Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga?

Þetta er klisjan sem íslenskir ráðamenn bera á borð í hvers sinn sem talað er um ábyrgð Íslending á eigin vörnum. Er það virkilega sannleikurinn?  Ég man eftir frægri skammaræðu Donalds Trumps yfir stjórn NATÓ, þar sem hann skammaði aðildarþjóðirnar fyrir að draga lappirnar með framlög til varnamála.

Sjá ummæli Trumps: Trump and Stoltenberg get into tense exchange at NATO summit

Ég held ekki að Ísland hafi verið undanskilið í skammaræðunni og er ég viss um að ef Trump hefði verið full kunnugt um undadrátt Íslendinga, hefði hann ekki verið kátur. Hann vildi að NATÓ-ríkin hækkuðu framlög sín upp í 2%. Mestu slóðarnir í eigin vörnum, Þýskaland í fararbroddi, ráku upp harmkvæl og töluðu um hversu Trump hafi verið ókurteis.  En hafði karlinn rétt fyrir sér?

Eru Evrópuþjóðir ekki að vakna upp með harmkvælum og hækka framlög sín upp í 2% af þjóðarframleiðslu eftir innrásina í Úkraníu? Meiri segja Þjóðverjar ætla að gera eitthvað í málinu og sinna eigin vörnum.

Ekki sama krafa á Ísland innan NATÓ og önnur lönd

Og vel á minnst, er ekki athyglisvert að Rússar fóru inn í Georgíu á vakt George W. Bush, inn í Úkraníu og yfirtóku Krímskaga á vakt Obama og Biden og nú á vakt Bidens, reynir Pútín að taka Úkraníu. 

Ekkert stríð var háð undir stjórn Donalds Trumps. Af hverju? Af því að hann skjallaði einræðisherranna opinberlega og kallaði þá vini sína en á bakvið tjöldin hótaði hann þeim öllu illu ef þeir hegðuðu sér ekki vel á hans vakt. Ronald Regan talaði um "vald í gegnum styrk" og sú stefna svínvirkaði, hann kom Sovétríkin á kné og þau féllu um sjálf sig.

Donald Trump talaði tæpitungulaust og það lærði hann í hörðum viðskiptum New York. Hann þurfti að eiga við gjörspillt verkalýðsfélög, glæpóna og spillta stjórnmálamenn. Menn sögðu þegar hann komst til valda, að hann kynni ekkert á refskák stjórnmálanna. Hún er ekkert miðað við refskák viðskiptanna, þar sem þeir hæfustu raunverulega lifa af, en eru ekki kosnir hæfileikalausir kjörtímabil eftir kjörtímabil inn á þing likt og Joe Biden.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband