Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í höndum Gunnlaugs Þórs Þórðarsonar

Nú stefnir í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Gunnlaugur Þór Þórðarson ætlar að fara í slaginn gegn Bjarna Benediktsson. 

Sá síðarnefndi virðist vera samtvinnaður við spillingamál síðan hann tók við keflinu fyrir 15 árum. Hann hefur að því virðist verið málsvari sérhagsmunina, sérhagsmunahópa og hann hefur greinilega ekki fylgt stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins hvað varðar hægri gildi. Sjá má þetta í t.d. í útlendingamálunum og ofuráherslu á að hygla stórfyrirtækjunum og bönkum á kostnað smáfyrirtækja.

En hver er hugmyndafræði flokksins?  Sjálfstæðisflokkurinn segir hlutverk sitt „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Á sumum tímabilum hefur flokkurinn tekist að ná til allra stétta, líka lágstéttanna, en hann virðist skýrskota meira til hægri krata í nútímanum og margir sem eru í flokknum eru í raun sósíaldemókratar og ættu hreinlega ekki að vera í flokknum (dæmi um þetta er sjónvarps þáttagerðarmaður sem segist vera hægri maður).

Sjá mátti þetta þegar Viðreisn var stofnun, að þangað leitaði vinstri armur Sjálfstæðisflokksins og er aðeins sjónarmunur á stefnu þess flokks og allra hinna vinstri flokkanna, sem eru VG, Samfylkingin, Píratar og Flokkur fólksins dansar á línunni. Framsókn nær enn að vera á miðjunni en Miðflokkurinn er til hægri á kvarðanum, í raun meira til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar.

Hinn hluti Sjálfstæðisstefnunnar er söguleg arfleifð sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um að Ísland eigi skilyrðislaust að vera sjálfstætt ríki og ætti flokkurinn því að vera á móti ESB en í raun styður hann EES og Schengen.

Stjórnmálaleg hugmyndafræði flokksins opinberlega er: Frjálslynd íhaldsstefna, frjálshyggja og Hægristefna.

Svo er það að vera leiðtogi þjóðar og stjórnmálaflokks. Bjarni er eflaust viðkunnulegur maður sem persóna en það er ekki spurt um slíkt í stjórnmálum, heldur er spurt hvort hann sé leiðtogi eða ei? 

Bjarni hefur sýnt það í verkum að hann er búrókrati, en erfitt er að þýða þetta orð. Það er notað yfir embættismenn, stundum eru þeir kallaðir slangryrðunum skriffinnar eða möppudýr. Hann hefur reynst afburðar embættismaður og séður að láta fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið haldast innan vébanda Sjálfstæðisflokksins, enda veigamestu ráðuneytin.

En Bjarni hefur fallið á prófinu að vera leiðtogi. Hvernig þá? Jú, hann er frekar óáberandi opinberlega, virðist kunna best við sig í ráðuneytinu að sinna daglegri stjórnsýslu og makka á bakvið tjöldin.

En hann hefur látið hugmyndastefnuna og auglýsingu hennar lönd og leið, og gefið hinum flokkunum sviðið eftir. Skekkjan er orðin svo mikil að enginn veit hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir lengur og augljós hægri gildi og stefna er óljós í höndum Bjarna.

Spurningar: Af hverju er bálkið látið blása út? Af hverju hækka skattar í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins? Af hverju standa Sjálfstæðismenn ekki vörð um landamæri Íslands? Og láta EES og Schengen ráða förinni? Hvað með einstaklingsfrelsið? Af hverju stendur flokkurinn ekki fast á móti woke menningunni? Sem er að hluta til aðför að tjáningarfrelsinu. Af hverju stendur flokkurinn ekki með þjóðlegum gildum og kristinni trú? Er eðlilegt að eini hægri flokkurinn í landinu hefur aðeins 20-25% fylgi?

Nú er svo komið að Miðflokkurinn er de facto meiri hægri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og hann er meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni, þótt aðeins um tveggja manna flokk er að ræða? Er það ekki undarlegt?

En hvað gerir Gunnlaugur nú? Verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur hægri flokkur undir stjórn Gunnlaugs? Hugmyndafræði flokksins endurreist? Geta hægri menn, sem hafa ekki gert það vegna sérhagsmuna stefnu núverandi forystu, kosið flokkinn á ný?


Um Moggabloggið - Margt sem má lagfæra

Ég hef einu sinni rætt um Moggabloggið hér. Svo við byrjum á hrósinu, þá er það frábært umræðutorg, þar sem allar raddir fá sitt dagsljós. Ég hef ekki orðið var við neina ritskoðunartilburði, hvort sem það er vegna þess að bloggararnir eru vandað fólk eða ritstjórn bloggsins sjá í gegnum fingur sér þegar mönnum er heitt í hamsi.

Aðgangur bloggara að umræðunni

En ég hef líka bent á að margt mætti laga í sambandi við uppsetningu og gera öllum jafnt undir höfuð. Í fyrra bloggi mínu benti ég á að á forsíðu Bloggsins megi sjá 10-12 blogg sem kallast "Umræðan eða Úrdráttur úr umræðunni". Í liðnum Svarað og spurt á vef Bloggsins segir um spurninguna: "Hvernig eru þeir bloggarar valdir sem eru í Umræðunni?"

Svarið er: "Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum."

En raunveruleikinn virðist vera annar. Alltaf sama fólkið (með fullri virðingu fyrir því) sem raðar sig á "topp tíu" listann og fær þar af leiðandi mestu lesningu og athygli. Ekki nóg með það, heldur fer það líka í listann "Nýjustu færslur" á sama tíma sem þýðir birting á tveimur stöðum í einu.

Það er margt fólk sem skrifar málefnilega, skrifar oft, skrifar misjafnlegar langar blogggreinar o.s.frv. en það fær enga athygli. Ég veit dæmi um að margir nenna ekki að skrifa vegna þessa atriði.

Þetta er einfalt að laga, leyfa öllum nýjum færslum að fara í gegnum "top tíu listann" og niður í "Nýjustu færslur" eftir því sem nýrri blogg berast. Allir fá jafna athygli og ef til vill verða til nýjar "bloggstjörnur" með vinsælt blogg.

Flokkun bloggs

Annað sem vekur athygli mína eru bloggflokkarnir. Sumir þessir flokkar eru úreldir, rangt flokkaðir eða lítt notaðir. Sjá flokkanna hér að neðan.

Tökum dæmi: Stjórnlagaþing sem var bara stundarfyrirbrigði. Þar eru aðeins 94 færslur og það er búið að leggja stjórnlagaþingið niður. Hvers vegna í ósköpunum er þessi flokkur enn uppi?

Svo er það flokkurinn "Pepsi deildin". Þessi deild er ekki lengur til eða réttara sagt, gengur undir nýju heiti sem er "Besta deildin". Af hverju ekki að breyta heitinu á bloggflokknum?

Svo má sameina bloggflokka. Dæmi: Til eru tveir flokkar, "Trúmál" og "Trúmál og siðferði". Mætti ekki sameina þessa flokka?

Að lokum. Það má líka bæta við nýjan eða nýja flokka. Dæmi: bloggflokkurinn "Saga" sem er ekki til. Eflaust má bæta einhverjum bloggflokki við sem ég sé ekki hér, eða laga umhverfi bloggaranna. En hér læt ég staða numið.

 

Bílar og akstur (3492)BloggarBloggar (400144)BækurBækur (4611)
DægurmálDægurmál (83491)Enski boltinnEnski boltinn (3220)EvrópumálEvrópumál (15056)
FerðalögFerðalög (9597)FjármálFjármál (3681)Formúla 1Formúla 1 (880)
HeimspekiHeimspeki (2034)ÍþróttirÍþróttir (25083)KjaramálKjaramál (4339)
KvikmyndirKvikmyndir (11683)LífstíllLífstíll (24812)LjóðLjóð (5995)
LöggæslaLöggæsla (2352)Matur og drykkurMatur og drykkur (7638)Menning og listirMenning og listir (17330)
Menntun og skóliMenntun og skóli (4443)Pepsi-deildinPepsi-deildin (2255)SamgöngurSamgöngur (2955)
SjónvarpSjónvarp (5590)SpaugilegtSpaugilegt (7693)Spil og leikirSpil og leikir (22443)
StjórnlagaþingStjórnlagaþing (94)Stjórnmál og samfélagStjórnmál og samfélag (258694)SveitarstjórnarkosningarSveitarstjórnarkosningar (698)
TónlistTónlist (14622)TrúmálTrúmál (4294)Trúmál og siðferðiTrúmál og siðferði (15001)
Tölvur og tækniTölvur og tækni (3656)UmhverfismálUmhverfismál (3078)Utanríkismál/alþjóðamálUtanríkismál/alþjóðamál (8254)
ÚtvarpÚtvarp (495)VefurinnVefurinn (10034)Viðskipti og fjármálViðskipti og fjármál (15894)
Vinir og fjölskyldaVinir og fjölskylda (22850)

Niccolò Machiavelli og íslensk stjórnmál

Byrjum á að kynna manninn til sögunnar (tekið af Wikipedia):

Niccolò Machiavelli (3. maí 1469 – 21. júní 1527) var ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður sem er einkum þekktur fyrir kenningar sínar í stjórnmálafræði sem hann setti fram í bókinni Furstinn (um 1513), en einnig fyrir ljóð og leikverk. Hann fæddist í Flórens og hóf feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu lýðveldisins frá 1494 til 1512 og ferðaðist um Evrópu sem sendifulltrúi.

Þegar Mediciættin náði aftur völdum var hann ákærður fyrir þátttöku í samsæri gegn þeim, settur í fangelsi og pyntaður. Leó X, nýi Medici-páfinn, fékk hann lausan og hann settist þá að í sveit utan við San Casciano, nærri Flórens, þar sem hann helgaði sig ritstörfum. Við hann er kennd (með réttu eða röngu) sú stjórnmálaheimspeki sem gengur út á að tilgangurinn helgi meðalið.

Stjórnmálaheimspeki Machiavelli

Höldum okkur enn við íslensku Wikipedia og förum í stjórnmálaheimspeki Machiavelli:

Rit Machiavelli um stjórnspeki (þá helst Furstinn, þar sem hann heldur sig við umræðu furstadæma) lýsa með skarpskyggni og raunsæi stjórnmálalífi þess tíma, verk hans má þó yfirfæra á nútíma stjórnmál. Ólíkt heilögum Tómasi — sem taldi það vera í eðli mannsins að uppfylla tilætlanir Guðs— þá segir hann eðli mannsins einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd.

Meginmarkmið landstjórnar er að auka vald landsins og stjórnendur þess ættu ávallt að sniðganga siðferðisreglur, lög og loforð þegar kemur að því að tryggja og auka völd, þeir lúti þó einni reglu og hún er að tryggja hagsmuni ríkisins. Furstinn (m.ö.o. stjórnendurnir) ætti því að sitja einn um völd og láta trú og annað ekki trufla sig. Furstinn ætti að virða eðli þegna sinna en notfæra sér þörf þeirra fyrir öryggi og vernd. Velferð þeirra er honum þó algjört aukaatriði, nema það henti til valdaaukninga. Í ritinu Orðræðan metur hann á svipaðan hátt ýmis stjórnkerfi og kemst að raun um að lýðveldi sé líklegast besta og stöðugasta kerfið ef það nýtur stuðnings þegnanna.

Furstinn: Hvers vegna ein hataðasta bók sögunnar skiptir enn máli

Það er þannig með flest allar bækur, að viska þeirra úreldis með tímanum, með nýrri þekkingu. En það er ekki alltaf þannig, því að þær bækur sem lýsa mannlegu eðli, hafa sumar reynst, ef skrifaðar af skarpskyggni, orðið tímalausar í visku sinni. Svo virðist hátta með bókinna Furstinn sem er til í íslenskri þýðingu.

Við sem búum í lýðræðisríkjum tökum ekki undir orð Marciavelli um að sniðganga eigi siðferðisreglur og furstinn ætti að sitja einn að völdum. Hann segir að markmið furstans; (sem gæti verið) einræðisherrans; konungsins; forsætisráðherrans eða forsetans ættu að tryggja hagsmuni ríkisins og það geta allir verið sammála um.

Viðhorf Machiavelli til eðlis mannsins, að það einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd er kaldhæðnislegt og einkennist af svartsýni. En við vitum að þessir lestir eru hluti af stjórnmálunum og hver þekkir ekki sögur af stjórnmálamönnum sem auðga eigin fjárkistur með aðgangi sínum að völdum, samböndum og síðan ekki síðst vitneskju/upplýsingum sem getur reynst dýrmætari en gull.

Það versta er að ályktanir Marchiavelli í Furstanum eru að mörgu leyti enn ótrúlega viðeigandi fyrir okkur í dag.

Bókin byrjar á því að segja okkur að hún snýst um hvernig eigi að reka (sérstaklega) ítalskt endurreisnarveldi en þá var Ítalíu skipt upp í borgríki. Þó nokkrir hlutar bókarinnar, eins og kaflinn sem fjallar um rétta hlutfall hermanna og málaliða til að byggja upp her séu minjar fyrri tíma, býður Furstinn okkur enn upp á hagnýtar kennslustundir í stjórnmálum í dag.

Þó að sumar af bestu hugmyndunum í bókinni geti virst augljósar, eins og að ráðgjafaráð ætti samanstanda af vitrum mönnum frekar en smjöðrurum; fylgja margir samt ekki þessum einföldu ráðleggingunum.

Marhiavelli og íslensk stjórnmál

Íslenskir stjórnmálamenn virðast falla undir þessa gryfju stjórnmálanna skv. lýsingum Marchiavellis og stjórnmálamenn innan gamalgrónum flokkum, eins og Framsóknarflokknum, VG, Sjálfstæðisflokknum (og flokka sem ekki sitja í ríkisstjórn), sem sitja nú við völd, hafa setið undir ásökunum um spillingu við sölu á ríkiseignum og bönkum. Þeir hafa setið undir ásökunum um vitnesku um innherja upplýsingum, niðurfellingu skulda sína eða aðstandenda eða auðga sig og sína.

Hefur Machiavelli ekki rétt fyrir sér hvað eiginlega völd og áhrif geta haft á stjórnmálaelítuna og dregið fram mestu lesti mannlegs eðlis? En þessir menn (konur og karlar) eru aldrei dæmdir nema í undantekningatilfellum. Fáir íslenskir ráðherrar hafa sagt af sér vegna spillingamála sem hafa komið, sama á við um Alþingsmenn. Það eru þó dæmi um slíkt.

En helsta meinsemd íslenskra stjórnmála er frændhygli (smæð samfélagsins býður upp á það)en síðan en ekki síst stöðuveitingar innan stjórnsýslunnar. Glöggir lesendur þessa pistils, þurfa að ekki nota langtímaminnið, raunar að fara ekki lengra en tvo mánuði aftur í tímann til að finna a.m.k. eitt dæmi, til að rifja upp umdeilda stöðuveitingu í forstöðumanna stöðu.

Tilvísanir í orð Marchiavelli

Hér eru nokkrar af þeim hugmyndum sem hægt er að nota, til góðs eða ills, settar fram af Machiavelli.

"Skilsamur maður ætti alltaf að feta brautina sem stórmenni feta og líkja eftir þeim sem eru framúrskarandi."

„Það er því nauðsynlegt fyrir furstann að hafa lært hvernig á að vera annað en góður og að nota, eða nota ekki, gæsku sína eins og nauðsyn krefur."

„Allar aðgerðir eru áhættusamar, þannig að varfærni felst ekki í því að forðast hættu (það er ómögulegt), heldur að reikna áhættu og bregðast við af festu. Gerðu mistök af metnaði en ekki mistök af leti. Þróaðu styrk til að gera djarfa hluti, ekki styrk til að þjást.“ Þetta á sérstakleg við ef ríkið ákveður að fara í stríð. Góð dæmi um þetta er Falklandseyjarstríðið, Afganistanstríðið og Úkraníustríðið. Þar sem árásaraðilarnir misreiknuðu styrk varnaraðilans.

„Hafðu í huga að það eru tvær leiðir til að berjast, önnur í samræmi við lög manna, hin með valdi; sú fyrri hæfir mönnum, hin síðari skepnum. En þar sem fyrri aðferðin er oft árangurslaus verður nauðsynlegt að grípa til hinnar.“

„Og hér verðum við að athuga að annaðhvort verður að smjaðra fyrir mönnum eða kremja þá; Því að þeir munu hefna sín fyrir lítilsháttar ranglæti, en fyrir alvarlegt geta þeir það ekki. Sá skaði sem þú veldur manni ætti því að vera slíkur að þú þurfir ekki að óttast hefnd hans."

Svo mörg voru þau orð.

 

 


Málfrelsið sigrar - Elon Musk kaupir Twitter

Baráttan um málfrelsið fer fram í Bandaríkjunum og hefur orrustan staðið í mörg ár. Samfélagsmiðlar sem eiga að heita "forum" eða torg samskipta fólks á milli, hafa breyst í áróðurstorg ákveðina skoðana.

Samfélagsmiðlarnir hafa ráðið undirverktaka, sem eiga að ákveða hvað telst vera rétt, hvaða staðreynd er rétt, hvað megi segja um fólk og hluti og hvaða orðfæri megi nota. Er þetta málfrelsi? Þetta gerist á sama tíma og tækifærið fyrir Jón og Gunnu að tjá sig hefur aldrei verið meira. Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta þróast í þessa átt?

Jú, samþjöppun eignarhalds á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Talað hefur verið um að uppspretta frétta fyrir heimsbyggðina komi aðeins úr fáeinum fréttalindum. Að sjálfsögðu verða fréttir til hjá smærri fjölmiðlum en það sem mannkynið er matreitt á, á sér fáar lindir. Sama er um samfélagsmiðlanna. Þeir eru í eigu fárra manna, sem eru "frjálslindir" auðjöfrar og flestir þeirra, ef ekki allir, búa í hinni "frjálslindu" (hugtakið frjálslindur, hefur tekið gagnstæða merkinu, í meðförum þeirra sem segjast vera frjálslindir) Kaliforníu, sem er höfuðvígi demókrata í Bandaríkjunum. Þeir sem hallast í hina áttina, til hægris, kvarta yfir ritskoðunartilburði.

Maður heyrir reglulega af Íslendingum sem eru settir í skammarkrókinn eða vísað á dyr af samfélagsmiðlum eins og Facebook. Enn getur fólk sent inn kvartanir, líkt og börnin gerðu í framtíðarsýn George Orwells í skáldsögunni 1984 sem tilkynntu foreldra sinna til hugsunarlögreglu alræðisríkisins, og tilkynnt fólk sem það telur fara út af pólitísku línunni.

Og enn birtast "viðvörunarmerki" Facebook við sama hvaða frétt það er um Covid-19. Faraldurinn hefur gengið niður og það má samt ekki fjalla á óritskoðaðan hátt um Covid?

Kaup Elon Musk á Twitter er ef til vill merki um vatnaskil í baráttunni um málfrelsið. Vinstri öfgamenn í Bandaríkjunum hafa farið offari, líkt og hægri menn gerðu á tímum repúblikanann Joseph McCarthy sem átti sæti í Öldungadeildinni frá 1947-57. Þá fékk fólk á endanum nóg af ofstæki McCarthy og fylgismanna hans. Þá voru vinstri menn ofsæktir og þá sem mögulega gætu verið vinstri. Í þeirri "byltingu" voru hausarnir látnir falla.

Ef repúblikanar sigra í "midterm" eða miðtíma kosningunum sem eru innan við tvær vikur, í báðum deildum, hafa kjósendur sent skýr skilaboð til demókrata um að þeir séu orðnir þreyttir á "woke" menningunni og fylgifiska hennar eins og árásir á málfrelsið og óstjórn á efnahagi ríkisins.

Fyrsta skref var Musk var að reka stjórn Twitters og talið er að um 75% starfsmanna eigi eftir að fá reisupassann. Spurningin er hvort einhverjir þeir fái tækifæri til að eyðileggja samfélagsmiðilinn á útleiðinni.

Endurreisn málfrelsisins

Í apríl síðastliðnum sagði Musk að hann teldi að tjáningarfrelsi væri „grundvöllur starfandi lýðræðis“ og að Twitter væri „stafræna bæjartorgið þar sem rætt er um mikilvæg atriði fyrir framtíð mannkyns".

Hann ítrekaði þá yfirlýsingu í bréfi til auglýsenda á fimmtudaginn, en lagði áherslu á að Twitter „gæti augljóslega ekki orðið frjálst fyrir allan helvítis þvætting, þar sem hægt er að segja hvað sem er án afleiðinga!

„Auk þess að fylgja landslögum okkar verður vettvangurinn okkar að vera hlýr og velkominn fyrir alla, þar sem þú getur valið upplifun þína í samræmi við óskir þínar,“ sagði Musk (í lauslegri þýðingu minni).

Þegar kemur að varanlegum bönnum á Twitter hefur Musk sagt að hann telji að þau ættu að vera „afar sjaldgæf“ og fyrst og fremst frátekin fyrir ruslpóst eða falsa reikninga.

Milljarðamæringurinn hefur áður sagt að hann ætli að snúa við varanlegu banni sem var sett á Donald Trump fyrrverandi forseta. Hins vegar sagði Trump Stuart Varney hjá FOX Business fyrr á þessu ári að hann hefði engin áform um að ganga aftur til liðs við Twitter. Þess í stað sagðist hann halda áfram að einbeita sér að sínum eigin samfélagsmiðlavettvangi, Truth Social.

Því er frétt Kristjáns Kristjánssonar á Eyjunni um yfirtöku Musk, Trump fagnar – „Ég sný aftur á mánudaginn“ nokkuð sérstök.  Ekki er annað hægt að lesa en að Kristjáni sé ekki vel við störf fyrrum forseta. Blaðamenn eins og hann ættu að fagna útbreiðslu málfrelsisins og tekist hafi að verja eina læðvígustu árás á grundvöll lýðræðisins í heiminum, sem er tjáningarfrelsið. Væri hann og kollegar hans sáttir við að vera beittir ritskoðun í fréttaflutningi sínum?

Kristján gat ekki setið á sér og bætti við í lok greinar sinnar (kannski er hann bara að þýða grein úr CNN án gagnrýnis gleraugna): "Gagnrýnendur segja að Truth Social eigi í vandræðum vegna útbreiðslu hatursræðu og lyga. Hópar, sem styðja samsæriskenninguna QAnon, eru áberandi á miðlinum."

Þetta minnir á þjóðsöguna um Guðmund góða í Drangey og viðureign hans við hið illa og hún er svona:

"Guðmundur góði Arason biskup var fenginn til að vígja fuglabjörg Drangeyjar ef það gæti orðið til þess að fækka slysum. Hann seig í björgin allt í kringum eyna og skvetti vígðu vatni á klettana. Hann var kominn langleiðina hringinn í kringum eyna og hékk í kaðli við að vígja bjargið. Þá kom grá og loðin loppa út úr bjarginu. Hún hélt á stórum hnífi og reyndi með honum að skera á kaðalinn sem Guðumundur hékk í. Um leið heyrði Guðmundur að sagt var: „Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup: einhvers staðar verða vondir að vera.“ Hnífurinn beit hins vegar ekki á kaðalinn og Guðmundur komst aftur upp á bjargbrúnina." Slóð: Guðmundur góði í Drangey

Eigum við ekki að leyfa hinum vondu að vera einhvers staðar og þeirra illmælgi? Dæma orð þeirra sig ekki sjálf? Gefa fólki tækifæri til að brjóta niður rök þeirra? Er fólk ekki fært sjálft um meta hvað það finnst vera vitleysa eða þurfum við forræðishyggju og -stjórnum samfélagsmiðla til að segja okkur hvað við eigum að lesa og hugsa? Erum við ekki fullorðið fólk sem getum hugsað sjálfstætt?

Ekki virðist svokallað góða fólkið, vera nokkuð betra með ritskoðunartilburði sína. Eigum við að leyfa því að stjórna hugsunum okkar og orð okkar? Á það að fá að stjórna hvað er sagt í kaffistofum landsins? Þar sem jafnvel spaugið er illa séð?

Hvort er betra ritskoðun eða frjáls umræða, þar andstæðar skoðanir fái að takast á? Svari hver fyrir sig og þá vitum við hvaða mann hver hefur að geyma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Deilur um Gamla sáttmála

Patricia Pires skrifaði doktorsritgerð við Cambridge-háskóla um Íslendinga og Noregskonunga og í samtali við Lesbók segir hún niðurstöðu sína þá, að Gamli sáttmáli sé tilbúningur; færður fyrst í letur á fimmtándu öld og í hennar tíðaranda en sé ekki frá 1262. Sjá slóðina: Mín köllun er að kynna íslenzkar miðaldir

Doktorsritgerð hennar heitir; Íslendingar og Noregskonungar í ljósi sagna og lagatexta.

Hún segir: "Þessi mynd breyttist heldur betur, þegar ég fór að rannsaka málið og þá sérstaklega Gamla sáttmála því niðurstöður mínar urðu þær, að sá Gamli sáttmáli, sem við þekkjum, sé alls ekki frá 13. öld, heldur saminn tveimur öldum síðar og efni hans þá byggt á minnum og því sem menn vildu að hefði verið í slíkum samningi!

Gamli sáttmáli er ekki samhljóma ástandinu á Íslandi á 13. öld. Af honum mætti ráða, að Íslendingar hafi verið fátækir og þurfandi og má í því sambandi benda á þá grein, sem segir að Noregskonungur skuli sjá til þess að sex skip gangi af Noregi til Íslands. Ekki er nú beðið um mikið fyrir landið allt! En Sturlunga gefur allt aðra mynd af Íslandi þessa tíma; Íslendingar voru ekki fátækir, heldur í góðum efnum og djarfhuga.

Hins vegar smellpassar Gamli sáttmáli við Ísland á 15. öld. Þá ríkti fátækt í landinu og menn vildu meðal annars opna fyrir viðskipti við Englendinga. Það hefur ábyggilega verið vopn í þeirri baráttu að draga fram Gamla sáttmála og segja við Noregskonung að hann hafi ekki uppfyllt samninginn, hvað skipin sex snerti!

Í lagatextum frá 13. og 14. öld er hvergi minnzt á Gamla sáttmála, það er ekki fyrr en á þeirri fimmtándu sem hann stekkur allt í einu alskapaður fram í dagsljósið."

Þessi kenning hennar finnst mér ekki standa dagsins ljós.  Athugið að ég er ekki að skrifa hér lærða ritgerð, aðeins blogg, en það eru nokkur atriði sem koma strax upp í hugann sem varpar rýr á kenningu hennar.

Í fyrsta lagi urðu hér tímamót 1262/64 þegar Sturlungaöld leið undir lok. Gissur sneri aftur heim eftir að hafa verið stefnt til Noregs en nú með jarlsnafbót en varð ekkert ágengt og það var ekki fyrr en 1262 sem Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og samþykktu Gamla sáttmála, sem stundum var nefndur Gissurarsáttmáli. 

Á Wikipedia segir að ,,...Framan af, það er að segja frá 13. öld og fram á miðja 15. öld, er oft mjög torvelt að greina hverjir voru eiginlegir hirðstjórar og hverjir umboðsmennn hirðstjóra eða fógetar, svo og hvort menn höfðu hirðstjórn yfir allt landið eða aðeins helming þess eða einstaka fjórðunga. Ketill Þorláksson er fyrsti maðurinn sem kallaður er hirðstjóri í konungsbréfi og á honum hefst Hirðstjóraannáll Jóns Halldórssonar í Hítardal Á undan honum höfðu ýmsir menn verið umboðsmenn konungs á Íslandi en óvíst er hvaða embættistitla þeir báru þótt hefð sé fyrir því að telja Hrafn Oddsson og Orm Ormsson fyrstu hirðstjórana."

Jafnframt segir um lögmenn Íslands að ,,...Bárður Högnason (d. 1311) var lögmaður á Íslandi árið 1301. Hann var norskur og hafði riddaratign. Hann hafði komið hingað áður 1295 sem sendimaður Eiríks konungs og hefur því verið eitthvað kunnugur landinu.

Vorið 1301 kom Bárður aftur með Loðni af Bakka og Álfi úr Króki, sendimanni Noregskonungs. Hafði Hákon konungur háleggur sent þá til landsins og útnefnt Bárð og Loðin lögmenn. Var það í fyrsta skipti sem konungur tók sér vald til að skipa íslenska embættismenn og tók hann ekkert tillit til þess að fyrir voru lögmenn sem Íslendingar höfðu sjálfir kosið ári áður. Áttu þeir meðal annars að sjá til þess að konungur yrði hylltur af Íslendingum."

Hvers vegna er ég að rekja hverjir voru hirðstjórar, umboðsmenn eða lögmenn Íslands á 13. öld? Jú, það segir að Noregskonungur hafi raunverulega náð ákveðnum völdum yfir Ísland á seinni helmingi 13. aldar og í upphafi 14. Hann náði meira segja tangurhaldi á lögmannsembættinu sem er íslenskt að uppruna og æðsta íslenska embætti landsins gagnvart framkvæmdarvaldinu (konungsvaldinu). Sýslumenn komu til sögunnar sen fulltrúar konungsvalds í héraði, eða réttara sagt landsfjórðungi (fjöldi sýslumanna og sýslna var þá fljótandi). Járnsíða og síðar Jónsbók fjölluðu um nýsett valdakerfi Noregskonungs.

Til þess að geta tekið völd á Íslandi, þarf að gera skrifleg plögg, sáttmála milli Íslendinga og Noregskonungs. Menn voru formfastir á þessum tíma og skriffinnskan söm við sig, hvort það er á 13. öld eða þeirri 21.

Patricia Pires Boulhosa segir að Íslendingar hafi verið fátækir á 15. öld samanborið við þá 13. Það er alfarið rangt. Fátæktin kom á seinni helmingi 16. aldar þegar Danakonungur hafði tæmt landið af fjársjóðum og bjargráðum fyrir alþýðuna.

Hver er munurinn á 13. og 15. öld? Hafði eitthvað breyst? Jú fiskveiðar og verslun.

Fiskveiðar eru sjaldan nefndar í 11. og 12. aldar heimildum. Á 13. og þó einkum á 14. öld varð Ísland frægt fyrir skreiðarútflutning. Á 13. og 14. öld varð Ísland frægt fyrir harðfiskútflutning og að sama skapi jukust fiskveiðar [Heimild: Landbúnaðarsaga Íslands].

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur þekkir 15. öldina manna best og hefur skrifað um verslun og veiðar Englendinga frá 15. öld til þeirra 20. Hann segir að siglingar þeirra hafi hafist í upphafi aldarinnar, nánar til tekið 1412. Verslun bættist því við fiskveiðar Íslendinga og eins og allir vita, hefur sjávarútvegurinn alltaf staðið undir auka arði, sem landbúnaðurinn náði sjaldan eða aldrei. Íslenskir skreiðarfurstar riðu um héruð og gátu keypt af ensku duggunum lúxusvarning og einnig af Hansakaupmönnum þegar þeir komu til sögunnar.

Hvað um Noregskonung? Svarti dauði gekk frá honum um miðja 14. öld. Norska konungsvaldið barr ekki sinn barr eftir það. Með stofnun Kalmarsambandsins 1397 varð Ísland svo hluti af ríki Margrétar Valdimarsdóttur og því næst Eiríks af Pommern, sem náði yfir Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Þá fluttist þungamiðja konungsvalds í Noregi til Danmerkur og tengsl Íslendinga við Noreg minnkuðu mikið og rofnuðu endanlega um 1428.

Hvers vegna í ósköpunum ættu Íslendingar að vilja gera sáttmála við Noregskonung á þeirri fimmtándu? Til að tryggja siglingu 6 skipa á ári? Þegar hér dóluðu tugir og jafnvel hundruði fiskidugga við strendur landsins, með vörur til sölu og kaupendur að fiski? Englendingar keyptu fisk af Íslendingum beint og svo gerðu Þjóðverjar og konungsvaldið gat ekkert gert í málinu.

Ákvæðið í gamla sáttmála um lágmarks siglingar úr Noregi passar einmitt um ástandið á íslenska skipaflotanum á þessum tíma, skortur var á góðum hafskipum. Frásögnin af Flóabardaga sýndir einmitt fram á þetta. Íslendingar skráðu skipakomur úr Noregi á 14. öld og ekki var fjöldinn mikill, samanborið við þá 15. Þeir hafa því vilja tryggja lágmark siglingar. Svo lögðust siglingarnar af að miklu leyti þegar svarti dauði gekk yfir Noreg.

Helsta verslunarhafnirnar voru á Gásum og í Hvalfirði. Ekki er vitað hvenær verslun hófst á Gásum en elstu heimildir um hana eru frá seinni hluta 12. aldar en sú yngsta frá 1394. Greinilegt er af heimildum að Gásir voru aðal kauphöfn Norðurlands á 13. og 14. öld og fornleifar sem þar hafa verið rannskaðar eru einkum frá þeim tíma.

Svarti dauði barst líklega til Íslands með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem tók land í Maríuhöfn á Hálsnesi í Hvalfirði. Stór hluti þjóðarinnar lést í sóttinni en hún skapaði á sama tíma tækifæri fyrir fátæklinganna að komast í bændastéttina. Þótt mörg býli hafi farið í eyði og sjósókn minnkað næstu áratugi, þá hefur íslenska þjóðin ávallt verið fljót að ná upp í fyrri mannfjölda (miklar barnseignir og fleiri máttu giftast og gátu gifst) og að marki því sem landið ber miðað við þáverandi samfélagsskipan.

Niðurlag

Lögbækur, nýtt stjórnkerfi, hafskipafloti landsins lítill og lok Sturlungualdar, þar sem höfðingjar höfðu sannað að þeir gátu ekki tekið yfir landið og urðu að leita til þriðja aðila (konung sem æðsti dómari) bendir eindregið til að Gamli sáttmáli hafi verið gerður á þeirri þrettándu, ekki þá fimmtándu. Íslendingar höfðu engar ástæður að leita til Noregskonung á þeirri öld hvað þá að gera samningu við konung vegna ágreining um verslun á 15. öld.

Lýður Björnsson segir í sögu verslunar á Íslandi að ,,...Þýskir víkingar hertóku Björvin á árunum 1428–1429 og unnu þar mikil hervirki. Íslandsverslun Norðmanna lagðist af fyrir fullt og allt eftir þann atburð. Þá hafði raunar veruleg breyting átt sér stað á utanríkisverslun Íslendinga. Sjávarafurðir urðu aðal útflutningsvörur Íslendinga um 1340."

Ísland, Danmörk og Noregur  höfðu lotið einum og sama konungi frá árinu 1380. Sá konungur mun hafa setið í Danmörku frá árinu 1387 að minnsta kosti, fyrst í Hróarskeldu en frá og með árinu 1443 í Kaupmannahöfn. Enginn raunverulegur Noregskonungur var til í Noregi á 15. öld! Hann sat í Danmörku.

Ef menn vilja tengja Gamla sáttmála við annan tíma en lok þjóðveldisaldar, væri nær að tengja hann við ástandið á 14. öld. Lýður Björnsson segir að "Einokun Björgvinjarkaupmanna (einokunarverslun fyrri) var  ekki hagkvæm Íslendingum. Björgvinjarkaupmenn áttu í erfiðleikum með að byrgja landið nauðsynjum og einkaleyfi fleirra gaf þeim tækifæri til að hafa veruleg áhrif á verðlag." Íslendingar hefðu þá vilja tryggja hingað siglingar á 14. öld. Á þeirri 15. var engin nauðsyn að leita til Noregs. Ég held samt að Gamli sáttmáli sé rétt tímasettur og sé frá 13. öld.

Hér kemur Gamli sáttmálinn:

Í nafni föður ok sonar ok heilags anda.
Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu. Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit. Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust. Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn. Landaurar skulu upp gefast. Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft. Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til). Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss. Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð, en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno M. ijc lxiij.
Hér eptir er eiðr Íslendinga.
Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf várt váttar.
Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.

 

 

 

 

 


Borgarlínan er glapræði

Ég ræddi jarðgöng í síðasta pistli mínum, en það leiðir hugann að Borgarlínu málinu. Mér finnst Borgarlínuverkefnið vera út í hött. Að leggja nýjar stofnbrautir eða taka núverandi akbrautir undir 4% vegfarenda (notendur strætisvagna) er fásinna.

Á áróðurssíðu um Borgarlínuna segir: "Borgarlínunni má líkja við slagæð sem flytur fólk á greiðan og öruggan máta eftir helstu samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan og Strætó verða tvinnuð saman í heildstæðu, hágæða leiðaneti en auk þess verður áhersla lögð á að borgarlínustöðvar séu vel tengdar hjóla- og göngustígum."

Og jafnframt: "Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum."  Er verið að "bulla" í fólki með þessari setningu? Borgarlína er strætó samgöngur, ekkert annað en vegur sem strætisvagnar aka eftir.

Ekki er verið að bæta við nýjan samgöngumáta, sem gæti verið "tran" eða vagnar á brautum eða "metro" sem er bæði ofan- og neðanjarðarjárnbraut. Það er þegar búið að taka frá akbrautir fyrir strætisvagna með meðfylgjandi truflunum og skerðingum á umferð almennrar umferðar. Og talandi um alla hjólreiðastíganna sem taka dýrmætt pláss við götur borgarinnar, þeir hafa forgang  og framkvæmdir, s.s. mislæg gatnamót eða samræmd götuljós stýrð með gervigreind eru látnar sitja á hakanum.

En hvað kostar Borgarlínan? Enginn veit en talað er um tugir milljarða, Viðskiptablaðið vísar í Bjarna Benediktsson sem segir árið 2021 að hún kosti 53 milljarða. Síðan hvenær hafa áætlanir staðist á Íslandi? Ég veit ekki hvað það myndi kosta að leggja Metro eins og er í Kaupmannahöfn um höfuðborgarsvæðið, held að það sé of dýrt miðað við íbúaþéttleika.

Hér til fróðleiks er frétt um neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn - Metro.

"Neðanjarðarlestakerfið í Kaupmannahöfn fékk fyrir nokkrum árum framlengingu, 15,5 km línu sem kallast Cityringen Metro. Cityringen-neðanjarðarlestakerfið hóf að ganga í september 2019 og bættist við fyrirliggjandi Metro kerfið sem hafði tvær meginlínur.

Cityringen Metro notar nútíma tækni og aðgreinir það sem sjálfvirka neðanjarðarlestarlínu. Ökumannslausu lestirnar keyra stöðugt, allan sólarhringinn, með akstur millibili á milli 80 og 100 sekúndur. Til að tryggja aukið öryggi hafa tjaldhurðir einnig verið útfærðar meðfram brún pallanna.

Cityringen myndar hring um miðborgina með 17 neðanjarðarlestarstöðvum, sem þjóna helstu svæðum Kaupmannahafnar, þar á meðal ráðhúsið, aðallestarstöðina, ráðhúsið og danska þingið. Það tengir þremur núverandi neðanjarðarlestarlínum borgarinnar og S-lestar úthverfisneti.

Með því að bæta við Cityringen neðanjarðakerfið verða 85% íbúa Kaupmannahafnar í innan við 600 metra fjarlægð frá neðanjarðarlestar- eða lestarstöð. Búist er við að Cityringen flytji meira en 240.000 farþega á dag. Lestin munu ferðast á 40 km/klst meðalhraða og heill hringur á Cityringen neðanjarðarlestinni mun taka um 24 mínútur samtals.

Cityringen Metro sem járnbrautarverkefni kostaði (áætlað) 21,3 milljarða danskra króna (3,2 milljarða dala) eða 399 milljarða íslenskra króna. Verkefnið fól í sér byggingu 17 stöðva, neyðarása og tvær nýjar línur sem tengjast núverandi neðanjarðarlestarstöðvum Kongens Nytorv og Frederiksberg."

Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, kannski engar lestir eða bíla. En við lifum í núinu. Forgangsraða þarf eftir fjölda notenda vegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu og þá er það ljóst að einkabílaeigandinn sem og atvinnutækja ökumenn, er sá hópur sem er stærstur og þarf greiðari för um vegi höfuðborgarsvæðisins.

 


Jarðgöng á Íslandi og Færeyjum

Það er mikill munur á vegakerfi Íslands og Færeyja.  Færeyjar eru litlar eyjar en íbúafjöldinn er einn sjöundi af íbúafjölda Íslands. Eyjarnar eru fjöllóttar og erfiðar yfirferðar. Færeyingar hafa því ákveðið að bora sig gegnum farartálma og ætlunin er að tengja allar eyjar sem eru í byggð saman í eitt vegakerfi og eitt "borgarssamfélag", með neðansjávargöngum og gegnum fjöll. Göngin eiga að koma í stað ferja sem hafa tengt eyjarnar saman.

Nú er svo komið að göngin eru orðin 23 talsins og um þessar mundir eru þrjú göng í greftri. Sandoyartunnilin (10,8 km löng neðansjávargöng) og liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar, Dalstunnilin (2,2 km) og Fámjinstunnilin (1,2 km). Fleiri göng eru í farveginum og munu síðustu stóru göngin, Suðureyjargöngin, samtals 25 km löng, vera með síðustu göngin sem gerð verða samkvæmt núveradni áætlunum. 

Þetta leiðir hugann að Íslandi. Til samanburðar eru 14 jarðgöng á Íslandi, öll nema Hvalfjarðargöng í gegnum fjöll. Við eru aðeins hálfdrættingar við Færeyinga í jarðgangnagerð. Taka verður tillit til að Ísland er afar stór eyja, fjöllótt og erfið yfirferðar eins og Færeyjar en einhvern hluta vegna er vegakerfið hér margfalt verra. Jafnvel á hringveginum, eru margar einbreiðar brýr, malarvegir eru margir (ekki til í Færeyjum), hringvegur um Vestfirði ekki enn tengdur o.s.frv.

Það er undarlegt að a.m.k. ekki ein jarðgöng skuli ekki vera í byggingu á hverjum tíma. Næg eru verkefnin, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Á Wikipediu segir:

"Jarðgöng í forgangi á gildandi samgönguáætlun

Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng 

Einkaframkvæmdir

Göng undir Reynisfjall í Mýrdal.

Tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Rætt hefur verið um möguleika til aukningar á afkastagetu flestra eldri ganga.

Hvalfjarðargöng: Ný göng samsíða eða á nýjum stað til að auka afkastagetu jarðganganna. Tvöföldun Hvalfjarðarganga er á núgildandi samgönguáætlun.

Múlagöng: Vegna umferðaraukningar eftir opnun Héðinsfjarðarganga hefur verið lagt til að breikka göngin eða gera ný Ólafsfjarðargöng sunnar sem leysi hin eldri Múlagöng af hólmi.

Hugsanleg jarðgöng undir Siglufjarðarskarð myndu leysa af hólmi Strákagöng.

Engin áform eru um útvíkkun Vestfjarðaganga.

Arnarnesgöng eru á vegi sem myndi færast í önnur fyrirhuguð göng á sömu slóðum; Álftafjarðargöng á milli Ísafjarðar og Súðavíkur."

Samkvæmt jarðgangnaáætlun Vegagerðarinnar eru tugir jarðgangnakosta viðraðir. Næg eru verkefnin.

 


Umræðan um læsi og íslenskuna

Umræðan um læsi og lestrarkennslu er tímabær. Íslenskan á undir höggi að sækja og hefur verið undanfarna áratugi. Nokkrar ástæður eru fyrir því.

Þær helstu eru að tæknibyltingin á nú sér stað, börn almennt eru hætt að lesa bækur og nota tæki eins og tölvur og farsíma sem eru með efni að mestu er á ensku. Börnin fá ekki nauðsynlegan orðaforða eða réttara sagt aukinn orðaforða sem næst með bóklestri. Þau læra hugtök og setningar sem eru að mestu á ensku. Þau eru hvorki almennilega læs á ensku né íslensku. Út úr þessu kemur hrafnaspak og „pignic“ íslenska.

Annað er að hópur útlendinga, búsettur á Íslandi, er orðinn býsna stór, a.m.k. 60 þúsund manns sem að mestu leyti er óskrifandi eða lesandi á íslenska tungu. Það fólk notar ensku í daglegum samskiptum sín á milli eða við Íslendinga. Þeir síðarnefndu neyðast til að tala ensku í samskiptum við t.a.m. fólk sem er í afgreiðslustörfum eða störfum sem byggð á samskiptum. T.d. að fara í strætó getur verið vandamál, ef strætisvagnabílstjórinn er ekki einu sinni mælandi á ensku. Til þess að geta búið á Íslandi í dag og átt samskipti við fólk, þarf maður að vera tvítyngdur.

Hið þriðja er að atvinnulífið og hið opinbera hafa gefist upp og nota samhliða íslenskunni ensku eða taka hana jafnvel fram yfir íslenskuna. Gott dæmi um þetta er merkingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, enskan er þar alls ráðandi. Þetta var í fréttum á dögunum. Fjölmiðlar eins og RÚV eru með fréttir á pólsku og það þýðir að við eru að aðlaga okkur að Pólverjum, en þeir ekki að okkur. Með öðrum orðum, það er engin hvatning fyrir þá að læra tungumálið.

Góður vinur minn sem bjó hér í tvo áratugi, bandarískur, vildi læra íslensku, en fékk aldrei tækifæri til þess, vegna þess að fólk skipti sjálfkrafa yfir í ensku er það heyrði að hann var enskumælandi. Með þrjóskunni tókst honum þó að læra íslensku, án hjálpar Íslendinga í kringum hans, bara vegna þess að hann vildi það, ekki vegna þess að það var nauðsynlegt. Fólk býr hérna jafnvel í áratugi, án þess að geta tala málið.

Með markvissi íslensku kennslu, skyldunám þeirra sem hafa t.d. dvalið 6 mánuði á landinu, gæti breytt miklu. Verkalýðsfélög ættu að setja þetta á stefnuskrá sinni, að íslenskunám sé hluti starfsins og það sé borgað.

En við eru hér aðallega að ræða um læsi.  Hvað er læsi? Kíkjum á Lesvefinn. Hann skiptir læsi í almennri og sérfræðilegri merkingu:

„Læsi í almennri merkingu

Hin almenna merking orðsins er breytileg eftir málnotanda og samhengi hverju sinni. Í hinni almennu merkingu orðsins læsi er átt við þá færni að geta lesið ritað mál og skilið það, það er að vera læs eins og almenningur skilur það hugtak. Orðið getur einnig átt við þá færni að geta skrifað texta samkvæmt viðurkenndri stafsetningu, að vera læs og skrifandi. Það að geta notað tölur í einföldum útreikningum hefur stundum verið talið hluti af því að vera læs, en um þá færni er einnig notað hugtakið talnalæsi (e. numeracy).

Læsi í sérfræðilegri merkingu

Hugtakið læsi í ýmsum skilningi

Íðorðið læsi, eins og það er notað í sérfræðilegri merkingu í tengslum við menntun hefur verið skilgreint á nokkra mismunandi vegu (Ehren, Lenz og Deshler, 2004, bls. 690). Hefðbundin skilgreining á læsi byggist á skilgreiningum á lestri (e. reading). Þrengsta skilgreining tekur einungis til þeirrar tæknilegu færni að geta lesið og skrifað tiltekið tungumál eða táknmál, en viðtekin fræðileg skilgreining á læsi felur í sér tvo meginþætti (Hoover og Gough, 1990 ):

  • Færni í umskráningu(e. decoding) og orðakennslum (e. word recognition)
  • Málskilning(e. linguistic comprehension)

Færni í umskráningu og kennslum orða vísar fyrst og fremst til þeirrar tæknilegu færni að geta tengt ritmál og talmál, lesið úr skrifuðum texta og tengt hann munnlegri málfærni og málskilningi.“ Heimild: Lesvefurinn | Lesvefurinn (hi.is)

Í umræðunni um íslensku kennslu undanfarna daga, hefur verið rifist um hvernig eigi að mæla lestrarkunnáttu grunnskólanemenda.  Grunnþættir læsi teljast vera lesfimi, lesskilningur, ritun, orðaforða og málskilningur. Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Með öðrum orðum, lesfimi samanstendur af þremur meginþáttum, sjálfvirkni, nákvæmni og lestrarlagi sem einnig hefur verið nefnt hljóðfall. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.

Um mælinguna í lesfimi hefur stað styr. Gagnrýnt hefur verið að það sé verið að mæla lestrarhraða. Grunnskólaneminn þarf að taka þrjú lesfimi próf yfir veturinn, og í hvert skipti sami textinn. En grunnskólinn er ekki bara að mæla lesfimi, heldur einnig lesskilning og tekin eru tvö lesskilningspróf yfir veturinn (Orðarún), samtals fjórir textar og er hæsta möguleg stig 20 á hvoru prófi. Segja má að öll þessi fimm próf sé stöðluð og tekin hjá öllum grunnskólum.

Á sama tíma eru grunnskólarnir að leggja margvísleg próf fyrir nemendur, kannski ekki samræmd, svo í málfræði, stafsetningu, ritun og bókmenntum. Það er því algjör misskilningur að taka einn prófþáttinn úr, og skammast út í hann. Allir þættir íslensku kunnáttu eru prófaðir í grunnskólum landsins.

Svo er það annað mál hvort lesfimi prófin séu sálarbrjótar og brjóti niður nemendur með því að láta þá lesa upphátt með tímamælingu. Annað er að við lesum hraðar í hljóði en upphátt.

Eiga grunnskólar ekki bara að halda áfram með gott starf og hlúa að íslenskunni eftir sem áður? Engir aðrir aðilar virðast ekki gera það, nema ef til vill foreldrar.

 


12 lífsreglur: Móteitur við óreiðu (12 Rules for Life: An Antidote to Chaos) eftir Jordan Peterson

Jordan Peterson, hinn víðfrægi kanadíski sálfræðiprófessor, sem hefur komið til Íslands a.m.k tvisvar sinnum, gerði garðinn frægan með bók sinni "12 Rules for Life: An Antidote to Chaos".

Hann varð fyrst frægur er hann mótmælti umdeild kanadísk lög sem skyldaði fólk til að ávarpa transfólk á ákveðinn hátt. Hann sagði það stríði gegn tjáningarfrelsinu, nánar tiltekið að skylda fólk til tjá sig á ákveðin máta. En hvað um það, umfjöllunarefnið hér, eru þessar frægu 12 reglur sem eiga að koma reglu á hegðun fólks. Einhvern hluta vegna tóku ungir menn þessi skilaboð sérstaklega til sín og varð hann stjarna samfélagsmiðla eins og Youtube.

Reglur hans eru eftirfarandi:

1. Stattu uppréttur með axlirnar beinar


Flestir humarar eru algjörir bastarðar sem eru látnir ráða. Flestir menn eru algjörir skíthælar sem eru látnir ráða. Þetta sannar að til er Guð sem vill að við höfum reglu. Regla er karllæg og óreiðu er kvenleg. Þess vegna þurfum við öll að manna okkur upp til að stefna að reglu. Hamingjan er tilgangslaus. Við erum öll á þessari jörð til að þjást. Svo lærðu að þjást eins og maður. Það geta ekki allir verið eins ríkir og farsælir og ég, en reyndu að vera minna misheppnaður en þú ert nú þegar.

2. Komdu fram við sjálfan þig eins og einhvern sem þú berð ábyrgð á að hjálpa

Sagan um aldingarðinn Eden sýnir að við erum öll snortin af frumsyndinni en þú hefur val. Þú getur annað hvort leitað til himins eða verið dreginn niður í helvíti. Já, þú hefur skammarlegt, syndugt eðli en í guðs bænum legðu þig bara leggja þig aðeins fram. Hættu að bíða eftir að annað fólk grafi þig upp úr þinni aumkunarverðu holu.

3. Vertu vinur fólk sem vill þér hið besta

Við erum öll mannlegar verur. Bara sum okkar eru betri verur. Lærðu að greina muninn. Sumt fólk er ofviða hjálpar. Það er aðeins að nýta vilja góðra manna til að hjálpa þeim og, eins og Dostoyevsky hefur réttilega tekið fram, munu það draga þig niður á stig þeirra. Haltu þig svo við sigurvegarana. Ef fólk er staðráðið í að klúðra hlutunum, leyfðu því að gera það. Það hefur ekkert með guðdómlegan tilgang að gera.

4. Berðu þig saman við hver þú varst í gær, ekki gagnslausa manneskjuna sem þú ert í dag

Horfðu í augun við það, þú munt aldrei verða svona klár, svo ekki bera þig saman við einhvern sem er það. Byrjaðu á því að fara á hnén til að biðja. Jafnvel þó þú trúir ekki á Guð. Trúleysingjar eru bara fólk sem er blindað á hinn sanna hátt tilverunnar. Þarna finnst manni nú þegar lítið gagnslaust.

5. Láttu börnin þín ekki gera neitt sem veldur því að þér líkar ekki við þau

Mundu að börn fæðast með frumsyndina og hafa mikla getu til ills. Þau eru ekki saklausar verur. Þau þurfa aga ef þau ætla að alast upp og verða jafnvel óljóst verðuga manneskjur. Og sláðu þau utan undir ef þörf krefur - ekki hlusta á það sem vinstri menn segja.

6. Komdu lag á húsið þitt áður en þú gagnrýnir heiminn

Manstu söguna um Kain og Abel? Jæja, lestu hana þá. Já, Abel var skíthæll sem átti skilið að deyja og Kain var ekki alveg eins helvítis fullkominn og hann hélt að hann væri. Hann átti líka skilið að deyja. Við eigum öll skilið að deyja. Svo hættu að væla ef einhver er ríkari og fallegri en þú.

7. Leitaðu eftir því sem er þýðingarmikið, ekki það sem er hagkvæmt

Lífið er þjáning. Fyrsta Mósebók segir okkur það. Það er engin auðveld leið framhjá þessu. Svo hættu að leita að stuttum leiðum og byrjaðu að lesa Nietzsche.

8. Segðu sannleikann. Eða að minnsta kosti ekki ljúga

Ef ég á að vera heiðarlegur, þá er ég að röfla um hlutina en útgefendur mínir segja mér að ég þurfi 12. Með því að segja þér sannleikann um þetta er ég endurbætt vera. Örugglega betri en þú.

9. Gerðu ráð fyrir að sá sem þú ert að hlusta á viti eitthvað sem þú veist ekki

Haltu bara kjafti, hættu að stynja og hlustaðu á mig. Ég veit hluti sem þú veist ekki. Svo ekki búast við að ég hlusti á þig. Þannig virka hlutirnir ekki. Ég er hér til að láta þér líða betur með sjálfan þig með því að segja þér hluti sem þú veist nú þegar á þann hátt sem lætur þér líða eins og þú sért snjallari.

10. Vertu nákvæmur í ræðu þinni

Taktu á móti glundroðanum að vera mannleg vera. Ekki reyna að komast í kringum hlutina. Hlutirnir verða hræðilegir. Ödipus drap pabba sinn. Þú gætir alveg eins drepið þinn. Komstu yfir það. Horfðu á hina raunverulegu hryllingi heimsins.

11. Ekki trufla börn á meðan þau eru á hjólabretti

Þetta er reglan sem er alvöru kattarnípa fyrir hægri menn alls staðar. Viltu vita hvers vegna heimurinn er að falla í sundur? Það er vegna þess að frjálshyggjumenn eru að breyta strákum í stelpur með "namby-pamby" háttum sínum. Leyfðu strákum að gera stráka hluti og stelpur gera stelpu hluti. Hvergi í Biblíunni segir Guð neitt um þessa trans vitleysu. Það er ekkert að því að karlar séu með bestu störfin og konur séu heima til að passa börnin. Hættið því, dömur, og gefið okkur karlmönnum tækifæri.

12 Klappaðu kött þegar þú rekst á einn á götunni

Allt í lagi. Svo ég er virkilega farinn að skafa tunnuna núna. Við munum öll að deyja. Líklega sársaukafullt. Svo bara gerðu það besta úr því sem þú hefur. Ef þú sérð kött, skaltu strjúka honum. Þér gæti liðið betur. Þó líklega ekki. Og ef það eru engir kettir, klappaðu eitthvað annað. Eins og hundur.

Heimild: 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos eftir Jordan Peterson.

---

Þegar maður les þessar ráðleggingar, þá er hann ekki bara að skafa úr tunnunni, heldur af henni! Sum þessi skilaboð virðast harneskjuleg við fyrstu sýn (líkt og þau komi úr Gamla testamentinu) en meginskilaboð hans, í flestöllum þeim viðtölum sem ég hef séð með honum, er að maður eigi að koma reglu á eigið líf, áður en maður æðir á hinn opinberan vettvang og gasprar. Þegar maður hefur stjórn á eigi lífi, er maður orðinn ábyrgur og því verðugur þátttöku í samfélaginu.

Þetta hafa ungir menn sérstaklega tekið til sín en skilaboð samfélagsins (sérstaklega í Norður-Ameríku), síðan kvennréttindahreyfingin komst á laggirnar og ný-marxisminn fór að tröllríða vestrænum samfélögum, til þeirra er að þeir eru ömurlegar karlrembur sem bera "byrði hvíta mannsins" og "forrréttindi hvíta mannsins" og þeir eigi því að steinhalda kjafti og halda sig til hlés.  Öll skil á milli kynja hafa verið tekinn og nú eru kynin orðin 72 og með áróðri vinstri manna á þessa vegu, hefur mest verið vegið að karlmennskunni og hlutverki karla.

Þetta hefur að sjálfsögðu skapað tilvistakreppu hjá ungum mönnum sem sjá fram á að verða að lokum hinn ömurlegi "miðaldra hvíti karl". Svo kemur áhrifavaldur eins og Jorden Peterson sem segir að það sé allt í lagi fyrir þá að vera karlmenn sem bera ábyrgð á eigið lífi og sönn karlmennska sé til. Engin furða að hann er enn geysivinsæll hjá þeim sem virkilega hafa hlustað á hann. Ég hef helst orðið var við fordóma hjá þeim, sem hafa heyrt af honum en aldrei hlustað á hann. Sjálfsagt vegna þess að fjölmiðlar (þeir íslensku líka), kynna hann sem umdeildan mann en hann er meira vinsæll en umdeildur.

Jordan Peterson er mikill ræðuskörungur og kappræðumaður. Margir hafa reynt að taka hann niður, rægt hans og smánað en án árangur.

Hér er eitt frægasta sjónvarpsviðtal hans, við feministann Cathy Newman, sem ætlaði að taka hann í gegn, en varð að lokum orða vant.

Jordan Peterson debate on the gender pay gap, campus protests and postmodernism


Ríkisapparatið RÚV

Árið 2022 er fyrirbrigðið ríkisfjölmiðill ennþá til. Ríkisútvarpið var stofnað 1930 og þótti mikil bylting þegar útvarpsstarfsemi hófst hérlendis. Hvers vegna ríkið átti frumkvæðið, veit ég ekki, en giska á að engir innlendir aðilar hefðu getað eða viljað stofna til útvarpsstarfsemi.

Ein meginrökin fyrir stofnun og viðhalds þessa ríkisapparats, er öryggissjónarmiðið. Að ríkið getið komið skilaboðum áleiðis til almennings vegna hættuástands. Til þess er útvarpið hentugri miðill en einkarekin dagblöð sem hér voru til (af hverju varð ekki til ríkisdagblað?). Hægt var að koma skilaboðum til almennings á rauntíma en dagblöðin kannski bara daginn eftir. Sjómenn fengu t.a.m. veðurfréttir og gátu forðað sér í land ef óvænt óveður bar að garði.

Í stríðinu kom bandaríski herinn upp tímabundinni útvarpsstöð til að miðla fréttum, áróðri og skemmtiefni. Þegar Íslendingar sömdu um áframhaldandi varnir Bandaríkjahers árið 1951 var hafist handa við að koma á fót varanlegum ljósvakamiðlum fyrir dátana segir í blaðagrein DV, sjá slóðina: TÍMAVÉLIN: Brutust inn í Kanasjónvarpið og spreyjuðu á veggi

Svo leið tíminn og upp úr 1950 kom sjónvarpið til sögunnar í BNA og í Evrópu. Þetta var og er enn vinsæll miðill en Íslendingar tóku ekki þátt strax. Það var Bandaríkjaher sem reið á vaðið með sjónvarpsútsendingar 1955.

Kanasjónvarpið er það sem Íslendingar kölluðu sjónvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. ARFTS Keflavik, eða Armed Forces Radio and Television Service Keflavik, hét hún fullu nafni og var starfrækt í rúma hálfa öld.

Sjónvarpsútsending bandaríska herstöðvarinnar á Íslandi (Útvarps- og sjónvarpsþjónusta Keflavíkur; frá 1955 til 1966 eina sjónvarpsútsendingin sem var á Íslandi). En á meðan sumir tóku því fagnandi að fá ókeypis útsendingar á góðu bandarísku efni, töldu aðrir stöðina ógna menningu og þjóðerni Íslendinga. 

Íslendingar ákváðu því, líklega mest vegna menningarlegri ástæðu, peningaleg ástæða gæti líka hafa átt sinn þátt, að starfrækja íslenska sjónvarpsstöð undir stjórn íslenska ríkissins. Ríkissjónvarpið var stofnað 1966 og lokað var á opna dagskrá Kanasjónvarpsins. Held samt að það hafi starfað áfram en líklega sem kapalsjónvarp (einhvers sem veit það?). Kanaútvarpið hélt áfram að senda út óhindrað og gat maður hlustað á það á höfuðborgarsvæðinu (á meðan ég var að alast upp).

Íslendingar voru íhaldssamir og engar breytingar gerðar næstu tuttugu ár. En svo var Stöð 2 stofnuð 1986. 

Á íslensku Wikipedia segir að í "...stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið."

Ríkisvaldið var nú komið í samkeppni við einkaaðila, bæði hvað varðar útvarpsrekstur en einnig í sjónvarpsreksri. Nú myndi maður halda að RÚV væri orðið óþarfi fyrirbrigði. En stuðningsmenn RÚV héldu þá því fram að það hefði öryggishlutverki að gegna og ætti þvi að starfrækja áfram.

Svo kom næsta bylting í upplýsingamiðlun, sem líkja má við uppfinningu prentverksins. Internetið nær gríðarlegri útbreiðslu í upphafi 21. aldar og hefur síðan verið ráðandi þáttur i miðlun upplýsinga. Farsímar urðu almenningseign og samruni netsins svokallaða og síma í farsímanum hefur gjörbreytt allt. Ef hætta ber að höndum, fær fólk á hættusvæði send skilaboð í farsímann, um að hætta steðji að. Með öðrum orðum, þarf ekki milligöngu ríkisfjölmiðils til að rýma hættusvæði eða vara við aðsteðjandi hættu.

Hvers vegna er þá RÚV ennþá til? Þetta er erfið spurning og verður einhver annar að svara því. Hef ekki séð nein haldbær rök fyrir áframhaldandi rekstri. Ég myndi halda að annað hvort sé að ræða íhaldssemi eða stofnunin er n.k. "ríkisdraugur", stofnun sem er orðin úreld en hefur ekki verið lögð niður; af því bara rök eða gerum ekkert í málinu.

Margar ríkisstofnanir, svo sem Bifreiðaeftirlit ríkissins, urðu úreldar, bæði vegna tæknibreytinga sem og skilyrði til samkeppni sköpuðust. Annar "ríkisdraugur" Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ennþá starfræktur, þótt það sé löngu orðið ljóst að einkaaðilar geta mæta vel selt áfengi og tóbak á einfaldan og ódýrari hátt.

Ríkisfjölmiðill er gott dæmi um af hverju ríkisvaldið á ekki að starfa á samkeppnismarkaði. Rekstur RÚV er út úr öllu korti, dýr og ekki sjálfbær. Í frétt Mbl.is er ágætis grein sem heitir:Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum (sjá slóðina: Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum ).

Í greininni segir: "Rekstr­araðilar einka­rek­inna fjöl­miðla voru marg­ir síður en svo sátt­ir þegar fjár­laga­frum­varp til næsta árs var kynnt. Þar kem­ur fram að styrk­ir til fjöl­miðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta millj­ón­ir.

Kraf­an um aðhald náði þó ekki til allra fjöl­miðla en fram­lög úr rík­is­sjóði voru stór­auk­in til Rúv. Nam aukn­ing­in 8% eða um 420 millj­ón­um króna. Tel­ur því heild­ar­fram­lagið til miðils­ins ríf­lega fimm millj­arða króna.

Þess ber að geta að aukn­ing­in til Rík­is­út­varps­ins nem­ur meira fjár­magni en upp­hæðin sem all­ir einka­rekn­ir miðlar fá í sinn hlut sem er um 384 millj­ón­ir króna sam­tals."

Ekki fjallar blaðagreinin um tröllið á auglýsingamarkaðinum sem RÚV er. Oft er stofnunin með 2 milljarða í tekjur af auglýsingum á auglýsingamarkaði sem er lítill og brothættur. Mörg fjölmiðlafyrirtæki hafa einmitt farið á hausinn vegna þess að þau geta ekki keppt við ríkisstuttan fjölmiðil.

Ég ætla að enda þennan pistill á fréttastofu RÚV, sem er ansi athyglisvert fyrirbrigði, en hér er um að ræða "ríkisfréttir"; íslenska ríkið segir okkur fréttir, hvað sé fréttnæmt og hvað sé ekki fréttnæmt (með því að fjalla ekki um ef til vil fréttnæmt efni).

Fréttastofan var lengi vel virt og dáð, oftast með hlutlausar fréttir, en með tilkomu annarra fréttastofa, virðist hlutleysið hafa fokið út í veður og vind. Hún virðist skipar sér í lið með ákveðnum málstað hverju sinni að því sem sumum finnst. Aðrir eru hæstánægðir eða eru sama. Af hverju finnst sumum hún ekki vera hlutlaus lengur? Er það mannaráðningarnar, að ákveðinn hópur ræðst þarna inn sem hefur ákveðnar skoðanir? Eða er hún eftir sem áður hlutlaus í fréttaflutningi, og þetta er bara misskilningur eða öfund þeirra sem er illa við RÚV?

Ljóst er að stjórnvöld þurfa að hafa sérskatt, nefskatt, til að starfrækja þennan fjölmiðil.  Nefskattur er venjulega lagður á einstakling yfir 18. aldri sem og fyrirtæki, óháð því hvort fólk nýtir sér þennan fjölmiðill. Fólk er með öðrum orðum þvingað til að borga þessa skatta. Fyrra fyrirkomulagið, RÚV með innheimtudeild og með fólk sem guðar á glugga, ótækt í framkvæmd. Með nefskatti getur enginn mótmælt né ekki greitt.

Er kominn tími á breytingar? Til eru margir frábærir einkareknir fjölmiðlar, sem reka vandaða íslenska dagskrá og eingöngu með íslenskt efni. Þeim tekst að halda sér á floti með mun minna fjármagn á milli handanna en RÚV.

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband