Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021

Hvað er Black Lives Matter (BLM)?

BLM

 Black Lives Matter (BLM), hér eftir Líf svartra skiptir máli, er dreifð pólitísk og félagsleg hreyfing sem mótmælir atvikum sem tengjast meintum óhæfuverkum lögreglu og öllu kynþáttafullu ofbeldi gegn svörtu fólki. Þó að til séu sérstök samtök eins og ,,Black Lives Matter Global Network“ sem stimpla sig einfaldlega sem „Black Lives Matter“, þá samanstendur Black Lives Matter hreyfingin af fjölbreyttri flóru fólks og samtaka. Slagorðið „Black Lives Matter“ sjálft er áfram ótengt neinum hópi. Víðtækari hreyfing og tengd samtök hennar tala venjulega gegn ofbeldi lögreglu gagnvart svörtu fólki sem og fyrir ýmsar aðrar stefnubreytingar sem taldar eru tengjast frelsun svarta.

Í júlí 2013 byrjaði hreyfingin að nota myllumerkið #BlackLivesMatter á samfélagsmiðlum eftir sýknun George Zimmerman í skotárás afrísk - bandarísk unglingsins Trayvon Martin 17 mánuðum fyrr í febrúar 2012.

Hreyfingin varð á landsvísu þekkt fyrir götumótmæli í kjölfar dauða tveggja afrískra Bandaríkjamanna 2014, Michael Brown - sem leiddi til mótmæla og ólgu í Ferguson, Missouri, í borg nálægt St. Louis - og Eric Garner í New York borg.

Síðan Ferguson atvikið og mótmælin í kjölfarið hafa þátttakendur í hreyfingunni sýnt fram á andlát fjölmargra annarra Bandaríkjamanna af afrískum uppruna í aðgerðum lögreglu eða meðan þeir eru í haldi lögreglu. Sumarið 2015 tóku Black Lives Matter aðgerðasinnar þátt í forsetakosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum 2016.

Upphafsmenn myllumerkisins og ákall til aðgerða, Alicia Garza, Patrisse Cullors og Opal Tometi, stækkuðu verkefni sitt í landskerfi yfir 30 staðarkafla á milli 2014 og 2016. Heildarhreyfingin Black Lives Matter er dreifð net aðgerðasinna með ekkert formlegt stigveldi.

Upphafsmenn myllumerkisins og hvatamenn til aðgerða aðgerðasinna, Alicia Garza, Patrisse Cullors og Opal Tometi, útvíkkuðu verkefni sitt í landsnet með yfir 30 staðbundna starfsemi milli 2014 og 2016. Heildarhreyfingin Black Lives Matter er sum sé dreift net aðgerðasinna án formlegs stigveldis. Með öðrum orðum enginn formlegur leiðtogi er fyrir hreyfingunni. Því hefur reynst erfitt fyrir stjórnvöld að hafa í hári forsprakka í kjölfar götuóeirða og draga til ábyrgðar.

Hreyfingin komst aftur á forsíður fjölmiðla og náði frekari alþjóðlegri athygli meðan á alþjóðlegu George Floyd mótmælunum stóð árið 2020 í kjölfar dráps Derek Chauvin, sem er lögreglumaður í Minneapolis, á George Floyd. Talið er að 15 til 26 milljónir manna hafi tekið þátt í mótmælunum í Black Lives Matter árið 2020 í Bandaríkjunum og er hún þar með ein stærsta fjöldahreyfing í sögu landsins. Hreyfingin samanstendur af mörgum skoðunum og fjölmörgum kröfum en þær snúast um umbætur í refsirétti.

Vinsældir Black Lives Matter hafa hratt breyst með tímanum og verið upp og niður. Þar sem almenningsálitið gagnvart Black Lives Matter hreyfingunni var nettó neikvætt árið 2018, varð hún sífellt vinsælli í gegnum árin 2019 og 2020. Í könnun Pew Research Center í júní 2020 kom í ljós að 67% fullorðinna Bandaríkjamanna lýstu yfir nokkrum stuðningi við Black Lives Matter hreyfinguna. Seinni skoðanakönnun sem gerð var í september 2020 sýndi að fylgi meðal bandarískra fullorðinna var komið niður í 55%, með áberandi samdrætti meðal fólks af hvítum og rómönskum uppruna, en stuðningur hélst útbreiddur meðal fullorðinna svartra.

 

Gagnrýni á BLM 

 

Forsendan er ekki sönn. Hún er að lögreglan sé að drepa svart fólk kerfisbundið og vegna kynþáttahaturs. Samkvæmt nýjustu tölum FBI um manndráp er t.d. maður sem er dökkur á húð 11 sinnum líklegri til að verða drepinn af einhverjum af kynþætti en af hvítum manni. Einnig var niðurstaða ítarlegrar rannsóknar frá 2019 eftirfarandi: „Hvítir lögreglumenn eru ekki líklegri til að skjóta óbreytta borgara í minnihlutahópi en lögreglumenn sem ekki eru hvítir.“ Sérhver manntjón er hörmulegur en gagnabanki The Washington Post um dauðsföll lögreglu kemur hlutunum fyrir í betra samhengi. Árið 2020 var (allt karlar) uppruni hinna drepnu af hálfu lögreglu flokkað eftirfarandi: 2 frumbyggjar, 9 Asíubúar, 46 rómanskir, 76 svertingjar, 149 ótilgreindir einstaklingar og 149 hvítir (en almennu fjölmiðlar landsins greina sjaldan frá drápi á hvítum mönnum). Aðeins níu svartir einstaklingar sem létust í haldi eða við handtök voru í raun óvopnaðir.

Það er ekkert markmið að fyrirgefa eða  leitasátta. Það vekur athygli að það er aldrei getið á síðum þeirra um leita beri sátta eða fyrirgefa. Að þessu leitinu sker þessi hreyfing sig frá mannréttindahreyfingu svertingja á sjötta áratug 20. aldar með Martein Luther King Jr. Í fararbroddi.  Ekki er hægt að tala um syndir fortíðarinnar og búist við að halda áfram ef ekki er ætlunin að fyrirgefa. Einungis kemur fram fordæmisgildi kynþáttafræðikenningarinnar með mikla fordóma. Ekki fer þetta saman við kristin gildi sem eru enn ríkjandi í Bandaríkjunum.

Þetta snýst allt um vald svartra (Black Power). Þetta er gegnum gangandi þema um allt vefefni MFBL á netinu. Stofnendur BLMF útskýra „söguna“ og segja: „Það er ljóst að við þurfum að halda áfram að skipuleggja og byggja upp svart vald um allt land.“ Martein Luther King lagði hins vegar mikla áherslu á einstaklinginn, burt séð frá kynþætti eða húðlit, að honum beri réttur til frelsis og réttinn til hamingju. Martin Luther King kynnti „mátt Guðs og mannlegan mátt“.

Hreyfingin hunsar algjörlega föðurhlutverkið. Frá vefefni BLMF: „Við hunsum kröfur um vestrænnar kjarnafjölskyldna með því að styðja hvor aðra sem stórfjölskyldur og „þorps“ sem sjá sameiginlega um hvert annað, sérstaklega börnin okkar, að því marki að mæður, foreldrar og börn líði vel.“ Gagnrýnendur hafa bent á  sérhvert  „þorp“ sem eru með föðurlausar fjölskyldur er ,,þorp“ sem er þjakað af hærri glæpatíðni, meiri eiturlyfjanotkun, hærri tíðni fóstureyðinga, hærra brottfalli úr skólum, meiri fátækt og svo margt fleira. Sjá til dæmis: #DadsMatter.

Hreyfingin krefst skaðabóta fyrir syndir fortíðarinnar. Gagnrýnendur sem eru af blönduðum kynþætti hafa þá sagt: ,,Allt í lagi. Svo ég býst við að hvíti helmingurinn af mér verði að greiða svarta helminginn af mér?“ Ef umbótamenn vilja knýja fram skaðabætur skaltu byrja á þrælahaldsflokknum og hinu alræmdu Jim Crow lögunum sem Demókrataflokkurinn kom á. En #BlackLivesMatter hreyfingin krefst meðal annars skaðabóta í formi fégjafa og ókeypis náms og skellir skuldina á hvítt fólk í nútímanum sem kom ekkert nálægt þrælahaldi í Suðurríkjunum á 19. öld.

Hreyfingin vill afnema fangelsi og lögreglulið. MFBL fullyrðir: „Við teljum að afnema verði fangelsi, lögreglu og allar aðrar stofnanir sem beita svarta menn ofbeldi ...“ affjármagna ber lögreglustofnanir og fjarlægja lögreglu hefur verið heróp hreyfingarinnar síðastliðin ár. Gagnrýnendur hafa bent á það myndi leiða til stjórnleysis í hvaða samfélagi sem er. Þeir vilja frekar endurskipuleggja lögreglulið landsins og endurmennta, ekki afleggja lögreglulið.

Hreyfingin er andkapítalísk í eðli sínu.  Þessi yfirlýsing er kaldhæðnisleg enda er hreyfingin bein afleiðing kapítalisma: „Við erum andkapítalísk. Við trúum og skiljum að svart fólk mun aldrei ná frelsun samkvæmt núverandi alþjóðlega kynþáttafordæma kerfi. “ Myndskeiðin sem vekja almenning til vitundar um grimmd lögreglu eru tekin í símum sem eru afleiðing kapítalisma. Besta leiðin til að lyfta fólki úr efnislegri fátækt? Kapítalismi. Gagnrýnendur hafa einnig bent á dýran lífstíl forsprakka hreyfingarinnar sem virðast lifa í vellystingum enda hafa stórfyrirtæki dælt fjármagni í hreyfinguna, svo mjög, að hún á í erfiðleikum með að eyða fénu.

 


Samfélag og saga - breyttar áherslur mínar

Síðan ég hóf skrif á blogginu, hef ég einbeitt mér að sögunni og farið einstaka sinnum inn á samfélagsmálin.  En eins og titill bloggs mitt gefur til kynna, ætla ég mér líka að skrifa um samfélagsmál og þá í víðari samhengi en einungis um einstaka atburði.

Ég mun ríða á vaðið með grein um BLM á morgun og mun ég skoða/greina hvað þessi hreyfing er.

Það skortir mjög fréttaskýringar í fjölmiðlum um samfélagsleg fyrirbrigði.  Morgunblaðið í denn var með slíkt og gerir stundum ennþá (og líka fleiri fjölmiðlar) en allt of lítið er af slíku efni í boði.

Maður þarf ávallt að kafa dýpra í málin, til dæmis, hvað er eiginlega að gerast í Sýrlandi? Sagt er frá einstaka árás en við vitum ekkert um heildarmyndina.

Skrif mín eru mér einnig til frekari skilnings og ef þið hin, þessu örfáu sem lesa þetta, fáið einnig frekari skilning, þá er bara frábært.

 

 


Sagnaritun og sagnaritarar - tengingin við nútíðina - R.W. Southern

R.W. SouthernHér ætla ég að tengja saman sagnaritun og sagnfræði og nota til þess hinn ágæta fræðimann R.W. Southern og textinn sem hér fer á eftir, skrifaður af honum en í lauslegri þýðingu minni.

Hver er grunnur nútímasagnfræði? Það er að segja; er hægt að rekja rætur nútímasagnfræði til forn- og/eða miðalda? Evrópska söguhefðin frá miðöldum, sem byggðist á hefð frá klassískum tíma, árvísindalegum aðferðum og spádómum, er ekki sá grunnur sem nútímasagnfræðin byggir tilveru sína á.

Með öðrum orðum, þá skrifuðu evrópskir sagnaritarnir sagnarit sín út frá þremum hefðum: 

 

  1. Eftirhermur klassískra sögugerðar. Markmið þessara eftirherma var að sýna eftirdæmi lasta og dyggða, til að fá lesendur til réttrar siðferðilegrar breytni. En einnig að draga fram úr ringulreið fortíðarinnar skýra mynd af fyrirætlan eða örlögum fólks.
  2. Nemendur vísindalegra aðferða. Markmið þeirra var að sýna guðdómlega fyrirætlun fyrir mannkynið í gegnum söguna og til að sýna samsvörun milli sögulegar staðreynda fengnar úr Biblíunni og sögulegar staðreynda fengnar frá veraldlegum heimildum.
  3. Spádómasagnaritarar.  Hlutverk þeirra var að finna söguleg kennileit þar sem spádómarnir eru varðveittir, þá að reyna að finna áttina sem sagan komið frá og að lokum að spá fyrir um framtíðina með ennþá óupplýsta spádóma.

Southern sér eina tengingu milli sagnfræði fortíðar við nútímasagnfræði.  Það er að sagnaritarar allra tíma hafa reynt að endurskapa hugsanir og reynsluheim fortíðar, á vettvangi félagslegra samskipta og efnislegra og andlegra linda (uppspretta). Hann segir einnig að þó að kenningar fortíðarinnar hafi reynst rangar, þá hafi reynslan sem hafi leitt til gerða þessara kenninga verið sönn og hana er hægt að styðjast við á öllum tímum.

Á 19. öld leiddu miklar þjóðfélagsbreytingar til þess að mikil uppsveifla varð í sagnfræðinni en segja má að breytingar í samfélagi leiði til þess að mikil gróska verður í öllu menningarlífi, þar á meðal í sagnfræðinni.   Sjá má sambærilegar hræringar t.d. í  sögu Englands.  Á tímabilinu 1090-1130 var mikill umbrotatími hjá Englendingum, og það kom fram hjá sagnariturunum en einnig á tímabilinu 1560-1620. Mikil krísa kom upp í samfélaginu vegna samfélagsbreytinga á báðum tímabilunum og ákveðin skil verða gagnvart fortíðinni. Til að takast á við þetta voru nýjar aðferðir teknar upp í sagnaskrifunum.

Fyrri uppsveifan hófst um 1090, um 25 árum eftir innrás Normanna, en þá hafði þjóðfélagið gengið í gegnum miklar breytingar.  Gamli enski aðalinn var horfinn og ensk tunga, sem var grundvöllur alls félags- og trúarlífs landsins,   var ekki lengur notuð af yfirstéttunum.

Ekkert land hafði gengið í gegnum svona miklar breytingar frá tímum barbarakonunganna til 20. aldar eins og England fór í gegnum frá 1066.  Menntamenn af enskum uppruna örvæntu vegna þessara breytinga.  Sagnaritararnir, Benediksmunkarnir, fóru ekki varhluta af þessum breytingum. Þeir þekktu fortíðina og sáu muninn á henni og nútíðinni.  Þeir voru þeir heppnu af yfirstéttunum, þeir misstu hvorki land né eignir og þeir gátu horft á þróunina úr fjarska.  En þeim fannst þeir var afskiptir og þetta þjappaði munkanna saman til að verja fortíð sína.  Þeir voru þeir einu af yfirstéttunum sem gátu lesið gömul skjöl á engilsaxnesku og skilið fortíðina og þeim fannst eins og þeir væri verndarar menningararfsins.

Mesta hættan sem steðjaði að klaustrunum var yfirtaka klausturlanda af innrásaliðinu.  Munkarnir snérust til varnar þeim og vísuðu til gamalla skjala til verndar eignarrétti.   Þrátt fyrir eyðileggingu skjala, var þó nóg eftir til að halda uppi vörnum, s.s þjóðsögur, handrit hér og þar og með púsluspili var hægt að draga upp mynd af fortíðinni.  Mikill gróska varð á sagnfræðiáhuga hjá klaustrunum, s.s. í Canterbury og Malmesbury og vinna margra manna lagði hendur á plóg til að koma verkinu af stað.  Grundvöllur þessarar hreyfingar var á lægsta stigi að verja eigur og stöðu, en á hæsta stigi að verja forna menningu klaustranna, trúar- og andlega hefð sem hafði skapast í landinu í gegnum árhundruðin, sem og stöðu þeirra í heiminum.  Niðurstaðan er að aðstæður neyddu lærða munka um allt England til að verða sagnaritarar; til að skoða sagnfræðilegt innihald efnis á þann hátt sem aldrei hafði verið gert áður og ná út úr lélegum eða ólíklegum skjölum nýja heildarmynd af fortíðinni. 

Dæmi um þessa miklu vinnu er verk munka frá Rochesterklaustri sem tóku saman og skrifuðu upp gömul ensk lög og lagatexta á tímabilinu 600 e.Kr. til ársins 1100 og var þetta mikið fræðilegt afrek.  Þetta átti að sýna að valdataka Normanna hafði aðeins hrist en ekki fellt niður langa þróun landsins.

Af einstaka mönnum  stóð William frá Malmesbury hæst sem sagnaritari en aðferðir hans voru framúrskarandi.  Hann sá að hægt var að nota sömu heimild á mismunandi hátt og í misjöfnum tilgangi.  Í einu skjali sá hann sögu biskupa, konunga, klaustra, vilja og tilgang með gerð skjalanna svo eitthvað sé nefnt.  Hann ferðaðist milli klaustra í leit sinni, studdist við máldaga, áletranir, fornleifar, myndir, þjóðsögur, króníkur og hann notaðist meira segja við legsteina í leit sinni að sannleikanum um fortíðina.   Hann réðist harkalega á notkun ræðufræðinnar og hann fordæmi algengustu notkun hennar í sagnaritun, notkun ímyndaðra ræðna í sagnaritum.  Hann sagði að afrek fortíðarinnar kæmust varla til skila til samtíðarinnar, hvað þá hið talaða mál.  Hann starfaði eins og nútímasagnfræðingur, með tilvísunum í texta og áherslu á heilmildir.

Markmið þessara sagnaritara var að endurskapa alla fortíðina til þess að geta gefið samfélaginu sjálfmynd í samtíðinni.  Þeir höfnuðu hinu klassísku fyrirmynd hvað varðar form og ræðufræði.  Þeir björguðu Angló-saxneskri sögu frá glötun.

Á hinu gróskutímabilinu, 1560-1620,  er handhægast að taka fyrir William Lambarde.  Hann var lítilsháttar landeigandi frá Kent, og var af nýrri stétt landeigenda.  Hann varð þingmaður en mest megnið embættismaður það sem eftir var af ævi sinni.  Hann var ólíkur fornfræðingum 18. aldar, sem hófu rannsóknir sínar af einskærri þekkingafýsn og í tómstundum sínum.  Það var athafnasemi í starfi og staða hans sem gerði hann að sagnaritara.  Í hverri einustu stöðu sem hann tók við, fann hann til mikillar þarfar til að gefa henni sagnfræðilega dýpt eða tilgang.   Þegar hann gerðist þingmaður, hóf hann að skrifa sögu Englands sem hann kláraði árið 1571.  Síðar gegndi hann stöðu friðardómara í Kent og um leið og hann hóf störf sín þar, byrjaði hann að rannsaka sögu embætti sitt og kláraði bók um efnið 2 árum eftir  að hann tók við embættinu, 1581.  Síðan skrifaði hann sögu lægri settra embættismanna í skíri sínu.  Á þessum tíma tengdist hann miðstöð dómsvaldsins og þetta varð enn og aftur kveikja að nýjum rannsóknum, nú á sögu hæstaréttar Englands og útgáfu á bók um efnið.  Hann sá hvarvetna rætur starfa sinna liggja í fjarlægri fortíð.

Lambarde hafði átt sér fáa forvera sem komust á sama stigi og hann sjálfur.  En hann og vinir hans, sem og svipaðir hópar, sem nú voru að birtast á sjónarsviðinu í öðrum hlutum landsins, voru fyrstu verkmenn þeir, er helguðu sig kerfisbundum rannsóknum á gögnum, heimildum og króníkum í sögugerð sinni.  Þeir nýttu sér mikið magn af áður ónýttum skjölum í leit að efni fyrir sagnfræðirannsóknir sínar.  Líkt og með sagnaritarannna á 11. og 12. öld, var ætlun þeirra ekki að skrifa mikla sögu, heldur að varpa ljósi á og skilningi á fornum tímum í ríki sínu með viðbótum.  Þeir grófu upp upplýsingar hér og þar og söfnuðu saman og athuguðu hvað þeir höfðu fundið.  Síðan var efnið unnið.

Þessir herramenn (Gentlemen) voru á tímum breytinga í landinu, siðbreyting var ný umgengin, en þeir komust yfir klaustureignir í kjölfar hennar, gerðust klaustrahaldarar og komust yfir mikið magn af skjölum. Allt umhverfi þeirra var umvafið upplýsingum um fyrra líf og stofnanir úr fjarlægri fortíð.  Þessi nýja staða þeirra kveikti áhuga á því sem þeir höfðu komist yfir.  Þeir voru nýkomir í sveitasamfélagið og sáu fyrir gamla menningu. Þeir fundu fyrir þörf til að réttlæta stöðu sína og tengja hana við fortíðina.  Þeir vildu líkt og munkarnir á 11. og 12. öld, brúa bilið milli fortíðar og nútíðar.  En það var einn munur á þessum hópum. 

Munkarnir voru vissir um glæsta fortíð sína, en voru í óvissu um stöðu sína í nútíð og framtíð.  Hinir veraldlegu efna- og valdsmenn eftir siðbreytingu stóðu í öðrum sporum, þeir voru vissir um stöðu sína í samtíðinni en í óvissu um fortíðina.   Munkarnir óttuðust að missa land sitt, en nýju landeigendurnir óttuðust um eignarhald sitt án tengingar við fortíð, sem gæfi ef vel tækist til, stöðu sinni tign og stöðuleika.

Munkarnir kláruðu verk sitt á um 30 árum og um 1130 var verk þeirra lokið. Í sagnfræðirannsóknum sínum áttu þeir engan sér líkan næstu aldir.  Munkar síðmiðalda hættu sagnfræðirannsóknum og hófu e.k. ,,samtímablaða-mennsku” og treystu á forvera sína hvað varðar vitneskju um fortíðina. 

Landeignendur Túdorstímabilsins áttu betri lukku að stýra.  Aðferðir þeirra og efnið sem þeir grófu upp, hefur verið notað og nýtt fram til dagsins í dag.  Grundvöllur þessara rannsókna voru þarfir daglegs lífs en ekki þörfin til að skapa stórvirki.  

Þannig að ef það er einhver meginhefð í sagnafræðiskrifum, þá er það þessi þörf til að skilja og koma böndum á nútíðina, með því að taka við reynslu fortíðarinnar.

 


Sagnaritun og sagnaritarar (Hugh of St Victor - Hugi frá Viktorklaustri)

Hugh

Viðfangsefni sagnaritunarinnar varð alheimssaga (universal history) á 12. öld. 

Vísindalegur rammi heimssögunnar var kristilegur (sköpun, syndafall og endurlausn) og þetta var söguskoðunin sem þeir fóru eftir en sagan var ósveigjanleg heild sem menn töldu sig þekkja.

Í fornöld höfðu menn enga heildarmynd af sögu mannkyns fyrir sér, frekar en nútímamennirnir.  Hins vegar höfðu kristnir fræðimenn í lok 14. aldar skapað heilstæða sögu sem hafði ótvíræða tímatalsröð og skýrt afmarkaða frá eilífðinni.  Heimurinn hafði byrjað fyrir 5000-6000 árum og myndi enda eitthvað ekki langt í framtíðinni.  Um þennan tímaramma lék ekki nokkur vafi.  Sagan hafði upphaf og endir.   Þetta kerfi var stutt svo mörgum vísindalegum sönnunum, að af öllum þeim arfi sem miðaldir létu í té, var þetta það erfiðasta  að hrekja.  Bylting hugarfars þurfti til að breyta þessari heimsmynd.

Þessi hreinlega heimsmynd hefur e.t.v. verið nauðsynleg fyrir vísindalega framþróun, því að menn gátu einbeitt sér að skýrum og afmörkuðum spurningum og þar af leiðandi ekki gefist upp fyrir hinni óendanlega flóknu heimsmynd sem nútímamaðurinn glímir við.

Heilagur Ágústus taldi sig sjá innan hinnar sögulegu heildar lítils háttar þróun (6 daga sköpun = 6 heimsaldrar) sem sjá má á skilum 5. og 6. heimsaldurs (koma Krists og þar með tími endurlausnarinnar).  Annars væri sagan aðeins ringulreið af mannlegum syndum sem rofin væri af verki guðlegs valds við og við.

Beda  tók upp og endurbætti kenningu heilags Ágústusar. Hann túlkaði nánar hvern sköpunardag (með morgni, hádegi og kvöldi).  Þeir eru:

  1. Infancy: Sá tími sem minningar manna ná ekki til, áður en syndaflóðið hófst.
  2. Childhood: Tíminn fyrir Abraham þegar tungumálin urðu til.
  3. Adolescence:  Tími möguleikanna (potency) þegar kynslóðir patríakranna (patriarchs) urðu til.
  4. Maturity: Tíminn þegar mannkynið var fært um að búa til konunglega stjórn.
  5. Old Age: Tími vaxandi böls.
  6. Senility:  Er sá tími er mannkynið er að hrörna og er tímabilið fyrir tíma hins eilífðar friðar.

Beda leitaði í Opinberunarbókina.   Í 4 aldir, þegar hin klassíska gerð af söguritun ríkti í sagnarituninni, var ekkert sem breytti mynstrinu sem Beda hafði skapað um sögulega þróun.  Fræði almennt voru kerfisbundin og bundin við aðferðafræði sem var andstæð aðferðum sögunnar.  Þessi hugsun útilokaði tíma, stað og sögulegar kringumstæður þegar fjallað var um eðli mannsins og alheimsins.  Þetta auðveldaði vinnu kerfisfræðinginn. Ef sagan hefði ekki verið útilokuð, hefði kenningaleg, lögfræðilega og vísindalega skólaspeki (summae) 12. og 13. aldar ekki orðið til.  Kerfisbundin þekkingarleit varð að geta notað sögulegan fróðleik án tillits til tímabila o.s.frv. til þess að ná árangri.

Hugi frá Viktorsklaustri

Það var þó einn maður sem skar sig úr þessu en það var Hugi frá Viktorsklaustri (12. öld) sem var kerfisfræðingur og  hafði söguleg viðhorf sem hann fékk í gegnum biblíurannsóknum sínum.  Hann skrifaði um alla skapaða hluti; útskýringafræði Biblíunnar, kerfisbundna kenningafræði, persónulega trú og hinar frjálsu listir.

Sögulegar hugmyndir sínar fékk Hugi úr kenningafræðinni (theology eða guðfræði) og biblíulegum athugasemdum en ekki með því að skrifa sögu en hann skrifaði eitt sagnarit.

Hugi hafði það sem til þurfti; getan til að skilja fjarlægar aðstæður, m.ö.o. sögulegar aðstæður.  Hann leysti vandann á skilningi á biblíutexta með því að endurraða textann á nýtt og sýndi fram að götin sem mynduðust við þetta stöfuðu af sögulegum aðstæðum. Að mismunandi gerðir af tilteknum texta stafaði af því að þeir voru skrifaðir á mismunandi tíma.

Verk hans, De Sacramentis, kerfisbundin kenningafræði eða guðfræði, var byggt á þessum sögulegum línum.

Sagan skiptist í þrjú tímabil:

 

  1. Tímabil hins náttúrlega tíma.  Menn voru fáfróðir, einangraðir, höfðu engar reglur, ekkert samfélag og vissu ekki af komu  Krists í framtíðinni.  Þeir þurftu meiri fróðleik og kraft sem kæmi aðeins af því að tilheyra samfélagi.
  2. Tímabilið á eftir byrjaði með Abrahami og endaði með Móses.  Tímabil skrifaðra laga, þegar Guð hafði afskipti af sögu mannkyns og setti það í samfélög og skapaði sakramentin, samband milli síns og hið valda fólks.
  3. Þriðja tímabilið byrjaði með fæðingu Krists.  Þetta tíminn sem náðin tók við af lögunum.   Innra samband við Guð hófst.  Þetta tímabil myndi vara þar til allt kæmi til enda.

 

Uppruni hinna frjálsu lista var miðaldamönnum hulin ráðgáta en þeir reyndu þó að búa til mynd af honum og skálduðu inn í það sem þeir vissu ekki.  Hugi byggði sitt mat á sama skáldskap en var frumlegri í viðureign sinni við þetta vandamál.

Hugi sá mannleg vísindi sem fóru vaxandi, sem eina hlið af sögu mannsins og uppgang hans eftir hörmungar fallsins mikla.  Til þess að sjá þetta varð hann  að hafa sýn á sögulega þróun.  Söguleg framþróun varð sem sagt í vísundum samkvæmt skoðun Huga.  Fyrst frá Abraham, til Egypta, Grikkja og svo Rómverja. Að maðurinn væri frumkvöðull hinnar vísindalega hreyfingu á 12. og 13. aldar.

Í heimskróníku sinni, fór hann kerfisbundið í viðfangsefni sitt eins og vanalega.  Hann skipti viðfangsefni sitt í fjóra hluta.

 

  1. Tími.
  2. Staður.
  3. Fólk.
  4. Atburðir. 

 

Atburðir voru ófyrirsjáanlegir en hægt var að eiga við hina þrjá fyrrnefndu á kerfisbundinn hátt, í formi tímafræðinnar (tími), landafræðis (staður) og yfirlits á valdhöfum (fólk).  Heimskróníka Huga samanstóð því aðeins af hinum þrem síðastnefndu þáttum (því að það var hægt að kerfisbinda þá).   Þessir þættir væru aðalkringumstæður sögunnar sem hægt væri að leggja á minnið eins og  hægt er með grundvöll annarra vísindagreina. Til dæmis eru reglurnar í stærðfræðinni alltaf eins, þær breytast ekki eins og atburðir. 

Þessi sýn Huga hafði þó engin áhrif á miðöldum og reyndar ekki fyrr en á 19. öld.  Ástæðan? Jú, vangaveltur Huga hafði engan grundvöll byggðan á sögulegum staðreyndum til að styðja þær.  Án hans var ómögulegt að útvíkka svæðis kerfisbundna útskýringa.


Virkið á Hrafnseyri

Virkið í Reykholti 1

 

 

 

Tilgátumynd af virkinu hans Snorra Sturlusonar

Ég skrifaði þetta fyrir fimm árum og Fésbókin minnti mig á þessi skrif. Læt þetta birtast á blogginu.
 
Fundist hafa að því virðist virkisveggur og leynigöng á Hrafnseyri, Arnarfirði frá 12. öld samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2.
 
Ég fjallaði um átök sem voru um virkið í bók minni Hernaðarsaga Íslands. Þegar ég kynnti handrit að bókinni fyrir einni bókaútgáfunni og ein kerlingaugla átti að gefa álit sitt (án þess að vita nokkuð um efnið eða vera sérfræðingur í hernaðarsögu), sagði hún að þetta þætti hún vera ólíklegt að virkisgerð væri almenn á Íslandi á miðöldum. Rétt eins og íslenska miðaldarsamfélagið hafi orðið til í tómarúmi og ekki haft nein tengsl við meginland Evrópu! 
 
Skömmu seinna tilkynntu fornleifafræðingar að þeir grafið upp virkisvegginn í Reykholti frá 13. öld og Snorri Sturluson lét gera. Ég fór sjálfur á vettvang og talaði við fornleifafræðinga sem voru við störf á staðnum. Þeir sýndu mér virkisveggina.
 
Þótt maður myndi dýfa nefið á svona fólki niður í fornminjarnar sem sanna samtíðarsögurnar frá þessu tímabili, þá myndi það ranghvorfa í sér augun og neita staðreyndir og segja að sólin snúist nú um kringum jörðina.
 
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, stýrir fornleifarannsóknum á Hrafnseyri í Arnarfirði en hún sagði eftirfarandi: ,,Við héldum áfram að grafa þennan þykka vegg sem við fundum í fyrra, stækkuðum það svæði og það kom fram áframhaldandi tveggja metra þykkur torfveggur með stórgrýti í grunninum í ljós. Það er óvenjulega breytt fyrir túngarð. Ef þetta er túngarður nær hann utan um túnið, ef hann er minni er þetta eitthvað annað. Við erum að vona að fjarkönnun leiði stærðina á veggnum í ljós og hvernig hann liggur,“ segir Margrét. Eflaust eru minjar innan hringsins en það er stærðin á honum sem gefur til kynna hvaða not hafa verði af honum."
 
Ég tel að ef veggurinn sé hringur utan um bæjarhús, en ekki til dæmis tún, þá er þetta hreinræktað bæjarvirki (sem voru mörg á þessum tima) eða með öðrum orðum hringvirki. Svo bíður maður spenntur að sjá hvað kemur upp úr uppgreftrinum, þ.e.a.s. fræðilegar niðurstöður, en þess ber að geta borið 4 metra háan virkisvegg, þarf breiðar undirstöður eða um 2 metra í þvermáli sem passar við þessar lýsingar.
 
Síðari myndin prýðir forsíðu rits um niðurstöður fornleifarannsókna í Reykholti
 
Virkið í Reykholti 2

Sagnaritun og sagnaritarar - inngangur

Middle ages

 

Áður en ég fer út í einstaka sagnaritara, ætla ég að koma með yfirlit um hvernig sagnaritarar unnu almennt á miðöldum og fram á nýöld. Svo fer ég í einstaka sagnaritara í hverri grein.

Sagnaritarar sérhæfðu sig í sérstakri sögu. Sumir einbeittu sér að króníkum, aðrir að helgimannasögum o.s.frv.

Sagnaritarar króníkna þróuðu með sér meðvitund um eðli sögu heimsins að því leytinu til að þeir trúðu á guðlega þróun og frelsun. Þeir höfðu einnig grun um sögulegar breytingar og muninn á staðreynd og ,,skáldskap”.

Sagnaritun miðalda beindist einkum að stjórnmálalegum viðburðum og athafnir valdastéttanna, í tíma og tímaröð, því að þetta þótti vert að muna og gæti kennt fólki (lesendur) hvernig eigi að hugsa, lifa eða stjórna á réttan hátt. Þetta var flestum tilfellum tengt sérstökum stofnunum sem ,,miðstöðvar samsömunar” (identification).

Krónólókarnir höfðu hugmynd um áhrif fortíðar á nútíð og framtíð. (Þeir hafa líklega ekki haft skilning á fjarlægð í tíma. Rómverski tími hefur þess vegna geta hafa liðið undir lok fyrir nokkrum áratugum en ekki öldum).

Sagnaritun hámiðalda, byggð á síðrómverskri og kristinni hefð er einstaklega rík og breytileg. Hún hafði þróast af því að vilja skoða og skrá fortíðina, það er, sérstaka fortíð, á grundvelli þessarar sagnaritunarhefðar og var oft byggð stórum hluta á króníkum sem hafði verið komið á framfæri áður og voru aðgengilegar lesendum.

Þessar upplýsingar voru kynntar á ný, með nýju ljósi og sjónarhóli sagnaritans og þörfum samtímans. Þetta átti ekki einungis við um sögu konungsríkja heldur einnig sögu kirkna (biskupsstóla og klaustra), fjölskyldna og bæja.

Sagnarit miðalda voru ekki ritstýrð eða gerð samkvæmt óskum konunga eða vegna álits hinna opinberra yfirvalda, heldur voru þetta verk einstaklinga, sem voru lærðir klerkar en voru mjög tengdir viðfangsefninu og samsömuðu sig við stofnanirnar sem þeir komu frá. Það má segja að sagnaritun miðalda megi lýsa sem ,,stofnanasögu” með sérstakri miðaldahugmynd um fortíðina.

Sagnaritun miðalda og hugmyndir miðaldamanna um fortíðina er án vafa öðru vísi en okkar, þó að það sé nokkrir drættir sem eru líkir. Það er, fyrir utan að vera tímatalsleg skráning á fortíðinni, að hafa tengsl við nútíðina. Hún hafði e.k. ,,sense of Aktualität”.

Með því að skrá eftirminnilega dáðir konunga, biskupa, páfa eða dýrlinga, var fortíðin notuð sem sönnun eða ,,áhald” til notkunar í deilum, leysa einhver núverandi vandamál eða sanna lögmæti eigins stöðu.

Sagan á þessum tíma var skrifuð í hagnýtum tilgangi, til að réttlæta og staðfesta einhverjar kröfur eða fullyrðingar og var skrifuð til að nota.

Sagan var því stundum misnotuð, ýkt eða fölsuð, þrátt fyrir stöðugar kröfur um sannleiksleit. Þessi misnotkun var samt sem áður byggð á sannfæringu um að fortíðin hafði ekki aðeins eitthvað að segja okkur, þ.e. okkur eigin vegna (our own sake), heldur sagði hvernig hlutirnir ættu að vera, vegna þess að þetta var afleiðing af eða ,,gluggi” á verki Guðs á jörðinni og þess vegna opin fyrir textaskýringum (exegesis).

Notkun eða misnotkun sögunnar í höndum krónólókans var því í samræmi við djúpa sannfæringu um réttlátan tilgang hans (eða stofnunar hans) til að skrifa á þennan hátt.

Gagnrýnin sagnaritun og frumathuganir heimilda frá miðöldum hófst þegar á miðöldum en lærðar og kerfisbundnar rannsóknir á tímabilinu hófust á 16. öld.Arngrímur lærði Jónsson þekktasti fulltrúi húmanísku stefnunnar á Íslandi.

Húmanistar notuðu fílólógískrar aðferðir (í lærðum og hlutlægum anda) og skiptu tímanum í máltímabil: Konstantíus – Karlamagnús. Karlamagnús – endurreisn. Sömu rannsóknaaðferðir og beittar voru á fornöld vour notaðar við rannsónir a miðaldir.

Kirkjusaga einnig mikilvægur hvati til rannsókna á miðöldum, m.a. vegna áhrifa siðbreytingar. - Ádeilukenndar rannsóknir.

Gamlar fornfræðiaðferðir - staðbundinni sagnaritun (króníkur, annálar og ættfræði) lifði þó áfram fram á nýöld.

Sögulærdómur hefur verið mikilvægari en sagnaritun.  Aristóteles taldi að djúp væri staðfest milli sögu og listar.  Hann taldi að efni sögunnar skorti algildi: algild sannindi einkenna mikla list. 

Sagnaritara á ár- og fyrri hluta hámiðalda litu á sagnaritun sem listaverkagerð.  Þetta má einkum sjá í ævisögum þjóðarleiðtoga og sögum nýrra þjóða, svo sem Saxa, Pólverja, Ungverja og Normanna.

Sagnaritarnir trúðu að sagnaskrif væri bókmenntalegt verk (ríkulega skreytt), sem krefðist víða fræðilega þekkingu og ímyndunarríkan huga.

Þessi sagnaritun náði hámarki með skrifum Geoffrey frá Monmouth og Breta sögum hans.  Þar lýsti hann fortíðinni í smáatriðum í sambland við mikil örlög (tragedy) með framtíðarspá.

Enginn áhugi virðist vera í sagnarituninni á sögulegri orsakaþróun Sallústíusar og hugmyndir hans um úrkynjum pólitískra samfélaga, aðeins á skýringum með  tilvísunum í syndsamlegt líferni ráðamanna (guðfræðilegar skýringar).

Frá fornöld (tímum Rómverja) var litið á sagnaritun sem bókmenntagrein og mælskufræðileg áhrif voru mikil en Aristóteles var almennt sniðgenginn.   Hin gamla mælskufræði frá fornöld hafði misst tilgang sinn að mestu leyti, þ.e.a.s. að ræðumennskan væri notuð í stjórnmálum eða lögfræði. Hins vegar hélt hún velli í gegnum sagnarituninni og nokkuð síðar á miðöldum í sendibréfaformi og enn síðar sem predikunarmælskufræði.

Á 10. og 11. öld áttu sagnaritarnir að fjalla um verðug viðfangsefni en þau voru meðal annars: krýningar, stórhátíð kirkjunnar, hátíðir ýmis konar, jarðafarir, leiðtogar, orrustur, svik og prettir ráðamanna, þjóðarsaga o.s.frv.  Helst var það þá konungurinn sem var verðugstur verkefnanna sem og þjóðarsagan.  Þjóðarleiðtogarnir voru lýstir sem helgir menn, feður landanna, og nýjum pólitískum öflum sem tilkomnum fyrir guðlega forsjá. Fólkið trúði á heilagt hlutverk þjóðarleiðtogans. 

 


Sagnfræði og sagnfræðingar (Birgir Loftsson)

birgir

Með þessari grein líkur þessari umfjöllun minni um sagnfræði og sagnfræðinga. Ég mun byrja á öðrum flokk sem ber heitið söguritun og sagnaritarar. Fer ekki best á að enda á sjálfum sér og hvaða hugmyndir maður hefur sem sagnfræðingur?

Hvort mótar eða býr umhverfið til stórmennið eða öfugt?

Ýmsir hafa haldið fram þá kenningu að stórmennið móti umhverfið. Ég held hins vegar að þetta séu gagnkvæm áhrif.

Tökum dæmi úr íslenskri sögu: Guðmundur Arason Hólabiskup var ótvírætt stórmenni á sinni tíð, hann var talinn það af sínum samtímamönnum og hann er enn talinn vera mikill leiðtogi af nútímamönnum.

Guðmundur hafði mikið persónufylgi, mestöll alþýðan fylgdi honum að máli en höfðingjar ekki. Hann fylgdi ákveðinni kirkjuvaldsstefnu sem hefði getað umbreytt íslensku samfélag þess tíma ef honum hefði tekist ætlunarverk sitt. Ef kenning þeirra sem halda þessu fram væri rétt, þ.e. að stórmenni sé stýriafl sögunnar, hefði hann átt að umbreyta samfélaginu en það gerði hann ekki.Umhverfisaðstæður voru á móti honum. Honum tókst ekki að móta umhverfið í sína mynd.

Annað dæmi er af Jóni Arasyni Hólabiskupi. Hann var einnig mikill leiðtogi og honum tókst að móta eða hefja andstöðu gegn ,,yfirráð” Dana um siðbreytingu. Hann bjó til umhverfi uppreisnar en siðbreytingin (umhverfisaðstæður) hvatti hann áfram til mótstöðu. En með fráfall Jóns féll öll andstaða niður.

Ef umhverfið býr til stórmenni hefði einhver annar átt að taka upp merki Jóns, vegna þess að aðstæður voru hagstæðar fyrir uppreisn, en það gerði hins vegar enginn. Ég held að vissar kringumstæður skapi umhverfi fyrir stórmenni en ef stórmennið er ekki til staðar, þá gerist ekki neitt í stöðunni eins og gerðist þegar Jón Arason féll frá.

Það voru kjöraðstæður fyrir uppreisn (og hún var hafin undir forystu Jóns) m.a. vegna það meginþorri landsmanna var fylgjandi kaþólskum sið. Það kom hins vegar enginn leiðtogi fram sem leitt gat áframhaldandi andstöðuöfl gegn siðbreytingu. Með þessum tveimur dæmum sést að áhrifin er gagnkvæm, leiðtoginn kemur ekki fram nema að aðstæður krefjist þess eða leyfi (sbr. Jón sem gerðist n.k. leiðtogi andstöðunnar gegn siðbreytingu) og hann getur haft gífurleg áhrif á framvindu mála en ef réttu aðstæður séu ekki fyrir hendi (eins og var hjá Guðmundi) getur leiðtoginn lítið gert. M.ö.o.; umhverfið kemur með leiðtogann ef hann sé fyrir hendi. Ef ekki, þá verður enginn ,,turning point in history” eða umsnúningur í sögunni.

Endurtekur sagan sig?

Sagan endurtekur sig ekki, þ.e.a.s. hún gerir það a.m.k. ekki í smáatriðum. Líkir atburðir geta gerst og með tímanum, þegar æ fleiri atburðir eiga sér stað, aukast líkurnar á því að svipaðir atburðir gerðist, því að maðurinn og samfélag hans fer að vissu leiti eftir ákveðnum brautum og reglum. En einstakur atburður gerist aðeins einu sinni og verður ekki endurtekinn.

Sagan fer því eftir ákveðinni línu en ekki í hlykkjum, stoppum, hringum eða öðrum ferlum. Önnur lína, ekki ósvipuð þessari línu, getur gerst, í öðrum tíma (einnig stundum samtímis) og rúmi og af öðrum aðilum en þessi lína verður ekki endurtekin eða tekin upp af öðrum (ef svo virðist vera, þá er það ekki svo, því að þessir aðilar tengjast í gegnum þessa línu þótt tími og rúm skilji þá að, og því getur ekki verið um aðra línu að ræða. Svo verður að hafa eitt í huga og það er að þekking getur glatast eða týnst að öllu eða einhverju leyti (líkt og gerðist með menningu Rómverja og Grikkja). Það verða auðljóslega engar framfarir eða þróun þegar slíkt gerist. Þegar sögulínan rofnar, getur það gerst að hún hefjist ekki að nýju. Þetta þýðir að stundum verðum við að uppgötva hjólið tvisvar eða oftar.

Er sagan fræðigrein (e. art) eða vísindi?

Ég held að hún sé hvort tveggja. Það er að hún byggir á vísindalegri aðferðafræði (raunvísinda), hægt er að sannreyna kenninguna eða atriði sagnfræðilegra heimilda aftur og aftur, eins og hægt er að gera í vísindatilraunum. Það gerir hana vísindalega. En hún er ekki vísindaleg að því leytinu til að hægt sé að endurtaka atburðurinn aftur líkt og hægt er að gera í náttúru- og raunvísindum. Hægt er hins vegar að endurtaka og gera tilraun með vitneskjuna um atburðinn aftur og aftur. Þetta meginmunurinn á sagnfræði og öðrum húmanískum greinum og raunvísindagreinum.

Sagnfræðin er því hálfvísindaleg, þ.e. styðst við vísindaleg vinnubrögð en er í eðli sínu ekki vísindaleg; er einstak fyrirbrigði sem ekki er hægt að leggja mælistiku á ef ekki eru varðveitt gögn (heimildir) um einstak atburði hennar, því ef það er ekki gert, hverfur hið einstak fyrir fullt og allt og verður ekki endurtekið.

Það sem einnig skilur sagnfræðinginn frá til dæmis félagsfræðinginn er að hann tekst á við lifandi manneskjur í tilteknu og einstöku samfélagi (sem verður ekki endurtekið) og að því leytinu til getur hann ekki verið óhlutbundinn vísindamaður sem skoðar ópersónulega formgerð. Að því leytinu til er hann óvísindalegri en félagsfræðingurinn.

Hlutdrægni sagnfræðingsins

Sagnfræðingurinn á ekki að standa vörð um eitthvað, því að þá er stutt í lygina til verndar málstaðar. Hann á að vera áhorfandi en ekki þátttakandi. Um leið og hann verður þátttakandi tapar hann hlutleysi sínu og breglar mynd sína af mönnum og málefnum.

Sagnfræðingurinn á að nálgast viðfangsefni sitt hlutlaust, á þó að vera áhugasamur og með fullan vilja til þess að setja sig inn í hugarfar, tíðaranda og aðstæður þess sem hann er að rannsaka. Hann á ekki að koma með fyrirfram ákveðna niðurstöður sem eigi að sanna eitthverja tiltekna fullyrðingu, né koma með félagsfræðilega kenningu sem reyna á að láta eiga við raunveruleikann.

Raunveruleikinn verður ekki bundinn í kenningu eða kennikerfi því að hann er síbreytilegur þótt ákveðin regla virðist vera í honum. Sagnfræðingurinn á heldur ekki að skálda inn í frásagnir, einungis að halda sig við staðreyndir.

Er ég var í sagnfræðinámi, voru háskólasagnfræðingarnir svonefndu, háskólakennarnir, upp til hópa marxistar, þeir lærðu sín fræði þegar hippamenningin og ný-marxisminn réði ríkjum í vestrænum háskólum og ræður sennilega enn. Þeir voru sumir hverjir ekki að fela það.

Menn eins og Björn Þorsteinsson (fyrir minn tíma), Gísli Gunnarsson, Helgi Þorláksson, Sveinbjörn Rafnsson, Gunnar Karlsson og Loftur Guttormsson (allt mætir menn) mótuðust af þessum hugmyndum og ég held að svo sé ennþá í sagnfræðinni innan veggja Háskóla Íslands, meirihluti kennaranna eru á vinstri væng stjórnmálanna og aðhyllast marxismann á einn eða annan hátt.

Erfitt er að staðsetja fræðimenn eins og Ingimund Valsson og Þór Whitehead en út frá skrifum þeirra má ætla að þeir hafi hallast til hægri, án þess að ég viti það fyrir vísu. Þeir hafa þá verið í minnihluta.

Hópur sagnfræðikennara þyrfti að vera fjölbreyttari en ofangreind lýsing gefur til kynna. Ef til vill er þetta eitthvað breytt en ég efa það.

Fræðimaðurinn Sigurður Gylfi Magnússon gerðist uppreisnarmaður og réðist á ríkjandi hugmyndafræði innan sagnfræðiskorsins, þegar ég var í námi með sinni einsögu og sitt ,,Sögustríð".

Það eru tískustraumar í sagnfræðinni og nú er vinsælt að kenna hliðarsögu, dæmi um þetta er til dæmis saga Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jón Sigurðssonar sjálfstæðishetju. Það er svo sem gott og blessað en er hreinlega útúrdúr.

Ég fékk leiðsögn um byggðasafn um daginn, af sagnfræðingi, ágætri konu, en hún vildi leggja áherslu á sögu konu einnrar sem gerðist formaður á bát og vildi helst að hafa gínu af henni fyrir framan bát sem er þarna til sýningar. Ég benti á að það væri sértæk saga, ekki almenn, en svona sögusýning á einmitt að reyna að varpa ljósi á almenna sögu byggðarlagsins sem er þarna í forgrunn.

Sagan er þannig ,,afskræmd", eindæmið verður algilt og almenningur sem veit ekki betur, heldur að svona hafi þetta verið! Söguritarar fyrr á öldum voru einmitt frægir fyrir svo nefnda útúrdúra en ekki útúrsnúninga!

Hvar ég stend í öllu þessu? Best að láta kennisetningar ekki ráða ferðinni, því þá taka þær yfir eigin hugrenningar og stjórna í raun ferðinni. Aldrei verður hægt að endurskapa söguna og segja 100% rétt frá. Hálfsannleikurinn, þ.e.a.s. hluti sögunnar og líkindi birtist okkur og við getum sett okkur að einhverju leyti inn í sögusviðið og tímann. 

Athyglisverð er sú sagnfræði og fornleifafræði sem kallast tilraunafræði en hún felst annað í að sagnfræðingarnir endurskapa nákvæmlega aðstæður, t.d. Viktoríutímabilsins, lifa og búa eins og einstaklingar frá þessum tíma um ákveðinn tíma (oft allt upp í ár). Þeir uppgötva marga óvænta hluti í þessum leiðangrum um kjör og aðbúnað fólk þessa tíma.

Eins er með tilrauna fornleifafræðina. Ég sá t.d. um daginn þáttaröð um fornleifafræðinga sem eru að búa til kastala frá grunni og nota til þess tæki og tól og aðferðir þess tíma en þeir hafa verið að byggja kastalann í mörg ár. Margt óvænt kom í ljós eins og vænta mátti.

Nokkrar góðar spurningar:

- Hvað er sannindi? Er sannleikurinn afstæður eða háður túlkunum?

- Er sagnfræðin ímyndasköpun? Já, að einhverju leiti, því að hún verður að geta fangað tíðarandann sem frásögn nær utan um.

- Er sagnfræðin sannleiksleit? Eru sagnfræðingar t.d. að vinna í þágu einhverja?

Á miðöldum unnu sagnaritarnir í þágu fursta og þannig var það háttað fram á 18. öld. En hvað með nútímasagnfræðinga? Spurning er hvort að sagnfræðingar séu varðmenn valdhafa eins og Nietsche sagði.

Atvinnusagnfræðingar – háskólasagnfræðingar eru a.m.k. óbeint háðir ríkisvaldinu, vegna þess að þeir þiggja stöður sínar frá því og laun ( og skrifa því um t.d. íslenska ríkið en ekki um sögu Svalbarða svo eitthvað sé nefnt).

Íslensk sagnritun er e.t.v. hluti af hugmyndafræði íslenskt samfélags eða stjórnvalda. Svo er einnig farið með þá sagnfræðinga sem skrifa fyrir sveitarfélög, hagsmunasamtök sem kosta þá til verka. Geta þessir sagnfræðingar skrifað hlutlaust? Það er a.m.k. mjög erfitt og ljóst er að þeir, sumir hverjir, beita ósjálfráða ritskoðun á sjálfa sig.

 

Versti óvinur sagnfræðingsins er ef til vill hann sjálfur, þ.e.a.s. ef hann beitir á sjálfan sig ritskoðun.

,,Sannleikurinn" er oft mjög erfiður viðureignar og erfitt getur reynst fyrir einstaklinga, þjóðir og heilu ríkin að horfast í augun við fortíðina. Sjá má þetta t.d. í þrjósku Tyrkja í að horfast í augun við eigin fortíð en einnig meðal stofnana og fyrirtækja (sjá t.d. baráttu íslenskt sjávarútvegsfyrirtækis eitt við fjölmiðla) en verst er þó, eins og áður sagði, sjálfsritskoðun fræðimannsins sem á þó að endursegja og endurskapa söguna fyrir okkur hin og segja rétt og satt frá.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Friedrich Nietzsche)

FredirchNietzsche skrifaði um söguna, fræðigreinina sjálfa. Að hans mati þörfnumst við sögu, en of mikil áhersla er þó lögð á hana í samfélaginu (a.m.k. þýska samfélaginu). Við þörfnumst söguna vegna lífsins og aðgerða (e. action) en ekki til þess að forðast það.

Nietzsche segir að sagan eigi að þjóna okkur, en við ekki henni. Nietzsche er algjörlega á móti svo kallaðri sögustofnun sem hann telur að sé að halda okkur/sögunni frá lífinu og það sé ekki rétt. Hann telur að fræðin eigi að hafa áhrif á samtíðina sem og framtíðina. Hún eigi að varpa rýrð á viðvarandi gildi sem eru röng.

Nietzsche segir að maðurinn sé sögulegur. Maðurinn leggi meir og meir áherslu á fortíðina þótt hann reyni stundum að afneita henni. Dýrin séu hins vegar ekki söguleg. Þau geta lifað í augnablikinu og hvorki hugsað um fortíðina né framtíðina. Hann segir að fortíðin heftir okkur eftir því sem við eldumst en hins vegar verðum við að læra að gleyma, því ekki er hægt að lifa án þess að gleyma. Hann segir: There is a degree of insomnia of rumination of historical sense which injures every living thing and finally destroys it, be it a man, a people or a culture. Með öðrum orðum: Endalaust jórtur á fortíðinni er skaðleg og eyðir manni, fólki eða menningu. Fortíðin getur grafið nútíðina eða m.ö.o. heft hana og komið í veg fyrir framfarir. Hann spyr; hvar á að setja mörkin?

Nietzsche segir að galdurinn sé að geta gleymt á réttum tíma og munað á réttum tíma eða hvenær sé þörf á að vera sögulegur eða ósögulegur (e. unhistorical). Hann segir: ,,...the unhistorical and the historical are equally necessary for the health of an individual, a people and a culture”. Hann segir að við eigum að halda lífi í söguna sem er þjóðfélaginu til góðs eða gagns.

Nietzsche ber saman tvo menn. Annar hefur takmarkaða sögulega sýn á fortíðina en standi þó uppréttur og ánægður en við hlið hans stendur annar maður, lærður mjög. Hans sýn er sífellt á flökti (er breytileg) og því getur hann ekki verið hamingjusamur.

Nietzsche heldur því fram að sagan verði að vera gagnleg, fortíðin verði að þjóna samtíðinni. Við eigum að halda lífi í sögu sem er þjóðfélaginu til góðs eða gagns. Hann skiptir manninum í tvo flokka:

1. Sögulegir menn (e. historical men). Þeir líta á fortíðina sem hvetur þá áfram til framtíðar. Fortíðin hvetur þá til hugrekkis og til að taka þátt í lífinu. Þeir telja að meira ljósi sé varpað á tilgangi tilverunnar með því að skoða þróunarferilinn (course of its process) og þeir líta aðeins á þróunina til þess að skilja nútíðina betur og til læra að þrá framtíðina enn meir. Þeir vita hins vegar ekki hversu ósögulegir þeir eru og hegða sér blátt áfram þrátt fyrir alla sögu sína. Hjá þeim þjónar sagnaritunin lífinu, ekki hreinni þekkingaröflun.

2. Yfirsögulegir menn (e. superhistorical men). Þeir hafa aldrei getað komið sér saman um hvort að kennsla sé hamingja eða hömlun. Þeir sjá ekki frelsunina í þróuninni. Hjá þeim er heimurinn fullkominn og fær sinn endir sérhvert augnablik.

Nietzsche segir að svo fremur sem að sagan þjóni lífinu, þjóni hún ósögulegu afli. Á meðan hún er svo undirlægð undir hinu sögulega afli, gæti hún aldrei verið hrein vísindi líkt og til dæmis stærðfræði.

Sagan tilheyrir manninum á þrjá mögulega vegu: á meðan hann er athafnasamur og leggur sig allan fram; á meðan hann varðveitir og er aðdáandi; og á meðan hann þjáist og þarfnast frelsi.

Nietzsche talar um þrjár gerðir af sögu:

1. Minningasaga (e. monumental history): Saga sem yfirvöld eða samfélagið býr til og er ætluð til að styrkja ríkjandi sjálfsmynd. Þeir sem aðhyllast þessari gerð af sögu hugsa of mikið er um samtíðina og eru of gagnrýnislausir.

2. Varðveislusaga (e. antiquarian history): Þeir sem aðhyllast þessa stefnu, tilbiðja söguna hennar vegna. Þeir eru í hreinni þekkingarleit og huga ekki að gagnsemi hennar fyrir samfélagið. Hjá þeim fer engin úrvinnsla fram á hinu sögulega efni; allt skiptir máli hjá þeim. Því er hætta á að menn einblíni um og of á sérhvert smáatriði og heildarmyndin glatast fyrir vikið.

3. Gagnrýnissaga (e. critical history): Þeir sem aðhyllast þessari stefnu, stunda hana til þess að gagnrýna eitthvað ástand í samfélaginu. Þessi söguaðferð felur í sér dóm á fortíðina. Hjá þeim sem aðhyllast þessari sögustefnu er markmiðið að fortíðin eigi að þjóna einhverjum málstað í samtíðinni. Í þessu sambandi segir Nietzsche beri að forðast áróður.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Patrick Joyce)

PatrickPatrick Joyce veltur fyrir sér mikilvægi og áhrif póstmóderískri hugsun á félagssögu og koma þar nokkur hugtök við sögu, svo sem samsömun (e. identity), nýtískuleiki (e. modernity) og formgerð (e. structure) sem leiða til frekari skilning á þessum áhrifum.

Hvað varðar samsömun, hafa póststrútúrleg hugtök (e. post-structuralist) haft hvað mest áhrif, sérstaklega útgáfa feminista á þeim. Kenningar þeirra hafa komið með ný viðfangsefni til greininga og ný samsömunarhugtök okkur til skilnings, í formi kyns eða kynjafræði (e. gender).

Frekar en að bjóða upp á nýjan undirflokk, til að andmæla eða styrkja eldri greiningar, svo sem stéttir, hefur ,,kvennakenningin” (e. feminist theory) úrlausnagreina spurninguna hvað hugtakið samsömun stendur fyrir. Kynjakennsl eru séð sem söguleg og menningarleg afurð.

Samsvörun eða sjálfsmynd er í þessum fræðum séð sem afurð menningarlegra afla, og skoðað sem tengsl, samansett af kerfum breytileika.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Lawrence Stone (1979))

Stone

Lawrence Stone segir að sagnfræðingar hafi frá dögum Thucydides og Taciusar sagt sögur.

Einu sinni var sagan hluti af mælskufræði en síðastliðin 50 ár hefur frásögnin fallið í gildi hjá þeim sem stunda svo kallað ,,nýja sögu”.

Lawrence Stone telur sig þó sjá undirstrauma sem hafi neytt ,,hinu nýju sagnfræðinga” til að snúa sér að einhvers konar formi frásagnar.

En hvað er frásögn eða frásaga (e. narrative)? Hún er aðferð við að skipuleggja efni í tímatalslega og samfellda röð og niðurröðun efnis í eina samhangandi sögu, stundum þó með ,,undirplot” eða ,,undirsögu (e. sub-plots).

Það er tvennt sem aðgreinir frásagnarsagnfræði frá byggingasagnfræði (e. structural history) en það er að hún er lýsandi frekar en greinandi og að hún einbeitir sér að manninum frekar um kringumstæðum. Hún á því við það sérstaka og einstaka heldur en samsöfnun og tölfræðilega. Frásagan er ein gerð sögulegrar skrifar, en þessi gerð hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum af efninu og aðferðinni sem hún beitir. Hún hefur ákveðið viðfangsefni (e. theme) og rök.

Viðfangsefni Gibbons var hnignun og fall Rómarveldis og Þúsidíesar (e. Thucydidies) var áhrif Pelopíustríðanna á grískt samfélag og stjórnmál. Hins vegar forðast, segir Lawrence Stone, enginn frásagnarsagnfræðingur greiningu í sjálfu sér en þeir byggja ekki frásögnina í kringum hana. Þeir eru hins vegar mjög bundnir framsetningu efnisins, stílbrögðum o.frv.

 

Skiptingin í hinu mismunandi aðferðafræði við sagnfræðiskrif er djúpstæð og er byggð á, segir Lawrence Stone, á tálsýn efnahagslegra nauðhyggjumanna og hefur skipt sagnfræðina í tvennt, félagssögu (e. social history) annars vegar og hugarfarssaga (e. intellectual history).

Söguleg gögn hafa sýnt okkur flókinn samverknað milli staðreynda eins og fólksfjölda, matvælaöflun, veðurfars, verðs og fleira hins vegar og gildi, hugmyndir og venjur annars vegar.

Meðframt félagslegum samskiptum stöðu (e. status) eða stéttar, myndar þetta einn skilningsvef. Ekki dugar að taka einungis einn eða tvo þætti út.

Margir sagnfræðingar eru nú á því að menning hópsins og jafnvel vilji einstaklingsins séu jafnlíklegar orsakir breytinga og ópersónuleg öfl eins og efnhagsleg afkoma eða lýðfræðileg orsakir. Það er engin kenning sem sanni það að hið síðarnefnda stjórni hið fyrrnefnda segir Lawrence Stone. Dæmi: vinnusiðferði púritana kom mörgum öldum á undan vinnusiðferði sprottin úr iðnbyltingunni. Samband menningar og samfélags er mjög flókið fyrirbrigði. Lawrence Stone tekur hér nokkur söguleg dæmi.

Lawrence Stone segir menningarþjóðir hafi risið og fallið sem eigi sér orsakir í flöktleika í stjórnmálum og umskipti í stríðsgæfu og að það sé ótrúlegt það þessi mál séu vanrækt af þeim sem telja sig vera í fararbroddi sagnfræðingastéttarinnar.

Sá dráttur sem hefur verið á viðurkenningu á mikilvægi valds, á persónulegar stjórnmálalegar ákvarðanir einstaklinga, á gengi stríðsgæfunnar, hefur neytt sagnfræðinga til baka, til frásögunnar, hvort sem þeir líkar það betur eða verr.

Þriðja þróunin sem hefur leitt til verulegs áfalls fyrir strúktúral og greiningasögu eru hin blönduðu gögn sem hefur verið notað og einkennst af mest karakterlega aðferðafræði – magnmæling (e. quantification). Hún er orðin mikilvæg aðferðafræði á mörgum sviðum sagnfræðirannsókna, sérstaklega í lýðfræðisagnfræði, sögu félagslegra gerða og félagslegan hreyfanleika, efnahagssögu og sögu kostningamynsturs og kostningahegðun í stjórnmálalegum kerfum sem eru lýðræðisleg.

Þetta hefur orðið til mikilla bóta vegna þess að nú sé krafist nákvæmar tölur en ekki talað óljóst með orðum eins og ,,mikið” eða ,,lítið”. Gagnrýnendur krefjast nú tölfræðilegar sannanir sem sanni að hin sögulegu dæmi séu dæmigerð en ekki undantekning á reglunni.

Þetta er góð þróun segir Lawrence Stone en það er mikill munur á starfi einstakan rannsóknarmanns sem reiknar út tölur á vasareiknir og kemur með einfaldar töflur og prósentureikning og svo á verki klíómetríkanann.

Sá síðarnefndi sérhæfir sig í að safna mikið safn af gögnum og hefur í þjónustu sinni hóp aðstoðarmanna; notar afkastamiklar tölvur við útreikninga og stæðfræðilega ferla við niðurstöður en Lawrence Stone segir að efasemdir hafa komið upp gagnvart slíkum aðferðum og niðurstöðum.

Dæmi: Vafi hefur komið upp hvort að sagnfræðileg gögn geti staðið undir slíkum rannsóknum; hvort aðstoðarliðið sé samhæft í aðgerðum sínum; hvort mikilvæg smáatriði hafi týnst í þessu vinnsluferli o.s.frv. Hann týnir til nokkur dæmi um mistök. 

Rannsóknir á kirkjuskrám er sígillt dæmi um þessa aðferðafræði. Gífurlegt átak er í gangi á rannsóknum á þeim en Lawrence Stone telur að árangurinn verði takmarkaður og aðeins örfáar rannsóknir leiði til niðurstöðu. Hann tekur til dæmis að við vitum ekki hvers vegna að fólksfjöldinn hætti að vaxa í flestum svæðum Evrópu milli 1640 og 1740 og hvers vegna hann hóf að vaxa á nýju eftir 1740 eða jafnvel hvort að orsökin hafi verið meiri frjósemi eða minnkandi barnadauði.

Magnmælingar hafa sagt okkur mikið um spurningar er varða sögulegar lýðfræði en tiltölulega lítið hingað til hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Það er t.d. hægt að mæla áhrif mataræðis og heilsu svertingja á tímum þrælahaldsins í Bandaríkjunum en ekki áhrifin á hugarfar þrælaeigenda eða þrælanna sjálfra.

Grundvallarbreyting á afstöðu hinu svo kölluðu nýju sagnfræðinga og fráhvarf frá greiningu til hið lýðsandi má rekja til breytinga á viðhorfi hvað sé miðlægt viðfangsefni sagnfræðinnar; á hinum frjálsa vilja í samspili við náttúruöflin.

Lawrence Stone segir að sagnfræðingar skiptist nú í fjóra hópa: 

1. Gamaldags frásagnarsagnfræðingar, sem skiptast í stjórnmálasagnfræðinga og ævisagnasagnfræðinga.

2. Klíómetranna sem halda áfram að haga sér eins og tölfræðilegir dópistar.

3. Félagsögusagnfræðinga sem eru enn uppteknir við að greina ópersónulegar byggingagerðir.

4. Mentalité sagnfræðinga (viðhorfasagnfræðingar?), sem nú eltast við hugmyndir, gildi, hugargerð (e. mind-sets) og mynstur náina persónulegs hegðunar.

Notkun viðhorfasagnfræðingar á lýsingarfrásögn eða einstaklingsbundna ævisögu hefur sína galla. Þeir hafa verið sakaðir um að nota mælskufræðilegar aðferðir í stað vísindalegra sannanna.

Lawrence Stone vísar í Carlo Ginzburg sem segir sagnfræðingar séu í rökleysisgildru, þar sem þeir verða annað hvort að taka upp veikan vísindalegan staðal til að geta fengið mikilvægar niðurstöður eða taka upp strangvísindalegan staðal til þess að fá niðurstöður sem skipta engu máli. Vonbrigði með hið síðarnefnda hefur hrakið sagnfræðinga til hið fyrrnefnda. Annar galli á notkun smáatriðadæma sem eiga að lýsa ,,mentalité” er að gera greinamun á hið venjulega og hinu sértæka.

Sem dæmi, þá verður tiltekið miðaldarþorp sem tekið er til rannsóknar að vera dæmigerð en ekki t.d. verið sérstækt að því leytinu til að villitrú viðgengst þar en ekki annars staðar.

Þriðja vandamálið tengist túlkun, sem er jafnvel erfiðra að leysa. Sagnfræðingurinn þarf að geta beitt áhugamannasálfræði til þess að komast inn í huga mannsins í fortíðinni en þetta er vandasamt verk og sumir hafa haldið því fram að það sé vonlaust verk. Önnur hætta er á, með frásagnaraðferðinni, er að þetta leiði til hreina fornfræðihyggju – til sögufrásagnar hennar vegna eða til skrifa um hversdagslegan leiðinleika meirihlutans.

Hvernig á að þjálfa sagnfræðinema framtíðarinnar? Í hinni fornu fræðigrein mælskufræði? Í gagnrýninni textafræði? Í ,,semiotics”? Í táknrænni mannfræði? Í sálfræði? Í tækni við beitinu á greiningu á félags- og efnahagsgerð sem við höfum stundað í heila kynslóð?

Lawrence Stone segir að hugtak eins og ,,frásaga” sé ófullnægjandi tæki til að lýsa cluster (klasa) breytingar á eðli sögulegri umræðu.

Það eru merki um breytingar sem varða miðlægra mála sagnfræðinnar, það er frá kringumstæðum sem umliggja manninn, til mannsins í kringumstæðum; í vandamálarannsóknum, frá hinu efnahagslega og lýðfræðilega til hið menningarlega og hið tilfinningalega; í uppsprettu áhrifa, frá félagsfræði, hagfræði og lýðfræði til mannfræði og sálfræði; í viðfangsefni, frá hópnum til einstaklingsins; í útskýringamódeli á sögulegum breytingum, frá ,,stratified” og einna ástæðna skýringu til millitenginga og margorsaka.; í aðferðafræði, frá hópmagnmælingum til einstaklingsdæmi; í skipulagningu, frá greiningalega til lýsingu; og í ,,conceptualization” á hlutverki sagnfræðingsins, frá hinu vísindalega til hið bókmenntalega. Þessi marghliða breyting á viðfangsefni, ,,objective”, aðferð og stíl sagnfræðilegra skrifa, sem er að gerast samtímis, passar eins og sverð við hendi.

Ekkert hugtak nær utan um allt þetta í dag.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband