Miðflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn - það er spurningin

Sagt er að ein vika í pólitík sé langur tími. Svo getur líka einn dagur verið. Allir sáu fyrir sig hvernig fyrsti þingdagurinn yrði, vantraust tillaga lögð fram og allt færi í bál og brand. En þá greip lífið fram í fyrir leikendur. Ráðherra greindist með krabbamein og tilkynnti það á deginum og vantraust tillaga dregin til baka. Óskum henni alls hiðs besta í hennar veikindum.

En þá var utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins búinn að undirbúa sig undir mögulegar kosningar. Hann kom með harða yfirlýsingu í hælisleitendamálum sem er á skjön við stefnu flokksins síðan hann fór í þetta ríkisstjórnar samstarf.

Sjálfstæðisflokkurinn segist vera hægri flokkur í orði en hefur ekki verið það á borði. Það er alveg sama hvar fæti ber niður, í orkumálum, hælisleitendamálum, skattamálum, atvinnulífsmálum og öðrum, hefur flokkurinn ekki staðið í fæturnar og með sínum hugsjónum og málum. 

Afsökunin er alltaf sú sama, það verður að semja frá sér hugsjónir með málamiðlunum til að geta starfað í ríkisstjórn.  Það er hins vegar aldrei íhugaður hinn kosturinn, að standa með sjálfum sér, draga strik í sandinn og segja: Þetta stöndum við fyrir og takið það eða farið. Og vera í stjórnarandstöðu. Vera flokkur samkvæmur sjálfum sér.

Það hefur Miðflokkurinn hins vegar verið síðan hann var stofnaður fyrir sex árum, verið samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur tekið upp umdeild mál, sem líklega teljast til óvinsælda (að því menn telja en er kannski ekki rétt) og staðið við þau. Má þar helst nefna hælisleitendamál. En það eru ekki einu málið sem flokkurinn stendur fyrir. Förum kerfisbundið í stefnuskránna.

Í heilbrigðsmálum virðist flokkurinn boða blandaða heilbrigðisþjónustu, sem ríkisvaldið veitir en einnig einkarekna þjónustu ef hún sé hagkvæm.

Í umhverfismálum boðar flokkurinn nýtingu innlendrar endurnýjanlega orku og orkufrekan iðnað sem minnkar losun gróðurhúsa tegunda á heimsvísu.

Í húsnæðismálum leggur Miðflokkurinn áherslu á að samþykkt verða lög um eignarréttarstefnu (eigið húsnæðis stefna sem er hægri stefna).

Í atvinnumálum vill flokkurinn skattlegt frelsi, færri reglugerðir og draga úr kerfisræði.

Í byggðarmálum er stefnan "Ísland allt" sem þýðir uppbygging um land allt.

Í jafnréttismálum leggur Miðflokkurinn að allir einstaklingar séu jafn réttháir og skuli metnir af eigin verðleikum en ekki út frá neinum öðrum persónulegum einkennum.

Í menntamálum leggur flokkurinn áherslu á að menntakerfið sé tengt þörfum atvinnulífsins.

Miðflokkurinn vill kerfisbreytingu í samgöngumálum. Til dæmis með stofnun almenningshlutafélags í eigu allra landsmanna sem flýti vinnur brýn samgöngumál.

Í sjávarútvegismálum vill flokkurinn byggja áfram á aflamarks- og aflahlutdeildarkerfi og  stjórnarskrá kveði á um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum hennar.

Í skattamálum berst flokkurinn gegn óhóflegri og ósanngjarnri skattheimtu.

Í Evrópumálum hafnar flokkurinn aðild a ESB og endurskoðun Schengen samstarfsins.

Í umhverfismálum vill flokkurinn nýta gæði landsins með sjálfbærni í huga.

Í útlendingamálum kveður við harðan tón, vill allsherjar endurskoðun hælisleitendakerfisins.

Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara.

Þá er upptalið stefnumál flokksins. Hún er ýtarlegri en hér er upptalið, enda hér ekki ætlunin að copy/paste stefnuskrá flokksins. Athyglisvert er að stefnuskráin er ýtarlegri en hjá Pírötum, sem rúmast á einu A-4 blaði - tabula rasa stefna.

Bloggritari hefur farið áður í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og verður það ekki endurtekið. Það er líka tilgangslaust, ekki er hvort sem er staðið við stefnu flokksins í raunveruleikanum.

Real Politik Miðflokksins

Stefna Miðflokksins er það sem Helmut Smith Þýskalands kanslari kallaði "Real politik", raunsæis stefna í öllum pólitískum málum, eins og sjá má af ofangreindri upptalningu. Þess vegna virðist stefna flokksins vera hægri stefna, því að hægri menn eru meiri raunsæismenn en vinstri menn á lífið og tilveruna.

Ef valið stendur á milli Miðflokksins og Sjálfstæðismenn, er valið auðvelt fyrir bæði miðju og hægri fólks, það velur raunsæið og þar með Miðflokkinn! Flokk sem fólk veit að stendur við stefnuskrá sína.  Ætla mætti að hér sé um stuðningsyfirlýsingu að ræða við Miðflokkinn, en sama má líka segja um Flokk fólksins, það er flokkur sem stendur við orð sín, ergo sum: Hægt að kjósa. En það er efni í aðra grein að fjalla um þann flokk....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: vaskibjorn

Frábær grein og dagsönn,sjálfst.fl.er kominn langt til vinstri,samanber Guðl.Þór.hann er alveg gjaldgengur í vg.eftir þetta season,bara eitt dæmi.

vaskibjorn, 24.1.2024 kl. 07:09

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Vaskibjörn. Ég skrifa bara um umheiminn eins og ég sé hann. Mér sýnist Flokkur fólksins vera á svipuðu reki og Miðflokkurinn, hugsjónaflokkur. En ég á eftir að skoða stefnuskrá þeirra betur.

Birgir Loftsson, 24.1.2024 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband