Mesta ógnin við heimsfriðinn er Joe Biden!

Þetta eru stór orð en ef hugsað er út í það, þá hafa ákvaðanir Bidens og ákvarðanaleysi í utanríkismálum hreinlega skapað hættu fyrir heimfriðinn.

Fyrsta lagi var brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan algjört afhroð og breyttist fljótt í flótta öfluga hers heims frá 19. aldar bardagamanna með hríðskotabyssur og kannski eldflaugar á bakinu. Þetta senti mjög skýr skilaboð til einræðisherra heims að Bandaríkjamenn væru veikir og þora ekki í átök.

Í öðru lagi gaf hann Pútín beinlínis byssuleyfi til að herja á Úkraníu með því að segja opinberlega að Bandaríkin ætluðu ekki að hjálpa Úkraníumenn. Hann hefði aldrei átt að segja þetta, heldur hóta óbeint og vera óútreiknanlegur líkt og Trump, það hefði sett hik á Pútín. Það er svo önnur saga að Pútín misreiknaði sig og ætla ég ekki að endurtaka það sem erlendir fréttaskýrendur segja um hugsun og mistök Pútíns.  Hann fór of seint af stað (vegna þess að hann lofaði Kínverja að bíða eftir lokum Olympíuleikanna?). Hann hélt líklega að þetta yrði nokkra daga stríð og Úkraníumenn myndu hrynja niður og leggja niður vopn við birtingu herafla Rússa.

Í þriðja lagi, með þrjósku sinni að nýta sér ekki olíuauðlindir Bandaríkjanna, með framleiðslugetu meiri en Sádi-Arabía og Rússlands til saman, þá hefur hann gert Evrópu háða rússneska olíu og það treysti Pútín á, að Evrópumenn þyrðu ekki að mótmæla (mikið og aðeins tímabundið).

Í fjórða lagi, lætur hann Evrópuleiðtoganna taka við hlutverki leiðtoga hins frjálsa heims. Þar með eru Bandaríkjamenn í aukahlutverki í Úkraniustríðinu. Hver er í aðalhlutverki í viðræðum við Rússa? Macron Frakklandforseti.

Í fimmta lagi, hefur hann grafið undir Bandaríkjadollaranum með því að semja við Írani (og Venúsúela) og gera hina hefðbundu bandamenn sína á Arabiuskaga andhverfa BNA. Svo slæmt er þetta að þeir ætla að nota Yuan í olíuviðskiptum og þeir neita að framleiða meiri olíu til að bjarga olíuskortinum í BNA, taka ekki einu sinni upp símann þegar Bandaríkjaforseti hringir. Hver vill annars tala við mann sem enginn veit hvort að sé með fullu fimm?

Í sjötta lagi sendir hann óskýr skilaboð til kínverskra stjórnvalda, sem halda líkt og Pútin, að nú sé tækifæri til að endurheimta Tævan. Versta við slíkt stríð milli Bandaríkin og Kína er að það raunverulega ógnar heimsfriðinn og gæti komið þriðju heimsstyrjöldina af stað.  Aldrei Úktraníu stríðið sem ég sagði frá upphafi að væri staðbundið stríð og Rússland væri bara svæðisveldi (geta aðeins ráðist á nágrannaríki yfir landamæri) en hafa enga getu til að heyja stríð í annarri heimsálfu (getur þó sprengt heiminn í loft upp). Aðeins risaveldi geta það. Það geta Kínverjar nú og þegar tvö stórveldi/risaveldi og ef til vill er Kína orðið risaveldi, veit það ekki, þá þarf að skapa valdajafnvægi, líkt og á risaveldistímum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Það er alveg hægt að skapa valdajafnvægi milli BNA og Kína líkt og á tímum kalda stríðsins.

Þvílíkt utanríkisstefna! Leitar á náðir einræðisherra og einræðisstjórnir eins og Venisúela og Íran og grátbiður um oliu (sem til er í bakgarðinum - Alaska) en gerir bandamenn sína fokilla.

Joe Biden sagði á sínum tíma: "...wait untill the adults take control" - yfir stjórn Bandaríkjanna og hann hefði yfir 50 ára reynslu af að ræða við erlend ríki en gallinn er bara sá að allar hans ákvarðanir eða skoðanir í utanrikismálum hafa reynt rangar - allar. Úkranía var á hans könnu sem varaforseti Bandaríkjanna og hvað gerðist á hans vakt? Krímskagi var innlimaður í Rússland og Donbass svæðið breytt í vígvöll. Svo varð hlé, rétt á meðan Trump var við völd og það leið ekki nema eitt ár, þar til Pútín var kominn inn í alsherjarstríð í Úkraníu, aftur á vakt Bidens.

Að horfa á ríkisstjórn hans er eins og að fara í sirkus og horfa á alla trúðanna leika. Ég get bókstaflega ekki séð neinn hæfan mann í ríkisstjórn Biden, sem þó var í stjórn Obama eða Bush. Þetta er afleiðing af því að velja fólk eftir hugmyndafræði, ekki hagnýta hæfileika. Hægt er að velja hæfileikaríkt fólk sem aðhyllis kannski ekki hugmyndafræðina, en getur hrunt bátinn í sjó. Það var ekki gert. 

Á meðan siglir efnahagur BNA í strand. Óðaverðbólga, aðflutningsvandræði, opin landamæri, stjarnfræðileg skuldasöfnun og dollarinn í vanda staddur.

Hér koma helstu mistök Joe Biden á aðeins einu ári:

1) Misheppnuð efnahagsáætlun - "Build Back Better Act".

2) Stöðvun frumvarps til breytinga á atkvæðalöggjöf.

3) Misbrestur á að fella niður námsskuldir.

4) Óstjórn vegna COVID faraldursins.

5) Metverðbólga, ekki sést svo mikil verðbólga í áratugi. 

6) Innflytjendavandræði og stefnan "áframhaldandi vera í Mexíkó" aflögð.

7) Bandaríkin háð erlendri olíu á ný.

8) Mesta skuldasöfnun landssins frá upphafi.

9) Hæsta olíuverð í landinu síðan á sjöunda áratugnum.

10) Brotthvarf/flótti Bandaríkjahers frá Afganistan.

11) Glæpaaldan sem gengur yfir Bandaríkin.

12) Getur ekki sameinað þjóðina eins og hann lofaði.

 

Hér er frétt fréttanna í Bandaríkjunum, The New York Times viðurkennir að haft rangt fyrir sér með "Laptop from Hell". Ef kjósendur hefðu vitað af þessu fyrir kosningar, hefði Trump líklega unnið.

Joe og Hunter Biden - annar að nota krakk en hinn hótar krakkneytendum

Hunter Biden er líklega á leiðinni í fangelsi. Spurning hvort að pabbinn hrökklist úr embætti en í skjölum "laptop from hell" eins og fartölva Hunter Bidens er kölluð, er talað um að "boss" fái 10% af öllum viðskiptum Hunters. Fréttaskýrendur telja að hér sé um að ræða Joe Biden.

New York Post kom upphaflega með fréttina.

Spies that lies

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Eru bandarískir vinstri fjölmiðlar ekki orðnir þreyttir á því að hafa rangt fyrir sér og þurfa að taka stóru orðin til baka? Eða er þeim alveg sama, svo fremur sem tilganginum er náð? Það er svo komið að ég forðast ákveðna fjölmiðla, því ég veit ekki hvort þeir séu að segja satt eður ei, alveg sama hvað fréttin er. 

Birgir Loftsson, 19.3.2022 kl. 10:44

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er umfjöllun mín um Hunter Biden frá því í fyrra.

https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2267791/

Birgir Loftsson, 19.3.2022 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband