Að halda andliti í Miðausturlöndum

Eins og þeir vita sem fylgjast með þessu bloggi, var minnst á að Ísraelar hefðu potað í björninn með því að gera árás á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi. Sem er alvarlegt brot samkvæmt alþjóðalögum. Diplómatar, eignir og bifreiðar þeirra eru friðhelg og hefur svo verið í aldir. 

Spurt var, eru Ísraelar að egna Írani í stríð? Eða héldu þeir að viðbrögð Íranana yrðu engin, þeir myndu bara halda áfram að nota staðgengla sína Hezbollah og fleiri? Flestir sjá að Ísraelar gengu of langt með þessari árás á ræðismannaskrifstofu en þeir eiga ekki vísan stuðning í stjórn Bidens. Þetta var mikil áhætta sem þeir tóku nema þeir vildu láta sverfa til stáls.

Þegar fylgst var með atburðarásinni í gær varð strax ljóst að þetta væri ekki stigmögnun, um leið og Íranir sögðu að þetta væri takmörkuð aðgerð og væri búið mál ef Ísraelar svara ekki. Fyrir stjórn Írans snýst þetta um að halda andliti en um leið að sína áhangendum sínum að þeir geti nú ráðist á ríki Síonistanna eins og þeir kalla Ísrael.

Nú er að sjá næstu viðbrögð Ísraela, sem verða ekki endilega strax, þótt þeir hafi rokið strax í Hezbollah sem er næsti bær við. Málið er að Íran er landlugt land og á ekki landamæri við Ísrael. Þeir geta því ekki gert innrás og ef þeir færu af stað, væri það gegnum Sýrland (sem Bandaríkjamenn ráða þriðjung af) eða Írak. Nægur tími fyrir Ísraela til að bregðast við. Það gildir líka í hina áttina, Ísraelar geta ekki gert innrás né hafa burði til þess. Eina sem báðar þjóðir geta gert, er að gera loftárásir. Þar sem Ísraelar hafa ekki burði í að gera alls herjar loftárásir á Íran né vilja það, má búast við að þeir haldi áfram að atast í Hezbollah og Hamas. Hugsanlega hafa þeir fengið tylliástæðu til að gera loftárásir á hernaðarskotmörk í Íran (kjarnorkuvopnin valda áhyggjum).

Eitt sem vakti athygli er að Jórdanía tók þátt í vörnum Ísraels. Flestir drónarnir og eldflaugarnar voru skotin þar í landi og yfir Sýrlandi.

Að lokum, snýst þetta um halda andliti og virðist ekki vera við fyrstu sýn stigmögnun átaka. Sem betur fer. Skiptir engu máli hvort að drónarnir eða eldflaugarnar hafi valdi tjóni eða ekki, skilaboð voru send til Ísraels. Athygli vakti að Íranir höfðu samband við Bandaríkin til að réttlæta aðgerðir sínar og þeir kappkostuðu við að réttlæta sig við Sameinuðu þjóðirnar.

"Réttu" aðilar brugðust við og komu Ísraelum til varnar, þ.e.a.s. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn. Það eru mikilvæg skilaboð til Írans.


Bloggfærslur 14. apríl 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband