Færsluflokkur: Samfélagsmiðlar

Margaret Thatcher um málfrelsið...og aðeins um umræðuna á Íslandi

Það er nú svo að málfrelsið þarf stöðugt að verja fyrir þá sem aðhyllast harðstjórn en líka gagnvart "góða fólkinu" sem er svo dyggðugt, að aðeins þeirra skoðanir eru réttar.  Málfrelsið í augum þess á að iðka, svo lengi sem það rímar við þeirra skoðanir en vei aðrar skoðanir.

RÚV var með grein á vef sínum, sem ber heitið "Óþjóðalýður, frekjur, hyski og afætur" og skammaði kynþáttahataranna á samfélagsmiðlunum fyrir skoðun þeirra undir flokknum jafnrétti. Er ríkismiðillinn, sem er á jötu skattborgaranna, um þess beðið, að geta lexía okkur almúgann um rétt siðferði, orðfæri og framkomu? 

Það er rétt að kommentera eða athugasemdakerfi samfélagsmiðla er ansi sóðalegt, margir illa skrifandi og uppfullir af fordómum. Þessi skrif og skoðanir fólks dæma sig sjálf eða á að stofna hatursglæpa rannsóknadeild lögreglunnar sem gerir ekkert annað en að finna "skoðanaglæpi" eða "hugsunarglæpi" í anda útópíunnar 1984?  Eru við þá ekki komin ansi nærri siðgæðislögreglu Sádi Arabíu (og Afganistan) sem gengur um götur og sér til þess að kvenfólkið sé almennilega hulið?

Eru ekki til dómsstólar sem hægt er draga fólk fyrir ærumeiðingar? Er það ekki nóg? Þarf ríkisvaldið að hafa sér löggæslufólk sem eltist við "rangar" skoðanir? Ekki var fólkið sem fór á námskeið um hatursglæpi til Pólands, hótinu betra en aðrir borgarar. Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum segir testamentið.

En hér er ætlunin að fara í ummæli Margaret Thatcher um málfrelsið. Líkt og nánast alltaf, hittir hún satt á munn. Látum hana hafa orðið:

"Umræðufrelsi er eitthvað meira en bara málfrelsi. Umræða krefst vilja til að hlusta jafn mikið og getu til að rökræða. Í gegnum umræðu bæði kennum við og lærum - og því víðar sem umræðan nær því meiri líkur eru á því að við fjöllum um og aukum mannlegan skilningi.

Umræðufrelsi getur verið ógnað á ýmsa vegu. Augljóslegast getur það verið vísvitandi bælt, letjað eða refsað af yfirvöldum.

Það gæti líka minnkað þar sem einstaklingar eru hræddir frá trú sinni vegna þessa fíngerða og spillandi þrýstings sem Alexander Solzhenitsyn lýsti svo vel sem "ritskoðun tískunnar".

Eða það getur einfaldlega visnað - svipt ljósi og lífi vegna sameiginlegrar löngunar til að sækjast eftir svokallaða "samstöðu" á hvaða verði sem er, jafnvel prinsippverði. John Stuart Mill skrifaði í frægri ritgerð sinni 'On Liberty':

"...ef allt mannkyn að frádregnum einni manneskju væri á sömu skoðun, og aðeins ein manneskja á gagnstæðri skoðun, væri mannkyninu ekki réttlætanlegra að þagga niður í þeirri manneskju, heldur en það, ef hann hefði vald, væri réttlætanlegt að þagga niður í mannkyninu.

Það er líka efnislegt tap þegar sljó einsleitni, af því tagi sem sósíalismi eins og aðrar alræðishvatir, kemur í stað einstaklingshyggju og fjölbreytileika. Ef litið á sérstaka sögu okkar, sýnir það þetta.

Vesturlönd náðu efnahagslegum yfirburðum sínum og njóta nú hárra lífskjara vegna þess að það hefur verið framtaks- og samkeppnisandi til að leysa tæknileg vandamál og síðan að beita lausnunum að verklegum þörfum manna. Það er vissulega það sem aðgreinir nútíma evrópska siðmenningu okkar frá fyrri tímum. Kínverjar uppgötvuðu seguláttavitann - en það var enginn efnahagslegur hvati fyrir þá til að sigla um heiminn.

Ég tel að Tíbetar hafi uppgötvað hreyfingu hverfla: en þeir létu sér nægja að nota þá til að snúa bænahjólunum sínum.

Býsansmenn uppgötvuðu klukkuverk - og þeir notuðu það til að svífa keisarann um loftið til að heilla sendiherra villimanna Evrópu. En við þurfum ekki að teygja okkur svo langt aftur í fortíðina til að sýna fram á hvernig frjáls umræða og efnahagslegar framfarir eru sterk, ef ekki lúmsk, tengd saman.

Líttu bara í kringum þig á efnahagslegum mistökum kommúnista stjórnarhagkerfisins. Alræðisríki gæti tekist - eins og árangur Rauða her Stalíns á fjórða áratugnum sýndi - að beita valdi og skelfingu til að framleiða gríðarlegt magn af vopnum; en þróun og beiting tækni krefst rökræðna, rökstuddra umræðu og tilrauna - hugarfar sem aldrei sættir sig við takmörk núverandi þekkingar.

Þess vegna gátu Sovétríkin ekki jafnast á við tæknina á bak við SDI áætlun Bandaríkjanna: hún er tengslin milli siðferðislegs og hernaðarlegs bilunar kommúnismans. En umræðufrelsi hefur beinari og jafnhagstæðari notkun á stjórnmálum.

Þegar fólk er fært um að rökræða opinberlega um mistök pólitískrar stjórnar, öðlast það fljótt hugrekki og sjálfstraust til að endurbæta hana."
____
1991 3. október, Margaret Thatcher.
Ræða við Jagiellonian háskólann í Krakow.
https://www.margaretthatcher.org/document/108284


Vantrú á fjölmiðla vestan hafs aldrei minni

Bandaríkjamenn hafa aldrei haft eins lítið álit á fjölmiðlum og í dag.  Samkvæmt einni könnun treysta aðeins 17% almennings fjölmiðla. Það er meira traust til íslenska fjölmiðla, sem er óverðskuldað.

Fjölmiðlar hafa gert ýmislegt til að verðskulda þetta vantraust. En hvenær missti almenningur traust á fjölmiðlum? Það er erfitt að segja en ef til vill má rekja þetta til CNN sem var fyrstu fjölmiðla með fréttir allan sólarhringinn. Þetta var mikil nýjung en breytti kannski fréttamennskunni. 

Nú þurftu menn að finna fréttir allan sólarhringinn og þótt sömu fréttirnar væru endurfluttar oft á sólarhring, skapaðist vandamál við að fylla í eyðurnar.  Þá varð til "skoðanafréttir", fréttamenn fóru að segja sitt álit og teygja lopann. Í stað hlutlausrar frásagnar var komin sýn fréttamannsins eða fréttastofunnar. Ástandið hefur bara versnað síðan þá, því nú er netið komið, með podcast, eins manns fjölmiðila, til dæmis, Tucker Carlson, Bill OReilly og fleiri og allir með skoðanir.

Nú er svo komið að almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og framsetningu þeirra og úr því að fátt annað er í boði en skoðanafjölmiðlar, kýs fólk fjölmiðla sem endurspegla a.m.k. að hluta til skoðanir og gildi þeirra. Einhliða fréttaflutningur er því af gangi heimsmála og innanlandsmála og skipting landsmanna í tvær fylkingar varanlegar. Tökum sem dæmi spillingarmál Joe Bidens, mjög fáir demókratar vita nokkuð af viti um þau, enda fréttirnar af mesta spillingamáli Bandaríkjasögu í skötulíki hjá vinstri sinnum fjölmiðlum Bandaríkjanna.

Margir leita því á netið og velja sér eins manns fjölmiðil, t.d. Bill OReilly og reyna þannig að afla sér upplýsinga. Svo kallað kapalsjónvarp er á miklu undanhaldi vestan hafs og eftir að Foxnews rak besta sjónvarpsmann sinn, Tucker Carlson, hefur fjölmiðill verið á hraðri niðurleið, þróun sem er löngu hafin hjá öðrum kapalsjónvarpsstöðvum.  CNN er þar á botninum, enda hvarf allur trúverðleiki miðilsins þegar hann reyndi með öllum tiltækum ráðum að taka niður Donald Trump.  Hann dró fram í dagsljósið sem allir vissu, að fjölmiðlar eru ekki hlutlausir. Hann dró líka fram djúpríkið sem allir vissu líka af en var í bakgrunninum.

Þetta er að mörg leyti góð þróun, því að þótt fjölmiðlar áður fyrr hafi þóttst vera hlutlausir, þá voru þeir það aldrei. CIA var með starfsmenn innandyra hjá helstu fjölmiðlum landsins.

Sömu þróun má sjá hér á landi. Risavaxinn ríkisfjölmiðlinn skekkir reyndar myndina á Íslandi.

Ríkisfjölmiðill RÚV, með 8 milljarða meðgjöf í formi nauðungar áskrift og nokkra milljarða í auglýsingatekjur, gnæfir yfir íslenska fjölmiðlamarkað.  Honum hefur tekist að útrýma marga einkarekna fjölmiðla, má þar nefna N4 sem mikil eftirsjá er að, enda eina landsbyggða sjónvarpið. Við fáum ríkissýn á fréttir dagsins.

En svo er íslensk fréttamennska kapituli út af fyrir sig. Hún er á lágu plani.  Íslenskir auðmenn, líkt og í Bandaríkjunum, hafa keypt sér ákveðna fjölmiðla til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Við heyrum og sjáum þá mynd af veröldinni sem þeir vilja að við sjáum. 

Ég er hættur að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2 eða RÚVs, því að þessar fréttastofur eru með hreinan áróður með efnistökum sínum.  Kíkið t.d. á hvað er fyrsta viðfangsefni fréttatímanna.  Það endurspeglar ekki alvarleika eða þýðingu fyrir almanna hagsmuni og verðskuldi að vera fyrst á dagskrá. Það sem fréttamönnunum sjálfum finnst vera merkilegt er ekki endilega það sem á fyrst og fremst erindi við almenning. Svo eru fluttar fréttir af "ekki fréttum" í marga daga, eða þar til andstæðingurinn hefur gefist upp eða fréttastofan fengið "réttu" viðbrögðin. Og almenningur farinn að trúa fréttaflutninginum.

Oft halda fjölmiðlanir fram málstað örhóps og hampa honum. Gott dæmi um þetta eru mótmæli hvalfriðunarsinna sem fengu mikið pláss í íslenskum fjölmiðlum. Svo kemur í ljós í skoðanakönnun að um 70% almennings studdi ekki aðgerðir aðgerðasinna.  

Annar kapituli fyrir sig, eru viðmælendur eða álitsgjafar fjölmiðlanna og hverja þeir spyrja ekki álits.  Mjög vinstri sinnaður álitsgjafi er spurður álits um íslensk stjórnmál og annar einstaklingur um bandarísks stjórnmál, hreinræktaður demókrati sem finnst repúblikanar ekki húsum hæfir eða ferjandi.

Ef til vill er mesta ámælisefnið fréttirnar sem aldrei eru sagðar og hunsaðar.  Útvarp saga, sem er eini fjölmiðillinn sem sannarlega flytur öðruvísi fréttir, t.d. frá Svíþjóð, sem aðrir fjölmiðlar fjalla ekki um. En Útvarp saga er ekki hlutlaus og virðist vera á hægri kantinum en við vitum af því sem hlustum og tökum mið af því.  En allar skoðanir fá að viðra sig, líka afdankaðar skoðanir Pírata, sem er gott mál. 

Íslenskir fjölmiðlamenn mættu vinna störf sín betur. Grafa betur eftir upplýsingum og reyna að halda sem mest í hlutleysið, þótt það sé erfitt. En umfram allt, ekki ljúga að almenning, sem er frumskilyrði blaðamennskunnar.  Ekki copy/paste erlendar fréttir án gagnrýnnar hugsunnar.

Í heimi 1984 sem gildir í dag, þar sem ekki er bara ráðist á tjáningarfrelsi fólk, málfrelsið þar fremst í flokki, heldur er ráðist á hugsanafrelsi fólks og lætur það ritskoða sjálft sig í hugsunum sínum, það er hætttulegasta þróunin í dag og sú lævíska. Reynt er að hafa áhrif á hugsanir fólks, til dæmis með breytingu á tungumálinu. Fundin eru upp ný hugtök fyrir allt á milli himins og jarðar. Sum hugtökin eru til framfara og taka út niðurlægjandi orð og hugtök en önnur beinlínis ætluð til að breyta hugsunum okkar. Vei þeim sem notar rangt hugtak.

Þetta er vandamál, því að fólk þarf sífellt að vera á varðbergi gagnvart sjálfu sér. Spurningin er hvort að hægt er að fá fólk til að trúa að rangt sé rétt og rétt sé rangt? Það er hægt hjá stórum hópum þjóðfélagsins, ótrúlegt en satt, og því hægt að setja þjóðfélagið á annan enda og fella það.

Sjá má þetta í sögunni 1984. Í stað hefðbundinnar löggæslu kemur Hugsunarlögreglan, eða Thinkpol. Þeir þjóna sem dómari, kviðdómur og böðull fyrir hvers kyns glæpi gegn kenningum flokksins, jafnvel neikvæðar hugsanir. Þeir hafa ekkert stigveldi eða skipulag og einstaklingar eru óþekkjanlegir.

En sem betur fer, eru menn sem hugsa sjálfstætt á öllum tímum, jafnvel í harðstjórnarríkjum, og viðhalda skoðanafrelsinu. Því ber að hlúa að skoðanafrelsinu og þeim sem bera fram skoðanir sínar.  Ekki ráðast á atvinnu fólks; fara í manninn eins og sagt er og hafa af honum viðurværið. Þeir sem kalla eftir því, hafa greinilega ekki kynnt sér lífið í kommúnistaríkjunum kaldastríðsáranna. Útskúfun úr samfélaginu, missir vinnu var hlutskipti þeirra sem andmæltu ríkjandi skoðanir kommúnistastjórnanna. Nú kalla menn eftir útskúfun og atvinnumissir þeirra sem eru öndverðu skoðanna en þeir. Og myndavélar fylgja borgunum eftir um leið og stigið er úr húsi og jafnvel innandyra með farsímann sem njósnatæki.

Við erum skemmur frá samfélagi 1984 en ætla má.

 

 

 

 

 


Athugasemdakerfi Moggabloggsins

Menn (konur og karlar) nota Moggabloggið í margvíslegum tilgangi.  Flestir eru með hugleiðingar um dægurmál sem eru á efst á baugnum hverju sinni.

Sumir hvetja til þátttöku lesenda sinna og hafa svo kallaðan athugasemdareit neðan við blogggrein sína. Aðrir gefa engan kost á andsvar og vilja hafa blogg sitt sem n.k. einræðu eða blaðagrein sem ekki er hægt að svara nema að skrifa aðra bloggrein á móti.

Svo er það þriðji hópurinn sem fer bil beggja. Hann leyfir athugasemdir...eftir samþykki bloggarans.  Það getur því verið bið á andsvari eða höfnun. Þetta getur verið svolítið slæmt, því ef maður vissi fyrirfram að bið er á birtingu athugasemdarinnar og hún háð dutlungum bloggarans, þá held ég að ég birti ekki athugasemd. En maður lærir með tímanum á bloggaranna.

Ég hafði í upphafi það þannig að menn geta gert athugasemdir við blogggreinar mína og þær birtast strax. En eftir eitt ár, var ég að fikta í stillingum á bloggsíðu minni og ákvað að hafa það þannig að athugasemdirnar væru háðar samþykki mitt. Ekki var ætlunin að þagga niður athugasemdir og gerði ég þetta án mikillar íhugunar.

En þá skrifaði einn lesenda minna að ég væri harður talsmaður málfrelsis og þetta væri ekki í anda þess. Ég tók sneiðina til mín og breytti athugasemda möguleikanum í snarasta. Nú getur hver sem er gert athugasemdir við blogg mitt án afskipta minna. Í raun þýðir hik á birtingu athugasemdar óbeina ritskoðun og því er ég ekki fylgjandi. 

Ég hef sjálfur gert athugasemdir við blogggreinar bloggara hér, hjá þeim sem það gefa kost á. En þeir eru innan við 10 talsins sem ég geri athugasemd við. Þeir eru valdir vegna þess að þeir skrifa reglulega og eru með áhugaverðar blogggreinar.  En oft er ég ósammála þeim og segi svo. Stundum sammála og segi svo.

Þeir, þessir heiðursmenn, nánast undantekningalaust leyfa mér, rausaranum, að tjá mig og eiga þeir þökk fyrir.  Ég hef bara einu sinni lent í því hér á blogginu að lokað var á mig og það fyrir sakleysislega athugasemd að því mér fannst. Sá fékk í staðinn heila blogggrein mína í andsvar.  Síðan hefur ég ekki gert athugasemd hjá honum, enda bíður hann ekki upp á opna umræðu.

Athugasemdakerfi bloggsins og samfélagsmiðlanna er góðra gjalda vert. Það hvetur til þátttöku almenning í opinberri umræðu, þótt stundum gusti um frjálsa umræðu.

 

 

 

 


Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband