Þátttaka allra Norðurlanda í NATÓ breytir öllu fyrir löndin

Margir gera sér ekki grein fyrir breytingunum sem hafa fylgt þátttöku allra Norðurlanda í NATÓ.  Öflugustu herveldin, Svíþjóð og Finnland stóðu utan NATÓ þar til á þessu ári.  Það að Noregur og Danmörk hafi verið í hernaðarbandalaginu en hin yfirlýst hlutlaus ríki, hefur komið í veg fyrir nauðsynlega samvinnu ríkjanna í vörnum Norður-Evrópu.

Þessi samvinna er nauðsynleg en það að ríkin tilheyri nú öll NATÓ, hefur hagræði í för með sér.  Nú geta danska herþotur æft í Svíþjóð og öfugt og þvert og kruss öll Norðurlönd. Þar á meðal Ísland. Nú skapast hagræði af að kaupa sameiginlega inn vopn, samstilla vopnabúnað og þjálfa herliðin saman.

Allar þjóðir á Norðurlöndum, nema Ísland, eru að tryggja varnir sínar. Aukin fjárlög til hermála, herskylda og stækkun herja er efst á dagskrá hjá þeim öllum...nema Íslandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með málaflokk varnarmála, geri nokkuð fremar en fyrri daginn í að efla varnir landsins. Skilningur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á varnar- og öryggismálum er ekki meira en það, að ætlunin var að selja einu eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar. Ekki einu sinni er lögreglunni sinnt, en minna en lágmarks mannskapur er notaður til gæta öryggi borgaranna.

Á meðan er til peningar í alls kyns gæluverkefni, þannig að ekki er hægt að segja ekki sé til fjármagn, heldur skortir forgang. Sömu sögu er að segja af heilbrigðiskerfinu, samgöngukerfinu, velferðarkerfinu, alls staðar vantar pening en samt eru til peningar, þeir fara bara annað. 

 

 

 


Bloggfærslur 7. maí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband