Óbreytt stefna í útlendingamálum?

Svo er ekki annað hægt að sjá við lestur þessarar fréttar:

Sammælast um aðgerðir í útlendingamálum

Það er ekki annað en að sjá að verið sé að bjóða á upp á betri þjónustu, sem þegar er betri en fyrir Íslendinga, í húsnæðismálum, atvinnumálum o.s.frv.  Opna á betur landamærin út fyrir EES svæðið, sjá þessa setningu: "Áfram verður unnið að á nýju og skil­virk­ara kerfi um at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga utan EES sem miðar að því að opna ís­lensk­an vinnu­markað bet­ur fyr­ir rík­is­borg­ur­um landa utan EES."

Það á aðeins að snurfussa kerfið, sparsla í litlu götin á landamæraveggnum en stefna er áfram sú sama. Sjá þessa litlu aðgerð sem gerir lítið en að auka flækjustigið og möguleika hælisleitenda að sækja um þótt í orði kveðnu hljómar þetta eins og hertar aðgerðir:

"Ráðist verður í breyt­ing­ar á reglu­verki á sviði vernd­ar­mála til sam­ræm­ing­ar við lög­gjöf á Norður­lönd­um, m.a. af­nám sér­ís­lenskra málsmeðferðarreglna, lengd dval­ar­leyfa og skil­yrða á rétti til fjöl­skyldusam­ein­inga."

Vandamálið er að ekki er farið eftir íslenskum lögum í málaflokknum og Alþingið sjálft hefur hlaupið eftir fólki út í heim og sótt það hingað heim. Nú er ríkisstjórnin að sækja hóp erlendis til Íslands, á sama tíma og hún boðar aðgerðir (erfitt er að sjá hvort hún er að boða hertari aðgerðir eða opna frekar fyrir hælisvist? Kannski bæði í einu?). Fylgir hljóð mynd?

Miðað við frétt visir.is af þessu máli, virkar hér um miklar breytingar sé að ræða. En mun þetta virkilega stöðva eða jafnvel hæga á hælisumsóknar flóðinu?

Yfirlýsingin sjálf er varla pappírsins virði. En hvernig verða lögin? Það eitt skiptir máli. Hvort er VG eða Sjálfstæðisflokkurinn að blekkja okkur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Tók eftir annarri setningu sem segir að umsækjandi fái allt að 180 daga á báðum stjórnsýslustigum. Ef ég skil þetta rétt þá getur umsækjandi verið á framfæri skattgreiðenda í 6 mánuði!!!

Svo getum við ekki einu sinni fengið húsnæði fyrir alla Grindvíkinga. Þetta er bara alger heilasteypa.

Rúnar Már Bragason, 21.2.2024 kl. 10:42

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Rúnar, það má spyrja fulltrúar hverja eru þingmenn? Ekki Íslendinga!  Þetta er alveg galið ástand á Íslandi. Ríkiskassinn tómur, ekkert skorið niður og mokað endalaust í hælisleitenda hítina. Undirritaður væri ekki að skrifa um útlendingamál ef þetta kæmi ekki persónulega við alla sem búa á Íslandi efnahagslega. Við erum með lélegustu heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum og ekki batnar ástandð ef þúsundir bætast við árlega sem áætlanir gera ekki ráð fyrir.

Birgir Loftsson, 21.2.2024 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband