Færsluflokkur: Heimspeki

Reiðisstjórnun í samfélagsumræðunni

„Mundu að það er ekki nóg að vera laminn eða móðgaður til að verða fyrir skaða, þú verður að trúa því að þú verði fyrir skaða. Ef einhverjum tekst að ögra þig skaltu gera þér grein fyrir því að hugur þinn er meðvirkur í ögruninni. Þess vegna er nauðsynlegt að við bregðumst ekki hvatvíslega við tilfinningum; taktu þér smá stund áður en þú bregst við og þú munt eiga auðveldara með að halda stjórninni.“ — Epictetos, grískur heimspekingur.

Samfélagið sem við búum í dag er nokkuð sérstakt.  Þegar allir geta tekið þátt í samfélagsumræðunni, hvar sem er og hvenær sem er, hættir fólk til að segja eitthvað vanhugsað.  Stundum er það ekki einu sinni vanhugsað, heldur er fólk bara dónalegt og fer í "manninn" með gífuryrðum og sleggjudómum. Eitt algjörlega sérstakt fyrirbrigði er á samfélagsumræðunni en það er að mógðast.

Það er ekki nóg að fólk móðgist fyrir eigin hönd, heldur annarra sem það þekkir ekkert til. Oft byggist móðgunin á misskilningi eða útúrsnúningi á umræðunni.  Koma á höggi á andstæðinginn og því haldið fram fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Allir þekkja samkvæmisleikinn að hvísla einhver orð í eyrun sessunauts, sem hvíslar sömu orð í eyru næsta og svo koll af kolli. Þegar orðið hefur borist hringinn, þá hefur orðið eða setningin oftast gjörbreytt um merkingu. 

Almanna rómur er slæmur dómur.  Þegar einhver verður fyrir ásökunum, er best að bíða aðeins, áður en ætt er inn á ritvöllinn, full(ur) vanlætingu. Þegar fleiri staðreyndir koma fram, kann málið að taka allt annan snúing og framvindan önnur.

Það sem Epictetos sagði er að við ættum að anda með nefinu áður en við reiðumst. Hann sagði ekki að það væri slæmt að reiðast, það er eðlilegt. Það er hægara sagt en gert að reiðast ekki, það þekkjum við öll. Öll reiðumst við en þá er bara að reyna að taka stjórn á sjálfum sér sem fyrst. Það má hafa þetta á bakvið eyrað þegar við opnum munninn til að ....


Ad hominem - Aðeins meira um gagnrýna hugsun og skólastarf

Ég hef bent á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar og munurinn sem er á slíkri hugsun og skoðun.  Allir hafa skoðun eins og glögglega má sjá af harðri umræðu sem er í gangi í dag. Á markaðstorgi hugmynda verður að leyfa öllum hugmyndum/skoðunum að koma fram, annað hvort til að taka undir eða kveða niður með andsvari. Þetta gerði Sókrates eins og frægt er.

"Heim­spek­ing­ur­inn Sókra­tes hafði meiri áhrif á gang sög­unn­ar með hugs­un sinni en flest­ir aðrir menn. Hug­mynd­ir hans eiga enn brýnt er­indi við sam­tím­ann ef marka má nýja breska rann­sókn, sem bend­ir til þess að með því að kenna 10-12 ára börn­um „að hugsa eins og Sókra­tes“ með sókra­tísku aðferðinni í rök­ræðum, sé stuðlað að viðvar­andi fram­förum í and­legu at­gervi, sem nem­ur sjö punkt­um á greind­ar­vísi­töluskal­an­um.

Þykir þetta sýna að þjálfa megi upp gáf­ur, að sögn breska blaðsins The Daily Tel­egraph" en þetta er tekið upp úr Morgunblaðsgrein.

Sókrates hollur

Reyndar hefur Menntamálaráðuneytið aðeins staðið sig í stykkinu og gefið út heimspekiefni, en málið er bara að það er valfrjálst að stunda heimspeki í grunnskóla.  Benda má til dæmis á 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman.

A. Heimspekileikir (heimspekilegar upphitunaræfingar).

B. Skerpt á skynfærunum – Að taka eftir því sem birtist.

C. Að spyrja – Heimspekilegar spurningar.

D. Fullyrðingar.

E. Hugtakagreining.

F. Skapandi hugsun og ímyndunarafl.

G. Hvað skiptir máli? – Um mikilvægi.

H. Siðfræði, siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur.

I. Gagnrýnin hugsun og efahyggja.

J. Hugsað heimspekilega um tungumálið, skólann, tóbak, áfengi og önnur vímuefni.

Eru þetta ekki frábærar æfingar fyrir barnið til að verða gildur borgari í framtíðinni? Eitt er öruggt, barnið verður betri námsmaður og persóna.

Í flóði upplýsinga nútímans, rangfærslna, óreiðu og gervigreindar, er ekki full nauðsyn að einstaklingurinn geti vinsað úr og greint það sem virkilega skiptir máli?

Rökbrot, felur í sér að draga athygli að persónu andstæðings í rökræðum í stað þess að hala sig við málefni og rök (versta sem maður gerir í rökræðum). Er þetta ekki einkenni nútíma umræðu í dag? Væri samfélagsumræðan ekki aðeins gáfulegri ef flestir hefðu tileinkað sér lágmarksþekkingu í heimspeki?

 


Kenna þarf gagnrýna hugsun í skólum landsins

Það fyrsta sem flestir nemenda í háskólum landsins þurfa að læra er gagnrýnin hugsun á ákveðnum námskeiðum.  Þeir þurfa líka að læra aðferðafræði viðkomandi námsfags en hún undantekningalaust kennir aðferðir sem eru byggðar á gagnrýnni hugsun.

Vísindaleg vinnubrögð byggjast á staðreyndum sem ákveðinn þekking er byggð á.  Aldrei má vísindamaðurinn blanda saman skoðun sína eða tilfinningu í rannsóknum sínum, það skekkir að minnsta kosti vísinda niðurstöðuna, eða þá kolröng niðurstaða gefin fyrirfram.

Hinn trúðaði segist trúa og viðurkennir þar með að hann viti ekki. Það er heiðarleg niðurstaða og allir vita hvað átt er við og taka hana eins og hún er.  Kíkjum á skilgreiningar  á skoðunum og gagnrýna hugsun samkvæmt ChatGPT:

"Gagnrýnd hugsun og skoðun eru bæði hugtök sem tengjast því hvernig einstaklingar túlka og velta fyrir sér hugmyndum og skoðunum. Það er hins vegar munur á þeim tveimur:

  1. Gagnrýnd hugsun (critical thinking):

    • Gagnrýnd hugsun er ferli sem felst í að skoða, meta og rannsaka hugmyndir, fullyrðingar og ályktanir með hliðsjón af rökræðu og rökinu sem liggja að baki þeim. Markmiðið er að skilja og greina hvaða rök og gögn liggja til grundvallar ályktunum.
    • Gagnrýnd hugsun byggir á rökræðu, skoðunarflæði, aðgreiningu hugmynda, staðhæfinga og niðurstaðna, og að meta og rannsaka þær með vísindalegum hætti.
    • Hugmyndin er að gagnrýnd hugsun sé óhlutdræg, vísindaleg, og leiði þátttöku að betri skilningi og ályktunum sem byggja á sterkri rökfærslu.
  2. Skoðun (opinion):

    • Skoðun er skoðun einstaklingsins, persónuleg skoðun sem byggir á því hvernig hann upplifir og túlkar heiminn. Hún getur verið byggð á skoðunum, trú, persónulegum upplifunum, menningarlegum áhrifum og mörgum öðrum þáttum.
    • Skoðanir eru oftast ekki vísindalegar eða röklegar, heldur eru þær hvernig einstaklingur upplifir eða telur vera rétt eða rangt, og þær geta breyst með tímanum eða með nýjum upplifunum.
    • Skoðanir eru oftast persónulegar og undantekningar, og þær kunna að vera á móti opinberum skoðunum eða almennu samkomulagi."

Af þessu má sjá að woke menningin sem byggist mest megnið á skoðunum og persónulegu sjónarhorni einstaklingsins, án nokkurra tengsla við vísinda hugsun og aðferð, fer ekki saman við almenna skynsemishyggju. Og það er algjört glapræði að blanda woke fræðin saman við almenn vísindi í háskólakennslu.

"Woke menningin" er oft lýst sem áherslu á samfélagsleg réttindajöfnuði, fjölbreytileika og kynjajafnrétti. Gagnrýnendur hennar geta hins vegar litið svo á að það sé hætta á of mikilli áherslu á þessum þáttum, svo að það verði takmarkað rými fyrir fjölbreytileika hugsunar og gagnrýna hugsun. Verst er þegar woke kenningin hefur læðst inn í háskólakennslu og alls kyns fræði, byggð á hindurvitni og ranghugmyndum, hafa myndað kennslugrundvöll á þessum "fræðum".

Af þessu má draga ályktun að samfélagið, þar með skólasamfélagið, hefur litast um og of af ofangreindri woke menningu. 

Woke menning getur verið dragbítur á framþróun samfélagsins, jafnvel hamlað hana.  Það er því full þörf að kenna börnunum sem fyrst sjálfstæða hugsun - gagnrýna hugsun, í skólum landsins.

Alls kyns upplýsinga óreiða er í gangi á samfélagsmiðlunum, en í stað þess að banna og hamla, eins og vinstri sinnaðir wokistar vilja gera, ætti að kenna ungmennunum að vinsa út vitleysuna frá staðreyndum. 

Af því að heimurinn er síbreytilegur, upplýsingarnar eru margbreytilegar og flestar nýjar, verður að kenna gagnrýna hugsun og það er ekki hægt eitt skipti fyrir öll. Það er ekki gert með sjálfs ritskoðun, bælingu hugsana né með valdboði að ofan.

Að lokum, besta leiðin til að öðlast gagnrýna hugsun er í gegnum heimspeki nám, sem getur verið sniðið að hugarheimi ungmennanna. Kennum heimspeki, sérstaklega mætti kenna sókratíska aðferðafræði sem byggist á rökræðu, spurningum og athuganum um siði og siðferði - rökræður og samræður. Þessi aðferðafræði er undirstaða vísindalega aðferðafræði.  

Sókratísk aðferðafræði og vísindaleg aðferðafræði eiga bæði það sameiginlegt að þær leggi áherslu á leit að réttum niðurstöðum og skoðunum, en þær nota mismunandi aðferðir til að ná þessum markmiðum. Sókratísk aðferðafræði byggir á rökræðu, spurningum og samræðu til að rannsaka hugmyndir og siði, meðan vísindaleg aðferðafræði leggur áherslu á kerfisbundna rannsókn og skýringu á orsökum.


Dyggðir í stjórnmálum og íslensku samfélagi horfnar?

Ég hef grenilega lifað tímanna tvenna. Mér sýnist Íslendingar vera búnir að tapa sjálfum sér í nútímanum. Gömul og góð gildi (dyggðir) farin veg sinn veraldar og fólk týnir sér í alsnægtunum, bæði í mat og afþreyingu, og gleyma gamla góða sálartetrinu og út á hvað íslenskt samfélag stendur fyrir.

Það er nú ekki lengra en 40 ár síðan menn voru þéraðir og töluðu vandaða íslensku og höfðu góðan orðaforða. Slíkt er ekki fyrir að fara í dag, enda lesa fáir og sá orðaforði sem krakkarnir hafa, fá þeir upp úr tölvuleikjum og Youtube og er nokkuð konar blanda af íslensku og ensku.

Kurteisi og gestrisni gagnvart gestum var mikil en nú á að blóðmjólka gestina sem í dag eru erlendir ferðamenn. Mannúðin gagnvart þeim sem standa höllu fæti, svo sem fatlaða og aldraða er nú upp á náð og miskunn ópersónulegra stofnana sem telja það vera sitt höfuðmarkmið að skammta sem minnst til nútíma "þurfalinga" og "ómaga".

Íslendingar dagsins í dag eru svo veraldarvanir og heimsborgarar að þeir hafa meiri áhyggjur af erlendum flökkulýð sem kemur hingað undir fölskum forsendum og með ærnum kostnaði fyrir íslenska skattborgara. Vildi að það væri komið svo vel fram við erlendu ferðamennina sem þó kosta velferðina hérlendis.

Stjórnmálamenn ræða ekki lengur opinberlega um dyggðir og samfélag. Allt tal þeirra snýst um stjórnun og fjármál.  Helstu siðrænu dygðirnar sem voru í hávegum í íslensku samfélagi fyrri tíma (sem þó var grimmt enda börðust menn hart fyrir lífinu í gamla Íslandi) voru hugrekki (að þora að standa fyrir máli sínu og sannfæringu en líka líkamlegt); hófstilling (græðgisvæðingin gagnsýrir íslensk samfélag, allir vilja eiga nýjustu tæki og tól); veglyndi (enn til á Íslandi); háttvísi og sannsögli (horfið í heimi internetsins, þar sem allir hallmæla öllum); vinátta (enn í hávegum haft og menn rækta almennt) og réttlæti (hefur kannski aldrei verið til á Íslandi?). Allir að níðast á öðrum? 

Svo má nefna innri dyggðir eins og sjálfsagi og geta farið eftir ytri aga (á að vera kenndur í skólum en þar ríkir agaleysi eða agi sem her kennir - ekki til á Íslandi).

Kannski ætti sameiningartákn þjóðarinnar að vera boðberi dyggðanna, sjálfur forseti Íslands. Mér sýnist núverandi forseti þeigja þunnu hljóði og hann virðist ekki hafa nein einkunnarorð eða markmið. 

Tökum dæmi af tveimur fyrirrennurum hans. Vigdís Finnbogadóttir vildi rækta landið (skógrækt) og rækta tunguna (í dag þakkar maður fyrir að fara í gegnum daginn án þess að tala ensku). Ólafur Ragnar Grímsson lagði áherslu á ytri tengsl Íslands og upphefja landið í samfélagi þjóðanna. Hann stóð líka með þjóðinni þegar á reyndi (Icesave málið). Mikill myndugleiki sveif yfir Vigdísi og Ólafi (var ekki hrifinn af hvorugum í upphafi en dáðist svo að síðar). Voru þjóðarleiðtogar (man einhver eftir Vigdísi og Reagan saman?).

En það hefur farið fram hjá mér fyrir hvað núverandi forseti stendur? Ekki fyrir sigrum í fortíðinni, sbr. ummæli um þorskastríðin og er hann þó sagnfræðingur. Hann mætti líta meira upp úr bókaskrifum sínum og tala oftar við þjóðina, bæði í sorg og gleði. Ekki vera ósýnilegur og sitja í þögn. Vera sameiningartákn Íslendinga og segja þeim að þeir megi vera stoltir af að vera Íslendingar í fögru landi. Hefur hann einhvern tímann sagt það?

Fjölþjóða ríkið (ekki fjölmenningar en í Bandaríkjunum er bara ein ráðandi menning) Bandaríkin veit sem er að hvað er límið sem heldur þeirra þjóðfélag saman og það er bandaríska stjórnarskráin (ekki kennt í íslenskum skólum, jafnvel ekki í framhaldsskólum) og tungumálið - enska. Kennt er í bandarískum skólum hollusta við ríkið og stolt (nýir innflytjendur látnir sverja hollustueið við Bandaríkin sem þeir gera glaðir og þakklátir), með öðrum orðum ættjarðarást. Hér á Íslandi er hugtakinu snúið upp í andhverfu sína, hugtakið þjóðernisrembingur!

Yfir lýðnum ríkja mafíuættir íslenskar og vildarmenn þeirra og passa upp á að kerfið hygli nú örugglega fáa en útvalda og skammta naumt til almúgans. Stjórnmálamenn tala ekki lengur um gildi eins og ættjarðarást eða hvert Ísland eigi að stefna almennt í menningarmálum. Til dæmis að berjast fyrir að íslenskan sé eina tungumálið leyft opinberlega samkvæmt lögum, ekki í núverandi lögum svo langt sem ég sé.  Tryggja að þeir útlendingar sem kjósa að vera íslenskir ríkisborgarar verði Íslendingar í raun og tileinki sér íslenskuna og íslensk gildi. Marghyggja samtímans berst á móti slíkri aðlögun og gerir þá í raun að utangarðsmönnum með tímanum með fjölgun þeirra.

Borgias og Medici ættirnar ítölsku myndu líta með velþóknun á slíka samfélagsbyggingu sem hér ríkir. Skapar auðurinn á Íslandi (sem er þó misskiptur) aukna hamingju á landinu? Til hvers að vera auðugur en fátækur í anda? Sjá ekki lengra en nefið nær?

 


Heimspeki stríðs

Það eru fáir sem vita af þessari hlið stríðsfræða (e. philosophy of war) sem kallast stríðsheimspeki.  Stríð eru flókið fyrirbæri en hægt er að fjalla um herfræði frá ólíklegustu hliðum.  Sjálfur stundaði ég nám í hernaðarsagnfræði á miðöldum (e. military history) og herminjafræði (e. military archaeology). 

Nútíma íslenskan er ekki eins stöðug í hugtakanotkun hvað varðar nútíma her- og vopnafræði (e. war and weapon science eða weopanary) og miðaldar íslenskan en í rannsóknum mínum hef ég þurft að koma upp hugtakasafni með nýyrðum.

Maður sér þýðingar, t.d. í bíómyndum, að hugtakið liðsforingi (e. lieutenant, getur líka verið officer sem er víðtækara) er á reiki hjá þýðendum og stundum reyna þeir ekki einu sinni að þýða hugtökin og birta þau hrá. Dæmi um slík hugtök er liðþjálfi og riðilsstjóri, menn hafa ekki einu sinni þessi hugtök á hreinu.

En nú er ég kominn aðeins út fyrir umfjöllunarefni mitt, vill þó benda á að hægt er að fjalla um herfræðina (sem lærð er sem slík í herskólum eins og Sandhurst og West Point), en einnig frá sjónarhorni, sagnfræðinnar, lögfræðinnar, hagfræðinnar, félagsfræðinnar og stjórnmálafræðinnar, svo einhver fræði séu nefnd.

Kenna mætti t.d. hernaðarsagnfræði í sagnfræðideild (-skor er víst ekki lengur notað) Háskóla Íslands og þá frá sem flestum sjónarhornum. Þessi námskeið eru geysivinsæl við erlenda háskóla. 

Stríð eru svo mikill áhrifaþáttur að það er næsta ótrúlegt að fáir Íslendingar stunda herfræðin en þekkingin er nauðsynlegt. Þótt Ísland er herlaust, eru við í hernaðarbandalagi, höfum herstöð og erlendar hersveitir hafa viðveru hér reglulega og við þurfum að taka ákvarðanir um stríð í innan vébanda þess. Jafnvel þótt við væru ekki í bandalagi, er þekkingin nauðsynleg.

Heimspeki stríðs

Byrjum á skilgreiningu. Stríðsheimspeki er svið heimspeki sem varið er til að skoða málefni eins og orsakir stríðs, samband stríðs og mannlegs eðlis og siðfræði stríðs. Ákveðnir þættir stríðsheimspekinnar skarast við söguheimspeki, stjórnmálaheimspeki, alþjóðasamskipti og réttarheimspeki.

Nokkrir herspekingar

All margir fræðimenn fortíðarinnar hafa reyna að greina eðli stríðs og hvers vegna stríð hefjast og enda. Victor David Hanson, einn virtasti hernaðarsagnfræðingur samtímans, segir að strax á forsögulegum tíma hafi menn stundað ættbálka stríð (e. tribal war) og sjá má skipulagðan "hernað" hjá simpösum og bonobo öpum. Stríð og ófriður hefur því fylgt mannkyninu frá örófi  alda. Maðurinn er því stríðsapi í eðli sínu. Þetta gætu friðarsinnar nútímans haft í huga.

Tökum fyrir tvo eða þrjá frægustu herfræðinga sögunnar. Byrjum á Carl von Clausewitz.

Kannski er stærsta og áhrifamesta verkið í heimspekistríði um stríð eftir Carl von Clausewitz, sem kom út árið 1832. Það sameinar athuganir á stefnumótun og spurningum um mannlegt eðli og tilgang stríðs. Clausewitz skoðar sérstaklega fjarfræði stríðs: hvort stríð sé leið að markmiði utan frá sjálfs sig eða hvort það geti verið markmið í sjálfu sér (fara í stríð án ástæðu). Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hið síðarnefnda geti ekki verið svo og að stríð sé "pólitík með öðrum hætti"; þ.e.a.s. að stríð má ekki vera til eingöngu vegna þess sjálfs. Það hlýtur að þjóna einhverjum tilgangi fyrir ríkið og samfélagið. Meira segja mannapar eins og bonobo (simbasa tegund) taka ákvörðun um að ráðast á yfirráða svæði annars apahóps ef hópurinn er lítill eða hlutfallið er 1 á móti 10.

Þó að stríðslistin eftir Sun Tzu (5. öld f.Kr.), beinist að mestu leyti að vopnum og stefnu í stað heimspeki, hafa ýmsir skýrendur útvíkkað athuganir hans í heimspeki sem beitt er við aðstæður sem ná langt út fyrir stríð sjálft, svo sem samkeppni eða stjórnun (sjá helstu Wikipedia grein um The Art of War fyrir umfjöllun um beitingu heimspeki Sun Tzu á önnur svið en stríð).

Snemma á 16. öld fjalla hlutar af meistaraverki Niccolò Machiavellis Prinsinn (ásamt orðræðum hans) og hlutar eigin verks Machiavellis, sem ber heitið Stríðslistin, um nokkur heimspekileg atriði sem tengjast stríði, þó að hvorug bókin gæti talist vera verk innan rana stríðsheimspeki.

Kenning um réttlát stríð

Hugmyndafræðin um réttlátt stríð setur fram kenningu um hvaða hliðar stríðs séu réttlætanlegar samkvæmt siðferðilega viðurkenndum meginreglum. Réttláta stríðskenningin byggir á fjórum grunnviðmiðum sem þeir sem eru staðráðnir í að fara í stríð fylgja eftir.

Jus Ad Bellum skilgreiningin. Reglurnar um réttlæti stríðs eru almennt taldar vera: að hafa réttmæta málstað, vera síðasta úrræði, vera lýst yfir af réttu yfirvaldi, hafa réttan ásetning, eiga sanngjarna möguleika á að ná árangri og að markmiðið sé í réttu hlutfalli við þær leiðir sem notaðar eru.

Meginreglurnar fjórar eru sem hér segir: Réttlát valdbeiting; réttlát orsök/ástæða; réttur ásetningur; síðasta úrræði.

Réttlát heimild til að hefja stríð:

Viðmiðið um réttlátt vald vísar til ákveðins lögmætis þess að fara í stríð og hvort stríðshugtakið og að stunda það hafi verið löglega afgreitt og réttlætanlegt (yfirleitt af hendi löggjafavalds eða framkvæmdarvalds).

Réttlát orsök (ákvörðun)

Réttlát orsök er réttlætanleg ástæða fyrir því að stríð er viðeigandi og nauðsynleg viðbrögð. Ef hægt er að forðast stríð, verður að ákvarða það fyrst, samkvæmt heimspeki réttlátrar stríðskenningar.

Réttur ásetningur

Til að fara í stríð verður maður að ákveða hvort áformin um að gera það séu réttar samkvæmt siðferði. Rétt ásetningsviðmiðun krefst ákvörðunar um hvort stríðsviðbrögð séu mælanleg leið til að bregðast við átökum eða ekki.

Síðasta úrræði

Stríð er síðasta úrræði, sem þýðir að ef það er átök milli ósammála aðila, og markmiðið er að það verður að reyna allar lausnir áður en gripið er til stríðsaðgerða.

Heimspekingar um stríð

Ef við förum í hreina heimspeki og kíkjum forn heimspekinga, þá er viðeigandi að byrja á Plató. Hann heldur því í stuttu máli fram að það sé í eðli sínu erfitt, ef ekki ómögulegt, að ná sannri dyggð í stríðsmálum án þess að huga að dyggð góðrar manneskju sem slíkrar. Óbeint gagnrýnir hann leitina að hernaðardyggðum sem sérstakri leit.

Aristóteles leit á stríð sem athöfn, sem væri í samræmi við alheiminn, ef það væri gert fyrir rétta telos. Það eru áhyggjur Aristótelesar af telos stríðsins sem gerði honum kleift að byrja að útlista siðfræðikerfi fyrir algjöru stríði.

Thomas Aquinas komst að þeirri niðurstöðu að réttlátt stríð gæti verið móðgandi og að óréttlæti ætti ekki að líðast og forðast eigi stríð. Engu að síður hélt Aquinas því fram að ofbeldi yrði aðeins beitt sem síðasta úrræði. Á vígvellinum var ofbeldi aðeins réttlætanlegt að því marki sem það var nauðsynlegt.

Nietzsche  sagði að hernaður væri faðir allra góðra hluta, hann er líka faðir góðs prósa! Í hjarta mínu er ég stríðsmaður. Maður hefur afsalað sér hinu mikla lífi þegar maður afsalar sér stríði.

Frá sjónarhóli Konfúsíusar hefur áherslan á mannúð og siðferðilega hegðun oft þýtt að stríð hefur verið litið á sem óeðlilegt félagslegt fyrirbæri sem stafar af blindu mannlegu eðli: „stríð hverfur með leiðsögn mannúðar, kærleika og góðra verka“.

Sókrates sagði að stríð, byltingar og bardagar eru einfaldlega og eingöngu vegna líkamans og langana hans. Öll stríð eru háð til að afla auðs; og ástæðan fyrir því að við verðum að eignast auð er líkaminn, því við erum þrælar í þjónustu hans.

Heilagur Ágústínus taldi að eina réttmæta ástæðan til að fara í stríð væri friðarþráin. Við leitum ekki friðar til að vera í stríði, heldur förum við í stríð til að fá frið. Vertu því friðsamur í stríðinu, svo að þú megir sigra þá, sem þú stríðir gegn, og koma þeim til farsældar friðar.

---

Fróðleikur

Í sjálfu stíðinu eru nokkrar meginreglur.

1. Markmið (e. objective)

2. Sókn (e. offensive).

3. Massi (e. mass).

4. Aflhagkvæmni (e. Economy of Force).

5. Hreyfing (e. maneuver).

6. Eining herstjórnar (e., Unity of Command).

7. Öryggi (e. security).

8. Koma á óvart (e. surprise).

9. Einfaldleiki (e. Simplicity).

Herforingjar læra fyrst af þessum meginreglum sem liðsforingjar og leitast við að betrumbæta skilning sinn á ferlinum.

 

 


Gagnrýni Adams Smiths á merkantílisma og þar með sósíalisma

Adam Smith skrifaði rit sitt „Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna“, árið 1776 (e: An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations). Ritið var ekki aðeins heilstæð greining á gangverki efnahagslífsins og uppsprettu auðs, heldur líka gagnrýni á viðteknar hugmyndir þess tíma sem gerðu ráð fyrir að ríkisvaldið ætti að leika lykilhlutverk í því að stýra viðskiptum, sérstaklega utanríkisviðskiptum. Þetta gæti einnig verið gagnrýni á sósíalismanum en hann kom ekki fram fyrr en öld síðar en Karl Marx hefði betur lesið rit Adam Smiths. Merkantilisminn á það sameiginlegt með kommúnismanum að vilja ríkis afskipti af gangverki efnahagslífsins.

Merkantílisminn hélt því fram að auður þjóðanna væri á enda kominn og að eina leiðin til að komast á rétt strik væri að safna gulli og tollvörum erlendis frá. Samkvæmt þessari kenningu ættu þjóðir að selja vörur sínar til annarra landa en kaupa ekkert í staðinn. Fyrirsjáanlega lentu lönd í lotum hefndartolla sem kæfðu alþjóðaviðskipti en þau hafa oftast leitt til lægra vöruverðs, svo fremur sem stórþjóðir eru ekki að svindla.

Rit Smith fól í sér tvær meginhugmyndir sem deildu á merkantílismanninum

Önnur er að eins gróði þurfi ekki alltaf að vera annars tap (nokkuð sem ný-marxistar halda stöðugt fram í dag). Allir geti grætt á frjálsum viðskiptum, því að í þeim nýti þeir sér ólíka aðstöðu og hæfileika hver annars. Verkaskiptingin sé helsta orsök auðlegðar þjóðanna. Þetta er einmitt helstu rök sósíalista í dag, að aðrir séu að græða á kostnað annarra og því þurfi að refsa þeim (með hærri sköttum) en gleyma því að auðlegð skapar velferð sem á endanum leiðir til velferðar allra í samfélaginu. Án auðs, er ekkert velferðakerfi, einfalt. Ekki skapar ríkið fjármagn. Það hagar sér í raun eins og handrukkari, leggur "verndartolla" á borgaranna og heitir vernd og dreifingu gæðanna. Það skapar ekkert.

Tökum dæmi um hvað auðmaður getur gert. Þorp er á vonarvöl og mikið atvinnuleysi (við þekkjum öll dæmi um auðmenn í íslensku sjávarþorpunum sem héldu þau gangandi en um leið og stórar útgerðir, sem voru kannski með höfuðstöðvar í Reykjavík eða Akureyri, tóku við rekstur útgerðarinnar, hvarf kvótinn). Ábyrgðin á velferð þorpsins er orðin dreifð. Ef ekkert er gert, þá leggst það í eyði en ef fjársterkur aðili kemur inn með nýtt fjármagn, gæti þorpið bjargast.  Er hann, auðjöfurinn, að níðast á öðrum eða er hann að bjarga þeim?

Hin hugmyndin er, að atvinnulífið geti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt sem slíkt.  Talað er um hina ósýnileg hönd. Sjálfstýring á markaði geti komið í stað miðstýringar, frjáls viðskipti í stað valdboðs. Þetta náttúrlega jafnvægi sem hér er lýst stýrist af lögmálum framboðs og eftirspurnar.

Eitt þekktasta niðurstaða Smith er sú að lögmál markaðarins sjái til þess að einstaklingar sem hver um sig er aðeins að leita að því að hámarka eigin ábata vinni í raun saman að efla allra hag. Hann lýsti þessu þannig að hin "ósýnilega hönd" markaðarins stýrði framleiðsluþáttum með hagkvæmustum hætti og tryggði lægst verð til neytenda.

En hver er hin ósýnilega hönd í raun? Það hefur aldrei verið útskýrt eða sannað. Eitt best geymda leyndarmálið í hagfræði er í raun það að það er ekkert sem sannar að hin ósýnilegu hönd fyrirbrigið sé til. Eftir meira en heila öld að reyna að sanna hið gagnstæða, komust hagfræðingar, sem rannsökuðu málið, loks að þeirri niðurstöðu á áttunda áratugnum að engin ástæða væri til að ætla að markaðir væru leiddir, eins og af ósýnilegri hendi, til ákjósanlegs jafnvægis - eða nokkurs jafnvægis yfirleitt. En skilaboðin bárust aldrei til meintra hagnýtra samstarfsmanna þeirra sem ýta svo ákaft fram ráðleggingum um nánast hvað sem er. Flestir heyrðu ekki einu sinni hvað kenningasmiðirnir sögðu, eða hunsuðu það af einurð.

Hin kraftmikla en ólgusöm saga kapítalismans er auðvitað hin ósýnilega hönd. Fjármálakreppan sem braust út árið 2008 og skuldakreppan sem ógnar Evrópu eru bara nýjustu sönnunargögnin.

En svarið gæti einfalt. Hin ósýnilega hönd er ákvörðun meirihluta þeirra sem eru á markaðinum sem sameiginlega valda því að „skynsamleg“ ákvörðun er tekin en hún er það ekki alltaf, annars væru ekki efnahagskreppur reglulega. Hvers vegna það eru reglulegar efnahagskreppur er spurning; gæti verið innbyggt í kapitalismanum, en líklegri skýring er það vegna misnotkunar og rangra upplýsinga.

Ósýnileg hönd er verg ákvarðanna á markaði sem veldur stefnu markaðins eða efnahagskerfisins. Þær geta verið skynsamar og/eða óskynsamar.

Það sem leiðir til óskynsamra ákvarðanna er að það er "fiktað" í gangverkinu og það hættir að starfa rétt.  Það er ekki leikið eftir reglum kapitalísmans. Hverjir eru það sem gera það ekki? Jú, það geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríkisvaldið sjálft. Oftast er sökudólgurinn ríkisvaldið sjálft því það setur reglurnar og lögin. Kapitalískt efnahagskerfi þarf einfaldar en skýrar reglur og lög, jafnræði og frelsi.

Kannski er bara ágætt að það sé galli á kapitalismanum, að hann fljóti í ólgusjó lífsins og hagi sér eins og náttúruaflið, sem er sískapandi en stundum um leið eyðileggjandi.


Ríkisborgararétturinn - bara réttindi?

Mannkynssagan er full af sögum af aðalsfólki, bændum, þegnum og ættbálkum. Hins vegar er hugtakið „borgari“ sögulega sjaldgæft - en varð meðal mest metnustu hugsjóna Bandaríkjanna í meira en tvær aldir. 

Frá tímum Forn-Grikkja hefur ríkisborgararétturinn verið mikilvægur í borgarsamfélögum, á tímum Rómverja og fram á daginn í dag, þar sem borgarmenning ríkir.

Helsta stéttin sem borið hefur uppi borgararéttinn er millistéttin og án hennar myndi hann missa gildi sitt og fyrir því eru margar ástæður.

Útrýming millistéttarinnar á síðustu fimmtíu árum hefur gert marga ríkisborgara vestræna ríkja háða ríkisvaldinu. Opin landamæri hafa grafið undan hugmyndinni um hollustu við ákveðinn stað og sjá má þetta hér á Íslandi en hingað streyma þúsundir manna um galopin landamærahlið Íslands árlega.

Ný-marxisminn með  sjálfsmyndapólitík sína hefur útrýmt sameiginlegri borgaralegri sjálfsvitund okkar. Og yfirþungt stjórnsýsluríkið hefur stofnað persónulegu frelsi í hættu, ásamt formlegum viðleitni til að veikja stjórnarskrána.

Vestrænir stjórnmálaheimspekingar  bjuggu til það besta úr langri vestrænni hefð fyrir fulltrúastjórn með stjórnarskrá og réttindaskránni. Í þessum samningum var lýst sjaldgæfum forréttindum og skyldum nýrra vestrænna borgara.

Samt er verið að ráðast á hugtakið ríkisborgararéttur á fornútímahliðinni með lagalegri blöndun búseturétts og ríkisborgararétts.

Besta dæmið um þetta eru Bandaríkin: Tölur um fjölda óskráðra Bandaríkjamanna (ólöglegra innflytjenda) eru á bilinu 11 milljónir til meira en 20 milljónir. Hinir óskráðu eru að verða löglega óaðskiljanlegir frá borgurum og njóta undanþágu frá alríkislöggjöf um innflytjendamál í um 500 lögsagnarumdæmum. Ólöglegur innflytjandi sem er heimilisfastur í Kaliforníu mun greiða umtalsvert lægri skólagjöld við opinberan háskóla í Kaliforníu en bandarískur ríkisborgari í öðru ríki.

Fjölmenningin hefur dregið úr hugmyndinni um e pluribus unum niður í afturhalds stig  ættbálkasamfélagsins. Bandaríkjamenn virðast oft skulda fyrstu tryggð við þá sem líta út eins og þeir gera. Borgarnir geta ekki einu sinni verið sammála um helgar og sameiginlega þjóðhátíð eins og jól, þakkargjörð og fjórða júlí.

Ný-marxískar hugmyndir um hópa, woke menningin, um kúgun hópa á aðra hópa, hefur leitt til afturfara, því nýmarxistar flokka fólk eftir kynþætti og kyni, stefna sem hefur verið vaxandi síðan á 9. áratug 20. aldar. Áður börðust mannréttindafrömuðir fyrir algild mannréttindi alla hópa og Martein Lúther King talaði um jöfn réttindi allra Bandaríkjamanna. Menn eru farnir að skilgreina sig aftur eftir kynþætti og samþættingin er fyrir bí en hefur hingað til gengið ágætlega.

Bandaríski herinn hefur hingað til tekið alla hópa frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og gert þá að bandarískum hermönnum, ekki t.d. íbúa frá ríkjunum Virginíu eða Texas. Á sama tíma aðgreina fanga sig eftir hópum, þ.e. kynþáttum og erfitt er að sjá hvor verður ofan á, bandaríski herinn með sína samþættingu borgaranna eða fangelsin með sína aðgreininga stefnu eftir kynþáttum. Mér sýnist fangelsin útunga fleiri rasista en herinn nær að samþætta, því að fangarnir eru þrefalt fleiri en hermennirnir að tölu.

Það er skelfilegt hvernig slík núverandi afturhvarf til ættbálkastigs Bandaríkjanna líkist hruni Rómar, þar sem Gotar, Húnar og Vandalar deildu allir sín á milli um það sem eftir var af 1.200 ára rómverskum ríkisborgararétti - fúsir til að eyðileggja það sem þeir gátu hvorki búið til né líkt eftir.

Þeir samþættust aldrei, tóku ekki upp latínu né settust að í borgum Rómaveldis og gerðust borgarar. Þeir bara settust að á ákveðnum svæðum og tóku þau yfir.  Sami vandi steðjar að Bandaríkin í dag, þau ná ekki lengur að samþætta hópanna sem koma inn í landið, enda ólöglegur innflutningur yfirþyrmandi og því engin formleg samþætting þessara hópa inn í samfélagið, þeir eru m.ö.o. jaðarhópar líkt og Germannarnir sem settust að í Rómaveldi, nánast alltaf ólöglega í stórum hópum. Ekkert ríki stenst slíka atlögu til lengri tíma, jafnvel ekki heimsveldi eins og Rómarveldi eða Bandaríkin.

Ríkisborgararéttur hefur alltaf verið verndaður af millistéttum - á þeirri hugmynd að þær séu sjálfstæðari og meira sjálfbjarga en hinar fátæku undirstéttir, og hafi getu til að geta staðist áhrif og völd yfirstéttarinnar.

Við höfum séð áratugi af stöðnuðum launum og heilu svæðin verða fyrir barðinu útvistun starfa til annarra heimsálfa (glópaisminn) og ósanngjörnum alþjóðlegum viðskiptum. Sögulega séð, með fráfalli millistéttarinnar fylgir svo endalok stjórnskipunarstjórnar.

En ríkisborgararétturinn stendur líka frammi fyrir allt annarri og enn meiri póstmódernískri ógn.

Sumir ráðamenn á Íslandi sjá útópíuríkið í ESB.  Þeir kjósa menningu og gildi Evrópusambandsins án þess að hafa áhyggjur af því að framsækin útópísk loforð ESB hafi verið rutt úr vegi með opnum landamærum, efnahagslega niðurlægjandi reglugerðum og óafsakandi og andlýðræðislegum viðleitni til að hefta tjáningarfrelsi og staðbundið sjálfræði ríkja og svæða. ESB hagar sér eins og Rómaveldi forðum, með ólýðræðislegum stjórnendum sem ekki eru kosnir af íbúum bandalagsins.

Slík hugarfar „heimsborgara“ eða "Evrópuborgara" ýtir oft undir skömm yfir uppruna og hefðum Íslands. Þverþjóðleg samtök og sáttmálar um loftslag, refsimál og mannréttindi eru talin æðri íslenskum lögum. Erlent farandfólk sem leitar betra lífs, ekki vernd, sækir í slíkt pardísaríki eins og Íslands, þar sem það fær allt upp í hendurnar án þess að hafa unnið handtak, greitt skatta eða unnið einhverjar af skyldum ríkisborgara, því ríkisborgararétturinn er bara réttindi fyrir það, ekki skyldur.

En nú þarf ekki einu sinni að gerast borgari ríkisins, heldur bara að segja ég er að flýja....eitthvað og réttindi koma sjálfkrafa í kjölfarið. Ef ásóknin verður of mikil, hrynur (velferða)kerfið (líkt og í Svíþjóð), samkenndin og vilji borgara til að borga skatta. Þetta gerðist hjá Rómverjum, íbúarnir yfirgáfu "menninguna" og ofurskatta og leituðu skjóls hjá barbörunum.

Grunnþættir borgaralegs lífs í landi, svo sem að kunna og tala tungumálið í landinu og taka þátt í starfi samfélagsins, borga sína skatta, eru ekki lengur nauðsynlegir. Hver sem er sem kemur til landsins á sjálfkrafa rétt til allra réttinda íslenskra ríkisborgara, eða svo virðist vera samkvæmt stefnu íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.

Skiptir atkvæðagreiðsla í kosningum - grunnréttur hins lýðræðislega borgara - svo miklu lengur?

Orðtakið „mýri“ skrifræðis-, stjórnsýslu- og eftirlitsríkisins er víðfeðmt og óviðeigandi að nokkrir skrifstofumenn geti áreitt frumkvöðla í viðskiptalífinu, gefið út tilskipanir með krafti löggjafar sem eyðileggur líf eða getur ákært, stjórnað eða endurskoðað einstakling og keyrt hann niður í svaðið, því hvernig getur einn maður ráðið við kerfið? Skrifræðið og völd embættismanna er orðið það mikið.

Við höfum enn réttindaskrá stjórnarskráarinnar, en margar af stjórnarskrárvörnum okkar eru að verða orðin tóm. Alþjóðahyggjan, veðrun (minnkandi áhrif og fækkun) millistéttarinnar og opin landamæri í reynd eru að breyta Íslendingum í aðeins íbúa, búsetta á tilteknu svæði. Engin framtíðarsýn er á hvað telst vera hætta fyrir íslenska menningu, tungu eða gildi. Hvar liggja mörkin?

Íslensk gildi, gömulgróin sem hafa farið í gegnum eldskírn reynslunnar og þess vegna orðin hluti af þjóðarmenningu okkar, eru ekki lengur í hávegum höfð. Kristni og kristin gildi úthýst úr skólum landsins. Saga er kennd í skötulíki í grunnskólum og í framhaldsskólum er hún kennd í svo litlu mæli að nemendur fá ekki einu sinni grófa heildarmynd af mannkyns- og Íslandssögu.

En enn hættulegra, þökk sé framkomu ókosinna embættismanna, ásamt samfélagsmiðlum sem sniðganga, áreita og skamma okkur, eru stjórnarskrárbundin réttindi okkar nú í auknum mæli valkvæð. Þau ráðast aðallega af því hvort við séum talin verðug af ókosinni, pólitískt rétthugsandi og "siðferðislega réttlátri" yfirstétt.

Helstu réttindi sem fylgja með ríkisborgararéttindum eru:

  • Landvistarréttur
  • Aðstoð og vernd frá ríkinu
  • Kosningaréttur og kjörgengi
  • Embættisgengi
  • Framfærslu- og bótaréttur
  • Atvinnuréttindi

 

Helstu skyldur sem fylgja með ríkisborgararéttindum eru:

  • Hlýðni og hollusta.
  • Skylda til að gegna sumum opinberum störfum.
  • Tali tungumálið og virði gildi ríkisins (almennt í vestrænum ríkjum, svo sem Bandaríkin en engar kröfur um það á Íslandi).

Er það tryggt að þeir sem hingað flytja og vilja fá ríkisborgararétt, séu tilbúnir til að taka á sig skyldur ríkisborgarans, en ekki bara réttindin? Er gerð krafa um íslenskukunnáttu við afhendingu ríkisborgararéttarins og viðkomandi kunni sögu og siði viðtökuríkisins? Slík krafa er t.a.m. gerð við veitingu bandarísk ríkisborgararéttsins.

Það er eins og stjórnmálaelítan, í sínum vinstri búbbluheimi, einblíni aðeins á réttindi en talar aldrei um skyldur og aðlögun. Eða getum við í raun búið í margra menninga samfélagi og lifað hlið við hlið en ekki saman í einu þjóðfélagi? Er Ísland fyrsta ríkið sem tekst það í mannkynssögunni? Hvað segir sagan okkur? Hvað gerðist t.d. í Júgóslavíu og önnur fjölþjóðaríkjum Evrópu? Hvað gerðist t.d. á Havaí á 19. öld?

Samantekt

Minnkandi áhrif millistéttarinnar og hversu háðir margir hópar samfélagsins eru um bjargráðir ríkisins, setur rétt ríkisborgarann í hættu. Vaxandi embættisvald embættismanna, ókosina og ofurvald ríkisvaldsins er allsumlykjandi í íslensku samfélagi. Barátta borgarans fyrir réttindum sínum og geta til að berjast gegn kerfinu fer þverrandi. Afsal íslenskra stjórnvalda á völdum sínum til yfirþjóðlegs valds í Brussels, gerir þjóðríkið vanmáttugt og þar með stoðir þess sem eru ríkisborgarnir. 

Hugsanlega mun ég fylgja eftir þessum pistli með umfjöllun um forngríska borgararéttinn og hinn rómverska, sé til.

 

 

 


Niccolò Machiavelli og íslensk stjórnmál

Byrjum á að kynna manninn til sögunnar (tekið af Wikipedia):

Niccolò Machiavelli (3. maí 1469 – 21. júní 1527) var ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður sem er einkum þekktur fyrir kenningar sínar í stjórnmálafræði sem hann setti fram í bókinni Furstinn (um 1513), en einnig fyrir ljóð og leikverk. Hann fæddist í Flórens og hóf feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu lýðveldisins frá 1494 til 1512 og ferðaðist um Evrópu sem sendifulltrúi.

Þegar Mediciættin náði aftur völdum var hann ákærður fyrir þátttöku í samsæri gegn þeim, settur í fangelsi og pyntaður. Leó X, nýi Medici-páfinn, fékk hann lausan og hann settist þá að í sveit utan við San Casciano, nærri Flórens, þar sem hann helgaði sig ritstörfum. Við hann er kennd (með réttu eða röngu) sú stjórnmálaheimspeki sem gengur út á að tilgangurinn helgi meðalið.

Stjórnmálaheimspeki Machiavelli

Höldum okkur enn við íslensku Wikipedia og förum í stjórnmálaheimspeki Machiavelli:

Rit Machiavelli um stjórnspeki (þá helst Furstinn, þar sem hann heldur sig við umræðu furstadæma) lýsa með skarpskyggni og raunsæi stjórnmálalífi þess tíma, verk hans má þó yfirfæra á nútíma stjórnmál. Ólíkt heilögum Tómasi — sem taldi það vera í eðli mannsins að uppfylla tilætlanir Guðs— þá segir hann eðli mannsins einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd.

Meginmarkmið landstjórnar er að auka vald landsins og stjórnendur þess ættu ávallt að sniðganga siðferðisreglur, lög og loforð þegar kemur að því að tryggja og auka völd, þeir lúti þó einni reglu og hún er að tryggja hagsmuni ríkisins. Furstinn (m.ö.o. stjórnendurnir) ætti því að sitja einn um völd og láta trú og annað ekki trufla sig. Furstinn ætti að virða eðli þegna sinna en notfæra sér þörf þeirra fyrir öryggi og vernd. Velferð þeirra er honum þó algjört aukaatriði, nema það henti til valdaaukninga. Í ritinu Orðræðan metur hann á svipaðan hátt ýmis stjórnkerfi og kemst að raun um að lýðveldi sé líklegast besta og stöðugasta kerfið ef það nýtur stuðnings þegnanna.

Furstinn: Hvers vegna ein hataðasta bók sögunnar skiptir enn máli

Það er þannig með flest allar bækur, að viska þeirra úreldis með tímanum, með nýrri þekkingu. En það er ekki alltaf þannig, því að þær bækur sem lýsa mannlegu eðli, hafa sumar reynst, ef skrifaðar af skarpskyggni, orðið tímalausar í visku sinni. Svo virðist hátta með bókinna Furstinn sem er til í íslenskri þýðingu.

Við sem búum í lýðræðisríkjum tökum ekki undir orð Marciavelli um að sniðganga eigi siðferðisreglur og furstinn ætti að sitja einn að völdum. Hann segir að markmið furstans; (sem gæti verið) einræðisherrans; konungsins; forsætisráðherrans eða forsetans ættu að tryggja hagsmuni ríkisins og það geta allir verið sammála um.

Viðhorf Machiavelli til eðlis mannsins, að það einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd er kaldhæðnislegt og einkennist af svartsýni. En við vitum að þessir lestir eru hluti af stjórnmálunum og hver þekkir ekki sögur af stjórnmálamönnum sem auðga eigin fjárkistur með aðgangi sínum að völdum, samböndum og síðan ekki síðst vitneskju/upplýsingum sem getur reynst dýrmætari en gull.

Það versta er að ályktanir Marchiavelli í Furstanum eru að mörgu leyti enn ótrúlega viðeigandi fyrir okkur í dag.

Bókin byrjar á því að segja okkur að hún snýst um hvernig eigi að reka (sérstaklega) ítalskt endurreisnarveldi en þá var Ítalíu skipt upp í borgríki. Þó nokkrir hlutar bókarinnar, eins og kaflinn sem fjallar um rétta hlutfall hermanna og málaliða til að byggja upp her séu minjar fyrri tíma, býður Furstinn okkur enn upp á hagnýtar kennslustundir í stjórnmálum í dag.

Þó að sumar af bestu hugmyndunum í bókinni geti virst augljósar, eins og að ráðgjafaráð ætti samanstanda af vitrum mönnum frekar en smjöðrurum; fylgja margir samt ekki þessum einföldu ráðleggingunum.

Marhiavelli og íslensk stjórnmál

Íslenskir stjórnmálamenn virðast falla undir þessa gryfju stjórnmálanna skv. lýsingum Marchiavellis og stjórnmálamenn innan gamalgrónum flokkum, eins og Framsóknarflokknum, VG, Sjálfstæðisflokknum (og flokka sem ekki sitja í ríkisstjórn), sem sitja nú við völd, hafa setið undir ásökunum um spillingu við sölu á ríkiseignum og bönkum. Þeir hafa setið undir ásökunum um vitnesku um innherja upplýsingum, niðurfellingu skulda sína eða aðstandenda eða auðga sig og sína.

Hefur Machiavelli ekki rétt fyrir sér hvað eiginlega völd og áhrif geta haft á stjórnmálaelítuna og dregið fram mestu lesti mannlegs eðlis? En þessir menn (konur og karlar) eru aldrei dæmdir nema í undantekningatilfellum. Fáir íslenskir ráðherrar hafa sagt af sér vegna spillingamála sem hafa komið, sama á við um Alþingsmenn. Það eru þó dæmi um slíkt.

En helsta meinsemd íslenskra stjórnmála er frændhygli (smæð samfélagsins býður upp á það)en síðan en ekki síst stöðuveitingar innan stjórnsýslunnar. Glöggir lesendur þessa pistils, þurfa að ekki nota langtímaminnið, raunar að fara ekki lengra en tvo mánuði aftur í tímann til að finna a.m.k. eitt dæmi, til að rifja upp umdeilda stöðuveitingu í forstöðumanna stöðu.

Tilvísanir í orð Marchiavelli

Hér eru nokkrar af þeim hugmyndum sem hægt er að nota, til góðs eða ills, settar fram af Machiavelli.

"Skilsamur maður ætti alltaf að feta brautina sem stórmenni feta og líkja eftir þeim sem eru framúrskarandi."

„Það er því nauðsynlegt fyrir furstann að hafa lært hvernig á að vera annað en góður og að nota, eða nota ekki, gæsku sína eins og nauðsyn krefur."

„Allar aðgerðir eru áhættusamar, þannig að varfærni felst ekki í því að forðast hættu (það er ómögulegt), heldur að reikna áhættu og bregðast við af festu. Gerðu mistök af metnaði en ekki mistök af leti. Þróaðu styrk til að gera djarfa hluti, ekki styrk til að þjást.“ Þetta á sérstakleg við ef ríkið ákveður að fara í stríð. Góð dæmi um þetta er Falklandseyjarstríðið, Afganistanstríðið og Úkraníustríðið. Þar sem árásaraðilarnir misreiknuðu styrk varnaraðilans.

„Hafðu í huga að það eru tvær leiðir til að berjast, önnur í samræmi við lög manna, hin með valdi; sú fyrri hæfir mönnum, hin síðari skepnum. En þar sem fyrri aðferðin er oft árangurslaus verður nauðsynlegt að grípa til hinnar.“

„Og hér verðum við að athuga að annaðhvort verður að smjaðra fyrir mönnum eða kremja þá; Því að þeir munu hefna sín fyrir lítilsháttar ranglæti, en fyrir alvarlegt geta þeir það ekki. Sá skaði sem þú veldur manni ætti því að vera slíkur að þú þurfir ekki að óttast hefnd hans."

Svo mörg voru þau orð.

 

 


Misskildar tilvitnanir í heimspekinga - Descartes: Cogito Ergo Sum, eða “ég hugsa, þess vegna er ég”

„Ég hugsa, þess vegna er ég“ þýðir örugglega ekki „ef þú trúir því geturðu það“. Þetta var tilraun Descartes til að leysa róttæka efahyggju, sem er að "hvernig getum við verið viss um eitthvað?!" spurninguna.

Grundvallaratriðið er að ef ég er að hugsa núna - eða ef ég efast, til að vera nákvæmur - þá hlýtur það líka að vera að ég sé til. Hlutur sem ekki er til getur ekki hugsað.

Misskilningurinn kemur í því að gera ráð fyrir að þetta sé rök í formi forsendna (held ég) til niðurstöðu (ég er til). Að vísu lokkar „þess vegna“ þig frekar inn. Þess í stað er Cogito „a priori innsæi“ - það er að segja, það er satt einfaldlega með því að hugsa um það. Það er meira eins og að segja „það er þríhyrningur, þess vegna er þríhliða lögun“. Það er ekki rök heldur staðhæfing sem inniheldur ákveðinn sannleika innra með sér.

Ástæðan fyrir því að þetta er mikilvægt, og ekki (aðeins að vera einhver heimspekilegur töffari, er sú að í hugleiðingum Descartes er hann alveg skýr um að við höfum engar forsendur til að halda að skynsemi okkar sé gallalaus. Hæfni okkar til að finna sannleika í rökræðum gæti bara verið bragð einhvers almáttugs djöfuls.

Eins og Descartes skrifar, „hvernig veit ég að ég er ekki blekktur í hvert skipti sem ég bæti saman tveimur og þremur, eða tel hliðar fernings? Þannig að við getum ekki treyst á rökfræði okkar. Þetta er ástæðan fyrir því að Cogito - ef það á að virka sem leið út úr tortryggni sinni - getur ekki verið rök.


Misskildar tilvitnanir í heimspekinga - Rousseau: Hið göfugi villimaður

Hugmynd Rousseau um hinn„ göfuga villimann“ er sú að áður en við fórum öll að búa í borgum og  kölluðu okkur „siðmenntuð“, þá hafi mennirnir verið náttúrulega dyggðug tegund. Við vorum góð, félagslynd og glöð. Talið er að Rousseau hafi notað setninguna til að sýna fram á hvernig nútímasamfélag eyðilagði meira hið háþróað mannlegt eðli. „Siðmenning“ er meira spilltari en siðmenntuð.

Hugmyndin um „villimenn“ á móti „siðmenningu“ er ekki aðeins gríðarlega tengd kynþáttafordómum og nýlendutrú, heldur er stóra vandamálið að Rousseau hélt þessu aldrei fram. Hann trúði því líklega ekki heldur. Rousseau hélt því fram að við gætum ekki kallað fólk fyrri samfélaga gott eða slæmt, dyggðugt eða löstugt, vegna þess að þessar hugmyndir þróuðust með siðmenningunni.

Hugmynd okkar um hvað er rétt er mótað eða gefið okkur af samfélaginu sem við tilheyrum. Að vísa til „göfugs villimanns“ myndi jafngilda því að varpa eigin gildum yfir á fólk sem er forgildi. Fyrir siðmenninguna voru menn hvorki siðferðislegir né siðlausir. Þeir voru bara eðlilegir.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband