Pappírsfernur, skolp, sorp og umhverfisvernd

Umræða er nú í þjóðfélaginu um pappírsfernur og vannýtingu þeirra. Sagt er að þær séu notaðar í brennslu erlendis í stað endurvinnslu.  Ljóst er að hægt er að endurvinna pappír og eyðing hans í náttúrunni tekur tiltölulega stuttan tíma.

Hér er smá listi yfir hversu langan tíma það tekur náttúruna að eyða ýmsum hlutum sem við hendum frá okkur:

Dagblöð: 3–12 mánuðir

Flöskutappar: Allt að 100 ár

Mjólkurfernur: Allt að 2 ár

Dauð dýr og hundaskítur: 2 vikur

Nælon: 30–40 ár

Bleyjur: allt að 450 ár

Plast: Allt að 500 ár

Reiðhjól: Rúmlega 1.000 ár

Í grein á Vísindavefnum Hvernig er pappír endurunninn segir "... við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði) og svo er yfirleitt eitthvað af frumunnu efni, það er trefjum unnum úr trjám, bætt við. Þessi hlutföll breytast síðan eftir því hvaða vöru er verið að framleiða hverju sinni. Þar sem skrifstofupappír er í hærri gæðaflokki en dagblöð og tímarit er hann verðmætari."

Þannig að það vel hægt að endurvinna pappír í alls kyns pappírsvörur. En það er líka hægt að nota hann í landgræðslu. Í 171 tölublaði Morgunblaðsins segir frá ýmsum tilraunum í þá ættina, bls 18-19. Hvergerðingar sjóða jarðvegsgraut úr pappír í jarðgerð. Hann er sprautaður með haugsugu á jarðvegslausan jarðveg eftir að búið er að blanda í hann grasfræ. Af hverju var ekki haldið áfram með það verkefni í stað þess að brenna hann erlendis?

Í annarri grein sama tölublaðs; Græðum við landið með skolpi og sorpi?  segir að skolpið á Hvolsvelli er notað til að græða upp sanda og á Hólmavík væru sorpkassar með lífrænum úrgangi notaðir til ræktunnar í tilraunaskyni.

Nægt er skolpið, sorpið og pappírinn sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu og hægt að nota í landgræðslu á svæði Landgræðslunnar við Selvog og í Ölfusi.

Ég spurði ChatGPT að gamni hversu mikið landsvæði myndu hægðir úr mönnum, minnugur þess að forfeður notuðu þær sem skarn til að bera á túni í gamla daga, þekja ef það væri borið á landgræðslu svæði. Svarið er athyglisvert og er eftirfarandi:

Við skulum reikna út fjölda daga sem það myndi taka fyrir saur frá 400.000 manns að þekja 1 ferkílómetra miðað við forsendurnar sem áður voru gefnar:

Heildarmagn saurs framleitt á dag = 400.000 manns × 100 grömm á mann = 40.000.000 grömm á dag.

Heildarrúmmál saurs sem þarf til að ná yfir 1 ferkílómetra = 1.000.000 fermetrar × 0,01 metrar = 10.000 rúmmetrar.

Til að umreikna heildarrúmmál saurs sem þarf í lítra, margföldum við með 1000 (þar sem 1 rúmmetri jafngildir 1000 lítrum):

Heildarrúmmál saurs sem þarf = 10.000 rúmmetrar × 1000 lítrar/rúmmetra = 10.000.000 lítrar

Nú getum við reiknað út fjölda daga:

Fjöldi daga = Heildarmagn saurs sem þarf / Heildarmagn saurs framleitt á dag.


Fjöldi daga = 10.000.000 lítrar / 40.000.000 grömm/dag.

Til að breyta grömmum í lítra, gerum við ráð fyrir að þéttleiki saur sé um það bil 1 gramm/ml:

Fjöldi daga = 10.000.000 lítrar / 40.000.000 grömm/dag ≈ 10.000.000 lítrar / 40.000.000 lítrar/dag

Með því að einfalda jöfnuna finnum við:

Fjöldi daga ≈ 0,25 dagar

Þess vegna, miðað við þessar forsendur, myndi það taka um það bil 0,25 daga (eða 6 klukkustundir) fyrir saur frá 400.000 manns að ná yfir 1 ferkílómetra. Hins vegar verð ég [segir ChatGPT] að ítreka að þetta er eingöngu ímyndaður útreikningur og það er hvorki ráðlagt né hreinlætislegt að hylja svæði með saur. Ávallt skal fylgja réttum hreinlætis- og úrgangsaðferðum vegna lýðheilsu og umhverfisöryggis.

Þetta er nokkuð gott svar, en gervigreindin gleymir aldrei í svörum sínum að kenna mér lexíu, ekki gera þetta eða hitt....ekki spurði ég hvort það væri siðferðislegt eða samkvæmt hreinlætisreglum að bera hægðir á örfoka land.

Auðvitað er manninn aldrei borinn beint á jörðina, hann er fyrst meðhöndlaður eins og annað sorp sem til fellur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

P.S. Af hverju í ósköpunum eru plasttappar á mjólkurfernum? Til að koma í veg fyrir að hægt sé með góðu móti að endurvinna fernupappírinn? Eða vita þeir sem er, að þetta er hvort sem er bara brennt á báli?

Birgir Loftsson, 7.6.2023 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Öll endurvinnslu flokkun er hræsni og hlýðniþjálfun, þetta fer allt saman ýmist í brennslu eða landfyllingar.

Útdregin "vísindi" Elítunnar eru í dag rangsnúin og baneitruð.

Guðjón E. Hreinberg, 8.6.2023 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband