Færsluflokkur: Stjórnlagaþing

Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia: Stjórnarskráin, ekki réttindaskrá, gerir BNA frjáls

Hinn látni hæstaréttadómari og lögspekingur Antonin Scalia vissi hvað stjórnarskrá Bandaríkjanna þýddi í raun.

Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia segir það eins og það er, frelsi Bandaríkjanna kemur ekki frá málfrelsi eða prentfrelsi. Ég ætlað þýða hérna viðtal við hann, sjá slóð hér að neðan til að útskýra málið betur.

Hér hefur Scalia orðið:

"Það er ekki rétturinn til að bera vopn sem heldur okkur frjálsum, né rétturinn til að „vera öruggur … gegn óeðlilegri leit og handtöku“ eða „hröð og opinber réttarhöld með hlutlausum kviðdómi".

Ástæðan fyrir því að grunnfrelsi Bandaríkjanna hefur varað í meira en 200 ár, sagði Scalia í ræðu hjá Federalist Society í Morristown, N.J., eru ekki breytingar á stjórnarskránni heldur stjórnarskráin sjálf.

„Sérhver einræðisherra úr tinihorni í heiminum í dag, sérhver forseti með ævisetu, hefur réttindaskrá,“ sagði Scalia, höfundur bókarinnar "Reading Law: The Interpretation of Legal Texts“ árið 2012. „Það er ekki það sem gerir okkur frjáls; ef það gerðist myndirðu frekar búa í Simbabve. En þú myndir ekki vilja búa í flestum löndum í heiminum sem hafa réttindaskrá. Það sem hefur gert okkur frjáls er stjórnarskráin okkar. Hugsaðu um orðið "stjórnarskrá;" það þýðir uppbygging.

Þess vegna deildu landsfeður Bandaríkjanna ekki um réttindaskrána á stjórnarskrársáttmálanum frá 1787 í Fíladelfíu, sagði hann, heldur frekar uppbyggingu alríkisstjórnarinnar.

"Snilldin við bandaríska stjórnskipunarkerfið er að dreifa valdinu,“ sagði hann. „Þegar vald er miðstýrt gegnum eina manneskju, eða einum hluta [stjórnarinnar], er réttindaskrá bara orð á blaði.

Scalia sagði að djúpstæðasta og mikilvægasta frávikið frá stjórnarskrárgerð bandarísku þjóðarinnar og meginreglunni um sambandshyggju sem verndar ríkin gegn sambandsvaldi hafi komið árið 1913, þegar 17. breytingin var fullgilt, sem gerði ráð fyrir beinum kosningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Áður skipuðu ríkistjórnir bandaríska öldungadeildarþingmenn.

"Þvílíkur munur er það,“ sagði Scalia. "Þegar þú ert með frumvarp sem segir að ríki fái ekki alríkisvegasjóði nema þau hækki drykkjualdurinn í 21 árs myndi það frumvarp ekki standast. Ríkin sem höfðu lægri drykkjualdur myndu segja öldungadeildarþingmönnum sínum: "Þú kýst það og þú ert farinn".

"Þetta hefur allt breyst. Þið hafið nú öldungadeildarþingmenn sem hafa engin tengsl við ríkisstjórnina, aldrei verið í ríkisstjórn og sumir þeirra hafa aldrei starfað innan ríkisins.“

Það tók 86 ár og 187 ályktanir þar til 17. breytingin var samþykkt, samkvæmt The Heritage Foundation Guide to the Constitution. En sum ríki höfðu þegar farið í þá átt með því að halda óbindandi prófkjör til að velja bandarískan öldungadeildarþingmann sinn þar sem þingmenn ríkisins myndu skuldbinda sig til að kjósa sigurvegara þessara ráðgefandi kosninga.

En þrátt fyrir að margir litu á þetta sem jákvæða, lýðræðislega breytingu, hélt Scalia því fram að hún hafi fjarlægt mikilvægan bjálka í stjórnarskrárgerðinni sem þeir settu á laggirnar til að vernda sambandsstefnuna og ríkishagsmuni.

Sumir viðstaddir þingmenn ríkisins samþykktu það.

„Þetta var slæm framsækin hugmynd,“ sagði þingmaðurinn Michael Carroll, repúblikani í Morris Plains, N.J. "Öldungadeild Bandaríkjanna var mun móttækilegri og ábyrgari fyrir breytinguna vegna þess að hún varð að standa ábyrgð gagnvart ríkjunum."

Án 17. breytingarinnar, sagði þingmaðurinn Jay Webber, repúblikani í Parsippany, N.J., gætu embættismenn flokksins haft áhrif á landsvísu.

„Í ríki eins og New Jersey, þar sem fylkisflokkaskipan er svo sterk, gætirðu búist við því að áhrifin færast yfir til héraðsformanna og annarra valdamiðlara,“ sagði hann. „Það sem þeir gera núna á ríkisstigi, gætu þeir hafa verið í aðstöðu til að gera á landsvísu.

Þó að það gæti breytt forgangsröðun bandarískra öldungadeildarþingmanna í New Jersey, myndi afnám 17. breytingarinnar líklega ekki breyta verulega hver þjónaði, að sögn Kim Guadagno, ríkisstjóra ríkisins.

„Demókratar hafa verulegan skráningarkost í ríkinu,“ sagði hún. „Ég er ekki viss um að þú myndir sjá neina meiriháttar breytingu á því hverjir urðu öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum. En það gleður mig að sjá Scalia dómara beina athyglinni að breytingunni og hvað hún þýddi fyrir landið í heild.“

Scalia sagði að tilhneigingin til að nota stjórnarskrár sem löggjafarskjöl hafi aukist á undanförnum árum þar sem sérhagsmunir hafa lært að setja "gæluverkefni" inn í stjórnarskrár.

"Stjórnarskrá snýst um að setja skipulag; þetta snýst ekki um að skrifa óskir sérhagsmunahópa," sagði hann.

Hann sagði reyndar að því minna sem gert væri við stjórnarskrána, því betra. Í fyrirspurnatímanum spurði einhver hvort stjórnlagaþing væri í þágu þjóðarinnar.

"Stjórnlagaþing er hræðileg hugmynd,“ sagði hann. „Þetta er ekki góð öld til að skrifa stjórnarskrá."

En Scalia segist hafa farið til margra Evrópulanda. Og hann var hneykslaður á að hjá sumum Evrópuríkjum var engin aðgreining á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds (líkt og er á Íslands og hann hefði ekki haldið vatni af vandlætingu ef hann hefði komið til Íslands og skoðað starfsemi Alþingis) og hann jók lofi á tvískiptingu löggjafarþingsins, í Fulltrúardeild og Öldungadeild (líkt og var á Alþingi framan af).

Þetta hafi verið ákveðið svona af ástæðu, að víðtæk samstaða yrði um lagasetninguna sem færi í gegnum þingið, báðar deildir. Þetta væri meginvörn minnihlutans. Þessi fyrirstaða - tvískiptin - tryggi góða og vandaða löggjöf.

Eitthvað sem íslenskir Alþingismenn mættu hafa í huga en oft eru íslensk lög hrákasmíð, þ.e.a.s. þessi litla löggjöf sem er sett á Íslandi, lögin koma í dag í bílsförmum frá Evrópusambandinu án þess að nokkur æmtir eða skræmir. Einu sinni var Alþingi tvískipt. Það var afnumið. Íslendingum fannst fyrirstaðan vera of mikið vandamál, of tímafrek, nokkuð sem Scalia fannst vera kostur.

Law News Supreme Court Justice Scalia: Constitution, Not Bill of Rights, Makes Us Free

Hér útskýrir hann þetta í ræðu:


Breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna gerðar til að vernda borgaranna gegn ásókn ríkisins

Lítill er máttur einstaklingsins gagnvart almáttugu ríkisvaldinu. Bandaríkjamenn hafa verið sniðugri en Íslendingar að gæta að réttindum einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur staðist tímans tönn en þó hefur verið bætt við hana með tímum og þá sérstaklega til að vernda borgaranna eins og áður sagði, gegn ríkinu. Kíkjum á helstu breytingarnar.

Fyrsta breyting (1791): Verndar málfrelsi, trúfrelsi, funda- og fjölmiðlafrelsi.

Önnur breyting (1791): Verndar réttinn til að bera vopn.

Þriðja breyting (1791): Bannar stjórnvöldum að vista hermenn í heimahúsum á friðartímum án samþykkis eigandans.

Fjórða breyting (1791): Ver gegn óeðlilegri leit og gripdeild (lögrelgu eða hers) og krefst heimildar sem byggist á líklegri ástæðu.

Fimmta breyting (1791): Verndar gegn sjálfsákæru, tvöfaldri hættu og tryggir réttláta málsmeðferð og réttláta bætur fyrir einkaeign sem tekin er til almenningsnota.

Sjötta breyting (1791): Tryggir rétt til sanngjarnrar og skjótrar málsmeðferðar, rétt til lögfræðings og rétt til að mæta vitnum.

Sjöunda breyting (1791): Tryggir rétt til dóms fyrir kviðdómi í einkamálum sem varða ákveðin ágreiningsmál.

Áttunda breyting (1791): Bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar og óhóflega tryggingu eða sektir.

Níunda breyting (1791): Tekur fram að réttindi sem ekki eru sérstaklega nefnd í stjórnarskránni haldist af fólkinu.

Tíunda breyting (1791): áskilur sér vald sem ekki er framselt til alríkisstjórnarinnar til ríkja eða þjóðar.

Ellefta breyting (1795): Takmarkar getu til að lögsækja ríki fyrir alríkisdómstól.

Tólfta breyting (1804): Breytir kjörferlinu við að kjósa forseta og varaforseta.

Þrettánda breyting (1865): Afnám þrælahalds.

Fjórtánda breyting (1868): Skilgreinir ríkisborgararétt, tryggir réttláta málsmeðferð og jafna vernd samkvæmt lögum og fjallar um málefni eftir borgarastyrjöld.

Fimmtánda breyting (1870): Bannar synjun atkvæðisréttar á grundvelli kynþáttar eða litarháttar.

Sextánda breyting (1913): Leyfir þinginu að leggja á tekjuskatta.

Sautjánda breyting (1913): Stofnar beina kosningu bandarískra öldungadeildarþingmanna með almennum kosningum.

Átjánda breyting (1919): Bannaði framleiðslu, sölu og flutning á áfengum drykkjum (afnumin með 21. breytingu).

Nítjánda breyting (1920): Veitir konum kosningarétt.

Tuttugasta breytingin (1933): Setur skilmála fyrir forseta og þing og fjallar um röð forseta.

Tuttugasta og fyrsta breytingin (1933): Niðurfellir 18. breytingin og bindur enda á bann á sölu áfengis.

Tuttugu og önnur breyting (1951): Takmarkar forseta við tvö kjörtímabil í embætti.

Tuttugu og þriðja breyting (1961): Veitir íbúum Washington, D.C., kosningarétt í forsetakosningum.

Tuttugasta og fjórða breytingin (1964): Bannar kosningaskatta í alríkiskosningum.

Tuttugasta og fimmta breytingin (1967): Tekur á forsetaembættinu og brottvikningu forseta sem er ófær um að gegna skyldum sínum.

Tuttugu og sjötta breyting (1971): Lækkar kosningaaldur í 18 ár.

Tuttugasta og sjöunda breytingin (1992): Frestar launahækkunum þingsins fram að næstu kosningalotu.

Eins og sjá má, snérust stjórnarskrárbreytingarnar fyrir 1900 um bætta stöðu einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Flestar breytar eftir 1900 snúa um að setja ríkisvaldinu skorður, það er misbeitingu valdsins.

Er eitthvað hér sem við Íslendingar getum lært af?

 


Að skila auðu í kosningum

Ég fór að velta fyrir mér kosningamál í kjölfar fjörugra umræðna hér á blogginu um hversu "vitlausir" kjósendur væru að kjósa Donald Trump. Ég kom kjósendunum til varnar og sagði að þeir hefðu rétt á að kjósa eins og þeim sýndist, þeirra er atkvæðisrétturinn.

Það er ekkert sem kallast að kjósa "vitlaust", þótt maður furðar sig stundum á hvernig kjósendur kjósi yfir sig kvalarann aftur og aftur. En, eins og áður sagði, þeirra er rétturinn til að gera slíkt.

En svo er það þegar menn kjósa en skila auðu. Það hef ég gert, þegar mér hefur ekki litist á blikuna og ekkert litist á neinn flokk. Ég kýs nefnilega eftir sannfæringu minni og þeim flokki sem kemst næst henni. Verra er ef menn velja að sitja heim, koma ekki á kosningastað, og taka þar með ekki þátt í lýðræðislegri kosningu. En þeirra er líka rétturinn, til að sitja heima!

En verst þykir mér, eftir að ég hef lagt á mig að fara á kosningastað, taka þátt í lýðræðislegri kosningu, að atkvæði mitt sem er e.t.v. autt, sem eru ákveðin skilaboð um að mér lítist ekki á pólitíska úrvalið í boði, skuli flokkað með ógildum atkvæðum.  Er það annars ekki hætt? Ógildir og auðir atkvæðisseðlar eru nú aðskildir?

Það er reyndar komið inn á þetta á Vísindavefnum (slóð: Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum? ) en svarið þar er gamalt eða frá 2009.

Þar segir: "Boðskapur kosningalaga um auð atkvæði er einfaldari en hér hefur verið lýst. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis merkir það einfaldlega að atkvæðið er ógilt. Í 100. grein laga nr. 2000/24 segir þannig: "Atkvæði skal meta ógilt: a. ef kjörseðill er auður". Vegna framkominna óska hafa kjörstjórnir í alþingiskosningunum 25. apríl 2009 þó fallist á að auð atkvæði verða talin sérstaklega, aðgreind frá ógildum."

Í forsetakosningunum 2020 voru auð og ógild atkvæði talin saman!!!

Í ofangreindri grein á Vísindavefnum segir einnig: "Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess:

1. Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði.

2. Hann kann af einhverjum ástæðum að vilja láta líta svo út sem hann hafi greitt fullgilt atkvæði í kosningunum. Þetta mátti sérstaklega sjá fyrir sér fyrr á árum þegar tilteknir stjórnmálaflokkar fylgdust grannt með því hverjir greiddu atkvæði í kosningum.

3. Hann leggur þetta ef til vill á sig til að sýna andúð sína á flokkakerfi og stjórnmálamönnum. Þetta hefur fyrst og fremst tilætluð áhrif ef andrúmsloft og umhverfi er þannig að margir aðrir gera slíkt hið sama."

Í öllum þremur tilvikum, er kjósandi að nýta sér kjörseðil sinn og senda skilaboð. Hann hefur ekki gert kjörseðil sinn ónýtan, t.d. með kroti.

Tökum eitt dæmi áður en ég enda þetta. Segjum að í sveitarfélagi séu greidd 10 þúsund atkvæði í kosningum. Þrjú þúsund kjósendur ákveða að skila auðu af einhverri ástæðu, t.d. vegna spillingar. Á að flokka þessi atkvæði sem ógild? 

Þarf ekki að virða þá sem taka þátt og sinna borgaralegri skyldu sinni og skila auðu? Og aðskilja þá frá þeim sem sitja heim eða ógilda atkvæði sín? 

 


Andstaðan við bókun 35 EES-samningsins er ekki lýðskrum

Ólafur Arnarsson skrifar nú í dag á Eyjunni grein sem ber heitið: Upphlaupið vegna bókunar 35 er innihaldslaust lýðskrum. Þar sakar hann andstæðinga bókunar 35 um að vera lýðskurmara. Hann gleymir því að við búum í lýðræðisríki og þar mega menn hafa mismunandi skoðanir og þetta er einmitt álitamál. 

Það væri galið að afgreiða svona mál að óaðathuguðu máli eins og er einmitt gert við EES-reglugerðirnar sem koma hingað á færibandi, fara í gegnum þingið óbreyttar og stimpaðar með stimplum og vottaðar af 63 skriffinnum.

Hann segir í greininni eftirfarandi:

"Bókun 35 við EES samninginn er svo hljóðandi:

Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“

Þetta er nokkurn veginn eins skýrt og það getur verið. Hér er kveðið á um að EFTA ríkin skuldbinda sig til að tryggja í lögum að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmda gildi ef ákvæði þeirra og annarra gildandi lagi stangast á.

Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að einu EES-reglurnar sem komnar eru til framkvæmda á Íslandi eru EES-reglur sem Alþingi Íslendinga hefur samþykkt sem íslensk lög. Hér er því ekki um framsal löggjafarvalds að ræða."

Þetta er svo sem gott og blessað en svo segir hann:

"Alþingi hefur vald til að gera tiltekna tegund laga rétthærri en önnur lög. Til dæmis gildir sú meginregla í íslensku réttarfari að sérlög standa framar almennum lögum.

Með því að samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 er Alþingi Íslendinga því að ákveða að íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum. Hér er því ekki um brot á stjórnarskrá Íslands að ræða."

Þarna stendur hnífurinn í kúnni....lesið þessa setningu aftur: íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum.

Ég efast um að eftirfarandi þungavigtamenn í íslenskum stjórnmálum og lögfræði, þeir Bjarni Jónsson, Arnar Þór Jónsson, Sigmundur Davíð Guðlaugsson og Davíð Þór Björgvinsson séu haldnir lesblindu og misskilji málið.

Hvað er þá vandamálið? Jú, það sama og þegar við stóðum fyrir því að innleiða EES-samninginn 1992 en þá, og ég man vel eftir þeirri deilu, hvort hann stæðist stjórnarskránna. Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands heyktist á að taka samninginn fyrir dóm íslensku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðisgreiðslu og eftir stendur að samningurinn (sem er góður að mörgu leyti) hefur aldrei verið samþykktur lýðræðislega af íslensku þjóðinni! Aldrei var látið reyna á hvort hann stæðis stjórnarskránna sem ég tel hann ekki gera.

Fyrir Ólaf og fleiri já-ara, þá er forsendan fyrir inngöngu í EES og innleiðingu EES-reglna þannig brostin bara vegna þess að vafi lék og leikur á lögmæti skv. stjórnarskrá. Hvað ef Hæstiréttur Íslands kemst að þeirri niðurstöðu í dómsmáli að við höfum verið að taka inn EES-reglur í 30 ár sem standast ekki yfirlög Íslands - sjálfa stjórnarskránna?

Og svo er það annað, punkturinn yfir i-ið, en það er að EES-reglur eru teknar inn og breytt í íslensk lög án þess að Alþingi geti breytt þessum reglum í meðförum sínum (að ég best veit).

Ef ég hef rétt fyrir mér í þessu, þá er ekki um eiginlega lagasetningu Alþingis að ræða (bara tækni búróismi; stimplun og vottun, engin  eiginleg lagagerð) og því getur upptaka erlendra reglna samkvæmt hörðustu skilgreiningu ekki staðist stjórnarskránna en í henni er kveðið skýrt á um í fyrsta hluta, annarri grein eftirfarandi:

I.

....
2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Hvergi er sagt að Alþingi eigi að undirrita erlendar reglur athugasemdalaust og koma hvergi að með eigin lagasetningu.

Það er eins með þennan og aðra samninga, þeir geta aldrei staðist tímans tönn og þeim ber að endurskoða reglulega. Það er gott að efast og er lýðræðislegt.

Takið eftir þessu (5.gr. b-liður):

5. gr.

Meðferð ESB-gerða sem háðar eru samþykki Alþingis....

b. Íslensk stjórnvöld hyggjast óska eftir efnislegri aðlögun við gerðina, svo sem undanþágum, sérlausnum eða frestun á gildistöku, sjá slóðina: Reglur um þinglega meðferð EES-mála

Þetta segir mér bara að við erum múlbundin af þessum samningi.

----

Að lokum og ég set málið fram á barnamáli þannig að allir skilji:

1) EES - samningurinn var aldrei samþykktur af íslensku þjóðinni á sínum tíma og Aþingi hafði aldrei neitt formlegt umboð til að skuldbinda íslensku þjóðina (ekki frekar en það hefur með inngöngu í ESB).

2) EES - Samningurinn stendst ekki aðra grein fyrsta ákvæðis stjórnarskránna um hver fari með lagasetningavald. Það gerir Alþingi, ekki yfirþjóðlegt vald ríkja.

3) Ekki dugar að ljósrita og þýða erlendar reglugerðir heldur þarf Alþingi að meðhöndla þær samkvæmt starfsreglum þingsins (þinglegar meðferðir heitir það), eigi að hafa rétt á að breyta og hafna (sem enginn hefur þorað að gera í 30 ár).

Ef Alþingi getur ekki breytt reglugerðunum sem koma hingað til lands (sbr. mengunarskattinn sem ESB ætlar að þvinga upp á okkur og Katrín var rosa ánægð með að fresta) eða hafnað, þá hefur Alþingi de facto ekkert lagasetningavald.

Svo ætla þeir að kóróna vitleysuna með því að láta sérlögin (sem Ólafur kallar EES-reglurnar og íslensk lög eru byggð á) gilda umfram almenning íslensk lög sett af Alþingi. Til hvers eru menn þá að semja íslensk lög á annað borð? Ég spyr!

 

 

 

 

 

 

 

 


Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband