RÚV hefur tekist að mynda harðan kjarna andstæðinga

Útvarp allra landsmanna er það ekki lengur. Lengi vel var ríkisútvarpið eini ljósvakamiðillinn í landinu. RÚV varð að fara vel með einokunarstöðu sína og gerði það lengi vel. En svo kom fjölmiðlafrelsið.  Til varð ný stétt fréttafólks sem flakkaði á milli fjölmiðla.  Þetta fólk er allt með svipaðan bakgrunn, kemur úr ný-marxískum stofnunum Háskóla Íslands og sér heiminn eftir því.

Þetta fólk, fámennur hópur, stýrir nú þjóðfélagsumræðunni. Þeirra sýn er matreidd á hverjum degi fyrir almenning. Borgarar landsins eru mun fjölbreyttari hópur og fjölmennari og hafa þar af leiðandi fjölbreyttari skoðun. Það sér sumt hvert ekki umheiminn með ný-marxískum gleraugum eins og fjölmiðlamenn.

Smá saman hefur andstaðan við RÚV aukist og því meir sem fréttastofa RÚVs verður pólítískari. Og það er enginn vafi á að fréttastofan er pólitísk og RÚV í heild.

En hvernig er hægt að sjá hvaða vind RÚVARAR taka í seglið?

Í fyrsta lagi með vali á fréttum. Það gerist nefnilega margt á hverjum degi á Íslandi og í umheiminum. Það sem fréttamennirnir telja vera fréttnæmt er þeirra persónulega val. Takið sérstaklega eftir hvaða frétt þeir velja sem fyrstu frétt í fréttatímum. Að þeirra mati er það aðalfréttin.

Í öðru lagi með vali á álitsgjöfum.  Sjá má að þeir eru flest allir vinstri sinnar. Aðra er erfiðara dæma um. En þeir virðast meinlausir fyrir hugmyndafræði RÚV og því í lagi að leita til þeirra.  En það er nokkuð ljóst að seint verður leitað til Hannes Hólmsteins Gissurarsonar sem álitsgjafa fyrir RÚV!

Í þriðja lagi með því að taka þátt í daglegri pólitík. Nýjasta útspilið er Pontíusar Pílatusar ákvörðun stjórnar RÚVs varðandi söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Á vef RÚV segir:

"Ákveðið hefur verið að rjúfa tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í Eurovision. Söngvakeppnin verður haldin sem fyrr, en ekki ákveðið endanlega með þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að henni lokinni og í samráði við sigurvegara. Ástæðan er sú gagnrýni sem hefur verið uppi um þátttöku Ísraels í keppninni, þrátt fyrir stríðið á Gaza." Ef þetta er ekki pólitík, hvað þá?

Í fjórða lagi með vali á sjónvarpsefni. Valið er á köflum nokkuð sérstakt og oft eru sjónvarpsþættirnir sem valdir eru til sýningar, með nokkuð vel falinn boðskap.

Allt þetta ofangreinda, hefur myndað andstöðuhóp fólks sem getur ekki lengur horft á RÚV og vill fjölmiðillinn í burtu sem fyrst. Bloggritari er þar á meðal. Og það má bæta við ástæðum af hverju RÚV á ekki að vera til lengur.

RÚV er ekki lengur öryggistæki, hægt er að senda skilaboð í gegnum farsíma um hættur. Aðrir fjölmiðlar eru fullfærir um að flytja fréttir af nátttúruhamförum á Íslandi.

Sem verndari íslenskrar menningar hefur RÚV ekki staðið sig sem skyldi. Þættir sem þeir gera eru dýrir og fáir. Aðrir ljósvakamiðlar, svo sem Stöð 2, Sjónvarp símans og aðrir sem hafa orðið undir í samkeppninni við RÚV, svo sem N4, hafa gert og gera betra innlent sjónvarpsefni.

Ríkisstyrktur fjölmiðill, sem fær 6-8 milljarða í forgjöf (með auglýsingatekjum) skekkir alla samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Samt tekst RÚV að reka sig með bullandi tapi og hefur t.d. þurft að selja frá sér lóð sína!

Svo má bæta við nauðungarskattinn sem bæði einstaklingar og fyrirtæki þurfa að borga til RÚV. Nefskatturinn svonefndi sem lagður er á alla borgara landsins, 18 ára og eldri. Þetta er aukaskattur sem munar um fyrir fátækustu fjölskyldur landsins. Tökum sem dæmi fjögurra manna fjölskyldu og þrír þeirra eru yfir 18 ára aldri. Þeir þurfa að borga um 60 þúsund krónur til RÚV, fyrir dagskrá sem þeir vilja e.t.v. ekki horfa á. Hvar er frelsi borgaranna til að sækja sér vitneskju og skemmtunar í frjálsu samfélagi?

Ríkisfjölmiðill á tímum samfélagsmiðla og internetsins, er algjör tímaskekkja. Borgarar landsins vilja ekki horfa á heiminn með augum ríkisins, heldur sem frjálsir borgarar sem sækja sér upplýsingar á markaðstorgi frjálsra fjölmiðla. RÚV er nefnilega ekki bara í samkeppni við innlenda fjölmiðla, heldur einnig erlenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hve margir í raun hlusta/horfa á RÚV?

Er sú könnun til?  Hmm... hugmynd!

https://klapptre.is/2022/01/28/greining-ahorf-a-islenskt-efni-i-sjonvarpi-2021/

30% á einhvern þátt... skiftir litlu.

Heyri fréttir Rásar 2 á morgnana, en finnst alltaf heldur lítið til koma eftir daglegan hring um útlenda miðla.

Samkvæmt RÚV er nefnilega fátt eitt að gerast í heiminum.

Ef áhorf mælist lítið, þá taka auglýsendur liklega eftir því, og auglýsa meira annarsstaðar.  Þannig væri í teoríunni hægt að svelta RÚV um þær tekjur.

En þetta er bara enn eitt æxlið sem mun ekkert fara, sama hvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2024 kl. 19:01

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ættu að vera 0 og RÚV lokið. Hægt að nota peninga mína í annað.

Birgir Loftsson, 24.1.2024 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband