Fréttastofa RÚV

Fréttastofa RÚV er merkilegt ríkisapparat. Lengi vel var þessi eina fréttastofa landsins virt og dáð og vegna þess að það var aðeins einn ljósvakamiðill á Íslandi framan af 20. öld, þurftu starfsmenn hennar að vanda vel til verka, a.m.k. sýnast vera hlutlausir. 

Stórhluti þjóðarinnar hlustaði á útvarpsfréttir í hádeginu og um kvöldið. Einnig fjölmennti þjóðin við viðtækið á kvöldin til að horfa á sjónvarpsfréttir. Sýn þjóðarinnar á umheiminn var í gegnum þessa rörsýn fréttastofu RÚVs.

Svo kom samkeppnin, aðallega við fréttastofu Stöðvar 2. Í raun var þetta engin samkeppni, enda kom fólk sem flutti fréttirnar og valdi þær úr sama hópi menntamanna. Þetta fólk flutti sig um set, á milli fréttastofa, ef það missti vinnuna einhverja hluta vegna. Allt keimlíkt fólk með svipaðar skoðanir.

Það er einn maður sem hefur haft gífurleg áhrif á störf fréttastofunnar en það er Bogi Ágústsson.

Á Wikipedia segir að hann hafi verið "...fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar  árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdarstjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður."

Hann flytur enn fréttir en væntanlega er hann kominn á eftirlaun og grípur inn í fréttaþula starfið, í afleysingjum.  Bogi er mætur maður, vel máli farinn og hefur leynt vel hvaða þjóðfélagsskoðanir hann hefur, sem er erfitt að gera. Hann á því hrós skilið.  Eftir sem áður, hafa Íslendingar séð umheiminn í gegnum hans "frétta gleraugu". Það er ekki gott.

Það er eins og áherslur fréttastofu RÚV hafi breyst í gegnum árin og hún orðið róttækari, til vinstri. Hún ber sig þannig að hún sé hlutlaus en það skiptir máli hvernig framsetning frétta er, við hverja er talað og síðan en ekki síst, hvaða fréttum er sleppt. Það er nefni gífurlega margt fréttvænt efni en er sleppt vegna tímaramma sem fréttastofurnar starfa eftir.

Í dag erum við með tvo íslenska glugga út í umheiminn, í gegnum hlutdræga fréttastofu Stöðvar tvö og fréttastofu RÚV sem er líka hlutdræg, en fer leynt með það. Það eru margir einstaklingar mjög óánægðir með fréttaflutning þessara fréttastofa og leita í erlendar fréttastofur.

En það væri frábært að ef fleiri íslenskir fréttagluggar opnist út í heim, en til þess þurfa íslensk stjórnvöld að skapa umhverfi fyrir slíkt. Stjórnvöld verða því að sleppa hendinni af RÚV alfarið.  Það er ekki eðlilegt að ríkið sjálft sé að flytja fréttir! Ekki í anda alvöru lýðræðis.  Leyfa borgurum landsins að velja sér fjölmiðil sem þeir vilja styrkja með útvarpsgjaldinu umdeilda. Sköpum samkeppniaðstöðu og vonandi þannig fáum við fleiri fréttastofur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ástæða fyrir því að ég skoða úrval af öðrum fréttaveitum.

Það sem er ólíkast RÚV.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2023 kl. 17:45

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Amen við því Ásgrímur.

Birgir Loftsson, 16.10.2023 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband