Óáhugaverðar kappræður - en línur eru að skýrast

Bloggari gerði heiðalega tilraun til að fylgjast með kappræðunum í gærkvöldi. Er hann settist niður, var rætt um innflytjendamál og virðist spyrill RÚV kappsmál að frambjóðendurnir tali fallega um innflytjendur og hælisleitendur.  Bloggari klóraði sig í kollinum, enda ekki á könnu forseta að ráða til um útlendingamál.

En forsetinn er forseti íslenskra ríkisborgara, hvort sem þeir eru af erlendum uppruna eða íslenskum. Það er það sem skiptir máli. M.ö.o. hann er fulltrúi kjósenda sinna. En honum er guðs velkomið að hvetja til samstöðu og einingu innan þjóðfélagsins.

Svo var farið að spyrja um einskins verða hluti eins og hvaða hljómsveit er í uppáhaldi hjá þér...og áhuginn hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Tók eftir að alþýðumennirnir tveir, man ekki nöfn þeirra, voru hreinskiptir og sögðu það sem þeim fannst sem var aðdáunarvert.

Bloggari er á því að forsetinn verði að hafa þekkingu á stjórnkerfinu, því að hann er fulltrúi þjóðarinnar gagnvart því. Það eru því aðeins þrír til fjórir einstaklingar sem koma til greina í hans huga. Það er Arnar Þór Jónsson, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson en Halla Tómasdóttir bauð af sér góðan þokka. Veit því miður ekki hver þekking hennar er.

Ef útilokunaraðferðin er notuð, þá eru það aðeins tveir sem virkilega koma til greina. Arnar Þór og Baldur. Báðir þekkja stjórnkerfið eins og lófann á sér, vita hvernig það virkar, eru báðir skelleggir en um leið virðulegir (Halla T. reyndar líka) en Katrín er því miður ennþá í miðri synd. Hún hefði átt að bíða eins og Ólafur Ragnar, láta tímann hreinsa stjórnmálasyndir sínar, og bjóða sig svo fram. Hún ber ábyrgð á öllu því sem gert hefur verið síðastliðin sjö ár, ætlar svo að vippa sig yfir borðið og taka við lögum sem hún hefur sjálf staðið að gerð!!! Er enginn sem sér fáranleikann í stöðu hennar?

Svo er frambjóðandinn sem nýtur mesta fylgi, Halla Hrund, sem er með réttu umbúðirnar, en Týr í Viðskiptablaðinu er ekki par hrifinn af henni. Hann líkir tali frambjóðandans við einfeldninginn Chance úr kvikmyndinni Being There. "Það eru vissulega tíðindi að eftirspurn eftir fulltrúum hans sé jafn mikil og raun ber vitni á Íslandi". Tek það fram að bloggari er ekki Týr (!) en hann notaði þessa sömu samlíkingu um Joe Biden. Sjá slóð: Fram í sviðsljósið

Bloggari finnst svolítið erfitt að ræða um einstaklinga með nafni, það virkar eins og að fara í manninn, ekki boltann. En svona eru forsetakosningar. Einstaklingar bjóða sig fram, ekki flokkar. Þeir standa og falla með eigin persónuleika, sögu og bakgrunn. Þeir verða að þola gagnrýni sem forsetaframbjóðendur en fá vonandi ekki skítkast um leið.

Enn og aftur, forsetinn þarf að vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart stjórnkerfinu og umheiminum um leið. Hann þarf því að vera röggsamur, virðulegur, vel máli farinn og kunna að leysa alla stjórnmálahnúta. Við eigum ekki skilið að fá aðgerðalaust "sameiningartákn" sem situr á Bessastöðum í vellistingum.

En svo eru stóru málin, hvernig bregðst frambjóðandinn við er hann er orðinn forseti, við lögum eins og bókun 35? Eða hvert er afstaðan gagnvart aðildarumsókn að ESB? Seinast var þjóðin ekkert spurð....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband