Stefna utanríkisráðherra í andstöðu við söguleg diplómatísk samskipti Íslands og Rússlands

Mér sýnist viðbrögð flestra við þessar fréttir af hálfgerðum sambandsslitum við Rússland vera vonbrigði. Enda er um stórt skref að ræða. Í ljósi sögunnar virðist það vera mistök.  Viðbrögð rússneskra yfirvalda verða auðljós, þau hefna sín með einhverjum hætti.

Þeir hörðustu, stríðshaukarnir, sem enn eru fastir í hugarheimi kalda stríðsins, líta enn á Rússa sem óvini og fagna lokun á samræðum/diplómatsíu.  Og þeir vara við njósnastarfsemi rússneska sendiráðsins. Eru það einhverjar fréttir??? 

Öll stórveldi (ég skrifaði grein um það hér á blogginu) stunda njósnir, líka bandamenn eins og Bandaríkjamenn. Frægt var þegar í ljós kom að Kaninn njósnaði um Angelu Merkel og fóru þýðversku í fýlu um stund vegna þess.

Allir njósna um alla, Kínverjar, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og nú hafa Indverjar bæst í hópinn sem geta njósnað um íslenskt samfélag. Verstar eru iðnaðarnjósnir og hernaðarnjósnir, en "saklausastar" eru þær sem fylgjast með stjórnmálum.

Einn bloggarinn hér setur frumhlaup utanríkisráðherra í samhengi við að fellt var niður áframhaldandi tollfrjálsan innflutning á kjúklingakjöti til Íslands frá Úkraníu. Hún hafi orðið að sýnast hörð og röksöm í starfi þess vegna.  Það getur vel verið. 

En gallinn við starfsfólk utanríkisráðuneytisins, sem er allt hið vænasta fólk, er að það er að meirihluta samsett af lögfræðingum. Hvað ætli séu margir starfandi sagnfræðingar þar innan dyra? Fáir eða engir.  Ef einhver þar hefði smá þekkingu á sögu og hefði veitt ráðherra, sem kom inn um hringhurð og fer út um hana aftur eftir fjögurra ára viðveru, smá kennslu í sögu, þá hefði ef til vill mátt koma í veg fyrir þessi mistök.

Kíkjum aðeins á sögu diplómatískra samskipta Sovétríkjanna/Rússlands við Ísland síðan 1943.

Diplómatísk samskipti Íslands við Rússland síðan 1943

Diplómatísk tengsl Íslands og Rússlands (áður Sovétríkjanna) hafa verið til staðar síðan 1943. Hér er yfirlit yfir diplómatísk samskipti landanna tveggja á mismunandi tímabilum:

Seinni heimsstyrjöldin: Í maí 1940 var Ísland hernumið af breskum hersveitum sem stefnumótandi ráðstöfun til að koma í veg fyrir hugsanlega þýska innrás. Árið 1943 var komið á diplómatískum samskiptum Íslands og Sovétríkjanna (USSR), sem voru bandamenn Breta í seinni heimsstyrjöldinni. Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands og löndin héldu uppi diplómatískum samskiptum í stríðinu.

Tímabil kalda stríðsins: Eftir seinni heimsstyrjöldina varð Ísland stofnaðili að NATO árið 1949, á meðan Sovétríkin komu fram sem keppinautur vestræna bandalagsins. Á tímum kalda stríðsins hélt Ísland nánu bandalagi við Bandaríkin vegna hernaðarlegrar veru þeirra í landinu, sem fól í sér stofnun Keflavíkurflugvallar og uppsetningu herstöðvar þar 1951. Þetta ástand skapaði spennu milli Íslands og Sovétríkjanna.  Ísland hélt sig hins vegar til hlés þrátt fyrir innrás Sovétríkjanna í Ungverjalands og Tekkóslóvakíu.

Eftir kalda stríðið: Með upplausn Sovétríkjanna árið 1991 héldu diplómatísk samskipti Íslands og Rússlands áfram. Hins vegar hefur sambandið almennt verið takmarkað hvað varðar pólitíska þátttöku og efnahagslega samvinnu.

Efnahagssamvinna: Undanfarin ár hafa verið nokkur efnahagsskipti milli Íslands og Rússlands. Íslensk fyrirtæki hafa komið að atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, endurnýjanlegri orku og ferðaþjónustu í Rússlandi. Að auki hafa verið nokkur tvíhliða viðskipti milli landanna tveggja, þó í tiltölulega litlum mæli.

Diplómatísk samskipti Íslands við Rússland á tímum þorskastríðanna

Í þorskastríðunum milli Íslands og Bretlands á fimmta og áttunda áratugnum spiluðu diplómatísk tengsl Íslands og Rússlands (Sovétríkjanna á þeim tíma) inn í, en þau voru ekki aðalþáttur í átökunum. Hér er yfirlit:

Fyrsta þorskastríðið (1958-1961): Á þessu tímabili áttu Ísland og Bretland í deilum um veiðiheimildir á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Sovétríkin studdu afstöðu Íslands til málsins. Sovétríkin, ásamt öðrum austantjaldsríkjum, veittu Íslandi efnahagslega og diplómatíska aðstoð með því að kaupa íslenskan fisk og bjóða fram pólitískan stuðning á alþjóðlegum vettvangi. Samt sem áður var þátttaka Sovétríkjanna ekki afgerandi þáttur í átökunum.

Annað þorskastríð (1972-1973): Sömuleiðis lýstu Sovétríkin á þessu tímabili yfir stuðningi við afstöðu Íslands til fiskveiðiréttinda. Sovétríkin sendu fiskiskip á Íslandsmið og undirrituðu samninga við Ísland um sameiginlegar veiðar. Þetta þótti sýna samstöðu með Íslandi gegn fiskveiðum Bretlands. Hins vegar hafði þátttaka Sovétríkjanna ekki marktæk áhrif á niðurstöðu átakanna.

Þótt Sovétríkin hafi lýst yfir stuðningi við Ísland í þorskastríðunum er mikilvægt að hafa í huga að helstu deilur og samningaviðræður fóru fyrst og fremst fram milli Íslands og Bretlands. Þátttaka Sovétríkjanna var hluti af víðtækara geopólitísku samhengi kalda stríðsins, þar sem aðlögun og stuðningur byggðist oft á pólitískum sjónarmiðum frekar en beinni þátttöku í átökunum.

Af þessu yfirliti má sjá að ef til vill var stuðningur Sovétmanna sjálfhverfur og hluti af stóru myndinni í heimspólitíkinni, en samt sem áður, á meðan "bandamenn" eins og Bretar og Þjóðverjar stóðu á móti okkur og stunduðu fiskþjófnað á Íslandsmiðum, og Bandaríkjamenn sátu á hliðarlínunni, aðgerðalitlir, komu aðrir(svo kallaðir óvinir) okkur til aðstoðar.

Getur einhver sent sögubók í utanríkisráðuneytið handa utanríkisráðherra að lesa eða útbúið skýrslu?

Lokaorð

Með þessum pistli er ég langt í frá að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraníu.  Ég tel að innrásin hafi verið klúður sem fer í sögubækurnar sem slíkt. Stríðið er ein alsherjar mistök.

Eins og ég benti á í annarri blogg grein, þá hefur Pútín ef til vill tekist að stoppa upp í gatið á landamærunum við Úkraníu en hann bjó til um leið aðra víglínu sem liggur við landamæri Finnlands og Svíþjóðar ef þau ganga í NATÓ.  Ef litið er þannig á málið, hefur Pútín tapað stríðinu nú þegar. En sjáum til, enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér....

Og hér á persónulegum nótum: Fólk sem hefur ekki upplifað stríð, veit ekki hvað það er að tala um. Ég er hernaðarsagnfræðingur og ég hef fengið djúpa tilfinningu hvað stríð er hræðilegt í gegnum rannsóknir mínar í áratugi, þó að ég hafi ekki upplifað það sjálfur á eigin skinni.

Fólk deyr í styrjöldum og þetta er ekki skák eins og sumir halda, heldur dauðans alvara. Það er sársauki og angist þegar skriðdreki springur í loft upp, það er fólk innan í honum sem særist eða deyr.

Það er engin tilviljun að við höfum upplifað friðartíma í 80 ár. Um leið og síðasti hermaður seinni heimsstyrjaldarinnar dó gleymdum við hryllingnum og munum endurtaka mistökin aftur.

Ég sá í annað sinn myndina stríðsmyndina Come and See í síðustu viku. Þar má sjá hryllinginn í stríðinu frá sjónarhóli ungs manns. Hann var með skelfingarsvip á andlitinu alla myndina.

Hér er stiklan: Come and see

Ég vil frið í gegnum styrk, ekki veikleika, það er gert með góðum landvörnum, hernaðarbandalagi og íslenskum her, þar eð það verða alltaf slæmir leikarar á alþjóðavettvangi og við alltaf í hættu.

Utanríkisráðherra og ríkisstjórn okkar ættu að huga að eigin garði, áður en vaðið er í garð annarra og þykjast hafa lausnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Við þurfum að slípa betur blætið fyrir Íslenskum her, sem er í tísku þessa dagana. Að öðru leyti er það sjálfsvíg íslenska "ríkisins" sú stefna sem tekin hefur verið gegn Rússum og eins og þú bendir á, sagnfræðileg sturlun.

Guðjón E. Hreinberg, 10.6.2023 kl. 22:00

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðjón, málið er að við Íslendingar erum orðnir þátttakendur í stríðsbrjálæði Evrópumanna.

Á meðan Evrópumenn háðu endalaus stríð, og gera enn, gátum við Íslendingar lifað í friði, afskekktir á hjara veraldar. Við gátum sleppt því að vera með her. Sá draumaheimur er nú lokaður. Við fórum úr torfbæjunum beint inn í nútímann, urðum þáttakendur í hringiðju heimssins og þar með stríðsbrölti heimsins.

Við fáum ekki að vera í friði í næstu stórstyrjöld. Sérstaklega þegar utanríkisráðherra minnir umheiminn á að við eru virkir þátttakendur í hernaðarbandalaginu NATÓ. Og ekki segja að við getum verið hlutlaus, sérstaklega ekki þegar við eru herlaus. Við höfum ekki náttúrulegar varnir eins og Svisslendingar. Gamla Ísland er horfið og sakleysið með.

Birgir Loftsson, 10.6.2023 kl. 22:56

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Ætli greinin lýsi ekki hversu mikið skammtíma minni við höfum og hverjir hafa reynst vera vinir í raun og hverjir ekki. Diplómata sagan er ekki síður merkileg en þjóðarsagan. Diplómatasaga Íslands og Rússland kemur ansi mikið á óvart. Ekkert gerist af sjálfu sér, allt á sér orsök sem getur af sér afleiðingu.

Birgir Loftsson, 10.6.2023 kl. 23:18

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Herleysi er styrkur lands okkar, hefur verið og verður.

Komasvo ...

Guðjón E. Hreinberg, 11.6.2023 kl. 13:00

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðjón, Við skulum vera sammála um að vera ósammála :)

Tökum eitt raunverulegt dæmi sem ég lenti í um daginn (maí mánuði 2023). Það var brotist inn í bíl minn um nótt. Þá þegar var ég búinn að fá örygisvél í afmælisgjöf en ekki enn sett upp vegna anna. Þvílík tilviljun.

Þarna vanrækti ég varnir heimilisins, rétt eins og íslenskir ráðamenn vanrækja varnir Íslands. 

Ég læri af þessari reynslu. Ekki með að treysta á góðvild þjófa (innrásarher) og hafa hús mitt opið og treysta á að þjófar sem koma inn skeri ekki okkur á háls í svefni, nei, með því að hafa húsið læst á nóttunni og bæta við myndavél í bakgarðinn. 

En ég ætla ekki að kaupa út öryggisþjónustu eins og Securitas býður upp á, heldur trygga varnir heimilisins sjálfur. Ísland hefur keypt þjónustu Bandaríkjanna til að vernda Íslands, ég myndi heldur vilja að Íslendingar tryggðu varnirnar sjálfir.

Ég efast um Guðjón að þú hafir hús þitt opið á nóttunni, bílinn ólæstan og með bíllykillinn í svissnum. Sama lögmál gildir um heimili mitt og þjóðarheimilið, ekkert er óhult. Og þú sefur öruggur á nóttunni í vissu um að Bandaríkin verndar Ísland og lögreglan verndar heimili þitt. En þú verður að læsa húsinu sjálfur! Kveðja, Birgir

 

Birgir Loftsson, 11.6.2023 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband