Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Varnagli lýðræðisins - Antonin Scalia

Antonin_Scalia_Official_SCOTUS_PortraitÉg ráðlegg öllum sem hafa áhuga á lýðræðinu að horfa á meðfylgjandi myndband hér að neðan. Hér er hæstarétta dómarinn Antonin Scalia heitinn að ræða um valddreifingu lýðræðisins og stjórnarskrá.

Hér kemur smá kynning á honum áður en lengra er haldið...Árið 1986 var hann skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna af Ronald Reagan og var samhljóða staðfestur af öldungadeildinni, og varð hann fyrsti ítalsk-ameríski dómarinn. Scalia aðhylltist íhaldssama lögfræði og hugmyndafræði og taldi textahyggju í lögskýringu og frumhyggju í stjórnarskrárskýringu.

Í myndbandinu hér, kemur Scalia inn á að það er ekki nóg að hafa fallega orðaða stjórnarskrá, meira segja Sovétríkin höfðu fleiri mannréttindaákvæði í sinni stjórnarskrá en Bandaríkin, heldur hvaða tæki eru til staðar til að varðveita frelsisákæði hennar og koma í veg fyrir að valdið færðist á einni hendi.

Það væri inngróið inn í bandaríska stjórnskipan eða stjórnarfyrirkomulag að hafa eins og hann orðaði þetta "gridlock" í ákvarðanatökunni. Varnagla sem gerði ákvörðunatökuna erfiða, að margir og ólikir aðilar komi að lögunum/ákvörðunum og meirihlutinn (með aðstoð minnihlutans sbr. Philbuster) komist að bestu ákvörðunni og lagasmíðin yrði þar með vönduðust. Meirihlutinn geti ekki níðst á minnihlutanum.

Hann sagði að með því að hafa Bandaríkjaþing í tveimur deildum, menn kostnir á mismunandi hátt í sitthvora deildina og og loks forsetann með veto - neitunarvald sitt, komi í veg fyrir vond lög eða vonda lagsetningu....það komi í veg fyrir að völdin safnist á einnar hendur og lýðræðið þróist í einræði flokksins eða harðstjórans.

Alþingi Íslendinga var í tveimur málstofum við stofnun þess en eftri deildin reyndist vera afgreiðslustofnun þeirri neðri eftir því sem tímar liðu og því aflögðu Íslendingar efri deildina illum heilli á sjöunda áratugnum ef ég man rétt.

Í upphafi var Alþingi skipt í tvær deildir en eins og á Bandaríkjaþingi voru þingmennirnir kosnir á sitthvoran hátt en það breyttist við lýðveldisstofnun. Það er ástæðan fyrir að íslenska leiðin gékk ekki upp.

Helsta helsi íslenskt lýðræðis er seta ríkisstjórnar Íslands á löggjafarsamkundinni Alþingi og á meðan svo er, verður Ísland alltaf hálf lýðræði og aðskilnaður valdsins ekki de facto.

Á sínum tíma þurfti til erlent vald, Evrópusambandið, til að skilja að valdið á sýslustiginu og taka dómsvaldið af sýslumanninum. Veit ekki hvað þarf til hér á Íslandi, ekki er hlustað á rödd þjóðarinnar, þótt sérstakt þjóðarþing hafi verið kosið á sínum tíma til að breyta stjórnarskránni.

Sérhagsmunirnir eru hreinlega íslenska lýðveldinu ofviða. Frændhyglissamfélagið er of sterkt í örríkinu Ísland og á meðan svo er, verður Ísland áfram bananalýðveldi = valdið í höndum annarra en kjörinni stjórn landsins.

 

Here's What Americans Get Wrong About What Makes America A Great Co


Frjáls maður

Leyfið mér að vera frjáls maður, frjáls að ferðast, frjáls að stoppa, frjáls að vinna, frjáls að versla þar sem ég vill versla, frjáls að velja mér kennara, frjáls að iðka trú forfeðra minna, frjáls að hugsa og tala og hegða mér eins og mér sýnist. Indíánahöfðinginn Joseph (og ég tek undir þessi orð).....ekkert af þessu er sjálfsagt og við þurfum að standa vörð um þessi réttindi okkar.

Það eru alltaf til vont fólk sem er tilbúið að hneppa okkur í ánauð í nafni eitthvers, jafnvel í nafni mannúðar!!!  Vörumst fólk sem fer eftir kennikerfi eða hugmyndafræði, það hugsar ekki sjálfstætt og er tilbúið að traðka á réttindum okkar í nafni almannahagsmuna eða hugmyndafræðinnar.

Stjórnvöld eiga að vera tæki borgaranna, en ekki öfugt eins og margir halda. En þeir sem eru við stýri stjórnvalda, halda einmitt (sumir) að stjórnvöld eigi að ráða ferðinni, ekki kjósendur/borgaranir.

 

free_man


Varnarbandalag Norðurlanda

Inngangur

Öll Norðurlöndin fylgdu hlutleysisstefnunni við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en Svíþjóð einni tókst að halda hlutleysinu á stríðsárunum.

Danmerkur biðu þau örlög að vera hernumin að mestu án mótspyrnu. Þjóðverjum gekk hins vegar verr með næsta andstæðing sinn, Noreg, en Norðmenn vörðust hetjulega en biðu samt ósigur og landið var hernumið. Ísland og Færeyjar hlutu sömu örlög og hinar tvær fyrrnefndu þjóðir og voru hernumdar af Bretum. Finnar fóru hvað verst út úr stríðinu en þeir háðu tvær erfiðar styrjaldir gegn Sovétríkjunum og töpuðu báðum.

SAS_emblem_Wikipedia_ineligible_for_copyrightÖrlög norrænu landanna voru því ólík og þetta hafði úrslitaáhrif á utanríkisstefnu þeirra eftir stríðslok.

Í greininni er varpað ljósi á hvaða möguleika Norðurlöndin höfðu, hvert fyrir sig, til að tryggja öryggi sitt í ljósi breyttra valdahlutfalla í Evrópu í stríðslok. Í því sambandi eru nokkrum mikilvægum spurningum svarað. Þær eru; hvers vegna var ekki stofnað varnarbandalag Norðurlandaþjóðanna þriggja, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur? Hvers vegna gaf Ísland upp hlutleysisstefnu sína? Og að lokum er spurt; hvernig tókst Finnum að halda sjálfstæði sínu?

Efnistök eru á þá leið að fyrst er landfræðileg staða Norðurlanda skoðuð út frá hernaðarlegu sjónarhorni.

Því næst er kannað hvort Norðurlöndin þrjú, Svíþjóð, Noregur og Danmörk hefðu haft raunverulegan möguleika til að stofna með sér varnarbandalag.

Að lokum er utanríkisstefna Íslands í öryggismálum, sem og Finnlands, skoðuð sérstaklega. Það er gert vegna þess að þessi ríki voru jaðarríki og í raun hornreka í umræðum um varnarmál á Norðurlöndum. Þau tóku því ekki beinan þátt í viðræðunum um norrænt varnarbandalag.

Varnarstaða Norðurlanda

Í gegnum tíðina hefur öryggi Norðurlanda einkum stafað hætta af tveimur voldugum nágrönnum, Þýskalandi og Rússlandi (Sovétríkjunum).

Á meðan þessi tvö ríki eru veik og sundruð er öryggi Norðurlanda nokkuð vel tryggt. Slíkt átti sér einmitt stað við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri árið 1918. Ósigur Þýskalands og rússneska keisaradæmisins leiddi til hernaðarlegs tómarúms í Mið- og Norður-Evrópu.

Staðan var hins vegar önnur í stríðslok 1945 en þá stóð risinn í austri, Sovétríkin, uppi sem sigurvegari og var á góðri leið með að verða risaveldi með miklum herstyrk og pólitískum áhrifum um mestalla Evrópu.

Hinn hættulegi nágranni Norðurlanda, Þýskaland, var hins vegar í rúst hernaðarlega og efnahagslega og í raun sundrað. Ljóst þótti að það myndi ekki vera sterkt hernaðarlega næstu áratugi, ósigur þess var algjör.

Veik staða Þýskalands var Dönum í hag, en þeir höfðu þurft að heyja erfiðar styrjaldir við þýsk ríki á nítjándu öld og tapað þeim og staðið í landamæradeilum á þeirri tuttugustu. Fyrst við sameinað Þýskaland í stríðslok 1918 en síðan við Vestur-Þýskaland eftir 1945. Nú tóku Sovétríkin við hlutverki hins ofangreinda. Danir töldu árið 1949 líklegustu árásahættuna koma úr austri. Það er að segja ef Sovétríkin myndu gera árás, þá kæmi hún sjóleiðis yfir Eystrasalt á Suður-Sjáland og Lolland-Falster. Varnabúnaðar þeirri beindist því að þessari ógnun.

Norðurlandaþjóðirnar þrjár á Skandinavíuskaganum, Noregur, Svíþjóð og Finnland töldu einnig að mesta hættan stafaði frá Sovétríkjunum. Þetta átti sérstaklega við Finnland, en það hafði misst lönd til Sovétríkjanna og stóð berskjaldað gagnvart þeim á öllum austurlandamærunum, allt frá Finnska flóanum í Eystrasalti norður til Norður-Íshafs.

Öllum ofangreindum þjóðum stafaði hætta af vaxandi hernaðarumsvifum Sovétríkjanna á Kólaskaganum, en þaðan er auðvelt að gera árás á Finnmörk í Norður-Noregi og Norður-Svíþjóð og einnig á Lappland í Norður-Finnlandi.

Flotauppbygging Sovétríkjanna beindist að því að öðlast vald yfir hinu hernaðarlega mikilvæga Norður-Íshafi. Einnig Íslandi stafaði ógn af þessum auknu umsvifum en eins og kunnugt er liggur landið að Norður-Íshafi og er í vegi fyrir útgönguleið Íshafsflota rauða hersins út á Atlantshafið. Ljóst var að stálin stinn milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndu mætast fyrir norðan Ísland í hernaðarátökum og það óttuðust Íslendingar mikið.

Herstyrkur Sovétríkjanna og aukin pólitísk áhrif þeirra var því sá raunveruleiki sem Norðurlönd urðu nú að laga sig að.

Atlantshafsbandalag eða varnarbandalag Norðurlanda?

Fljótlega eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari tók að bera á ágreiningi á milli annars vegar Sovétríkjanna, og hins vegar Bretlands og Bandaríkjanna. Þessi ágreiningur hafði í för með sér að Evrópa skiptist í tvo hluta, austur og vestur.

Norðurhluti Evrópu, það er að segja Norðurlöndin, tók í fyrstu ekki þátt í þessum ágreiningi. Fyrstu árin eftir 1945 var stefna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar í utanríkismálum að standa utan stjórnmálalegra og hernaðarlegra bandalaga. Norðmenn og Danir nefndu stefnu sína miðlunarstefnu en Svíar sína hlutleysisstefnu.

Fram til áramótanna 1947 - 1948 höfðu þessi þrjú lönd í raun svipaða utanríkisstefnu, sem fól í sér að viðurkenna ekki skiptinguna milli austurs og vesturs sem flestum var nú orðin ljós.

Að sögn Þóris Ibsens Guðmundssonar urðu þáttaskil í stefnu þeirra eftir tímamótaræðu utanríkismálaráðherra Bretlands, Ernest Bevins í ársbyrjun 1948. Í ræðu hans kom það sjónarmið fram að nauðsynlegt væri fyrir hin frjálsu lönd Vestur-Evrópu að þjappa sér saman. Þessi ræða var í sjálfu sér hvati að umræðunni um bæði Norður-Atlantshafsbandalag og um skandinavískt varnarbandalag.

Einnig hafði byltingin í Tékkóslóvakíu það sama ár og ósk Sovétríkjanna um gagnkvæman öryggissamning við Finnland ýtt undir hin Norðurlöndin að marka ákveðna stefnu í öryggismálum sínum. Viðræður áttu sér stað á milli þeirra en ekkert raunhæft gerðist fyrr en Svíþjóð lagði fram tilboð sitt um skandinavískt varnarbandalag í maí 1948.

Dagana 5. - 6. janúar 1949 komu æðstu ráðamenn Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar til sænska bæjarins Karlstaðs til að fjalla um fyrirhugaða myndun skandinavísks varnarbandalags. Fljótlega kom í ljós á þessum fundi að hugmyndin um varnarbandalag Norðurlanda var andvana fædd.

Ástæðan fyrir því var að Norðmenn og Svíar gátu ekki komið sér saman um eðli slíks bandalags. Norðmenn höfnuðu þegar sjálfstæðu og hlutlausu bandalagi, og Svíar höfnuðu öllum hugmyndum um bandalag sem ekki væri sjálfstætt og samræmdist ekki hlutleysisstefnu þeirra.

Það var afstaða Norðmanna og Svía sem réði því, hvort úr slíku bandalagi yrði. Afstaða Dana var oft á tíðum ruglingsleg í viðræðunum. Hans Hedtoft forsætisráðherra Danmerkur hafði lýst því yfir árið áður, að Danir myndu fylgja Norðmönnum og falla frá skandinavísku varnarbandalagi ef Svíar héldu fast við hlutleysisstefnuna. Þeir voru þó ekki fastari í rásinni en það að í febrúar 1949 hugleiddu Danir að stofna danskt-sænskt varnarbandalag en Svíar höfðu ekki áhuga. Því er ljóst að Danir hefðu sætt sig við hvaða niðurstöðu sem var, þó að þeir hefðu helst kosið norrænt varnarbandalag.

Það voru Norðmenn sem skáru á hnútinn í febrúar 1949 og féllu frá hugmyndinni um skandinavískt varnarbandalag. Þeir höfðu uppi kröfu um að hverju aðildarríki slíks bandalags, sem sækti vopnabúnað sinn aðallega til Bandaríkjanna, væri frjálst að ganga í vestrænt varnarsamstarf, það er í Atlantshafsbandalagið, sem væri nauðsynlegur bakhjarl Norðurlanda. Og eins og áður sagði kusu Svíar hlutleysi, en þeir treystu á sjálfkrafa liðsinni Atlantshafsbandalagsins, ef rauði herinn réðist á ríkin þrjú.

Það sem olli endanlegum sinnaskiptum Norðmanna var sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að láta bandamenn sína í Evrópu ganga fyrir um vopn.

Danmörk og Noreg vanhagaði um hernaðaraðstoð, enda urðu löndin að byggja upp herafla sinn frá grunni vegna tjóns af völdum stríðsins. Meðal annars vegna þess áttu þessi lönd ekki um annan kost að velja en að ganga í Atlantshafsbandalagið.

Ákvörðun Norðmanna réði úrslitum fyrir Dani. Eins og áður sagði, vildu Svíar ekki sérstakt bandalag við þá né heldur Norðmenn. Þeir urðu því að fylgja Norðmönnum hvort sem þeim líkaði betur eða verr.

Niðurstaðan var þó ekki alslæm fyrir þessar þjóðir, því að þær gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu með lágmarksskilyrðum. Hvorki herstöðvar né dvöl hersveita frá öðrum aðildarríkjum um lengri tíma var heimilt á friðartímum. Því má segja að ennþá lifði vottur af hlutleysisstefnunni hjá þessum þjóðum.

Staða Svíþjóðar var önnur þar sem hún var talsvert herveldi á þessum árum. Svíar gátu því staðið einir eftir utan hvers konar hernaðarbandalaga. Reynslan úr heimsstyrjöldinni síðari hafði einnig sýnt að þeir gætu það.

Ísland lætur af hlutleysisstefnu sinni

Segja má að fyrsta skrefið sem Íslendingar stigu í átt frá hlutleysi hafi verið við gerð Keflavíkursamningsins 1946. Í honum fólst að Bandaríkjamenn fengu afnot af Keflavíkurflugvelli til að auðvelda aðflutninga til hernámssvæðis þeirra í Þýskalandi en þó höfðnuðu Íslendingar í þessari lotu beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar í landinu. Einnig hafði þeim áður verið gert að afturkalla hersveitir sem voru fyrir í landinu á stríðsárunum sem og þeir gerðu. Í þeim skilningi má segja að Ísland hafi ekki enn um sinn horfið frá hlutleysisstefnunni.

Valur Ingimundarson sagnfræðingur fullyrðir að með þessum gjörningi hafi meirihluti Alþingis í raun skipað sér í flokk með vestrænum ríkjum. Og að í honum hafi falist ákveðin viðurkenning á því að Ísland væri á hagsmunasvæði Bandaríkjanna.

Annar sagnfræðingur, Þór Whitehead, telur að sú stefna sem mörkuð var með þessum samningi hafi legið ,,...milli hlutleysis og fullrar samstöðu með Vesturveldunum.´´

Hægt er að taka undir orð þessara sagnfræðinga, að visst skref hafi verið stigið í átt til herbúða Vesturvelda. Kalla má þessa stefnu hikstefnu eða tækifærisstefnu. Íslendingar voru þó nógu ákveðnir í því að sýna út á við að þeir héldu hlutleysisstöðu sinni, því að þeir höfnuðu, eins og áður sagði, beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar í landinu.

Valdarán kommúnista í Tekkórslóvakíu í febrúar 1948 ýtti undir íslensk stjórnvöld, líkt og önnur norræn stjórnvöld á sama tíma, að kanna varnir landsins og athuga hvort unnt yrði að styðjast við Keflavíkursamninginn í varnarskyni. Íslenskum ráðamönnum varð ljóst að Bandaríkjastjórn bar engin skylda til að verja Ísland í ófriði. Þeir höfðu heldur enga haldbæra vitneskju um það hvort eða hvernig Bandaríkjamenn hygðust nota landið ef stríð brytist út.

Í þessu ljósi verður að skoða inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið 1949. Mikil óvissa um öryggi landsins, sem skapaðist meðal annars vegna ótta við það sem var að gerast í Evrópu, það er að segja sókn kommúnista í Austur- og Mið-Evrópu, sem og óvissan um afstöðu Bandaríkjanna til Íslands í ófriði, leiddi til þessara aðgerða Íslendinga. Hins vegar tóku íslensk stjórnvöld ekki endanlega ákvörðun um inngöngu fyrr en ljóst varð að Norðmenn og Danir yrðu þátttakendur í bandalaginu.

Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Engan her þyrfti á landinu á friðartímum. Herforingjar Atlantshafsbandalagsins voru á annarri skoðun en þeir vildu að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli.

Breyting varð loks á stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum á árunum 1950-1951. Þegar Kóreustyrjöldin hófst um sumarið 1950 breyttist afstaða íslenskra ráðamanna á sama hátt og eftir valdarán kommúnista í Tekkóslóvakíu 1948. Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæðið að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins. Felld var niður stefnan um herleysi á friðartímum og gerður var varnarsamningur við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Bandrísku setuliði var skipað á land í annað sinn.

Með þessu var varnarstefna Íslands endanlega mörkuð næstu áratugi. Íslendingum var orðið ljóst að landfræðileg staðsetning Íslands var ekki lengur vörn og þar af leiðandi ekki lengur hægt að halda uppi sannfærandi hlutleysisstefnu.

Varnarsáttmáli Finnlands við Sovétríkin 1948

Segja má að staða Finnlands og þar með sjálfstæði hafi í raun verið ákveðin á Teheran-ráðstefnunni árið 1943 á milli Vesturveldanna og Sovétríkjanna.

Þar kom í ljós að Bandamenn litu í raun ekki á Finnland sem hluta af Öxulveldunum. Á ráðstefnunni lofaði Stalín að sjálfstæði Finnlands yrði tryggt þegar reikningarnir hefðu verið gerðir upp við Öxulveldin. Vesturveldin sættu sig við þessi loforð. Þessi trygging opnaði leið fyrir vopnahlé á milli Finnlands og Sovétríkjanna en þessi ríki höfðu átt í styrjöld síðan 1941.

Þessi gagnkvæmi skilningur á stöðu Finnlands leiddi til þess að Finnland lenti fyrir utan deiluna um svæðisskiptingu í Evrópu á milli stórveldanna á Yalta-ráðstefnunni í febrúar 1945. Árið 1944 var samið um vopnahlé á milli Finnlands og Sovétríkjanna meðal annars vegna þessa skilnings en einnig vegna þess að rauði herinn þurfti á öllu sínu liði að halda í framsókninni til Berlínar.

Aðrar ástæður fyrir þessu vopnahléi geta verið, eins og Roy Allison bendir á, viss virðing fyrir Finnum sem bardagamönnum sem og að ef Sovétríkin hefðu hernumið Finnland hefði það gert þeim erfitt fyrir um stríðsskaðabótakröfu á hendur Finnum.

Í þessum vopnahlésamningum töpuðu Finnar endanlega Karelíuhéraði. Einnig töpuðu þeir Petsamósvæðinu sem liggur að Norður-Íshafi, en við þessa landaaukningu fengu Sovétríkin landamæri að Noregi. Sovétmenn fengu einnig hinn hernaðarlega mikilvæga Porkkalaskaga, sem liggur skammt sunnan Helsinki og var hann gerður að flotastöð.

Mikilvægast af þessu öllu var að Sovétmenn litu svo á að með því að taka og halda Petsamó-svæðinu og fá þannig landamæri að Noregi, myndi það koma í veg fyrir að Finnland yrði í framtíðinni notað sam stökkpallur til innrása í Sovétríkin.

Árið 1948 var samið endanlega um frið á milli þessara ríkja. Sovétmenn höfðu frumkvæðið um gerð vináttu- og aðstoðarsamnings sem beint var gegn Þýskalandi eða bandamönnum þess. Samkvæmt fyrstu grein hans voru Finnar skyldugir til að koma í veg fyrir árás á Sovétríkin yfir finnskt land og einnig skyldugir til að þiggja aðstoð Sovétmanna til þess.

Hins vegar bættu Finnar því ákvæði við, sem Sovétmenn voru óánægðir með, að ef öðrum hvorum aðila yrði ógnað, yrðu að eiga sér stað viðræður á milli samningsaðila við mat á þessari ógnun. Þetta þýddi í raun að Sovétmenn gátu ekki ákveðið einhliða um hernaðaraðgerðir til varnar Finnlands og þetta tryggði einnig Finnlandi sjálfræði um varnir landsins að mestu leyti.

Einnig var tekið fram í samningnum að Finnar vildu ekki blanda sér í deilur stórveldanna. Forseti Finnlands, J.K. Paasikivi hafði krafist þess að fá þetta atriði tekið upp í samningnum. Með þessu ákvæði voru Finnar í raun að lýsa yfir hlutleysi sínu.

En hvers vegna sættu Sovétmenn sig við þennan samning? Roy Allison telur að þeir hafi sætt sig við sjálfstæði Finnlands eftir að Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen komust undir ægivald þeirra í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, sem og vegna áframhaldandi hlutleysis Svíþjóðar.

Þessi samningur studdi einnig höfuðmarkmið Sovétríkjanna, en það var að koma í veg fyrir að Norðurlönd gætu bundist í varnarbandalag, sem væri hallt undir Vesturlönd.

Niðurstaðan er því sú að með samningnum frá árinu 1948, hersetu rauða hersins í Eystrasaltslöndunum þremur í botni Eystrasalts og hlutleysi Svíþjóðar, hafi grunnurinn að sjálfstæði og vissu hlutleysi Finnlands verið lagður og tryggður næstu áratugi.

Niðurlag

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari breyttust öll valdahlutföll í Evrópu. Öll Norðurlöndin töldu að þeim stafaði hætta af þessu nýja ástandi og sérstaklega af hendi Sovétríkjanna en þau stóðu uppi sem einn af sigurvegurunum í stríðslok. Ástæðan fyrir því er að þau áttu öll landamæri að þeim, en vaxandi hernaðarumsvif Sovétmanna á Kólaskaganum skellti þeim ótta í bringu.

Hugmyndin um skandinavískt varnarbandalag var andvana fædd. Ástæðan fyrir því var að Norðmenn og Svíar gátu ekki komið sér saman um eðli slíks bandalags, það er hvort það ætti að vera sjálfstætt eða tengt vestrænu hernaðarbandalagi. Svo virðist sem Danir hefðu sætt sig við hvaða niðurstöðu sem væri.

Ísland lét af hlutleysisstefnu sinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi vegna valdaráns kommúnista í Tékkóslóvakíu en það olli töluverðum ótta hér á landi sem annars staðar í Norður- og Vestur-Evrópu. Og í öðru lagi vegna óvissunnar um hvernig eða hvort Bandaríkjamenn hygðust verja landið í ófriði. Íslendingar gengu því í Atlantshafsbandalagið 1949. Óvissa í alþjóðastjórnmálum olli aftur sinnaskiptum hjá íslenskum stjórnvöldum 1951, en þá var gerður varnarsamningur við Bandaríkjamenn og bandarískur her skipaður á land í kjölfarið.

Finnum tókst að viðhalda sjálfstæði sínu og vissu hlutleysi vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í fyrsta lagi tókst þeim að gera samning við Sovétmenn 1948 sem tryggði þeim sjálfstæði í innanríkismálum og hlutleysi í stórveldispólitíkinni. Í öðru og þriðja lagi töldu Sovétmenn öryggi sitt nægjanlega tryggt með hersetu í Eystrasaltsríkjunum þremur í botni Eystrasalts og með hlutleysi Svíþjóðar, en það tryggði að varnarbandalag Norðurlanda varð ekki komið á fót. Þessi þrjú meginatriði tryggðu öryggi Finnlands næstu áratugi.

 

 


Er “Being there” framtíðarspá fyrir forsetatíð Joe Biden?

chancey-joeEf viðkomandi lítur rétt út, segir réttu orðin og á öfluga vini, geturðu fundið út að fjölmiðlar hunsa augljósa andlega hnignun frambjóðand-ans, í þessu tilfelli frambjóðanda til forsetaembættis Bandaríkjanna.

Ég er að tala um frábæra mynd sem nefnist "Being there", sem Peter Sellers leik eftirminnilega í. Við þurfum aðeins að fara í söguþráðinn til að átta okkur á að myndin var forspá um forsetaframboð og forsetatíð Joe Bidens.

Kíkjum á Wikipedia umfjöllun um myndina Being there:

"Miðaldra, einfalt hugsandi Chance býr í raðhúsi auðugs gamla manns í Washington, D.C. Hann hefur eytt öllu lífi sínu í að hirða garðinn og hefur aldrei yfirgefið eignina. Fyrir utan garðrækt er þekking hans alfarið fengin af því sem hann sér í sjónvarpi. Þegar velgjörðarmaður hans deyr, segir Chance barnalega lögfræðingunum að hann eigi enga kröfu á hendur dánarbúinu og er skipað að flytja út.

Chance reikar stefnulaust og uppgötvar umheiminn í fyrsta skipti. Þegar hann gengur framhjá sjónvarpsbúð sér hann sjálfan sig tekinn af myndavél í búðarglugganum. Þegar hann er kominn inn, stígur hann afturábak af gangstéttinni og verður fyrir bíl í eigu hins aldraða viðskiptamógúls Ben Rand. Í bílnum er hin glæsilega og miklu yngri eiginkona Rands, Eve, sem misheyrir „Chance, the gardener“ sem svar við spurningunni hver hann er, sem „Chauncey Gardiner“.

Eve kemur með Chance heim til þeirra til að jafna sig. Hann er í dýrum sniðnum fötum frá 2. og 3. áratug síðustu aldar, sem velunnari hans hafði leyft honum að taka af háaloftinu, og framkoma hans er gamaldags og kurteis. Þegar Ben Rand hittir hann tekur hann „Chauncey“ fyrir yfirstétt, hámenntaðan kaupsýslumann sem hefur lent í erfiðum tímum. Rand dáist að honum og finnst hann beinskeyttur, vitur og með innsæi.

Rand er einnig trúnaðarmaður og ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, sem hann kynnir fyrir „Chauncey“. Í umræðum um efnahagslífið tekur Chance vísbendingu um orðin „örva vöxt“ og talar um breytilegar árstíðir í garðinum. Forsetinn rangtúlkar þetta sem bjartsýn pólitísk ráð og vitnar í „Chauncey Gardiner“ í ræðu. Chance rís nú á landsvísu, sækir mikilvæga kvöldverði, þróar náin tengsl við sovéska sendiherrann og kemur fram í sjónvarpsspjallþætti þar sem ítarlegar ráðleggingar hans um hvað alvarlegur garðyrkjumaður ætti að gera eru misskilin sem skoðun hans á því hvað yrði forsetastefna hans.

Þó að hann sé nú kominn á toppinn í Washington samfélaginu, geta leyniþjónustan og um 16 aðrar stofnanir ekki fundið neinar bakgrunnsupplýsingar um hann. Á þessum tíma verður læknir Rands, Dr. Allenby, sífellt tortryggari um að Chance sé ekki vitur pólitískur sérfræðingur og að leyndardómurinn um sjálfsmynd hans gæti átt sér hversdagslegri skýringar. Dr. Allenby íhugar að segja Rand þetta en þegir þegar hann áttar sig á því hversu hamingjusamur Chance er að gleðja hann á síðustu dögum sínum.

Hinn deyjandi Rand hvetur Eve til að verða nálægt "Chauncey". Hún laðast nú þegar að honum og gerir kynferðislega tilburði. Chance hefur engan áhuga á eða hefur þekkingu á kynlífi, en líkir eftir kossum úr kvikmyndinni The Thomas Crown Affair frá 1968, sem tilviljun er sýnd í sjónvarpinu. Þegar atriðinu lýkur hættir Chauncey skyndilega og Eve er rugluð. Hún spyr hvað honum líkar, sem þýðir kynferðislega; hann svarar "mér finnst gaman að horfa á," sem þýðir sjónvarp. Hún er augnablik hissa, en ákveður að hún sé til í að fróa sér fyrir voyeuristic ánægju hans, þar með ekki eftir því að hann hefur snúið aftur að sjónvarpinu og er nú að líkja eftir jógaæfingu á annarri rás.

Chance er viðstaddur andlát Rand og sýnir ósvikna sorg við fráfall hans. Aðspurður af Dr. Allenby viðurkennir hann að hann „elski Eve mjög mikið“ og einnig að hann sé bara garðyrkjumaður. Þegar hann fer til að tilkynna Eve um dauða Ben, segir Allenby við sjálfan sig: „Ég skil,“ en túlkun á því er eftir áhorfandanum.

Á meðan forsetinn flytur ræðu við jarðarför Rand, halda pallberarnir hvíslaðar umræður um hugsanlega afleysingar forsetans á næsta kjörtímabili og eru einróma sammála um Chauncey Gardiner sem eftirmann. Óvitandi um allt þetta, reikar Chance í gegnum vetrarbú Rand. Hann réttir út furuunga sem er flattur af fallinni grein og gengur síðan yfir vatnsflöt. Hann staldrar við, dýfir regnhlífinni djúpt í vatnið undir fótum sér, heldur svo áfram á meðan forsetinn heyrist vitna í Rand: "Lífið er hugarástand." Tilvísun í Wikipedia lýkur.

Þar með endar myndin í lausu lofti en gefur til kynna til metorðastiga hans í framtíðinni. Myndin er auðljóslega pólitísk ádeila og ég man að myndin á sínum tíma var sýnd í marga mánuði hér á Íslandi við miklar vinsældir.

Ég tek eftir að ég er ekki sá eini sem hefur uppgötvað samlíkingu með Joe og Chance, það eru nokkrar erlendar greinar sem fjalla einmitt um það sama. Chance er greinilega vitgrannur, úr tengslum við veruleikann, kominn á eftri ár og greinilega ekki hæfur til starfa, sem sama má segja um Joe Biden.

Eins og titill myndarinnar gefur til kynna, er nefnilega nóg að vera "being there", vera á staðnum, til að eiga kost á forframa, frægð og valda. Umbúðirnar en ekki innihald, sem skiptir máli. Hversu djúpt getur lýðræðið sokkið?

Being there

 

 

 


Richard S. Ewell stórdeildarhershöfðingi - maðurinn sem tapaði bandarísku borgarastyrjöldinni?

Richard S. EwellÞessi maður er algjörlega óþekktur á Íslandi en fyrir menn eins og mig, sem er sérhæfður í hernaðar-sagnfræði; hann spilar stóra rullu í hvernig bandaríska borgara- styrjöldinni lauk í landinu.

En flestir sem lesa einhverja sögu og sérstaklega bandaríska sögu, þá vita þeir ýmislegt um bandarísku borgarastyrjöldina sem háð var á árabilinu 1861-65.  Þetta var í raun fyrsta nútímastríðið, með dósamat, járnbrautir, símskeytatækni o.s.frv. sem evrópsku hershöfðingjarnir láðu að stúdera og hefðu þannig getað komist hjá mistökum fyrri heimsstyrjaldar. Segja má að stríðið hafi í upphafi verið háð eins og hefðbundið stríð í Napóleon styrjöldunum en þróaðist í skotgrafarhernað en hér verður ekki farið í þá sögu, en geri síðar.

Umfjöllunarefnið hér er Richard Ewell sem gerði afdrifarrík mistök á vígvelli Gettysburgar. Dagurinn byrjaði reyndar vel fyrir honum.

Í orrustunni við Gettysburg leiddi hann menn sína vel á fyrri hluta bardagans 1. júlí. Hins vegar, þegar Robert E. Lee hershöfðingi skipaði honum að ráðast á sambandsstöður á kirkjugarðshæðinni (Cemetery Hill) "ef það væri framkvæmanlegt," neitaði Ewell að gera það, þrátt fyrir hvatningu undirforingja en þessi ákvörðun veitti hermönnum sambandsins mikilvægan tíma til að endurskipuleggja og styrkja stöður sínar.

Það eru miklar deilur um hvers vegna Ewell ákvað að gera ekki árás að kvöldi 1. júlí, en engu að síður kenndu margir samhershöfðingjar hann um tapið í Gettysburg enda kom það í ljós að sá sem stjórnaði hæðunum, ynni bardagann.

Eftir orrustuna um Gettysburg var allur máttur úr her Suðurríkjamanna, enda skorti hann mannskap, vopn og vistir til að heyja stríðið mikið lengur. En það tók samt tvö ár (líkt og með her Hitlers) að berja herinn algjörlega niður en hermennirnir voru (líkt og þýsku hermennirnir) algjörlega móteraðir (hvað er aftur íslenska orðið?) að berjast fram í rauðan dauðann. Spyrja má sig hvers vegna, þegar haft er í huga málstaðinn sem þeir áttu að vera að verja. 

Í bíómyndinni Gettysburg, spurði einmitt sambandsherforingi suðurríkjafanga þessa spurningu. Þeir sögðu að þeir væru í raun ekki að verja þrælahaldið, heldur heimkynni sín (menn voru hollari við ríki sitt en alríkiðstjórnina eða Suðurríkjastjórnina) og þeir vildu hreinlega ekki láta aðra segja sig fyrir verkum hvernig þeirra ríki væri stjórnað og bættu við að Suðurríkin væru í fullum rétti til að skilja við önnur ríki sambandsins ef íbúarnir vildu það sem og þeir vildu og voru reiðubúnir að berjast til dauða fyrir.

Þetta er þörf áminning fyrir Bandaríkjamenn samtímans að það eru 50 ríki í Bandaríkjunum, eins og þau kusu að ganga í ríkjasambandið, geta þau allt eins ákveðið að yfirgefa það. Það er gífurlegur menningarmunur innan Bandaríkjanna, meiri en innan Evrópusambandsins. Svona ríki gæti leyst upp og er í raun líklegt ef íbúarnir eru ekki samstíga. Eins og staðan er í dag og raunar eins langt og hægt er að sjá fram í tímann, þá geta Bandaríkin aðeins fallið ef borgarastyrjöld brýst út. 

 

 


Þrjátíu ára stríðið – fyrsta alsherjarstríðið í Evrópu?

Gústaf AdólfÁrið 1618 brutust út þau fyrstu í röð átaka í Norður og Mið-Evrópu sem olli þriggja áratuga ofbeldi, hungursneyð og sjúkdómum sem gengu yfir álfuna og fækkaði íbúum hennar um tugi prósenta. Það sem við þekkjum núna sem Þrjátíu ára stríðið stóð til 1648.

Vitsmunalegt umrót sem fylgdi í kjölfarið var upphaf nýtt heimsskipulags og lagði grunninn að lagagerð fyrir stríð (alþjóðleg stríðslög). En þátturinn hefur ómað í gegnum aldirnar á annan, minna þekktan hátt. Góðgerðarstarf St Vincent de Paul markaði fæðingu mannúðarstarfs eins og við þekkjum það í dag. Og það eru margar hliðstæður á milli þessara langvinnu átaka og núverandi jafngilda þeirra – til dæmis í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu – þar sem erfitt hefur verið að ná varanlegum pólitískum lausnum.

Þrjátíu ára stríðið gjörbreytti pólitísku landslagi og samfélagsgerð Evrópu. Og það var þetta umrót – ekki hernaðarátök í sjálfu sér – sem tók þyngsta mannlegan tollinn. Næstum fjórum öldum síðar kennir Þrjátíu ára stríðið okkur hvernig langvarandi átök geta valdið hungursneyð og valdið hörmungum fyrir óbreytta borgara og hvernig stórveldispólitíkin hefur í eðli sínu lítið breyst á þessu tímabili. Segja má að grunnurinn að stórveldapólitík nútímans megi rekja til stríðsins.

En svörum nokkrum spurningum og reynum að finna hliðstæður í samtímanum.

Hvað olli Þrjátíu ára stríðinu?

Þrjátíu ára stríðið, er röð stríða sem Evrópuþjóðir háðu af ýmsum ástæðum, þau kviknuðu árið 1618 vegna tilraunar konungs Bæheims (verðandi Heilaga rómverska keisarans Ferdinand II) til að knýja fram kaþólska trú  yfir allt ríki sitt. Mótmælendatrúarmenn gerðu uppreisn og um 1630 var mestur hluti meginlands Evrópu í stríði.  Stríðið var þar með fyrsta Evrópustríðið en hliðstæður má finna í Napóleon stríðunum, fyrri heimsstyrjöldinni og þeirri seinni.

Hver voru helstu megin viðfangsefni Þrjátíu ára stríðsins?

Þrjátíu ára stríðið, röð stríðsátaka sem Evrópuþjóðir háðu af ýmsum ástæðum, kviknuðu árið 1618 vegna tilraunar konungs Bæheims (verðandi Heilaga Rómverska keisarans Ferdinand II) til að knýja fram kaþólska trú á öllu sínu ríki. Mótmælendatrúarmenn gerðu uppreisn og um 1630 var mestur hluti meginlands Evrópu í stríði.

Frá 1618 til 1625 voru átökin að mestu leyti þýsk borgarastyrjöld, þar sem þýsk ríki mótmælenda börðust við austurríska Hapsborgara, þýska kaþólska bandamenn þeirra og hinn kaþólska Spán. Þó að mál um pólitískta drottnun hafi verið þáttur í átökunum snerust þau að grunni til um trúarbrögð. Síðari hluti átakanna snérist um stórveldaslag eins og komið verður inn á hér á eftir en venjulega er stríðinu skipt í fjóra hluta. Kem inn á það á eftir.

Þrjátíu ára stríðinu lauk með Vestfalíusáttmálanum árið 1648, sem breytti Evrópukortinu óafturkallanlega. Samið var um frið frá 1644 í vestfalsku bæjunum Münster og Osnabrück. Spænsk-hollenski sáttmálinn var undirritaður 30. janúar 1648.

Hver var helsta afleiðing Þrjátíu ára stríðs?

Í kjölfar 30 ára stríðsins (1618-1648) urðu Sviss og Holland sjálfstæð ríki; Þýskaland sundraðist og íbúum þess fækkaði mjög; og Frakkland varð fljótlega ráðandi ríki í vesturhluta meginlands Evrópu. Í stríðinu tók Spánn einnig að hnigna sem nýlenduveldi.

Hvaða áhrif hafði Þrjátíu ára stríðið á Þýskaland?

Þýskaland var megin vettvangur átakanna. Efnahagur Þýskalands varð fyrir mikilli röskun vegna eyðileggingar þrjátíu ára stríðsins. Stríðið jók á efnahagshrunið sem hófst á seinni hluta sextándu aldar þegar evrópskt hagkerfi færðist vestur til Atlantshafsríkjanna - Spánar, Frakklands, Englands og láglanda.

Hvaða áhrif hafði þrjátíu ára stríðið á Evrópu?

Þrjátíu ára stríðið gjörbreytti pólitísku landslagi og samfélagsgerð Evrópu....Það varð kveikjan að Bæheimsuppreisnina, sem sló yfir víðfeðmt svæði í Evrópu, kom spænskum hersveitum yfir Alpana til að heyja herferð í Hollandi og leiddi, frekar ólíklega, til hernáms Svía í Alsace og bjó til stórveldi nútímans.

Hvernig breytti 30 ára stríðið samfélaginu?

Stríðið hafði einnig mikil áhrif á samfélagið þar sem það eyddi stóran hluta íbúa Þýskalands, eyðilagði uppskerur, hjálpaði til við útbreiðslu sjúkdóma og útrýmdi þýska hagkerfinu frá hinu smáu til stóra.

Almenningur sem bjó í Evrópu á þessum tíma varð kannski fyrir mestum áhrifum af stríðinu. Eitt af einkennum nútímastríðs er að það er allsherjar stríð, þar sem allt er undir og almenningur verður fyrir barðinu á átökunum, því alls staðar var barist. Til samanburðar má segja að átök miðalda hafi einmitt verið hið gagnstæða, átök á stríðsvöllum og umsátur um kastala, á milli herja.

Hverjir voru fjóru áfangar Þrjátíu ára stríðsins?

Áfangi 1

Í fyrsta áfanga gerðu mótmælendur Bæheimar uppreisn gegn kaþólska Hapsborgarkonungnum Ferdinand eftir að hann hafði fallið frá stefnu um trúarlega umburðarlyndi. Bæheimar buðu kalvíníska yfirmanni mótmælendabandalagsins að stjórna þeim. Ferdinand II gekk í bandalag við Maximilian og sendi keisarasveit sína af stað.

Hann aflaði einnig stuðnings spænskra hermanna frá frænda sínum, Hapsborgarkonungi Spánar. Í millitíðinni tryggðu Mótmælendur Bæheims stuðning Friðriks af Palatínu og yfirmanni mótmælendasambandsins.

Í orrustunni við White Hill sem fylgdi í kjölfarið var her Frederick gjörsamlega tekinn í bakaríið af sameinuðum sveitum keisarans og bandalagsins undir stjórn Tilly. Eftir ósigur hans var Friðrik rekinn í útlegð og ríki hans sem og kosningastjóri voru afhentir Maximilian frá Bæjaralandi.

Þannig var mótmælendatrú næstum niðurbrotin í Bæheimi og kaþólikkar stóðu sigri hrósandi. Landmissi Friðriks vakti mjög mikla athygli meðal lúterskra manna sem hingað til höfðu verið áhugalausir.

Jafnvel mótmælendakonungarnir í Evrópu höfðu áhyggjur af neyð Friðriks og Jakob I af Englandi tóku meira að segja ákveðin skref til að endur innstilla Friðrik (tengdason sinn) í ríki sínu. Hann hafði þó ekki árangur sem erfiði. Þess vegna fóru hin evrópsku stórveldin núna að fylgjast með keppninni af miklum áhuga.

Áfangi 2

Á öðrum áfanga áttu sér stað átök milli lúterska Danakonungs og Ferdinands II. Mótmælendaríkjunum í Norður-Þýskalandi, sem var brugðið yfir velgengni Ferdinands gegn Bæheimi, gerðu bandalag við Danakonung og lýstu yfir stríði. Danakonungur tók höndum saman við mótmælendur vegna þess að hann vildi öðlast aukið yfirráð yfir þýskt landsvæði og koma í veg fyrir metnað eða aukin völd Hapsborgara.

Hins vegar reyndust sveitir Ferdinand II of sterkar fyrir þá. Danski herinn var hrakinn  og sigraður og allt Norður-Þýskaland var undirokað. Wallenstein, hershöfðingi kaþólska bandalagsins, réðst síðan yfir Danmörku þar til hann var skákaður út í Stralsund árið 1629.

Þetta áfall Wallensteins hvatti Kristján IV til að endurnýja tilraunir sínar, en hann beið ósigur og neyddist til að undirrita friðarsamninga í Lubeck árið 1629. Sem afleiðing af þessum sáttmála fékk hann til baka misst svæði sín gegn loforðum um að forðast frekari afskipti af þýsku málum.

Örvaður af sigri sínum á Danmörku hélt Ferdinand áfram að gefa út endurreisnartilskipunina árið 1629 þar sem mótmælendum var skipað að endurheimta til handa kaþólsku kirkjuna öll þau kirkjulegu lönd sem þeir höfðu tekið til eignar síðan friðarsamkomulagsins í Augsburg.

Hann knúði fram upptöku landa með lausbundnum hermönnum Wallensteins. Þar sem þessi athöfn Ferdinands hafði áhrif á flesta mótmælendur, fannst jafnvel Lúthersmenn þeir einnig vera mjög áhyggjufullir. Þeir sökktu ágreiningi sínum við kalvínista og gerðu sameiginlegan málstað að sínum með þeim gegn kaþólikkum. Þannig voru allar vonir um varanlegan frið brostnar.

Áfangi 3

Eftir seinni ósigur púrítana, hljóp hinn lúterski konungur Svíþjóðar, Gústafs Adolfs,  inn í slaginn, ekki svo mikið af trúarlegum forsendum heldur vegna vonar um að færa ríki sitt til suðurs í Eystrasalti. Hann var sannfærður um að hernám Eystrasaltshafna af keisarans hálfu myndi skaða sænska hagsmuni mjög.

Frekari grunnur að hernaðarárangur gegn kaþólikkum gæti hjálpað honum að láta drauminn um stærra sænskt heimsveldi verða að veruleika. Í samræmi við það lenti Gústaf Adolf í Þýskalandi með  13.000 mjög agaða hermenn. Hann fékk hins vegar ekki fullan stuðning frá mótmælendum.

Þrátt fyrir þetta tókst honum að leggja undir sig höfuðborg Bæjaralands, München. Því hefur verið haldið fram af fræðimönnum að Ferdinand II hafi beðið ósigur vegna þess að hann hafði rekið Wallenstein hershöfðingja sinn úr starfi. Eftir ósigur fyrir hönd Gústafs, kallaði Ferdinand II  til sín hershöfðingja sinn sem var rekinn og bað hann um að taka aftur við stjórn keisarahersins.

Önnur orrusta var háð við Lutzen í Saxlandi árið 1632 milli hersveita undir forystu Wallensteins og Gústafs Adólfs. Þrátt fyrir að Gústaf Adólf hafi dáið í bardaganum unnu fylgjendur hans röð frábærra sigra. Stríðið dróst á langinn til 1635 þegar málamiðlunarfriður var samþykktur.

Áfangi 4

Í fjórða áfanganum (1635-48) háðu Svíar og Frakkar stríð gegn Þýskalandi. Áður en hægt var að framfylgja friði milli Svíþjóðar og Ferdinands II, datt Richelieu kardínáli, aðalráðgjafi franska konungsins, í hug að veiða í hafsvæði óróa og afla ávinnings á kostnað Habsborgaraættarinnar. Þess má geta að hann var alls ekki knúinn af trúarlegum sjónarmiðum og vildi aðeins láta franska konungsveldið ríkja yfir öllum keppinautum.

Þannig tók stríðið á sig í fjórða áfanganum keim af ættarbaráttu milli Hapsborgara og Borbóna. Í baráttunni héldu sænski herinn og þýskir mótmælendur austurríska hernum uppteknum á meðan Frakkar einbeittu sér að Spáni. Árið 1643 unnu Frakkar sigur á Spánverjum og sneru sér síðan til Þýskalands. Næstu fimm árin héldu þeir áfram að berjast og reyndu að veikja vald Hapsborgara enn frekar.

Frönsku hershöfðingjarnir Turenne og Conde unnu röð sigra á keisarahernum. Maximilian frá Bæjaralandi var einnig sigraður. Frakkar ýttu nýja keisaranum Ferdinand II jafnt og þétt til baka og neyddu hann til að undirrita sáttmálann í Vestfalíu árið 1648. Þessi sáttmáli markar tímamót í sögu Evrópu. Það markaði lok trúarbragðastríðna í Evrópu og hóf tímabil pólitíkunnar og ættabaráttu. Hætt var að mestu berjast vegna trúaratriða.

Helstu afleiðingar Þrjátíu ára stríðsins  og skilgreiningar

 

Hvers vegna er þrjátíu ára stríðið stundum kallað fyrsta nútímastríðið?

Vegna þess að það hafði djúpstæð og varanleg áhrif á Evrópu á þeim tíma - dró að sér heila hluta samtíma samfélags inn í átökin, bæði á og utan vígvallarins - mætti með réttu lýsa því sem dæmi um alsherjarstríð sem er einmitt einkenni nútímastríða.

Regluvæðing stríðslistarinnar

Í Þrjátíu ára stríðinu voru nokkrir ofbeldisfyllstu og blóðugustu þættir sögunnar. En þetta var meira en bara æði svívirðilegra grimmdarverka. Upp úr ringulreiðinni á vígvellinum komu nýjar reglur - sumar knúnar áfram af mjög raunsærri þörf til að spara orku og þörfina að hafa reglu á óreglunni, aðrar af trúarlegum ástæðum.

Hinn mannskæði tollur átakanna

Talið er að 30 ára stríðið hafi kostað á milli 4 og 12 milljónir mannslífa. Um 450.000 manns fórust í bardaga. Sjúkdómar og hungursneyð tók til meirihluta mannfallsins. Áætlanir rannsóknir benda til þess að 20% íbúa í Evrópu hafi farist og á sumum svæðum hafi íbúum þeirra fækkað um allt að 60%.

Þessar tölur eru ótrúlega háar, jafnvel á 17. aldar mælikvarða. Til samanburðar má nefna að fyrri heimsstyrjöldin - þar á meðal þegar spænska veikin braust út eftir vopnahlé - kostaði um 5% íbúa Evrópu lífið. Eina sambærilega dæmið var tap Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni, sem nam 12% íbúa Sovétríkjanna. Þrjátíu ára stríðið tók gífurlegan mann toll, með verulegum og langvarandi áhrifum á hjónabandið og fæðingartíðni.

Sögulegar heimildir herma til dæmis að sænski herinn einn hafi eyðilagt 2.200 kastala, 18.000 þorp og 1.500 bæi í Þýskalandi og þurrkað þriðjung borga landsins af kortinu. Gripdeildir og hertaka Magdeburg 1631 var t.a.m. óvenju grimmur þáttur. Átökin kostaði 24.000 mannslíf - meirihluti brann lifandi á því sem eftir var af heimilum sínum. Umfang grimmdarverka er enn umdeilt og við getum ekki sagt með vissu að kerfisbundin fjöldamorð hafi átt sér stað. En sönnunargögnin sýna hvernig bardagasveitir notuðu hryðjuverk til að bæla niður vilja almennra borgara og benda til rán og gripdeildir sem viðtekna venju.

Samfélög samþykktu að greiða mögulegum innrásaraðilum Brandschatzung (brunaskatt) eða aðra álagningu sem verndarfé gegn eyðileggingu og ráni. Á meðan leituðu bændur skjóls í bæjum og borgum vegna þess að það var orðið of áhættusamt að halda áfram ræktun á landi sínu.

Árið 1634, til dæmis, voru 8.000 af þeim 15.000 sem bjuggu í Ulm flóttamenn – svipað hlutfallslega og ástandið í Líbanon í dag. Verð á hveiti sexfaldaðist sums staðar. Um 1648 hafði þriðjungur ræktunarlands í Evrópu verið yfirgefinn eða skilinn eftir.

Hvað getum við lært af Þrjátíu ára stríðinu?

Sagnfræðingar eru í stórum dráttum sammála um hvað þrjátíu ára stríðið kennir okkur í dag. Sumir halda því fram að þetta hafi verið fyrsta dæmið um algert gereyðingastríð og nefna víðtæk, djúp og langvarandi áhrif þess á samtíma samfélagið þessa tíma. Í öllu falli var þetta nútímastríð - blanda af lágstyrksátökum og hefðbundnum orrustum sem líktust lítið riddaraskapi miðalda eða „blúndustríðunum“ á 18. öld.

Sumir athugendur – fræðingar í dag - draga pólitískar hliðstæður á milli trúarstríðanna á 17. öld og annarra átaka í dag um allan heim.

Sú skoðun, að minnsta kosti sums staðar, að fullveldi vestrænna ríkja sé að sundrast, ýtir undir hugmyndir um hliðstæður og meira segja utan Vesturálfu.

Fyrir nokkrum árum, til dæmis, kallaði Zbigniew Brzezinski átökin í Miðausturlöndum „þrjátíu ára stríð“. Og þegar ungur götusali í Túnis kveikti í sjálfum sér árið 2011, dró Richard Haas hliðstæður við vörnina í Prag.

Sumir hagfræðingar eins og Michael T. Klare halda því fram að við gætum vel séð afturhvarf til óstöðugleika – og pólitískra og hernaðarlegra átaka – um miðja 17. öld þegar auðlindir verða af skornum skammti, loftslagsbreytingar taka sinn toll og landamæri eru dregin upp á nýtt. Og stefnufræðingar halda í vonina um að samkomulag að hætti Westfalen geti komið á varanlegum friði sums staðar í heiminum.

Þó að þetta sé aðlaðandi pólitísk samlíking lifum við í öðrum heimi í dag. Alheimsskipan, og hvernig heiminum er stjórnað, hefur breyst. Það er alltaf hættulegt að bera saman tvo þætti svo langt á milli í tíma. Líkindi eru engin trygging fyrir samanburði. Þeir sem horfa til fortíðar til að útskýra atburði nútímans eru reglulega sakaðir um að vera með dulda pólitíska dagskrá - að láta hlutina passa við boðskap þeirra. Segja má að sagan endurtaki sig, en bara ekki í smáatriðum og ekki með sama hætti og undir öðrum kringumstæðum.

Hrikalegur tollur blendingshernaðar

Ef til vill er mikilvægasti lærdómurinn sem við getum dregið af þrjátíu ára stríðinu dreginn annars staðar - í enduróm þess við átök nútímans þar sem varanlegar pólitískar lausnir finnast varla. Heimildir  sem ná meira en 300 ár aftur í tímann sýna hversu víðtækt og langvarandi ofbeldi hafði djúpstæð áhrif á félagslegt og pólitískt kerfi samtímans. Og við getum ekki annað en dregið hliðstæður við nútíma átök - í Afganistan, Lýðveldinu Kongó, Súdan og Sómalíu.

Í ritgerð sinni um stríð rökstuddi Carl von Clausewitz lausnir fyrir staðbundnum, skjótum, afgerandi bardögum til að leiðrétta valdajafnvægi. Samt er 30 ára stríðið kannski eitt af elstu skráðum dæmum um langvarandi átök - þar sem hefðbundið bardaga- og vopnahléslíkan á ekki við. Og í þeim skilningi er margt líkt með umsáturshernaði á stöðum eins og Írak og Sýrlandi, þar sem báðir aðilar reyna að eyða hinum en hvorugur hefur fjármagn til að vinna afgerandi sigur - með langvarandi afleiðingum fyrir óbreytta borgara og umhverfi þeirra.

Hagfræðingurinn Quintin Outram hefur skoðað tengsl ofbeldis, hungurs, dauða og sjúkdóma í þrjátíu ára stríðinu og rökstuddi þá skoðun sína að ekki sé hægt að rekja hið gífurlegu mannfalls til vopnaðra átaka eða efnahagslegra erfiðleika eingöngu.

Hernaðarorrusturnar voru hvatinn að því sem gerðist í þrjátíu ára stríðinu, en þær voru ekki aðalorsök mannfalls. Ofbeldið gjörbreytti pólitísku landslagi og samfélagsgerð Evrópu og þessar breytingar voru það sem skrifuðu í bækur hörmungarnar í stórum stíl. Þetta ferli gekk ekki hratt fyrir sig. En þegar ofbeldið var orðið landlægt og viðvarandi sjálft voru breytingar óhrekjanlegar.

Að greina á milli samhliða, fylgni og orsakasamhengis er viðvarandi barátta fyrir átakakenningasmiða. Sérfræðingar eru til dæmis enn ósammála um hvort orsakatengsl séu á milli vannæringar og útbreiðslu smits og smitsjúkdóma. En við vitum fyrir víst að útbreitt hungursneyð kemur oft sem óbein – en ekki síður raunveruleg – afleiðing af hernaði.

Fæðing mannúðarstarfs?

Árið 1640 skipaði Lúðvík XIII Vincent de Paul, sem síðar var tekinn í dýrlingatölu, að senda tugi trúboða til hertogadæmanna Bar og Lorraine til að aðstoða fólk sem þjáðist af hendi innrásarhers Svía og hernámsliðs Frakka. Samtímarit minna á, í hryllilegum smáatriðum, hvernig lífið var - fólk svalt í stórum stíl og kirkjan fékk jafnvel fregnir um mannát.

Mannúðarstarf í langvinnum átökum

Þrjátíu ára stríðið þjónar sem myndlíking fyrir það starf sem mannúðarsamtök vinna í átökum af öllum stærðum og gerðum. Við verðum að mæta brýnum þörfum. Á sama tíma verðum við að vernda heilbrigðis- og menntakerfi, tryggja að fólk hafi áreiðanlegt framboð af mat og halda vatninu rennandi og ljósum kveikt.

Friðargerðin í Vestfalíu var afrek pólitísks vilja. Hún endaði þrjátíu ára stríðið. Og það kom á nýju þjóðríkiskerfi í megindráttum lifir til þessa dags. En það var líka afrakstur úrslitinnar, rýrðrar Evrópu. Kannski væri meira viðeigandi nafn átakaþreyta.

Arfleifð Þrjátíu ára stríðsins

Á endanum telja sagnfræðingar að Vestfalíufriðurinn hafi lagt grunninn að myndun nútíma þjóðríkis, komið á föstum mörkum fyrir löndin sem tóku þátt í bardaganum og í raun kveðið á um að íbúar ríkis væru háðir lögum þess ríkis og ekki annarra stofnana, veraldlegra eða trúarlegra.

Þetta gjörbreytti valdahlutföllum í Evrópu og leiddi til minni áhrifa á pólitísk málefni fyrir kaþólsku kirkjuna, sem og aðra trúarhópa.

Eins hrottalegir og bardagarnir voru í þrjátíu ára stríðinu, létust hundruð þúsunda af völdum hungursneyðar vegna átakanna auk taugaveikifaraldurs, sjúkdóms sem breiddist hratt út á svæðum sem voru sérstaklega sundruð af ofbeldinu.

Sagnfræðingar telja einnig að fyrstu evrópsku nornaveiðarnar hafi hafist í stríðinu, þar sem tortrygginn almenningur rakti þjáningar um alla Evrópu á þeim tíma til „andlegra“ orsaka.

Stríðið ýtti einnig undir ótta við „hina“ í samfélögum víðsvegar um meginland Evrópu og olli auknu vantrausti meðal þeirra sem eru af ólíkum þjóðerni og trúarbrögðum – viðhorf sem eru viðvarandi að einhverju leyti enn þann dag í dag.

"Seinna þrjátíu ára stríðið" er mjög gagnrýnd tímabilssetning sem sagnfræðingar nota stundum til að ná yfir stríðin í Evrópu frá 1914–1945 og leggja áherslu á líkindi tímabilanna.

Rétt eins og 30 ára stríðið (1618–1648) var ekki um eitt stríð að ræða, heldur röð átaka á mismunandi tímum og stöðum, síðar skipulögð og nefnd af sagnfræðingum í eitt tímabil, og hefur verið litið á,,seinna 30 ára stríðið" sem "Evrópsk borgarastyrjöld" þar sem barðist var um vandamál Þýskalands en með nýrri hugmyndafræði eins og kommúnisma, fasisma og nasisma.


Er lögmálahyggjan einhver helsta stoðin í hugmyndakerfi marxismans eða er hún í andstöðu við hann?

Marx_and_Engels

Flókin spurning sem gefur ekki kost á einföldu svari í stuttu máli en ég ætla þó að reyna að svara henni hér. Heldur er ekki hægt að setja hugmyndir marxista undir einn hatt, því að hugmyndir þeirra hafa reikað til og frá í gegnum tíðina.

Ef spurt hefði verið hver hafi verið ríkjandi stefna á 7. áratug 20. aldar, væri svarið einfalt, lögmálshyggja (hagræn nauðhyggja) og lögmálahyggjumenn réðu stefnunni og töldu sig sjá allt út frá lögmálum en viss áherslubreyting varð hjá þeim, stéttarbarátta hætti að vera tískuhugmyndafræði (marxista) og þessir menn fóru að tala um baráttu einstaklinga sín á milli. Ef til vill er best að nálgast viðfangsefnið út frá fræðimönnunum sjálfum sem hafa kennt sig við marxisma og taka fyrir þá sem hér voru til umfjöllunar.

Á fimmta áratugnum gekk Christopher Hill (1948) mjög langt í því að afneita hagrænni nauðhyggju sem féll varla í kramið hjá mörgum flokksfélögum hans (þó hjá sumum þeirra) sem og ,,marxistum” austantjalds en þar var söguleg nauðsyn eða nauðhyggja ríkjandi söguskoðun, a.m.k. hjá ráðamönnum. Efnahagsleg nauðhyggja og hin ,,óhjákvæmilegu sögulegu lögmál” var þá grundvallarrök eða –afsökun þarlendra stjórnvalda fyrir tilvist sinni.

Christopher Hill segir m.a. þetta: ,,Marxistar trúa hvorki að sagan sé gerð af miklum mönnum né að efnahagslegar breytingar gefi sjálfkrafa pólitískar niðurstöður. T.d. hefði rússneska byltingin átt sér stað, en ef Lenín hefði ekki verið, þá hefði hún eflaust tekið aðra stefnu”. Þarna talaði hann ekki fyrir hönd allra marxista (afneitun lögmálahyggju að vissu leyti) en slíkar hugmyndir náðu einnig til Íslands.

Gísli Gunnarsson sagnfræðingur, var á svipaðri skoðun og Christopher Hill en hann snérist þó af meiri ákafa gegn sögulegri nauðhyggju og trotskýisma, eftir að hafa m.a. þurft að taka afstöðu til glæpa framda af sovéskum stjórnvöldum á valdaskeiði Stalíns.

Isaac Deutscher, frægur fræðimaður, sem skrifaði ævisögu Stalíns árið 1952 og afsakaði glæpi hans með því að þetta hafi verið óhjákvæmilega söguleg nauðsyn til þess að koma á fyrirmyndarríki á jörðu. Þessi skoðun er andstæð rökfræði eða gagnrýnin þekkingafræði (e. dialektic) sem í grófum dráttum heldur fram samspili allra hluta í samfélaginu.. Þessi kenning varð hins vegar að haldreipi margra, meðal annars sumra trotskýista og á Íslandi en þar varð þessi hugmynd uppáhaldskenning upplýstra sósíalista – kommúnista eins og Gísli rekur ágætlega í grein sinni ,,Söguleg nauðsyn” (vefritið Kistan, 2000).

Haldreipi Gísla varð aftur á móti, að hans sögn, hinn siðrænni húmanistmi sem hann kynntist á 7. áratugnum (sem sé e.k. blanda af existentialisma og og efnishyggju). Þessi kynni urðu til þess að sannfæra hann um persónulega ábyrgð einstaklinga á gjörðum sínum og um ,,frjálsan vilja” hvers manns og hann varar sérstaklega við sögulega efnishyggju (það sé efnisheimurinn sem ráði hugmyndum) en hún geti leitt til nauðhyggju (allt sé ákveðið fyrirfram).

Eugene Genovese (1971) snérist einnig af alefli gegn allri hagrænni nauðhyggju, líkt og Gísli Gunnarsson, og er greinilega mest í nöp við klíómetranna, einkum Robert William Fogel, og ásakar þá um verri hagræna nauðhyggju en þá marxista sem hann skammar. Hann segir að marxísk túlkun bíður upp á óneitanlega tvíræðni/margræðni, sem skapar hættu á stefnu til efnahagslega nauðhyggju – hið grófa og gagnlausa sögulega kennikerfi að mati hans.

Hann kennir slakt gengi marxismans í Bandaríkjunum m.a. til þess að þarlendir menn rugli marxismanum saman við efnahagslega nauðhyggju. Andmarxistar meðal sagnfræðinga rugla oft þessum hlutum saman, og þar sem auðvelt er að kveða niður hugmyndir efnahagslega nauðhyggju, meðhöndla þeir um leið marxisma sem fyrirbrigði sem hafi ekkert gildi.

Annað sem háð hefur marxismanum í Bandaríkjunum er misskilningur hina opinberu marxista á hinni marxískri kenningu. Það er að þeir hafa kynnt hana á hinum almenna grundvelli sem efnahagslega nauðhyggju og á því stig sem sérstakri grein af þröngsýnni örlagatrú.

Eugene Genovese segir að ef marxismi sé misskilinn sem efnahagsleg nauðhyggja, bæði af vinum og óvinum, sé það að hluta til vegna Marxs og Engels sjálfra. Marx, kennismiðurinn var saklaus af slíku, en Marx, blaðamaðurinn og ritgerðasmiðurinn, var ekki alltaf saklaus. Með tilhneigingu til efnahagslegrar túlkunar og óagaðrar stjórnmálalegri ástríðu, skrifuðu þeir Marx and Engels ekkert af gagni eða gagnrýni um hluti eins og t.d. þrælahaldið í Suðurríkjunum. Kjarninn í málflutningi hans er að hann segir að Marx og Engel segi okkur að hugmyndir vaxi af félagslegri tilveru, en hafi líf út af fyrir sig.[1]  Samkvæmt þessu má skilja þetta svo að mennirnir séu sínir eigin örlagavaldar og ekki háðir hinum efnislega heimi við ákvörðunartöku nema að nokkru leyti – e.k. samspil sé hér að ræða.

E.J. Hobsbawn (1984) heldur því fram að marxísk söguritun sé í dag marggátuð eða marghliða. Einföld og kórrétt túlkun á sögunni er ekki arfleiðin sem Marx lét okkur í té (sem þó varð arfleið marxismans frá 1930), a.m.k. er hún ekki lengur viðurkennd. Þessi (e. pluralism) marghliðunarhyggja hefur sinn galla. Hún hefur greinilega meiri áhrif meðal þeirra sem kennigera söguna en þeirra sem skrifa hana. Marghliðunarhyggjan er óhjákvæmilegur hluti sagnaritunar í dag og ekkert rangt við hana segir hann. Vísindi er samræða milli mismunandi sjónarmiða. Þau hætti hins vegar að vera það þegar það eru engar aðferðir eru fyrir ákvörðun á því hvaða skoðun sé röng eða beri síst árangur.

Hobsbawn segir hins vegar ekki hreint út hvar hann stendur gagnvart þessu máli en sýnir þó viss merki um afneitun á allri nauðhyggju með því að viðurkenna marghliðunarhyggjuna.

Til þess að svara spurningunni sem felst í titli þessa prófssvars, þá er stutt og laggott svar við henni: já og nei, en slíkt svar dugar ekki eitt og sér og rekja verður ,,söguna” til þess að geta svarað henni.

Lögmálahyggja á rætur að rekja til áhrifa frá náttúruvísindunum, einkum eins og þau birtust mönnum á 19. öld en þá bjuggu fræðimenn til skýlaus samfélagslögmál. Einn af þeim var Ricardo sem hafði aftur á móti áhrif á Karl Marx og lærisveina hans annars vegar og hins vegar á marginalistanna (stefna sem kom upp á seinasta hluta 19. aldar) sem skópu þá nýklassísku hagfræði sem er í dag ríkjandi í háskólum og stjórnkerfi Vesturlanda (Gísli Gunnarsson, fyrirlestur í desember 1999).

Lögmálahyggjan á því sér langa sögu og henni hefur verið mis hart haldið fram í tímanna rás en því sem nær okkur dregur í tíma, hefur hún verið á undanhaldi.

Já, lögmálahyggjan var einhver helsta stoðin í hugmyndakerfi sumra marxista lengi framan af, m.a. í austantjalds marxistanum síðan um 1930, en margir marxistar snérust gegn þessari hyggju upp úr miðri 20. öld, sumir gengu alla leið en aðrir skemmri, og segja má að nú sé marxísk söguritun í dag marggátuð eða marghliða eins og Hobsbawn bendir á.

Nei, hún er í andstöðu við sjálfan marxismann, ef marka má Eugene Genovese, en hann segir að Marx og Engel segi okkur að hugmyndir vaxi af félagslegri tilveru, en hafi líf út af fyrir sig. Með öðrum orðum segir Genovese okkur að meginatriði marxismans sé, að hann fjalli um stéttarbaráttu og slíkt sé ósamrýmanlegt hugmyndum um ,,óhjákvæmilega framvindu” sögunnar, nauðhyggja sé því ekki helsta stoð hins upprunalega marxisma.

[1] Hann segir í framhaldinu að sérstakur grundvöllur, framleiðsluhættir (e. mode of prodution) muni framkalla samsvarandi yfirbyggingu (e. superstructure) – stjórnarkerfi, hugmyndakerfi, menningu o.s.frv. en þessi yfirbygging muni síðan þróast samkvæmt eigin lögmálum (logic) sem og einnig sem samsvörun við þróun grundvallarins (framleiðsluhættina).

Annars er það merkilegt að það skuli vera kenndur marxismi í háskólum heims ennþá, í ljósi þess að þessi kenning hefur reynst vera kolröng eins og sjá má í framkvæmd alls staðar og reyndar vitsmunalega séð einnig.

Nýjasta dæmið um mislukkaðan sósíalisma er í sjálfri háborg kapitalisma - Bandaríkjunum - en stefna hefur skilið eftir sviðna jörð þar í landi síðastliðið eitt ár. 

 


Nekt í listinni – af hverju?

Ég skrifaði þó nokkuð af greinum á Facebook áður en það hún lokaði fyrir alvöru textagerð. Þetta gerði ég í svokölluðum glósum (notes) en allar þessar greinar týndust þar með nema hvað að þær birtast í "minningum" öðru hvoru. Hér kemur ein góð sem birtist mér í dag, man ekki hvort ég hafi birt hana hér áður, en hvað um það, góð vísa er aldrei of oft kveðin.

------

Þeir sem þekkja listasöguna, hrista höfuðið yfir mótmæli gegn málverki sem er til sýnis í Seðlabankanum. Ekki einu sinni Vatíkanið - páfagarður dytti í hug að banna svona myndir. Á Ítalíu á síðmiðöldum uppgötvuðu Ítalir rómverskar fornleifar, með nöktum styttum o.s.frv. og endurreisnar páfarnir voru fljótir að sjá fegurina í slíku verkum. Það voru ekki bara listaverk sem sýndu naktar konur, heldur einnig karla. Vitrúvíski maðurinn er til dæmis fræg teikning eftir Leonardo da Vinci og sýnir mannslíkamann sem enginn á að skammast sín fyrir enda eru við öll nakin bakvið klæðin. Hér er ein fræg mynd (nr.2), sem ber heitið ,,sköpun Adams" og er eftir Michelangelo Buonarroti og er í Páfagarði. ,,Síðasti dómurinn“ eftir Michelangelo er þar einnig. Svo breyttust tímar og með tilkomu púrítanismans 17. öld var öll nekt gagnstæð kristilegum gildum og mátti alls ekki sjást í bert hold og allir að vera klæddir svart og allir eins. Pápismi var fagurfræðileg list kölluð. Viljum við slíka tíma aftur? En sem sagnfræðingur hef ég ekki komist hjá því að stúdera listasöguna og kíkjum aðeins á hana.

List 1

Nekt í listaverkum – svo sem málverkum, skúlptúr og nýlega í ljósmyndun - hefur almennt endurspeglað félagslega staðla hvers tíma hvað varðar fagurfræði og hógværð / siðferði. Hins vegar hefur mannslíkaminn alltaf verið einn af helstu viðfangsefnum listamanna allt frá steinöld, þegar hellamálverk voru helstu tjáningaform forsögulegra manna en þá voru naktir menn sýndir við veiðar (ekkert kynferðislegt við það). Nakinn mannslíkami hefur verið sýndur í málverkum og styttum síðan á forsögulegan tíma.

 

list 2

Bæði karlkyns og kvenkyns listform (málverk og styttur) voru algengar í fornöld, sérstaklega í Grikklandi og Róm til forna. Útdráttur nakinn líkama hefur oft verið notaður á táknrænan hátt, sem útbreiddur myndlíking fyrir flóknar og margþættar hugmyndir. Hér kemur AÐALATRIÐIÐ: Form nakins líkama hefur oft verið notað á táknrænan hátt, sem útbreidd myndlíking fyrir flóknar og margþættar hugmyndir. Hann var tákngervingur í táknfræði, goðafræði, guðfræði og notaður til að skilja læknisfræði svo eitthvað sé nefnt. Goðfræðilegar sögur og sögur frá grísku og rómversku goðafræði sem sýna nakinn guð voru oft notuð sem þema fyrir mismunandi málverk.

List 3

Fyrir utan guði og gyðjur voru á almannafæri styttur og málverk af íþróttamönnum og keppendur og sigurvegarar fornkeppna og ólympíuleika alltaf sýndir naktir í fornöld. Á síðmiðöldum voru listamenn eins og Leoando Da Vinci sem bæði krufðu lík og máluðu myndir af mannslíkamanum og læknisfræðin þróaðist af þessari þekkingu.

 

 

 

List 4

 

En nekt var ekki bara tengd goðsögum eða táknfræði. Málverk og nekt án tilvísanna til allegóríu eða goðafræðilegum merkingum voru nokkuð algengt form listgreinar á öllum öldum. Gerð voru verk sem sýndu karlmenn, konur og börn nakin og þótti ekki tiltökumál. Frá fyrstu dögum ljósmyndunarinnar var nekt uppspretta listar fyrir þá sem tóku upp hinn nýja miðil. Flestar af fyrstu myndunum voru vel faldar eða birtust óvænt og þóttu brot á félagslegum reglum tímans, þar sem ljósmyndin sýnir raunverulegt nekt.

Myndir sem tengjast kynferði, aðrar en þær sem hafa vísindalegt eða menntuð tilgangi, eru almennt flokkaðar sem annaðhvort erótísk list eða klám. En samt er nekt er ekki sama og klám. En jafnvel það sem myndi teljast vera klám í dag, var ef til vill bara kennsluefni fyrir ung hjón, hvernig börn væru nú búin til.

List 5

Til að skilja mikilvægi nektar í listum þurfum við að ferðast aftur í tímann þegar skúlptúrar voru mest áberandi listform. Skúlptúrar voru búnar til til að lýsa ýmsum mikilvægum þáttum félagslegs lífs, einkum trúarbrögð og stjórnvöld.

Þessir skúlptúrar mynda óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu og voru notaðir til að skreyta musteri, dómstólabyggingar, hallir, garða og aðra opinbera staði sem skipta máli.

Myndhöggvarar þurftu því að hafa mikla hæfileika og ímyndun til að gera skúlptúra (steinverk) til að virðast gædd lífi. Myndhöggvarar gerðu tilraunir til að setja fram stellingu, mynda samhverfu, staðsetningu og horn líkamshluta og ýmsar aðrar upplýsingar til að ná fram fullkomnu lífi í styttuna.

Þetta þýddi að áhorfandinn þurfti að skynja tilfinningar úr skúlptúrnum, leiðandi listamenn notuðu meira en bara andliti til að túlka tilfinningar. Myndhöggvarar tóku að nota allan víðáttan líkamans í þessum tilgangi, sem þýðir einnig að þeir gátu ekki haft fólkið í klæðum (fötum), þar sem fatnaður getur ekki sýnt tilfinningar einstaklingsins, sem nakinn líkami gerir.

Svo að ég ljúki þessu máli: Þá er mannslíkaminn með það form að hann dregur fram skugga og sveigjur og hann er lifandi og ekkert er eins erfitt og að skapa líf í dauða stein sem er steinstytta. Erfitt er að skapa líf í vasa á borði þótt hann getur verið ágætur til þjálfa skuggagerð. Að skapa líf í stein er fullkomnum á listinni og svo á við um málverkið. Líkaminn verður ekki aðskilinn frá höfði sem er þó helsti líkamshlutinn sem tjáir tilfinningar. Maðurinn í heild sinn tjáir tilfinningar en þær koma ekki fram ef andlitið er hulið á bakvið slæðu eða grímu eða líkaminn hulinn klæðnaði. Lengi lifi nektin!

List 6

 

 

 Hér er ein af umdeildum myndum Seðlabankans sem fór bókstaflega fyrir brjósti gagnrýnenda. 


Hvað ef til stríðs kemur á milli Úkraínu og Rússlands?

indexÞetta eru alveg hræðilegar fréttir að það komi hugsanlega til stríðs milli þessara þjóða. Ég sé engan tilgang með slíku stríði, jafnvel þótt Pútín takist að koma á leppstjórn í Kíev eins og Bretar halda fram að tilgangurinn sé.  Það er bara skammgóður vermir.  Vonandi er þetta harðkjarna diplómatsía, ekki undanfari stríðs.

Málið lítur út eins og Rússland muni gera innrás í Úkraínu og þeir muni valta yfir úkraínska herinn.  Eins og venjulega eru íslenskir fjölmiðlar með engar fréttaskýringar og því ekki hægt að meta ástandið með lestri þeirra.

Ég birti hér þýðingu mína á grein í France 24. Þýðingin er kannski ekki frábær en textinn ætti skiljast. Ég er hér að skrifa mig til skilnings og ég tek enga afstöðu til þessara átaka nema að ég er á móti átökum yfirhöfuð. Hér kemur þýðingin:

Bakgrunnur

Þegar spennan eykst fyrir kreppuviðræður Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vegna Úkraínu deilunnar á föstudaginn, hafa endurminningar um rússneska herinn sem  yfirbugaði úkraínska herinn á skjótan hátt við innlimun Krímskaga árið 2014 komið upp.

En Úkraína hefur bætt varnarviðbúnað sinn verulega - með meira en lítilli aðstoð frá NATO-ríkjum.

Myndartexti: Ummæli Bismarcks um að við lærum ekki af sögunni annað en að við lærum ekki af sögunni eru sígild. 

Quotation-Otto-von-Bismarck-What-we-learn-from-History-is-that-no-one-learns-65-21-83

Bretar bættu á sama tíma við meiri þrýstingi í vikunni þegar þeir tilkynntu að þeir væru að senda Úkraínu herbúnað, aðallega skammdrægar skriðdrekaflugskeyti til sjálfsvarnar.

Úkraínsk yfirvöld, fyrir sitt leyti, láta sífellt brýnni viðvörun frá því að Rússar sendu um 100.000 hermenn, samkvæmt bandarískum áætlunum, meðfram austurlandamærunum.

Á miðvikudag tilkynntu Rússar að þeir hefðu flutt hermenn til Hvíta-Rússlands fyrir það sem þeir kölluðu sameiginlegar heræfingar, sem gefur þeim kost á að ráðast á Úkraínu úr norðri, austri og suðri.

Tæpum 24 tímum síðar sagði rússneska varnarmálaráðuneytið á fimmtudag að það myndi halda risastórar flotaæfingar yfir fjögur höf - Atlantshafið, Kyrrahafið, Norðurskautið og Miðjarðarhafið - sem fela í sér beitingu meira en 140 herskipa og stuðningsskipa.

Moskvu halda áfram að staðhæfa að rússnesk stjórnvöld hafi engin áform um að ráðast inn, en hefur staðið við röð krafna – þar á meðal bann við að Úkraína gangi í NATO – í skiptum fyrir afstignun.

Bandaríkin hafa á meðan gefið grænt ljós fyrir Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen til að flýta sér með bandarísk framleidd vopn til Úkraínu, sagði heimildarmaður sem þekkir heimildirnar við AFP.  Arvydas Anusauskas, varnarmálaráðherra Litháens, staðfesti á fimmtudag að land hans væri að senda varnabúnað og aðra aðstoð til Úkraínu til að hindra árás Rússa.

Á síðasta ári samþykkti stjórn Biden að flytja bandarísk vopn að andvirði 650 milljóna Bandaríkjadala til Úkraínu, þar af 200 milljónir Bandaríkjadala í desember 2021 einum.

Það er lítill vafi á því að Úkraína er að auka vopnabúr sitt ef til rússneskra árása kemur.

En getur úkraínski herinn virkilega staðið móti rússnesku herliði sem samanstendur af hundruðum þúsunda hermanna á jörðu niðri, auk skriðdreka, búnir skammdrægum eldflaugum og studdir af flota- og flugherjum?

Gróf uppvakning fyrir stjórnvöld í Kíev

Árið 2014, við innlimun Krímskaga, komust rússneskir hermenn auðveldlega framhjá vörnum Úkraínu. Á þeim tíma „var úkraínski herinn í ansi hörmulegu ástandi“, rifjaði upp Julia Friedrich, rannsóknarfélagi við Global Public Policy Institute í Berlín, í viðtali við FRANCE 24.

„Atburðir 2014-2015 voru ruddaleg vakning fyrir Kíev, sem síðan fór í miklar hernaðarumbætur,“ útskýrði Nicolo Fasola – sérfræðingur í öryggismálum á fyrrum sovétsvæðum við háskólann í Birmingham – í viðtali við FRANCE 24.

Það var átak sem virkaði í upphafi. Úkraínski herinn hefur stækkað úr um 6.000 hermönnum sem eru reiðubúnir í næstum 150.000 samkvæmt samantekt bandarísku þingsins sem var framkvæmd í júní 2021. „Frá 2014 hefur Úkraína reynt að nútímavæða skriðdreka sína, brynvörð farartæki og stórskotaliðskerfi,“ segir í fréttum.

Fjárhagsleg viðleitni Kíev til að nútímavæða her sinn undanfarin sjö ár hefur verið umtalsverð. Hlutur þjóðarfjárlaga sem ráðstafað er til hernaðarútgjalda jókst úr 1,5 prósentum af landsframleiðslu (vergri landsframleiðslu) árið 2014 í meira en 4,1 prósent árið 2020, samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Þessi hlutur varnarmálaútgjalda er meiri en flestra NATO-ríkja og svipuð hernaðarútgjöldum Rússlands.

Bandarískar skriðdrekaflugskeyti og tyrkneskir drónar

Úkraína er þar að auki ekki lengur ein gegn Rússlandi. Frá árinu 2014 hefur NATO sem samtök sem og sum aðildarlönd „veitt umtalsverða aðstoð, sem jafngildir um 14 milljörðum dollara,“ áætlar Fasola.

Bandaríkin hafa verið aðalframleiðandinn af herbúnaði eins og fjarskiptabúnaði, herflutningabílum og meira en 200 Javelin haldheldnum skriðdreka eldflaugum. Bretland, Pólland og Litháen hafa einnig útvegað Úkraínu varnarvopn.

Jafnvel Tyrkland hefur komið Úkraínu til hjálpar með því að selja frægu Bayraktar TB2 dróna sína. „Þó að bandarísk vopn, eins og Javelin skriðdrekaflugskeyti, hafi fengið flestar fyrirsagnir í vopnabúri Úkraínu, hefur minna hylltur stuðningur Kíevsv frá Tyrklandi vakið viðvörun í Moskvu,“ sagði Washington Post um helgina.

Notkun Bayraktar TB2 dróna í Líbýu, Sýrlandi og sérstaklega Nagorno-Karabakh átökin 2020 milli Aserbaídsjan og Armeníu hafa sannarlega náð fyrirsögnum. En Friedrich bendir á að þó „það sé rétt að þessar vélar reyndust afgerandi í Nagorno-Karabakh deilunni, þá er erfitt að vita hvaða áhrif þær gætu haft í hugsanlegum átökum við Rússland, þar sem uppsetningin er svo ólík“.

Þjálfaðir og áhugasamir hermenn losa um sovéska arfleifð

Nútímavæðing hersins í Úkraínu er ekki bara magnbundin eða bundin við efnisbúnað. „Það hafa orðið gríðarlegar framfarir hvað varðar þjálfun og undirbúning fyrir bardaga,“ sagði Gustav Gressel, sérfræðingur í málefnum rússneskra hermála hjá Evrópuráðinu um utanríkistengsl, í viðtali við FRANCE 24.

Að sögn Gressel kom einn helsti veikleiki úkraínska varnarkerfisins frá hernaðarkenningunum sem þróaðar höfðu verið á Sovéttímanum. „stjórnvöld í Moskvu vissi því fullkomlega við hverju hún átti að búast og gat undirbúið sig í samræmi við það,“ útskýrði hann.

Sovéski varnararfurinn undirstrikar mikilvægi herþjálfunar sem NATO-leiðbeinendur veita í úkraínskum bækistöðvum, svo sem þjálfunarmiðstöð herlögreglunnar (MLOS), sem komið var á fót nálægt borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu, nálægt pólsku landamærunum. „Þetta hefur gert yfirmönnum og hermönnum kleift að aflæra gömul viðbrögð sem eru fyrirsjáanleg fyrir Moskvu,“ sagði Gressel.

Önnur eign úkraínska hersins kemur frá hermönnum hans. „Flestir þeirra skráðu sig á árunum 2014-2015. Þannig að það er sjálfviljugur viliji til að verja heimalandið, sem þýðir að þeir eru mjög áhugasamir og hafa mikinn baráttuanda,“ sagði Glen Grant – háttsettur sérfræðingur hjá Baltic Security Foundation sem hefur starfað í Úkraínu við hernaðarumbætur landsins – í viðtali við FRANCE 24. „Milli Javelin eldflauganna, dróna og starfsanda hermannanna er úkraínski herinn orðinn ógnvekjandi andstæðingur,“ bætti hann við.

Þetta á sérstaklega við í austurhluta Donbass-héraðsins, þar sem úkraínskir ​​hermenn hafa öðlast reynslu í átökum sem geisað hafa í meira en sjö ár gegn aðskilnaðarsinnum með stuðningi Rússa.

Yfirburðir Rússa í lofti 

En fyrir Úkraínu er ástandið í Donbass tvíeggjað. „Þetta er átakalítil átök, nokkuð nálægt skæruhernaði, og þetta hefur leitt til þess að Vesturlönd og Kíev hafa einbeitt sér að hernaðarkenningum og búnaði sem hentar fyrir þessa tegund átaka, en ef til árásar Rússa verður, mun það líklega verða mjög mismunandi,“ sagði Fasola.

Til dæmis, „Bandaríkjamenn hafa útvegað úkraínska hernum leyniskytturiffla til að berjast gegn Rússlandi, sem notar Donbass sem æfingasvæði fyrir eigin leyniskyttur,“ sagði Gressel. En vopn af þessu tagi munu ekki koma að miklu gagni gegn rússneskum skriðdrekum sem fara yfir landamærin.

Sérstakur eðli átaka í Donbass, sem eru aðallega skæruátök, hefur ekki orðið til þess að úkraínski flugher hafi verið beitt.

Hernaðarsérfræðingar telja að nútíma væðing flughers Úkraínu hafi verið léleg og að flugflotinn sé enn veiki blettur varnargetu Úkraínu. Flestar sprengju- og orrustuþotur landsins eru meira en 30 ára gamlar og flugmenn eru illa þjálfaðir og illa launaðir. „Þetta er ástæðan fyrir því að ef Rússar ákveða að gera árás og nota flugvélar sínar rétt, ætti flugstuðningurinn fljótt að gefa þeim afgerandi forskot, þrátt fyrir alla nútímavæðingu úkraínska hersins,“ sagði Gressel.

Mat á „kostnaðar-ábatahlutfalli sóknar“

Ef Rússar ákveða að ráðast inn, viðurkennir Friedrich að „það verður mjög erfitt fyrir Úkraínu og bandamenn þess að viðhalda valdajafnvægi“.

En þegar suðvesturhristingurinn yfir Úkraínu fer hraðar, geta hersendingar eins og skriðdrekavarnarflaugar Breta gegnt mikilvægu hlutverki, að sögn Dumitru Minzarari, sérfræðings í Austur-Evrópu hjá þýsku alþjóðamálastofnuninni. „Þeir hafa hernaðarlegt og efnislegt gildi,“ sagði Minzarari í viðtali við FRANCE 24. „Frá stefnumótandi sjónarhorni gefur þetta til kynna verulegan möguleika á því að landið sem veitir þennan hernaðarstuðning ákveði að taka enn meiri þátt ef vopnuð átök brjótast út,“ útskýrði hann.

Þar að auki, "getur úkraínski herinn valdið innrásarher rússneskra hersveita auknu tjóni með þessum búnaði, sem getur haft fælingarmátt. Skriðdrekavarnarvopnin sem breska konungsríkið lætur í té eru gott dæmi um þetta: hvers kyns sókn Rússa mun óhjákvæmilega fela í sér brynsveitaárás. hreyfingar farartækja, og ef Úkraína hefur nútímaleg vopn til að vinna gegn þeim, gæti það valdið því að Moskvu endurskoði mat sitt á kostnaðar- og ávinningshlutfalli sóknar,“ sagði Minzarari að lokum.

quote-do-not-expect-that-once-taking-advantage-of-russia-s-weakness-you-will-receive-dividends-otto-von-bismarck-141-50-25

Það er ástæðan fyrir því að Grant, frá Baltic Security Foundation, telur að mikilvægt sé að útvega úkraínska hernum „allt sem getur styrkt hreyfanleika og mótstöðu hersveitanna, svo sem sjúkrabíla, flutningabíla, talstöðvar.

„Vegna þess að því lengur sem Úkraína getur látið átökin endast, því blóðugari verða þau fyrir Rússland, sem verður þeim mun meira letjandi,“ sagði hann (tilvísun lýkur).

Hvað varðar stjórnmálahliðina, þá er hætt við að Úkraína verði bitbein stórvelda næstu áratugi. Landið fór illa út úr seinni heimsstyrjöldinni en voru bardagar hvað harðastir þar þegar nasistar og Sovétmenn börðust hart um landið sem býður upp á skriðdrekahernað enda flatneskja algjör þarna. Best væri að viðurkenna raunveruleikann en hann er að Rússar vilja ekki fá NATÓ til Úkraníu og sum aðildarríki vilja ekki sama land í bandalagið. Kannski hreinlega að Úkraína taki sömu stöðu og Finnland en ,,Finnlandsering" gékk upp í kalda stríðinu.

Meirihluti stríða eiga sér fáranlegan aðdraganda.  Dæmi um þetta er innrásin í Írak, en ráðgjafi George W. Bush, Paul Wolfowitz, hvíslaði í eyrun hans að Sadam Hussein væri faðir allra hryðjuverkahreyfinga sem var lýgi en Bush leitaði þá ákafur að verðugum andstæðingi til að fara í stríð, en menn með handklæði á höfði sem bjuggu í hellum Afganistan virkuðu ekki alvöru andstæðingar. Ákveðið var að fara í stríð við Írak!

Heimild: France 24 – slóð Davíð á móti Golíat?


Farsi í kringum Úkraínu málið

WEB_MAP_UKRAINE_RUSSIA_SEPARATIST_AREAS_REFRESHUppi er furðuleg deila Vesturvelda og Rússlands.   Deilt er um austur- evrópskt ríki sem vill ganga í NATÓ sem aðildarríki vilja ekki fá inn! 

Rússar vilja fá tryggingu að Úkraína fari ekki inn í NATÓ þegar ljóst er að það er ekki að fara þar inn!  Ef þetta er ekki farsi, þá veit ég ekki hvað.

Rök Rússa fyrir banni á inngöngu Úkraínu í NATÓ er að bandalagið veri þá komið með hersveitir við landamærl Rússlands.  Þetta eru fáranleg rök. Í fyrsta lagi, deila Pólverjar og Eystrasaltríkin landamærum með Rússland og auðvelt er að koma með innrás þaðan og í öðru lagi er nútíma stríð ólíkt eldri stríðum að því leytinu til að engar víglínur eru.  Barist er með eldflaugum sem geta verið þess vegna í annarri heimsálfu og herlið er flutt flugleiðis og átakasvæðin eru í raun dreifð, ekki eftir ákveðinni víglínu.

Clint Ehrlich hefur þetta um málið að segja: Hér höfum við fólk sem er að halda því fram að jafnvel þótt Rússar ráðist ekki inn í Úkraínu, að við þurfum að ráðast inn og reka Rússa út af Krímskaga, það var athugasemd háttsetts embættismanns Obama-stjórnarinnar í vikunni. Og þess vegna myndi ég segja að það væri jafnvel einfaldara en það. Við erum að fást við stríðsæsingamenn okkar, óalvarlegt fólk sem getur haft banvænar afleiðingar í för með sér fyrir stefnumótun. … Dýpri kaldhæðni er að NATO vill ekki einu sinni Úkraínu, að það er spillt land. Það er meiri ábyrgð en það væri hernaðarlegt hagkvæmt. Og fólkið sem ýtir undir þetta heldur því einfaldlega fram að það þurfi að gerast vegna þess að Rússland ætti ekki að hafa neitunarvald yfir því hverjir séu í NATO. Með öðrum orðum, jafnvel þegar það er gagnstætt hagsmunum okkar að hafa ekki ríki í NATO, verðum við að krefjast þess að það verði bætt við bara til að þræta fyrir við Rússa."

Málið hlýtur að snúast um annað en öryggi Rússlands.  Það hlýtur að snúast um stöðu Rússlands í heiminum, að Pútín vill endurreisa fyrra veldi Rússlands og niðurlægja BNA - og sérstaklega hinn veiklunda Bandaríkjaforseta - Joe Biden.

Biden er dæmi um hversu hættulegt það er að hafa veikan forseta eða leiðtoga stórveldis. Aðrir leiðtogar stórvelda renna á blóðlyktina og reyna að hrifsa bráðina frá því. Væri staðan svona ef Donald Trump væri við völd? Hann virkaði óútreiknalegur, líkt og Kim Jong-un, og því þorðu aðrir ekki að hreyfa sig óvarlega. Hann var líklegur til aðgerða.

Hættan er að Joe Biden, sem stendur mjög höllum fæti eftir Afganistan klúðrið reyni að bjarga andliti og skora stig á alþjóðavettvangi. Annað er að hann er ekki við stjórnvölin en oft vill gleymast að forseti stjórnar ekki einn, hann hefur hóp ráðgjafa og ríkisstjórnina í kringum sig. 

Ef forsetinn er viljamikill, getur hann farið gegn ráðum hershöfðingja og ráðgjafa og tekið ákvarðanir byggðar á upplýstu mati sínu. Gott dæmi um þetta er Kúbudeilan - eldflaugadeilan - 1962. John F. Kennedy stóð í lappirnar gagnvart stríðæstum hershöfðingjum sem vildu láta hart mæta hörðu og í raun afstýrði hann kjarnorkustyrjöld. Er Joe Biden eins mikill bógur? Held ekki. Ef þessi deila leysist farsællega, þá bíður önnur og verri, deilan um Taívan.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband