Sósíalismi og pólitísk réttrækni samkvæmt Margret Thatcher

Thatcher reyndist ekki bara vera góður stjórnmálamaður, heldur líka hugmyndafræðingur. Hún barðist við sósíalista drauginn fyrir nokkrum áratugum og við erum enn að fást við.

Látum Thatcher hafa orðið: Sósíalismi hefur til dæmis komið upp aftur á yfirborðið í tungumáli og áætlunum „hóparéttinda“. Ferlið hefur gengið lengst í Bandaríkjunum: þó mig gruni að ef Bretland væri svo vitlaust að kjósa Verkamannastjórn gætum við fljótt náð því.

Í Bandaríkjunum hafa slíkar áætlanir um jákvæða mismunun ekki aðeins orðið þung byrði á hvers kyns vinnuveitendum: með því að auka gremju meirihlutans í garð minnihlutahópa hafa þær einmitt þveröfug áhrif en ætlað er.

Nátengd þessari nálgun er hin þráhyggjulega pólitíska rétthugsun sem stofnar alvarlegum fræðimönnum í hættu í svo mörgum bandarískum háskólum. Hugtök eins og sannleikur og lygi, fegurð og ljótleiki, siðmenning og villimennska hafa verið afbyggð til að víkja fyrir dómum byggða á hugmyndafræði.

Niðurstöðurnar væru fyndnar ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar."
_____
22. nóvember 1996, Fr, Margaret Thatcher.
Nicholas Ridley minningarfyrirlestur.

Þessi orð eru sögð fyrir 28 árum og standa enn. Fólk sem byggir líf sitt og annarra á einskæri hugmyndafræði, getur aldrei lifað í raunheimum án árekstra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband