Holur hljómur hjá Samfylkingunni

Pólitískur vindhaninn má kalla slíkan flokk sem segir eitt í dag en annađ í gćr. Flokkurinn varđ allt í einu vinsćll á ný eftir mörg mögur ár í pólitík. Flokkurinn á stóran ţátt í hruninu og eftirmála ţess og ţađ birtist í fylginu sem var lítiđ lengi vel.

Hvađ er ţađ sem hefur breyst hjá Samfylkingunni? Ekkert í raun nema ađ skipt var um skipstjóra. Hćgri kratinn, Kristrún Frostadóttir, var kosin til valda. Hún virkar geđţekk út á viđ og virđist bođa ferskar áherslur hjá flokknum. 

Flokkurinn var kominn langt til vinstri undir forystu Loga Einarssonar og formađurinn virtist ekki hafa kjörţokka sem heillar kjósendur.

Guđ­­­mundur Árni Stef­áns­­­son, odd­viti Sam­­­fylk­ing­­­ar­innar í Hafn­­­ar­­­firđi,var vinsćll á sínum tíma og hann ţví dreginn úr geymslu í varaformannsembćttiđ. Tvíeykiđ virkar vel út á viđ.

Ţessi nýja forysta (ekki stefna í raun) virđist ćtla ađ taka nćstu kosningar og komast til valda. Styrrinn sem nú er um flokkinn eftir ađ Kristrún sagđist vilja stunda raunsćisstefnu í hćlisleitendamálum skiljanlegur enda ekki hćgt annađ miđađ viđ ađ hćlisleitendakerfiđ er falliđ. Mesta andstađan kemur úr hennar eigin flokki. Kjósendur ćttu ţví ađ hafa varan á viđ málflutning rétt fyrir kosningar um breytta stefnu. Ţetta er kosninga ţvađur sem samţingsmenn hennar munu hunsa er ţeir komast til valda. Kristrún, ţótt öflug er, er ekki ein í flokki.

Hér er í raun alvöru stefna Samfylkingarinnar í málefnum hćlisleitenda: Opnum fađminn 

Hér koma gullmolar úr greininni sem er frá september 2021: "Samfylkingin vill taka viđ fleira fólki á flótta." Og "Lykilatriđi er ađ greiđa leiđ fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag...."

Úlfur í sauđgćrum er gamalt og gott orđtiltćki og ţađ á viđ um Samfylkinguna. Flárćđi og flámćli fer alltaf vel í múginn sem lćtur alltaf blekkja sig á fjögurra ára fresti. 

Nota bene, aukiđ fylgi Samfylkingarinnar má rekja til fylgishrun VG.  Ţađ er bara ţannig ađ vinstri kjósendur flakka á milli vinstri flokkanna, eftir ţví hver er vinsćlastur. VG er út og Samfylkingin inni. Annars hafa vinstrisinnađir kjósendur um marga flokka ađ velja, Pírata, Viđreisn, Sósíalistaflokk Íslands, VG og Samfylkinguna og ef í harđbakkann slćr, má kjósa pólitíska viđundriđ Framsókn sem er til í allt međ öllum.

Enn eitt nota bene, fyrir ţá sem eru hrifnir af bálkninu og háa og aukna skatta, ţá er Samfylkingin flokkur sem á ađ kjósa. Kristrún beinlínis bođađi tekjutilfćrslur úr vasa millistéttarinnar í vasa lágstéttrinnar. Og aukna skatta á vörur og ţjónustu - vei fyrirtćkjaeigendur.

Gullmoli úr greininni Jafnađarstefna í efnahags- og atvinnumálum ..."...međ réttlátu skatt- og tilfćrslukerfi sem jafnar lífskjör, spornar gegn ţví ađ auđur safnist á fárra hendur og tryggir afkomuöryggi allra."  Hvađ ţýđir ţetta á mannamáli? Sama tuggann sem marxistar hafa haldiđ fram í áratugi, ađ auđmenn séu vondir (ţótt ţeir séu uppspretta skatta og stćkkunnar ţjóđarkökunnar og halda uppi velferđakerfinu). Án fjármagns og fjármagnseigendur, vćri ekkert velferđakerfi á Íslandi og fólkiđ hefđi ekki vinnu og ríkisapparatiđ gćti ekki rekiđ sig. Ekki býr ríkiđ til pening. Punktur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einn stór ţáttur er ađ Helga Vala er hćtt og farin
Mamma sáluga var yfirleitt međ stillt á sjónvarpsútsendingar frá Alţingi. Ţá brást ţađ ekki ađ Helga Vala var alltaf mćtt í pontu ef eitthvađ var minnst á hćlisleitendur

Grímur Kjartansson, 19.2.2024 kl. 14:06

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Mikiđ rétt Grímur. Ein manneskja getur valdiđ mikiđ tjón. 

Birgir Loftsson, 19.2.2024 kl. 15:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband