Forseta frambjóðandi dregur í land orð sín um styrkingu íslenskra varna

Bloggritari var að horfa á ágætt sjónvarpsviðtal við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda.  Hann er einn af þremur frambjóðendum sem bloggritari telur hæfan í embættið. Baldur útskýrði afstöðu sína í mörgum málum og skýrari mynd er komin af honum sem frambjóðanda.

En það skaut skökku við er hann afneitaði orð sín um að Íslendingar þyrftu að taka varnarmál sín fastari tökum. "Það er algjör misskilningur að ég vilji stofna íslenskan her....ég myndi skjóta málinu í þjóðaratkvæði". Kannski er hann að reyna að hræða ekki hugsanlega kjósendur frá sér enda ekkert skemmtiefni að ræða varnarmál né til vinsældra fallið. En það þarf að fara í fjósið á hverjum morgni að moka flórinn. Varnarmál eru fjósaverk, leiðinleg en nauðsynleg.  

Það telst hvergi annars staðar en á Íslandi vera "tabú" að tala um eigin varnir og hvernig beri að verja borgaranna fyrir árásir, sem geta verið í formi hryðjuverkaárása, glæpasamtaka eða jafnvel erlendra ríkja.

Alls staðar á Norðurlöndum eru ráðamenn að ræða um stækkun herafla sinna. Norðmenn um tæp 5000 þúsund manns en norski herinn er með 18 þúsund manns undir vopnum. Svíar ætla að stækka her sinn, Danir líka og bæði ríkin auka fjárlög til eflinga herafla sinna (Svíar nú í vikunni töluðu um fjárfestingu í loftvarnarbyrgi). Sama á við um Finna en Svíar og þeir hafa nýverið gengið í NATÓ. Það er spýtt í lófanna og aukinn þungi lagður í eflingu varna ríkjanna. Allar Norðurlandaþjóðirnar vilja efla varnir sínar, nema Ísland. Sem jú að vísu ætlar að auka fjármagn sem fer til varnarmála en ekkert raungert, áþreifanlegt, verður gert, eins og til dæmis að stofna íslenskan her/öryggissveitir/heimavarnarlið.

Af hverju er þetta andvaraleysi á Íslandi? Halda Íslendingar á tímum gervihnatta og eldflauga sem skjóta má á milli heimsálfa, að þeir séu stikkfríir? Ekkert gerist á Íslandi? Að við séum ekki skotmark?  Við sem erum undir pilsfald mesta hernaðarveldi heims og við þar með réttmætt skotmark. Rússar búnir að gleyma skotfæra sendingu íslenskra stjórnvalda til Úkraínu? Eða ígildis brottreksturs sendiherra þeirra frá Íslandi? 

Til eru ótal greinar þar sem Baldur réttilega reynir að koma "vitinu" fyrir Íslendinga og vekja þá af þyrnirósarsvefninum. Ætla ekki að tínar þær til, vísa bara í nýlega grein, sjá slóð:

Ísland má ekki vera veikasti hlekkurinn

Er einhver grundvallarmunur á hvort það eru íslenskir dátar eða erlendir sem verja landið? Nei. Landið þarf landvarnir. Það er bara spurning hvort við úthýsum verkefnið eða gerum það sjálf. Bloggritari vill að við gerum þetta sjálf, því að engar aðrar þjóðir hafa sömu hagsmuni og íslenska þjóðin, þótt þær séu bandalagsþjóðir. Síðasta dæmið um andstæða hagsmuni "bandamanna okkar" er ICESAVE málið. Engir, bókstaflega engir bandamenn komu okkur til hjálpar nema Pólverjar og Færeyingjar. Svo kölluð bandamenn okkar reyndu með öllum tiltækum ráðum að berja okkur niður og beittu á okkur hryðjuverkalögum!!! Þegar virkilega á reynir, eru engir vinir í raun.

Góður stjórnmálamaður - leiðtogi á að þora að standa með góðum málum, líka þeim sem teljast til óvinsælda. Ef hann guggnar á einu, hvað næst? Stundum er best að segja ekki neitt, sérstaklega ef ekki er spurt.  Það virkaði á bloggritara eins og fyrirfram æfð spurning er fréttamaðurinn spurði: Er eitthvað sem þú vilt leiðrétta? "Já, það er algjör misskilningur að ég vilji stofna íslenskan her...."

Svo eru það orð Baldurs um her og þjóðaratkvæðisgreiðslu. Segjum svo að Alþingi samþykki að koma á fót varnarsveitir. Hvers vegna ætti forsetinn, eins og Baldur Þórhallsson sér fyrir sér, að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu? Hér er ekkert verið að vega að stjórnarskránni, aðeins verið að tryggja öryggi borgaranna eins og ríkisvaldinu ber skylda til. Landið er varið, það eru bara erlendir dátar sem gera það og við erum þegar í hernaðarbandalagi - NATÓ.

Nota bene: Netið gleymir engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er frábær grein Baldurs um þyrnirósa svefn íslenskra stjórnvala í varnarmálum:

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=10162598036744478&id=736604477&ref=embed_post

Birgir Loftsson, 16.4.2024 kl. 09:13

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Segjum svo að Alþingi samþykki að koma á fót varnarsveitum. Hvers vegna ætti forsetinn, eins og Baldur Þórhallsson sér fyrir sér, að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu? Hér er ekkert verið að vega að stjórnarskránni, aðeins verið að tryggja öryggi borgaranna eins og ríkisvaldinu ber skylda til.

Birgir Loftsson, 16.4.2024 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband