Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024

Hver á Vestmannaeyjar?

Vestmannaeyjar

Danakonungur stýrði Ísland sem hjálenda, þar á meðal Vestmannaeyjar, í nokkrar aldir. Danmörk og Noregur voru í ríkissambandi frá 1380 til 1814 og á þessum tíma var Ísland undir dansk-norskri stjórn. Eftir lok Napóleonsstyrjaldanna var Noregur framseldur til Svíþjóðar árið 1814 og Danir héldu Íslandi. Nokkur styrr stóð um stöðu Íslands um miðja 19. öld, þegar danska ríkið var endurskipulagt og Danakonungur missti völd sín (einveldið á enda). Jón Sigurðsson sagði að Íslendingar hefðu gert persónu samning við Noregskonungs um 1262 um yfirráð hans á Íslandi, ekki að Íslandi hefði verið innlimað í Noreg eða Danmörku síðar.  Sjá Gamla sáttmálann. Danir réðu því litlu um Íslandsmál sagði Jón og Íslendingar almennt.

Stjórnskipunarleg staða Íslands breyttist ekki þegar Kalmarsambandið var komið á og Norðurlönd sameinuðust í eitt ríki. Samband og samskipti Íslands við aðrar Norðurlandaþjóðir á 15. öld og fram um miðja 16. öld stóð á bláþræði þegar Danakonungur náði raunverulegri fótfestu á Íslandi. Danakonungur eignaðist Vestmannaeyjar á 15. öld. Þær voru í gegnum aldir taldar einkaeign hans (ekki danska konungsríkið) og hann talaði með væntumþykju um "min Vestmanöerne". Þær voru drjúgar að afla fé í rekstur hirðar hans. En hann átti í mestu erfiðleikum með að halda eyjunum því að Englendingar tóku eyjarnar með valdi og það þurfti vald til að endurheimta þær. Þeir meira segja reistu virki, sem þeir kölluðu the Castle eða bara kastalinn, til að tryggja með valdi rétt sinn. En Eyjarnar voru komnar örugglega í hendur Danakonungs með einokunarverslunina 1602.

En hvenær þær fóru formlega úr eigu hans, veit ég ekki. Kannski aldrei? Sjá forsöguna hér rakta að neðan. Hann á því kröfur í búið ef hann nennir að sækja málið.

Árið 1918 gekk Ísland í persónusamband við Dani með sambandslögunum sem viðurkenndu Ísland sem fullvalda ríki í bandalagi við dönsku krúnuna. Þetta fyrirkomulag hélst þar til Ísland varð að fullu sjálfstætt lýðveldi 17. júní 1944 og sleit því sambandi við dönsku krúnuna.

En málið er flóknara en þetta. Hálendi Íslands var einskins manna land í gegnum aldir, var í raun almenningur fram á 20. öld. Bændur áttu afrétti, en það er ekki bundið eignarrétti, heldur afnotarétti.  En vegna þess að réttur er orðinn aldargamall, er hann nánast ígildi eignarrétti.

Íslenska ríkið stóð í styr alla 20. öldin við útlendinga að ná yfirráðum yfir hafsvæðinu í kringum Ísland og hafði fullan sigur 1976.  Svo varð hlé en um aldarmótin en þá fóru stjórnvöld að huga að að ná yfirráðum - setja formlega undir ríkiseign - hálendi Íslands. Almenninginn mikla. Og ríkið hefur sölsað undir sig með góðu eða illu (með fullþingi dómstóla) nánast allt hálendið. Óbyggðasnefndin hefur mikil völd á því sviði. Bloggritari veit ekki stöðuna á því máli, hvort ríkið er búið að eignast allt hálendið eða ekki. Virðist ekki hafa náð tangarhaldi á Austurlandi öllu.

Nú virðist vera kominn tími á Vestmannaeyjar (eyjar og útsker) og nú vill ríkið sölsa undir sig landsvæði á fyrrum einkaeign Danakonungs - Vestmannaeyjar. En hver á hvað? Er íslenska ríkið, lýðveldið Ísland stofnað 1944, arftaki Danakonungs? Eða hefur eignarhald á ýmsum hlutum Vestmannaeyjar verið í einkaeigu eða í eigu sveitarfélagsins Vestmannaeyjarbæ?  En líklega getur ríkið eignað sér hraunið sem rann úr Helgafelli (sanna má að enginn áttti áður) eða Surtsey sem reis úr hafi í landhelgi íslenska ríkisins.

Vill Vestmannaeyjar og Heimaey að hluta

 

Ríkið kallar allan almenning þjóðlendur (almenningur er land sem enginn á). Þjóðlenda er bara ríkiseign, rétt eins og ríkisjarðir - bújarðir sem ríkið hefur eignast í gegnum tíðina. Ríkið verður að sanna að það eigi kröfurétt í landið.  Grípum niður í frétt Morgunblaðsins:

"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.

Á meðal krafna ríkisins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagosinu árið 1973. Þar að auki er til dæmis gerð krafa um að Stórhöfði, Skansi og aðrir hlutar Heimaey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vestmannaeyjum, eins og til dæmis Elliðaey, Bjarnarey og Surtsey.

Þetta kemur fram í tilkynningu óbyggðanefndar."

En hvernig getur ríkið sannað eignarrétt sinn?

„Í kröfugerð fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins er svæði 12 skipt í átta hluta. Í meinin atriðum er beitt útilokunaraðferð, þ.e. lýst kröfum sem taka til allra eyja, skerja og annarra landfræðilegra eininga utan meginlandsins en innan landhelginnar sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru, að undaskild­um til­teknum eyjum eða hlutum þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Aðferðafræðin er ekki merkilegri en það að útilokunaraðferð er beitt og krafa gerð til lands (sem kannski enginn pappír er til fyrir) að það sé sjálfkrafa eign ríkisins! Þvílík ósvífni í íslenska ríkinu!

Yfirlit yfir eignarhald á Vestmannaeyjum:

1) Í eigu einstakra manna eða ætta fram um miðbik 12. aldar.

2) Magnús Einarsson Skálholtsbiskup 1134—1148 keypti nær allar Vestmannaeyjar undir stólinn smám saman, að því er ætlað er, og hugði biskup að setja þar upp klaustur. Góð búbót fyrir Skálholtsbiskupsstól.

3) Eignarumráðum Skálholtskirkju yfir Vestmannaeyjum lauk með því að þær urðu konungseign. Óljóst er sumt um þetta en líklega komust þær í konungseign á öndverðri 15. öld með makaskiptum eða kaupum. Eignayfirfærslan á jarðagóssi eyjanna til konungs hafi átt sér stað um leið og konungi voru afhentar eignir Árna Skálholtsbiskups Ólafssonar, vegna skulda, líklega um 1419 er hann var á leiðinni til Noregs. í kærumálum Hannesar hirðstjóra Pálssonar, sem miðuð eru við árin 1420—1425, er hann flutti fyrir ríkisráðinu í Englandi vegna Danakonungs út af yfirgangi og ásælni enskra kaupsýslu- og útgerðarmanna í Vestmannaeyjum...Í upphafsorðum þessara kærumála segir: „Westmannö pertinet ad regem norvegie specialiter omni jure ita quod non habet ibi aliquis nisi solus rex norvegie“. Hér segir beinum orðum, að enginn eigi neitt tilkall til eyjanna eða nokkurs þar nema konungur einn.

4) Konungur hefir snemma selt Vestmannaeyjar á leigu með árlegum landskyldum og tollum sem lén.

5) Í konungsbréfum og tilkynningum frá fyrri tímum er svo að sjá sem Vestmannaeyjar hafi verið skoðaðar á stjórnarfarslegan mælikvarða sem annað en sjálft Ísland.“ „Í Voru ríki Íslandi og í Vestmannaeyjum“, „Wort og Norges Kronenns land Wespenö hoes Wort land Island liggendis“, sbr. konungsbréf um leigu á Vestmannaeyjum um miðja 16. öld… „Alt Wort land Ísland og Vestmannaeyjar“. Mætti að vísu segja um þennan sérstaka landshluta, Vestmannaeyjar, er voru persónuleg eign konungs, að þær væru í fyllsta máta heimalenda konungs. Lutu og eyjarnar ýmsum öðrum boðum og lagafyrirmælum en aðrir landshlutar lengi.

6) Verzlun landsins var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, sbr. konungsbréf 18. ágúst 1786 og auglýsingu sama dag um skilyrði fyrir hinni frjálsu verzlun. Í nefndri auglýsingu 18. ágúst voru og ákvæði um, að sex tilgreindir verzlunarstaðir hér á landi skyldu öðlast kaupstaðarréttindi. Meðal þessara sex helztu verzlunarstaða voru og Vestmannaeyjar. Undir Vestmannaeyjakaupstað voru lögð þessi héruð, sbr. tilskipun um fríheit kaupstaðanna 17. nóv. 1786.“ Segir í Sögu Vestmannaeyja, II. Bindi, sjá slóð hér að neðan.  Þar með er Vestmannaeyjarbær (-kauptún) orðinn að lögaðila og afhent af hendi Danakonungs í hendur sveitarfélagsins Vestmannaeyjar!!!

Heimild: Saga Vestmannaeyja II./ I. Vestmannaeyjar verða konungseign.

https://heimaslod.is/index.php/Saga_Vestmannaeyja_II./_I._Vestmannaeyjar_ver%C3%B0a_konungseign

Lokaorð

Ríkið, það er ég sagði Lúðvík 14. Frakkakonungur. Það á kannski við um einveldiskonunga en ekki í dag. En ríkið er ekki ég eða þú. Íslendingar eru ekki þegnar íslenska ríkisins, heldur frjálsir borgarar. Og heldur ekki sveitarfélög landsins. Þau eru ekki ríkið.

Ríkið er lögaðili, rétt eins og sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Það getur því unnið á móti hagsmunum mínum eða þínum. Ríkið er hættulegur og erfiður andstæðingur. Það hefur allt það fjármagn sem það þarf til að reka svona mál sem kosta mikið fé að reka. Þetta er því ósanngjörn barátta en sveitarfélög ættu þó að geta staðið betur í ístaðið en einstaklingar með sitt fjármagn. 

Nota bene, þessi þjóðlendisstefna hefur verið í gangi í áratugi og því ekki handverk eins eða neins flokks.


TikTok loftförin og önnur óþekkt loftför

TikTok förin

Það varð frægt um árið þegar svo kölluð Tik Tok loftförin (hvað það á að kalla svona fyrirbrigði) komu upp á yfirborðið en bandaríski flugherinn birti myndbönd af eltingaleik herþota þeirra við þessi óþekktu för. Í fyrra fóru fram yfirheyrslur yfir sérfræðingum á þessu sviði og ótrúlegir hlutir voru afhjúpaðir.

Áður var þetta sérsvið "furðufugla", sérvitringa, sem enginn alvöru fjölmiðill tók alvarlega. En samsæriskenning getur bæði verið sönn eða ósönn. Við erum rétt að uppgötva alheiminn en talið er að um tveir milljarða vetrabrauta séu til, þ.e. sem eru sjáanlegar. Margt sem við vitum ekki eða skiljum. Efasemdir eru núna um bing bang - mikla hvell kenninguna þessa daganna.

En kíkjum á TikTok fyrirbrigðið sem kom upp á yfirborðið (af hverju er flugherinn að birta þetta núna þegar hann hefur verið í afneitun síðan Roswell atvikið átti sér stað 1947?).

TikTok geimskipa tilvikið vakti mikla athygli árið 2020 og rataði meira segja í íslenska fjölmiðla sem er ekki vanalegt. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að það eru engar trúverðugar vísbendingar sem styðja þá hugmynd að TikTok myndbandið hafi sýnt geimskip eða UFO frá geimnum, bara óþekkt loftfar sem fór á ógnarhraða um láð og leg!

TikTok myndbandið sem um ræðir sýndi hraðvirkan, óþekktan hlut sem tekinn var upp af flugmönnum bandaríska sjóhersins. Tækjabúnaður herþota er orðinn það góður, að hlutir sem sáust ekki áður, sjást núna með nýrri tækni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti síðar að myndbandið væri örugglega tekið af sjóhernum og að hlutirnir sem sáust á myndböndunum væru „óþekkt loftfyrirbæri“ (UAP). Hugtakið „UAP“ er notað til að lýsa óþekktum hlutum á himni sem hafa ekki augljósa skýringu, en það þýðir ekki endilega að geimvera sé til staðar sem stýrir!

Í stuttu máli sýnir TikTok myndbandið óþekkt fyrirbæri úr lofti, en eðli hlutarins er enn óþekkt og það er ekki nákvæmt að flokka það endanlega sem geimskip eða UFO (FFH) í skilningi geimveru uppruna. Vísindamenn og vísindamenn halda áfram að rannsaka slík atvik til að skilja og flokka þessi fyrirbæri betur.

það eru fjölmargar mögulegar skýringar en að þetta sé geimveru fyrirbrigði, þar á meðal náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og sjónblekkingar. Kíkjum á nokkrar nátttúrulegar skýringar.

FFH = Fljúgandi furðuhlutur eða UFO.

ÓLF = Óþekkt loftfyrirbæri eða UAF sem kemur í stað UFO.

Náttúrlegar skýringar á ÍLF (e. UFP)

Hér fær bloggritari hjálp frá ChatGPT. Náttúrufyrirbæri. Ákveðin fyrirbæri í andrúmslofti og himnum geta skapað óvenjulegar sýnir sem gætu verið rangtúlkaðar sem óþekkt fljúgandi fyrirbæri. Þetta felur í sér loftsteina, frávik í andrúmslofti eða óvenjulegar skýjamyndanir.

Manngerðir hlutir. Stundum er hægt að bera kennsl á herflugvélar, tilraunaflugvélar, dróna og aðra manngerða hluti, sérstaklega þegar þeir fljúga á miklum hraða eða sýna óhefðbundið flugmynstur.

Sjónblekkingar. Ýmsar sjónræn áhrif, svo sem spegilmyndir, ljósbrot og speglanir, geta skapað sjónskekkjur sem geta verið skynjaðar sem óþekktir fljúgandi hlutir.

Blöðrur og lítil óstíf loftför. Stórar blöðrur, loftbelgir eða önnur loftborin mannvirki geta virst ókunnug eða undarleg, sérstaklega við ákveðnar birtuskilyrði, sem gerir þá að hugsanlegum frambjóðendum fyrir FFH-sýn.

Gervihnettir og geimrusl. Gervitungl, eldflaugastig og annað geimrusl geta verið sýnilegt frá jörðu og getur verið rangt fyrir óþekktum hlutum sem fara um himininn.

Gabb og rangtúlkanir. Sumar FFH-sýnir eru vísvitandi gabb eða rangtúlkanir á hversdagslegum atburðum. Í sumum tilfellum getur fólk viljandi búið til rangar FFH-skýrslur til athygli eða skemmtunar.

Óhefðbundin flugvél. Óhefðbundin eða rangt flokkuð herflugvél, drónar eða tilraunafrumgerðir gætu verið rangt greindar fyrir FFH vegna einstakrar hönnunar þeirra og getu.

Gerðir "geimskipa"

Þegar fólk greinir frá því að sjá UFO (óþekkta fljúgandi hluti) eða óþekkt loftfyrirbæri (UAP), ber að hafa í huga að hugtakið "UFO" þýðir ekki endilega geimveru uppruna; það þýðir einfaldlega að áhorfandinn getur ekki greint hlutinn. Hér eru nokkrar algengar tegundir FFH (UFO) forma eða eiginleika sem tilkynnt er um:

Diskar eða undirskálar. Þetta er klassísk FFH lögun sem oft er lýst í dægurmenningu. Vitni lýsa kringlóttum eða skífulaga hlutum með eða án hvelfingu ofan á.

Sívalingar. Sumar FFH-sýnir taka til sívalninga, sem geta verið mismunandi að stærð og lit. Þessir hlutir geta sást sveima eða hreyfast um himininn.

Þríhyrningar. Þríhyrningslaga FFH (UFO) er oft tilkynnt. Vitni lýsa stórum, hljóðlátum þríhyrningum með ljósum á hornum eða meðfram brúnum.

Vindlingar eða sívalur lögun: Líkt og sívalningar, er greint frá ílangum vindlalaga FFH. Þessir hlutir geta verið sléttir eða með útskotum eftir lengd þeirra.

Kúlur eða egglögun. Sumar FFH-sýnirnar taka til fullkomlega hringlaga eða kúlulaga hluti. Þetta geta verið kyrrstæð farartæki eða sýnt óreglulegar hreyfingar.

Ílangt eða egglaga. Vitni lýsa stundum FFH sem eru ílangar eða í laginu eins og egg. Þessir hlutir geta verið sléttir eða með áferð.

Fljúgandi vængir. Tilkynnt er um FFH með væng-eins eða búmerang lögun. Þessir hlutir geta verið með ljós meðfram brúnum sínum og virðast stundum vera gagnsæir.

Tára- eða akorn lagaður. Sumir sjá FFH lýst sem táralaga eða líkjast akarn. Þessir hlutir kunna að hafa ljós eða eiginleika meðfram líkama/grind sinni.

Demantar eða tígullaga. Tilkynnt hefur verið um FFH með tígul eða tígulega lögun. Þessir hlutir geta snúist eða sýnt óhefðbundið flugmynstur.

Síbreytileg lögun. Í sumum tilfellum lýsa vitni UFO sem geta breytt lögun sinni eða breytt í mismunandi form við athugun.

Stundum birtist þessi loftför upp úr þurru. Það eins og þau hafi leyndarhjúp (sem við mennirnir getum þegar gert) sem er ekki sýnilegur berum augum.


Það er mikilvægt að hafa í huga að margar FFH-sýnir hafa trúverðugar skýringar, svo sem ranga auðkenningu á hefðbundnum flugvélum, veðurfyrirbæri eða manngerðum hlutum. Aðeins lítið hlutfall tilkynntra FFH er enn óþekkt eftir nákvæma rannsókn. Vísindamenn og aðrir nálgast þessar skýrslur með aðferðafræðilegu og efins hugarfari og leitast við að skilja eðli þeirra fyrirbæra sem sést áður en þeir íhuga framandi möguleika.

Svo eru það alvöru manngerð geimskip.

"Space shuttle"  eða geimferjan sem NASA notaði á tímabili er fyrsta margnota geimfarið. Svo sprakk Challenger í loft upp og tími geimferja var á enda.

"Spacex rocket" eða Spacex eldflaugin er það farartæki sem á að senda "Starship" eða "stjörnuskip" Spacex til tunglsins og Mars. Sjá slóðina: Starship

Kannski að bloggritari skrifi um stjörnuskipið í annarri grein en nú er nóg komið í bili. Það eru spennandi tímar framundan í geimferðum mannkyns. Það sem áður var vísindaskáldskapur, er nú raunveruleiki. 

 


Trump og NATÓ

Hér er athyglisverð frétt sem fjölmiðlar finnst gaman að velta sér upp úr. En það er samskipti Trumps og NATÓ. Það kom berlega fram er hann var forseti að honum fannst NATÓ ríkin draga lappirnar í framlög til varnarmála.  Flest ríkin greiddu um 1% af vergri landsframleiðslu til varnarmála en yfirlýst markmið var 2%. 

Það er þessi setning sem gerði allt vitlaus er Trump sagði í ræðu á kosningafundi í Suður-Karólínu á laugardag að hann byði Rússum að ráðast gegn hverju því aðildarríki Nató sem honum þætti ekki vera að leggja sitt af mörkum fjárhagslega til bandalagsins.

Málið á sinn aðdraganda. Förum aftur til ársins 2019 er Trump var enn forseti. 

Í frétt frá Hringbraut frá 2019 segir að NATO vill að hvert aðildarríki hernaðarbandalagsins greiði 2 prósent af vergri landsframleiðslu sinni í varnarmál. Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum.

"2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019 eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum og því ljóst að Ísland er, að minnsta kosti enn sem komið er, víðs fjarri þeim sem markmiðum sem það hefur skuldbundið sig til að ná fram gagnvart NATO. Árið 2024 ætlast NATO til þess að Ísland verði byrjað að uppfylla þessa skuldbindingu sína á ársgrundvelli." segir í frétt Hringbrautar.

Mun Ísland ná þessu markmiði á þessu ári? Það er nokkuð ljóst að það mun ekki gera það. Of miklir peningar fara í Grindarvíkur vandann og hælisleitenda vandann til þess að því markmiði verði náð. Ríkissjóðurinn er þar að auki galtómur og rekinn á lánsfé erlendra lánadrottna.

Og það kreppir einnig að öðrum Evrópuþjóðum efnahagslega. Þær þurfa að kaupa orku á yfirsprengdu verði eftir að gasleiðslan í Eystrasalti (voru tvær sem voru skemmdar) var sprengd í tætlur. Allur iðnaður og framleiðla byggist á ódýrri orku. Hún er ekki einu sinni til á Íslandi, í sjálfu orkulandinu.

Evrópuþjóðirnar eru alvarlega að íhuga og sumar eru byrjaðar að vígbúast þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Ráðamenn segjast óttast innrás Rússa. Inn á þessa hræðslu spilar spunameistarinn Trump og hótar að fjármagna ekki né styðja Evrópuþjóðir ef til stríðs kemur. Og bjánarnir - sem kallast blaðamenn, lepja þessa vitleysu upp og magna stjórnmálamenn til aðgerða. 

Það er algjörlega útilokað að Bandaríkjamenn komi ekki vinaþjóðum í NATÓ til aðstoðar í stríði. Þeir eru skuldbundir samkvæmt samningum að koma til aðstoðar. Og þeir komast ekki hjá að berjast í Evrópu, því að Bandaríkjamenn hafa margar herstöðvar í Evrópu, allri Evrópu nánast, og það verður ráðist á þær ef til stríð kemur. Það er öruggt.  Og spunameistarinn Trump spilar á fjölmiðla eins og píanó.  Það vita allir að Trump beitir þá samningatækni að hóta, spila með, og þykkjast vera óútreiknalegur, til að ná sínu fram. Og það er að Evrópuþjóðirnar efli varnir sínar og leggi meira fé í varnarmál. Og það hefur tekist. 

Trump hafði rétt fyrir sér að Evrópuþjóðirnar yrðu að efla framlög sín, því það reyndist rétt mat er Úkraínu stríðið braust út.

Evrópuþjóðir hafa vanrækt varnir sínar í áratugi og treyst á hernaðarveldið Bandaríkin til þess að koma til varnar ef hætta steðjar að. Þetta er kennsla í "real politik" fyrir vestræna stjórnmálamenn að raunveruleikinn er grimmur og aldrei eigi að treysta á aðra til að sjá um varnarmál sín. Engum er treystandi í þessum heimi.

Nú er að taka til hendinni fyrir Evrópuþjóðir, þar á meðal Ísland, að efla varnir sínar. En svo er það spurning hvort það eigi að ganga alla leið og Evrópa komi sér upp kjarnorkuvopna búr eins og nú er talað um? Frakkar og Bretar eiga kjarnorkuvopn en er það nóg?

Bretar eiga 225 kjarnorkusprengjur en Frakkar 290, sem við vitum um. En hernaðarmáttur þeirra er nokkuð mikill, því að bæði löndin eiga kjarnorku kafbáta. Bretar eiga sex og tveir eru í smíði en Frakkar eiga fjóra.  Tvær þjóðir eru að bætast við í NATÓ, Svíþjóð og Finnland en báðar þjóðirnar eru öflugar hernaðarlega séð. Samanlagður hernaðarmáttur aðildaríkja NATÓ sem eru 32 er nokkuð mikill, án aðkomu Bandaríkjanna.

En stríðið í Úkraínu hefur grynnt á vopnabirgðir Evrópulanda og þau eru því að vakna af þyrnirósasvefninum langa frá lokum kalda stríðsins. 


Var Tucker Carlson bjáni að tala við Pútín?

Nei, því fyrsta skrefið í átt til friðar er að stríðs aðilar tali saman eða það sé hlustað á þann sem hóf átökin. Skiptir engu máli hvort Pútín hafi túlkað söguna á sína vegu. Landamæri Úkraínu hafa alltaf verið bútasaumur og fljótandi í gegnum aldir. Spurningin er hvaða ár á að miða við sem löggild landamæri? Það er flókinn og langur aðdragandi að þessu stríði og enginn saklaus er varðar mistök í aðdragandanum.

Það sem skiptir mestu máli það sem kemur út úr þessu viðtali er að andstæðingar Pútíns horfðu á viðtalið og hann meira segja ávarpaði þá beint. Spurðu Biden eða Clinton sagði hann við Tucker, þeir horfa á þetta viðtal.

Það skiptir máli að Pútín sagðist vilja frið, hvort sem hann meinti það eða ekki. Það mun á endanum verið sest við samningaborðið eða uppgjafarborðið og rætt um lok stríðsins. Pútín sagði að nú þegar sé rætt á bakvið tjöldin um endalok stríðsins.

 


Spennandi tímar í bandarískri pólitík

Það er margt að gerast í bandarískri pólitík á kosningaári. Kosið verður til embætti Bandaríkjaforseta í nóvember og margar óvæntar vendingar hafa átt sér stað síðan um áramót. Í fyrsta lagi er að Trump er nánast öruggur um tilnefningu í forvali Repúblikanaflokksins.  Dómsmálin á hendur honum eru að falla um sjálf sig. En demókrata treysta á að einhver af 92 ákæruliðum gegnum honum fari í gegn og hann verði dæmdur...fyrir eitthvað.

En stóru málin, meðferð gagna úr Hvíta húsinu, sem nú er verið að sækja, virðist falla um sjálft sig, ef meðhöndla á báða forsetanna, Biden og Trump eins. Eins og vitað er, hefur sérstakur saksóknari úrskurðað að Joe Biden verði ekki dreginn fyrir dómstóla, vegna þess að hann er orðinn minnislaus, góðviljað gamalmenni eins og það var orðað í skjölum hans. Sagt var að hann hafi ekki meðhöndlað háleynileg skjöl á réttan hátt en vegna þess að hann er orðinn minnilaus verði falli frá ákæru. Þetta var eina leiðin til að koma í veg fyrir að hann yrði ákærður, að segja að hann geti ekki komið fyrir kviðdóm.

Sérstakur ríkissaksóknari sagði hann væri orðinn svo elliær að hann mundi ekki eftir dánardegi sonar sín eða hvenær hann lét af embætti sem varaforseti.

"Skýrslan lýsti minni hins 81 árs gamla demókrata sem "óljóst", "gallað“, "lélegt“ og með „verulegar takmarkanir“. Þar kom fram að Biden gæti ekki muna eftir að hafa skilgreint áfanga í eigin lífi," segir í frétt Newsmax.

Þó að Biden muni ekki sæta ákæru fyrir ranga meðferð trúnaðarskjala, gætu fullyrðingar skýrslunnar um minni hans grafið undan skilaboðum Biden til kjósenda um að hann geti stjórnað ríkisstjórninni og verndað landið. Kjósendur eru nú þegar að fara inn í kosningarnar í ár með miklar áhyggjur af aldur Biden, eftir að hafa skoðað galla hans, hósta hans, hæga gangandi og jafnvel fallið af hjólinu sínu eða á sviði eða landgöngustiga.

Með því að útiloka að Biden verði sóttur til saka vegna varðveislu hans á mjög flokkuðu efni sem einkaborgari, gaf skýrslan til kynna að hann myndi virðast of veikburða til að lögsækja: "Það væri erfitt að sannfæra kviðdóm um að þeir ættu að sakfella hann - þá fyrrverandi forseti. langt á áttræðisaldri — af alvarlegu afbroti sem krefst andlegt ástands af ásetningi".

"Hann mundi ekki hvenær hann var varaforseti, gleymdi á fyrsta degi viðtalsins (saksóknari tók fimm tíma viðtal við hann á tveimur dögum) hvenær kjörtímabili hans lauk.

("ef það var 2013 — hvenær hætti ég að vera varaforseti?"), og gleymdi á öðrum degi viðtalsins. þegar kjörtímabil hans hófst ("árið 2009, er ég enn varaforseti?"),“ segir í skýrslunni. „Hann mundi ekki, jafnvel innan nokkurra ára, þegar sonur hans Beau dó en hann dó 2015 og Biden segist minnast hann á hverju ári á dánardegi hans. Biden's Memory "Hazy" and "Poor": Report Raising Questions About His Age

Þegar Joe Biden kom fyrir á blaðamannafundi til að verja sig, tókst það ekki betur en svo að hann ruglaði saman forseta tveggja ríkja. Hann laug því að sérstakur saksóknari hafi hreinsað sig af ákæruliðum um mishöndlum skjala. Og hann sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti má ekki eftir að hafa látið af embætti taka með sér skjöl heim og geyma í bílskúr eða Kínahverfi, nokkuð sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna má gera svo lengi sem hann tryggir örygga geymslu þeirra.

En þá komum við að pólitíkinni. Af hverju leyfðu starfsmenn Biden hann koma fram á blaðamannafundi þegar auðljóst er að hann getur ekki tjáð sig sómasamlega? Eru demókratar að henda honum fyrir strætó eins og Bandaríkjamenn orða þetta og eru að undirbúa að hann fari frá embætti og eru að í raun að neyða hann til að hætta við framboð sitt? Demókratar hljóta að undirbúa annan frambjóðanda á bakvið tjöldin.

Þetta mál er vatn á myllu Trumps sem hefur alltaf sagt að Biden geti ekki tengt saman tvær setninga óbrenglað. Blokkritari hefur bent á þetta frá því að Biden tók við forsetaembættinu og fyrr að maðurinn gengur ekki heill til skógar andlega.

Það verður erfitt fyrir demókrata að snúa sig út úr þessu því að það verður að vera flokksþing og leyfa frambjóðendur að bjóða sig fram til að geta valið nýtt forsetaframbjóðenda efni.

Langur ferill pólitískra mistaka og ósigra er að baki stjórnar Joe Bidens og kostningaárið virðist heldur ekki bjart. Ósigur í staðgöngustríðinu í Úkraínu, Ísraelar fara sínu fram, svo gera Kínverjar og eina sem vantar upp á er að þeir fari í stríð vegna Taívan. Landamæramálið - opin landamærastefna Joe Bidens, hefur beðið skipbrot og óvíst er hvernig það mál fer. Enn er efnahagur Bandaríkjanna erfiður þótt aðeins hafi rétt úr efnahagslífinu síðkastið. Glæpafaraldurinn mikli heldur áfram, fátækt, flótti fólks frá ríkjum demókrata og hælisleitamálið eru allt mál sem virðast óyfirstíganleg.


Horfnir tónlistarsnillingar

Tímabilið frá 1750 til 1870 er oft nefnt klassíska tímabilið í tónlistarsögunni, fylgt eftir með rómantískum tímum í tónlist. Á þessum tíma átti sér stað mikil þróun í klassískri tónlist og nokkur þekkt tónskáld lögðu varanlegt framlag til þessarar listgreinar. Byrjum á fyrsta snillinginum.

Jóhann Sebastian Bach (1685-1750) er barokktónskáld sem lagði grunninn að miklu af vestrænni klassískri tónlist. Hann samdi í ýmsum tegundum tónlistar, þar á meðal orgeltónlist, hljómsveitarsvítum og kórverkum. Þekktur fyrir flókinn kontrapunkt, flóknar samhljóma og leikni í fjölröddun.

Á meðan blómaskeið Bachs var á barokktímanum héldu áhrif hans fram á klassíska tímabilið og verk hans voru enduruppgötvuð og metin á 19. öld. Í dag er hann mikils metinn sem tónskáld.

Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) er í uppáhaldi hjá bloggritara. Mozart, sem er undrabarn, samdi ýmsar tónlistar tegundur, þar á meðal sinfóníur, óperur, kammertónlist og píanóverk. Þekktur fyrir skýrt form, yfirvegaða setningar og melódískan hugvitssemi. Dæmi um verk hans eru óperur eins og "Brúðkaup Fígarós" og "Don Giovanni", sinfóníur eins og "Júpítersinfónían" (nr. 41) og píanósónötur.

Ludwig van Beethoven (1770-1827). Tímamóta fígúra milli klassíska og rómantíska tímabilsins. Útvíkkaði klassíska formið, kynnti meiri tilfinningalega dýpt og nýsköpun. Frægur fyrir níu sinfóníur sínar, þar sem sú þriðja ("Eroica") markar tímamót í sinfóníugreininni. Síðari verk hans, eins og níunda sinfónían með kórlokum, brutu blað í sögunni.

Menn deila oft um hver er mesti tónlistasnillingur klassíska tímabilsins og nefna menn oft Beethoven fremstan og svo Bach. En bloggritari ekki sammála þessu mati. Beethoven stóð á öxlum risa, fyrirrennara sinna er hann samdi sín verk. Mozart sýndi strax snilli sína sem barn og samdi fyrsta tónverk sitt fimm ára en Beethoven byrjaði ekki að semja fyrr en á unglingsár. En það er auðvitað einstakt að tónskáld, sem byrjaði að missa heyrnina 28 ára gamall og var orðinn heyrnarlaus 44 ára gamall skuli hafa getað gert meistaraverk.  Í raun er ekki hægt að bera menn saman, sérstaklega ekki ef þeir voru ekki alveg uppi á sama tíma.

Joseph Haydn (1732-1809). Oft kallaður "faðir sinfóníunnar" og "faðir strengjakvartettsins". Var frumkvöðull í þróun klassísku sinfóníunnar og strengjakvartettsins. Þekktur fyrir gáfur sínar, húmor og nýstárlega notkun tónlistarhugmynda.

Franz Schubert (1797-1828). Lykilpersóna í umskiptum frá klassískum stíl yfir í rómantískan stíl. Samdi fjölda lieder (þýsk listalög) og útvíkkaði form píanótónlistar. Frægur fyrir "óloknu sympóníu" sína og sönghringinn "Winterreise".

Franz Joseph Haydn (1732-1809). Afkastamikið tónskáld sem gegndi mikilvægu hlutverki í þróun klassísku sinfóníunnar og strengjakvartettsins. Þekktur fyrir gáfur sínar, húmor og leikni í formi. Starfaði í mörg ár sem hirðtónskáld Esterházy-fjölskyldunnar.

Á þessu tímabili þróaðist klassíski stíllinn yfir í rómantískan stíl, sem einkenndist af meiri tilfinningalegri tjáningu, einstaklingshyggju og áherslu á persónulega tjáningu. Tónskáld byrjuðu að gera tilraunir með ný form, fjarlægðust strangar venjur klassíska tímans. Þróun stærri hljómsveita, aukið harmónískt tungumál og víðtækari notkun á dagskrárþáttum markaði einnig umskiptin yfir í rómantískan tíma.

Richard Wagner (1813-1883). Þýskt tónskáld og hljómsveitarstjóri sem gegndi lykilhlutverki í umskiptum frá rómantískum tíma til seint á 19. aldar tónlistarþróun.

Þekktur fyrir nýstárlega notkun sína á leitmótífum (endurtekið þemu sem tengist persónum eða hugmyndum) og samþættingu tónlistar og leiklistar.

Meðal helstu verkanna má nefna fjögurra óperuhringinn „Der Ring des Nibelungen“ og óperuna „Tristan und Isolde“.

Tónlist Wagners einkennist af tilfinningalegum styrkleika, litafræði og hugmyndinni um Gesamtkunstwerk (heildarlistaverk), þar sem tónlist, leiklist og sjónrænir þættir eru sameinaðir.

Það er svo að tónlistar tegundir eiga sín tímabil sem ekki er hægt að endurtaka. Andi tímans er farinn! Rokkí billí, þungarokk, pönk, diskó tónlist og svo framvegis, er tónlist sem átti sitt blómaskeið sem ekki verður endurtekið, þótt hægt sé að gera tónlist í sama stíl, herma eftir. Við sjáum því ekki Mozart eða Beethoven aftur nema einhverja sem koma með nútíma sympóníu sem er álíka spennandi og nútíma jazz, hundleiðinleg tónlist. En þetta er bara tónlista smekkur blogg ritara!

 


Danir segjast óttast stríð við Rússa en hætturnar leynast víða

Hver ríkisstjórnin á fætur annarri segjast óttast stríð og sumir hershöfðingjar lýsa yfir sömu áhyggjum. Ríki Evrópu er því flestöll að auka framlög til varnarmála en áður hæddu þau Trump er hann neitaði að verja þau ef þau öll hækkuðu ekki framlög sín í 2% af þjóðarframleiðslu. Hafði hann ekki rétt fyrir sér á endanum?

En hætttan kann að koma annars staðar frá en menn ætla. Heimurinn er orðinn svo samtvinnaður að stríð í Suður-Ameríku eða Asíu getur auðveldlega orðið að heimsbáli. Í raun má segja að fyrsta raunverulega heimsstríðið hafi hafist 1941 (frá 1939-41 voru þetta staðbundin átök) en þegar Bandaríkin drógust inn í átökin með stríði við Japan og Þjóðverjar gerðu innrás í Sovétríkin breyttist allt.

Rauð aðvörunnarljós blikka víða. Í Miðausturlöndum, í Kínahafi og Austur-Evrópu.  Reyndar blikka fleiri ljós, en ætla má að séu staðbundin stríð í Afríku og annars staðar. 

Svo er það að það eru kannski meiri líkur á borgarastyrjöldum í Evrópu en innrás Rússa. Vestræn ríki eru orðin ósamstæð að mörgu leyti. Mismunandi trú, menningarheimar og fólk og jafnvel tungumál kann ekki góðri lukku að stýra til langframa.  Auðvitað lifa allir í "sátt og samlyndi" er vel gengur en um leið og fólk þarf virkilega að berjast fyrir matnum og lífi sínu, þá er það fyrsta sem hverfur er mannúðin og samhugurinn. Allir hugsa fyrst og fremst um sig og sína. Hungraður maður lætur sér í léttu rúmi liggja mannréttindi er hann sveltur.

Það eru meira segja mörg dæmi um slík ástand í Íslands sögu. T.d. á kreppuárunum á fjórða áratugnum, þegar sumir sultu á meðan aðrir höfðu það fínt. Fátæka fólkið bjó í skúrum (t.d. í hverfinu sem bloggritari ólst upp) eða niðurníddum bröggum. Samhugurinn var ekki meiri en það. Íslendingar hafa alla tíð þurft að treysta á sjálfa sig og litla hjálp fengu Íslendingar frá danskri slekt á sínum tíma. Misskiptingin er rauður þráður í sögu Íslands, ekki jafnrétti og deiling gæða milli manna.

Ísland sjálft og hafið í kring er matarkista. Ekki ætti að væsa um Íslendinga í stórstyrjöld ef stríðsaðilar eyðileggja ekki andrúmsloftið með kjarnorkusprengjum. Íslendingar ættu að huga að birðageymslum fyrir matvæli og sérstaklega að koma sér upp korngeymslur eins og talað hefur verið fyrir. Rækta korn sjálfir og eiginlega allt sem við neytum í dag. Það er ekki lengra en svo að margir þéttbýlisbúar, afar og ömmur okkar, framleiddur sjálfir matvæli með matjurtarækt í bakgarðinum eða í sérstökum kartöflugörðum. Þetta var algengt hjá stríð- og kreppukynslóðunum sem núna eru að hverfa yfir móðuna miklu. 

 

 


Forgangsröðun í íslensku samfélagi

Ástandið er orðið þannig að við Íslendingar eigum í fullt í fangi með að sinna og hlúa að öllu sem viðkemur íslensku þjóðfélagi. Eldgos, covid faraldur, hömlulaus innflutningur hælisleitenda, skortur á elliheimilum, sprungnir innviðir, allt þetta er reynir til ýtrasta þolþan íslenskt samfélags. 

Við getum ekki sinnt Grindvíkingum, ekki fátækum, ekki húsnæðislausum, ekki öryrkjum, ekki sjúkum, ekki öldruðum, ekki börnunum (skólakerfisvandi), fólk með fíkniefnavanda, ekki landsbyggðinni með sómasamlegum samgöngum og lengi má telja áfram.

Við eigum ekki að taka inn á okkur átök og vandamál annarra sem okkur kemur ekkert við. Ef við erum aflögufær, eigum við að senda pening og hjálpargögn til annarra í heiminum sem eru í neyð.  Skylda stjórnmálamanna er fyrst og fremst við íslenska skattgreiðendur, við þurfum að vinna fyrir þessu samfélagi og við viljum að fé okkar sé vel varið og fari í börnin okkar og aldraða foreldra.


Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun!

Þetta segir Vegagerðin sjálf. Fossvogsbrú - vel ígrunduð hönnun

Hún er ekki betur ígrunduð en það að kostnaðurinn við byggingu hennar er kominn úr 2,2 milljarða í 8,8 milljarða! Spurningin er af hverju menn vilja byggja hana og fyrir hverja?  Á vefnum segir jafnframt: "Fossvogsbrú er hluti af uppbyggingu Borgarlínunnar en mun einnig nýtast vel virkum ferðamátum, þ.e. gangandi og hjólandi vegfarendum." Með öðrum orðum göngubrú!

Á vef Borgarlínunnar segir: "Vegagerðin og sveitarfélögin Reykjavík og Kópavogsbær ásamt Betri samgöngum ohf. hafa unnið sameiginlega að undirbúningi brúar yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna....Markmið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs en brúin verður 270 m löng og mun liggja frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðaustur-hluta Kársnestáar. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi og styðja við aðra ferðamáta en einkabílinn."  Brú yfir Fossvog

Gangandi og hjólandi vegfarendur mega sem sagt fara yfir brúnna en einnig almenningsvagnar. Hvers vegna einkabíllinn er útlokaður er ekki útskýrt. Það þótt erfiðlega gengur fyrir íbúa Kársness, sem hefur bætt við sig tvö bryggjuhverfi (annað í Fossvogi en hitt við höfnina), að komast í vinnu á morgna og síðdegis. Eru menn alveg gal....Strætó gengur yfir brúnna á 15 mínútna fresti en önnur umferð verður ekki...nema örfárra hræða á hjólum (þegar snjór kemur ekki í veg fyrir að menn geti hjólað) og gangandi vegfarandur sem munu nýta sér hana á góðviðrisdögum.

Nokkrar spurningnar í lokin:  Hafa menn gert könnun á hversu margir íbúar Kársnes munu nýta sér þessa brú? Er hún bara fyrir þá? Af hverju má ekki létta á stofnæðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur með að beina umferðina á anness? Tengja annesin saman. Ef þetta á að vera bara göngubrú, af hverju ekki að smíða einfalda trébrú fyrir nokkrar milljónir? Bruðlið með annarra manna er takmarkalaust á Íslandi. Íslendingar geta ekki rekið þjóðfélag sitt sómasamlega, þótt þeir fá allt upp í hendurnar, fiskimiðin, landbúnaðinn og ódýrustu orku í heimi (en það er orkuskortur á Íslandi!).

P.S. Nýja Fossvogsbrúin á að liggja rétt hjá frægasta bragga landsins sem Reykjavíkurborg tókst að láta kosta hálfan milljarð króna....

 

 

 


Viktor Davis Hanson um stjórnartíð Joe Bidens

Þagnar herferð Biden forseta er aðferð sem hann beitti er hann var í forsetaframboði og í forsetatíð sinni. Segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert er stjórnunarstíll hans. Hann er n.k. strengjabrúða fámennar klíku sem er umkring honum og hann kemur aldrei með eigin hugmyndir (ekki einu sinni þegar hann var ekki elliær).

Það sem Joe sagði fyrir 50 árum er algjör andstæða það sem hann segir í dag. Pólitískur vindhandi myndi sumir segja sem hefur lifað á kerfinu í hálfa öld. Engin löggjöf liggur eftir hann, þótt hann hafi verið öldungadeildarþingmaður í hálfa öld eins og áður segir.

Á meðan hann þegir, gleymir fólk hversu vitgrannur hann er eða hversu stjórnarstefna hans er heimskuleg.  Einstaka sinnum ratar í frétt að heilakvörn hans vinnur á lágsnúningi. T.d. þessi frétt í dag: Biden ruglaðist á Macron og Mitterand  Fyrir nokkrum dögum vísaði hann í Trump sem sitjandi forseti.

Á meðan forsetinn reynir að fela sig fyrir fjölmiðlum eru bandamenn Bandaríkjanna og óvinir að velta því fyrir sér hver sé í raun og veru við stjórnvölinn? Til að ræða möguleika Joe Biden og Donald Trump í aðdraganda bandarísku kosninganna 2024, sest sagnfræðingurinn og fréttaskýrandinn Victor Davis Hanson niður með Steven Edginton fyrir Off Script hlaðvarp vikunnar.

Sjá myndbandið hér:

 

Hér koma gullmolar frá Joe Biden, af nóg er að taka.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband