Að kjósa rangan forseta

Í síðustu grein bloggara var rætt um þá kjósendur sem kjósa og styðja hagsmuni sem eru andstæðir þeirra eigin. Einn ágætur sambloggari stakk upp á að mótmæla rökleysinu, en því miður er það ekki hægt, aðeins að benda á rökvilluna og vona að skynsemin taki yfir. 

Nú eru línur í forsetakosningunum að skýrast. Frambjóðendur sem njóta mesta hylli koma allir af vinstri væng stjórnmálanna. Það þarf ekki að vera slæmt, við fengum jú Ólaf Ragnar sem reyndist vera málsvari þjóðarinnar er á reyndi.

En pollurinn verður ansi gruggugur þegar frambjóðandinn með mesta fylgi hefur sýnt það í verki að hann vinnur gegn málskotsréttinum og þar með vilja þjóðarinnar. Það er enginn vafi á að forsætisráðherrann fyrrverandi var ekki par ánægður með útspil Ólafs en hún sat í ríkisstjórn sem vildi leyfa ICESAVE svindlinu ganga yfir íslensku þjóðina. Hún reynir nú að draga fjöður yfir verk sín en þau tala sínu máli, sama hvað hún segir.

Og ekkert hefur breyst hjá þessum frambjóðanda. Hún boðar að hún muni "fara sparlega með málskotsréttinn". Sem þýðir á mannamáli að hann verður geymdur og gleymdur í einhverjum skáp Bessastaða. Hvernig getur hún verið hlutlaus í máli eins og bókun 35 - málinu þar sem hún er beinn þátttakandi???   Ætlar hún að horfa í spegill á sjálfa sig og segja: Þú gerðir rangt og ég sem forseti ætla að skjóta þessu máli í dóm þjóðarinnar! Hafðu það nú fyrrverandi forsætisráðherra!

En það er nóg til af fólki sem kýs og styður málstað/frambjóðanda gagnstætt sínum eigin hagsmunum. Þess vegna verður hún líklega kosin. Og bloggritari heldur áfram að hrista höfuðið yfir skynsemi fjöldans!

Svo eru aðrar ástæður fyrir að kjósa hana ekki. Önnur kannski mikilvægari en bókun 35, en það er haturorða lögin, þar sem málfrelsið er takmarkað, allir þurfa að vera á brensunni, og allir að tala samkvæmt pólitískri rétthugsun, er nokkuð sem ekki nokkurn lýðræðissinnuðum manni hugnast.

Svo má taka annað dæmi sem er siðferðislegt eðlis, en það eru fóstureyðingar.  Hvers konar svar er það að hún styðji fóstureyðingu nánast til loka meðgöngu? Að hún treysti dómgreind óléttu konunnar? Þá er komið að erfiða siðferðis spurningu, hvenær verður nýtt og sjálfstætt líf til? Held að flestir séu sammála því að einhver tímamörk verði að vera dregin, annars er um "barna útburð" að ræða. Og flestir eru sammála um núverandi tímamörk.

Lokaorð. Á hún að verja málfrelsið, þjóðarvilja (í formi þjóðaratkvæðisgreiðslu) og verja Ísland gegn erlendri ásælni (EES og bókun 35)? Er henni treystandi fyrirfram?

Bara þetta að hún styður ekki (og hefur sýnt í verki) málskotréttinn óskorðaðan, sýnir að hún verður aldrei fulltrúi þjóðarinnar gegn stjórnmálaelítunni. Guð blessi Ísland!


Fólk sem kýs og styður hagsmuni andstæðum sínum í Bandaríkjunum (og Íslandi)

Bloggritara hefur alltaf verið hulin ráðgáta hvernig heilabúið í róttækum vinstri mönnum virkar.  Hann horfir reglulega á þætti hins sjálfstæða fjölmiðlamanns Bill OReilly.  Hann fjallar reglulega um glæpi í Bandaríkjunum og hvernig vinstri menn bregðast við þeim, sérstaklega þeirra sem minnihlutahópar fremja.

Staðreyndin er sú að svartir bandarískir karlmenn, sem eru 7% þjóðarinnar fremja hlutfallslega flesta ofbeldisglæpi, oft undir helming morða í landinu. Samfélagið hefur brugðist þannig við að fangelsa þá og gerði í áratugi. Glæpatíðni hélst í jafnvægi. En nú hafa frjálslindir vinstrimenn kallað þetta kerfisbundin kynþáttamismunun stjórnvalda og frjálslindir saksóknarar sækja þessa ofbeldismenn ekki til saka. Þeim er sleppt jafnharðan og þeir eru handteknir. Afleiðingin er að mikill glæpafaraldur er í stórborgum Bandaríkjanna, einna helst í borgum sem demókratar stjórna.

OReilly nefndi sérstaklega New York og Chicaco sem frjálslindar borgir. Þar kýs fólk frjálslinda stjórnmálamenn (og saksóknara) sem gera ekkert í glæpamálum.  Honum er þetta óskiljanlegt að fólk sé að kjósa gegn eigin hagsmunum.  Sérstaklega þegar haft er í huga að fórnalömb þessarra glæpa koma hlutfallslega flestir úr hópum minnihlutahópa, sérstaklega svartra. 

Orsökin fyrir ófremdar ástandinu er því kjósendur sem kjósa eftir kynþáttalínum (t.d. frjálslinda svarta stjórnmálamenn en ekki þá sem eru harðir gegn glæpum) og þeir sem stjórna, frjálslindir (af öllum kynþáttum) sem leyfa ástandið að vera svona.  Fólkið getur sjálfum sér um kennt sagði einn viðmælandi OReilly. Það kýs þetta fólk til valda.

Frjálslindir stjórnmálamenn eru blindaðir af hugmyndafræðinni, segjast verja hagsmuni minnihlutahópa, en í raun vinna gegn þeim. Þeir hafa augu eins og hægrimenn og sjá ástandið en er nákvæmlega sama, á meðan kenningin er rétt. Kerfisbundin kynþáttamismunum stjórnvalda segja þeir og því viljum við ekki fangelsa unga glæpamenn úr minnihlutahópum.  Svo er þessi kenning bara bull, hvergi í lögum í Bandaríkjunum er fólk mismunað eftir kynþætti. Á meðan verður fólk úr minnihlutahópum áfram að verða fyrir glæpum samborgara sinna, en það er frjálslindum (e. liberals) nákvæmlega saman um. Þeir koma flestir úr efri lögum samfélagsins, eru hvítir demókratar, og þeir verða ekki fyrir þessum glæpum, enda ekki búsettir í "gettóum".

Sjá má örla fyrir svipaða hugsun meðal íslenskra róttæklinga úr röðum vinstri manna á Íslandi. Þeir styðja minnihluta hópa og hópa sem þeir telja vera undir.  Besta dæmið um þetta er stuðningur róttæklingana við innflutning fólks úr menningaheimi sem er gjörólíkur þeim sem það styður. Þessi stuðningur er algjörlega á móti þeirra eigin hagsmunum til langframa, en samt er stutt. Af hverju, jú hinn róttæki ný-marxismi krefst þess að minnihlutahópar séu studdir, sama hvað.  Þetta segir rökhyggjumanninum, sem reynir að sjá rök í öllum gjörðum fólks, að ný-marxisminn er hugmyndafræði sem jaðrar við trúarbrögð. Tilfinningar en ekki rökhyggja ræður för þessa fólks.

Þess vegna kýs margt fólk "vitlaust" í kosningum - gegn eigin hagsmunum. Þess vegna styður 30% fólks í skoðanakönnunum Samfylkinguna sem fyrirfram boðar skattahækkanir. Vill þetta fólk fá hærri skatta? Nei, örugglega ekki, en hugmyndafræðin heillar (jöfnuður til handa allra), þótt hagsmunir fólksins fara ekki saman við hana.

Viska meirihlutans/hópsins, sem minnst var hér á í blogggrein um skoðanakannanir, er ekki meiri en þetta.  Það eru ekki allir sem fylgja hugsunarlaust sínum flokki/hópi en nógu margir til að flokkar eins og Píratar, VG og Samfylkingin, munu alltaf lifa af. Nú er VG spáð útrýmingu í næstu kosningum, en það skiptir engu máli, fólkið sem kýs flokkinn hoppar þá yfir í næstu vinstri fley og siglir út í rósrautt sólarlag á leið til skattaheljar.


Ætlar Ísrael ekki að hefna sín?

Samkvæmt nýjustu fréttum ætla Ísraelar ekki að hefna sín eftir eldflauga- og drónaárás Írans á landið.  Það verður að teljast óvenjulegt ef satt er.  Spurningin er hvort þeir séu í refskák og ætli óvænt að gera árás á óvæntum tíma?

Þetta er nefnilega kjörið tækifæri, sem Ísraelar hafa beðið eftir í meir en áratug, að gera árásir á kjarnorkustaði Írana. Það er mjög erfitt fyrir Ísarelar að ráðast á leynilega kjarnorkustaði Írana en auðvelt að ráðast á innviðina, á olíuframleiðslu þeirra og lama efnahag þeirra.  Líklegt er að netárásir verði gerðar á skotmörk í Íran.

Taktíkst er betra að gera árás á Íran núna, en að bíða eftir að kjarnorkuvopnabúr Írana verði stórt. Deilt erum hvort þeir séu þegar komnir með kjarnorkuvopn eða ekki. En svo er það að Ísraelar eru að bíða eftir efnahagspakka frá Bandaríkjunum og þeir mega ekki við að styggja stjórn Bidens sem er mjög tvístígandi í öllum sínum aðgerðum. Svo geta þeir beðið eftir niðurstöðum forsetakosningana í Bandaríkjunum í nóvember og nýtt sér tímabilið frá 5. nóvember til 20. janúar þegar vald forsetans er í lamasessi. Ágreiningur Ísarela og Írana er nefnilega ekkert að fara.


Skoðanakannanir og almenningsálitið

Síðan siðmenningin hefur verið til, hafa ríki og valdhafar beitt markvissum áróðri til að móta álit þegna eða borgara. Frá tímum Súmer og Egypta hafa veggmyndir eða ritað mál verið notað til að hafa áhrif á almenning. Síðan þá hefur ýmislegt bæst við í vopnasafn áróðursmeistaranna. Nútímafjölmiðlar og skoðanakannanna fyrirtæki eru markviss notaðir til að dreifa áróðri.

Meistarar meistaranna í nútíma áróðri voru nasistar og kommúnistar sem gerðu þetta að vísindagrein. En það eru ekki bara stjórnvöld sem reyna að hafa áhrif. Einstaklingar og fyrirtæki hafa bæst við og þeir nýta sér tæki eins og skoðanakannanir til að efla málstað sinn. Kíkjum á þetta og athugum hvort eitthvað sé til í þessu.

Fjölmiðlar eru almennt í eigu einkaaðila. Löngum vitað að auðmenn kaupi sér fjölmiðla til að fá jákvæða umfjöllun, líka á Íslandi. Þeir eru þar með ekki hlutlausir né starfsfólk þeirra. Enginn fjölmiðill er algjörlega hlutlaus. Oft eru þeir í liði með hinum eða þessum og skrifa fréttir eða birta skoðanakannanir sem styðja málstaðinn sem þeir styðja.

Fullyrðing mín að skoðanakannanir og fréttir eru notaðar til að móta almenningsálit er þar með rétt. Svo eru þær sem eru leynilegar (til að kanna á bakvið tjöldin, hvort viðkomandi njóti fylgi og ef niðurstaðan er neikvæð, er hún aldrei birt). Það er einhver sem pantar og greiðir fyrir skoðanakönnun. Hann vill væntanlega fá jákvæð svör.

Hlutdrægar spurningar eru oft markvisst notaðar til að fá "rétt svar". Hópurinn sem er spurður e.t.v. einsleitur, þýðið of lítið o.s.frv.

Fyrirtækin sem gera skoðanakannanir um sama viðfangsefni fá mismunandi niðurstöður úr könnunum sínum. Hvers vegna er það svo?

Fullyrðing um þeir sem eru efstir eiga það skilið, því að þeir eiga mest erindi til fólks stenst ekki. Bloggritari get bent á þrjá frambjóðendur til viðbótar en þá sem baða sig í sviðsljósi fjölmiðla sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum en þeir fá EKKI tækifæri vegna hlutdrægni fjölmiðla.

Ótímabærar skoðanakannanir eru birtar; framboðsfrestur ekki einu sinni búinn, búa til sigurvegara og tapara. Engar kappræður farið fram. Þeir sem eru þegar baðaðir í sviðsljósinu fá forskot.

Fólk er hjarðdýr, það velur að vera í vinningsliðinu. Í sumum löndum er bannað að birta skoðanakannanir dögum fyrir kosningar. Af hverju?

Eftir að bloggari skrifaði grein sína er gerð skoðanakönnun á Útvarpi sögu. Þar kemur fram að mikil meirihluti hlustenda treystir ekki skoðanakannanna fyrirtækin, en ég tek þá niðurstöðu með miklum fyrirvara eins og allar aðrar skoðanakannanir. Talandi um skoðanakannanir á Útvarpi sögu, þá eru þær ágæt dæmi um óvísindalega skoðanakannanir og oft þar dæmi um mótandi spurningar.

Traustið er farið á fjölmiðlum og á þeim sem hjálpa til við að móta almenningsálitið og stjórnvöldum almennt. Fólk leitar annars staðar að upplýsingum, það sér í gegnum áróðurinn sem leynt eða ljóst er rekinn af ýmsum aðilum. Það leitar á netið í aðrar upplýsingaveitur en fjölmiðla.

Að lokum. Hér er ágæt grein um hvernig kannanir hafa áhrif á hegðun - sjá slóð: How Polls Influence Behavior

Þar segir í lauslegri þýðingu: "Ný rannsókn eftir Neil Malhotra frá Stanfords Graduate School of Business og David Rothschild hjá Microsoft Research, sýnir að sumir kjósendur skipta í raun um lið (eftir niðurstöður skoðanakannanna) í viðleitni til að finnast þeir vera samþykktir og vera hluti af sigurliði. En rannsóknin kemst líka að þeirri niðurstöðu að meiri fjöldi kjósenda sé að leita að "visku mannfjöldans" þegar þeir meta niðurstöður skoðanakannana og að álit sérfræðinga skipti þá meira máli en jafningja þeirra."

Sum sé, ef sérfræðingurinn segir þetta, þá er það frekar rétt en það sem jafningi minn segir. Hvað er þá eftir af "eigin vali" kjósandans þegar hann lætur aðra stjórna vali sínu?

 


Frelsin fjögur - haturorðræða í Skotlandi og forseti Íslands

Margarét Thatcher talar um frelsin fjögur. Þau eru: Frelsi til umræðna - málfrelsi; frelsi til að velja sér stjórnmálaflokk - pólitískt frelsi; séreignarrétturinn og Sjálfsákvörðunarréttur þjóðar. Hér er tekið til umræðu málfrelsið sem á undir högg að sækja í lýðræðisríkjum heims. Nú síðast hefur Skotland bæst í hóp þeirra sem setur tjáningarfrelsið hömlur. Og það í landi  uppruna frelsisins! Nú er forseti vor ásamt menntamálaráðherra að fara í opinbera heimsókn til Skotlands. Mun forsetinn vekja máls á þessu við skosku stjórnina og mótmæla heftingu málfrelsins? NEI, örugglega ekki.  Látum Margaret Thatcher hafa orðið:

"Umræðufrelsið

Allir háskólar hafa fleiri en einn tilgang. Eins og orðið „háskóli“ gefur til kynna, verður það að samanstanda af mismunandi deildum, sem ná yfir mismunandi þætti þekkingar, sem mynda eins nálægt og hægt er "alhliða" fræðisamfélag. Frægasta enska verkið sem lýsir því hvað háskóli ætti að vera og gera er enn bók John Henry Newman Cardinal Newmans Idea of a University. Á þeim 140 árum sem liðin eru frá því hún var skrifuð hafa háskólar að sjálfsögðu breyst að sumu leyti og orðið óþekkjanlegir.

Vísinda- og meira og minna verknámsbrautir gegna miklu stærra hlutverki - og það er rétt. Því að í heimi þar sem atvinnugreinar byggjast á vísindum og þar sem mikil alþjóðleg samkeppni ríkir í starfsgreinum, þarf menntun í háskóla að taka fullt tillit til hagnýtra krafna. Það verður að búa fólk til að skara fram úr í góðu starfi. Og það verður að aðstoða nýja kynslóð við að leggja sitt af mörkum til langtímaframfara þjóðarinnar. En Newman lagði áherslu á - á þann hátt sem mörgum samstarfsmönnum hans líkaði ekki við - að það sem aðgreinir háskóla frá öllum öðrum menntastofnunum væri að stunda nám í eigin þágu. Í slíkum háskóla ættu allir þeir sem taka þátt í að sækjast eftir fræðum - hver sem sérgrein þeirra er - að leitast við að læra hver af öðrum og skapa með umræðum sannkallað samfélag frjálslynds náms. Það er sönn og tímalaus innsýn. Innan háskóla okkar verðum við að halda uppi hugsunar- og umræðufrelsi. Við verðum að ræða þau mál sem brenna á. Við verðum að berjast harkalega í baráttu hugmyndanna. Og allt verðum við að gera þetta í anda góðs húmors, umburðarlyndis og gagnkvæmrar virðingar. Umræðufrelsi er eitthvað meira en bara málfrelsi. Umræða krefst vilja til að hlusta jafn mikið og getu til að rökræða. Í gegnum umræðu bæði kennum við og lærum - og því víðar sem umræðan nær því meiri líkur eru á því að við fjöllum um mannlegan skilningi.

Umræðufrelsi getur verið ógnað á ýmsa vegu. Augljóslegast getur það verið vísvitandi bælt, latt eða refsað af yfirvöldum. Það gæti líka minnkað þar sem einstaklingar eru hræddir frá trú sinni vegna þessa fíngerða og spillandi þrýstings sem Alexander Solzhenitzyn lýsti svo vel sem "ritskoðun á tísku". Eða það getur einfaldlega visnað - svipt ljósi og lífi vegna sameiginlegrar löngunar til að sækjast eftir svokölluðum "samstöðu" á hvaða verði sem er, jafnvel prinsippverði.

John Stuart Mill skrifaði í frægri ritgerð sinni On Liberty: "ef allt mannkyn að frádregnum einni manneskju, væri á sömu skoðun og aðeins ein manneskja á gagnstæðri skoðun, væri mannkyninu ekki réttlætanlegra að þagga niður í þeirri manneskju, en hann, ef hann hefði vald, væri réttlætanlegt að þagga niður í mannkyninu. Það er líka efnislegt tap þegar sljór einsleitni, af því tagi sem sósíalismi eins og aðrar alræðishvatir áður en hann hvetur til, kemur í stað einstaklingshyggju og fjölbreytileika. Litið á sérstaka sögu okkar sýnir þetta. Vesturlönd náðu efnahagslegum yfirburðum sínum og njóta nú hárra lífskjara vegna þess að það hefur verið framtaks- og samkeppnisandi til að leysa tæknileg vandamál og síðan að beita lausnunum á hagnýtar þarfir manna. Það er vissulega það sem aðgreinir nútíma evrópska siðmenningu okkar frá fyrri tímum. Kínverjar uppgötvuðu seguláttavitann - en það var enginn efnahagslegur hvati fyrir þá til að sigla um heiminn. Ég tel að Tíbetar hafi uppgötvað hreyfingu hverfla: en þeir létu sér nægja að nota hana til að snúa bænahjólunum sínum. Býsansmenn uppgötvuðu klukkuverk - og þeir notuðu það til að svífa keisarann um til að heilla sendiherra villimanna Evrópu. En við þurfum ekki að teygja okkur svo langt aftur í fortíðina til að sýna fram á hvernig frjáls umræða og efnahagslegar framfarir eru sterk, ef lúmskur, tengd. Líttu bara í kringum þig á efnahagslegum mistökum kommúnistastjórnarhagkerfisins.

Alræðisríki gæti tekist - eins og árangur Rauða her Stalíns á fjórða áratugnum sýndi - að beita valdi og skelfingu til að framleiða gríðarlegt magn af vopnum; en þróun og beiting tækni krefst rökræðna, rökstuddra umræðu og tilrauna - hugarfar sem aldrei er hægt að sætta sig við takmörk núverandi þekkingar. Þess vegna gátu Sovétríkin ekki jafnast á við tæknina á bak við SDI áætlun Bandaríkjanna: hún er tengslin milli siðferðislegs og hernaðarlegs bilunar kommúnismans. En umræðufrelsi á sér beinari og jafnhagstæðari notkun í stjórnmálum. Þegar fólk er fært um að rökræða opinberlega um mistök stjórnmálastjórnar, öðlast það fljótt hugrekki og sjálfstraust til að endurbæta hana.

Þess vegna - með nokkrum enn sorglegum undantekningum - hefur sú stefna kommúnista, að leyfa örlítið lýðræði, til að halda völdum í ljósi kröfu um umbætur, mistekist í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Og þegar, eins og átti sér stað við valdaránstilraunina í Sovétríkjunum fyrr á þessu ári, hafa hugrakkir lýðræðissinnar og fólk aðgang að umheiminum með samskiptafrelsi, verður kraftur fordæmis þeirra ómótstæðilegur. Auðvitað er meira í pólitík - og miklu meira við að stjórna landi - en að sitja og taka þátt í umræðum. Þeir sem bera ábyrgð á velferð landsins geta ekki einskorðað sig við að útskýra meginreglur, telja upp vandamál og ræða þau endalaust. En það er samt eitt verra en það - það er að láta eins og talsmenn svokallaðra "samstöðupólitíka" gera, að engin prinsippárekstur sé til staðar og að sérhver erfiðleiki skili lausn á aðeins raunsærri nálgun sérfræðinga."

 


Forseta frambjóðandi dregur í land orð sín um styrkingu íslenskra varna

Bloggritari var að horfa á ágætt sjónvarpsviðtal við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda.  Hann er einn af þremur frambjóðendum sem bloggritari telur hæfan í embættið. Baldur útskýrði afstöðu sína í mörgum málum og skýrari mynd er komin af honum sem frambjóðanda.

En það skaut skökku við er hann afneitaði orð sín um að Íslendingar þyrftu að taka varnarmál sín fastari tökum. "Það er algjör misskilningur að ég vilji stofna íslenskan her....ég myndi skjóta málinu í þjóðaratkvæði". Kannski er hann að reyna að hræða ekki hugsanlega kjósendur frá sér enda ekkert skemmtiefni að ræða varnarmál né til vinsældra fallið. En það þarf að fara í fjósið á hverjum morgni að moka flórinn. Varnarmál eru fjósaverk, leiðinleg en nauðsynleg.  

Það telst hvergi annars staðar en á Íslandi vera "tabú" að tala um eigin varnir og hvernig beri að verja borgaranna fyrir árásir, sem geta verið í formi hryðjuverkaárása, glæpasamtaka eða jafnvel erlendra ríkja.

Alls staðar á Norðurlöndum eru ráðamenn að ræða um stækkun herafla sinna. Norðmenn um tæp 5000 þúsund manns en norski herinn er með 18 þúsund manns undir vopnum. Svíar ætla að stækka her sinn, Danir líka og bæði ríkin auka fjárlög til eflinga herafla sinna (Svíar nú í vikunni töluðu um fjárfestingu í loftvarnarbyrgi). Sama á við um Finna en Svíar og þeir hafa nýverið gengið í NATÓ. Það er spýtt í lófanna og aukinn þungi lagður í eflingu varna ríkjanna. Allar Norðurlandaþjóðirnar vilja efla varnir sínar, nema Ísland. Sem jú að vísu ætlar að auka fjármagn sem fer til varnarmála en ekkert raungert, áþreifanlegt, verður gert, eins og til dæmis að stofna íslenskan her/öryggissveitir/heimavarnarlið.

Af hverju er þetta andvaraleysi á Íslandi? Halda Íslendingar á tímum gervihnatta og eldflauga sem skjóta má á milli heimsálfa, að þeir séu stikkfríir? Ekkert gerist á Íslandi? Að við séum ekki skotmark?  Við sem erum undir pilsfald mesta hernaðarveldi heims og við þar með réttmætt skotmark. Rússar búnir að gleyma skotfæra sendingu íslenskra stjórnvalda til Úkraínu? Eða ígildis brottreksturs sendiherra þeirra frá Íslandi? 

Til eru ótal greinar þar sem Baldur réttilega reynir að koma "vitinu" fyrir Íslendinga og vekja þá af þyrnirósarsvefninum. Ætla ekki að tínar þær til, vísa bara í nýlega grein, sjá slóð:

Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn

Er einhver grundvallarmunur á hvort það eru íslenskir dátar eða erlendir sem verja landið? Nei. Landið þarf landvarnir. Það er bara spurning hvort við úthýsum verkefnið eða gerum það sjálf. Bloggritari vill að við gerum þetta sjálf, því að engar aðrar þjóðir hafa sömu hagsmuni og íslenska þjóðin, þótt þær séu bandalagsþjóðir. Síðasta dæmið um andstæða hagsmuni "bandamanna okkar" er ICESAVE málið. Engir, bókstaflega engir bandamenn komu okkur til hjálpar nema Pólverjar og Færeyingjar. Svo kölluð bandamenn okkar reyndu með öllum tiltækum ráðum að berja okkur niður og beittu á okkur hryðjuverkalögum!!! Þegar virkilega á reynir, eru engir vinir í raun.

Góður stjórnmálamaður - leiðtogi á að þora að standa með góðum málum, líka þeim sem teljast til óvinsælda. Ef hann guggnar á einu, hvað næst? Stundum er best að segja ekki neitt, sérstaklega ef ekki er spurt.  Það virkaði á bloggritara eins og fyrirfram æfð spurning er fréttamaðurinn spurði: Er eitthvað sem þú vilt leiðrétta? "Já, það er algjör misskilningur að ég vilji stofna íslenskan her...."

Svo eru það orð Baldurs um her og þjóðaratkvæðisgreiðslu. Segjum svo að Alþingi samþykki að koma á fót varnarsveitir. Hvers vegna ætti forsetinn, eins og Baldur Þórhallsson sér fyrir sér, að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu? Hér er ekkert verið að vega að stjórnarskránni, aðeins verið að tryggja öryggi borgaranna eins og ríkisvaldinu ber skylda til. Landið er varið, það eru bara erlendir dátar sem gera það og við erum þegar í hernaðarbandalagi - NATÓ.

Nota bene: Netið gleymir engu.


Fjölmiðlar eru að velja forseta fyrir kjósendur

Skoðanakannanir eru ágætar eins langt og þær ná. Þær mæla fylgi frambjóðenda en geta verið skakkar á sama tíma. Það er einn þáttur sem menn taka ekki með í myndina, nema þeir sem nýta sér þær, en það er að þær eru notaðar til að móta afstöðu kjósenda.

Stöðugur fréttaflutningur af gengi einstakra frambjóðenda, fréttir og skoðanakannanir, hífur upp fylgi þeirra og býr til sigurvegara í hugum lesenda og áhorfenda. Þar með er búið að afgreiða alla hina sem eiga kannski brýnt erindi til kjósenda og eru e.t.v. "rétta" fólkið í embættið. 

Nú eru fjölmiðlar búnir að velja þrjá frambjóðendur sem líklega sigurvegara. Þetta hlýtur að draga kjarkinn úr þeim sem verða undir í kastljósi fjölmiðlanna. Og kosningabaráttan er ekki einu sinni byrjuð. Engar kappræður eða alvöru viðtöl hafa farið fram við frambjóðendur.

Bloggritari ætlar ekki að láta skoðanakannanir stjórna vali sínu, frekar en hinn daginn. Hann kýs sinn frambjóðanda sem hann telur vera réttan í embættið.  Skiptir engu máli hversu fá prósent hann fær. Þjóðin velur ekki alltaf "rétt" og það er fegurðin við lýðræðið. Til valda velst fólk, sem reynslan sýnir okkur að reyndist vera rétta fólkið eða rangt. Ef rangt, þá er einfaldlega hægt að kjósa það úr starfi.

Að öðru

Að lokum. Það er til mikils að verða forseti. Hann er nánast eins og aðalsmaður. Þetta er eitt mesta forréttindastarf landsins. Hlunindin eru með ólíkindum. Forsetinn fær húsnæði, bifreið, fæði og klæði, staðahaldari/umsjónarmaður, einkaritara, kokk, bílstjóra, hreingerningamanneskju og lífvörð (lögreglumaður á vakt). Svo var ráðinn aðstoðarmaður forsetans sem er kallaður "sérfræðingur". Hann á að hjálpa til við ræðuskrif, hélt að forsetaritari og starfsfólk á forsetaskrifstofunni hjálpaði til við það. Forsetinn hefur mannaforráð yfir níu manns samtals, tíu ef lögreglumaðurinn er talinn með  - sjá slóð: Skrifstofa forseta Íslands

Besta af öllu er að hann ræður vinnutíma sínum að miklu leyti. Hann getur verið virkur eða óvirkur, allt eftir eigin vilja.

Og nú eru sauðsvartur almúgi illa séður við Bessastaði. Aðgengi er heft og ef einhver vogar sér út á Bessastaðanes, má alveg eins búast við afskipti lögreglumanns staðarins, fer eftir í hvaða skapi hann er í.


Að halda andliti í Miðausturlöndum

Eins og þeir vita sem fylgjast með þessu bloggi, var minnst á að Ísraelar hefðu potað í björninn með því að gera árás á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi. Sem er alvarlegt brot samkvæmt alþjóðalögum. Diplómatar, eignir og bifreiðar þeirra eru friðhelg og hefur svo verið í aldir. 

Spurt var, eru Ísraelar að egna Írani í stríð? Eða héldu þeir að viðbrögð Íranana yrðu engin, þeir myndu bara halda áfram að nota staðgengla sína Hezbollah og fleiri? Flestir sjá að Ísraelar gengu of langt með þessari árás á ræðismannaskrifstofu en þeir eiga ekki vísan stuðning í stjórn Bidens. Þetta var mikil áhætta sem þeir tóku nema þeir vildu láta sverfa til stáls.

Þegar fylgst var með atburðarásinni í gær varð strax ljóst að þetta væri ekki stigmögnun, um leið og Íranir sögðu að þetta væri takmörkuð aðgerð og væri búið mál ef Ísraelar svara ekki. Fyrir stjórn Írans snýst þetta um að halda andliti en um leið að sína áhangendum sínum að þeir geti nú ráðist á ríki Síonistanna eins og þeir kalla Ísrael.

Nú er að sjá næstu viðbrögð Ísraela, sem verða ekki endilega strax, þótt þeir hafi rokið strax í Hezbollah sem er næsti bær við. Málið er að Íran er landlugt land og á ekki landamæri við Ísrael. Þeir geta því ekki gert innrás og ef þeir færu af stað, væri það gegnum Sýrland (sem Bandaríkjamenn ráða þriðjung af) eða Írak. Nægur tími fyrir Ísraela til að bregðast við. Það gildir líka í hina áttina, Ísraelar geta ekki gert innrás né hafa burði til þess. Eina sem báðar þjóðir geta gert, er að gera loftárásir. Þar sem Ísraelar hafa ekki burði í að gera alls herjar loftárásir á Íran né vilja það, má búast við að þeir haldi áfram að atast í Hezbollah og Hamas. Hugsanlega hafa þeir fengið tylliástæðu til að gera loftárásir á hernaðarskotmörk í Íran (kjarnorkuvopnin valda áhyggjum).

Eitt sem vakti athygli er að Jórdanía tók þátt í vörnum Ísraels. Flestir drónarnir og eldflaugarnar voru skotin þar í landi og yfir Sýrlandi.

Að lokum, snýst þetta um halda andliti og virðist ekki vera við fyrstu sýn stigmögnun átaka. Sem betur fer. Skiptir engu máli hvort að drónarnir eða eldflaugarnar hafi valdi tjóni eða ekki, skilaboð voru send til Ísraels. Athygli vakti að Íranir höfðu samband við Bandaríkin til að réttlæta aðgerðir sínar og þeir kappkostuðu við að réttlæta sig við Sameinuðu þjóðirnar.

"Réttu" aðilar brugðust við og komu Ísraelum til varnar, þ.e.a.s. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn. Það eru mikilvæg skilaboð til Írans.


Fræg ræða um wokisma og loftslagsmál

Hér er frábær ræða um forréttinda liðið í vestrið sem talar endalaust um loftslagsmál en á sama tíma eru hundruð milljónir manna að berjast við að hafa ofan í sig og á. Það gefur skítt í loftslagsmál, vill frekar að fá að borða.


https://fb.watch/rq1Jo5qEo8/?


Efnahagsástandið í Bandaríkjunum mars 2024

Spurningarmerki kom á andlit bloggara er hann sá í frétt DV að atvinnuleysi hafi minnkað í Bandaríkjunum og allt sé í glimrandi gangi í bandaríska hagkerfinu. Það sé merki um að efnahagurinn sé að blómstra. En það er bara ekki svo. Sjá slóð: Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Atvinnuleysi er bara ein mælistika til að mæla efnahagsástand lands. Aðrir þætti skipta borgaranna meira máli, eins og kaupmáttur og verðbólga. Stjórn Bidens hefur státað sig af því að 15 milljón starfa hafa skapast síðan hún tók við en getur þess ekki að meirihlutinn eru hlutastörf og láglaunastörf. Kíkjum á rauntölur.

Í mars 2024 hækkaði kjarnavísitala neysluverðs um 3,8% milli ára og heildarvísitala neysluverðs hækkaði um 3,5% milli ára. Kjarnaþjónusta hækkaði um 3,2%, kjarnavörur lækkaði um 0,2%, matvæli hækkaði um 0,3% og orka hækkaði um 0,2%. Heimild: Bloomberg Financial L.P.

Orkuverð og matvælaverð skipta Jón og Gunnu í Bandaríkjunum mesta máli, ekki hvort að einhver hópur sé atvinnulaus eða ekki.  Miklir erfiðleikar steðja að láglaunafólki í Bandaríkjunum, því að það þarf að keppa við ólöglegt vinnuafl, hælisleitendur sem taka við hvaða störf sem er undir lágmarkslaunum.  Stéttarfélögin í Bandaríkjunum eru ekki eins sterk og þau íslensku og ráða í raun ekkert við ástandið.

Hvað olli verðbólgutölum mars 2024? Það eru stórar vörður sem varða leiðina til hjöðnunar eða hækkunnar verðbólgu. Það er húsnæðiskostnaður og bensínverð. Vinnumálastofnun Bandaríkjanna bendir á að "þessar tvær vísitölur hafi lagt til meira en helming mánaðarlegrar hækkunar vísitölunnar fyrir alla hluti."  Aðrir þættir er brjálæðisleg skuldasöfnun og eyðsla alríkisstjórnarinnar og reglugerðarfargan sem gerir framleiðslukostnað vara of háan.  Bandaríkjamenn framleiða ekki nóg af jarðeldsneyti, þótt heilu olíulindirnar standa ónotaðar en það er vegna grænnar stefnu Biden stjórnarinnar. Á meðan þurfa Bandaríkjamenn að kaupa olíu af óvinveittum þjóðum eins og Venesúela.

Verðbólga í Bandaríkjunum er 3,48% samanborið við 3,15% í síðasta mánuði og 4,98% í fyrra. Þetta er hærra en langtímameðaltalið sem er 3,28%.  Hæst fór verðbólgan í 9% í valdatíð Bidens en var 1,4% er Trump skildi við búi.

Langtímahorfur fyrir bandarískt efnahagslíf eru ekki góðar.  Alríkisstjórnin er rekin með methalla sem erfitt er að sjá hvernig hægt er að brúa. Eins og á Íslandi er eyðslufyllerí stjórnvalda að keyra upp verðbólgu, hærri skatta og almennan neyðslukostnað.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband