Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021

Tveir bæir á Suðurlandi heimsóttir

10.09.2018-Nýr-miðbær-Selfossi

Ég fór í biltúr um Suðurlandið í dag. Við heimsóktum fyrst Eyrabakka en svo Selfoss.

Eyrabakki hefur mikið af gömlum húsum sem liggja við eina götu. En alltaf þegar ég kem þangað finnst mér eitthvað vanta. Svarið kom þegar ég fór til Selfoss á eftir en við heimsóktum nýja miðbæinn.

Þótt aðeins sé búinn að byggja 5500 fermetra af væntanlegum 30.000, þá hefur miðbæjrarmyndin heppnast alveg prýðilega. Næsti áfangi á að vera 17500 fermetra og með mörg sögufræg hús Íslandssögunnar. Mikið verður gaman að sjá miðbæinn þegar hann er tilbúinn. Jafnvel í dag, í norðan garrum, varla hundi úti sigandi, var líf og fjör á svæðinu.

Mikil bílaumferð var um bæinn og heilu hverfin í byggingu. Fólki fjölgar ört í bænum og ég spái að Selfoss verið að (Ár)borg innan ekki svo margra ára. Hef engar áhyggjur af nýju brúnni sem á að liggja austan bæjarins, því að byggðin mun teygja sig þangað líka.

Þá komum við aftur að Eyrabakka, hvað vantaði þar? Við sáum Árborgarstrætó fara til Selfoss og þá fannst mér að Eyrabakki bara vera úthverfi Selfoss, að vísu í 10 km fjarlægð en samt bara dautt úthverfi, sem sækir alla sína þjónustu þangað.

Það er tvennt sem gerir jafnvel mesta krummaskuð að bæjartetri, en það er höfn og íþróttamiðstöð með sundlaug en einnig almennileg dagvöruverslun. Bara þetta þrennt gefur bæjarbúum kost á að koma saman, spalla og fá sér sundsprett eða æfa einhverja íþrótt. Ekki verra ef þar sé líka hótel og veitingastaðir. Þetta vantar.

Ef það er einhver íþróttahús þarna, þá hefur það farið fram hjá mér, sennilega bara íþróttahús skólans til staðar. Á Stokkseyri er meira líf, þar eru veitingarstaðir, afþreying og sundlaug.

Það hefði ef til vill verið betra fyrir Eyrabakka að sameinast Stokkseyri og Þorlákshöfn í staðinn. Þorlákshöfn er í miklum uppgangi og spái ég að hún verði næsta og helsta innflutningshöfn landsins, ekki innan svo langt tíma. Bæjarfélögin á ströndinni eiga meira sameiginlegt en Eyrabakki við væntanlegu næstu borg Suðurlands - Selfoss sem gleypir allt í sig.

 


Upphaf Kínaveldis

220px-QinshihuangÉg horði á ágæta heimildamynd um fyrsta keisara Kína sem hét Qin Shi Huang (260-210 f:Kr.). Hann var konungur ríkisins Qin (r. 246-221 f.Kr., en hann sigraði öll hin kínversku ríkin sex og sameinaði í eitt: Kína árið 221 f.Kr.

Hann réð sem fyrsta keisari Qin eða Chin(a) frá 220 til 210 f.Kr. Titillinn keisari (Huangdi) var borinn af kínverskum valdhöfum næstu tvö árþúsundin.

Fyrir utan þetta var hann frægur fyrir að hefja byggingu Kínamúrsins sem var ekki klárað fyrr en í tíð Ming keisaraættarinnar á miðöldum. Einnig er hann frægur fyrir leirherinn sem er nákvæm eftirmynd af um 6-7 þúsund hermönnum hans sem áttu að vernda hann í eftirlífinu.

Enn á eftir að grafa upp grafhýsi hans sem á að vera nákvæm eftirmynd af Kína og með stjörnuhvelfingu þar fyrir ofan. Það er grafið inn í smáfjalli.

Huang leitaði eilífs lífs í kynlífi og inntöku kvikasilfiurs í litlu mæli. Kynlífið gaf af sér 50 syni og 30 dætur og ódauðleika í genum en silfrið dauða fyrir 50 ára aldurs.


Enn um landnám Íslands og uppruna íslenskunnar

9FolikarstaerdirÁður en lengra er haldið, þá skal taka það fram að þetta er blogg og ekkert annað, er ekki vísindaleg greining. Mínar hugleiðingar í raun, ekki fræðileg skoðun. Ekkert af því sem ég skrifa hér á blogginu, telst vera fræðilegt í skilningi fræðigreiningu. Eins og ég sagði i upphafi bloggskrifa mína fyrir rúmu einu ári: Ég er að skrifa mig til skilnings, hugleiðingar og af ánægju; ekki endilega í þessari röð!

Til er ágætis grein á vef Árnastofnunar um málsögu landsins. Veturliði Óskarsson skrifar þar greinina Íslensk málsaga og fjallar hún um m.a. hvernig íslenskan þróaðist á landnámsöld.  Það sem kemur á eftir, kemur úr þeirri grein og á Veturliði allan heiðurinn – sjá jafnframt slóðina:

http://ait.arnastofnun.is/grein.php?id=703

Veturliði verður að byrja að tala um uppruna landnámsmanna til að átta sig á hvaða tungumál fólkið talaði.  Hann segir og ég get hvorki rengt eða tekið undir mat hans en látum tölur hans standa:  „Langflestir nafngreindra landnámsmanna komu úr Noregi(um 85%), einkum úr miðhluta Vestur-Noregs, þ.e. úr Sogni, Fjörðum og Hörðalandi (46%), allnokkrir úr víkingabyggðunum á Bretlandseyjum (um 12%) og fáeinir frá Svíþjóð og Danmörku eða annars staðar að (um 3%).“

Athugið að þarna er hann að tala um nafngreina menn, væntanlega menn sem höfðu eitthvað undir sig og gátu brotið land undir sig eða gert kröfur og flestir eða nánast allir norrænir, ættaðir úr Noregi.  Ef 12% komu úr víkingabyggðunum en samkvæmt erfðarannsóknum voru 44% af keltneskum uppruna í upphafi landnáms, má skýra það með að konurnar og þrælarnir voru af keltneskum uppruna og þessi 12% hafi verið með eitthvað af keltnesku blóð í æðum. Þetta getur farið saman enda var kvenpeningurinn að stórum hluta keltneskur. En ekki gleyma því að stór hluti þessa fólk hafði engin tök á að eignast afkvæmi vegna þrælastöðu sína og því fækkaði í hópum (undantekningar á þessu auðvitað en hér erum við að tala um meginþróun) og færri kunnað írsku og gelísku strax í annarri eða þriðju kynslóð.

Og hann segir: „Ekki er vitað hversu margir landsmenn voru í lok landnámstímans en giskað hefur verið á allt frá 10.000 og upp í 60.000 manns. Sennilegust er talan 10.000–20.000 manns (ÍSLENSKUR SÖGUATLAS I:56, SAGA ÍSLANDS I:160) og víst má telja að Landnámabók og Íslendingabók nefni aðeins lítið brot af þeim sem hér settust að.“

En hér kemur að því sem er áhugaverðast, hvaða tungumál talaði fólkið sem kom hingað til lands um 900 e.Kr? Veturliði segir: „Mál norrænna manna á meginlandinu hefur vafalaust verið mjög líkt í lok 9. aldar, hvar sem menn bjuggu. Mállýskumunur hefur þó sjálfsagt verið einhver. Helsti munurinn var á milli norræns máls eins og það var annars vegar talað í Noregi og hins vegar í Danmörku og Svíþjóð.“

Það sem skiptir hér miklu máli er að menn gátu gert sig skiljanleg innan allara þessara landa. Íslendingasögurnar tala einmitt aldrei um tungumálavandamál og íslenskar hetjur gátu flutt ljóð og gert sig breiða við kónga þessara landa.

En við erum að átta okkur á hvaða tungumál var talað á Íslandi í  upphafi landnáms. Veturliði segir: „Þar sem um helmingur landnámsmanna (46%) kom frá Vestur-Noregi hafa vesturnorskar mállýskur verið mest áberandi í upphafi. Í reynd hafa þó verið töluð tvö eða þrjú eiginleg tungumál í landinu í fyrstu, norræn tunga með dálitlum mállýskumun eftir því hvaðan menn komu og svo keltnesku málin írska og gelíska, sem töluð var á Skotlandi. Þessi tvö síðastnefndu mál (eða mállýskur) töluðu þrælar og vinnufólk sem norrænu víkingarnir höfðu með sér til Íslands frá Bretlandseyjum, auk fáeinna frjálsra manna og kvenna. Sáralítil merki eru þó um keltnesk áhrif í íslensku sem sýnir að tungumálið hefur frá upphafi ráðist af norrænni yfirstétt (Stefán Karlsson 1989:5). Þó eru hér á landi nokkur mannanöfn og örnefni af keltneskum toga. Þess ber að geta að norrænir landnámsmenn sem búið höfðu á Bretlandseyjum höfðu sumir kvænst þarlendum konum og þannig gátu keltnesk nöfn komist inn í ætt þeirra.“ 

Þetta er sennileg skýring en það sem mér finnst merkilegt er mállýskumunurinn sem var í upphafi, athugið að landnámsmenn komu einnig úr Norður-Noregi og ennþá dag í dag er mállýskumunur í landinu. Landið er stórt og fólk einangrað í héruðum.

Veturliði kemst að þeirri niðurstöðu að ,,... með landnámsmönnunum hafi flest eða öll afbrigði norsks máls á 9. og 10. öld flust til Íslands (Hreinn Benediktsson 1964:26), og einhver sænsk og hugsanlega dönsk einnig. Hér dreifðust hins vegar landnemarnir um víðan völl eftir því hvar þeir námu land og skildu þeir því mállýskuskilin eftir handan við hafið. Þetta olli því að hvergi voru skilyrði fyrir því að einhver ein mállýska úr gömlu heimkynnunum efldist á kostnað annarra. Eftir stofnun Alþingis 930 kom fólk hvaðanæva af landinu saman á Þingvöllum á hverju sumri og hefur það, ásamt öðru, vafalaust átt sinn þátt í að draga úr mállýskumun. Afleiðingin af þessu varð sú að munur á máli landnámsmanna hvarf tiltölulega fljótt, þannig að seint á 10. öld, þ.e. nokkru eftir að landnámstímanum lýkur, hefur verið orðin til ný málheild, ný vesturnorræn mállýska sem smám saman tók að þróast eftir eigin leiðum og fá sín eigin sérkenni.“

Ráðgátan um hvers vegna keltneskan (írska og gelíska) hvarf svo fljótt, þrátt fyrir að hópur nafngreindra landnámsmanna hafi verið 12% og ættaður úr víkingabyggðum Bretlands og undirstéttin, þrælarnir, hafi verið tiltölulega fjölmenn, a.m.k. í upphafi.

Stefán Karlsson og Veturliði Óskarsson hallast að því að ,,Sáralítil merki eru þó um keltnesk áhrif í íslensku sem sýnir að tungumálið hefur frá upphafi ráðist af norrænni yfirstétt...“  En ég tel að meira þurfi til. Meginþorri landnema þurfa að tala sama tungumál og herrastéttin, til að það verði ríkjandi. Mýmörg dæmi eru um að yfirstéttin tali annað tungumál en undirstéttin. Þegar germanskar þjóðir óðu yfir fallið Rómaveldi í vestri, þá náðu þær ekki að breyta tungumálum þessara landa nema að mjög litlu leyti, hreinlega vegna þess að þær voru of fámennar.

Líta má innrás Normanna í England 1066, sem er nær í tíma og hertöku landsins sem samanburð. Nýja yfirstéttin var alltaf fámenn. Fyrir var önnur yfirstétt – Engilsaxar. Fjöldi Normanna sem settist að í Englandi var nægilega mikill til að halda áfram að nota eigið tungumál. Það var eðlilegt í fyrstu, því innrásarmennirnir kunnu enga ensku.

Í 200 ár eftir landvinninga Normanna var franskan áfram tungumál venjulegra samskipta meðal yfirstétta í Englandi. Innbyrðis hjónabönd og tengsl við valdastéttina var töluverð og fjölmargir af enskum uppruna þótt það kostur að læra nýja tungumálið. Áður en langt um leið var greinarmunurinn á milli þeirra sem töluðu frönsku og þeirra sem töluðu ensku ekki þjóðernislegur heldur félagslegur.

Tungumál fjöldans var hins vegar áfram gamla enskan (engilsaxenska). Mikilvægasti þátturinn í áframhaldandi notkun frönsku en ensku yfirstéttarinnar fram á byrjun 13. aldar var náið samband sem var í gegnum öll þessi ár milli Englands og meginlands Evrópu. Enn í dag er gífurlegur mállýskumunur í Englandi og framburður lágstéttanna samanborið við yfirstéttina, er enn mikill. Ekki tókst að skapa eitt sameiginlegt tungumál fyrir alla landsmenn.

Sum sé, það tók aldir að bræða saman tungumál ensku yfirstéttarinnar við mál undirstéttanna, þannig að þær gátu talað saman af viti en hér tók þetta innan einhverja áratugi, að ælta mætti. Þetta segir okkur mikill meirihluti landsmanna hafi verið af norrænum uppruna og undirstéttin, þrælarnir, það fámenn að hún lifði ekki af fyrstu öld Íslandsbyggðar og þar með tungumál hennar og menning (t.d. kristini).  Til varð eitt heilsteypt tungumál, þar sem dreifingin eftir uppruna landsmanna fór ekki eftir landssvæðum, heldur dreifðist þeir jafnt yfir landið.

Náið samneyti íslensku yfirstéttarinnar við neðri stéttir í gegnum aldir, hefur einnig komið í veg fyrir íslenskan hafi náð að þróast í tvær mállýskur. Til að yfirstétt getur myndað eigin mállýsku, þarf hún bæði að vera tiltölulega fjölmenn en einnig að mynda hirð – stjórnstöð undir forystu konungs/jarls.  Svo var ekki fyrir að fara á Íslandi.

Að lokum, að hér hafi orðið til heimsbókmenntir sem flestir Íslendingar gátu lesið í gegnum aldirnar, hefur einnig hjálpað til að við að halda íslenskunni sem heilsteyptu tungumáli.

 

 


Eyjan hans Ingólfs - nokkur umhugsunarefni

Eyjan

Mér til undrunar fékk ég bókina Eyjan hans Ingólfs í jólagjöf. Ég hef nú lesið bókina.

Bókin er um margt ágæt en bókartitillinn kannski ekki alveg í samræmi við heildarumfjöllunarefnið, sem er uppruni landsnámsmanna og tengsl þeirra við grannríki Íslands; Írland, Suðureyjar, Orkneyjar, Færeyjar, Skotlands, Englands og síðan en ekki síst Noreg. Miklu púðri er eytt í að skýra umhverfi landnámsaldar, víkingaöldina sjálfa og hernað norrænna manna í vesturvegi, jafnvel farið alla leið til baka til tíma Rómaveldis.

Bókin er mikið í ættfræðinni, enda nauðsynlegt til að skilja hvernig landnámið átti sér stað og hvernig landið var skipt upp.  Landnámsmennirnir komu nefnilega ekki úr tómarúmi, heldur fluttu þeir með sér hefðir og venjur - þ.e.a.s. menningu sína til nýrra heimkynna. Þetta var norræn menning en með vestrænum ívafa (Vestmenn = Írar). Athyglisvert er að tala um uppruna Austmanna, þ.e.a.s. manna austan fjalls (Noregsfjallgarðs) í Noregi og svo Austmanna í merkingu kynblendinga Íra og norræna manna.

Uppruni Íslendinga

Íslendingar virðast því vera komnir af Norðmönnum (norrænum mönnum) og Austmönnum, samblöndu af Írum og norrænum mönnum en einnig írskum þrælum og írsku kóngafólki og í Suðureyjum samblöndum af Piktum og Skotum við norræna menn þótt þeim hafi verið útrýmt að mestu eða öllu leyti úr eyjunum. Þetta fer saman við erfðafræðina eins og hún er kynnt okkur hjá íslensku erfðagreiningu.

Ásgeir segir að keltar hafi verið meðal fyrstu landnámsmanna og komið í fyrri af tveimur bylgjum fólksflutninga til landsins. Í síðari bylgju hafi fólk frá Vestur-Noregi verið undirstaðan, svo mjög að til landauðnar horfði og Noregskonungs setti á brottfaraskatt. Þetta þarfnast frekari rannsókna. Fólksflutningar úr Noregi hafa ekki hætt við ákveðið ártal og rannsaka þarf hvað gerðist frá árinu 930 til 1000. 

Írland, Skotland, Wales og England lokuðust að miklu leyti fyrir norrænt fólk á 10. öld nema eyjarnar fyrir strönd Skotlands. Engir fólksflutningar keltneskt fólk hafa átt sér þá stað til Íslands. Aðeins fólk úr þessum eyjum og Noregi hafa getað flutt til Íslands. Í greininni: Raðgreindu erfðamengi úr 25 landnámsmönnum á vef RÚV (31.05.2018) segir: "Fleiri Íslendingar voru af keltneskum uppruna við landnám en greina má af erfðaefni Íslendinga nú á dögum. „Við erum að sjá 43 prósent keltneskan uppruna meðal landnámsmanna, versus í dag þá erum við að sjá 30 prósent." Þetta kemur saman við þá kenningu að lokað hafi verið fyrir flutning keltneskt fólks til landsins og síðari hópar norræna manna hafi minnkað hlutfallið niður.

Það hefur vakið athygli mína hversu afgerandi norræn menning er á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Af hverju? Það er skiljanlegt ef meginþorri keltneskt fólks hafi verið þrælar, en líkt og síðar með íslenskt vinnufólk, hefur það ekki mátt eignast afkvæmi nema vera frjálst og átt ákveðnar eignir. Það hefur horfið fljótlega vegna þess en einnig vegna innflutnings norskt bændafólks sem Ásgeir segir að hafi keypt sér far um Íslandshaf, væntanlega í síðari bylgunnni og keypt við það um vinnu. Þrælahald hefur því verið skammvinnt og keltnesk áhrif horfið, svo sem kristni mjög fljótlega.

Þannig að keltneska blóðið sem mælist í Íslendingum í dag hlýtur að megninu til verið af fólk af eyjum utan við Skotland sem blandaðist norrænu fólk þar eða skömmu við komuna til Íslands og verið að megninu til frjálst fólk.

Stærð landnámssvæða - hvað var verið að stofna til?

Það er ekki fyrr en í seinni hluta bókarinnar þar sem einblínt er meira að sjálfu landnáminu. Athygli hefur vakið hversu stór landnámssvæðin voru í upphafi. Ásgeir tengir þetta við stofnun héraðs, að stofna til stjórnsýsluumdæmis frekar en einn landsnámsmaður hafi ætlar sér að nýta allt svæðið. Hann segir: "Fjögur stærstu landnámssvæðin voru samkvæmt Sturlubók Landnámu á vegum Ingólfs, Skallagrims, Ketils hængs og Helga margra. Þau töldu hvert um sig um 400 bæi eða rúmlega það samkvæmt jarðatali  miðra nítjándu aldar (hvers vegna Ásgeir er að miða við 19. aldar jarðatal er skrýtið, því að eftir margra alda búsetu hafði jarðaskil breyst nokkuð þótt margar jarðir hafi haldist óbreyttar í lögun. Hvers vegna ekki að miða við Jarðatal Árna Magnússonar eða aðrar heimildir?)." Jafnvel í dag er deilt um afrétti og hver á hvaða land.

Ásgeir heldur áfram: "...voru því mun stærri en hið 120 íbúa mark fyrir hérað eins og venja gerði ráð fyrir. Því náðu forystumenn þessarra héraða ekki að halda fullri stjórn á þeim þegar fram liðu stundir. Ketill hængur og Helgi magri fór þá leið að skipta þeim niður og leyfa öðrum höfðingjum að nema land að sínu ráði." (Ásgeir Jónsson, 2021, 151-153).

Spyrja má sig hvort þessi höfðingjar hafi hreinlega ekki verið að búa til RÍKI frekar en hérað? Ef þessi landnámssvæði náðu flest til 400 bæja svæði eða svo, þá samsvarar það til fjögra héraða og það gæti verið uppistaða undir smáríki eða upphaf að smákonungsdæmi.

Það að stórhöfðingjarnir hafi leyft öðrum höfðingjum (stórbændum) að setja í landnámi sitt er því ekki óeðlilegt (tryggja liðveislu fylgdarmanna) en þeir sem fengu ekki úthlutað land, að þeir skuli hafa sest að í útjarði kjarnasvæðis stórhöfðingjans. Það kvarnaðist fljótt upp úr Landnámum Skallagríms, Ingólfs og Helga magra og ef ætlunin var að búa til smáríki, eins og urðu til á 13. öld, þá misheppnaðist sú hugmynd fljótlega. Því lengra sem dró frá valdamiðstöð stórhöfðingjans, því meira fóru menn sjálfráða, enda óbyggt land og stórt og erfðaréttur til landsins enginn, annar en helgun landsins undir vald stórhöfðingjans sem mátti sig lítið er fram liðu stundir.

Veiðistöðin Ísland

Lítið fer fyrir umræðuna um veiðistöðina Ísland í bókinni. Jú það er minnst á rostungaveiði þræla Geirmunds heljarskinns og fer það fyrir brjóstið á Bergsveinn Birgissonar sem skrifaði bókina "Leitin að svarta víkingnum". Í vefgrein Vísis - "Stolið og rangfært - Um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónson", herjar Bergsveinn á Ásgeir og segir:

"Ásgeir heldur áfram með þessa tilgátu sem hann kallar «veiðiþræla-viðskiptalíkan», og það tengt áfram við Hrafna-Flóka og síðan Ingólf Arnarson sem skv. titli ætti að vera miðpunktur bókar. Síðan er vísað í Geirmund heljarskinn sem hafi tekið umrætt líkan «alla leið» (bls. 47). Hér má segja að skipt sé um nafn á barninu áður en stolið er, ég hafði kallað þetta veiðimenningar-efnahag eða módel og beint sjónum að þrælahaldi Geirmundar, en það breytir ekki því að seðlabankastjóri kemst að sömu niðurstöðu um bú Geirmundar á Hornströndum: «Öll þessi bú voru mönnuð af þrælum sem sinntu veiðum og vinnslu á rostungum og öðrum sjávarspendýrum» (bls. 48).

Þessara búa Geirmundar á Hornströndum er sjálfsagt getið í Landnámabók, sem Ásgeiri er í mun að tjá hve marglesið hafi, en þar má þó sjá við nánari lestur að Geirmundur er kallaður bóndi með «of búfjár» og að þrælar hans hafi fengist við landbúnað, enda talar landnámuhöfundur um bú en ekki ver. Þessa túlkun á að Geirmundur hafi verið í forsvari fyrir slíka veiðimenningu á Hornströndum er hvergi til nema í áðurnefndri bók, Leitinni að Svarta víkingnum (bls. 265–284)."

Mér sýnist þessi umræða vera á villigötum. Fornleifarannsókn í Stöðvarfirði virtist fyrst bera merki um að í upphafi hefi verið þarna veiðistöð í upphafi 9. aldar en umfang rústana bentir hins vegar til búrekstrar (bíðum frekari niðurstaðna).

Vel getur verið og mjög líklegt að landnámsmennir hafi stundað veiðiskap en mér finnst algjörlega ótrúlegt að rostungaveiði hafi staðið undir rekstur stórveldis eins og Geirmundur heljarskinn rak, jafnvel ekki í upphafi búskapar hans. Mun frekar það þetta hafi verið ábótarsöm hliðargrein landbúnaðar sem stóð í stuttan tíma, hlunnindi eins og sjá má í dag, þegar menn selja laxár dýrum dómum. Allt hefur verið veitt, fuglar og fiskur í sjó, ám og vötnum en menn byrjuðu strax að ryðja land, koma upp búum líkt og voru heima í upprunalandi.

Ef rostungsveiði hafi verið stunduð, þá hefur hún ekki getað staðið lengi, enda takmörkuð auðlind. Annað en með hvalveiði en fáir Íslendingar vita af því að hvalveiðar Norðmanna á 19. öld var upphafið að iðnbyltingu sjávarútvegarins á Íslandi og þorpsmyndunnar. Þær stóðu undir sjálfa sig, heldur betur og var meðal annars með sauðasölu til Bretlands, upphafið að peningaverslun Íslendinga. Ef þeir hefðu sagt hvalveiðar væru undirstaða ríkis Geirmundar, hefði ég frekar trúað þeim en þeir afgreiða það mál með að Íslendingar hafi ekki kunnað að veiða hvali, þótt til væru Þjóðveldislög (Landbrigða-þáttur Grágásar) um hvalskiptingu og skurð og þeir bara kunnað að nýta dauðann hval (þeir tala báðir um nýtingu sjávarspendýra...).Gjöful fiskimið eru við Vesturland og Vestfirði og í Breiðafirði, menn hafa eflaust sótt sjóinn stíft strax við landnámið.

Lokaorð

Hvað um það, hér varð til strax í upphafi bændamenning að norrænum uppruna. Við landnám var mikil áhersla lögð á nautgriparækt og korn var ræktað, sérstaklega í eyjum þar sem voraði fyrr og haust voru lengri, aðallega bygg en einnig hafrar. Niðurstöður fornleifarannsókna sýna að 40-60% húsdýrabeina landnámsbæja eru af nautgripum og kúabúskapur því mikilvægur. Af þeim sökum var lögðu landnámsmenn mikla áherslu á að búa til graslendi þar sem kýr vilja ekki birkilauf heldur gras. Annað var nýtt og flutt inn strax í upphafi, svo sem sauðfé sbr. söguna af Hrafna-Flóka og geitur. Svín voru höfð til nytja en hurfu á 16. öld og sennilega beitt á birkiskóga landsins. Hundar og kettir hafa fylgt manninum og sennilega hrafnar en eins og kemur fram í bók Ásgeirs, voru hrafnar á skildum og gunnfánum víkinga og þeir "dýrkaðir". Hvers kyns sjávarfang var nytjað, bæði sjávar- og ferskvatnsfiskar, fuglar og egg eins og áður sagði sem og sölvi og fjallagrös.

Bók Ásgeirs Jónssonar er ágætis yfirlitsrit fyrir fólk sem þekkir lítið til landnámsaldar. Ættfræðin getur verið ruglingsleg fyrir leikmann og hefði mátt hafa ættartölurnar sem eru í lok bókar í megintextanum. Ég sakna svo ljósmynda sem eru engar í bókinni, t.d. af skipum, fatnaði o.s.frv. og hafa tilgátumyndir af bæjum þessa tíma. Við erum eftir allt saman á 21. öld. Ég þarf svo að lesa bók Bergsveins Birgissonar. Hafi þeir báðir þakkir fyrir að vekja athygli á þessu spennandi tímabili sem er hjúpað dulúð og myrkri.


Bob Lazar og frumefni 115 sem hann nefndi fyrir meira en áratug er bætt við lotukerfið

properties-element-part-moscovium-imagemap-Periodic-TableGeimverufræðin er af mörgum talin vera bullfræði, sérstaklega af þeim sem telja sig vera autóritet í geimvísindafræðum.  Í Project Blue Book reyndi bandaríski flugherinn að slá á forvitni landsmanna en síðan 1947 og raunar fyrr hefur frásagnir sjónarvotta af furðuhlutum á himni ofan verið rengdar. En þær voru bara svo margar að ekki var hægt að hunsa þær. Þess vegna var blábókar verkefnið sett af stað og rannsökuðu rannsóknarmenn verkefnisins á kerfisbundinn og vísindalegan hátt atburði til 1969. Reynt var að lítið úr sýnum almennings og vísindalegar skýringar fundnar, sem voru sjálfar sumar hverjar ótrúalegar frásagnar.

Flugherinn hefur þó "komið úr skápnum" síðastliðin ár og birt myndbönd úr herþotum sem elta UFO á miklum hraða.

Frægust er frásögn Bob Lazar sem gerði geimverufræðin heimsfræg og trúanlegri en áður. Hér kemur brot úr Wikipedia grein um manninn, svo að hann sé settur í samhengi:

Robert Scott Lazar (fæddur 26. janúar, 1959) er bandarískur samsæriskenningasmiður sem segist hafa verið ráðinn seint á níunda áratugnum til að bakgreina geimvera tækni á því sem hann lýsti sem leynilegri stað sem heitir „S-4“ á svæði 51. Lazar heldur því fram að þessi leynistaður sé staðsettur nokkra kílómetra suður af aðstöðu bandaríska flughersins, almennt þekkt sem Area 51.

Lazar heldur því fram að hann hafi skoðað geimverufar sem keyrði á andefnisofni sem knúinn var af frumefni 115, sem á þeim tíma hafði ekki enn verið búið til. Hann segist einnig hafa lesið kynningarskjöl bandarískra stjórnvalda sem lýstu þátttöku geimvera í mannlegum málefnum undanfarin 10.000 ár. Fullyrðingar Lazar leiddu til þess að vekja aukna athygli almennings á svæði 51 og ýta undir samsæriskenningar um flokkaða starfsemi þess.

Lazar hefur engar sannanir til að styðja kjarnakröfu sína um framandi tækni. Saga hans hefur verið greind og hafnað af efahyggjumönnum og sumum geimverufræðimönnum. Háskólar sem hann segist hafa gráður frá sýna ekkert um hann og meintir fyrrverandi vinnustaðir hafa afneitað honum. Árið 1990 var hann dæmdur fyrir aðild sína að vændishring og aftur árið 2006 fyrir að selja ólögleg efni. Hann segir sjálfur að stjórnvöld hafi eytt skrám um sig.

En maðurinn hefur verið staðfastur í frásögn og ekki breytt henni allar götur síðan.  Eitt hefur reynst vera rétt hjá Bob Lazar en það er staðhæfingin um frumefnið 115 sem þá var fræðilega til en ekki vísindalega sannað.

Með atómnúmerin 113, 115, 117 og 118 tilkynnti the International Union of Pure and Applied Chemistry (IUPAC) að  fjórum frumefnum væri bætt við lotukerfið, en eitt þeirra, frumefnið 115 var þegar kynnt til sögunnar árið 1989 þegar Bob Lazar, frægur uppljóstrari svæðis 51, opinberaði almenningi að meint geimskip sem stjórnvöld höfðu í sinni vörslu væru knúin áfram af dularfullu „Element 115.“

Auðvitað á þeim tíma voru fullyrðingar Lazar merktar sem fáránlegar þar sem vísindasamfélagið hafði enga vitneskju um "frumefni 115".

Árið 2003 öðluðust staðhæfingar hans meiri trúverðugleika þegar hópi rússneskra vísindamanna tókst að búa til hinn fáránlega efni og nú, tólf árum eftir það afrek, var uppgötvun "Element 115" loksins staðfest eftir fjölmargar prófanir sem sannreyndu tilvist þess. Hins vegar er vísindaleg útgáfa af "Element 115" verulega frábrugðin því sem Lazar hefur lýst í gegnum árin, þar sem samkvæmt skýrslum rotnar eða brotnar frumefnið á innan við einni sekúndu og er ekki hægt að nota það í neitt.

Unununpentium, sem er tímabundið nafn frumefnis 115, er afar geislavirkt frumefni; Stöðugasta samsætan sem þekkt er, ununpentium-289, hefur aðeins 220 millisekúndur helmingunartíma. Árið 2014 var Lazar í viðtali við Geroge Knapp þar sem þeir ræddu „Element 115“ eða Ununpentium þar sem Lazar vísaði á bug fyrstu niðurstöðum í kringum frumefni 115 og sagði að hann væri fullviss um að frekari prófun myndi framleiða samsætu úr frumefninu sem myndi passa við upphaflega lýsingu hans.

Bob Lazar sagði: „Þeir bjuggu til örfá frumeindir. Við munum sjá hvaða aðrar samsætur þeir koma með. Ein þeirra, eða fleiri, verður stöðug eða stöðugar og þær munu hafa nákvæmlega þá eiginleika sem ég sagði,“ sagði Lazar við Knapp.

Bob Lazar, sem var gert að athlægi vegna tilkomumikilla fullyrðinga sinn, segir að hann hafi áður starfað á Svæði 51, þar sem verið er að þróa háleyndarverkefni.

Athyglisvert er að nokkrum sinnum var hann látinn fara í lygaprófstæki: Prófanirnar staðfesti fullyrðingar hans um leynilegar rannsóknaraðstöður og geimverutækni sem er til staðar í nokkrum af frægustu bækistöðvum Bandaríkjanna.

Að sögn Lazar voru hin svokölluðu „UFO“ ekki smíðuð af mönnum, rýmið inni í farinu var mjög lítið og aðeins börn gætu passað inn í það. Lazar heldur því fram að þessar „Fljúgandi diskar“ hafi verið smíðaðar og stýrðar af geimverum. Á dularfulla máta virðist sem UFO hafi verið gerðar úr einu stykki, þeir voru ekki með suðupunkt og voru gerðir úr efni sem er óþekkt á jörðinni.

Auk „frumefni 115“ kynntu vísindamenn frumefnin 113, 117 og 118. Athyglisvert er að öll þessi frumefni eru ofurþung, framleidd í rannsóknarstofu og mjög geislavirk.

„Efnafræðisamfélagið er fús til að sjá sitt ástkærasta töflu vera loksins kláruð niður í sjöundu röð,“ sagði prófessor Jan Reedijk, forseti ólífrænnar efnafræðideildar IUPAC. „IUPAC hefur nú hafið ferlið við að formgera nöfn og tákn fyrir þessi frumefni sem eru tímabundið nefnd sem ununtrium, (Uut eða frumefni 113), ununpentium (Uup, frumefni 115), ununseptium (Uus, frumefni 117) og ununoctium (Uuo, frumefni 118) ).“

 

Hvernig andþyngdarafl kraftur í geimskipi virkar


Utanríkistefnan: Sýna styrk en vera með yfirvegaða orðræðu

Tr-bigstick-cartoon

 Hugmyndafræðin að bera stóra staf eða spýtu, eða diplómatían að ganga með stóran staf (spýtu) eða stefnan um stóra stafinn vísar til utanríkisstefnu Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta á fyrri helmingi 20. aldar: Hún er nokkurn vegin svona:  "speak softly and carry a big stick; you will go far."(talaðu rólega og hafðu stóran staf við höndina og þú munt ná langt.)

Roosevelt lýsti stíl sínum í utanríkisstefnu sem „…beitingu skynsamlegrar fyrirhyggju og afgerandi aðgerða nægilega langt á undan hvers kyns líklegri kreppu“.

Eins og Roosevelt stundaði stefnuna, var diplómatíska ,,spýtan“ skipt í fimm þætti.

Fyrst var nauðsynlegt að búa yfir raunverulega hernaðargetu sem myndi neyða andstæðinginn til að fylgjast gaumgæfilega með og vara sig – láta hann halda sig á mottunni. Á þeim tíma þýddi það sjóher á heimsmælikvarða. Roosevelt hafði aldrei yfir stóran landher að ráða.

Hinir eiginleikarnir voru að hegða sér réttlátlega gagnvart öðrum þjóðum, aldrei að blekkja, að reiða aðeins til höggs aðeins þegar þeir væru reiðubúnir til að slá hart, og vilji til að leyfa andstæðingnum að bjarga andliti í ósigri.

Hugmyndin er að semja friðsamlega en einnig að hafa styrk ef eitthvað fer úrskeiðis. Samtímis hótunum við „stóra prikið“, eða beitingu herafls, tengist hugmyndinni um Realpolitik, sem felur í sér að sækjast eftir pólitísku valdi sem líkist Machiavelliskum hugsjónum. Það er sambærilegt við byssubátadiplómatík, eins og hún var notuð í alþjóðastjórnmálum af stórveldunum á fyrri helmingi 20. aldar.

Í hnotskurn er stefnan þessi: Reyndu friðsamlegar samningaviðræður um leið og viðkomandi er viðbúinn fyrir árekstra með því að sýna vald sitt, sérstaklega valdþætti. (Attempt peaceful negotiations while also being prepared for confrontation by displaying ones power, especially elements of force.)

Hefur þetta eitthvað breyst? Mér sýnist Kínverjar hafa beitt þessari stefnu vel síðan 1949 og tryggt stöðu þeirra á alþjóðavettvangi allar götur síðar. Xi virðist vera að fara af sporinu með þessa stefnu með herskárri stefnu sinni gagnvart Taívan og hernaðarumsvifum í Kínahafi og það eru mistök. Með tali sínu er hann að láta andstæðinga sína vita hver stefnan er og þeir eru viðbúnir eða eru að undirbúa sig undir stríð vegna þess. Það eru ekki bara Ástralir sem eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð, heldur Japanir, Filipseyingar o.s.frv. Stefna Kínverja að byggja upp herafla er nóg, andstæðingarnir fylgjast hvort sem er með og taka mið af því.

Eins með Rússa, mistök að tala hátt, nema að ætlunin er að ná fram diplómatískum árangri með háværu tali um mögulegt stríð og senda aðvörunarskilaboð til vesturs.

„Æsingatal“ Kínverja og Rússa er skiljanlegt þegar mesta hernaðarveldi veraldar er með heilabilaðan mann við stjórnvölinn, að reynt er að hræða hann (eða réttara sagt fólkið í kringum hann sem stjórnar í raun) til hlýðni.  

Skelfilegast í þessu öllu er að í ríkisstjórn Bidens er samansafn af vanhæfu fólki, sem var valið í störf sín út frá húðlit, kyni eða öðrum „woke“ ástæðum í stað þess að velja besta og hæfasta fólkið til starfa. Stefna sem virðist vera í gangi hér á Íslandi, að velja ekki alltaf hæfasta fólkið, heldur einhvern sem er af ,,réttu“ kyni. Það er efni í aðra grein, hvernig íslenska ríkið er að skipta sér af fyrirtækjarekstri einkaaðila með því að skipta sér af stjórnum fyrirtækja, en eins og áður sagði, efni í aðra grein.

 

 


Skuggahliðar Víetnamsstríðsins

Mac

Stríðsrekstur hefur alltaf sínar skuggahliðar og er Víetnamstríðið engin undantekning. Fram á daginn í dag eru nýjar skuggahliðar seinni heimsstyrjaraldar að koma fram en svo á einnig við um Víetnamstríð. Ég fékk áhuga á Víetnamstríðinu í gegnum bandarískan vin minn sem gegndi herþjónustu í Víetnam upp úr 1970 og fór hann svokallað túra sem voru tveir hjá honum en alltaf var talað um túra, sem er skyldan til gegna herþjónustu í Víetnam í að minnsta kost eitt ár í senn.

Stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam var umfangsmikill og hann stóð í um það bil 10 ár, allt eftir við hvað menn miða sem upphaf og endir. Stríðið ýtti undir umfangsmiklar breytingar í bandarísku samfélagi og í raun klofnaði það í tvennt og sjá má afleiðingar allt fram til dagsins í dag, sbr. Hippamenninguna og opnun samfélagsins.

Vegna þess hversu marga hermenn þurfti til að standa undir stríðsreksturinn, var komin á herskylda að hluta til, ungir menn voru kallaðir til herþjónustu og var hlutfall þeirra sem hvattir voru til þjónustu fleiri úr lægri stéttum samfélagsins en úr efri sem gátu skotið sig úr þessari herþjónustu með ýmsum hætti.  Bandaríski herinn beið sína mestu auðmýkingu fyrr og síðar með herrekstrinum og eftir stríðið var hann algjörlega endurskipulagður, hann minnkaður og atvinnumennska tekin upp í meira mæli og er svo ennþá daginn í dag.

Mórallinn meðal hermannanna úr lægri stéttum þjóðfélagsins var lélegur, enda menn tilneyddir til að gegna herþjónustu í framandi landi og stríði sem þeir skyldu ekkert í. Vinur minn greindi frá ýmsum skrýtnu sem hann upplifði í stríðinu og hversu lélegur var  mórallinn var en hann var betri í flughernum þar sem hann gegndi herþjónustu. Ætli mórallinn hafi ekki minnkað eftir 1968 en verið þokkalegur fyrir þann tíma. Hins vegar var leiðindi, lélegur mórall og agaleysi eldfim blanda ásamt tíðandanum. Sum vandamál Víetnamtímans voru ýkt,  en það er engin spurning að herinn sem kom frá Víetnam var að mestu siðblindur og skorti aga. „Sjöunda áratugurinn var virkilega erfiður,“ að mati margra fræðimanna.

Það skal taka fram að flestir menn sem börðust í Víetnam voru ekki kallaðir til herþjónustu. Þeir voru sjálfboðaliðar. En nærri 9 milljónir manna gegndu herþjónustu í landinu og því varð að bæta við mannskap við þann sem kom sjálfviljugur.

Meira en þrír fjórðu þeirra manna sem börðust í Víetnam buðu sig til þjónustu við herinn. Af þeim um það bil 8,7 milljónum hermanna sem þjónuðu í hernum á árunum 1965 til 1973 voru aðeins 1,8 milljónir skyldaðir til starfa. 2,7 milljónir þeirra í hernum börðust í Víetnam á þessum tíma. Aðeins 25% af þessum 2,7 milljónum voru skyldaðir og aðeins 30% af dauðsföllum í bardögum í stríðinu voru herskyldaðir menn. En þetta segir ekki alla söguna. Það voru nefnilega menn dregnir í herinn sem áttu ekkert erindi þangað.  Þetta er eitt af hneykslismálum Víetnamsstríðið en það er misnotkun á mönnum sem voru vanhæfir til að gegna herþjónustu. Hér kemur að þátt varnamálaráðherrann Robert McNamara sem meðal annars er kennt um að stríðið dróst á langinn. Og allra umdeildasta, af mörgu er að taka, er ákvörðun hans að ,,skrapa botninn“ með að taka inn í herinn menn sem hefðu að öðru kosti verið hafnað.

Verkefnið við að koma þessum mönnum inn í herinn kallaðist mörgum nöfnum, flest óvirðuleg og niðurlægjandi. Venjulega heitir það bara Verkefnið 100,000 (einnig nefnt McNamara´s 100,000), einnig þekkt sem heimskingjarnir hans McNamara, vitleysingarnir hans McNamara McNamara og vanhæfingar hans McNamara af þeim sem voru kaldhæðnir en það var umdeild áætlun frá 1960 á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins (DoD) til að ráða hermenn sem áður hefðu verið flokkaðir andlegum vanhæfir til herþjónustu eða af læknisfræðilegum ástæðum. Verkefni 100.000 var sett af stað af varnarmálaráðherranum Robert McNamara í október 1966 til að mæta auknum mannaflaþörf vegna þátttöku bandarískra stjórnvalda í Víetnamstríðinu.

Samkvæmt Hamilton Gregory, höfundi bókarinnar McNamara´s Folly: The Use of Low-IQ Troops in the Vietnam War, dóu þeir sem tóku þátt í verkefninu með hærri tíðni en aðrir Bandaríkjamenn sem þjónuðu í Víetnam og í kjölfar þjónustu þeirra höfðu lægri tekjur og hærri skilnaðartíðni en jafningjar þeirra sem gegndu enga herþjónustu. Verkefninu lauk í desember 1971 og hefur verið umdeilt allar götur síðar, sérstaklega í mannaflaskorti í stríðum sem síðan hafa verið háð.

Á ýmsum tímum í sögu sinni hefur bandaríski herinn ráðið fólk sem mældist undir sérstökum andlegum og læknisfræðilegum viðmiðum. Þeir sem skoruðu í ákveðnum lægri hundraðshlutum andlegra hæfnisprófa voru teknir inn í þjónustu í seinni heimsstyrjöldinni, þó að þessi reynsla leiddi að lokum til að ákveðið var að menn þyrftu að hafa lágmarks greindarvísitöluna 80 til að skrá sig.

Í október 1966 hafði mánaðarlegum símtölum til herskylduþjónustu fjölgað jafnt og þétt í 15 mánuði samfleytt og voru þau 49.300, það hæsta síðan snemma árs 1951, hámarks herhvatningar tímabils Kóreustríðsins, þegar 80.000 menn voru kallaðir til þjónustu á mánuði. Í röð ákvarðana lækkaði varnarmálaráðuneytið tilskilið greindarstig til að vera herhvattur niður í allt að 10 á hæfnisprófi hersins (fullkomin einkunn: 99) - 6% lækkun.

McNamara hélt að hann gæti breytt hermönnum undir meðalgreind í hermenn yfir meðallagi með því að nota tækni og læra með því að nota myndbandsspólur. Samkvæmt því sem  Hamilton Gregory, höfundur McNamara's Folly: The Use of Low-IQ Troops in the Vietnam War segir:

McNamara var unnandi tækniframfara....McNamara trúði því að hann gæti unnið stríðið í Víetnam með því að nota háþróaða tækni og tölvutæka greiningu....Og hann trúði því að hann gæti aukið greind manna með því að nota myndbandsspólur.

Verkefnið

Ráðnir  voru þessir menn undir yfirskyninu að bregðast væri við stríði Lyndon B. Johnson forseta gegn fátækt með því að veita ómenntuðum og fátækum þjálfun og tækifæri. Þeir voru flokkaðir sem „New Standards Men“ (eða, í niðrandi merkingu sem „Moron Corps“). Þeir höfðu skorað í flokki IV í hæfnisprófi hersins, sem setti þá á 10.-30. hundraðshlutabilinu á hæfnisskalanum. Fjöldi hermanna sem sagt er að ráðnir hafi verið í gegnum áætlunina er mismunandi, frá meira en 320.000 til 354.000, sem innihélt bæði sjálfboðaliða og nýliða (54% og 46%, í sömu röð.) Aðgangskröfur voru losaðar, en allir „Project 100.000“ menn voru sendir í gegnum venjulega þjálfunardagskrá með öðrum nýliðum og frammistöðustaðlar voru því þeir sömu fyrir alla. Bandaríski landherinn fékk 71% af þessum nýliðum, þar á eftir 10% sem fóru til landgönguliðsins, 10% til sjóhersins og 9% til flughersins.

Í verkefnið 100.000 hermenn voru meðal annars þeir sem ekki gátu talað ensku, sem höfðu litla andlega hæfileika, lítilsháttar líkamlega skerðingu og þeir sem voru í aðeins of- eða undirþyngd. Þeir innihéldu einnig sérstakan flokk sem samanstóð af samanburðarhópi „venjulegra“ hermanna. Hver af mismunandi flokkum var auðkenndur í opinberum starfsmannaskrám hermannanna með stórum rauðum staf sem var stimplað á fyrstu síðu innskráningarsamninga þeirra. Mannauðsskrifstofur þurftu að útbúa skýrslur um þær, sem sendar voru mánaðarlega til herdeildar. Í mánaðarskýrslunum var ekki gefið upp hver hermennirnir væru.

c0210efadba0bb13f2c8f34b8db1899b

Niðurlag     

Þó að verkefnið hafi verið kynnt sem svar við stríðinu gegn fátækt af hálfu Lyndon B. Johnson forseta, hefur það verið gagnrýnt. Varðandi afleiðingar áætlunarinnar, komst rannsókn frá 1989 sem styrkt var af DoD að þessari niðurstöðu:

Samanburður á milli þátttakenda verkefnis 100.000 og jafnaldra þeirra sem ekki eru herhvattir, sýndir að með tilliti til atvinnustöðu, menntunarárangurs og tekna, virtust þeir sem gegndu ekki herþjónustu betur settir. Uppgjafahermenn voru líklegri til að vera atvinnulausir og hafa verulega lægri menntun. Tekjumunur var á bilinu $5.000 [til] $7.000, í vil þeirra sem ekki eru herhvattir. Uppgjafarhermennirnir voru líklegri til að vera fráskildir.

Ritdómur frá 1995 um bókina „McNamara In Retrospect: The Tragedy and Lessons of Vietnam” í mánaðarritinu Washington Monthly gagnrýndi verkefnið harðlega og þar kemur fram að „áætlunin bauð upp á aðra leið til Víetnam, þar sem þessir menn börðust og dóu af óhóflegum fjölda ... mennirnir í „Moron Corps“ útveguðu nauðsynlega fallbyssufóður til að komast hjá þeim pólitíska hryllingi að hætta frestun nemendum eða kalla til varaliðið...“

Sótt af vefslóð Wikipedia þann 5. desember 2021:

https://en.m.wikipedia.org/wiki/Project_100,000?fbclid=IwAR1ZG14sbhXuQC90_EHUlxDstPtZur_-nm8PY_TkKVOR63ig1PxJqZfD_fw

 


Verkefnið blá bók – Project Blue Book

Hér kemur lausleg þýðing á grein af sjónvarpsrásinni History um verkefnið blá bók sem Dr. J. Allen Hynek stýrði.

Það er september 1947 og bandaríski flugherinn á í vandræðum. Mikið af fréttum um dularfulla hluti á himninum vekur athygli almennings og herinn er ráðþrota. Flugherinn þarf að átta sig á hvað er að gerast - og það hratt. Það hefur hafið rannsókn sem það kallar Project Sign.

Í byrjun árs 1948 áttaði liðið sig á því að það þarf einhverja utanaðkomandi sérfræðiþekkingu til að sigta í gegnum skýrslurnar sem það fær - sérstaklega stjörnufræðingur sem getur ákvarðað hvaða tilvik eru auðveldlega útskýrð með stjarnfræðilegum fyrirbærum, svo sem reikistjörnum, stjörnum eða loftsteinum.

Fyrir J. Allen Hynek, þá 37 ára forstöðumann McMillin Observatory í Ohio State University, væri það klassískt tilfelli að vera á réttum stað á réttum tíma — eða, eins og hann kann að hafa stundum harmað, á röngum stað hjá röngum aðila.

Ævintýrið byrjar

Hynek hafði starfað fyrir stjórnvöld í stríðinu, þróað nýja varnartækni eins og fyrsta útvarpsstýrða öryggisvara eða kveikiþráð, svo hann hafði þegar mikla öryggisheimild og var eðlilegur valkostur.

„Dag einn fékk ég heimsókn frá nokkrum mönnum frá tæknimiðstöðinni í Wright-Patterson flugherstöðinni, sem var aðeins 60 mílur í burtu í Dayton,“ skrifaði Hynek síðar. „Með áberandi vandræði tóku mennirnir á endanum  að koma upp efnið „fljúgandi diskar“ og spurðu mig hvort ég myndi kæra mig um að þjóna sem ráðgjafi flughersins í málinu... Starfið virtist ekki taka of mikið tíma, svo ég samþykkti.

Hynek gerði sér lítið grein fyrir að hann væri að fara að hefja ævilanga ferð sem myndi gera hann að einum frægasta og stundum umdeildasta vísindamanni 20. aldarinnar. Hann gat heldur ekki giskað á hversu mikið hans eigin hugsun um UFO myndi breytast á því tímabili þar sem hann hélt áfram að koma með strangar vísindarannsóknir á efnið.

„Ég hafði varla heyrt um UFO árið 1948 og eins og allir aðrir vísindamenn sem ég þekkti, gerði ég ráð fyrir að þetta fyrirbrigði væri bull,“ rifjaði hann upp.

Project Sign stóð yfir í eitt ár, þar sem teymið fór yfir 237 mál. Í lokaskýrslu Hyneks benti hann á að um 32 prósent atvika mætti rekja til stjarnfræðilegra fyrirbæra, en önnur 35 prósent hefðu aðrar skýringar eins og blöðrur, eldflaugar, blys eða fugla. Af hinum 33 prósentum, gáfu 13 prósent ekki nægjanlegar sönnunargögn til að gefa skýringu. Það skildi eftir 20 prósent sem gáfu rannsakendum sönnunargögn en samt var ekki hægt að útskýra það.

Flugherinn var illa við að nota hugtakið „óþekktur fljúgandi hlutur,“ svo hin dularfullu 20 prósent voru einfaldlega flokkuð sem „óþekkt“.

Í febrúar 1949,  tók Project Grudge við af Project Sign . Þó að Project Sign hafi gefið að minnsta kosti tilefni til vísindalegrar hlutlægni, virðist Project Grudge hafa verið afleit frá upphafi, rétt eins og reiðilegt nafn þess gefur til kynna. Hynek, sem gegndi engu hlutverki í Project Grudge, sagði að það „tók sem forsendu að UFO gætu einfaldlega ekki verið til. Það kemur kannski ekki á óvart að skýrsla hennar, sem gefin var út í árslok 1949, komst að þeirri niðurstöðu að af fyrirbærinu stafaði enga hættu fyrir Bandaríkin, enda stafað af fjölda vænisýki, vísvitandi gabbi, geðsjúkdómum eða hefðbundnum hlutum sem vitnin höfðu rangtúlkað sem annars heims. Það gaf einnig til kynna að efnið væri ekki þess virði að rannsaka frekar. Það gæti hafa verið endirinn á því.

Verkefnið Blá bók fæðist

En UFO-atvik héldu áfram, þar á meðal nokkrar furðulegar skýrslur frá eigin ratsjárstjórum flughersins. Fjölmiðlar á landsvísu fóru að taka fyrirbærið af meiri alvöru; Tímaritið LIFE skrifaði forsíðufrétt árið 1952 og meira að segja hinn virti sjónvarpsfréttamaður Edward R. Murrow helgaði efninu dagskrá, þar á meðal viðtal við Kenneth Arnold, flugmann sem 1947 sá dularfulla hluti yfir Mount Rainier í Washington-fylki gerði hugtakið vinsælt. "fljúgandi diskur." Flugherinn hafði lítið val en að endurvekja Project Grudge, sem breyttist fljótlega í hina góðkynhneigðara heiti Project Blue Book.

Hynek gekk til liðs við Project Blue Book árið 1952 og hélt þaðí áfram þar til það var látið falla niður árið 1969. Fyrir hann var þetta aukaverk þar sem hann hélt áfram að kenna og stunda aðrar rannsóknir sem ekki voru UFO-rannsóknir í Ohio fylki. Árið 1960 flutti hann til Northwestern háskólans í Evanston, Illinois, sem formaður stjörnufræðideildar hans.

Eins og áður var hlutverk Hyneks að fara yfir skýrslur um UFO-sýnir og ákvarða hvort það væri rökrétt stjarnfræðileg skýring á sýnunum. Venjulega fól það í sér mikla pappírsvinnu; en af og til, sérstaklega vegna furðulegu mála, fékk hann tækifæri til að komast út á völlinn.

Þar uppgötvaði hann eitthvað sem hann hefði kannski aldrei lært af því einfaldlega að lesa skrárnar: hversu eðlilegt fólkið sem sagðist sjá UFO hafði tilhneigingu til að vera. „Vitnin sem ég tók viðtal við gætu hafa verið að ljúga, geta verið geðveik eða getað verið ofskynjanir í sameiningu – en ég held ekki,“ rifjar hann upp í bók sinni, The Hynek UFO Report, frá 1977.

„Staða þeirra í samfélaginu, skortur þeirra á hvötum til að fremja gabb, þeirra eigin undrun yfir atburðarásinni sem þeir telja sig hafa orðið vitni að og oft mikla tregðu þeirra til að tala um upplifunina – allt ljáir UFO-upplifun þeirra huglægan veruleika .”

Það sem eftir var ævinnar harmaði Hynek aðhlátursefni sem fólk varð fyrir sem tilkynnti um UFO-sýnir þurfti oft að þola - sem aftur olli því að ómældur fjöldi annarra mála kom aldrei fram. Það var ekki bara ósanngjarnt gagnvart einstaklingunum sem tóku þátt, heldur þýddi það tap á gögnum sem gætu verið gagnleg fyrir vísindamenn.

„Miðað við hið umdeilda eðli viðfangsefnisins er skiljanlegt að bæði vísindamenn og vitni séu treg til að koma fram,“ segir Jacques Vallee, meðhöfundur með Dr. Hynek hjá The Edge of Reality: A Progress Report on Unidentified Flying Objects. „Vegna þess að líf þeirra mun breytast. Það eru tilvik þar sem brotist er inn í húsið þeirra. Fólk kastar grjóti í krakkana sína. Það eru fjölskyldukreppur – skilnaður og svo framvegis... Þú verður manneskjan sem hefur séð eitthvað sem annað fólk hefur ekki séð. Og það er mikill tortryggni tengdur því.“

Heimild: https://www.history.com/news/j-allen-hynek-ufos-project-blue-book

 

DR. J. ALLEN HYNEK HELDUR Á MYND AF UFO sem tilkynnt var um árið 1966. myndeign: BETTMANN/GETTY IMAGES

GettyImages


Sagnfræðiprófessor skiptir sér af ritdeilum

Visir

Mynd af vef visir.is

Deilan um ritstuld eða væri nær að segja hugmyndastuld, hefur undið upp á sig og meintur þolandi þarf sjálfur að sitja undir ásökunum um ritstuld. Hann á móti skákaði þann mótaðila og sakaði hann sjálfan um ritstuld.

Nú hefur háæruverðugur sagnfræðiprófessor, stimplaður bak og fyrir með A einkunn og velþóknun elítunar í sagnfræðisrana Háskóla Íslands, skipt sér af ritdeilunni og skipar sér greinilega í lið með Ásgeir Jónsson.

Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum var  sagt fornum.  Kannski að hinn hái herra úr fílabeinsheimi sagfræðinga ætti að líta sér nær?  Kannski að skrifa bækur sem almenningur getur lesið, ekki bara kollegar?

Svo er það spurning, af hverju menn skipa sér í lið með einhverjum? Persónutengsl, hagsmunatengsl eða eins það ætti að vera: Hrein og bein fræðimennska í formi ritrýni?

Þá komum við að því að sem ritrýni hefur Sverrir Jakobsson ekki alls kostar verið hlutlaus.  Stundum verður að líta á hugmyndafræðilegan bakgrunn rithöfunds eða ritrýnis, til að átta sig á skrifum þeirra. Þetta kallast í heimi glæpasögunnar að leita mótífs.

Sverrir Jakobsson  er póst-módernískur sagnfræðingur, sósíalisti og NATÓ- andstæðingur og þessi hugmyndabakgrunnur birtist skýrt í skrifum hans.

Í grein á Fréttablaðinu í desembermánuði 2010 skrifaði hann greinina „Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið“ og snýst greinin um lélegar heimildir úr bandaríska sendiráðinu "notar síðan þær sömu heimildir ef þær geðjast honum sem rök í pólítík og fjallar loks um hræðilega atburði sem höfðu ævarandi sár áhrif á fjölskyldur bæði hér á landi og í fjarlægri heimsálfu án þess að virða nýrri atburði því tengda viðlits.“,  segir Kristrún Heimsdóttir lögfræðingur í aðsendri grein í sama blaði sem ber heitið „Sverrir Jakobsson datt í heimildarleysi á rassinn“.

Ég ætla ekki að rekja þetta mál frekar en vitna hér í Kristrúnu sem orðar þetta betur en ég myndi gera: ,,Grein Sverris Jakobssonar bar það með sér að hann hefði aldrei lesið þær þó það sé auðsótt mál og sennilega var hann búinn að gleyma þeim báðum. Áburður hans um yfirhylmingar er þannig innistæðulaus með öllu. Þarna datt Sverrir sagnfræðingur í heimildaleysi á rass sinn."

Og áfram er haldið: "Sverrir er kunnur hernaðarandstæðingur. Flokkur hans hefur verið í ríkisstjórn í bráðum tvö ár. Á þeim tíma hefur natóvæðing íslensku lögreglunnar hafist gegn eindregnum mótmælum Landssambands lögreglumanna, ríkislögreglustjóra verið afhent þjóðaröryggismál svonefnd með einu handtaki og lofthelgisgæsla með ratsjám fyrirsjáanlega einkavædd. Sverrir er kunnur áhugamaður um alþjóðamál en flokkur hans hefur enga utanríkisstefnu. Af hverju gerir hann engar kröfur til eigin valdaflokks?“

Eitthvað virðist pólitíkin vera að flækjast fyrir fræðimanninum. En er þetta eins dæmi? Nei, svo er ekki. Sverrir tók að sér að gagrnýna stórvirkið Maó – sagan sem aldrei var sögð og fór stórum. Þar virðist hann reyna að taka niður höfunda verksins, sem voru og eru miklir gagnrýnendur kommúnistastefnu Maós, með ómarktækum hætti.  Svo neikvæð var gagnrýni hans að þýðandinn sá sér engan annan kost að koma höfunda verksins til varnar, þeim Jung Chang og Jon Halliday í grein í Lesbók Morgunblaðsins 24. nóvember 2007 sem ber titilinn “Maó – sagan sem sumir vilja ekki að þú lesir“.

Sverrir Jakobsson fór víða með staðlausa stafi í gagnrýni sinni á ævisögu Maós eftir Jung Chang og Jon Halliday í Lesbók fyrir skömmu, að mati greinarhöfundar. „Svo augljósar hefðu rangfærslurnar átt að vera hverjum sanngjörnum manni að nærtækt virðist að álykta að Sverrir hafi ekki fyrst og fremst verið knúinn áfram af einlægum, fræðilegum áhuga.“ Segir þýðandinn Ólafur Teitur. Guðnason.  Kannski að Maó sé átrúnaðargoð Sverris sem verði að verja með öllum tiltækum ráðum?

Ólafur  lýkur gagnrýni sinni á gagnrýnandann á eftirfarandi orðum: Mér dettur heldur ekki í hug að fullyrða að ekkert sé hæft í gagnrýni Sverris, enda er ég enginn sérfræðingur um sögu Kína. Af framangreindu er hins vegar ljóst að hann hittir sjálfan sig fyrir þegar hann segir að markmið höfundanna virðist „iðulega vera að ófrægja [viðfangsefni sitt] með öllum tiltækum ráðum; hvort sem einhver fótur er fyrir því eða ekki“. Enga sérfræðiþekkingu þarf til að koma auga á þetta heldur blasa rangfærslurnar í greininni við hverjum þeim sem les bókina – en svo virðist sem megintilgangurinn hafi einmitt verið að koma í veg fyrir að menn geri það.“

Hvers vegna Sverrir kemur Ásgeiri til varnar (með fororðunum að þetta sé nú ekki alvöru fræðibækur sem þeir Bergsveinn og Ásgeir eru að skrifa – sem Bergsveinn mótmælir þó harðlega) en Ásgeir hafi meira rétt fyrir sér. Þess má geta að Ásgeir Jónsson er með óbein tengsl við Vinstri græna en systir Sverris er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem skipaði hann í embætti Seðlabankastjóra Íslands. Faðir Ásgeirs Jónssonar er Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna til 14 ára sem gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árin 2009 til 2011.

Í greininni „Bergsveinn svarar Ásgeiri og líka Sverri“ þann 11. Desember 2021 í Miðunni“, svarar Bergsveinn fyrir sig og segir: „Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru.“

Bergsveinn heldur áfram að svara og segir í lok greinarinnar:  „Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið.

Þá fer Sverrir Jakobsson með rangt mál. Augljóslega er um ritrýndan texta að ræða, bókin kom út hjá einu virtasta fræðibókaforlagi í Noregi. Ritrýni þessarar bókar var meiri en í vanalegum tímarita-skilningi þar sem að jafnaði er leitað álits hjá tveimur sérfræðingum. Tíu sérfræðingar innan sagnfræði, fornleifafræði, keltneskra og norrænna fræða lásu yfir umrædda bók í hluta eða heild sinni, þar að auki var leitað til á annan tug sérfræðinga um afmörkuð efni sem tæpt er á í bókinni.“ 

Ég held að enginn skilji við skoðanir sínar þegar farið er fram á ritvellinum og er ég ekki undanskilinn. Sagnfræðingar þykjast geta skrifað hlutlaust en einhvern veginn skín alltaf hugur þeirra í gegn, með efnistökum - með vali eða sleppa efni, vali á heimildum, persónulegum skoðunum og hugmyndafræðilegan bakgrunnur sem virðist svipta alla fræðimenn sjálfstæða skoðun eða vilja. Tíðarandinn skiptir hér mikiu máli, íslenskir sagnfræðingar í dag eru upp til hópa vinstri sinnaðir og hugmyndafræði ný-marxismann aldrei langt undan. Póstmódernískur fræðimaður er annað heiti á sósíalista sem notar sósíalismann í skrifum sínum.

Fræðimaður sem skrrifar út frá hugmyndafræði er og verður alltaf bundinn af þeim mörkum sem hugmyndafræðin setur honum. Hann nær aldrei að hugsa út fyrir boxið.  Kannski er kominn tími á að íslenskir sagnfræðingar hætti að daðra við póst-módernískar hugmyndir og hliðarsjálf þeirra; ný-marxisma (neo-marxism) og söguhyggjuna (historicism)?

 

 

 

 

 


Deilur um upphaf landnáms Íslands – byggðist landið fyrst sem veiðistöð sem breyttist svo í landbúnaðarsamfélag?

Frá fornleifauppgreftri í Stöðvarfirði

Mynd: Frá fornleifa- uppgreftrinum í Stöðvarfirði. STÖÐ 2 / FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON.

Nú eru komnar upp deilur um hvernig landnám Íslands þróaðist og virðast tveir fræðimenn berjast á banaspjótum um þetta mál.  Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður sem skrifaði um svarta víkinginn í bókinni Leitin að svarta víkinginum ásakar dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld í nýútkominni bók sem heitir Eyjan hans Ingólfs.

Báðir fræðimennirnir eru á hættulegum slóðum, því að þeir fjalla um tímabil í Íslandssögunni þar sem engar ritheimildir er við að styðjast. Þær koma löngu síðar, tveimur öldum síðar, en gætu samt sem áður borið einhvern sannleiksvott. Munnmælahefðin var nefnilega mjög sterk í landi þar sem engar ritmenning ríkir. Sjá mátti þetta af störfum lögsögumanns, sem varð að leggja á minnið lög landsins. En þetta er útúrdúr.

Hér held ég að endanlegur úrskurður, ef hann fæst nokkurn tíma á annað borð, liggi á sviði fornleifarfræðinnar.  Svo má nota samanburðarfræði. Hvernig landnám Grænlands þróaðist í samanburði við Ísland.  Það má nefnilega sjá líkindi ef grannt er skoðað ef mið er tekið af: a) Menningu landnámsmanna beggja landa (norrænir menn og norræn menning), b) hvernig landnám landana þróaðist út frá hvað ritheimildir greina en síðan en ekki síst fornleifarannsóknum.

 Á móti kemur, að landfræðilegir staðhættir mörkuðu djúp skil á milli þessara tveggja samfélag hvað varðar aðföng en á Grænlandi var gnógt veiðidýra alla tímabil byggðar norræna manna en á Íslandi var veiðifjölbreytilegi ekki eins mikill og hefur farið minnkandi eftir því sem á leið.

Sjá má út frá fæðu fólks, hvers konar samfélag það byggði. Ef ísótóparannsóknir sýna mikið af veiðidýrafæðu, má álykta að um veiðimannasamfélag er að ræða en ef t.d. finna má mikið af kornfæðu og búpeningsfæðu, þá er um landbúnaðarsamfélag að ræða.

Búsetuskilyrði á Grænlandi

Þau voru nokkuð góð til að byrja með, hlýindaskeið í gangi og veðurfar kólnaði ekki fyrir nokkrum öldum síðar.

Lengri vaxtartími gerði það að verkum að hægt var að smala nautgripum, sauðfé og geitum á engjum meðfram skjólgóðum fjörðum á suðvesturströnd Grænlands og tvær aðskildir byggðakjarnar þróuðust sem í tveimur byggðum sem hentuðu vel til landbúnaðar. Í stuttu máli sagt fluttu norrænu mennirnir - Íslendingar - einfaldlega miðaldalífsstíl sinn frá Evrópu í óbyggt nýtt land. Byggð norræna manna (niðja íslenskra manna) lifði af kuldaríki Grænlands hátt í fimm aldir.

Fyrstu norrænu landnámsmennirnir fluttu frá Íslandi landbúnaðarmenningu sína og búfé eins og nautgripi, sauðfé, geitur og svín, sem og hesta líka sem þeir borðuðu í heiðni. Þó þeir litu á sig sem bændur voru þeir ekki ókunnugir veiðiskap frá heimahögum. Þeir fóru fljótt að veiða seli, enda selkjöt nauðsynleg viðbót við fæðu þeirra.

Norræna fæðið samanstóð af fjölbreyttu kjöti. Og sem betur fer fyrir þá var kjöt mikið í þeirra heimkynjum. Þeir borðuðu venjulega kjöt af kúm, hreindýrum, björnum, svínum og nautum. Norrænu byggðirnar í norðri eins og Grænland átu sel og jafnvel ísbirni! Og örugglega allt sem þeir komust í tæri við fugla, fiska og hvali.

Það eru tiltölulega fá fiskbein í grænlenskum fornleifum,en ég trúi ekki að þeir hafi ekki borðað fisk sem bauðst, því að svangt fólk borðar hvað sem að kjafti kemur. Nóg er af fiski í grænlenskum ám og í sjó.

Á því tímabili sem þeir voru á Grænlandi borðuðu norrænir menn smám saman meira af selum. Á 14. öld voru selir á milli 50 og 80 prósent af fæðu þeirra.“ ... Ef eitthvað er þá gætu þeir hafa leiðst við að borða seli úti á hjara veraldar.

Kíkjum á þessa grein og þýðum kafla úr henni:

Greenland's Viking settlers feasted on seals, then left: The Norse society did not die out due to an inability to adapt to the Greenlandic diet. An isotopic analysis of the Viking settlers’ bones shows that they ate plenty of seals.

https://sciencenordic.com/archaeology-denmark-food/greenlands-viking-settlers-feasted-on-seals-then-left/1379411

Norrænar beinagrindur sýna að þeir borðuðu selafæðu. Danskir og kanadísku vísindamenn hafa rannsaka 80 grænlenskar beinagrindur sem geymdar eru á rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við Kaupmannahafnarháskóla til að ákvarða matarvenjur þeirra.

Með því að rannsaka hlutfall samsætanna kolefni-13 og kolefnis-15, komust rannsakendur að því að stór hluti af grænlensku / norrænu mataræðinu kom úr sjó, sérstaklega frá selum.

Heinemeier mældi magn kolefnissamsætna í beinagrindunum, Erle Nelson frá Simon Fraser háskólanum í Vancouver í Kanada greindi samsæturnar en Niels Lynnerup við Kaupmannahafnarháskóla skoðaði beinagrindurnar.

„Ekkert bendir til þess að norrænir hafi horfið vegna náttúruhamfara. Ef eitthvað er þá gætu þeir hafa orðið leiður á því að borða seli úti á hjara veraldar,“ segir Lynnerup.

Beinagrindurnar sýna merki þess að þeir hafi farið hægt og rólega frá Grænlandi. Konum fækkaði og þar með forsenda byggðar í landinu. Sem dæmi má nefna að ungar konur eru færri í gröfunum á tímabilinu undir lok norrænu landnámsins. Þetta bendir til þess að einkum unga fólkið hafi verið að yfirgefa Grænland og þegar frjósömum konum fækki getur kynstofninn ekki framfleytt sér.

Veiðimenn og bændur

Niðurstöðurnar ögra ríkjandi viðhorfi um norræna menn sem bændur sem hefðu þrjóskast við að  halda sig við landbúnað þar til þeir töpuðu baráttunni við umhverfi Grænlands. Þessar nýju niðurstöður hrista upp í hefðbundinni sýn á norræna  menn sem bændur og hafa gefið fornleifafræðingum tilefni til að endurskoða þessar kenningar.

„Norrænir menn litu á sig sem bændur sem ræktuðu landið og héldu dýr. En fornleifagögnin sýna að þeir héldu færri og færri dýr, eins og geitur og kindur,“ segir Jette Arneborg, fornleifafræðingur og safnvörður við Þjóðminjasafn Danmerkur.

„Þannig að sjálfsmynd bænda var í raun meira andleg sjálfsmynd, haldin af yfirstétt sem hélt völdum með landbúnaði og eignarhaldi á landi, heldur en raunveruleiki fyrir venjulegt fólk sem var varla matvanda,“ bætir hún við.

Fyrstu norrænu landnámsmennirnir fluttu frá Íslandi landbúnað og búfé eins og nautgripi, sauðfé, geitur og svín. Þó þeir litu á sig sem bændur voru þeir ekki ókunnugir veiðiskap.

Þeir fóru fljótt að veiða seli, enda selkjöt nauðsynleg viðbót við fæðu þeirra. Undir lok dvalarinnar urðu þeir jafnvanir að veiða seli og Inúítar, sem höfðu ferðast til Grænlands frá Kanada um árið 1200 og búið á eyjunni við hlið norrænna manna.

Selir urðu mikilvægari fyrir afkomu norrænna manna þar sem loftslag tók að breytast með tímanum og það varð sífellt erfiðara að halda sér uppi með búskap.

„Norrænir gátu aðlagast, en hversu mikið þeir gátu aðlagast án þess að gefa upp sjálfsmynd sína var takmarkað,“ segir Arneborg. „Jafnvel þótt mataræði þeirra hafi orðið nær því sem Inúítar, þá var munurinn á þessum tveimur hópum of mikill fyrir norræna til að verða inúítar."

Af þessu má álykta að norrænu menn á Grænlandi hafi fyrst og fremst verið bændur í upphafi byggðar en breyttust með tímanum í e.k. samblöndu af bændum og veiðimönnum. Selveiði hafi verið hlunnindaveiði allt frá upphafi en orðið undirstaða fæðis landsmanna undir lok byggðar.

Má álykta að svipað hafi verið farið á Íslandi? Að menn hafi strax byrjað landbúnað við landnám og veitt með? Munurinn á Grænlandi og Íslandi að það síðarnefnda breyttist aldrei í veiðimannasamfélag (þótt fiskveiðar hafi orðið umfangsmeiri með tímanum) og hefur það aldrei verið svo.

Hins vegar hefur komið upp sú kenning að í byrjun eða miðbik 9. aldar hafi fyrstu mennirnir sem komu hingað til lands hafi verið veiðimenn og Ísland verið útver frá Noregi. Samanber fornleifa uppgrefti í Stöðvarfirði.

En slíkt var ekki undirstaða neins samfélags og fornleifar einmitt staðfesta það samkvæmt því sem Bjarna F. Einarsson fornleifafræðingur segir en í grein á visir.is segir eftirfarandi um fornleifa uppgröftinn í firðinum: "Fornleifafræðingur segir sterkar vísbendingar um að landnámsmaður hafi verið búinn að reisa bæ í Stöðvarfirði fyrir árið 871, áður en Ingólfur Arnarson á að hafa sest að í Reykjavík. Þar hafi því verið komin heilsársbúseta fyrir hið viðurkennda landnámsártal, en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing í fréttum Stöðvar 2.“

En eftir sem áður, þetta haggar því ekki heildarlandnámið hófst ekki fyrr en á síðari hluta 9. aldar. Ef það finnast fornleifar annars staðar á landinu frá upphafi 9. aldar, þá breytist dæmið og þetta styður þá kenningu að landbúnaðurinn hafi verið aðalatriðið frá upphafi byggðar. Bergsveinn þarf því að útskýra tilgátuna um stórfellda veiðiútgerð betur og koma með sannanir. Kerfisbundnar og skipulagðar (fisk)veiðar Íslendinga í fyrirtækisformi hófust ekki fyrr en á 18. öld og hvalveiðar á þeirri 19du.

https://www.visir.is/g/2018707364d

Til umhugsunar

Að lokum, þá er það til skammar hversu litlu fé Íslendingar "eyða" í fornleifarannsóknir. Þær geta fyllt inn í, þar sem miðaldarhandritin sleppa. Rannsóknir á Grænlandi sýna hversu burðug fornleifafræðin getur verið ef henni er beitt skipulega og af miklu mæli.  Svo litlu fé er "eytt" í fornleifarannsóknir að íslenskar fornminjar bókstaflega falla í sjó við strendur landsins.

Það nýjasta nýtt af deilum Bergsveins og Ásgeirs er að segja, er að Ásgeir segist ekki vera að  skrifa fræðirit í skilningi þess á Facebook síðu sinni, heldur sé rit hans fræðigrúsk, gert af einlægum áhuga á sögu Íslands.

En skemmtiegt er að einhver umræða sé um ritlausu sögu Íslandsbyggðar. Mér finnst Íslendingar í seinni tíð vera orðnir skeytingarlausir um eigin sögu sem er ef betur er gáð, ótrúleg á köflum og spennandi.

Upphaf búsetu á Ísland er margt einstök og er einstakt rannsóknarefni hvernig maðurinn finnur algjörlega ósnortið land og umbreytir því.

Um fræðimenn almennt á Íslandi er það segja að þeir mættu koma úr fílabeinsturni sínum einstaka sinnum og skrifa skemmtilega texta eins og þeir Bergsveinn og Ásgeir, fyrir almenning, ekki fagfélaganna. Allur texti í þeirra augum verður að vera stimplaður bak og fyrir og vottaður af háæruverðugum doktorum í faginu til að verða tekinn gildur. Textinn á helst að vera eins torskilin og hægt er og þurr eins og eyðimörkin.

Úr því að ég er að agnúast í fræðiheiminn, þá fer í taugarnar á mér þegar talað er um landnám Grænlands og landtökutilraunir í Norður-Ameríku, að talað sé um Norse, norræna menn í stað þess að segja bara Íslendingar og niðjar þeirra í Grænlandi. Eins þegar talað er um "norse literature" þegar bara er um að ræða íslensk miðaldar(hand)rit. Saga Norðurlanda væri algjört svartnætti ef íslenska elítan á Íslandi á hámiðöldum hefði ekki haft neitt annað að gera en að skrifa bækur.

Athyglisvert er/væri að kanna hvernig löglaust samfélag virkaði á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar. Gilti hnefarétturinn og drápu menn eftir behag eða var vald ættarinnar það mikið að það verndaði hinu veiku gegn ofríki í löglausu samfélagi? Hér mættu þeir Ásgeir og Bergsveinn leggja til málanna.

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband