Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024
Segir tíma til kominn að ræða varnarmál Íslands segir í grein á DV. Já heldur betur. Íslendingar lifa ekki í loftbólu þó að þeir haldi það og öll meiriháttar stríð í dag hafa bein áhrif á landið. Bloggritari skrifaði fyrstu grein sína um varnarmál árið 2005 og hefur allar götur síðan brýnt fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna nauðsyn þess að koma upp trúverðar varnir fyrir Ísland.
Í greininni segir að "Bryndís Bjarnadóttir, formaður félags ungs fólks um varnarmál, segir nauðsynlegt að fram fari aukin umræða um varnar- og öryggismál hér á landi. Þetta er umfjöllunarefni hennar í aðsendri grein á Vísi. Greinin kemur í kjölfar þeirra orða þingmanns Sjálfstæðisflokkins að kanna ætti af fullri alvöru þátttöku Íslands í sameiginlegum her norðurlandanna."
Þetta er gott og blessað en röng ályktun. Í viðtalinu segir Bryndís Haraldsdóttir að vert sé að skoða möguleika á að koma upp norrænum her og að Ísland taki þátt í honum. Hvernig þá?
Ber ekki að reisa garðinn við þar sem hann er lægstur? Hann er örugglega lægstur á Íslandi. Það er meiri raunsæi í skrifum Baldurs Þórhallssonar í grein sem heitir "Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn". Þar talar hann um varanlegar loftvarnir og viðveru flugsveita en ekki hverjar þjóðar mannar hana. Hver segir ekki að Íslendingar geti ekki mannað slíka sveit? Það er innan við 200 manns sem er í kringum slíka flugsveit, þær flugsveitir sem hingað hafa komið hingað til.
Þótt lofsvert er að Bryndís sé að tengja saman hugmynd um myndun varnarbandalags Norðurlanda við þátttöku Íslands, þá mætti minna hana á dóm sögunnar en svipaðar hugmyndir voru uppi eftir seinni heimsstyrjöld en féllu niður vegna þess að NATÓ var stofnað. Þetta þóttu ekki raunhæfar hugmyndir. Varnarstarf Norðurlanda getur þó samtvinnast meira en áður, nú þegar Svíþjóð og Finnland eru komin í NATÓ.
Íslendingar hjálpa á engan hátt norrænum her með því að senda "kjaftatíkur" á fundi Norðurlandaráðs til að ræða taktík eða stratigíu! Best væri að taka til heima og hætta að vera veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það gerum við með að stofna íslenskan her, öryggissveitir eða heimavarnarlið, hvað svo sem menn vilja kalla slíkt varnarlið. Blokkritari hefur bent á hugtak sem áður hefur verið notað, en það er Varnarliðið en nú skipað Íslendingum í stað ameríska dáta sem gott heiti.
Það er stórt skref að stofna íslenskan her, en það þarf ekki að vera eins kosnaðarsamt og menn halda. Við Íslendingar höfum mesta hernaðarveldi heims að baki okkar, Bandaríkin, sem geta útvegað okkur vopn, og NATÓ rekur þegar mörg hernaðarmannvirki á Íslandi. Má þar minna á ratsjárstöðvarnar fjóru, mannvirki í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli en þar er herstöð sem er starfrækt árið um kring (já það er satt), þótt ekki fari það hátt í íslenskum fjölmiðlum. Það er bara verið að pukrast með hlutina í stað þess að tala um málin hreinskilningslega.
Og það er hægt að innlima Landhelgisgæsluna inn í slíkt herafla, hún er þegar með mikla þekkingu á varnarmálum (skv. lögum hefur hún umsjón með varnarmál Íslands) og sprengjusveit hennar er þekkt víða um heim fyrir fagmennsku. Bloggritari hefur áður margoft rætt um breytt hlutverk LHG, það er hún er landhelgisgæsla á friðartímum en breytist í sjóher á ófriðartímum sem hún gerir hvort sem er næst er stríð ber að garði.
Munum að við þurfum ekki stórher, aðeins smáher að stærð á við (bardaga) fylki (e. (battle) Battalion) með 600-1000 manna liði. Bandaríkjaher var ekki með nema 1200 manns að meðaltali á Íslandi á sínum tíma og 650 starfsmenn í þjónustuhlutverki. Slíkt lið getur komið að notum þegar náttúru vá ber að garði og komið í stað eða hjálpar björgunarsveitum landsins. Hvar værum við ef þær væru ekki til og sjálfboðaliðastarf þeirra?
En það verður að gera þetta faglega með fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands heitinni. Byrja á byrjunni. Hafa á að skipa íslenska herfræðinga sem meta þörfina út frá íslenskum hagsmunum, ekki út frá vörnum Bandaríkjanna eins og nú er gert. Það skiptir gríðarlega miklu máli að herforingjar, eins og stríðssagan hefur kennt okkur, þekki vel "vígvöllinn" og hvernig ber að haga vörn og sókn. Bandarískir herforingjar koma og fara, allir jafn ókunnugir íslenskum aðstæðum.
Niðurstaðan
Ályktun bloggritara af samfélagsrýni sinni síðastliðna áratugi er að það er ákveðin ákvörðunafælni, sem jaðrar við minnimáttar kennd, um mörg málefni. Svo sem að aldrei er hægt að taka á verðtryggingunni; kvótakerfinu; fákeppninni; ákvarðanir í utanríkismálum (alltaf elt aðrar þjóðir í ákvörðunartökum); í varnarmálum; hvernig stjórnskipan landsins á að vera (hvað er nýja stjórnarskráin búin að velkjast um í kerfinu lengi? Síðan lýðveldisstofnun!) og svo framvegis. Það er bara talað en minna gert.
Í sambandi við varnarmál, þá er það tilfellið að frekar fáir hafa áhuga á þessum málaflokki sem virðist vera lúxus vandi í hugum Íslendinga. Af því að Íslendingar þurfa ekki að hugsa um vandamálið, er málaflokkurinn hunsaður af stjórnmálaelítunni. Ábyrðinni er varpað á erlent hernaðarveldi sem er reyndar vinveitt en slíkt stendst ekki til langframa. Sagan nefnilega er breytingum sí orpin.
Þriðja heimsstyrjöldin er e.t.v. handan við hornið en menn tala fullum fetum erlendis um hættuna. Allar vestræna þjóðir eru að undirbúa sig undir hugsanlegt stríð. Það þarf ekki endilega að gerast í Evrópu og gegn Rússlandi, heldur getur styrjöld hafist í Miðausturlöndum eða vegna Taívan eða ....?
Bloggar | 6.2.2024 | 08:40 (breytt kl. 09:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ágæt grein hjá Páli og tilraun til tengingar við fyrirrennara Bandaríkjanna, Rómaveldi. Hér er sagnfræðingurinn á ferðinni! Já, sagan endurtekið sig, mennirnir eru þeir sömu. Hún endurtekur sig bara í annarri útgáfu!
En hvers vegna lýðræði BNA hverfur eftir valdatíð Trump (ef hann kemst til valda)? Fróðlegt að sjá þá framtíðarspá greinda hjá Páli. Mikið rétt, miklir brestir eru komnir í stjórnskipan landsins eftir stanslausar árásir demókrata. Helg vé eins og "impeasement" - embættisafglapa ákæra var notuð tvisvar gegn Trump en árangur enginn og í raun til þess fallið að minnka trú almennings á alríkisstjórnina.
En það er rétt að galopin landamæri Rómverja, líkt og Bandaríkjamanna í dag, varð þeim að falli að lokum. Pax Romana, Pax Americana byggir á sömu lög og gildi borgaranna sem og sameiginlegt tungumál. Ríkisborgararétturinn er grundvöllur ríkisins og allt stjórnkerfið byggir á.
Millistéttin, frjáls og óháð, heldur lýðræðisríkjum uppi. Það heldur enginn uppi einsleitu samfélagi ef tvö tungumál og tveir menningarheimar keppast um völdin samtímis. Rómanska menningin er í sókn í Bandaríkjunum. Innflytjendurnir nenna ekki einu sinni að læra ensku. Rómverjar breyttu öllum íbúum heimsveldisins í rómverska borgara en germanirnir voru of öflugir og óviljugir til að breytast á endanum. Líkt og rómanska fólkið sem fer inn fyrir landamæri Bandaríkjanna í dag án þess að spyrja kóng eða prest, gerðu germanir það líka. Við vitum endarlokin. Bandaríkin geta ekki haldið uppi öllum heiminum, ekki frekar en Íslendingar. Það verður því að velja á milli innflytjenda.
Bandaríkin eru of öflug (nánast heil heimsálfa) til að falla algjörleg og stjórnskipan alríkisins, þar sem 50 ríki geta daginn eftir fall alríkisstjórnarinnar, tekið upp þráðinn ein og sér, sér til þess að ríkið lifir af í einhverju formi. Bara Texas eða Kalifornía ein sér eru nógu öflug ríki til að verða stórveldi morgundagsins. Við vitum meira í dag en Rómverjar og höfum fleiri tól til að bjarga því sem bjarga verður. Reynsla mannkyns er í þekkingu banka okkar.
Nóta bene, Róm féll 536 e.Kr. þegar mesta hamfaraár mannkynssögunnar átti sér stað. Öll siðmenningin féll. En samt lifðu rómverskar borgir allt til ársins 800 e.Kr., til dæmis í Köln, en annars staðar, svo sem á Bretlandseyjum hurfu þær fljótlega. En það er önnur saga. Bloggritari skrifaði einmitt grein um hvernig Róm var um 500 e.Kr.
Sjá grein mína: Féll Róm nokkurn tímann?
Bloggar | 5.2.2024 | 09:34 (breytt kl. 09:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg klárt að VG og Sjálfstæðisflokknum gengur illa þessa daganna í skoðanakönnunum vegna þess að kjósendum þessara flokka finnst þeir hafa svikið sig. VG er orðinn NATÓ flokkur, formaðurinn baðar sig í athyglinni sem fylgir NATÓ fundum og finnst allt í lagi að vera í varnarbandalagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið í lappirnar með hælisleitenda mál sín og bendir á aðra sem sökudólga en flokkurinn hefur haft dómsmálaráðuneytið síðastliðin 8 ár. Þegar útlendingalögin gölluðu voru samin, var það ekki 2017?, vissu allir mætir menn að þau væru léleg og margar holur í löggjöfinni. Síðan þá eru komnir 100 milljarðar í tilhæfalausar hælisumsóknir.
Framsóknarflokkuinn passar sig á að þegja og það gerir Samfylkingin líka. Á meðan flokkarnir þegja, hækkar fylgið í skoðannakönnum eða a.m.k. stendur í stað. Að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert er góð leið til vinsælda (og brosa fallega eins og formaður Samfylinginnar) en ekki endilega gott fyrir samfélagslega þróun. Að láta reika á reiða er ekki góð stjórnun. John F. Kennedy sagði eitt að "aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri."
Varaformaður Samfylkingunnar sagði í útvarpsviðtali á Sögu í vikunni að þeir gerðu markviss í að fara ekki í "öll mál" og þegja. Sigmundur Davíð sagði að stjórnmálin hefðu farið í frí í covid faraldrinum og ekki komið aftur fyrr en eftir dúk og disk. Umbúðapólitík hafi verið stunduð. Málefnin eða hugsjónirnar stungnar í skúffuna eins og VG og Sjálfstæðismenn gerðu.
Samfylkingarmenn og Framsóknarmenn verða einhvern tímann að opna á sig munninn. Sjáum hvort að fylgið minnki ekki eitthvað við það. Samfylkingin hefur boðað skattahækkanir við valdatöku, eins og almenningur og fyrirtæki borgi ekki nógu mikla skatta. Og flokkurinn ætlar taka pening úr vasa millistéttarinnar og setja í vasa lágstéttarinnar með millifærslu kerfinu sem þeir elska og fundu upp. Skattar og skattar er eina sem stjórnmálamönnum dettur í hug. Aldrei að skera niður eða sýna ráðdeild í útgjöldum.
Hvers vegna eru stjórnmálamenn í pólitík ef þeir hafa engar hugsjónir? Bara að vera í fínu innijobbi? Baða í sig í ímynduðum völdum? Stunda hagsmunagæslu?
Bloggar | 4.2.2024 | 15:10 (breytt kl. 20:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er eins og fólk fari úr sambandi þegar rætt er um Donald Trump. Það annað hvort hatar hann hér á Íslandi eða elskar hann. Held að hatarnir séu fleiri.
Skýringin er líklega sú að íslenskir fjölmiðlar eru andsnúnir honum en þeir láta erlendar fréttir sem þeir fá frá frjálslindum fjölmiðlum í Bandaríkjunum ráða frétta flutninginum. Svo eru fréttirnar sem koma úr vesturheimi fáar, ekki í samhengi, og oft villandi. Fólk trúir ennþá íslenskum fjölmiðlum. Það er dálítið fyndið þegar harðir hægri menn ganga í lið með vinstri mönnum hér á blogginu og annars staðar í vandlætinu sinni gagnvart karlinum. Skoðanir Íslendinga skipta í raun engu máli, bara Bandaríkjamanna sem kjósa.
Skýringin er afar einföld af hverju helmingur Bandaríkjamanna kýs Trump. Fyrir þeim er hann persónugervingur millistéttarinnar, hefðbundina hægri gilda (allra hægri gilda) og hann er maðurinn sem fór til Washington til að glíma við "the swamp" eða mýrina sem einkennist af spillingu, hagsmunapoti sérhagsmuna og algjört skeytingaleysi stjórnmálaelítunar gagnvart hagsmunum þorra Bandaríkjamanna.
Bandaríkjamenn búa í sambandsríki, samband 50 ríkja, hvert ríki er með eigin lög, lögjafarþing, dómstóla og landamæri gagnvart öðrum Bandaríkjum. Þegar menn fóru í stríð í borgarastyrjöldinni börðust menn fyrst og fremst fyrir sitt ríki. Þess vegna, vegna ríkishollustu t.d. Texas búa við sitt ríki, eru menn ekki hrifnir af alríkisstjórninni í Washington. Stjórnarskráin er meira segja þannig uppbyggð að vald alríkisstjórnarinnar er takmarkað.
Og það er Trump sem talar gegn alríkisstjórninni í Washington og spillingunni þar. Hvorki Repúblikanar né Demókratar eru hrifnir af þessari krossferð Trumps og hafa barist á móti honum með öllum tiltækum ráðum, með upplognar sakir þess vegna. En fólkið sem kýs hann sér þetta bara sem ofsóknir gegn manninum sem er vernda hagsmuni þeirra (að þeirra mati) og kýs hann eftir sem áður. Trump er búinn að brjóta niður alla opinbera andstöðu Repúblikana (hvað svo sem menn malla á bakvið) og fólkið sem hefur komið inn síðastliðin ár, er Trump fólk. Repúblikanaflokkurinn er nú Trump flokkur.
Trump lagði líka frjálslindu fjölmiðla í rúst. Vegna þess að þeir fóru líka á límingunum, varð falin hlutdrægni þeirra dregin miskunarlaust fram og fólkið sá að keisarinn (lesist fjölmiðlar) var nakinn og hann fullur hlutdrægni.
Hins vegar hafa Demókratar, vegna haturs síns og ótta gagnvart Trump, færst algjörlega til vinstri, þannig að hann er nánast orðinn öfga vinstri flokkur. Þeir meira segja snúa bakvið eigin gildi, bara til að koma höggi á Trump. Það eru þeirra mestu mistök, þeir hefðu átt að halda sig á miðjunni, bíða Trump storminn af sér, já hann gerir það á endanum, og taka upp stjórn sína áfram eins og þeir hafa gert hingað til, og ráða leynilega yfir fjölmiðlum og stofnanir alríkisstjórnarinnar.
Fólk almennt, líka á Íslandi, er orðið þreytt á spilltum stjórnmálamönnum sem virðast aldrei vilja berjast fyrir Jón og Gunnu. Það kýs þess vegna andskotann sjálfan, bara til að fá breytingar. Trump mun að öllum líkindum vinna næstu forsetakosningar, innan fangelsiveggja eða utan.
Og nóta bene, karlinn er ekkert að vera blankur eins og margir vona. Forbes hefur metið auð hans í áratugi og metur Trump á 2,6 milljarða dollara frá og með 2024, en Trump heldur fram að hann sé ríkari en það. Fjárframlög í kosningasjóð hans fara að einhverju leyti í að borga lögfræðikosnað hans sem er mikill.
Það er ekkert nýtt að vinstri menn níða niður sterkan leiðtoga hægri manna, þeir gerðu það við Ronald Reagan á sínum tíma. Sagan fer mildari höndum um minningu Reagans en samtímamenn hans gerðu.
Uppáhalds setning andstæðinga Trumps er að hann er hættulegur lýðræðinu en aldrei er útskýrt hvernig. Hvernig er hann hættulegur lýðræðinu? Ekki var hann það í 4 ára valdatíð sinni en hann sat á friðarstóli og kom á friði í Miðausturlöndum. Efnahagur Bandaríkjanna blómstraði og fjölmiðlar andsnúnir honum sáu til að hann passaði sig á að gera engin mistök í embætti.
Og það er ósatt að segja að efnahagur BNA gangi vel um þessar mundir. Ríkið er nánast gjaldþrota, verðbólga er enn há þótt hún hafi minnkað og kaupmátturinn hefur lækkað. Eldsneytisverð er enn of hátt. Bandaríkjadollar á í vök að verjast á alþjóða mörkuðum og efnahagsbandalag hefur verið stofnað til höfuðs dollarans undir BRICS. Milljónir manna flæða yfir galopin landamæri Bandarikjanna, sumir segja yfir 10 milljónir í valdatíð Bidens. Líkt og á Íslandi þola innviðirnir þetta ekki, hvorki heilbrigðiskerfið né velferðarkerfið. Glæpir og fátækt einkenna stórborgir demókrata. Mikill fólks flótti er frá demókrata ríkjum til ríkja undir stjórn repúblikana. Landinu er nefnilega ekki alls staðar illa stjórnað.
Erlendis eiga Kanar í miklum erfiðleikum og hryðjuverkahópar nota tækifærið þegar veik stjórn er í Hvíta húsinu og ráðast á bandarískar herstöðvar. Það eru dimm ský yfir Bandaríkjunum um þessar mundir. Kaninn tapaði Afganistan stríðinu, er að tapa Úkraínu stríðinu, enginn hlustar á hann í Miðausturlöndum, ekki einu sinni Ísraelar og Kínverjar eru komnir undir túns fætur Bandaríkjanna, á Kúpu og annars staðar í Rómönsku Ameríku. Er Bandaríska öldin á enda? Mun Trump snúa dæminu við eða er þeim ekki viðbjargandi?
Bloggar | 3.2.2024 | 18:53 (breytt kl. 19:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumar ræður eru vatnaskil. Hér kemur ein fræg ræða Ronalds Reagans sem hann flutti í lok valdatíðar sinnar og var fyrirboði um endalok kommúnismans í austri. Ísland kemur við sögu í ræðunni. Allir kommúnistar í dag, lesist ný-marxistar, ættu að lesa og draga lærdóm af þessi örlagaræðu. Ef bara Ronald Reagan væri að stýra heimsmálum í dag...vandamálin væru færri! Sovétríkin fóru á ruslahaug sögunnar. Svo fer fyrir ný-marxisma samtímans og wokisman sem fylgir honum.
---
Takk fyrir...
Kohl kanslari, Diepgen borgarstjóri, dömur og herrar: Fyrir tuttugu og fjórum árum heimsótti John F. Kennedy forseti Berlín og talaði við íbúa þessarar borgar og heimsins í ráðhúsinu. Jæja síðan þá hafa tveir aðrir forsetar komið, hver á fætur annars til Berlínar. Og í dag fer ég sjálfur í annarri heimsókn minni til borgarinnar.
Við komum til Berlínar, við bandarískir forsetar, vegna þess að það er skylda okkar að tala á þessum stað frelsisins. En ég verð að viðurkenna að við erum líka dregnir hingað af öðrum hlutum; af sögutilfinningu í þessari borg - meira en 500 árum eldri en okkar eigin þjóð; við fegurð Grunewald og Tiergarten; mest af öllu, með hugrekki ykkar og staðfestu. Kannski skildi tónskáldið, Paul Linke, eitthvern sannleik um bandaríska forseta. Þú sérð, eins og svo margir forsetar á undan mér, ég kem hingað í dag vegna þess að hvert sem ég fer, hvað sem ég geri: Ich hab noch einen Koffer í Berlín. [Ég á enn ferðatösku í Berlín.]
Samkomunni okkar í dag er útvarpað um Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Mér skilst að það sést og heyrist líka í austri. Til þeirra sem hlusta um alla Austur-Evrópu, sendi ég mínar bestu kveðjur og góðan vilja bandarísku þjóðarinnar. Til þeirra sem hlusta í Austur-Berlín, sérstakt orð: Þó ég geti ekki verið með ykkur, beini ég athugasemdum mínum til ykkar alveg eins örugglega og til þeirra sem standa hér á undan mér. Því að ég sameinast þér, eins og ég sameinast samlöndum þínum á Vesturlöndum, í þessari sterku, þessari óbreytanlegu trú: Es gibt nur ein Berlin. [Það er aðeins ein Berlín.]
Fyrir aftan mig stendur veggur sem umlykur frjálsa geira þessarar borgar, hluti af víðáttumiklu kerfi hindrunar sem sundrar allri meginlandi Evrópu. Frá sunnanverðu Eystrasaltssvæðinu gengu þessar hindranir þvert yfir Þýskaland í gaddavírskrúfum, steypu, "hundahindranir" og varðturnum. Lengra í suður er kannski enginn sýnilegur, enginn augljós veggur. En það eru enn eftir sem áður vopnaðir verðir og eftirlitsstöðvar - enn takmörkun á rétti til að ferðast, enn tæki til að leggja á venjulega karla og konur vilja alræðisríkis.
Samt er það hér í Berlín þar sem múrinn kemur skýrast fram; hér, þvert yfir borg ykkar, þar sem fréttamyndir og sjónvarpsskjárinn hafa innprentað þessa hrottalegu skiptingu heimsálfu í huga heimsins.
Fyrir framan Brandenborgarhliðið er hver maður Þjóðverji aðskilinn frá samferðamönnum sínum.
Sérhver maður er Berlínarbúi, neyddur til að horfa á ör.
Von Weizsäcker forseti hefur sagt: "Þýska spurningin er opin svo lengi sem Brandenborgarhliðið er lokað." Jæja í dag -- í dag segi ég: Svo lengi sem þetta hlið er lokað, svo lengi sem þetta ör á vegg er leyft að standa, er það ekki þýska spurningin ein sem stendur opin, heldur spurningin um frelsi fyrir allt mannkyn.
Samt kem ég ekki hingað til að kveina. Því að í Berlín finn ég boðskap um von, jafnvel í skugga þessa múrs, boðskap um sigur.
Á þessari árstíð vorsins 1945 komu íbúar Berlínar úr loftárásarskýlum sínum til að sjá eyðileggingu. Þúsundir kílómetra í burtu leituðu íbúar Bandaríkjanna í átt til aðstoðar. Og árið 1947 tilkynnti utanríkisráðherrann - eins og ykkur hefur verið sagt - George Marshall stofnun þess sem myndi verða þekkt sem Marshall-áætlunin. Þegar hann talaði fyrir nákvæmlega 40 árum í þessum mánuði sagði hann: "Stefna okkar beinist ekki gegn neinu landi eða kenningum, heldur gegn hungri, fátækt, örvæntingu og ringulreið."
Á Reichstag fyrir nokkrum augnablikum sá ég sýningu til að minnast þessa 40 ára afmælis Marshalláætlunarinnar. Eitt skilti sló mig -- skiltið á brunnu, slægðu mannvirki sem verið var að endurbyggja. Mér skilst að Berlínarbúar af minni kynslóð geti munað eftir að hafa séð skilti eins og það dreift um vesturhluta borgarinnar. Á skiltinu stóð einfaldlega: "Marshall-áætlunin hjálpar hér til að styrkja hinn frjálsa heim." Sterkur, frjáls heimur á Vesturlöndum -- sá draumur varð að veruleika. Japan reis úr glötun og varð efnahagslegur risi. Ítalía, Frakkland, Belgía -- nánast allar þjóðir í Vestur-Evrópu sáu pólitíska og efnahagslega endurfæðingu; Evrópubandalagið var stofnað.
Í Vestur-Þýskalandi og hér í Berlín gerðist efnahagslegt kraftaverk, Wirtschaftswunder [kraftaverkið við Rín]. Adenauer, Erhard, Reuter og aðrir leiðtogar skildu hagnýtt mikilvægi frelsis -- að eins og sannleikurinn getur aðeins blómstrað þegar blaðamaður fær málfrelsi, getur velmegun aðeins orðið til þegar bóndinn og kaupsýslumaðurinn njóta efnahagslegs frelsis. Þýskir leiðtogar -- þýskir leiðtogar lækkuðu tolla, stækkuðu fríverslun, lækkuðu skatta. Bara frá 1950 til 1960 tvöfölduðust lífskjör í Vestur-Þýskalandi og Berlín.
Þar sem fyrir fjórum áratugum var rúst, er í dag í Vestur-Berlín mesta iðnaðarframleiðsla allra borga í Þýskalandi: annasamar skrifstofublokkir, fín heimili og íbúðir, stoltar götur og útbreiddar grasflatir almenningsgarða. Þar sem menning borgar virtist hafa verið eyðilögð, eru í dag tveir frábærir háskólar, hljómsveitir og ópera, óteljandi leikhús og söfn. Þar sem skortur var, í dag er gnægð -- matur, fatnaður, bílar -- dásamlegur varningur Kudamm.1 Úr eyðileggingu, frá algjörri glötun, hafið þið Berlínarbúar, í frelsi, endurreist borg sem enn og aftur er ein af mestur á jörðinni. Nú gætu Sovétmenn haft önnur áform. En vinir mínir, það voru nokkur atriði sem Sovétmenn treystu ekki á: Berliner Herz, Berliner Humor, ja, og Berliner Schnauze. [Berlínarhjarta, Berlínarhúmor, já, og Berliner Schnauze).
Á fimmta áratugnum -- Á fimmta áratugnum spáði Khrushchev: "Við munum jarða ykkur."
En á Vesturlöndum í dag sjáum við frjálsan heim sem hefur náð stigi velmegunar og velferðar sem engin fordæmi hafa í allri mannkynssögunni. Í kommúnistaheiminum sjáum við bilun, tæknilegt afturhald, lækkandi heilsufarskröfur, jafnvel skort á einföldustu gerð - of lítið af mat. Enn í dag geta Sovétríkin ekki brauðfætt sig sjálf. Eftir þessa fjóra áratugi stendur því fyrir öllum heiminum ein stór og óumflýjanleg niðurstaða: Frelsi leiðir til velmegunar. Frelsi kemur í stað fornaldars haturs meðal þjóða fyrir samúð og frið. Frelsið er sigurvegarinn.
Og nú -- nú gætu Sovétmenn sjálfir, á takmarkaðan hátt, verið að skilja mikilvægi frelsis. Við heyrum mikið frá Moskvu um nýja stefnu um umbætur og hreinskilni. Sumum pólitískum föngum hefur verið sleppt. Ákveðnar erlendar fréttaútsendingar eru ekki lengur teknar úr umferð. Sumum atvinnufyrirtækjum hefur verið heimilt að starfa með auknu frelsi frá ríkisvaldinu.
Eru þetta upphaf djúpstæðra breytinga í Sovétríkinu? Eða eru þetta táknræn látbragð sem ætlað er að vekja falskar vonir á Vesturlöndum, eða styrkja sovéska kerfið án þess að breyta því? Við fögnum breytingum og hreinskilni; því við trúum því að frelsi og öryggi fari saman, að framfarir mannfrelsis -- framfarir mannfrelsis geti aðeins styrkt málstað heimsfriðar.
Það er eitt merki sem Sovétmenn geta framkvæmt sem væri ótvírætt, sem myndi stuðla verulega að frelsi og friði.
Gorbatsjov aðalritari, ef þú leitar friðar, ef þú leitar velmegunar fyrir Sovétríkin og Austur-Evrópu, ef þú leitar að frjálsræði: Komdu hingað að þessu hliði.
Herra Gorbatsjov, opnaðu þetta hlið.
Herra Gorbatsjov -- Herra Gorbatsjov, rífðu þennan vegg niður!
Ég skil óttann við stríð og sársaukann við sundrungu sem hrjáir þessa heimsálfu, og ég heiti ykkur viðleitni lands míns til að hjálpa til við að yfirstíga þessar byrðar. Vissulega verðum við á Vesturlöndum að standast útrás Sovétríkjanna. Þannig að við verðum að viðhalda vörnum af óviðráðanlegum styrk. Samt leitum við friðar; svo við verðum að leitast við að draga úr vopnum á báða bóga.
Fyrir 10 árum ögruðu Sovétmenn vestræna bandalaginu með alvarlegri nýrri ógn, hundruðum nýrra og banvænni SS-20 kjarnorkueldflauga sem geta skotið á allar höfuðborgir Evrópu. Vestræna bandalagið brást við með því að skuldbinda sig til mótherja (nema Sovétmenn samþykktu að semja um betri lausn) -- nefnilega útrýmingu slíkra vopna á báða bóga. Í marga mánuði neituðu Sovétmenn að semja af alvöru. Þegar bandalagið, aftur á móti, var tilbúið til að halda áfram með mótframkvæmd sína, voru erfiðir dagar, dagar mótmæla eins og þegar ég heimsótti þessa borg árið 1982; og Sovétmenn gengu síðar frá borðinu.
En í gegnum þetta allt hélt bandalagið staðfast. Og ég býð þeim sem mótmæltu þá -- ég býð þeim sem mótmæla í dag -- að marka þessa staðreynd: Vegna þess að við héldum áfram sterk komu Sovétmenn aftur að borðinu. Vegna þess að við héldum áfram að vera sterk, höfum við í dag innan seilingar möguleika, ekki aðeins að takmarka vöxt vopna, heldur að útrýma, í fyrsta skipti, heilan flokk kjarnorkuvopna af yfirborði jarðar.
Þegar ég tala eru ráðherrar NATO á Íslandi að fara yfir framgang tillagna okkar um útrýmingu þessara vopna. Í viðræðunum í Genf höfum við einnig lagt til djúpan niðurskurð í stefnumótandi sóknarvopnum. Og vestrænir bandamenn hafa sömuleiðis lagt fram víðtækar tillögur til að draga úr hættu á hefðbundnu stríði og setja algert bann við efnavopnum.
Á meðan við fylgjumst með þessari fækkun vopna, heiti ég ykkur því að við munum viðhalda getu til að hindra árás Sovétríkjanna á hvaða stigi sem það gæti átt sér stað. Og í samvinnu við marga bandamenn okkar stunda Bandaríkin stefnumótandi varnarátak rannsóknir til að byggja fælingarmátt ekki á hótunum um sókn hefnda, heldur á vörnum sem raunverulega verja; á kerfum, í stuttu máli, sem mun ekki miða á íbúa, heldur hlífa þeim. Með þessum hætti reynum við að auka öryggi Evrópu og alls heimsins. En við verðum að muna mikilvæga staðreynd: Austur og vestur vantreysta ekki hvort öðru vegna þess að við erum vopnuð; við erum vopnuð því við vantreystum hvort öðru. Og ágreiningur okkar snýst ekki um vopn heldur um frelsi. Þegar Kennedy forseti talaði í ráðhúsinu fyrir 24 árum síðan var frelsið umkringt; Berlín var í umsátri. Og í dag, þrátt fyrir alla þrýsting á þessa borg, stendur Berlín örugg í frelsi sínu. Og frelsið sjálft er að umbreyta heiminum.
Á Filippseyjum, í Suður- og Mið-Ameríku, hefur lýðræði fengið endurfæðingu. Um allt Kyrrahafið vinna frjálsir markaðir kraftaverk eftir kraftaverk hagvaxtar. Í iðnríkjunum á sér stað tæknibylting, bylting sem einkennist af örum, stórkostlegum framförum í tölvum og fjarskiptum.
Í Evrópu neitar aðeins ein þjóð og þeir sem hún stjórnar að ganga í samfélag frelsisins. Samt á þessari tímum tvöfaldaðs hagvaxtar, upplýsinga og nýsköpunar standa Sovétríkin frammi fyrir vali: Þau verða að gera grundvallarbreytingar, annars verða þau úrelt.
Í dag táknar því augnablik vonar. Við á Vesturlöndum erum reiðubúin til samstarfs við austurlönd til að stuðla að sannri hreinskilni, til að brjóta niður hindranir sem aðskilja fólk, til að skapa öruggari og frjálsari heim. Og vissulega er enginn betri staður en Berlín, fundarstaður austurs og vesturs, til að byrja.
Frjálst fólk í Berlín: Í dag, eins og áður, standa Bandaríkin fyrir strangri virðingu og fullri framkvæmd allra hluta fjórveldasamningsins frá 1971. Við skulum nota þetta tækifæri, 750 ára afmæli þessarar borgar, til að hefja inngöngu. nýtt tímabil, að leita enn fyllra og ríkara lífs fyrir Berlín framtíðarinnar. Saman skulum við viðhalda og þróa tengslin milli sambandslýðveldisins og vestrænna hluta Berlínar, sem er leyft samkvæmt samningnum frá 1971.
Og ég býð herra Gorbatsjov: Við skulum vinna að því að færa austur- og vesturhluta borgarinnar nær saman, svo að allir íbúar allrar Berlínar geti notið þeirra kosta sem lífinu fylgir í einni af stórborgum heimsins.
Til að opna Berlín enn frekar fyrir alla Evrópu, austur og vestur, skulum við auka mikilvægan flugaðgang að þessari borg og finna leiðir til að gera viðskiptaflug til Berlínar þægilegra, þægilegra og hagkvæmara. Við horfum til þess dags þegar Vestur-Berlín getur orðið ein helsta flugmiðstöðin í allri Mið-Evrópu.
Með -- Með frönsku félaga okkar -- Með frönskum og breskum samstarfsaðilum okkar eru Bandaríkin reiðubúin að hjálpa til við að koma á alþjóðlegum fundum í Berlín. Það væri aðeins við hæfi að Berlín væri vettvangur funda Sameinuðu þjóðanna, eða heimsráðstefna um mannréttindi og vopnaeftirlit, eða önnur mál sem kalla á alþjóðlega samvinnu.
Það er engin betri leið til að stofna til framtíðarvonar en að upplýsa unga hugi og okkur væri heiður að styrkja sumarskipti ungmenna, menningarviðburði og aðra dagskrá fyrir unga Berlínarbúa frá Austurlöndum. Frakkar og breskir vinir okkar, ég er viss um, munu gera slíkt hið sama. Og það er von mín að hægt sé að finna yfirvald í Austur-Berlín til að styrkja heimsóknir ungs fólks úr vestrænum geirum.
Ein lokatillaga, ein sem stendur mér hjartanlega: Íþróttir eru uppspretta ánægju og göfunar, og þið gætir hafa tekið eftir því að Lýðveldið Kórea - Suður-Kórea - hefur boðist til að leyfa tilteknum atburðum á Ólympíuleikunum 1988 að fara fram í Norðri. Alþjóðlegar íþróttakeppnir af öllu tagi gætu farið fram í báðum hlutum þessarar borgar. Og hvaða betri leið til að sýna heiminum hve víðsýni þessarar borgar er en að bjóða á einhverju komandi ári að halda Ólympíuleikana hér í Berlín, austur og vestur.
Á þessum fjórum áratugum, eins og ég hef sagt, hafið þið Berlínarbúar byggt upp mikla borg. Þið hafið gert það þrátt fyrir hótanir -- Sovétmenn reyna að koma á austurmörkunum, hindruninni. Í dag þrífst borgin þrátt fyrir þær áskoranir sem felast í sjálfri nærveru þessa múrs. Hvað heldur ykkur hér? Vissulega er margt hægt að segja um æðruleysi ykkar, fyrir ögrandi hugrekki ykkar.
En ég trúi því að það sé eitthvað dýpra, eitthvað sem felur í sér allt útlit Berlínar og lífsstíl - ekki bara tilfinningar. Enginn gæti lifað lengi í Berlín án þess að vera algjörlega misnotaður af blekkingum. Eitthvað, í staðinn, sem hefur séð erfiðleika lífsins í Berlín en valið að sætta sig við þá, sem heldur áfram að byggja þessa góðu og stoltu borg í mótsögn við nærveru alræðisins í kring, sem neitar að losa mannlega orku eða væntingar, eitthvað sem talar með öflug staðfestingarrödd, sem segir já við þessa borg, já við framtíðina, já við frelsi. Í orði sagt, ég myndi halda því fram að það sem heldur ykkur í Berlín -- er "ást."
Ást bæði djúp og varanleg.
Kannski kemur þetta að rótum málsins, að grundvallarmun alls austurs og vesturs. Alræðisheimurinn framkallar afturhald vegna þess að hann beitir andanum slíkt ofbeldi og hindrar mannlega hvatningu til að skapa, njóta, tilbiðja. Alræðisheimurinn finnur jafnvel tákn um ást og tilbeiðslu ávirðingar.
Fyrir mörgum árum, áður en Austur-Þjóðverjar byrjuðu að endurbyggja kirkjur sínar, reistu þeir veraldlegt mannvirki: sjónvarpsturninn á Alexander Platz. Nánast síðan hafa yfirvöld unnið að því að leiðrétta það sem þeir líta á sem einn helsta galla turnsins: að meðhöndla glerkúluna efst með málningu og hvers kyns efnum. Samt enn í dag þegar sólin skellur á kúlu, kúlu sem gnæfir yfir alla Berlín, gerir ljósið tákn krossins. Þar í Berlín, eins og borginni sjálfri, er ekki hægt að bæla niður tákn um ást, tákn tilbeiðslu.
Þegar ég leit út fyrir augnabliki frá Reichstag, þeirri útfærslu þýskrar einingu, tók ég eftir orðum sem gróflega var úðað á vegginn, kannski af ungum Berlínarbúa (tilvitnun):
"Þessi veggur mun falla. Viðhorf verða að veruleika."
Já, um alla Evrópu mun þessir múrar falla, því að þeir þola ekki trú; það þolir ekki sannleikann. Veggurinn þolir ekki frelsi.
Og ég vil, áður en ég lýk máli mínu, segja eitt. Ég hef lesið, og ég hef verið yfirheyrður af fjölmiðlum síðan ég hef verið hér um ákveðin mótmæli gegn komu minni. Og ég vil aðeins segja eitt og við þá sem sýna fram á það. Ég velti því fyrir mér hvort þeir hafi einhvern tíma spurt sig að ef þeir ættu að hafa þá tegund af ríkisstjórn sem þeir virðast sækjast eftir, myndi enginn geta gert það sem þeir eru að gera aftur.
Þakka ykkur fyrir og Guð blessi ykkur öll. Þakka ykkur fyrir áheyrnina.
Heimild:
Ronald Reagan Remarks at the Brandenburg Gate delivered 12 June 1987, West Berlin
Bloggar | 3.2.2024 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimurinn og heimspressan er þannig að maður er hættur að trúa því sem manni er sagt í fréttum. Lesandinn eða áhorfandinn þarf að leita í marga fjölmiðla og raða saman brotunum til að komast að hvað er eiginlega að gerast. Og stundum þarf fréttaneytandinn að leita í sjálfstæð podcöst eða samfélagsrásir til að komast að "sannleikanum". Svo er farið með stríðið í Ísrael (og Úkraínu ef út í það er farið). Hvað er eiginlega að gerast þarna? Hver er að tapa eða vinna eða er jafntefli? Einbeitum okkur að Ísrael.
Hér koma vísbendingar. Friðarviðræður eru í gangi eða a.m.k. vopnahlé til að leysa fanga úr haldi Hamas. Þær eru sagðar ganga vel en boltinn sé nú hjá Hamas. Þetta bendir ekki til góðs gengis hjá Ísraelsher. En svo kemur önnur frétt og þar segist herinn hafa lokið hernaðaraðgerðum í norðurhluta Gaza. Ísrael tilkynnti í gær að þeim hefði tekist að ljúka átökunum í borginni Khan Younis í suðurhluta Gaza, þar sem Ísraelar hófu stóra árás á jörðu niðri í síðustu viku, sem þýðir að herir þeirra gætu sótt til Rafah á suðurlandamærum við Egyptaland.
Erfitt er að ráða af þessu, hvor er að vinna en hernaðurinn virðist ganga ágætlega. Það bendir því til að Ísrelar séu ekki að biðja um frið, heldur einungis vopnahlé....meira verður ekki ráðið í stöðuna. En hvað með diplómatsíuna?
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við ísraelska varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, um að skipta yfir í "lágmarksaðgerðir" á Gaza ný verið, og stuðningi við diplómatíska lausn meðfram landamærum Ísraels og Líbanons og stöðugleika á hernumdu Vesturbakkanum.
Biden hefur skrifað undir framkvæmdaskipun á fimmtudag sem miðar að því að refsa landnema sem ráðast á Palestínumenn á hernumdu Vesturbakkanum þar sem ofbeldið hefur aukist síðan stríð Ísraels við Gaza hófst.
David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á fimmtudag að land sitt gæti opinberlega viðurkennt palestínskt ríki eftir vopnahlé á Gaza án þess að bíða eftir niðurstöðu viðræðna um tveggja ríkja lausn.
Af þessu má ráða að stuðningur bandamanna Ísraela við hernaðinn er ekki stöðugur né afgerandi. En það er nokkuð ljóst, Benjamin Netanyahu sem er harðlínumaður, er friðardúfa í samanburði við aðra ráðherra og hann verður að halda aftur af mestu stríðshaukunum. Samsteypustjórn hans samanstendur af sjö flokkum Likud, United Torah Judaism, Shas, Hinn trúanlegi zíonista flokkurinn (e. Religious Zionist Party), Otzma Yehudit, Noam og National Unity og er undir forystu Benjamin Netanyahu, sem tók við embætti forsætisráðherra Ísraels í sjötta sinn. Afsakið það að heiti flokkana er á ensku, held að íslensk heiti séu bara ekki til.
En þeir sem þekkja eitthvað til í ísraelskum stjórnmálum vita að þessi ríkisstjórn er harðlínu ríkisstjórn. Á meðan hún er við völdum, hætta Ísraelmenn ekki hernaði sínum í Gaza fyrr en Hamas liðar verða komnir undir græna torfu og algjör sigur hefur unnist. Ef litið er á söguna þá hafa Ísraelar aldrei hætt átökum fyrr en fullur sigur hefur unnist og hér er væntanleg engin undantekning.
---
Aðeins að Úkraínustríðinu en í fréttum í dag segir að yfirhershöfðingi Úkraínuhers er að missa starf sitt. Það er vísbending um að herinn er að tapa á vígvöllunum. Bloggritari hefur ásamt fámennum hópi manna sagt fyrir löngu að Úkraínumenn geti ekki undið þetta staðgöngustríð. Það er þannig með Bandaríkjamenn að þeim brestur þolinmæðin eftir x tíma eða ríkiskassinn tæmist og þeir stöðvi stríðsátök þess vegna. Repúblikanar hafa lokað fyrir fjárstreymið til stríðsins vegna deilna um landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó. Úkraínuher er þegar farinn að spara skotfæri og því ætti að vera stutt í endalok stríðsins. Þetta stríð leysist hvort sem er ekki nema með friðarviðræðum diplómata.
Bloggar | 2.2.2024 | 10:41 (breytt kl. 19:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari hefur áður birt þessar reglur en hefur nú umorðað þær. Þetta eru klassíkar reglur sem flestir hafa gott af það skoða. Hér eru þær:
12 lífsreglur: Móteitur við óreiðu (12 Rules for Life: An Antidote to Chaos)
- Stattu uppréttur og með axlirnar beinar
Öll dýr, þar með talið menn, stjórnast af yfirráðastigveldi og ósjálfráðum lífefnafræðilegum viðbrögðum. Manneskjur hafa yfirráðaskynjara í heila okkar. Hvernig við skynjum félagslega/efnahagslega stöðu okkar hefur áhrif á líðan okkar sem styrkir stöðu okkar í jákvæðri endurgjöf.
- Fólk með sterkt sjálfsálit finnur/miðlar öryggi og sjálfstraust sem gerir það aðlaðandi og virtara. Þetta bætir framleiðni þeirra og vellíðan, sem styrkir enn frekar sjálfsmynd þeirra. Hærra serótónín magn tengist meiri seiglu, hamingju, heilsu, líftíma, félagslegri hegðun og forystu.
- Á hinn bóginn finnur fólk með litla sjálfsskynjun fyrir óöryggi. Það eru líklegri til að vera stressað, uppstökkt og með viðbrögð. Það tekur lélegar ákvarðanir, nær ekki að öðlast virðingu/úrræði, sem styrkja tapara fléttuna þeirra.
Í stuttu máli, sjálfsskynjun okkar hefur áhrif á strauma sem við sendum til að búa til sjálfstyrkjandi lykkju. Ef þér líður eins og tapari af einhverjum ástæðum, þá er fyrsta skrefið að rjúfa neikvæða hringinn með því að leiðrétta líkamsstöðu þína.
- Komdu fram við sjálfan þig eins og einhvern sem þú berð ábyrgð á að hjálpa
Við höfum tilhneigingu til að hugsa betur um gæludýrin okkar en við sjálf. Þegar gæludýr er veikt fylgjumst við af kostgæfni umönnun þess. Samt, þegar við erum veik, tekst okkur ekki að fylla út / taka lyfseðlana okkar. Í heildaryfirlitinu skoðum við hvernig sjálfsfyrirlitning okkar spilar inn í og hvernig á að vinna gegn því. Hjálpaðu sjálfum þér alltaf.
- Vertu vinur fólk sem vill þér hið besta
Við verðum meðaltal þeirra sem við eyðum mestum tíma með. Í röngum félagsskap getum við lent í glæpum eða jafnvel sjálfsvígum. Svo af hverju höngum við í kringum fólk sem dregur okkur niður? Lærðu hvernig þú getur umkringt þig rétta fólkinu. Haltu þig svo við sigurvegarana. Ef fólk er staðráðið í að klúðra hlutunum, leyfðu því að gera það. Það hefur ekkert með guðdómlegan tilgang að gera.
- Berðu þig saman við hver þú varst í gær, ekki gagnslausa manneskjuna sem þú ert í dag
Í mjög tengdum, fjölmennum heimi geturðu alltaf fundið einhvern sem er betri en þú - hvort sem það er í útliti, auði, stöðu eða samböndum. Sama hverju þú hefur áorkað geturðu samt fundið fyrir ömurlega minnimáttarkennd miðað við aðra. Skoðaðu heildaryfirlitið til að læra hvernig á að bæta þinn eigin leik, gera líf þitt smám saman betra og breyta sjónarhorni þínu í grundvallaratriðum.
- Láttu börnin þín ekki gera neitt sem veldur því að þér líkar ekki við þau
Börn fæðast ekki með félagslega og menningarlega færni - þeim verður að kenna hvernig heimurinn virkar og hvernig á að sigla um í mannlegu samfélagi. Þau þurfa aga ef þau ætla að alast upp og verða verðugar manneskjur. Foreldrar sem setja ekki skýr mörk fyrir ung börn sín endar í raun á því að meiða þau til lengri tíma litið.
- Komdu lag á húsið þitt áður en þú gagnrýnir heiminn
Áföll og þjáning eru óumflýjanleg í lífinu. Sumt fólk bregst við með afneitun, hjálparleysi, reiði eða jafnvel hefndaraðgerðum. Samt breytast aðrir á jákvæðan hátt vegna mótlætis - þeir gera frið við það sem gerðist og helga sig því að gera jákvæðan mun. Lærðu meira um að koma þínu eigin húsi í lag fyrst, áður en þú breytir heiminum.
- Leitaðu eftir því sem er þýðingarmikið, ekki það sem er hagkvæmt
Lífið er þjáning. Við getum notað þjáningu sem afsökun til að lifa kæruleysislega í augnablikinu, eða við getum gert eitthvað þýðingarmikið til að lágmarka þjáninguna.
- Segðu sannleikann. Eða að minnsta kosti ekki ljúga
Við erum öll sek um að ljúga að sjálfum okkur og öðrum. Finndu út hvers vegna við ljúgum, hvernig við festumst í lífslygi vegna þess að og hvað það þýðir að finna og lifa eftir persónulegum sannleika þínum.
- Gerðu ráð fyrir að sá sem þú ert að hlusta á viti eitthvað sem þú veist ekki
Fólk þarf góðan hlustara. Sem góður hlustandi geturðu lært á meðan þú hjálpar öðrum að leysa vandamál.
- Skilgreindu vandamál þitt nákvæmlega til að gera það viðráðanlegt
Við forðumst að skoða vandamál djúpt í von um að það hverfi af sjálfu sér, en þetta veldur aðeins efasemdum og óvissu sem byggist upp í ömurleg mistök. Finndu út hvers vegna/hvernig á að nota sérhæfni til að koma reglu á óreiðu.
- Viðurkenna að ójöfnuður sé fyrir hendi
Sumir póstmódernistar halda því fram að kyn sé algjörlega félagsleg bygging eða tæki karla til að kúga konur og að stigveldi sé búið til af ríkum til að arðræna fátæka. Það er rangt.
12. Gefðu þér tíma til að meta það góða í lífinu
Þjáning er óumflýjanleg og sumir virðast bara eiga verri hlut í lífinu en aðrir. Ef þú finnur sjálfan þig með þjáningunum sem virðast vera tilgangslausar, þá hjálpar þessi síðasta regla úr 12 lífsreglunum okkur að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og koma jafnvægi á gott og slæmt í lífinu svo lífið virðist þess virði að lifa því.
Heimild: 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos eftir Jordan Peterson.
12 reglur fyrir lífið - Samantekt
- Stattu uppréttur og með axlirnar beinar.
- Komdu fram við sjálfan þig eins og einhvern sem þú berð ábyrgð á að hjálpa.
- Vertu vinur fólk sem vill þér hið besta.
- Berðu þig saman við hver þú varst í gær, ekki gagnslausa manneskjuna sem þú ert í dag.
- Láttu börnin þín ekki gera neitt sem veldur því að þér líkar ekki við þau.
- Komdu lag á húsið þitt áður en þú gagnrýnir heiminn.
- Leitaðu eftir því sem er þýðingarmikið, ekki það sem er hagkvæmt.
- Segðu sannleikann. Eða að minnsta kosti ekki ljúga.
- Gerðu ráð fyrir að sá sem þú ert að hlusta á viti eitthvað sem þú veist ekki.
- Skilgreindu vandamál þitt nákvæmlega til að gera það viðráðanlegt.
- Viðurkenna að ójöfnuður sé fyrir hendi.
- Gefðu þér tíma til að meta það góða í lífinu.
Bloggar | 1.2.2024 | 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020