Að skila auðu í kosningum

Ég fór að velta fyrir mér kosningamál í kjölfar fjörugra umræðna hér á blogginu um hversu "vitlausir" kjósendur væru að kjósa Donald Trump. Ég kom kjósendunum til varnar og sagði að þeir hefðu rétt á að kjósa eins og þeim sýndist, þeirra er atkvæðisrétturinn.

Það er ekkert sem kallast að kjósa "vitlaust", þótt maður furðar sig stundum á hvernig kjósendur kjósi yfir sig kvalarann aftur og aftur. En, eins og áður sagði, þeirra er rétturinn til að gera slíkt.

En svo er það þegar menn kjósa en skila auðu. Það hef ég gert, þegar mér hefur ekki litist á blikuna og ekkert litist á neinn flokk. Ég kýs nefnilega eftir sannfæringu minni og þeim flokki sem kemst næst henni. Verra er ef menn velja að sitja heim, koma ekki á kosningastað, og taka þar með ekki þátt í lýðræðislegri kosningu. En þeirra er líka rétturinn, til að sitja heima!

En verst þykir mér, eftir að ég hef lagt á mig að fara á kosningastað, taka þátt í lýðræðislegri kosningu, að atkvæði mitt sem er e.t.v. autt, sem eru ákveðin skilaboð um að mér lítist ekki á pólitíska úrvalið í boði, skuli flokkað með ógildum atkvæðum.  Er það annars ekki hætt? Ógildir og auðir atkvæðisseðlar eru nú aðskildir?

Það er reyndar komið inn á þetta á Vísindavefnum (slóð: Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum? ) en svarið þar er gamalt eða frá 2009.

Þar segir: "Boðskapur kosningalaga um auð atkvæði er einfaldari en hér hefur verið lýst. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis merkir það einfaldlega að atkvæðið er ógilt. Í 100. grein laga nr. 2000/24 segir þannig: "Atkvæði skal meta ógilt: a. ef kjörseðill er auður". Vegna framkominna óska hafa kjörstjórnir í alþingiskosningunum 25. apríl 2009 þó fallist á að auð atkvæði verða talin sérstaklega, aðgreind frá ógildum."

Í forsetakosningunum 2020 voru auð og ógild atkvæði talin saman!!!

Í ofangreindri grein á Vísindavefnum segir einnig: "Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess:

1. Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði.

2. Hann kann af einhverjum ástæðum að vilja láta líta svo út sem hann hafi greitt fullgilt atkvæði í kosningunum. Þetta mátti sérstaklega sjá fyrir sér fyrr á árum þegar tilteknir stjórnmálaflokkar fylgdust grannt með því hverjir greiddu atkvæði í kosningum.

3. Hann leggur þetta ef til vill á sig til að sýna andúð sína á flokkakerfi og stjórnmálamönnum. Þetta hefur fyrst og fremst tilætluð áhrif ef andrúmsloft og umhverfi er þannig að margir aðrir gera slíkt hið sama."

Í öllum þremur tilvikum, er kjósandi að nýta sér kjörseðil sinn og senda skilaboð. Hann hefur ekki gert kjörseðil sinn ónýtan, t.d. með kroti.

Tökum eitt dæmi áður en ég enda þetta. Segjum að í sveitarfélagi séu greidd 10 þúsund atkvæði í kosningum. Þrjú þúsund kjósendur ákveða að skila auðu af einhverri ástæðu, t.d. vegna spillingar. Á að flokka þessi atkvæði sem ógild? 

Þarf ekki að virða þá sem taka þátt og sinna borgaralegri skyldu sinni og skila auðu? Og aðskilja þá frá þeim sem sitja heim eða ógilda atkvæði sín? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt kosningalögum er auður atkvæðaseðill ógildur. Við tilkynningu um niðurstöðu talningar skal þess þó getið sérstaklega hve margir atkvæðaseðlar eru auðir og hve margir ógildir af öðrum ástæðum. Þannig er að minnsta kosti séð til þess að það komi fram hve margir skiluðu auðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2023 kl. 20:16

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er gott að heyra Guðmundur og takk fyrir ábendingu þína. En þarf samt sem áður ekki að aðgreina ógild og auð atkvæði í kosningalögunum en ekki að binda þetta við tilkynningu um kosningaúrslit?  

Birgir Loftsson, 5.8.2023 kl. 22:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem er fjallað um ógild atkvæði í kosningalögunum eru taldar upp ástæður fyrir því að þau geta verið ógild og sú fyrsta í þeirri upptalningu er ef seðill er auður. Þar sem skylt er að tilkynna um fjölda auðra seðla sérstaklega þarf nauðsynlega að halda þeim aðgreindum við talninguna og þannig má segja sem svo að sú aðgreining sé í raun tryggð.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2023 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband