögu hefur verið farið í málið áður og komist að þeirri niðurstöðu að CO2, sem er talinn aðalsökudólgurinn í hlýnun jarðar, er bráðnauðsynleg lofttegund fyrir gróður jarðar. Samt er átak í að minnka magnið á þessari lofttegund með margvíslegum afleiðingum fyrir gróðurfar jarðar. Mesta hættan virðist stafa af athafnasemi mannkyns, mengun og eyðing vistkerfa í heiminum.

Ekki er ætlunin að endurtaka hér það sem sagt hefur verið um loftslagsmál en fyrir fróðleiksfúsa eru hér nokkrar greinar Samfélags og sögu og sjá má að Soon er meðal margra loftslagsfræðinga sem eru ekki sammála hinni opinberri stefnu:

Mengun en ekki loftslagsbreytingar sem ógnar mannkyninu?

Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Ný ísöld framundan?

Það er munur á að vera loftslagsfræðingur og veðurfræðingur

Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Bloggritari er leikmaður á sviði loftslagsvísinda, eins og flestir eru, en hann kann að lesa niðurstöður sem settar eru fram með skýrum hætti og draga ályktanir. Og þær eru? Að málið er umdeilt, efi er á gildandi stefnu og niðurstöður um loftslagsmál jarðar.

Það sem saga hitastigs á sögulegum tíma segir okkur er að það koma tímabil, þar sem mikið kuldaskeið ríkir og svo hitaskeið. T.d. ríkti hitaskeið frá 800 - 1300. Kuldaskeið frá 1300-1900 og nú er hitaskeið. Annað sem vert er að hafa í huga er að jarðeldsneytisnotkun jarðabúa hófst ekki fyrr en á 20. öld og í raun ekki af fullum krafti fyrr eftir seinni heimsstyrjöldina þegar bílaeign var almenn. Það er því hæpið að tengja hlýnun jarðar við upphaf iðnbyltingar á 18. öld.


Grænir skattar eru skatta ánauð - Grænland og Ísland

Í skattaparadís íslenskra stjórnvalda, Íslandi, þar sem skattaálögur fara með himinskautum, tekst hinum kjörnu fulltrúum að finna upp sífellt nýjar leiðir til að skattpína borgara landsins. Skattar sem eiga að vera tímabundir, standa um aldur og ævi og allt er skattlagt. Allir muna eftir skítaskattinum sem aldrei var aflagður. Og nú á að skattleggja loftið sem við öndum.

Svo nefndir kolefnisskattar eða loftslagsváskattar, sem byggja á umdeildum vísindum, eru lagðir á samgöngutæki, bæði á Íslandi og Grænlandi. Grænlendingar stynja þungan undir auknum byrgðum, enda eru þeir algjörlega háðir samgöngum á láði og legi við útlöndum. Ekki er hægt að keyra og fara til annarra ríkja en á öðru en jarðefniseldsneytis knúnum farartækjum. Sama á við um Íslendinga.

Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Svona skattlagning, þótt hún kunni að vera réttlætanleg vegna loftslagsbreytinga, er ekki hægt að leggja á nema eitthvað annað en jarðefniseldsneyti komi til sögunnar.  Umskiptin taka tíma og þar með er slík skattleggging ósanngjörn.

Í grein Vísis um þetta mál er varðar Grænlendinga segir: "Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands." Þetta er sama saga og á við um Ísland. Hér borga neytendur hækkaðan kosnað, ekki munu samgöngufyrirtækin taka á sig þennan kostnað og reka sig með tapi.

Royal Arctic Line (skipafélag) mun hækka farmgjöld um 1% frá og með næstu áramót. "Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir "lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq." Grænlendingar eru vonum ósáttir við þetta. Þeir geta ekki kosið að taka bílinn eða lestina þegar þeir ákveða að fara til annarra landa eða flytja inn vörur, heldur ekki Íslendingar.

Í annarri grein á Vísir segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári."

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Á sama tíma og íslensk stjórnvöld sitja þeigandi og hljóðalaus undir auknar skattaálögur ESB á Íslandi, hafa þau ekkert gert til að skipta í græna orkugjafa, það er að segja að virkja. Algjör stöðnun hefur verið í virkjunum síðastliðin ár og stjórnvöld þar með ekki staðið við sinn hluta í orkuskiptunum.

Það sem ESB með fullþingi íslenskra stjórnvalda, er að gera er að þvinga með góðu eða illu orkuskipti, ekki láta tækniþróunina og eftirspurn ráða ferðinni.

Í landi með óðaverðbólgu, háskattastefnu stjórnvalda, fákeppnis á markaði, mega Íslendingar ekki við auknum skattaálögum. Og minna má á að Íslendingar losa um minna en 0.1% af CO2 í heiminum og í raun erum við að koma í veg fyrir aukið CO2 losun með alla okkar grænu orku.

Í grein Viðskiptaráðs Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum segir eftirfarandi: "Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.

Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks." Undir þetta er hægt að taka og einnig að:

"Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar."

Skattar og meiri skattar er móttó íslenskra stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Íslendingum er ekki viðbjargandi í skattamálum. Munum að skattar eru lagðir á vegna þess að það skortir fjármagn og af hverju það skortir fjármagn er vegna lélega efnahagsstjórnunnar íslenska ríkissins í áratugi. Alveg síðan Íslendingar eyddu stríðsgróðanum eftir síðari heimsstyröld, hafa Íslendingar rekið ríki sitt meira eða minna illa og með tapi. Ráðum við það að vera sjálfstætt ríki?


Mengun en ekki loftslagsbreytingar sem ógnar mannkyninu?

Menn hafa kannski verið að hengja bakarann fyrir smiðinn. Ef það er rétt að maðurinn eigi aðeins sök á 3% af koltvísýringi (CO2) sem hleypt er út í andrúmsloftið, þá er greinilegt að mannkynið er haft fyrir rangri sök.

En nóta bene, getum við lifað án koltvísýrings? Koltvísýringur eða CO2 er ómissandi hluti af hringrás lífsins. Án CO2 munu plöntur deyja út og án plantna myndi líffræðileg fæðukeðja jarðar rofna endanlega. Við getum ekki lifað án koltvísýrings!

Hvað gerist ef mannkynið gengur "of vel" að eyða út CO2 (sem gerist ekki, því að við losum aðeins 3% af honum)? Munu plöntunar ekki fá nóg CO2 til að ljóstilífast?

Ef við ætlum að hengja sök á einhvern, hver er mesti "sökudólgurinn"? Kína.

Kína losaði mest koltvísýring (CO2) út í andrúmsloftið árið 2022, næst á eftir koma Bandaríkin og Indland.

Hér er listi yfir þær þjóðir sem losa mest af CO2:

     Kína: Um 28%
     Bandaríkin: Um 15%
     Indland: Um 7%
     Rússland: Um 5%
     Japan: Um það bil 3%
     Þýskaland: Um 2%
     Íran: Um 2%
     Suður-Kórea: Um 2%
     Kanada: Um 1,7%
     Sádi-Arabía: Um 1,6%.

Ríki í Evrópu rata ekki á þennan lista, nema Þýskaland sem er mesta efnahagsveldi álfunnar með aðeins 2%, og Rússland sem er með sitthvoran fótinn í Evrópu og Asíu. Kína, Bandaríkin og Indland eru með 50% af útblæstrinum og ef ætlunin er að snúa þessari þróun við, verður þessar þjóðir að taka sjálfar til innanlands. Ísland, með alla sína stóriðju (sem er umhverfisvæn), losar innan við 0,1%. 

Svo að þegar við rembust eins og rjúpur við staur að minnka kolefnanotkun okkar, erum við eins og keisarinn í engum fötum, höldum að við séum svo æðislegt og framlag okkar skiptir máli, sem það gerir ekki. Aðgerðir okkar geta bara verið táknrænar.

En verra eru skemmdarverkin sem íslensk stjórnvöld valda með því að reyna að minnka losun CO2.  Loftslagsskattar lagðir á samgöngur valda miklum fjárútlátum hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum.

Hins vegar er ljóst að ágangur mannkyns á nátttúruna og mengunin sem því fylgir er raunveruleg og dýrategundir og plöntum hefur verið útrýmt. Er þetta ekki meiri og raunverulegri vandi en sá sem við erum að berjast við? Erum við ekki eins og Don Quijote sem erum að berjast við loftslagsmyllur? Ímyndaðan óvin?

 


Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Það bylur á okkur allan daginn áróðurinn að passa upp á kolefnissporin.  Almenningur á Vesturlöndum er skammaður fyrir að anda og gefa frá sér koltvísýring (og kýrnar líka) og Íslendingar eru þar engin undantekning.  En hversu mikil er sök okkar í málinu?

Ef litið er á CO2 losun eftir ríkjum samkvæmt töflu ESB, þá gefur Ísland aðeins frá sér 0,01% af öllum koltvísýringi í heiminum. En íslenska nátttúra gefur frá mikinn CO2 þegar eldfjöllin gjósa.

Athyglisvert er að milljarða þjóðin Indland, losar aðeins um 7% af CO2, Bandaríkin, mesta efnahagsveldi heims, um 12% en mesti sóðinn (í skilningi losun CO2) er Kína sem ber ábyrgð á 31,5% losun alls CO2 í heiminum á ársgrundvelli. Þarf ekki frekar að skamma kínversk stjórnvöld en almenning í heiminum? Flestar þjóðir eru langt undir 1%.

Svo er það spurningin, í útópíu dæmi um að mannkynið nái að útrýma CO2 losun fyrir árið 2050, hvort að það verði hreinlega ekki CO2 skortur! Jú, þessi lofttegund er nauðsynleg fyrir náttúruna og hitastig jarðar.  Þarf ekki ákveðið jafnvægi í nátttúrunni og í umræðunni? Heimurinn er að farast hjá sumum vegna loftslagsbreytinga en aðrir hunsa og kalla þetta áróður.

CO2 emissions of all world countries


Ný ísöld framundan?

Svarið við þessari spurningu er ekki fundið. En fortíðin gefur vísbendingar. Margar ísaldir hafa komið og farið. Helsti sökudólgurinn er sólin. Þegar hún sendir frá sér minni orku (hita), verður ísöld á jörðinni og öfugt. Sumir vísindamenn segja að ný ísöld sé rétt að byrja.

En því miður eru vísindamenn ekki lengur ópólitískir og láta pólitík stjórna vísindastörf sín. Stjórnmálamenn og auðmenn veita fé í rannsóknir sem styðja þeirra sýn á veröldinni (og mallar peninga fyrir þá) en þeir vísindamenn á öndverðri skoðun fá ekkert. Þetta skekkir vísinda niðurstöður og maður verður ósjálfrátt efa samur um að vísindamennirnir séu að birta sannar niðurstöður. Þetta er mjög slæmt og eftir sitja borgarnir með spurningamerki á andlitum sínum. Og menn skipa sig í lið, með eða á móti loftslagsbreyringum af manna völdum. Sjá má þessa þjóðfélagsumræðu endurspeglast hér á blogginu.

Ef ég er spurður, þá veit ég ekki svarið sjálfur og viðurkenni það. En myndbandið hér er athyglisvert og vekur upp spurningar.

A New Ice Ages Coming Soon


Það er munur á að vera loftslagsfræðingur og veðurfræðingur

Miklar deilur eru um áhrif mannsins á loftslag jarðar. Meirihluti vísindamanna eru á því að maðurinn hafi áhrif en hversu mikið og hvort það skiptir máli, er umdeilanlegt. Það sem mér hefur fundist vanta í umræðuna er vísindaleg umræða.

Við látum lýðskrumara eins og John Kerry þruma yfir okkur heimsendaspár og á sama tíma og hann flýgur um sjálfur á einkaþotu, þar á meðal til Íslands. Predikari sem iðkar ekki sem hann boðar, hljómar ekki sannur.

Ég horfði á athyglisvert viðtal við Steven Koonin hjá Hoover Institution. Þar eru vísindamenn að taka viðtöl við aðra vísindamenn og umræðan mjög þroskuð. Kíkjum aðeins á manninn, Steven Koonin.

Steven Koonin er einn af virtustu vísindamönnum Bandaríkjanna, með áratuga reynslu að baki, þar á meðal starfaði hann sem vísindaráðunautur hjá orkumálaráðuneytinu í ríkisstjórn Obama.

Í þessari umfangsmiklu umræðu, sem að hluta til er byggð á bók Koonin frá 2021, Unsettled: What Climate Science Tells Us, What It Doesn't, and Why It Matters, gefur Koonin fágaðri sýn á vísindin á bak við loftslagsmálið en fjölmiðlar gefa venjulega, en í viðtalinu fer hann í gegnum sönnunargögnin og þýðingu þeirra.

Koonin segir m.a. í þessu viðtali, hann „...skalf yfir þeirri uppgötvun að loftslagsvísindin voru mun minna þroskuð en hann hafði gert ráð fyrir“ og að „yfirgnæfandi vísbendingar“ um skelfilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum voru ekki svo yfirþyrmandi eftir allt saman. 

Einnig sagði hann að reikningslíkönin fyrir loftslagsbreytingar væru ekki eins góð og fyrir líkönin fyrir veður(spár). Hann kemst líka að þeirri niðurstöðu, að þótt við mennirnir séum að breyta loftslaginu til hlýnunar (eigum a.m.k. 1% þátt) þá sé það ekki þannig að það hafi mikil áhrif á framtíð mannkyns. Við getum auðveldlega aðlagað okkur að breyttu loftslagi með nútíma tækni. 

Koonin benti einnig á að loftslag á jörðu byrjaði að breytast til hlýnunar fyrir 400 árum, löngu áður en iðnbyltingin og sannarleg mannanna áhrif hófust.  Hann benti á að venjulega deyi níu sinnum fleiri af völdum kulda en hita.  En vegna hlýnunar, hafi færri dáið af völdum loftslags en nokkrum sinni áður í mannkynsögunni og það þótt mannfjöldi hafi margfaldast síðastliðin tvö hundruð ár.

Hoover Institution and Steven Koonin

Umræðan heldur því áfram....og niðurstaðan er ekki komin, það er víst.


Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Maður hefur fylgst með umræðunni um hlýnun jarðar og orsökun hennar.  Skiptar skoðanir eru meðal vísindamanna hvort maðurinn eigi hér sök eða ekki.

En það sem kemur á óvart er umræðan meðal leikmanna. Af hverju í ósköpunum virðast hægri menn vera efasemdamenn í þessu máli en vinstri menn trúi að maðurinn sé megin orsakavaldurinn?

Pólitískar skoðanir virðast ráða afstöðu manna í málinu. Af hverju það er, veit ég ekki. Kannski ræður afstaðan gagnvart ríkisvaldinu  hér einhverju um. Jú, baráttan gegn hamfarahlýnun jarðar krefst mikilla afskipta ríkisvaldsins og skattleggningu atvinnulífsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

En hvað með vísindin sjálf?  Nú stendur maður ráðvilltur, er hamfarahlýnun í gangi eður ei? Og ég verð áfram ráðvilltur eftir að hafa skrifað þessa grein.  Eiginlega er best að taka ekki afstöðu og bíða eftir að frekari sannanir fyrir eða gegn hamfarahlýnun komi fram. Það er mín afstaða.

En ég ætla mér samt að skoða hér aðeins málið.  Ef ég skil það rétt, er koltvísýringur megin ástæðan fyrir gróðurhúsaáhrifin á jörðina. Koltvísýringur er hins vegar aðeins ein lofttegund af mörgum. Hins vegar losar koltvísýringur CO2 um 76 prósent af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Metan, fyrst og fremst frá landbúnaði, leggur til 16 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda og nituroxíð, aðallega frá iðnaði og landbúnaði, stuðlar að 6 prósentum af losun á heimsvísu.

Ok, þetta ætti að vera grunnvísindi um hvaða lofttegund leggur mest til gróðurhúsa áhrifa. Er koltvísýringur þá eiturlofttegund? Nei. án koltvísýrings væru náttúruleg gróðurhúsaáhrif jarðar of veik til að halda meðalhita á yfirborði jarðar yfir frostmarki. Með því að bæta meira koltvísýringi í andrúmsloftið er fólk að ofhlaða náttúruleg gróðurhúsaáhrif sem veldur því að hitastig jarðar hækkar. Með öðrum orðum er koltvísýringur nauðsynlegur fyrir temprað loftslag jarðar.

Kannski er spurningin eiginlega hversu mikið af koltvísýringi má vera í loftinu án þess að breyta jafnvægi hitastigs jarðar. Samkvæmt fræðslusíðu Vision Learning er lofthjúpur jarðar samsettur úr um það bil 78 prósent köfnunarefnis, 21 prósent súrefni, 0,93 prósent argon, 0,04 prósent koltvísýringur auk snefilmagns af neon, helíum, metani, krypton, óson og vetni, auk vatnsgufu.

0,04 prósent koltvísýringur í lofthjúpinum virkar ansi lág tala fyrir leikmann eins og mig, en hvað veit ég? Athafnir manna hafa aukið koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins um 50% á innan við 200 árum. Dugar aukning á þessu litla magni til þess að hækka hitastig jarðar?

Hefur koltvísýringur verið áður svona hár? Já, á tímabili sem "...kallast Plíósen, fyrir um 3 milljónum ára, þegar sjávarborð var um 30 fetum hærra (en hugsanlega miklu meira). Plíósen var umtalsvert hlýrri heimur, líklega um 5 gráður á Fahrenheit (um 3 gráður á Celsíus) hlýrri en hitastig fyrir iðnað seint á 1800. Stór hluti norðurskautsins, sem í dag er að mestu klæddur ís, hafði bráðnað. Koltvísýringsmagn, helsta hitastigið, sveiflast í kringum 400 ppm, eða ppm." Gróf þýðing mín. Heimild: What Earth was like last time CO2 levels were so crazily high

Dýralíf og gróður var þá til og frummaðurinn gekk um jörðina. En eins og allir vita, er jörðin ekki alltaf heit, heldur virðast ísaldir koma með reglulegu millibili. Þeir sem hafa lesið Íslandssöguna kannast við litlu ísöldina í sögu landsins, frá cirka 1500-1900 en þá var nánast óbúanlegt á Íslandi og myrkasta tímabil Íslendinga gekk yfir. Mörk norðurskautsloftslagsins lá þá yfir Íslandi, ekki fyrir norðan Ísland eins og það gerir í dag.

Þegar Ísland var byggt á landnámsöld, var umtalsvert heitara en er í dag og var forsenda fyrir búsetu norrænt fólks hér. Upp úr 1200 fór loftslag kólnandi og skilyrði til búsetu minnkandi. Heiðarbúskapur minnkaði en jókst aftur á 19. öld þegar veður hlýnaði.

Ísland er á mörkum þess að vera byggilegt miðað við ef við ætlum að lifa af landbúnaði á þessu landi. Hlýnun jarðar ætti því að vera hagstætt Íslendingum. Ég man eftir að veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson hélt því fram að þessi hlýnun komi í raun í veg fyrir að næsta ísöld bresti á.

Vísindin segja að að örlítið hækkaður styrkur CO2, 280 ppm, kom í veg fyrir að ísöld hófst. Hefði styrkur CO2 verið við 240 ppm, þá, segja vísindamenn , hefði ísöld líklega hafist.

Hver er þá niðurstaða hér? Engin nema að:

1) Koltvísýringur er ekki eiturloftstegund og er nauðsynleg lofttegund.

2) Magn koltvísýring virðist skipta máli um hækkun hitastigs jarðar en spurningin lifir, hvort það sé slæmt eða ekki? Hitastigið hefur verið hærra. Það er alveg hægt að hafa áhrif á koltvísýring stig jarðar, með bindingu hans í skógum og breyta honum í t.d. steintegundir.

3) Hver er þáttur sólar í hitastiginu? Það hef ég ekki skoðað. Er þetta eðlileg sveifla í hitastig jarðar eins og við höfum séð í gegnum söguna?  Eitt er víst, ofninn fyrir jörðina er ekki stilltur á eitt ákveðið hitastig!

 

 

 

 

 


Jarðskjálftar og eldgos ekki fyrirsjáanleg vísindi

Þar sem við búum í jarðskjálfta- og eldgosalandi, er okkur kennt, a.m.k. í framhaldsskóla, jarðfræði.  Ég man að mér fannst þessi fræðigrein skemmtileg og enn kann ég undirstöðufræðin í jarðfræðinni. 

Og þar sem Ísland er sífellt breytingum umorpið, gos og jarðskjálftar á nokkra ára fresti, sumir segja eldgos á þriggja ára fresti að meðaltali, þá er sífellt verið að tala við jarðfræðinga sem sérhæfa sig í eldfjallafræði.

Athyglisverð eru svör jarðfræðinga; jú, það gæti komið gos en svo gæti það ekki komið. Þetta eru 50/50% fræði eða ágiskun. Ég gæti komið með sama svar.

En jarðfræðingum er vorkunn. Jarðfræðin er eins og sagnfræðin, hálf vísindi. Það sem gerir bæði fræðin að vísindagreinum er að það eru notaðar vísindalegar aðferðir  en niðurstöðuna er ekki hægt að endurtaka aftur og aftur eins og í hinum almennum vísindagreinum. Endanleg sönnun fæst aldrei. 

Eina sem jarðfræðingurinn getur gert er gera líkön, mæla breytur og spá í framhaldið samkvæmt vísindalegum gögnum (ekki niðurstöðum). Þetta er eins og með veðurfræðina, eldgosaspá er lík veðurspá. Það er ákveðið ferli í gangi þegar eldgos fer af stað en vegna þess að jarðskorpan er breytileg, er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hvar eða hvort eldgos verður. Þetta er líkindafræði.

Jarðfræðinni hefur þó fleygt mikið fram og þekkingin aukist. Kannski með hjálp gervigreinar, betri mælitæki, megi segja til um eldgos upp á mínútu í framtíðinni. Á meðan verður við að bíða í óvissu eftir næsta eldgosi.  Það er ekki svo slæmt, það getur verið svolítið leiðinlegur heimur ef allt er fyrirsjáanlegt.

Ísland sannar að heimurinn er sífellt að breytast og jafnvel hratt á köflum. Við finnum vel fyrir því hér á Íslandi, á meðan Evrópubúinn á meginlandinu heldur að engar breytingar eigi sér stað.

P.S. Það er alveg óþolandi straumur þyrlna og flugvéla yfir heimili mitt í átt að hugsanlegu gossvæði. Frá morgni til kvölds. Hvað halda flugmennirnir að þeir sjái? Að eldgos brjótist út á sömu mínútu og þeir fljúgi yfir?  Er ekki hægt að beina fluginu meira yfir haf en byggð?

 

 


Pappírsfernur, skolp, sorp og umhverfisvernd

Umræða er nú í þjóðfélaginu um pappírsfernur og vannýtingu þeirra. Sagt er að þær séu notaðar í brennslu erlendis í stað endurvinnslu.  Ljóst er að hægt er að endurvinna pappír og eyðing hans í náttúrunni tekur tiltölulega stuttan tíma.

Hér er smá listi yfir hversu langan tíma það tekur náttúruna að eyða ýmsum hlutum sem við hendum frá okkur:

Dagblöð: 3–12 mánuðir

Flöskutappar: Allt að 100 ár

Mjólkurfernur: Allt að 2 ár

Dauð dýr og hundaskítur: 2 vikur

Nælon: 30–40 ár

Bleyjur: allt að 450 ár

Plast: Allt að 500 ár

Reiðhjól: Rúmlega 1.000 ár

Í grein á Vísindavefnum Hvernig er pappír endurunninn segir "... við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði) og svo er yfirleitt eitthvað af frumunnu efni, það er trefjum unnum úr trjám, bætt við. Þessi hlutföll breytast síðan eftir því hvaða vöru er verið að framleiða hverju sinni. Þar sem skrifstofupappír er í hærri gæðaflokki en dagblöð og tímarit er hann verðmætari."

Þannig að það vel hægt að endurvinna pappír í alls kyns pappírsvörur. En það er líka hægt að nota hann í landgræðslu. Í 171 tölublaði Morgunblaðsins segir frá ýmsum tilraunum í þá ættina, bls 18-19. Hvergerðingar sjóða jarðvegsgraut úr pappír í jarðgerð. Hann er sprautaður með haugsugu á jarðvegslausan jarðveg eftir að búið er að blanda í hann grasfræ. Af hverju var ekki haldið áfram með það verkefni í stað þess að brenna hann erlendis?

Í annarri grein sama tölublaðs; Græðum við landið með skolpi og sorpi?  segir að skolpið á Hvolsvelli er notað til að græða upp sanda og á Hólmavík væru sorpkassar með lífrænum úrgangi notaðir til ræktunnar í tilraunaskyni.

Nægt er skolpið, sorpið og pappírinn sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu og hægt að nota í landgræðslu á svæði Landgræðslunnar við Selvog og í Ölfusi.

Ég spurði ChatGPT að gamni hversu mikið landsvæði myndu hægðir úr mönnum, minnugur þess að forfeður notuðu þær sem skarn til að bera á túni í gamla daga, þekja ef það væri borið á landgræðslu svæði. Svarið er athyglisvert og er eftirfarandi:

Við skulum reikna út fjölda daga sem það myndi taka fyrir saur frá 400.000 manns að þekja 1 ferkílómetra miðað við forsendurnar sem áður voru gefnar:

Heildarmagn saurs framleitt á dag = 400.000 manns × 100 grömm á mann = 40.000.000 grömm á dag.

Heildarrúmmál saurs sem þarf til að ná yfir 1 ferkílómetra = 1.000.000 fermetrar × 0,01 metrar = 10.000 rúmmetrar.

Til að umreikna heildarrúmmál saurs sem þarf í lítra, margföldum við með 1000 (þar sem 1 rúmmetri jafngildir 1000 lítrum):

Heildarrúmmál saurs sem þarf = 10.000 rúmmetrar × 1000 lítrar/rúmmetra = 10.000.000 lítrar

Nú getum við reiknað út fjölda daga:

Fjöldi daga = Heildarmagn saurs sem þarf / Heildarmagn saurs framleitt á dag.


Fjöldi daga = 10.000.000 lítrar / 40.000.000 grömm/dag.

Til að breyta grömmum í lítra, gerum við ráð fyrir að þéttleiki saur sé um það bil 1 gramm/ml:

Fjöldi daga = 10.000.000 lítrar / 40.000.000 grömm/dag ≈ 10.000.000 lítrar / 40.000.000 lítrar/dag

Með því að einfalda jöfnuna finnum við:

Fjöldi daga ≈ 0,25 dagar

Þess vegna, miðað við þessar forsendur, myndi það taka um það bil 0,25 daga (eða 6 klukkustundir) fyrir saur frá 400.000 manns að ná yfir 1 ferkílómetra. Hins vegar verð ég [segir ChatGPT] að ítreka að þetta er eingöngu ímyndaður útreikningur og það er hvorki ráðlagt né hreinlætislegt að hylja svæði með saur. Ávallt skal fylgja réttum hreinlætis- og úrgangsaðferðum vegna lýðheilsu og umhverfisöryggis.

Þetta er nokkuð gott svar, en gervigreindin gleymir aldrei í svörum sínum að kenna mér lexíu, ekki gera þetta eða hitt....ekki spurði ég hvort það væri siðferðislegt eða samkvæmt hreinlætisreglum að bera hægðir á örfoka land.

Auðvitað er manninn aldrei borinn beint á jörðina, hann er fyrst meðhöndlaður eins og annað sorp sem til fellur.

 


Vindmyllur á landi eða sjó?

Það er nokkuð ljóst að miklar deilur verða alltaf um vinmyllur á landi.  Ég sá slíkar í Færeyjum, efst á fjöllum og fannst mér ekki fallegt að sjá. En Færeyingar eru nauðbeygðir til að nota vindmyllur vegna skorts á virkjunarkostum.

Vindmyllur, vegna umfang þeirra, myndu eyðileggja ímynd Íslands sem ósnortna ferðamannaparadís.  Ferðamannaiðnaðurinn skapar margfalt meira fjármagn á við raforkuframleiðslu með vindmyllum. Þarna væri verið að fórna stærri hagsmuni fyrir minni.

En í Danmörku, og fyrir þá sem hafa komið til Kaupmannahafnar, þá hafa Danir reist sínar í hafi út, ekki langt frá strandlengju Amager. Eins inn í landi.  Fyrirætlanir eru um vindmyllugarð mikinn (með gervieyju sem miðstöð) í Norðursjó, og það nokkuð langt út í hafi.

Ég væri frekar hlyntari vindmyllum í sjó en landi. En hvar slíkar vindmyllur gætu verið, er spurning.

Denmark to build island as a wind energy hub

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband