Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022

Ísland hefur verið peð í skák stórvelda síðan 1940 - Hernaðarlegt mikilvægi landsins aldrei meira

Einn ágætur bloggvinur minn kom með þá hugmynd að best væri fyrir okkur að taka upp hlutleysið aftur. Þess væri óskandi að það væri hægt og alveg í samræmi við óskir mínar. En því miður er raunveruleikinn annar.

Strax í Napóleon-stríðunum og árið 1809 var landið tekið herskyldi af reyfara og upphlaupsmanni með fámennum hópi manna. Nútímamaðurinn hlær kannski að Jörundi hundadagkonungi en þetta var ekki grín í augum samtímamanna. Svo kom 99 ára Evrópufriður frá 1815 til 1914. Ekkert reyndi á hernargildi Íslands.

Stríðið mikla í fyrri heimsstyjöld hafði gífurleg áhrif á landið og stríðsbröltið barst loks alla leið til hið "afskekkta" Íslands 1940. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.

Við reyndum hlutleysisleiðina þegar við fengum fullvelið 1918 (vorum eftir sem áður óformlega undir verndarvæng Dana) en Bretar höfðu það að engu og völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan herjum Hitlers (Íkarus áætlunin). Báðir stríðsaðilar urðu að reyna að taka landið og kapphlaup var í gangi.

Hugsa sér ef Þjóðverjar hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Sovétmenn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands. Það hefði sorðið að Bretum en það sem verra væri, barist hefði verið á landi á Íslandi, ekki bara hafinu í kring. Mannfall meðal Íslendinga óhjákvæmilegt. Nóg var samt mannfallið á hafinu í kringum Ísland.

Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og rauði herinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945. Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn (eða mætt á fund til að ræða skiptingu Evrópu með samningi), með alla Evrópu að fótum sér. Enginn samningur og engin skipting.

En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Júní 1945 hefði verið of seint fyrir Engilsaxa að fara yfir Ermasundið. Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.

Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum stórveldanna. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum (eða Bretum), ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og reynt að halda GIUK hliðunum opnum.

En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki? Það þýðir að við tökum að okkur eigin varnir með NATÓ sem bakhjarli.


Um stofnun Varnarmálaráðuneyti

Baldur Þórhallson hefur hafið á ný umræðuna um varnarmál Íslands. Almenn umræða um málaflokkinn hefur aldrei verið beisins síðan ég hóf þátttöku í henni fyrir rúmum tuttugu árum. 

Baldur er á sömu skoðun og ég að algjör sofandaháttur er gagnvart málaflokknum á Íslandi. Það geysar stríð í túnfæti Evrópu, hætta er á að nýtt stríð hefjist í Kósovó og varnargeta Evrópu í algjöru lágmarki.  Evrópuþjóðir eiga ekki einu sinni skotfæri í byssur sínar. Þjóðverjinn segist eiga skotfæri sem duga í tvo daga ef til innrásar Rússa kæmi!

Eyjan Ísland er eitt stórt skotmark í Norður-Atlantshafi og við þurfum ekki að velkjast í vafa um að það verður ráðist á landið ef til stríðs kemur. Allt kalda stríðið voru kjarnorkuvopn beind að landinu og á Keflavíkurflugvöll. Hvernig er þetta núna í dag?

Baldur kemur inn á marga góða punkta sem ég hef sjálfur vakið athygli á í gegnum tíðina. En meginspurningin er, hvers vegna er þetta skeytingarleysi?  Baldur telur upp fjögur atriði (tekið af Facebook síðu hans):

"Fernt gæti skýrt þetta skeytingarleysi.
 
Í fyrsta lagi virðist það vera tengt þeim aldagamla hugsunarhætti ,,þetta reddast“.
 
Í öðru lagi tengist þetta líklega útvistun öryggis- og varnarmála til bandalagsþjóða okkar sem hafa ekki einungist séð um varnir landsins heldur gengdu þar til nýlega lykilhlutverki í að bjarga íslenskum sjómönnum. Ráðamenn hafa talað digurbarkarlega áratugum saman um ýmsa þætti öryggimála eins og matvælaöryggi en lítið sem ekkert aðhafst. Við útvistum enn stefnumótun í varnarmálum til bandalagsríkja okkar. Það kemur glöggt fram í svörum ráðamanna þegar þeir eru spurðir að því hvort að ekki þurfi að auka varnarviðbúnað á öryggissvæðinu í Keflavík en þá vísa þeir iðulega til þess hvort að beiðnir um það hafi komið erlendis frá.
 
Í þriðja lagi þá hefur verið ríkjandi tepruskapur í umræðunni um hefðbundnar varnir landsins á síðustu árum. Ráðamenn veigra sér við að rökræða á hispurslausan hátt um hvort að efla þurfi varnir landsins. Líklega eru menn og konur brenndar eftir orrahríðina um aðildina að NATO og herstöðina á tímum kalda stríðsins. En einnig setur samsetning núverandi ríkisstjórnar strik í reikninginn. Flestir helstu talsmenn vestræns varnarsamstarfs halda aftur að sér í umræðunni og það gera einnig málsvarar Íslands úr NATO.
 
Í fjórða lagi virðast stefna núverandi ríkisstjórnar í öryggis- og varnamálum markast í meira mæli en oft áður af stefnu Vinstri grænna. Þjóðaröryggisstefnunni sem byggir meðal annars á aðildinni að NATO og varnarsamstarfi við Bandaríkin er vissulega fylgt en ekki hefur verið brugðist við gjörbreyttu landslagi varnarmála eins og helstu bandalagsríki Íslands hafa gert. Þetta kemur skýrast fram í þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni og skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. En forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs."

 

Baldur talar um þyrnirósasvefn sem staðið hefur í 100 ár. Íslendingar hafa borið ábyrgð á eigin vörnum síðan 1918. Ábyrgðinni hefur alltaf verið velt yfir á vinaþjóðir allan þennan tíma.

Svo er það praktísk atriði, hvers konar varnir viljum við hafa? Hvar eru áherslurnar? Loftvarnir? Sjóvarnir eða landvarnir? Bandaríkjamenn hafa í raun tekið þessa ákvörðun fyrir okkur en hér eru starfræktar fjórar ratsjárstöðvar. Kafbátaleit er stunduð frá landinu en þetta eru hagsmunir NATÓ, ekki endilega Íslendinga. Hvaða viðbragð höfum við ef lítill hryðjuverkahópur (gæti verið glæpahópur) fer af stað og veldur ursla? Þurfum við ekki sérsveitir til að fást við slíka hópa? Ekki getum við kallað til bandaríska dáta til skikka til í hreinu innanlandsmáli.

Svo er varnarbúnaðurinn. Baldur segir: "Í sjöunda lagi er ekkert fjallað um hvaða viðbúnað best er að hafa hér á landi. Vilja stjórnvöld leggja áherslu á loftrýmisgæslu, kafbátaleit, varnarlið, eldflaugavarnarkerfi eða stýriflaugar svo fátt eitt sé nefnt? Þurfa íslensk stjórnvöld ekki að móta stefnu hvaða varnarviðbúnað þau vilja helst hafa á landinu og taka í kjölfarið upp samtal við bandalagsríki um hvernig hægt er að koma þeim viðbúnaði fyrir?"

Við Íslendingar erum heppnir að hafa bandamenn sem segjast vera reiðubúnir að koma landinu til aðstoðar á hættutímum. En geta þeir það? Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru skotfæralausir, allar aðrar þjóðir NATÓ eiga við sama vanda að stríða.

Til er máltækið hátt hreykir heimskur sér og getur það á við um Ísland sé herlaust land og Íslendingar séu stoltir af því. Í fyrsta lagi er það heimskulegt að hreykja sig af varnarleysi (grundvallarhlutverk ríkis er að vernda borgara fyrir innri og ytri hættum) og í öðru lagi er Ísland ekki herlaust. Það eru bara aðrir dátar en íslenskir og herir sem verja landið.

 


Staða þjóðkirkjunnar í dag

Það er þannig með trú að hún er enginn námundarreikningur, annað hvort trúir maður eða ekki. Ef ekki, þá er engin trú, bara efahyggja sem er veraldarhyggja.

Svo er það stefna þjóðkirkjunnar sem stefnir beina leið niður og endar sem sértrúarhópur, allir sjá það og gera ekki neitt. Hún á ekki einu sinni málsvara á Alþingi, Sjálfstæðisflokkurinn er of upptekinn við boðskap woke menningar og leyfir niðurrif kristinnar fræðslu í skólum landsins.

Biskupar Íslands hafa reynst breiskir menn og sá þarsíðasti af kyni karla, ansi breiskur. Laga átti málið með að skipta um kyn á biskupi, en eins og með aðrar woke aðgerðir, gekk það ekki upp. Það þarf nefnilega að velja rétta persónu sem er leiðtogi, ekki eftir kyni, til að snúa skútunni við.

Þjóðkirkjan í dag virðist elta allar stefnur og kenningar, sama hversu fáranlegar og tímabundnar þær eru og vinna í raun gegn hagsmunum stofnuninnar. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir framtíð hennar.

En í stað að eltast við tískustrauma í stefnum, mætti hún samt sem áður taka aðeins til innandyra og minnast þess að kristin trú er boðunartrú. Ekki tala um þöggun um Guð, því hver er það sem á boða boðskap hans? Er kirkjan ekki að standa sig í stykkinu og sérstaklega leiðtogi hennar? Að standa í ístaðinu einu sinni gæti verið gott. Það ber enginn virðingu fyrir einhvern sem veit ekki sitt rjúkandi ráð og hleypur út og suður til að þóknast öll og þar með engum. Meiri virðing er borin fyrir þá sem er staðfastir, sem við þó kannski teljum hafi rangt fyrir sér...eða ekki. Sannfæring skiptir öllu máli.

Ef fólkið kemur ekki (og það gerir það ekki ef það fær enga fræðslu í kristinfræði í skólum landsins), þá að fara til þess, líkt og mormónar eru duglegir við. Senda trúboða út af örkinni. En ég held að Þjóðkirkjan sé orðin of mikið stofnun en lifandi trúfélag til þess. 

Kirkjan mætti svara djúpum spurningum sem menn eins og Frank Turek svarar. Hann mætir öllum, múslimum, Votta jehóva, Mormónum o.fl. og tekur rökræðuna við þessa hópa. Nútímamaðurinn er nefnilega vel menntaður og þarf dýpri svör. Og kristni getur gefið þessi svör, vegna þess að kristnir menn tóku inn háspeki fornaldar inn í kenningisetningar sínar.

Töku eitt dæmi um guðfræðing sem færir kristna trú upp á heimspeki planið og inn í nútímann. Frank Turek (fæddur nóvember 20, 1961) er bandarískur afsökunarfræðingur (e. apologist), rithöfundur, ræðumaður og útvarpsstjóri. Hann er best þekktur sem stofnandi og forseti „Kristna afsökunarráðuneytis“ - CrossExamined.org. Turek skrifaði tvær bækur (Legislating Morality and I Don not Have Enough Faith to Be an Atheist) með kristna heimspekingnum Norman Geisler. Auk þess hefur Turek skrifað tvær eigin bækur (Correct, Not Political Correct and Stealing from God).

Turek stýrir spjallþætti sem kallast CrossExamined hjá American Family Radio. Turek heldur einnig eigin sjónvarpsþætti, I Don not Have Enough Faith to Be an Atheist, sem er sýndur á NRB Network.

Sjá hér slóð um Frank Turek þar sem hann tekur rökræðuna við Votta Jehóva: Frank Turek og Votta Jehóvar

 


Eru allir íslenskir stjórnmálaflokkar gildis- og stefnulausir í dag?

Það er ekki laust við maður álykti það þegar litið er á sögu stjórnarsamstarfs síðastliðna áratuga og sérstaklega í núverandi ríkisstjórn. En hvað á ég við um gildislausa og stefnulausa stjórnmálaflokka?

Jú, þegar stjórnmálaflokkur kynnir sig til leiks, segist hann standa fyrir ákveðnum gildum. Tökum dæmi frá Samfylkingunni: gildi þeirra er jöfnuður, jafnræði, sjálfbærni og friður (það síðarnefnda er meira yfirlýsing). Jöfnuður (líklega í launkjörum og stöðu kynja sem dæmi) og jafnræði (milli einstaklinga og hópa væntanlega) eru gildi. Þetta eru mjög óljós gildi og segja enga sögu.

Tökum annað dæmi sem er kannski marktækara. VG eru með skýra stefnu.  Tökum nokkur dæmi um stefnumál:  Alþjóða- og friðarmál (friður og ekki vera í hernaðarbandalagi), atvinnumál (vinna fyrir alla?),  auðlindir hafs og stranda (í eigu þjóðarinnar), byggðamál (allt landið í byggð) og fleiri mál svo sem jöfnuður og félagslegt réttlæti (hóphyggjan uppmáluð en ákveðin grunngildi).

Hinn endinn á stjórnmálunum, myndi maður ætla, Sjálfstæðisflokkurinn, myndi styðja kristin gildi, einstaklingsfrelsi og markaðshagkerfi.

Allir þessir flokkar sparka stefnu sinni og gildum út í hafsauga um leið og gengið er til stjórnarsamstarfs. Jú, við vitum að stjórnarfyrirkomulagið á Íslandi krefst margflokkasamstarf í ríkisstjórn. Þetta er bæði frábært (hægt að mynda þjóðarstjórn í krísum) en ákveðinn akkelishæll.  Gildi og stefnur flokka útþynnast og verða að engu, sérstaklega í þriggja flokka stjórn sem er algengasta stjórnarformið hér á landi.

VG sparka hugmyndum sínum um herlaust Ísland og Ísland úr NATÓ út í móa; Sjálfstæðisflokkurinn gefur skítt í einstaklingsframtakið (t.d. í heilbrigðiskerfinu) og hækkar skatta eins og flokkurinn héti Skattflokkurinn. Þetta gerist um leið og flokkarnir fara í ríkisstjórn.

Miðflokkurinn virðist hafa sterk gildi og viðhafa íslensk gildi. En hvað gerist þegar flokkurinn er í ríkisstjórn? Mun hann varðveita gildi og stefnu sinni? A.m.k. að mestu?

Er ekki hægt að breyta stjórnarfyrirkomulaginu á Íslandi? Fá ákveðna stefnu, þegar ríkisstjórn er mynduð, annað hvort til vinstri eða hægri? Þannig að fólkið viti hvert er stefnt? Fólk veit aldrei hvað kemur upp úr pokanum eftir kosningar. Þetta finnst fólki bara vera í lagi?

Tökum dæmi. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík var örflokkur og óvinsæll í Reykjavík. Svo fekk hann nýja leiðtoga sem lofaði öllu fögru. Reykvíkingar, þótt vinstri sinnaðir eru í meirihluta, voru búnir að fá nóg af Dag B. Eggertsyni og gervihnattaflokkanna í kringum hann, og vildu fá eitthvað nýtt. Bara ekki Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn. Þeir kusu margir Framsókn, svo í miklu mæli, að hann komst i oddastöðu eftir kosningarnar. Svo var kötturinn sleginn úr tunnunni og út kom Sam-Samfylking og enn var Dagur B. Eggert við stýrisvölinn í Reykjavík og kjósendum Framsóknar í borginni til mikillar vonbrigða. En þeir verða að bíða með refsingu sína í fjögur ár og ég þori að veðja að Framsókn þurrkist út í næstu kosningum.

Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um að vilji kjósenda birtist aldrei í niðurstöðum kosninga. Þeir vilja fá hund en fá kött í staðinn.  Þetta er eitthvað sem má laga. Ný stjórnarskrá og nýtt lýðveldi gæti verið lausnin. Hvað eru Frakkar komnir með mörg lýðveldi?

Fyrsta lýðveldið, 1792-1804.

Annað lýðveldið, 1848-1852. ...

Annað heimsveldið 1852-1870. ...

Þriðja lýðveldið, 1870-1940. ...

Fjórða lýðveldið, 1946-1958. ...

Fimmta lýðveldið, 1958-nú.

Öll fjögur fyrri lýðveldin féllu vegna ákveðna ástæðna. Sem dæmi var kveikjan að hruni fjórða lýðveldisins kreppan í Algeirsborg 1958. Frakkland var enn nýlenduveldi, þótt átök og uppreisn hefðu hafið afnám landnáms. Þeir byrjuðu upp á nýtt.

Núverandi lýðveldi getur ekki staðið endalaust, sagan segir okkur það. Til þess eru samfélagsbreytingarnar of miklar og varanlegar.  Félagsleg gildi eru ekki þau sömu í dag og voru 1944 og hér er verið að gera Ísland svo glópalískt að við vitum ekki hvar þessi stefna endar (virðist vera stefnuleysa; farið þangað sem vindur blæs hverju sinni í Vestur-Evrópu). Lok lýðveldisins og íslenskrar þjóðar sem einingar?  Veit það ekki en breytingar eru í gangi, til góðs eða ills.

 

 


Afsagnarræða George Washington 1783

Inngangur

Þegar byltingarstríðinu var að ljúka voru miklar vangaveltur um að George Washington, þáverandi hershöfðingi og yfirhershöfðingi, myndi feta í fótspor fyrrverandi leiðtoga heimsins með því að sækja um æðsta vald. Sumir vildu jafnvel að hann myndi gera það í von um að hann yrði konungur nýrrar þjóðar. Samt vissi Washington að slík ráðstöfun myndi visna viðkvæmt upphaf hins nýja lýðveldis. Með því að líta til rómverska hershöfðingjans Cincinnatus sem fyrirmyndar, hafnaði Washington freistingum valdsins og sagði af sér stöðu sinni sem yfirhershöfðingi.

Það er nánast aldrei auðvelt að velja rétt og þegar Washington las ræðu sína fyrir meginlandsþingið, skalf hinn mikli stjórnmálamaður svo mikið að hann varð að halda á skinninu með tveimur höndum til að halda því stöðugu. "Áhorfendur grétu allir, og það var varla þingmaður sem lét ekki tár falla. Rödd hans hiknaði og sökk, og allt húsið fann fyrir óróleika hans."

Þegar þessu var lokið, stökk Washington út úr dyrum Annapolis-ríkishússins, steig á hest sinn og stökk í burtu inn í sólsetrið.

 

Hinn 23. desember, 1783.

Hinir miklu atburðir, sem afsögn mín var háð, höfðu lengi átt sér stað; Ég hef nú þann heiður að óska þinginu einlægar hamingjuóskir og kynna mig fyrir þeim til að gefa í hendur þeirra það traust sem mér hefur verið falið og til að krefjast eftirlátssemi við að hætta störfum í þjónustu lands míns.

Ánægður með staðfestingu á sjálfstæði okkar og fullveldi, og ánægður með tækifærið sem Bandaríkjunum gafst til að verða virðuleg þjóð, segi ég af mér með ánægju útnefninguna sem ég samþykkti með tortryggni. Tvíræði um hæfileika mína til að takast á við svo erfið verkefni, sem hins vegar var leyst af hólmi með trausti á réttmæti málstaðs okkar, stuðningi æðsta valds sambandsins og vernd himnaríkis.

Árangursrík lok stríðsins hefur sannað hinar sönnustu væntingar, og þakklæti mitt fyrir milligöngu Forsjónarinnar og aðstoðina sem ég hef fengið frá samlöndum mínum, eykst með hverri endurskoðun hinnar stórmerkilegu keppni.

Þó að ég ítreki skyldur mínar við herinn almennt, ætti ég að gera óréttlæti gagnvart mínum eigin tilfinningum að viðurkenna ekki á þessum stað sérkennilega þjónustu og ágæta verðleika þeirra herra sem hafa verið tengdir persónu minni í stríðinu. Það var ómögulegt að valið á trúnaðarmönnum til að skipa fjölskyldu mína hefði átt að vera heppnari. Leyfðu mér, herrar mínir, að mæla sérstaklega með þeim, sem hafa haldið áfram í þjónustu til þessa stundar, sem verðugir fyrirvara og verndar þingsins.

Ég tel það ómissandi skyldu að ljúka þessu síðasta hátíðlega athöfn embættislífs míns, með því að hrósa hagsmunum okkar kærasta lands til verndar almáttugum Guði og þeim sem hafa umsjón með þeim, til heilagrar varðveislu hans.

Eftir að hafa lokið því verki sem mér var úthlutað, hætti ég í hinu mikla leikhúsi Aðgerða; og með ástúðlega kveðju til þessa ágústlíkama, sem ég hef svo lengi starfað undir, býð ég hér umboðið mitt og tek leyfi frá öllum störfum hins opinbera.


Jólahátíð - Aðfangadagur

Aðfangadagur jóla er hátíðardagur í kristinni trú. Orðið aðfangadagur mun að líkindum vera þýðing á gríska orðinu parasceve (undirbúningur) sem notað var um daginn fyrir páskahelgina, þ. e. föstudaginn langa. En er núorðið eiginlega aðeins haft um 24. desember en það er dagurinn fyrir jóladag og því nefndur svo. Aðfangadagur páska og aðfangadagur hvítasunnu voru einnig áður fyrr nöfn á laugardögum fyrir þessa helgidaga.
 
Samkvæmt hátíðadagatali Íslensku þjóðkirkjunnar er Aðfangadagur jóla ekki sérstakur hátíðisdagur. Hann markar lok aðventu eða jólaföstu og kl. 18.00 hefst jóladagur. Ástæðan fyrir þessu er, að í stað þess að miða upphaf dags við sólarlag, eins og Gyðingar, fastsettu kristnir menn upphaf daga við miðjan aftan og lifir það í hátíðadagatalinu. Íslendingar fylgja þessu enn hvað jólin snertir.
 
Gleðileg jól!

 


Ræða Alexanders mikla, úr Herferð Alexanders

Inngangur

Árið 335 f.Kr. hóf Alexander mikli herferð sína til að endurheimta fyrrum grískar borgir og stækka heimsveldi sitt. Eftir tíu ára ósigraða bardaga stjórnaði Alexander heimsveldi sem innihélt Grikkland, Egyptaland og það sem hafði verið hið gríðarmikla Persaveldi.

Það var ekki nóg fyrir Alexander. Hann ákvað að halda áfram landvinningum sínum til Indlands. En eftir tíu ára bardaga og að vera að heiman svo lengi skorti menn hans vilja til að taka þátt í frekari bardögum, einkum gegn andstæðingi eins og Porus konungi og her hans. Alexander notaði ræðuhæfileikann sem hann hafði þróað með sér meðan hann var í námi undir stjórn Aristótelesar til að gefa mönnum sínum þá hvatningu sem þeir þurftu til að halda áfram, berjast og sigra.

Ræðan

Ég tek eftir því, herrar mínir, að þegar ég reyni að leiða yður í nýtt verkefni, þá fylgið þér mér ekki lengur með gamla anda ykkar. Ég hef beðið ykkur að hitta mig til að við getum komist að ákvörðun saman: eigum við, samkvæmt mínum ráðum, að halda áfram eða, samkvæmt ykkar, að snúa til baka?

Ef þið hafið einhverja kvörtun um árangur af viðleitni ykkar hingað til, eða um sjálfan mig sem yfirmann þinn, þá er ekki meira að segja. En ég minni ykkur á: Með hugrekki ykkar og þreki hafið þið eignast Jóníu, Hellissund, bæði Frýgíus, Kappadókíu, Paphlagóníu, Lýdíu, Karíu, Lýkíu, Pamfýlíu, Fönikíu og Egyptaland; Gríski hluti Líbíu er nú ykkar, ásamt stórum hluta Arabíu, láglendi Sýrlands, Mesópótamíu, Babýlon og Súsía; Persíu og Medíu ásamt öllum þeim svæðum sem þau höfðu áður stjórnað eða ekki eru í ykkar höndum. þið hafið gert ykkur að herrum yfir löndunum handan Kaspíuhliðanna, handan Kákasus, handan Tanais, Bactríu, Hýrkaníu og Hýrkaníu hafið; við höfum rekið Skýþa aftur út í eyðimörkina; og Indus og Hydaspes, Acesines og Hydraotes streyma nú um land sem er okkar. Með öllu þessu áorkað, hvers vegna hikið þið við að útvíkka vald Makedóníu - vald ykkar- til Hyphasis og ættkvíslanna hinum megin? Eruð þið hræddir um að nokkrir innfæddir sem enn eru eftir muni bjóða fram andstöðu? Komið, komið! Þessir innfæddir gefast annaðhvort upp án mótspyrnu eða eru gripnir á flótta - eða yfirgefa land sitt óvarið fyrir ykkur; og þegar vér tökum það, þá gerum vér það gjöf til þeirra, sem hafa gengið til liðs við okkur af frjálsum vilja og berjast með okkur.

Því að maður sem er maður hefur verka að vinna, að minni trú, ef því er beint að göfugum markmiðum, engan hlut umfram sjálft sig; Engu að síður, ef einhver ykkar vill vita hvaða takmörk mega vera sett á þessa tilteknu herferð, vil ég segja ykkur að landsvæðið sem er enn á undan okkur, héðan til Ganges og austurhafsins, er tiltölulega lítið. Þú munt án efa komast að því að þetta haf er tengt Hykranían haf , því að hafstraumurinn mikli umlykur jörðina. Ennfremur skal ég sanna fyrir ykkur, vinir mínir, að Indlands flói og Persaflói og Hyrkaníuhaf eru öll þrjú tengd og samfelld. Skip okkar munu sigla um frá Persaflóa til Líbíu allt að Herkúlesar stólpum, þaðan sem öll Líbýa í austurátt mun brátt verða okkar, og öll Asía líka, og að þessu heimsveldi verða engin landamæri nema það sem Guð hefur sjálfur skapað, fyrir allan heiminn.

En ef þið snúið nú til baka, þá munið eftir ósigraðar margar herskáar þjóðir milli Hyphasis og austurhafs, og margar fleiri til norðurs og Hyrkanían sjávar, með Skýþum líka, ekki langt í burtu; þannig að ef við drögum okkur út núna er hætta á að landsvæðið sem við höfum enn ekki tryggilega yfirhöndina geti hrært til uppreisnar af einhverri þjóð eða annarri sem við höfum ekki enn þvingað til undirgefni. Ef það gerist mun allt sem við höfum gert og þjást vegna hafa reynst árangurslaust - eða við munum standa frammi fyrir því verkefni að gera það aftur frá upphafi. Herrar frá Makedóníu, og þið, vinir mínir og bandamenn, þetta má ekki vera. Standið fastir fyrir; því að þið vitið vel að erfiðleikar og hætta eru dýrðarverð, og að ljúfur er ilmurinn af lífi hugrekkis og dauðalausrar frægðar handan grafar.

Eru þið ekki meðvitaðir um að ef Herakles, forfaðir minn, hefði ekki farið lengra en Tíryns eða Argos - eða jafnvel en Pelópskass eða Þebu - hefði hann aldrei getað unnið þá dýrð sem breytti honum úr manni í guð, raunverulegan eða augljósan? Jafnvel Díónýsos, sem er sannarlega guð, í vissum skilningi umfram það sem á við um Herakles, stóð frammi fyrir ekki fáum erfiðum verkefnum; enn við höfum gert meira: við erum komin út fyrir Nysa og höfum tekið Aornos-bergið sem Herakles sjálfur gat ekki tekið. Komið þá; bætið restinni af Asíu við það sem þið eigið nú þegar - smá viðbót við mikla summan af landvinningum ykkar. Hvaða miklu eða göfugu verki hefðum við sjálf getað áorkað ef við hefðum talið það nóg, að búa vel í Makedóníu, aðeins til að gæta heimila okkar og sætta sig ekki við neinar byrðar umfram það að stöðva ágang Þrakíumanna á landamæri okkar, eða Illýra og ættbálka, eða kannski slíkir Grikkir sem gætu reynst ógn við þægindi okkar?

Ég hefði ekki getað sakað ykkur um að vera fyrstir til að missa kjarkinn ef ég, yfirmaður ykkar, hefði ekki tekið þátt í þreytandi göngum yðar og hættulegum herferðum yðar; það hefði verið nógu eðlilegt ef þið hefðu unnið alla vinnu til að aðrir uppskeru launin. En svo er ekki, þið og ég, herrar mínir, höfum deilt vinnunni og deilt hættunni og verðlaunin eru okkur öllum til handa. Hin sigraða landsvæði tilheyrir yður; úr ykkar röðum eru landstjórar þess útvaldir; þegar meiri hluti fjársjóðs þess fer í þínar hendur, og þegar öll Asía er yfirbuguð, þá mun ég sannarlega ganga lengra en það eitt að fullnægja metnaði okkar: ýtrustu vonir um auð eða völd, sem hver og einn yðar þykir vænt um, mun verða langt umfram það, og hver sem vill heim aftur mega fara, annaðhvort með mér eða án mín. Ég mun gera þá sem eftir standa að öfund þeirra sem snúa aftur.

Heimild: 

S. Arkenberg, Dept. of History, Cal. State Fullerton.

 


Pandora boxið er opið - næsta stríð í Evrópu í Kósovó?

Spenna eykst á milli Serba og albanskra stjórnvalda í Kosovo, í suðausturhluta Evrópu, í tengslum við deilur um númeraplötur bíla.

Óttast er að ofbeldi á milli Serba og Albana geti blossað upp aftur, 23 árum eftir Kosovo-stríðið. Hér koma nokkrar staðreyndir áður en pælt er í stöðunni:


Hvar er Kósovó og hverjir búa þar?

Kosovo er lítið landlukt land á Balkanskaga og á landamæri að Albaníu, Norður Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu.

Margir Serbar telja landsvæðið fæðingarstað þjóðar sinnar.

En af þeim 1,8 milljónum sem búa í Kósovó eru 92% Albanir og aðeins 6% Serbar. Restin eru Bosníakar, Góranar, Tyrkir og Rómafólk (sígunar er gamla heitið).

Hvernig fékk Kosóvó sjálfstæði?

Eftir upplausn Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar leitaði Kósovó - hérað í fyrrnefnda landinu - eftir eigin sjálfstjórn og sjálfstæði.

Serbía brást við með aðgerðum gegn albönskum þjóðernissinna sem óskuðu eftir sjálfstæði. Þessu lauk árið 1999, með sprengjuherferð NATO gegn Serbíu, milli mars og júní en ráðist var á innviði Serbíu.

Serbneskar hersveitir drógu sig frá Kósovó - en fyrir marga Kosóvó-Albana og Kosóvó-Serba hefur deilan aldrei verið leyst.

Kósovó-herinn undir forystu NATO (KFor) hefur enn aðsetur í Kósovó, með núverandi styrkleika  upp á 3.762 manns.

Árið 2008 lýsti Kósovó einhliða yfir sjálfstæði

Alls viðurkenna nú 99 af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Kósovó, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og 22 af 27 ESB-ríkjum.

En Rússland og Kína, sem gera það ekki, hafa hindrað aðild Kósovó að SÞ.  Og Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur heitið því að Serbía myndi aldrei viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt land.

Hvorki Kósovó né Serbía eru í ESB en Serbía hefur verið umsóknarríki ESB síðan 2012. Kosovo gaf til kynna að það myndi vilja sækja um aðildi fyrir árslok 2022.

Deilur um bílnúmeraplötur

Samskipti milli minnihlutahóps Serba og stjórnar Kosóvó hafa verið stirð allar götur síðan. Stjórnvöld í Kósovó vildu láta þá sem eru í meirihluta þjóðernissvæða Serba skipta út serbneskum bílnúmerum sínum fyrir númeraplötur frá Kósovó.

Um 50.000 manns á þessum slóðum neituðu að nota Kósovó númeraplötur þar sem þeir viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó.

Á sumrin lokuðu þjóðernis-Serbar í norðurhluta Kósovó, sem liggur að Serbíu, vegi og sumir karlmenn skutu skotum í mótmælaskyni. Afleiðingin var að stjórnvöld í Kósovó frestuðu innleiðingu nýju reglnanna. ESB hafði milligöngu um samkomulag milli tveggja aðila, sem draga á úr spennunni.

Samkvæmt samningnum mun Kósovó falla frá áætlun sinni um að sekta handhafa serbneskra númeraplötur og Serbía mun hætta að gefa út skráningar með upphafsstöfum bæja í Kósovó.

Frekari óeirðir urðu hins vegar vegna handtöku fyrrverandi serbneskra lögreglumanns 10. desember í norðurhluta Kósovó. Lögreglan á staðnum skiptist á skotum við óþekkta hópa. Þetta er staðan í dag. Rússar eru gamalgrónir bandamenn Serba og þeir síðarnefndu hafa neitað að setja viðskiptaþvinganir á Rússland í kjölfar innrásar þess í Úkranínu. Rússland gæti blandast í deilurnar og jafnvel tekið þátt í stríði ef það brýst út.

Óábyrgur stuðningur Íslands við sjálfstæði héraðsins Kosóvó?

Það kemur ekki á óvart að taglnýtingar á Alþingi Íslands hafa viðurkennt sjálfstæði Kósovó samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Íslendingar hafa ekki stundað sjálfstæða utanríkisstefnu síðan í þorskastríðunum enda varðaði það beint hagsmuni Íslands og þegar Eistrasaltsríkin sóttu eftir sjálfstæði (að frumkvæði eins manns, Jóns Baldvins Hannibalssonar).

Annars hafa íslenskir stjórnmálamenn fylgt í blindni fordæmi annarra Vestur-Evrópuríkja í öllum meginmálum og jafnvel þegar það er gegn hagsmunum Íslands eins og frægt var í Icesave málinu en snillingarnir á Alþingi ætluðu á sínum tíma að viðurkenna ítröstu kröfur Breta (alltaf eru þeir að níðast á smáþjóðinni Ísland) og annarra þjóða. Beittu meira segja hryðjuverkalög gegn Íslandi. Íslenska þjóðin þurfti að rísa á afturfæturnar og fá forseta Íslands í lið með sér til að stöðva þann ófögnuð.

Af hverju gæti stuðningur Alþingis við kröfum Kósovómanna verið óábyrgur? Jú, eins og ég hef komið inn á hér á blogginu, eru landamæri Evrópuríkja eins og bútasaumur, með síbreytilegum landamærum. Landabréfakort duga ekki lengur en í mesta lagi 50 ár. Margar Evrópuþjóðir eru óánægðar með sín landamæri og jafnvel innan ríkjanna, vilja mörg héruð fá sjálfstæði. Dæmi, Baskahéraðið, Katalónía, Belgía er tvískipt de factó, Írland er skipt í tvennt o.s.frv.

Það er búið að opna box Pandóru með stríðinu í Úkranínu og enginn veit hvað kemur upp úr því. Íslendingar ættu að stíga varðlega til jarðar, sérstaklega þegar þeir vita ekki hvað það er að eiga landamæri við önnur ríki. Myndum við sætta okkur við að Vestmannaeyjar yrðu ekki lengur hluti af Íslandi? Ekki langsótt, því að Danakonungur leit lengi vel á eyjarnar sem persónulega eign og talaði um Ísland og Vestmannaeyjar eins og tvær aðskyldar eyjar.

"Rétt eftir 1400 komust Vestmannaeyjar í einkaeign Noregskonungs og síðar Danakonungs þegar Noregur fór undir Danmörku. Í skýrslu Hannesar Pálmasonar hirðstjóra frá árinu 1425 segir meðal annars: „Við Ísland liggur eyja nokkur nefnd Vestmannaey. Hún lýtur með sérlegum rétti beint undir Noregskonung, svo að hann er þar algjörlega alráður.“ Eyjarnar voru sérstakt lén og ríktu þar jafnvel önnur lög en á Íslandi. Vestmannaeyjar voru í konungseign út allar miðaldir til ársins 1874 og voru þær alla tíð stærsta tekjulind krúnunnar," segir á vef Heimaslóðar.

Ég held að Íslendingar ættu að minnsta kosti að sitja hjá í erfiðum landamæradeilum Evrópuríkja, við höfum engar forsendur né skilning á þessu deilum. Hættum að vera taglnýtingar annarra þjóða og stundum sjálfstæða utanríkisstefnu, eða erum við ekki sjálfstæð þjóð?


Hnignun og fall Evrópu?

Ég hef skrifað hér greinar af falli Rómaveldis. Nú er Evrópa á svipuðum tímapunkti og hápunktur Rómaveldisins og það leiðir hugann að því hvort við séum að fara í gegnum svipaða þróun (sagan endurtekur sig aldrei alveg eins en svipaðir hlutir gerast).

Ég rakst á ágæta grein eftir Graham Pinn: Decline and fall of the West

Ég ætla að birta greinina í lauslegri þýðingu. Kannski að ég reki kenningar nokkurra gagnrýnenda vestrænnar menningar í greinum hér á blogginu, ef ég nenni.

Hér kemur greinin:

"Sagan segir okkur að siðmenningar og heimsveldi eru skammvinn. Líkt og egypska siðmenningin gætu þau varað í þúsundir ára eða, eins og hið víðfeðma mongólska heimsveldi, verið horfið á innan við 200 árum.

Nýjasta bók Douglas Murray, The War on the West, greinir frá hnignun siðmenningar okkar sem átti uppruna sinn í Grikklandi, þúsund árum fyrir fæðingu Krists. Stofnun borgarinnar Róm í Pontine-mýrunum leiddi til falls Grikklands að lokum og í kjölfarið dreifðist rómversk yfirráð frá Bretlandi í norðri, í gegnum til Norður-Afríku og hluta Miðausturlanda.

Árangur þess var að hluta til vegna tímasetningar.

Rómverska gnægtartímabilið, framleiddi gnægð af mat sem leyfði tíma fyrir uppbyggingu innviða, með vegum, áveitu og hreinlætisaðstöðu, arkitektúr, listum og háþróaðri stjórn. Í hjarta þess var voldug, öguð hernaðarvél.

Hnignun þess í kjölfarið hefur verið skýrð af margvíslegri þróun: breytingin á loftslagi leiddi til aukins matarskorts, kristni hafi grafið undan mörgum menningarlegum meginreglum sínum, spilling og hnignun hófst og síðan réðust norðurhjörðin inn. Farsóttir spiluðu líka stóran þátt í fallinu en ekki síðan ekki síst skipting veldisins sinn í tvo menningarhluta.

Edward Gibbon, í klassískum bókaflokki sínum, The Decline, and Fall of the Roman Empire, rekur hnignunina til „missis á borgaralegri dyggð“.

Eftir 700 ár (eða lengur, eftir því hvar við látum upphafið hefjast) hrundi heimsveldið og sigursælir ættbálkar Gota og Vandalar ráku smiðshöggið á falli Rómar. Austurhelmingurinn hélt áfram sem Býsansveldi í 1000 ár í viðbót áður en Tyrkjaveldi yfirbugaði það, sem aftur stóð fram til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Róm skildi eftir sig arfleifð tungumála með latínu sem uppruna sinn í Frakklandi, Spáni og Ítalíu ásamt vegum, vatnskerfum og byggingarlist sem að miklu leyti lifir enn í dag.

Mikilvægt er að það arfleiddi einnig gríska hugtökin um lýðræði. Loftslag kann að hafa aftur haft áhrif á hnignun siðmenningar, með tímabil lækkandi hitastigs sem kallast myrku miðaldirnar. Evrópa var yfirbuguð af stríði, drepsóttum og hungri og við tóku svokallaðar myrku miðaldir.

Annað tímabil loftslagsbreytinga tók við sem kallast miðalda hlýnunartímabilið. Það var tengt meiri matvælaframleiðslu, sem leyfði upprisu menningar og lærdóms á endurreisnartímanum. Vestræn menning var enduruppgötvuð, sem leiddi til tímabils evrópskra heimsvelda þar sem heimsveldi voru skorin út, breiddist út til Ameríku og til austurs allt til Kína.

Með snemma upptöku lýðræðislegrar ríkisstjórnar tókst Bretlandi að forðast mikla pólitíska ókyrrð sem hafði áhrif á sum Evrópulönd. Snemma upptaka hennar á iðnbyltingunni og fjárfesting hennar í stærsta sjóher heims gerði heimsveldi þess kleift að breiðast út; undir lok 19. aldar var það ráðandi í heimsverslun og fjármálum. Í kjölfarið tæmdu tvær heimsstyrjaldir evrópska fjárhagslegan, andlegan og "líkamlega" styrkleika sinn, og þá grófu innflytjendur undan félagslegri samheldni þeirra. Völd heimsins færðust til vestrænna Ameríku þar sem það er farið að líta sífellt öflugurra út.

Jacob Bronowski fjallaði í hinni frægu þáttaröð sinni The Ascent of Man frá 1970 um þróun listar, vísinda og mannkyns; innifalið í einum kafla var línurit sem sýndi uppgang og fall siðmenningar, þar sem hver þeirra fylgdi fyrirsjáanlegu mynstri veldisvísis hækkunar, með náðu hámarki, fylgt eftir með hörmulegu hruni í stjórnleysi. Titill seríunnar var byggður á einni af bókum Charles Darwins, The Descent of Man, sem lýsti uppruna okkar frá öpum.

Margir sagnfræðingar hafa á sama hátt tjáð sig um hverfult eðli samfélaga, sífellt eru merki þess að vestræn menning okkar hafi náð tímamótum. Þáttaröð Bronowskis skjalfesti margs konar heimsveldi sem höfðu fallið í gegnum stríð, sjúkdóma eða hnignunar sem leiddi til borgarastyrjaldar. Það eru truflandi merki um að „fimmta herdeildin“ sé nú þegar að reyna að grafa undan límið sem heldur siðmenningu okkar saman trúarbrögð, fjölskyldueining, hefðir og menning eiga undir högg að sækja; það sem áður var kallað siðferðislegur órói er orðið ásættanlegt, jafnvel hvatt til.

Þessi svipuðu vandamál eru útbreidd, sambærileg endurtekning á sér stað í Ameríku, Evrópu, Bretlandi og Ástralíu.

Hegðunarmynstrinu var fyrst lýst af bandaríska geðlækninum Elisabeth Kubler-Ross í tengslum við sorgina í kringum dauða eða missi. Stig afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og viðurkenning eru það sem mörg lönd ganga í gegnum þegar fyrri sess þeirra í heimsskipulaginu fjarar út. Talið er að Bretland sé á fimmta stigi en Ameríka og Ástralía eru kannski enn á þriðja stigi.

Hin vestræna kanóna hefur byggst á kristni, hjónabandi, eignarrétti, málfrelsi og lýðræði; á meðan þróun þess hefur komið frá hægfara breytingum á siðferðilegum stöðlum. Afnám þrælahalds, bætt réttindi kvenna, kynfrelsi og afnám kynþáttamismununar hafa þróast á síðustu 200 árum á Vesturlöndum. Með þessari þróun hafa hefðbundin áhrif kristninnar minnkað úr 70 prósentum í um 40 prósent og líkurnar á að pör giftist hafa minnkað úr 80 prósentum í um 15 prósent.

Douglas Murray sagði í bók sinni The Slow Death of Europe að þrátt fyrir að jafnrétti hafi náðst á öllum þessum sviðum krefst aktívismi enn frekari breytinga, breytingar sem eiga að grafa undan menningu okkar. Nýjasta bók hans The War on the West lýsir fimmta herdeildinnni að verki í okkar eigin samfélagi.

Innifalið í þessum kröfum er sú skoðun að allir fyrri atburðir ættu að skoðast í gegnum prisma nútíma siðferðis. Í öfgafullri mynd felur það í sér að atburðir og einstaklingar sem áður uppfylltu ekki þessi viðmið ættu að vera dæmdir af stöðlum nútímans og „hætta við“. Vestræn ríki hafa talið sig þurfa að biðjast afsökunnar á fortíð sinni og hefur tekið á sig sekt umheimsins. Þetta lýsir sig best í móttöku faraldsfólks og mannúðaraðstoð í öðrum heimsálfum, að við berum ábyrgð ekki t.d. ríkisstjórn viðkomandi ríkis.

Þessi ævarandi krafa um afsökunarbeiðni hefur grafið enn frekar undan siðferði samfélagsins og grunnhefð þess. Það er lítil viðurkenning á kostum vestræns lífsstíls í samanburði við aðra menningu eða stjórnkerfi; fjölmenning bendir í auknum mæli til þess að allir aðrir menningarheimar séu æðri. Þar sem ólöglegir innflytjendur hafa breytt þjóðernisjafnvæginu í Evrópu hratt, hafa hefðbundin gildi grafið enn frekar undan skort á aðlögun.

Utanríkislönd hafa, með leyfi samfélagsmiðla, bætt olíu á eldinn með falsfréttum og falsvekjandi hneykslun. Einræðisríki sjá árangur þessarar sjálfseyðingar og nota veikleika Vesturlanda til að kynda undir málstað sínum. Samsæriskenningar grafa undan trú okkar á stjórnvöld og lýðræði, þessar aðferðir munu bara aukast eftir því sem snjöll tækni gerir lygarnar trúverðugri.

Á meðan Vesturlönd stunda diplómatíu hefur Kína tekið þátt í yfirtöku á Hong Kong og Suður-Kínahafi. Hvort tveggja stafar af aðgerðaleysi Vesturlanda. Kommúnistinn „partner in crime“, Rússland, er á sömu leið. Eftir að hafa náð árangri á Krím hefur það flutt sig til Úkraínu og inn í Kasakstan. Á hinum væng öfganna eru hægri sinnuð einræðisríki einnig í uppsiglingu í Suður-Ameríku.

Í Ástralíu ýkti fyrirspurnin um stolnu kynslóðina umfang og alvarleika illrar meðferðar á liðnum tímum, á sama tíma og hún hunsaði svipaða sögulega misnotkun hvíta á hvítum. Þvinguð ættleiðing var einu sinni talin eðlileg venja fyrir þá sem fæddust utan hjónabands. Þetta er ekki lengur ásættanlegt hér, en í mörgum löndum enn þann dag í dag getur barn sem fæðist utan hjónabands leitt til dauðadóms yfir móðurina. Fyrir tvö hundruð árum síðan var kristin Evrópa fyrsta svæðið til að banna þrælahald. Það er viðvarandi í sumum löndum, en það er aðeins Vesturlöndum að kenna, þrátt fyrir að það sé alþjóðlegt fyrirbæri.

Mótmælin um Black Lives Matter leiddu til þess að líf margra svartra og fyrirtæki þeirra töpuðust. Tölfræði staðfestir ekki fullyrðingar um landlægan rasisma eða lögregluofbeldi í vestrænum samfélögum. Marxistasamtökin sem kynna þessa dagskrá viðurkenna að fall kapítalískra samfélaga sé endanlegt markmið þeirra og ásakanir um kynþáttafordóma eru aðferð þeirra.

Kvenfrelsi var fyrst innleitt á Vesturlöndum, en það er enn ekki viðurkennt í íslömskum lögum. Kvenréttindahreyfingunni hefur verið rænd af orðræðu um „eitraða karlmennsku“ dagskránni, og í kjölfarið af málefnum transfólks. Kvartanir um launakjör (sem lögbundið er til jafns beggja kynja), stöðuhækkunarhorfur og áreitni á vinnustað hvetja til óánægju. Tilkomumikilar kannanir eru afbakaðar til að segja frá útbreiddri nauðgunarmenningu, með alls staðar kvenfyrirlitningu. Lýsing á hjónabandinu sem þrælahaldi og uppgangur einstæðs foreldra hafa valdið sífellt óvirkari fjölskyldusamböndum, sem grafa undan hefðbundinni fjölskyldueiningu sem er grunnur samfélags okkar.

Í auknum mæli leiða fjárhagsvæntingar til þess að báðir foreldrar (ef þeir eru tveir) vinna og hafa minni tíma til að verja börnum sínum.

Aðgerðir minnihlutahópa, sem teljas sig byggja á jöfnuði, fjölbreytileika og aðgreiningu, notar dagskrá sína til að banna hvaða skoðanir sem þeir eru ósammála. Aukið róf kynferðislegrar fjölbreytni stuðlar að kröfum sífellt smærri hópa, sem verða að hafa forgang fram yfir gagnkynhneigða í meirihluta. Andófi er mætt með persónuleikamorðum, frekar en rökræðum; lögin, og þeir sem framfylgja þeim, verða í auknum mæli fyrir misnotkun. Hnignun trúarbragða hefur leitt til þess að loftslagsbreytingar, Black Lives Matter og #MeToo gervitrúarbrögð hafa komið í stað þeirra, en tilkoma kóvid hefur enn frekar truflað eðlileg samskipti og lagt áherslu á öfgakenndar skoðanir.

Ævarandi áróðurinn frá samfélagsmiðlum er styrktur af aktívistískri skólanámskrá þar sem ungt fólk eyðir sífellt meiri skjátíma í ósíuðum upplýsingum. Uppsöfnuð áhrif krafna um afsökunarbeiðni eru til þess fallin að hvetja nemendur til neikvæðs sjálfsvirðingar og þunglyndis. Sálfræðileg vandamál, átröskun og sjálfsvíg eru að aukast á meðan og takmarkanir kóvid hafa reynst óyfirstíganlegar fyrir suma. Þrátt fyrir aukið fjármagn til menntunar halda læsi staðlar  áfram að lækka þar sem grunnatriði málsins eru hunsuð til að einbeita sér að félagslegum athugasemdum. Nýleg könnun meðal fullorðinna í Tasmaníu sýndi að þrátt fyrir 12 ára skólagöngu voru 50 prósent nemenda ólæsir við lok skólagöngunnar.

Þegar það hættir í skóla hefur ungt fullorðið fólk brenglaða hugmynd um gildi sín og hvað samfélagið skuldar þeim; það er vel meðvitaðir um rétt sinn en hafa ekki hugmynd um ábyrgð. Eftirvæntingarstig þeirra þýðir að það býst við jöfnum árangri frekar en jöfnum tækifærum sem það hefur hunsað. Það hefur enga þekkingu á sögu eða skuldinni sem það skulda þeim sem hafa misst líf sitt til að vernda frelsi sitt. Endurskoðun á áströlsku skólanámskránni leiddi í ljós skortur á gyðing-kristnum siðferði sem hafði verið skipt út fyrir gagnrýna kynþáttakenningu og fórnarlambshyggju. Ummæli fyrrverandi forsætisráðherra Joan Kirner hafa orðið að veruleika, „Menntun verður að vera hluti af sósíalískri baráttu, frekar en tæki kapítalíska kerfisins."

Þessi réttindatilfinning, sem oft er tengd iðjuleysi, þýðir að sífellt fleiri borgarar hafna einföldum störfum og ætla sér velferðarlíf; þeir hafna því að tína ávexti eða bíða við borðið, byrjunin á því að þróa vinnusiðferði. Hugmyndin um velferðarstuðninginn, upphaflega tímabundinn stuðningur í gegnum erfiða tíma, er í auknum mæli lífsstílsval margra kynslóða. Martin Luther King sagði einu sinni: „Ef maður hefur hvorki vinnu né tekjur hefur hann hvorki líf né frelsi né leit að hamingju. Hann er bara til." Þetta leiðir í auknum mæli til lífs óánægju, eiturlyfjanotkunar, glæpa og fangelsisvistar.

Á hinum enda aldursbilsins er hefðbundin skylda um að annast vaxandi fjölda aldraðra í auknum mæli felld undir ríkinu og leysir þá fjölskylduna sem kvartar þegar umönnunin er ábótavant. Fleiri taka frá samfélaginu og færri leggja sitt af mörkum og sumir muna eftir því sem JFK sagði einu sinni: „Það er ekki það sem landið þitt getur gert fyrir þig, það er það sem þú getur gert fyrir landið þitt."

Núverandi heimsfaraldur kóvid hefur verið notaður til að gefa í skyn að kapítalismi sé að mistakast, að loftslagsbreytingar séu afleiðing hans og að „mikil endurstilling“ (kóði fyrir endurdreifingu auðs) sé nauðsynleg. Ef þetta er endalok siðmenningar okkar, eins og Bronowski lagði til áður, telja nýmarxistar að efnahagshrun muni fljótlega fylgja í kjölfarið, en hvaða kostir gætu komið í staðinn? Vissulega er valið ekki aðlaðandi. Verðum við að læra af Kóraninum eða Das Kapital? Kantónistar er nú að leita að líklegasta valkostinum."

Þetta eru orð Ástralans Graham Pinn og þótt Ástralía sé hinum megin á hnettinum, er landið vestrænt í einu og öllu og þessi orð eiga við okkur hin í Evrópu og Ameríku.

En er Ísland ekki hluti af þessari þróun? Eða kemur umheimurinn ekki til Íslands? Sumir hafa kannski ekki orðið varir við það en það er menningarstríð í gangi í hinum vestræna heimi. Ef til vill er rætt um það í íslenskum háskólum, en svo sannarlega ekki í hinni almennu umræðu, nema málið skýst upp á yfirborðið endrum og sinnum. Svo koma andmælendur núverandi stefnu, menn eins og Jordan Peterson, og menn skynja (þeir sem eru á vinstri kantinum) að slíkir menn eru hættulegir og reyna að tala þá niður.

Er orðræðan hér ekki sú sama og annars staðar í Evrópu? Hefur íslenska stjórnmálaelítan ekki farið í gegnum íslenska háskóla sem boða sömu nýmarxísku stefnu og í hinu vestrænu háskólunum? Má ekki þegar sjá áhrifina í íslenskri löggjöf og breytingu á íslenskri menningu?

Eigum við, hjálendan fyrrverandi, að taka á sig meinta sektarkennd Evrópu og fylgja fordæmi Evrópuríkja í einu og öllu? Hvað ef Evrópa er á rangri vegferð? Er nokkuð undarlegt að við séum á sömu vegferð og önnur vestræn ríki og munu gera sömu mistök og þau, þótt saga okkar sé gjörólík annarra Evrópuríkja? Vantar ekki umræðuna eða er stjórnmálaelítan (og fjölmiðlastéttin sem hefur sama menntunar bakgrunn og hún) ekki bara orðin of einsleit, til að umræða geti átt sér stað? Andstæðingurinn bara ekki til nema einstaka raddir sem "röfla" út í bæ? Ekki getur það verið gott fyrir lýðræðið ef aðeins ein rödd heyrist en það er í kjarnanum kór mismunandi radda.


Saga Útvarps sögu - stöð sem hefur þurft að berjast fyrir tilveru sinni

Ég ætla að byrja á að rekja sögu stöðvarinnar en heimild mín er Wikipedían hinn íslenska:
 

"Útvarp Saga er frjáls og óháð íslensk útvarpsstöð sem byggir dagskrá sínna nánast eingöngu á talmálsdagskrá 24. tíma á sólarhring.

Útvarp Saga var stofnuð árið 1999 af Norðurljósum sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar athafnarmanns. Í upphafi var dagskrá stöðvarinnar lögð undir íslenska tónlist. Stefnunni var umbreytt árið 2002 þegar Útvarp Saga varð að talmálstöð. Árið 2003 keypti starfsfólkið Ingvi Hrafn Jónsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Sigurður G. Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson stöðina af Norðurljósum.

Árið 2003 stóð Arnþrúður eftir ein sem eigandi stöðvarinnar, eftir að hafa keypt þá félaga út úr félaginu. Arnþrúður hefur verið 100% eigandi í tæpa tvo áratugi og er að hefja 20. starfsárið sitt sem útvarpsstjóri. Arnþrúður Karlsdóttir er ein kvenna á Íslandi sem hefur verið eigandi og rekið ljósvakamiðil.

Deilur hafa gjarnan verið í kringum Útvarp Sögu, bæði hvað varðar dagskrá og rekstur. Þá hefur Útvarp Saga staðið í deilum við Póst- og fjarskiptastofnun um útsendingartíðni. Árið 2019 var Arnþrúður dæmd til að greiða 3,3 milljónir auk dráttarvaxta til aðdáanda stöðvarinnar. Deilt hafði verið um hvort fjármunir sem Arnþrúður fékk hefði verið styrkur eða lán."

Það sem hefur einkennt stöðina, þrátt fyrir augljósan hægri halla, en þeir útvarspsmenn og þulir sem starfa hafa á stöðinni teljast til hægri ef marka má orð þeirra sjálfra. Stöðin sjálf segist vera frjáls og leyfir allar raddir að tjá sig. Sumir hafa ekki þolað þetta frelsi og var útvarpsstöðin eitt sinn kærð fyrir ummæli í innhringingatíma og fór málið fyrir dómstóla. Saga vann málið. Allir stjórnmálamenn sem vilja, sama hvaða flokk þeir tilheyra geta komið í viðtal á stöðunni, til vinstri eða hægri. Hún nýtur því töluverðrar virðingar þess vegna.

Stöðin hefur sinn dyggja aðdáendahóp, sumir hringja inn daglega árum saman. Líklega er meðalaldur þeirra sem hlusta í hærri kantinum en það er kannski ekki að furða er haft er í huga að hér er um að ræða talmálsstöð, lítil tónlist heyrist og mikið fjallað um pólitík.

Þar eð útvarpsstöðin er ekki ríkisstyrkt og þarf að berjast á hálffrjálsum auglýsingamarkaði, þá hefur kreppt stundum að er varðar afkomu.  Ég held að fastir styrkgjafar, einstaklingar út í bæ, hafi bjargað stöðinni oftar en einu sinni. Stöðin hefur verið talsvari aldraðra, fátækra og öryrkja, sem er kannski engin furða, því að innhringjendur eru margir hverjir úr þessum hópi, sem hefur tíma á morgnanna til að hringja.

Stöðin hefur reynt fá einhvern meðbyr í landi ríkisstyrkrar fjölmiðla,  en ekki orðið ágengt. Getur verið að Framsókn sé á móti stöðinni? 

Morgunblaðið greindi frá því nýverið að SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning.

"Auk Útvarps Sögu var það Nordic Times Media ehf. sem gefur út landkynningarblöð, og Snasabrún ehf. sem rekur vefinn Handbolti.is", segir í frétt Morgunblaðsins. Þarna er útvarpstöðin í hópi óþekktrar miðla og er rökstuðningurinn fyrir höfnun styrkjar vafasamur. Á sama tíma fékk RÚV hátt í fjögur hundruð milljónir í aukaframlög en aðrir fjölmiðlar aðeins 380 milljónir. Er RÚV ekki að fá heildina um 7 miljarða?

Það er því ekki skrýtið að Arnþrúður Karlsdóttir stefni á að selja tuttugu prósenta hlut í fjölmiðli sínum, Útvarpi sögu eins og kom fram í fréttum nýverið Hún segir það vera erfitt að sjá um fyrirtækið ein.

Útvarp saga á sér ekki bara óvini innan raða stjórnmálaelítunnar, heldur einnig hjá öðrum fjölmiðlum. Ætli megi ekki segja að Stundin sé helsti andstæðingurinn,  og ætla má sé á hinum væng stjórnmálanna en hún var stofnun í febrúar 2015. Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana. Hún hefur mónitorar gengi útvarpsstöðvarinnar árlega í fjölda ára og tilkynnir samviskusamlega gengi hennar samkvæmt árreikningum.

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband