Framsóknarflokkurinn - flokkur um ekki neitt

Það er þægilegt fyrir flokka að setja sig á miðju og segjast vera opnir í báðar áttir.  Þetta gefur tækifæri á að vera í ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri og hægri, fara í sæng með hverjum sem er. Segjast vera hófsemdarflokkur en fylgja hverri grillu samstarfsflokka sem er án gagnrýni. Opin í báða enda voru orð sem notuð voru til að lýsa stefnu Framsóknarflokksins meðan Ólafur Jóhannesson var formaður flokksins.

En einhverjar hugsjónir verður flokkurinn að þykjast hafa, einhver algild gildi sem hægt er að benda kjósendur á. Líkt og margir flokkar sem stofnaðir voru í byrjun 20. aldar, verður stjórnmálaflokkurinn Framsókn að endurnýja umboð sitt til kjósenda og aðlaga sig að gjörbreyttu samfélagi og samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað frá stofnun flokksins. Leitum í upprunan.

Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksns og Óháðra bænda og er þar með elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Ísland var enn að hluta til í viðjum bændasamfélagsins, bændur voru fjölmenn stétt og sótti Framsóknarflokkurinn kjörfylgi sitt framan af til dreifbýlisins, þ.e.a.s. sveita og bæja.  En einnig til fjöldahreyfinga sem spruttu upp um aldarmótin, svo sem ungmennafélagshreyfingarinnar.

Um miðja 20. öld reyndi flokkurinn að endurskilgreina sig, enda hafði flóttinn á mölina að mestu lokið eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann fór að skilgreina sig sem flokk allra stétta og vera miðjuflokkur, þó kjörfylgið hafi haldist á landsbyggðinni.

Alla 20. öldina hefur flokkurinn átt öfluga stjórnmálaleiðtoga og verið þaulsætinn í ríkisstjórn. Mesta fylgið var 1931 þegar flokkurinn fékk 35% atkvæða en síðan hefur leiðin legið niður, verið á bilinu 20-25% út tuttugustu öldina en á 21. öld með 10-20% fylgi. Kjördæmaskipan landsins og misvægi atkvæða (sem er enn vandamál) hefur í raun gefið flokkinn fleiri þingsæti og vægi en annars ætti að vera.

Stjórnmálaflokkar eru stofnaðir um málefni og gildi. Framsóknarflokkurinn var mikið tengdur Samvinnuhreyfingunni, þar er Sambandið (Samband íslenskra samvinnufélaga - SÍS). Fyrir yngri lesendur er það að segja að SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma segir á Wikipedíu. Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína. Ástæðan fyrir þessari tengingu er að sjálfsögðu kaupfélögin sem eiga að rekja til kaupfélaga bænda á 19. öld.

Baráttumál Framsóknarflokksins í gegnum tíðina

Á upphafsárum Framsóknarflokksins stóð flokkurinn meðal annars fyrir; sjálfstæði þjóðarinnar, innlendum þjóðbanka (vegna ástands bankamála á þeim tíma) og alþýðumenntun sem hann taldi hornstein allra þjóðþrifa (Wikipedía). Svo var lögð áhersla á uppbygging innviða landsins. Atvinnumál hafa alla tíð verið efst á dagskrá flokksins.

Á 21. öld fer að halla ansi undir fæti. Umdeilt er þegar flokkurinn fann upp kynjakvóta sem átti að vera jafnréttismál en er í raun mismunun á grundvelli kyns. Síðasta stórvirki flokksins, eða réttara sagt formanns flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugssonar, var ICESAVE málið en samtök voru stofnuð gegn greiðslu í málinu og tengdist flokkurinn málinu sérstaklega í gegnum formanninn. Fullur sigur vannst í málinu.

Flokkurinn er með nokkuð sem kallast grundvallarstefnuskrá en hún er venjulegt froðusnakk stjórnmálaflokks og gæti verið í stefnuskrá hvaða flokks sem er: sjá slóð: Grundvallarstefnuskrá Hvað flokkur vill t.d. ekki mannréttindi, jafnræði, efling mannauðs, markaðshagskerfi o.s.frv. Það verður að kafa dýpra til að sjá hvar flokkurinn stendur. T.d. að hann er mótfallinn inngöngu í ESB en er fylgjandi EES samningnum. Ekki er ætlunin að fara í alla efnisþætti stefnu Framsóknar segja má að í grunninn sé þetta borgaraleg stefna.

Flokkurinn um ekkert

En af hverju er þá fullyrt hér í fyrirsögn að Framsóknarflokkurinn sé flokkur um ekki neitt? Jú, stefna á blaði er annað en stefna í raunheimi.

Síðan Framsóknarflokkurinn klofnaði og Miðflokkurinn varð til, hefur forystu- og stefnuleysið einkennt flokkinn. Flokkurinn hefur nú verið í ríkisstjórnarsamstarfi í 9 ár en dags daglega er ræðir fólk aðeins um VG eða Sjálfstæðisflokkinn.  Flokkurinn er þarna, en samt ekki. Ekkert heyrist í honum í stórum málum.

Stórmál dagsins í dag eru hælisleitendamálin og bókun 35. Ekkert raunsæi er í málefnum hælisleitenda, ólíkt Miðflokkinn sem er samkvæmur sjálfum sér, og ef eitthvað er, stuðlar flokkurinn að meira öngþveiti í málaflokknum með því að taka enga afstöðu, bara fljóta með og gera ekkert. Eins er það með bókun 35, engin afstaða tekin, bara flotið með. Afstöðuleysi er jafn hættulegt og ákveðin afstaða og jafn skaðleg. Ístöðuleysi hefur hingað til verið talið vera lestur meðal Íslendinga en það á sannarlega við Framsóknarflokkinn í dag.

Stjórnmálaflokkur án stefnu á ekkert erindi í stjórn landsins.

Að segja ekkert, að gera ekkert, er að vera ekkert....hvað gera bændur þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ertu ekki að gleyma helst afreki flokksins síðustu ár? Samgöngusáttmálinn sem átti að redda samgöngum á höfuðborgasvæðinu. Fátt gerist og kostnaður rýkur upp úr öllu valdi að menn þora ekki að setja enurreiknað plagg fram. Innihaldsleysið í algleymi að viðbættu plagginu um þjóðarhöll.

Rúnar Már Bragason, 26.2.2024 kl. 19:46

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Rúnar. Já, stjórnmálin á Íslandi eru á lágu plani í dag. Spurning hvort þau hafi alltaf verið það?

Birgir Loftsson, 27.2.2024 kl. 09:10

3 Smámynd: vaskibjorn

Enn erum við sammála Birgir,það var smá neisti hjá Lilju Alfreðs rétt eftir síðustu kosningar þegar hún lofaði að taka til hjá ruv.en  að sjálfsögðu kom ekkert útúr því frekar en öðru hjá þessum glataða flokki.Stjórnmál á íslandi eru á mjög lágu plani í dag...neðar en nokkru sinni áður!

Kv.Björninn

vaskibjorn, 28.2.2024 kl. 15:48

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Einmitt Björn.

Birgir Loftsson, 28.2.2024 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband