Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024
Hér koma tvær andstæðar skoðanir. Byrjum á svartsýninni og endum á bjartsýninni.
Forstjóri Blackwater, málaliðahersins bandaríska, Erik Prince, greinir frá því hvers vegna Kína mun líklega ráðast inn í Taívan árið 2024.
Fyrir því eru nokkrar ástæður og vísbendingar.
Fyrsta vísbendingin er að Kínverjar eru að selja eignir erlendis og efla getu sína til að standast viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna.
Önnur vísbending er að Kínverjar eru að safna matvælabirgðir til eins og hálfs.
Þriðja vísbending er að Xi, leiðtogi Kína, ítrekar í ræðum sínum að Kínverjar verði að undirbúa sig undir átök, hvers konar átök kemur ekki fram, geta verið efnahagsleg eða hernaðarleg.
Xi hefur tryggt að allir valdaþræðir liggi til hans og hann hefur því óbundnar hendur til aðgerða.
En ástæðurnar fyrir mögulega innrás í Taívan á þessu ári skv. Prince? Jú, veðurglugginn fyrir innrás er í maí eða júní en þá blása vindar úr hagstæðri átt. Prince gerir ráð fyrir að Kínverjar beiti flugumenn til að gera allt óvirkt rétt fyrir innrás.
Einnig hefur helsti andstæðingur þeirra, Bandaríkin, aldrei verið með eins veikburða ríkisstjórn og nú (og í sögunni?). Biden er ekki með okkur í þessum heimi, Bandaríkjamenn eru uppteknir af öðrum óvinum, í Miðausturlöndum og Úkraínu.
Svo er líklegt að Trump sé að komast til valda og það þýðir lágmark 10% innflutningsgjöld á kínverskar vörur skv. orðum Steve Bannon.
En það eru skiptar skoðanir á þessu. Aðrir segja litla möguleika á að Kínverjar hefji stríð sem gæti farið á beggja vegu. Kínverjar líta svo sjálfir að þeir séu umkringdir óvinum og geti lítið hreyft sig, sem er rétt ef litið er á landabréfakortið. Þeir séu í raun í vörn.
Það eru tæknilegar ástæður fyrir að innrás verði erfið. Kínverski herinn þarf að fara yfir hafsvæði en innrásir yfir haf eru alltaf erfiðar. Sjá eyjahopp bandaríska flotans í seinni heimsstyrjöld en japönsku eyjarnar voru vel víggirtar, þótt agnarsmáar voru og taka þeirra kostaði ógnarátak. Sama gildir um Taívan sem hefur varið síðastliðin 70 ár í að víggirða sig, grafa sig inn í fjöll o.s.frv.
Svo þarf kínverski herinn að mæta bandaríska flotanum sem er enn einn sá öflugasti í heimi. Hann er í bandalagi við nánast öll nágrannaríki Kína og svo má ekki gleyma Japan sem er orðið hernaðarveld á ný (í leyni). Hins vegar gera öll stríðslíkönd ráð fyrir að Kínverjar sigri stríðið í fyrstu atrennu a.m.k.
Spurningin er, sem Japanir þurftu að svara í seinni heimsstyrjöld, hvort Bandaríkjamenn vilji fara í langvarandi stríð við Kína þegar Taívan er tapað? Bandaríkjamenn ákváðu að taka slaginn við Japan og unnu á endanum í langvarandi stríði. Miðað við hversu herskáir Bandaríkjamenn eru í dag í fjölmiðlum, þá þyrstir marga stjórnmálamenn í Bandaríkjunum að taka slaginn nú þegar. Púff!
Akkelishæll Kínverja er hversu háðir þeir eru olíuflutningum sjóleiðis og næsta auðvelt er fyrir Bandaríkjamenn að loka verslunarleiðum um hafsvæði Asíu. En olían sem þeir fá frá Rússum landleiðis, er hún nægileg? Rússar útvega Kínverjum mesta magnið af olíu í dag eða 18% en Sádar koma fast á hæla þeirra með 15%.
Í raun skiptir Taívan engu máli fyrir Kína efnahagslega, utan örgörvanna sem eru framleiddir í landinu. En bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn keppast nú við að koma sér upp eigin framleiðslu getu á hátækni örgjörvum (allir geta gert ódýra og einfalda örgjörva), svo að þetta skipti ekki svo miklu máli í framtíðinni.
Taívan skiptir hins vegar máli fyrir Kínverja pólitískt. Taívanska stjórnin er leifar andstæðinga þeirra úr borgarastyrjöldinni og fullur sigur fyrir byltinguna er ekki náð fyrr en eyjan er komin undir vald Kína. Það verður að gerast fyrir 2049, á hundrað ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins.
Ágreiningur Kína og Bandaríkjanna er stórvelda togstreita. Svona togstreita hefur verið til svo lengi sem það hafa verið til stórveldi. Stórveldið reynir að fylla upp í tómarúm, ef það myndast.
Sjónarhorn Kínverja: Við erum umkringdir óvinaþjóðum og við þurfum að tryggja aðföng í gegnum skipaleiðir okkar. Við viljum ekki vera háðir siglingaleiðum og því búum við til nýja landleið sem ber heitið belti og vegir. Fyrirmyndin er silkivegurinn.
Sjónarhorn Bandaríkjanna: Við eigum hagsmuni að gæta í Asía eins og í Evrópu. Við þurfum að halda aftur af öflugasta stórveldinu í Asíu sem er Kína. Við þurfum að tryggja áhrif okkar, vernda bandamenn okkar og efnahagshagsmuni.
Hvað svo sem menn ákveða, vonandi að halda friðinn, er stríð mikil áhætta fyrir kínverskan og bandarískan efnahags, enda efnahagsbönd landanna sterk og mikil. Ríkin eru mjög háð hvoru öðru efnahagslega og það yrði reiðarslagur fyrir bæði ríkin ef til stríðs kemur.
Þetta gæti líka verið upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni. En það er nokkuð ljóst, að ef bandaríkski herinn verður upptekinn í einu stóru stríði, er hætt á að andstæðingar þeirra fari af stað og þá er voðinn vís fyrir heimsfriðinn.
Bloggar | 22.2.2024 | 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn má muna sinn fífil fegurri. Rótleysið, sem lesa má út frá aðgerðum flokksins síðastliðin ár er fyrst og fremst forystu Sjálfstæðisflokksins að kenna. Kjósendurnir hafa ekki yfirgefið hugsjónir flokksins, heldur forystan. Hún hefur fallið frá grunnstefnu sinni algjörlega. Hvernig má það vera og er hægt að rökstyðja þessa fullyrðingu?
Tökum tvö stórmál til efniskoðunnar. Bókun 35, sem er sjálfstæðismál númer eitt, er keyrt í gegn með harðri atfylgi flokksforustunnar. Hitt stóra málið, hælisleitendamálið, er í klessu og forystan segist ekki geta neitt í málaflokknum vegna þess hversu Alþingi er vont. Stefna örflokksins VG er því boðuð með "hertri útlendingastefnu". Er keisarinn ekki annars nakinn? Báðar ástæður eru tilefni í að flokkurinn fari úr ríkisstjórnarsamstarfi og heimti nýjar kosningar. Nei, það á að halda í völdin sama hvað. Á meðan fer fylgið niður í 18%- og mun halda áfram að lækka.
Engar líkur eru á að flokkurinn rétti af kúrsi næstu misseri, þótt Bjarni Benediktsson fari frá völdum ef fylgjarar hans taki við. Það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Bjarni er búinn að smyrja Þórdísi í hásætið sem arftaka sinni. Þær báðar eru fulltrúar frjálslindisarms flokksins og þær bera sömu samábyrgð með Bjarna á stöðu flokksins. Báðar myndu sóma sig vel í VG eða Samfylkingunni miðað við málflutningi þeirra.
Þórdís gerði ein mestu mistök í utanríkismálum síðan lýðveldið var stofnað 1944 með því að slíta stjórnmálasamskiptum við Rússland, nokkuð sem aldrei var gert á tímum kalda stríðsins og þótt margt hafi gengið á (uppreisnin í Ungverjaland 1956 og vorið í Prag 1968, innrásin í Afganistan 1979 o.fl. dæmi).
Ef einhver er að íhuga að stofna hægri flokk í stað Sjálfstæðisflokksins, þá er það óþarfi. Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn hafa tekið við keflinu í málsvörn hins íslenska borgara.
Heimdellingar héldu útför Reykjavíkur um daginn og voru brattir. En þeir hefðu átt að halda útför Sjálfstæðisflokksins um leið.
Á legsteininn má skrifa:
Hér hvílir Sjálfstæðisflokkurinn
Fæddur 29. maí 1929.
Látinn 20. mars 2024.
Hvíl í friði.
Í tilkynningu um útförina má skrifa: Blóma og kransar afþakkaðir í jarðaförinni en aðstandendum er bent á að leita í skjól til annarra borgaraflokka, Flokk fólksins eða Miðflokksins.
Bloggar | 21.2.2024 | 10:54 (breytt kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svo er ekki annað hægt að sjá við lestur þessarar fréttar:
Sammælast um aðgerðir í útlendingamálum
Það er ekki annað en að sjá að verið sé að bjóða á upp á betri þjónustu, sem þegar er betri en fyrir Íslendinga, í húsnæðismálum, atvinnumálum o.s.frv. Opna á betur landamærin út fyrir EES svæðið, sjá þessa setningu: "Áfram verður unnið að á nýju og skilvirkara kerfi um atvinnuréttindi útlendinga utan EES sem miðar að því að opna íslenskan vinnumarkað betur fyrir ríkisborgurum landa utan EES."
Það á aðeins að snurfussa kerfið, sparsla í litlu götin á landamæraveggnum en stefna er áfram sú sama. Sjá þessa litlu aðgerð sem gerir lítið en að auka flækjustigið og möguleika hælisleitenda að sækja um þótt í orði kveðnu hljómar þetta eins og hertar aðgerðir:
"Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum, m.a. afnám séríslenskra málsmeðferðarreglna, lengd dvalarleyfa og skilyrða á rétti til fjölskyldusameininga."
Vandamálið er að ekki er farið eftir íslenskum lögum í málaflokknum og Alþingið sjálft hefur hlaupið eftir fólki út í heim og sótt það hingað heim. Nú er ríkisstjórnin að sækja hóp erlendis til Íslands, á sama tíma og hún boðar aðgerðir (erfitt er að sjá hvort hún er að boða hertari aðgerðir eða opna frekar fyrir hælisvist? Kannski bæði í einu?). Fylgir hljóð mynd?
Miðað við frétt visir.is af þessu máli, virkar hér um miklar breytingar sé að ræða. En mun þetta virkilega stöðva eða jafnvel hæga á hælisumsóknar flóðinu?
Yfirlýsingin sjálf er varla pappírsins virði. En hvernig verða lögin? Það eitt skiptir máli. Hvort er VG eða Sjálfstæðisflokkurinn að blekkja okkur?
Bloggar | 20.2.2024 | 13:16 (breytt kl. 14:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pólitískur vindhaninn má kalla slíkan flokk sem segir eitt í dag en annað í gær. Flokkurinn varð allt í einu vinsæll á ný eftir mörg mögur ár í pólitík. Flokkurinn á stóran þátt í hruninu og eftirmála þess og það birtist í fylginu sem var lítið lengi vel.
Hvað er það sem hefur breyst hjá Samfylkingunni? Ekkert í raun nema að skipt var um skipstjóra. Hægri kratinn, Kristrún Frostadóttir, var kosin til valda. Hún virkar geðþekk út á við og virðist boða ferskar áherslur hjá flokknum.
Flokkurinn var kominn langt til vinstri undir forystu Loga Einarssonar og formaðurinn virtist ekki hafa kjörþokka sem heillar kjósendur.
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði,var vinsæll á sínum tíma og hann því dreginn úr geymslu í varaformannsembættið. Tvíeykið virkar vel út á við.
Þessi nýja forysta (ekki stefna í raun) virðist ætla að taka næstu kosningar og komast til valda. Styrrinn sem nú er um flokkinn eftir að Kristrún sagðist vilja stunda raunsæisstefnu í hælisleitendamálum skiljanlegur enda ekki hægt annað miðað við að hælisleitendakerfið er fallið. Mesta andstaðan kemur úr hennar eigin flokki. Kjósendur ættu því að hafa varan á við málflutning rétt fyrir kosningar um breytta stefnu. Þetta er kosninga þvaður sem samþingsmenn hennar munu hunsa er þeir komast til valda. Kristrún, þótt öflug er, er ekki ein í flokki.
Hér er í raun alvöru stefna Samfylkingarinnar í málefnum hælisleitenda: Opnum faðminn
Hér koma gullmolar úr greininni sem er frá september 2021: "Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta." Og "Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag...."
Úlfur í sauðgærum er gamalt og gott orðtiltæki og það á við um Samfylkinguna. Fláræði og flámæli fer alltaf vel í múginn sem lætur alltaf blekkja sig á fjögurra ára fresti.
Nota bene, aukið fylgi Samfylkingarinnar má rekja til fylgishrun VG. Það er bara þannig að vinstri kjósendur flakka á milli vinstri flokkanna, eftir því hver er vinsælastur. VG er út og Samfylkingin inni. Annars hafa vinstrisinnaðir kjósendur um marga flokka að velja, Pírata, Viðreisn, Sósíalistaflokk Íslands, VG og Samfylkinguna og ef í harðbakkann slær, má kjósa pólitíska viðundrið Framsókn sem er til í allt með öllum.
Enn eitt nota bene, fyrir þá sem eru hrifnir af bálkninu og háa og aukna skatta, þá er Samfylkingin flokkur sem á að kjósa. Kristrún beinlínis boðaði tekjutilfærslur úr vasa millistéttarinnar í vasa lágstéttrinnar. Og aukna skatta á vörur og þjónustu - vei fyrirtækjaeigendur.
Gullmoli úr greininni Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum ..."...með réttlátu skatt- og tilfærslukerfi sem jafnar lífskjör, spornar gegn því að auður safnist á fárra hendur og tryggir afkomuöryggi allra." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Sama tuggann sem marxistar hafa haldið fram í áratugi, að auðmenn séu vondir (þótt þeir séu uppspretta skatta og stækkunnar þjóðarkökunnar og halda uppi velferðakerfinu). Án fjármagns og fjármagnseigendur, væri ekkert velferðakerfi á Íslandi og fólkið hefði ekki vinnu og ríkisapparatið gæti ekki rekið sig. Ekki býr ríkið til pening. Punktur.
Bloggar | 19.2.2024 | 10:47 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggritari man ekki eftir hvort hann hafi birt þetta efni áður. Þetta fannst í möppu. Hver skrifaði þetta er líka á huldu, annars væri vísað í heimild. Hver sem svo sem skrifaði þetta, bloggritari eða annar, skiptir ekki máli í sjálfu sér. Heimildamanni annars þakkað fyrir ágæta samantek! Líklega er þetta af vefnum Heimaslóð - Herfylkingin Vinsamlegast kíkið á slóðina.
Fyrir þá sem ræða um stofnun íslensk hers eða íslensk varnarmál, þá er þetta ágæt að hafa í huga. Hér voru einstaklingar eða réttara sagt sveitarfélagið Vestmannaeyjar sem stofnaði þennan vísir að her. Á ensku kallast þetta millia sem erfitt er að þýða - kannski besta að nota hugtakið einkaher?, en þýðir í raun óhefðbundinn herafli stofnaður af einstaklingum eða hópum og rekin af þeim.
Miðað við fréttir af ástandinu á Íslandi, er nokkuð ljóst að friðurinn er úti. Glæpir, glæpasamtök og hryðjuverkamenn eiga greiða leið til Íslands og ástandið stefnir í að vera eins og í Svíþjóð. Lögreglan vígbýst enda er hún fyrst að sjá hvernig ástandið er á landinu. En það er ekki nóg. Við þurfum að búa okkur undir það versta, bæði innanlands og utanlands.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því er birt.
Herfylking Vestmannaeyja stofnuð
Árið 1853, kom hingað til Vestmannaeyja nýr sýslumaður, danskur að ætt og uppruna. Hét maðurinn Andreas August von Kohl, venjulega nefndur kapteinn Kohl á meðal eyjaskeggja, því hann hafði kapteinsnafnbót úr danska hernum.
Von Kohl varð snemma ljóst, að að í Vestmannaeyjum væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki.
Stóð eyjamönnum ótti og stuggur af erlendum skipum, sem sást til úr Eyjum, enda engin lögregla eða yfirvald á staðnum sem hægt var að treysta á. Eyjamenn urðu því að treysta á sig sjálfa, og fékk hugmynd um stofnun herfylkingar hinar bestu undirtektir.
Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan [vísir] að fyrsta og eina her, sem Íslendingar hafa átt, og var hann fyllilega kominn á stofn 1857.
Skipulag hersins
Kohl skipulagði herfylkinguna á sama hátt og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma. Skipti hann liðsmönnum í 4 deildir, en einnig voru tvær drengjadeildir fyrir drengi á aldrinum 8 - 16 ára.
Mönnum var svo skipað í margs konar virðingarstöður, þar sem fylkingarstjóri var að sjálfsögðu kafteinn Kohl sem æðsti yfirmaður hersins. Hafði hann undir sinni stjórn liðsforingja, yfirflokksforingja (commandör sergeant), deildarforingja (sergeanter), flokksforingja og undirforingja, sem voru settir yfir aðra liðsmenn. Þá var ennfremur fánaberi og bumbuslagari í herfylkingunni, eins og í öllum almennilegum herjum.
Liðsmenn voru allir skyldir til að lúta heraga og hlýða kalli, hvenær sem boðið var. Þá var þeim og skylt að sýna yfirmanni sínum tregðulausa hlýðni og hugsa vel um vopn sín og verjur.
Fyrst í stað varð hluti herfylkingarinnar að notast við trévopn, en Kohl tóks innan fárra ára að afla henni af miklum dugnaði 60 fótgönguliðsbyssur, riffla með stingjum, auk ýmissa annarra áhalda svo sem sérstakan herfána, sem notaður var, er hermennirnir voru kvaddir saman. Var fáni þessi hvítur með tveimur krosslögðum borðum.
Engir sérstakir einkennisbúningar voru í eigu óbreyttra liðsmanna, en allir báru þeir einkennishúfu með rauðri doppu fyrir ofan skyggnið.
Markmið herfylkingarinnar
Kapteinn Kohl hafði ekki lítil né smá áform fyrir herfylkingu sína, sem hann hafði eytt öllum sínum tómstundum við að koma á fót í nokkur ár.
Í fyrsta lagi var herfylkingunni ætlað að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga svo sem erlendra fiskimanna, sem oft voru nærgöngulir hér á fiskimiðunum í kring og eyðilögðu veiðarfæri sjómanna. Reyndar kom aldrei til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í höggi við útlenda sjómenn, og var henni þakkað að erlendir sjómenn héldu sér meira í skefjum en áður.
Í öðru lagi var herfylkingin hugsuð sem lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Var einkum þörf á þessu á vertíðum og kauptíðum, þegar fjöldi manns safnaðist til eyjanna. Þessi voru sem sé tvö aðalmarkmið herfylkingarinnar.
Þá var herfylkingin bindindishreyfing, þar sem menn urðu að gangast undir bindindisheit við inngöngu. Eggjaði Kohl liðsmenn herfylkingarinnar ljóst og leynt til þess að forðast drykkjuskap og óreglu, en mikil orð fóru af slíku hér, einkum á vertíðum.
Var hver sá brottrækur úr herfylkingunni, sem gerðist sekur um ítrekaðan drykkjuskap, og breyttust fljótlega drykkjusiðir Eyjamanna mjög til bóta, enda flestir vopnfærir menn í þorpinu á aldrinum 18 - 40 ára meðlimir í fylkingunni. Beitti Kohl sér m.a. fyrir opnun veitingahúss hér, þar sem í stað vínveitinga voru aðallega kaffi- og matarveitingar á vægu verði.
Herfylkingin var einnig eins konar íþróttahreyfing, líklega einhver fyrsti félagsskapur hér á landi, sem skipulagður var sem slíkur. Var lögð áhersla á ýmsar íþróttir og líkamsiðkanir á reglulegum heræfingum fylkingarinnar til þess að auka og efla líkamshreysti liðsmanna hennar. Taldi Kohl kapteinn, að samfelldur agi og þjálfun kæmi Eyjamönnum og að gagni í störfum þeirra til sjós og lands.
Enn eitt markmið herfylkingarinnar var að stuðla að almennri uppfræðslu lismanna fylkingarinnar. Kohl útvegaði ýmsar bækur um hermennsku, en einnig almennar fræðibækur og sögur, sem hermenn hans áttu greiðan aðgang að. Eignaðist sveitin safn bóka, sem varð fyrsti vísir að almenningsbókasafni hér. Var Kohl ólatur við að hvetja menn sína til að nota safnið, lesa bækurnar og æfa sig í skrift og reikningi í frístundum sínum. Herfylkingin var því að þessu leyti lík nútíma skóla, þar sem lögð var áhersla á að menn gætu æft sig í lestri, skrift og reikningi.
Æfingar herfylkingarinnar
Aðalaðsetur herfylkingarinnar var í þinghúsi Vestmannaeyja, sem Kohl sýslumaður kom upp af miklum áhuga og dugnaði. Í þinghúsinu voru geymd ritföng og bækur, en einnig var húsið notað sem vopnabúr.
Til hergöngu og æfinga var boðað með því að draga fána að hún á þinghúsinu, og söfnuðust liðsmenn herfylkingarinnar saman fyrir framan það. Voru æfingar í hverri viku, einu sinni eða tvisvar, en besti tími til æfinga var seinni hluti sumars eftir að heyskap og öðrum aðalönnum var lokið, og fyrri hluta vetrar, áður en vertíð og vertíðarundirbúningur hófst.
Fylkt var liði í fjórar raðir, eins og flokkarnir voru margir, en síðan hófst herganga inn á æfingasvæðið, flatirnar við Brimhóla, þar sem nú er Íþróttamiðstöðin, Illugagatan og umhverfið þar í kring. Fór hergangan skipulega fram með lúðrablæstri, bumbuslætti, og allra handa merkjamáli, þar sem táknað var, hvað gera skyldi. Við Brimhóla hófust svo alls kyns æfingar í vopnaburði, vopnfimi og skotfimi, og stóðu þær yfir í 2 - 4 klukkustundir í senn. Komst fljótlega hið ágætasta skipulag á hersveitina, og þóttu Eyjamenn vaskir og dugmiklir hermenn.
Stundum lét Kohl skipta liðinu og sveitirnar leggja til orrustu hvora við aðra, við klettaborgir og hóla. Bjó varnarliðið sér þar vígi og víggirti með tunnum og sandpokum, en sóknarliðið sótti að af miklum krafti. Hófst þá áköf skothríð, högl að vísu ekki höfð í byssunum, heldur aðeins púður. Reyndi sóknarliðið að hrekja hina úr víginu, og kom þá oft til handalögmála. Þá gat verið ráðlagt fyrir varnarliðið að kveikja í tjörutunnum, sem hlaðið var fyrir framan til þess að bægja hinum frá um stund. Þegar lítill flokkur var umkringdur af stærri flokk, skyldi sá minni þegar gefast upp, en ekki etja kappi við hinn, þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki kæmi að gagni.
Slys urðu aldrei við æfingar, þótt oft gengi mikið á, enda liðsmenn vel æfðir og ýmsu vanir. Fjöldi áhorfenda, einkum konur og eldri menn, nutu þess að horfa á og fylgjast með æfingunum, sem þóttu hin mesta skemmtun. Þá voru oft sérstakar skemmtigöngur á sunnudögum hjá herfylkingunni, og jafnvel útiskemmtanir í Herjólfsdal, sem Eyjabúar tóku almennt þátt í.
Endalok herfylkingarinnar
Um árslokin 1859 hafði Kohl sýslumaður fengið loforð hjá stjórninni um embætti í Danmörku, og valdi hann nú eftirmann sinn sem æðsta yfirmann herfylkingarinnar, Pétur nokkurn Bjarnasen verslunarstjóra. Ekkert varð hins vegar úr flutningum sýslumannsins til Danmerkur, því hann andaðist skyndilega hér úr slagi 22. janúar 1860. Var Kohl grafinn hér í kirkjugarðinum með mikilli viðhöfn og reistu Eyjamenn minnisvarða á leiði hans í þakklætis- og virðingarskyni.
Við fráfall kapteinsins mæta fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina hjá herfylkingunni, þrátt fyrir áhuga og dugnað hins nýja stjórnanda hennar. Varð ýmislegt til þess að flýta fyrir endalokum fylkingarinnar, svo sem stöðugur fjárskortur, svo að hægt væri að sjá um hirðingu vopna og endurnýjun þeirra. Mikill tími fór í æfingar, og kann það einnig hafa valdið því, að lismönnum fór stöðugt fækkandi vegna annarra anna til sjós og lands. Þá urðu hér sjóslys mikil milli 1860 og 1870 og áttu sinn þátt í því, að liðsmenn herfylkingarinnar týndu smám saman tölunni. Sýndu foringjar sveitarinnar samt sem áður mikinn áhuga á þessum árum og reyndu að fylla í skörðin með nýjum mönnum. en allt kom fyrir ekki, endalok herfylkingarinnar voru skammt undan.
Með fráfalli Péturs Bjarnasen fylkingarstjóra mátti segja, að herfylkingin væri því sem næst úr sögunni. Kom herfylkingin seinast saman undir vopnum við jarðarför Péturs, 7. maí 1869 til að sýna foringja sýnum hinsta sóma. Eftirmenn Péturs náðu ekki að stöðva þá hnignum, sem þegar var hafin í starfi herfylkingarinnar. Eitthvað héldu æfingar áfram um tíma, en smám saman var þeim hætt og saga herfylkingarinnar öll. Fjöldinn í Herfylkingunni þegar mest var á annað hundrað.
Eftirmæli
Eyjamenn minntust lengi með stolti og söknuði herfylkingar sinnar og þess svips, sem setti á héraðið og þjóðlíf Eyjabúa. Hún var einhver fyrsti skipulagði félagsskapurinn í kauptúninu, þar sem félagssamtök hvers konar, eins og nú tíðkast, voru óþekkt fyrirbrigði.
Eyjaskeggjum varð e.t.v. ljósara en áður, hverju þeir gætu áorkað með því að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Með sameiginlegu átaki, góðu skipulagi og reglu, væri hægt að koma ýmsum málum byggðarlagsins í betra horf.
Lögum og reglum var nú framfylgt með meiri árangri en áður, og Eyjamenn vöknuðu nú til meðvitundar um ýmislegt, sem þeim hafði verið hulið áður.
Bloggar | 18.2.2024 | 00:45 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir sem fylgjast með Samfélag og sögu, verða stundum varir við að hér eru tímamótaræður birtar. Það er gert fyrst og fremst bloggritara til skemmtunar, lærdóms og það að margar þessara ræða eru hreinlega ekki til á íslensku.
Hér kemur ein tímamótaræða á ögurstundu.
Árið 1588 hélt enski einvaldurinn Elísabet I. drottning eina karlmannlegasta ræðu sögunnar, þar sem hún á einum tímapunkti, gerði lítið úr eigin líkama og fyrir að vera kvenkyns.
Þegar hin "máttuga" spænska Armada, skipafloti um 130 skipa, sigldi í átt að Bretlandi með áætlanir um innrás, flutti drottningin hvetjandi ávarp í Tilbury í Essex á Englandi.
Það kom í ljós síðar meir að stormur og nokkrar siglingavillur sáu um spænsku herskipin að mestu, þótt til sjóbardaga hafi komið. Samt var þetta djörf ræða sem hjálpaði til við að styrkja þjóðina á ögurstundu. Þessi ræða gerði einnig Elísabet drottningu fræga fyrir brynjuna sem hún bar fyrir framan hermenn sína.
Ræður þurfa ekki að vera langar til að vera áhrifaríkar. Gettisburgar ávarp Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta í bandarísku borgarastyrjöldinni var t.a.m. ekki langt.
"Elsku fólkið mitt,
Sumir sem gæta öryggis okkar hafa sannfært okkur um að taka eftir því hvernig við skuldbindum okkur til að vopna fjöldann, af ótta við svik. En ég fullvissa yður um að ég þrái ekki að lifa til að vantreysta trúu og elskandi fólki mínu.
Láttum harðstjóra óttast. Ég hefi alltaf svo hagað mér, að undir Guði hefi ég lagt minn æðsta styrk og vernd í tryggum hjörtum og velvilja þegna minna; og þess vegna er ég komin á meðal yðar, eins og þið sjáið, á þessum tíma, ekki til að skemmta mér og íþrótta, heldur er ég ákveðin í að lifa og deyja á meðal yðar allra, í miðjum og hita bardaga. að leggja fyrir Guð minn og ríki mitt og lýð minn heiður minn og blóð, jafnvel í duftið.
Ég veit að ég hef veikburða líkama og er veiklund konu; en ég er með hjarta og maga konungs og Englands konungs líka, og finnst óheiðarlegt að Parma eða Spánn, eða einhver prins í Evrópu, skuli voga sér að ráðast inn fyrir landamæri ríkis míns: Til þess fremur en nokkurs konar vanvirðu falli á mig, mun ég sjálf grípa til vopna, ég mun sjálf vera hershöfðingi yðar, dómari og umbuna hverrar dyggðar yðar á vígvellinum.
Ég veit þegar, fyrir framgöngu yðar hafið þið verðskuldað verðlaun og kórónu; og við fullvissum yður um orð höfðingja, að þeir skulu fá greitt á réttan hátt. Í millitíðinni skal hershöfðingi minn vera í mínu stað, en sem aldrei höfðingi skipaði göfugra eða verðugra viðfangsefni; án efa heldur með hlýðni yðar við hershöfðingja minn, með samþykki þínu í herbúðunum og hreysti þinni á vellinum, munum við innan skamms hafa frægan sigur á þessum óvinum Guðs míns, ríkis míns og þjóðar minnar."
Heimild: Queen Elizabeth Is speech to the troops at Tilbury
Bloggar | 17.2.2024 | 11:55 (breytt kl. 20:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á tvíleik, þáttaröð í tveimur hlutum um upprisu Hitlers og framgang til valda. Hitler - Rise of Evil. Fann fyrri þáttinn en á eftir að horfa á seinni hlutann.
Þáttaröðin er nokkuð nákvæm en bloggritari hefur lesið ævisögu Hitlers sem og annarra einræðisherra. En eitt vantaði í a.m.k. fyrri þáttinn, en það er samskipti hans við kvenfólk og vini. Ekki kom heldur fram hinn gífurlegi áhugi hans á Wagner og undraheim hans sem sterklega mótaði þjóðerniskennd Hitlers. Einnig vantar að segja frá vini hans á unglingsárum hans, eina vin hans á ungdómsárum hans sem fór með honum á óperur. Hitler sótti nefnilega stíft óperur og var unnandi klassískrar tónlistar, sérstaklega Richard Wagners og hélt hann verndarhendi yfir Wagner fjölskyldunni í valdatíð sinni. Hann varð skotinn í unga stúlku sem hann sá úti á götu, man ekki hvað varð um það mál. Hitler hafði náttúru til kvenna.
En svo kemur sögusögnin um að Hitler hafi hitt unga franska konu í seinni heimsstyrjöldinni og barnað hana. Úr því sambandi hafi komið drengur að nafni Jean-Marie Loret.
Þar til hann lést árið 1985, trúði Jean-Marie Loret að hann væri einkasonur Adolfs Hitlers. Athygli vaknaði varðandi sönnunargögn frá Frakklandi og Þýskalandi sem að því er virðist treysta fullyrðingu hans.
Loret safnaði upplýsingum úr tveimur rannsóknum; ein gerð af háskólanum í Heidelberg árið 1981 og önnur gerð af rithöndunarfræðingi sem sýndi blóðflokk Loret og rithönd, sambærilegt við rithönd og blóðflokk einræðisherra Þýskalands nasista sem lést barnlaus árið 1945, 56 ára að aldri.
Sönnunargögnin eru ófullnægjandi en saga Loret sjálf var nógu hrífandi til að réttlæta rannsókn. Franska dagblaðið Le Pointe birti frásögn af sögu Loret, eins og hann sagði Parísarlögfræðingnum Francois Gibault árið 1979.
Le Pointe endursegir viðbrögð Gibault við fullyrðingu Loret:
"Meistari, ég er sonur Hitlers! Segðu mér hvað ég ætti að gera," sagði Gibault við Le Pointe.
Samkvæmt Le Pointe, "lögfræðingurinn í París trúir ekki sínum eigin eyrum. Maðurinn á undan honum er frekar stór, talar fullkomna frönsku án hreims og er ekki klikkaður. Hvetjandi saga hans er ekki síður áhugaverð."
Loret hélt því fram að móðir hans, Lobojoie Charlotte, hafi hitt Hitler árið 1914, þegar hann var korporáll (riðisstjóri) í þýska hernum og hún var 16 ára. Hún lýsti Hitler sem "gaumhyggðum og vingjarnlegum." Hún og Hitler fóru í göngutúra um sveitina, þó samtalið hafi oft verið flókið vegna tungumálahindrana þeirra. Samt, þrátt fyrir mismuninn á milli þeirra, eftir ölvaða nótt í júní 1917, fæddist litli Jean-Marie í mars 1918, að sögn Loret.
Hvorki Loret né restin af móðurfjölskyldu hans vissu af fæðingaraðstæðum hans fyrr en snemma á fimmta áratugnum þegar hún játaði fyrir syni sínum að Hitler væri faðir hans. Hún hafði gefið einkason sinn til ættleiðingar árið 1930 en var í sambandi við hann, að sögn Loret.
Eftir þessa vitneskju, samkvæmt Le Pointe, hóf Loret ferð sína til að komast að því hvort sagan væri sönn og rannsakaði af næstum oflætisákveðni. Hann fékk til liðs við sig erfðafræðinga, rithandarsérfræðinga og sagnfræðinga. Hann skrifaði bók, "Faðir þinn hét Hitler," sem lýsir þeirri ferð. Hún var endurútgefin til að innihalda nýju rannsóknirnar sem Loret taldi staðfesta fullyrðingu sína.
Það er svolítið merkilegt, ef satt er, að Hitler eigi afkomanda, í raun afkomendur, því að Jean-Marie átti sjálfur börn. Ættingjar Hitlers gerðu markvisst í að eignast ekki börn og viðhalda þannig ekki blóð Hitlers fjölskyldunnar. Hefur þeim mistekist ætlunarverk sitt? Því verður ekki neitað að Loret og Hitler eru sláandi líkir í útliti og báðir eru í sama blóðflokki.
Sjá hér slóð á DV: Átti Hitler son með 16 ára franskri stúlku? Ég vissi að mér var ætlað að kynnast honum
En hvað með börn Jean-Marie Loret? Þau voru 10 talsins með tveimur konum. Hér kemur frétt af meintu barnabarni Hitlers í Daily Mail, Philippe Loret:
Í Mail Mail Online segir í frétt að "Franskur pípulagningamaður fer í DNA-próf til að sanna að hann sé barnabarn Adolfs Hitlers eftir að amma hans var í ástandinu með Fuhrer þegar hún stillti sér upp fyrir eitt af málverkum hans."
Ríkisrekna rússneska sjónvarpsstöðin NTV tók af honum DNA-sýni og flutt það til Moskvu til að prófa og bera saman við erfðaefni úr leifum Hitlers, sem virðist hafa verið sótt af hersveitum Stalíns sem réðust inn í byrgi einræðisherrans í Berlín árið 1945. En eru þetta raunverulegar mannvistaleifar Hitlers? Um það hefur staðið styrr lengi, og jafnvel haldið að meinta höfuðkúpubrotið af Hitler sé af konu. Og sama á við um kjálkabeinið sem á að vera úr Hitler. Það hefði því verið skynsamlegra að sækja DNA til ættingja Hitlers, lifandi eða dauðra.
Hins vegar segja nokkrir sagnfræðingar, eins og Anton Joachimsthaler og Sir Ian Kershaw, að ólíklegt sé eða ómögulegt að sanna faðerni sonar Hitlers, þó að DNA-próf í samanburði við eftirlifandi þekktan ættingja Adolfs Hitlers gæti leyst þetta. Engu að síður kom fram að þeir tveir deildu mjög sameiginlegum líkamlegum einkennum og blóðflokki.
En svo er það hin meinta barnsmóðir Hitlers. Hitler hefur einnig verið sagður hafa átt annan son með Unity Mitford, breskri félagsveru sem hafði verið í innsta hring Hitlers. Eftir sjálfsvígstilraun Mitford og heimför aftur til Bretlands eyddi hún tíma á Hill View Cottage, einkareknu fæðingarheimili í Oxfordshire.
Kenningin hélt því fram að Hitler og Mitford hefðu átt miklu nánara samband en áður hafði þekkst, og að Mitford væri í raun ólétt og hefði fætt son Hitlers, sem í kjölfarið var gefinn til ættleiðingar, og hver auðkenni hans var vernduð.
Blaðamaðurinn Martin Bright, sem fylgdi þessa kenningu eftir á að hafa birt fyrri grein um Mitford og rannsakaði fæðingarheimilið. Bright komst að því að Hill View Cottage var notað sem fæðingarheimili í stríðinu og um nærvera Mitford var stöðugur orðrómur um allt þorpið.
Skoðun í gegnum fæðingarskýrslur á skrifstofunni í Oxfordshire var einnig í samræmi við það sem tengiliður Bright hafði haldið fram um fæðingarheimilið, þar á meðal að það hefði verið stjórnað af frænku þeirra Betty Norton, en ekkert var um að Mitford hefði verið á heimilinu. Skortur á skjalavörslu á heimilinu var ekki óalgengt eins og skjalavörður hélt fram.
Bright hafði samband við systur Unity Mitford, Deborah, sem var síðasta Mitford-systranna sem enn voru á lífi á þeim tíma. Deborah vísaði kenningunni um barn Hitlers á bug sem "slúður þorpsbúa" en staðfesti að Unity hefði dvalið á fæðingarheimilinu til að jafna sig eftir taugaáfall.
Þegar hann leitaði til og spurði þjóðskjalasafnið fann Bright einnig skrá um Unity innsiglaða samkvæmt 100 ára reglunni. Hann fékk sérstakt leyfi til að opna það og komst að því að í október 1941 hafði Unity Mitford verið í samstarfi við giftan RAF tilraunaflugmann, sem Bright sagði "var haldbær sönnun þess að Unity gæti ekki hafa verið alveg eins ógilt sem hún átti að vera."
Kenningin um að Mitford fæddi barn Hitlers varð vinsæl í heimildarmyndinni Hitler's British Girl á Channel 4 sem fjallaði um rannsókn Brights. Einnig hafði komið í ljós að MI5 vildi yfirheyra hana eftir heimkomuna til Bretlands og það var aðeins fyrir milligöngu Sir John Anderson innanríkisráðherra sem hún var ekki handtekin. The Evening Standard skrifaði um þessa kenningu að "Unity hefði verið fús til að fæða barn Hitlers, helst í hjónabandi frekar en utan þess. Hún duldi aldrei ósk sína um að giftast Führer." Ólíkt Loret, var auðkenni þessa meinta sonar eða hvort hann sé til er enn óþekkt og er nánast ómögulegt að sanna, af þessum sökum hafa margir sagnfræðingar og þeir sem þekktu Mitford persónulega vísað ásökuninni á bug.
Hitler átti alsystur, Paula Hitlers sem lifði til 1960, barnlaus en með stuðningi fyrrverandi SS liða.
Það er kaldhæðnislegt, ef satt er, að Hitler hafi eignast son og af honum er kominn stór ættbogi. En börn eiga aldrei að erfa syndir forfeðranna og því kannski best að þau fái að lifa í friði. Gengis Khan er sagður eiga milljónir ofan milljónir afkvæma og blessunarlega vita fæstir þeirra af uppruna sínu. Fortíð er fortíð.
Bloggar | 16.2.2024 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar flokkar standa fast við hugsjónir sínar, jafnvel í mótbyr, uppskera þeir eins og þeir sá. Sjá mátti þetta í síðustu Alþingskosningum með glæstum kosningasigri Flokks fólksins en flokkurinn hefur verið staðfastur í baráttu sinni fyrir fátækt fólk, öryrkja og gamalt. Kjósendur vita að hverju þeir ganga. Þetta snýst um trúverðugleika.
Sama má segja um Miðflokkinn sem tók nokkuð mikla pólitíska áhættu með því að vekja athygli á óheftum innflutningi hælisleitenda. Þeir voru hæddir og smáðir, en nú virðast hrekkjusvínin á Alþingi, loks viðurkenna málstað þann hrekkta!
Á Facebook síðu Sigmund Davíðs má lesa eftirfarandi:
Bloggar | 16.2.2024 | 08:10 (breytt kl. 09:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er óhætt að segja að margt er á seiði í bandarískum stjórnmálum á hverjum tíma. Þetta misseri er undantekningalaust í þeim efnum. Stiklum á nokkrum málum.
Í frétt mbl.is í dag segir að Rússar séu taldi vilja kjarnorkuvopn í geimnum. "Formaður njósnanefndarinnar, Mike Turner, veitti þingmönnum aðgengi að gögnum sem varða alvarlega ógn við bandarískt þjóðaröryggi en frá þessu greindi fréttastofa CNN í dag.... meintar áætlanir Rússa um að koma kjarnavopnum á sporbaug um jörðu." Jón og Gunna sem lesa þetta segja vá er þau lesa fréttina á farsíma sínum og trúa þessu.
En þeir sem vita aðeins meir og fylgjast vel með, vita að Rússar eru ekki einu sinni komnir með þessa tækni en eru líklega að vinna að henni. Hvort þeim tekst það eða ekki, er annað mál. En efasemdamenn eins og bloggritari setur þetta í samhengi við fjárveitinguna til Úkraínu stríðsins sem Öldungadeildardeildin samþykkti en forseti Fulltrúardeildar neitar að taka málið á dagskrá og þar með engin fjárveiting í farveginum. Þarna á að æsa bandaríska borgara til að styðja fjáraustrið í Úkraínustríðið.
Repúblikanar vilja tengja nærri hundrað milljarða dollara lagapakka við nokkur verkefni; til Ísraels á annan tug milljarða, Úkraínu (60 milljarða), í ýmis smá verkefni og rest í aukna fjárveitingu í landamæragæslu. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni vilja hins vegar að landamæri Bandaríkjanna séu sett í forgang og fá að kjósa um hvert mál út af fyrir sig. Málið er í strandi þessa daganna. Mike Johnson forseti Fulltrúardeildarinnar (the speaker) hefur naumt umboð og hann veit að hann verður rekinn eins og fyrrverari hans ef hann stendur ekki í lappirnar.
Svo er það stórmálið með innanríkismálaráðherra Bandaríkjanna (heimavarnarráðherra kalla þeir embættið) Alejandro Mayorkas sem hefur verið ákærður fyrir embættisafglöp í starfi. Þetta er afar sjaldgæft en repúblikanar segja að þetta séu einstakir tímar og neyðarástand ríki á landamærunum. Hann er ákærður fyrir að framfylgja ekki lögum, en það er lögbrot rétt eins og það að fremja afbrot. Sjá fyrri grein bloggritara um málið. En hversu einstakt er málið?
Fulltrúardeildin (the House eða Húsið) hefur oftar en 60 sinnum hafið málsmeðferð fyrir ákæru vegna embættisafglapa. En það hefur aðeins verið lögð fram 21 ákæra. Þar á meðal eru þrír forsetar, einn ráðherra í ríkisstjórninni og einn öldungadeildarþingmaður. Af þeim sem voru ákærðir voru aðeins átta embættismenn fundnir sekir af öldungadeildinni og vikið úr embætti. Eins og staðan er í dag er Mayorkas kominn í málsmeðferð en deildin eða Húsið hóf athugun á að hvort eigi að ákæra Joe Biden fyrir embættisafglöp 12. september 2023. Það mál er í gangi. Það er munur á þessum málum.
Mayorkas er beinlínis ákærður fyrir embættisafglöp en rannsókn á hvort Biden eigi að vera ákærður fyrir embættisafglöp er í gangi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er nokkuð ljóst að dagar Joe Bidens á valdastóli eru taldir. Undanfarnir dagar hafa verið með ólíkindum en rannsókn sérstaks saksóknara Robert Hurs, á meðferð leyniskjala í fórum Joe Bidens, kom með ótrúlega niðurstöðu.
Niðurstaða rannsóknar Hurs er að vissulega hafi Biden brotið af sér (hafði engan rétt sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti að taka með sér leyniskjöl heim eða í Kínahverfi) en niðurstaða sín væri að Biden væri góðviljað gamalmenni með minnisleysi sem kviðdómur ætti erfitt með að dæma. CBS sem er demókrata fjölmiðill segir "Special counsel finds Biden "willfully" disclosed classified documents, but no cirminal charges warrented."
Stjórnmálaskýrendur (líklega ekki þeir sem RÚV notar) segja þetta vera pólitíska aftöku, hann eigi sér ekki viðreisnarvon eftir þetta. Enda segja 86% Bandaríkjamanna að hann sé of gamall til að gegna embættinu. En forvígismenn demókrataflokksins eru þrjóskir og óvíst er því hvort Biden haldi áfram eða ekki. Ef hann þrjóskast áfram, verður reynt að virkja 25. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna sem fjallar um vanhæfi forseta. Sumir segja að andstæðingar Bidens innan demókrataflokksins hafi hleypt varðhunda sína, frjálslindu fjölmiðlanna, á klíkuna í kringum Biden sem raunverulega hefur völdin. Jill Biden er sögð stýra á bakvið tjöldin eiginmanni sínum enda er maðurinn kominn með minnisglöp á háu stigi. Ástand hans á bara eftir að versna og þeir sem eru glöggir sjá mun á Biden frá 2020 og 2024.
Bloggritari hefur lengi spáð að Biden muni ekki vera í framboði í nóvember í ár. En hver tekur við? Kamala Harris er afar óvinsæl og enginn vill hana. Í raun hafi hún verið helsta trygging klíku Bidens í að koma í veg fyrir Repúblikanar lögsæki Biden, því enginn, ekki einu sinni demókratar, vilja hana í starfið.
Michelle Obama hefur verið nefnd og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforínu, sem er nú tæknilega séð gjaldþrota, með 520 milljarða dollara skuldir á bakinu 2023. Michelle segist ekki vilja starfið en er það satt? Hún er sögð eiga mikla möguleika á móti Trump en Newsom litla. Robert Kennedy jr. er enn í framboði en nú sem sjálfstæður frambjóðandi.
Og að lokum, stóra myndin. Miklir flutningar eru innan Bandaríkjanna þessi misseri. Margir flýja bláu ríkin - þar sem demókratar ráða ríkjum, yfir til rauðu ríkjanna - undir stjórn repúblikana. Los Angeles Times greindi frá því að fólk sem fór frá Kaliforníu væri meira en 700.000 fleiri en nýliðar á milli apríl 2020 og júlí 2022. Nettófjöldi brottflutnings í Kaliforníu náði 407.000 sem er met á milli júlí 2021 og júlí 2022 og það þrátt fyrir að ólöglegir innflytjendur streymi inn í ríkið frá latnesku Ameríku. 75 þúsund manns yfirgáfu ríkið 2023 umfram innflutta.
Íbúum New York borgar hefur fækkað um næstum hálfa milljón á árunum 2020 til 2022 - dregist saman um 5% - samkvæmt nýrri skýrslu ríkiseftirlitsmanns New York. New York ríki er eitt af átta ríkjum þar sem fækkaði íbúum árið 2023, samkvæmt upplýsingum frá Census Bureau. Ríkið missti 102.000 manns, mest af öllum ríkjum samkvæmt gögnum.
Hér eru sjö önnur ríki sem urðu fyrir fólkstapi á árið 2023 samkvæmt Census Bureau:
Kalifornía: 75.423.
Illinois: 32.826.
Louisiana: 14.274.
Pennsylvanía: 10.408.
Oregon: 6.021.
Hawaii: 4.261.
Vestur-Virginía: 3.964.
Hvað eiga þessi ríki sameiginlegt? Þau eru öll rekin og stjórnuð af demókrötum. En hvert fer fólkið? Það fer til ríkja sem eru stjórnuð af repúblikönum. Fyrst og fremst til Flórída, Texas og Suður Karólínu.
Hér eru 10 ríkin sem sáu mestu fjölgun fólks frá júlí 2022 til júlí 2023, samkvæmt Census Bureau:
Texas: 473.453.
Flórída: 365.205.
Norður-Karólína: 139.526.
Georgía: 116.077.
Suður-Karólína: 90.600.
Tennessee: 77.513.
Arizona: 65.660.
Virginía: 36.599.
Fólkið flýr fátækt, ofur skatta, eiturlyfjafaraldur, glæpi og verðbólgu. Spurningin er hvort að fólkið taki með sér hugmyndafræði demókrata eða hvort það sé búið að fá nóg og kjósi repúblikana? En nokkuð ljóst er að við þetta breytist valdahlutföllin í Fulltrúadeildinni. Í henni sitja 435 þingmenn, og fer fjöldinn eftir íbúafjölda hvers ríkis.
Eftir manntalið 2020 fengu fimm ríki eitt þingsæti (Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína, Oregon) og Texas fékk tvö sæti. Demókratar dæla inn ólöglega innflytjendur í landið sem þeir telja vera framtíðar kjósendur flokksins en hafa þeir undan fólksflóttanum úr ríkjum demókrata? Næsta taldning er áætluð 2030.
Spennandi tímar eru framundan.
Bloggar | 15.2.2024 | 08:48 (breytt kl. 17:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Repúblikanar í fulltrúadeild bandaríska þingsins saka heimavarnarráðherra um að taka fjölgun ólöglegra innflytjenda vettlingatökum. Stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í störfum ráðherrans." segir í frétt RÚV.
Hvaðan sækja fréttamenn RÚV sínar upplýsingar? Að stjórnmálaskýrendur segja engar afgerandi sannanir vera um embættisafglöp í starfi? Eru fréttamenn ekki starfi sínu vaxnir? Bloggritari hefur séð hneykslan margra stjórnmálaskýrenda, sem er ansi stór hópur, sem furða sig á stefnu Bidens með Mayorkas í fyrirsvari í hælisleitendamálum sem eru mál málanna í Bandaríkjunum í dag.
Frá fyrsta degi Joe Bidens í embætti hefur ríkisstjórn hans unnið með afgerandi hætti að halda landamærum Bandaríkjanna opnum. Fyrsta stjórnvaldsákvörðun Bidens var að afnema stefnu Trumps að hælisleitendur eigi að sækja um vernd í fyrsta landi sem þeir fara um, sem er Mexíkó. Í öðru lagi, hætti hann allar framkvæmdir á landamærunum og hætti að reisa landamæraveggi. Nægt fjármagn var til að leggja 200 km í viðbót en Trump lagði um 500 km í valdatíð sinni. Landamærin eru rúmlega 1900 km löng. Umsóknir hælisleitenda í valdatíð Trumps voru í lágmarki og í raun aldrei eins fáar í sögunni.
Sem dæmi um sekt Mayorkas er að starfsmenn hans eru að rífa niður gaddavíra sem stjórnvöld í Texas lögðu (á eigin landi að sögn), sem löngu eru búin að missa þolinmæðina, og stendur Mayorkas í málaferlum við ríkisstjóra Texas um málið. Texas hefur lýst yfir neyðarástandi og kalla allan þennan fjölda innrás. 25 aðrir ríkisstjórar hafa lýst yfir stuðningi við Texas og sent þjóðvarðliða til aðstoðar á landamærunum.
10+ milljónir manna hafa gengið yfir landamæri Bandaríkjanna síðan Biden tók við völdin, án þess að vera meðhöndlaðir af landamæravörðum. Þeim er bara veifað áfram inn í landið. Hlutfallslega er þetta sami fjöldi og sækir um hæli á Íslandi og sama staðan er í báðum ríkjum, innviðirnir ráða ekki við þetta.
Fólkið fer inn í svokallaðar "friðhelgisborgir" og friðhelgisríki" demókrata og sest þar að í forgangi fram yfir fátæka Bandaríkjamanna með húsnæði og fæði (sama og á Íslandi). Fátækt og glæpir eru að sliga allt. Glæpahringirnir mexíkósku græða á tá og fingri stjarnfræðilegar upphæðir.
Þeir græða svo mikið á innflutningi ólöglegra innflytjenda að þeir setja þá í forgang yfir eiturlyfin sem þeir lifa venjulega á en innflutningur þeirra á fentanyl, ættað frá Kína, drepur um 100+ þúsund manns árlega í Bandaríkjum.
Bloggritari hefur fylgst með yfirheyrslum Bandaríkjaþings yfir Mayorkas í þessu þrjú ár sem hann hefur sinnt starfinu og svör hans eru með ólíkindum er hann er spurður um stefnu ríkisstjórnar Bidens. Mayorkas, í nafni ríkisstjórnar Bidens, hefur klárlega brotið gildandi lög um meðhöndlun hælisleitenda. Framkvæmdarvaldið - ríkisstjórn Bidens ber að framfylgja gildandi lög. Sama er upp á teningnum á Íslandi. Farið er í kringum lögin, fólk jafnvel sótt erlendis, sem hefur ekki einu sinni sótt um hæli formlega á landamærum Íslands.
Innan um allan þennan fjölda leynast menn á hryðjuverkalista og skipta þeir hundruðum sem bandarísk yfirvöld hafa handsamað (og sleppt?) fyrir utan allan þann fjölda sem landamæraverðir ná ekki í. Sá fjöldi er óþekktur. Er ekki furða að málaflokkurinn er stjórnlaus? Það er einstakt að æðsti embættismaður Bandaríkjastjórnar sé sóttur fyrir embættisafglöp í starfi (nánast aldrei gert) og sýnir alvarleikann í málinu.
Að lokum vaknar sú spurning hvort að blaðamenn/fréttamenn sem veljast til starfa á íslenskum fjölmiðlum séu starfi sínu vaxnir og hafi réttan bakgrunn og menntun í starfið? Af hverju er ekki valinn sérfræðingur í bandarískum málefnum til starfa? Bloggritari fylgist náið með bandarískum stjórnmálum og getur fullyrt að það er fullt starf að gera það. En það er líka árangursríkt, því þarna gerast hlutirnir í heimsmálunum.
Hér er frétt RÚV: Fulltrúadeildin samþykkir kæru á hendur heimavarnarráðherra
Og hér ein af yfirheyrslum heimavarnarnefndar fulltrúardeildarinnar yfir honum og sjá má hversu vanhæfur maðurinn er til starfa (afneitun veruleikans):
Bloggar | 14.2.2024 | 08:39 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020