Sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum á villigötum?

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum er álitsgjafi íslenskra fjölmiðla hvað varðar varnarmál Íslands. Maðurinn er fróður um varnamál almennt en auðvitað má deila um túlkanir hans eins og annarra manna.

Það fyrsta sem ég naut um er hann sagði að ekki sé þörf á her með fasta setu á Íslandi.

Sjá greinina: https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/ekki-thorf-a-her-med-fasta-setu-a-islandi

Þetta er álitamál en Albert vill tryggja eftir á, ekki rugga bátinn. Ekki tryggja varnir fyrir hugsanleg heimsátök. Það er rangt, kannski er þriðja heimsstyrjöldin hafin, án þess að við gerum okkur grein fyrir því, eins og forseti Úkraniu heldur fram.  Aðdragandinn að seinni heimsstyrjöld var langur og mörg stríð háð fyrir formlegt upphaf styrjaldarinnar.

Aldrei dettur íslenskum varnarsérfræðingum í hug að við gætum sjálf sé um varnir Íslands að stórum hluta. Undantekningin er Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor sem vill að Íslendingar komi sér upp vopnaðar varnarsveitir. Kannski af því að þeir eru í vinnu fyrir ríkisvaldið og þora ekki að koma með nýja hugsun eða stefnu. Baldur er hins vegar háskólamaður og óháður.

Annað sem ég datt um í öðru blaðaviðtali við Albert, en hann segir að stríð endi með friðarsamkomulagi. Það er að hluta til rangt, og nærtækastustu dæmin er skilyrðislausar uppgjafir Þjóðverja í fyrri og seinni heimsstyrjöld og Japana í þeirri seinni. "Samningamenn" Þjóðverja og Japana í seinni heimsstyrjöld skrifuðu undir pappíranna án þess að hafa nokkuð um uppgjafarsamninginn að segja. En það varð einhver af hálfu hinu sigruðu að ganga formlega frá ósigrinum, því mannkynið er orðið háð skrifræðinu.

Ef farið er aftur í fornöld, þá börðust Rómverjar ávallt í allsherjarstríði, þar sem óvinurinn var gjöreyddur og ekkert friðarsamkomulag gert. Almenningur drepinn eða hrepptur í þrældóm.  Dæmi: Taka núverandi Frakklands (Galliu), algjör sigur á Karþagó ríkinu og gereyðing Ísraelsríkis hins forna (Júdeu). 

Í háþróuðum ríkjum, eins og Rómaveldið var, var barist til sigurs og til enda. Þar til andstæðingurinn var búinn á því. Allt var undir, borgir, bæir og sveitir og allir drepnir sem á veginum urðu.  Allir urðu fyrir barðinu á stríðsrekstrinum. Allt gangverk samfélagsins var tekið undir stríðsreksturinn. Andstæða við slík stríð, er stríðsreksturinn á miðöldum í Evrópu, með sínum fámennum herjum og orrustum herja, oftast á vígvelli eða umsátri kastala. Almenningur fékk oftast að vera í friði.  

Á nýöld hófst alsherjarstríðsreksturinn á ný og besta dæmið um það er 30 ára stríðið.

Núverandi stríð í Úkraníu virðist ætla að fara sömu leið, barist er þar til vopnabúnaður og mannskapurinn Rússa er á enda en talið er að þeir eigi eftir 10 daga í hernaðarrekstri og vísbendingar eru þegar í dag að þeir séu stopp í stríðsrekstri sínum. Þeir verði að semja um frið og útkoman byggist á hver er útsjónasamari við samningaborðið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband