Hvað gerðist í Rússlandi? Valdaránstilraun eða sviðsetning?

Menn klóra sig í kollinum eftir atburðarás gærdagsins. Hvað gerðist í raun? Við vitum ekki svarið ennþá. Til þess þurfum við að vita hver örlög kokksins verða.

Þegar ég skrifaði grein mín um kl. 13 í gærdag, ákvað ég að taka atburðarásina eins og ég sá hana, sleppti samsæriskenningum um sviðsetningu.

Það getur vel verið að þetta hafi allt verið sviðsett til að styrkja völd Pútín; svæla út "rotturnar", gefa forsetanum meiri völd (kannski herlög) og þjappa þjóðina saman. Til þess er lítil og nett uppreisn vel til fallin fyrir slíkt plott. Ég veit ekkert um það.

En svo getur þetta verið í raun eins og við sáum þetta, Yevgeny Prigozhin, hafi tekið brjálæðiskast, verið reiður vegna mikils mannfalls meðal Wagnerliða og hann sagði sjálfur að rússneski herinn hafi ekki skeytt um menn sína og kastað sprengjum þar sem þeir voru staðsettir. Varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu kunn vera lítill vinur Prigozhin og þeir rifist opinberlega um gang stríðsins í Úkraníu.

Atburðarásin fór eins og ég spáði, líkt og í Tyrklandi 2016, en hún var hraðari en ég bjóst við. Nú keppast menn við að segja að nú sé valdatíð Pútíns á enda. Þeir hafa reyndar sagt það alveg frá byrjun stríðsins, hann er með banvænan sjúkdóm, fólkið gerir uppreisn o.s.frv. en ekkert hefur reynst vera satt.

Eftir lélega frammistöðu í upphafi stríðsins, hefur rússneska hernum gengið betur en hernaðarsérfræðingar hafa spáð. Það má sjá af því að Vesturlönd hafa "tæmt" vopnabúr sín, send besta vopnabúnað sem völ er á í heiminum á vígvöllinn en samt stendur rússneski herinn uppi keikur og sókn Úkraníumanna virðist vera að renna út í sandinn.

Rússar þurfa bara að þreyja þorrann, stunda staðbundið og takmarkað stríð næstu tvö árin eða þar til forsetaskipti verða í Bandaríkjunum. Joe spillti Biden verður ekki forseti næsta kjörtímabil. Án aðstoðar Bandaríkjanna hefðu Úkraníumenn aldrei getað staðið í hár Rússa. Um leið og fjármagnið hættir að streyma þangað, er staðgengilsstríðinu lokið.

Hver staða Pútín er eftir þessa atburðarás er erfitt að segja. Ég held að hún hafi styrkst eins og gerðist hjá Erdogan í Tyrklandi. Sá síðarnefndi notaði tækifærið og hreinsaði til innan hersins, henti þúsundir manna í fangelsi og styrkti forsetavaldið.  En hann þurfti ekki að eiga við einkaher eins og Pútín.  Nú er hættulegur leiðtogi og andstæðingur úr sögunni sem og einkaher hans og hann getur tekið Wagnerliðið inn í rússneska herinn, líkt og Hitler gerði með SA liðið. Wagnerliðið var eina raunverulega hættan sem steðjað gat að völdum Pútíns.

Líkur eru á margir lendi í fangelsi, nú veit hann hverjir hershöfðingja hans eru hliðhollir honum og hverjir ekki. Hreinsanir innan hersins og þaggað niður í pólitískum andstæðingum verður niðurstaðan. Ríkið herðir tökin á almenningi og fjölmiðlum (ef það er yfir höfuð hægt, svo er hert að almenningi). Skilaboð hafa verið send til allra sem vilja nota stríðið og brjótast út úr rússneska ríkjasambandinu, ekki reyna....

Nú er spurning hvort að kokkurinn fái matareitrun síðar meir. Trotsky fékk íssting í hausinn í Mexíkó, Stalín gleymdi aldrei né fyrirgaf.  Sama held ég um Pútín. Hann er með sama þankagang og Stalín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stalín lét ekki drepa Trotský, það er svo auðsýnt að CIA gerði það, og hvers vegna.

Stalín og Trotský voru sammála 1927 að reyna samtímsis sitthvora leiðina til að ná heimsmarkmiðum Marxismans og sá síðarnefndi fékk 13 ár til þess, en 1940 var hann orðinn alvöru áhrifavaldur í Bandarískum stjórnmálum.

Guðjón E. Hreinberg, 25.6.2023 kl. 17:46

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og já ég viet að stofnunin CIA var ekki til þá, en hópurinn sem stofnaði stofnunina var mjög valdamikill allar götur aftur til 1840.

Guðjón E. Hreinberg, 25.6.2023 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband