Frelsin tólf í lýðræðisríkjum

Fyrst vill ég minna á að frelsi einstaklingsins er eldri en tilvera ríkisins.  Það síðarnefnda í sjálfu sér, fyrst með tilkomu borgríkjanna, er ekki eldra fyrirbrigði en e.t.v. 7 þúsund til 10 þúsund ára gamalt. Áður reikaði maðurinn frjáls um jörðina.

Ástæðan fyrir því að fólk hefur samþykkt að afhenda samþjöppuð völd yfir tilveru þess og frelsi í hendur ákveðins hóps getur verið margvísleg. Ég ætla að nefna þrjár helstu.

Í fyrsta lagi getur hér verið um að ræða félagslegur samningur sem tengist stjórnarhætti. Mörg samfélög starfa samkvæmt kenningu um félagslega samninga, þar sem einstaklingar samþykkja að hlíta ákveðnum reglum og reglugerðum í skiptum fyrir vernd, reglu og ávinning af því að búa innan stjórnaðs samfélags. Þetta krefst ákveðins ríkiseftirlits til að viðhalda lögum og reglu.

Í öðru lagi og ef til vill er þetta meginástæðan fyrir að fólk handsalar rétt sinn til ríkisvaldsins, en það er öryggi og stöðugleiki. Fólk leitar oft til ríkisins til að fá öryggi og stöðugleika, sérstaklega á sviðum eins og landvarnir, almannaöryggi og hamfaraviðbrögð. Á tímum óvissu eða kreppu gætu einstaklingar verið viljugri til að sætta sig við ríkisvald í skiptum fyrir vernd.

Í þriðja lagi, hefur maðrinn búið í (borgara)samfélagi síðastliðin 10 þúsund ár. Það verða að vera einhverjar reglur á samskiptum á milli fólks, annars eru stöðug átök og því sættir það sig við sameiginlega ákvarðanatöku. Lýðræðisríki taka borgarana með í ákvarðanatöku með kosningum og fulltrúum. Fólk gæti samþykkt ríkisvald að einhverju leyti sem hluta af sameiginlegu ákvarðanatökuferli, jafnvel þótt það sé ekki sammála öllum stefnum sem farnar eru.

En þessi eftirgjöf á frelsi einstaklingsins er ekki án ákveðna varnagla. Fólk vill fá eitthvað öruggi á móti valdníðslu og yfirgang ríkisins eða elítuna sem er í forsvari. Það hefur krafist réttinda og þar er frelsið mikilvægast.

En frelsið er margvíst. Hér er oftast talað um málfrelsið en málið er flóknara en það. Til dæmis er ferðafrelsið afar mikilvæg og við lítum á sem sjálfsagðan hlut í dag. En á Íslandi fyrri tíma var það ekki sjálfsagt. T.d. þurftu íslenskir höfðingjar að fá leyfi til að snúa heim til Íslands frá Noregskonungi og lengi vel í Evrópu var erfitt að ferðast um álfuna vegna alls konar tálmana. Fólk fór yfirleitt ekki nema á milli þorpa.

Fórum aðeins dýpra í frelsi einstaklingsins í nútímaríki lýðræðisins.

Í lýðræðisríkjum njóta einstaklingar margvíslegs frelsis og réttinda sem eru venjulega vernduð af stjórnarskrám og studd af stjórnvöldum. Þetta frelsi er ómissandi þáttur í lýðræðislegri stjórnsýslu og tryggir að borgararnir hafi eitthvað að segja um hvernig land þeirra er stjórnað. Þó að sérstakt frelsi geti verið mismunandi frá einu landi til annars, eru sum algeng frelsi í lýðræðisríkjum sameiginleg:

Málfrelsi: Borgarar eiga rétt á að tjá skoðanir sínar, hugsanir og hugmyndir án ótta við ritskoðun eða refsingu. Þetta frelsi leyfir opnar umræður, rökræður og frjálst flæði upplýsinga. Að þessum réttindum er hart sótt að af fjölmiðlum (já, það er rétt, fjölmiðlar beita ritskoðun og oftast er ritstjórinn eða ritstjórnin þar fremst í flokki), samfélagsmiðlum og stjórnmála elítunni.

Fjölmiðlafrelsi: Frjáls pressa skiptir sköpum til að draga stjórnvöld til ábyrgðar og upplýsa almenning. Blaðamenn eiga rétt á að greina frá atburðum, rannsaka mál og láta skoðanir sínar í ljós án afskipta stjórnvalda. Þetta er stöðug barátta og verður um ókomna framtíð.

Fundarfrelsi: Borgarar geta safnast saman á friðsamlegan hátt til að mótmæla, sýna eða skipuleggja viðburði. Þetta frelsi gerir fólki kleift að tjá áhyggjur sínar og tala fyrir breytingum. Besta og nýlegasta dæmið um hversu vandmeðfarið þetta er, eru svonefndar 6. janúar óeiðirnar í Washington DC, Bandaríkjunum. Hvenær breytist mótmælafundur í óeirðir?

Trúfrelsi: Fólk á rétt á að iðka trúarbrögð sem það hefur valið sér, eða ekki iðka neina trú, án þess að verða fyrir mismunun eða ofsóknum.

Félagsfrelsi: Borgarar geta stofnað hópa, samtök og félög sem byggja á sameiginlegum hagsmunum, skoðunum eða markmiðum. Þetta felur í sér þátttöku innan stjórnmálaflokka, félagsklúbba og hagsmunahópa.

Réttur til friðhelgi einkalífs: Einstaklingar eiga rétt á að halda persónuupplýsingum sínum og einkamálum í trúnaði og friði fyrir stjórnvöldum. Þetta felur í sér vernd gegn ástæðulausu eftirliti og innbroti.

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar: Þetta tryggir að einstaklingar sem sakaðir eru um glæpi fái réttláta meðferð samkvæmt lögum, með aðgang að réttargæslu, sanngjörnum réttarhöldum og forsendu um sakleysi þar til sekt er sönnuð.

Kosningaréttur: Borgarar eiga rétt á að taka þátt í lýðræðisferlinu með því að greiða atkvæði í kosningum til að velja fulltrúa sína og leiðtoga.

Eignarréttur: Einstaklingar eiga rétt á að eiga og hafa umsjón með eignum og ekki er hægt að taka eignir þeirra án réttlátrar málsmeðferðar og sanngjarnra bóta.

Jafnrétti og bann við mismunun: Lýðræðisríki halda venjulega jafnréttisreglur í heiðri og banna mismunun á grundvelli þátta eins og kynþáttar, kyns, þjóðernis, kynhneigðar og fleira.

Ferðafrelsi: Borgarar eiga rétt á að ferðast innan lands síns og í mörgum tilfellum á alþjóðavettvangi, án ótilhlýðilegra takmarkana. Ferðafelsi milli landa er ekki takmarkalaust. Hvergi.

Akademískt frelsi: Þetta gerir vísindamönnum, fræðimönnum og kennurum kleift að sækjast eftir og dreifa þekkingu án ritskoðunar eða ótta við hefndaraðgerðir. Þetta er forsenda framfara í vísindum.

Þegar eitthvað af ofangreindum frelsum er ógnað, er voðinn vís. Reynslan hefur kennt okkur í rúmlega 200 ára sögu nútíma lýðræðis, er stöðugt verður að vernda ofangreind frelsi. Það eru alltaf einhverjir hagsmunahópar sem vilja stjórna eða höggva í ofangreind réttindi í eiginhagsmunar tilgangi. Og aldrei hefur verið sótt eins hart að frelsi okkar og í dag.

Aldrei hafa stjórnvöld eins mikla möguleika og í dag að valdníða einstaklinginn. Ef stjórnvöld ákveða að taka einhvern einstakling fyrir, hafa þau endalaus úrræði til að beita réttarkerfið til beygja hann til hlýðnis.

Við Íslendingar skulum hafa í huga að hér var stofnað á Þingvöllum alþingi án framkvæmdarvalds árið 930 e.Kr. Íslendingar ákváðu að búa saman í skipulögðu samfélagi en án afskipta ríkisvalds (kóngs eða fursta)  - sjá fyrstu ástæðuna fyrir að fólk ákvað að búa til skipulagt "ríki". Öll dómsmál og löggæsla var í höndum einstaklinga (ætta) en ekki hers eða lögreglu. Svo var til ársins 1262. 

Því eru réttindi okkar rétthærri og eldri en ríkisvaldsins sem nú stýrir Ísland og hefur aðeins gert í núverandi formi í stuttan tíma eða síðan 1944.

Framkvæmdarvaldið (hluti af ríkisvaldinu) með lögregluvald sitt, ber að fara afar varlega með valdið og beita okkur, borgaranna, enga nauðug.

Tek sem dæmi, nauðugaáskrift að RÚV, skylda okkur til að versla við ÁTVR, borga skatta í gæluverkefni sem koma almanna hagsmunum ekkert við og þátttaka í stríði (Úkranía) og svo ótal margt annað. Ríkisvaldið er komið langt út fyrir valdsvið sitt í dag. Ég hef áður minnst á hversu víðtæk ríkisafskiptin voru af almennu lífi Íslendinga fyrr á tíð. Hvar er ríkið ekki með puttanna og afskipta? Í ströngustu skilningi á ríkið aðeins að halda uppi lögum og reglum, vernda gegn utanaðkomandi ógnum og tryggja innviði. 

Ef við tökum Milton Friedman, hinn fræga hagfræðing, á orðinu en hann var harðasti andstæðingur afskipta ríkisvaldsins, þá er hlutverk ríkisins aðeins bundið við:

Takmörkuð ríkisafskipti: Friedman taldi að takmarka ætti ríkisafskipti af hagkerfinu. Hann hélt því fram að óhófleg þátttaka stjórnvalda gæti leitt til óhagkvæmni, röskunar á markaðsfyrirkomulagi og óviljandi afleiðinga.

Peningastefna: Friedman var þekktur fyrir vinnu sína við peningastefnu, sérstaklega stuðning sinn við þá hugmynd að stjórnun peningamagni skipti sköpum til að viðhalda stöðugum hagvexti. Hann taldi að stöðugur og fyrirsjáanlegur vöxtur peningamagns gæti komið í veg fyrir óhóflega verðbólgu eða verðhjöðnun og ríkið ætti að halda sig fjarri.

Frjálsir markaðir: Friedman var mikill talsmaður frjáls markaðskapítalisma. Hann taldi að frjáls skipti og samkeppni væru hagkvæmustu leiðirnar til að úthluta auðlindum og skapa velmegun. Frægt sagði hann: "Stórar framfarir siðmenningarinnar, hvort sem það er í byggingarlist eða málaralist, í vísindum eða bókmenntum, í iðnaði eða landbúnaði, hafa aldrei komið frá miðstýrðum stjórnvöldum."

Einstaklingsfrelsi: Friedman trúði á einstaklingsfrelsi og persónulega ábyrgð. Hann hélt því fram að einstaklingar ættu að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sinna eigin hagsmunum, svo framarlega sem þær ákvarðanir skaða ekki aðra.

Hlutverk stjórnvalda í menntamálum: Friedman lagði fram hugmyndina um skólaskírteini, sem myndi gera foreldrum kleift að velja hvar þeir senda börn sín í skólann, þar á meðal einkaskóla. Hann taldi að þetta myndi koma samkeppni inn í menntakerfið og leiða til aukinna gæða.

Hlutverk stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu: Friedman beitti sér fyrir markvissari aðferðum við heilbrigðisþjónustu, þar á meðal notkun sjúkrareikninga og auknu vali neytenda. Hann taldi að markaðsöflin gætu hjálpað til við að stjórna kostnaði og bæta aðgengi að umönnun.

Gagnrýni á reglugerðir stjórnvalda: Friedman var gagnrýninn á reglur stjórnvalda sem hann leit á sem kæfa efnahagsstarfsemi og nýsköpun. Hann taldi að reglugerðir hefðu oft ófyrirséðar neikvæðar afleiðingar í för með sér og að þær ættu að vera vandlega metnar með tilliti til hagkvæmni.

Af öllum ofangreindum athugasemdum Friedman við afskipti ríkisins, var reglugerðafarganin mest íþyngjandi fyrir einstaklinginn.

Lokaorð

Það er ljóst að íslensk stjórnvöld skera sig ekki frá öðrum vestrænum stjórnvöldum. Þau reyna að sölsa undir sig síaukin völd, sem þeim ber ekki að hafa.

Tökum sem dæmi um takmarkalausan rétt sem íslensk stjórnvöld taka sér. Íslensk lögreglan getur stoppað hvern sem er á götunni og krafist skilríkja og sett einstaklinga í fangelsi í einn sólarhring án þess að skjóta málinu til dómara. Þetta er meiri réttur stjórnvalda en er í Bandaríkjunum.

Dæmi: Ég var stoppaður af lögreglunni um daginn, bara vegna þess að ég lenti á sömu gatnamótum og lögreglubíll sem var við hlið mér, en ég keyrði til vinstri en hann áfram. Svo mættumst við annars staðar í hverfinu og það var nóg til að lögreglan elti mig. Hvað átti ég með að keyra í aðra átt og mæta þeim á öðrum stað? Það er grunsamlegt!!!

Ég var stöðvaður og spurður um skilríki. Þá spurði ég á móti, af hverju ég væri stöðvaður á virkum degi og án ástæðu - hafði ég brotið umferðalögin? En ég var að skulta son minn af fótboltaæfingu. Engin ástæða gefin, bara sagt takk fyrir. 

Þarna var verið að hamla ferðafrelsi mitt án gruns um glæp. Í Bandaríkjunum þarf viðkomandi ökumaður a.m.k. hafa framið umferðalagabrot eða vera grunaður um glæpsamlegan verknað til þess að lögreglan hafi rétt til að stöðva. Lögreglan í Bandaríkjunum má ekki stöðva frjálsa borgara á ferð sinni, bara sí svona. Þarna getum við Íslendingar lært af Kananum. Fjórða breytingin á bandarísku stjórnarskránni verndar einstaklinga gegn óeðlilegri leit og gripdeild. Þetta þýðir að lögreglumenn þurfa almennt rökstuddan grun eða sennilega ástæðu til að stöðva einhvern.

Rökstuddur grunur er lægri viðmiðun en líkleg orsök og felur í sér sérstakar, skýrar staðreyndir sem benda til þess að glæpsamlegt athæfi gæti verið í gangi. Líkleg orsök er aftur á móti hærra viðmið og krefst fleiri sönnunargagna um að glæpur hafi verið framinn, sé framinn eða sé um það bil að vera framinn.

Lögregla getur stöðvað einstaklinga ef hún hefur rökstuddan grun eða sennilega ástæðu til að ætla að viðkomandi hafi framið eða sé að fara að fremja glæp eða ef hún telur að viðkomandi sé ógn við almannaöryggi. Tilviljunarkenndar stopp án nokkurrar rökstuðnings eru almennt álitið brjóta í bága við stjórnarskrá og brot á rétti einstaklings með fjórðu breytingu.

Vantar þetta í íslenska stjórnarskrá? Læt hér staðar numið, enda orðið ansi langt blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband