Grænir skattar eru skatta ánauð - Grænland og Ísland

Í skattaparadís íslenskra stjórnvalda, Íslandi, þar sem skattaálögur fara með himinskautum, tekst hinum kjörnu fulltrúum að finna upp sífellt nýjar leiðir til að skattpína borgara landsins. Skattar sem eiga að vera tímabundir, standa um aldur og ævi og allt er skattlagt. Allir muna eftir skítaskattinum sem aldrei var aflagður. Og nú á að skattleggja loftið sem við öndum.

Svo nefndir kolefnisskattar eða loftslagsváskattar, sem byggja á umdeildum vísindum, eru lagðir á samgöngutæki, bæði á Íslandi og Grænlandi. Grænlendingar stynja þungan undir auknum byrgðum, enda eru þeir algjörlega háðir samgöngum á láði og legi við útlöndum. Ekki er hægt að keyra og fara til annarra ríkja en á öðru en jarðefniseldsneytis knúnum farartækjum. Sama á við um Íslendinga.

Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Svona skattlagning, þótt hún kunni að vera réttlætanleg vegna loftslagsbreytinga, er ekki hægt að leggja á nema eitthvað annað en jarðefniseldsneyti komi til sögunnar.  Umskiptin taka tíma og þar með er slík skattleggging ósanngjörn.

Í grein Vísis um þetta mál er varðar Grænlendinga segir: "Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands." Þetta er sama saga og á við um Ísland. Hér borga neytendur hækkaðan kosnað, ekki munu samgöngufyrirtækin taka á sig þennan kostnað og reka sig með tapi.

Royal Arctic Line (skipafélag) mun hækka farmgjöld um 1% frá og með næstu áramót. "Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir "lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq." Grænlendingar eru vonum ósáttir við þetta. Þeir geta ekki kosið að taka bílinn eða lestina þegar þeir ákveða að fara til annarra landa eða flytja inn vörur, heldur ekki Íslendingar.

Í annarri grein á Vísir segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári."

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Á sama tíma og íslensk stjórnvöld sitja þeigandi og hljóðalaus undir auknar skattaálögur ESB á Íslandi, hafa þau ekkert gert til að skipta í græna orkugjafa, það er að segja að virkja. Algjör stöðnun hefur verið í virkjunum síðastliðin ár og stjórnvöld þar með ekki staðið við sinn hluta í orkuskiptunum.

Það sem ESB með fullþingi íslenskra stjórnvalda, er að gera er að þvinga með góðu eða illu orkuskipti, ekki láta tækniþróunina og eftirspurn ráða ferðinni.

Í landi með óðaverðbólgu, háskattastefnu stjórnvalda, fákeppnis á markaði, mega Íslendingar ekki við auknum skattaálögum. Og minna má á að Íslendingar losa um minna en 0.1% af CO2 í heiminum og í raun erum við að koma í veg fyrir aukið CO2 losun með alla okkar grænu orku.

Í grein Viðskiptaráðs Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum segir eftirfarandi: "Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.

Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks." Undir þetta er hægt að taka og einnig að:

"Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar."

Skattar og meiri skattar er móttó íslenskra stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Íslendingum er ekki viðbjargandi í skattamálum. Munum að skattar eru lagðir á vegna þess að það skortir fjármagn og af hverju það skortir fjármagn er vegna lélega efnahagsstjórnunnar íslenska ríkissins í áratugi. Alveg síðan Íslendingar eyddu stríðsgróðanum eftir síðari heimsstyröld, hafa Íslendingar rekið ríki sitt meira eða minna illa og með tapi. Ráðum við það að vera sjálfstætt ríki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband