Fréttaskýringin "Tæknifyrirtæki lagði Fox News " RÚVs er ágiskun en ekki frétt

Enginn veit hvers vegna Fox News lagði ekki út í baráttu í réttarhöldum við tæknifyrirtækið Dominion.  Samt heldur RÚV að það viti svarið.  Ein skýringin, ósönnuð, er að Rupert Murdoch, aðaleigandi Fox News, hafi sagt, borgið bara, þegar honum var ljóst að hann yrði koma í eigin persónu í réttarhöldin. Hann vildi það ekki, hvers vegna er ekki vitað en hann er orðinn gamall eða 91 árs gamall sem gæti verið skýringin.

Svo er RÚV að reyna að tengja Tucker Carlson við málið, þegar hann fjallaði mjög lítið sem ekkert um það og aðrir á stöðinni mun meira og gengu lengra í skoðunum sínum á forsetakosningunum 2020. Ef fórna hafa átt peði í sambandi við málaferlin, væri nær að reka Sean Hannity sem fór hamförum eftir kosningarnar eða einhvern annan en aðal peningavél fjölmiðilsins.

Innanbúðarmenn Tucker Carlson sem fréttaskýrendur hafa talað við, telja frekar að tengja megi uppsögn hans við ræðu sem hann hélt fyrir skömmu, sem var með mjög trúarlegum undirtóni og það hafi farið alveg með Murdoch. En Carlson hefur farið í taugarnar á honum síðan konan hans fyrrverandi hélt Carlson í guða tölu.

Þáttastjórendur skilja ekkert í Fox News að semja við Dominon sem hafði ekki sterk mál á bakvið sig enda tjáningarfrelsið í Bandaríkjunum öflugra en á Íslandi. Bæturnar sem borgaðar voru eru mörg hundruð prósent hærri en markaðsvirði Dominion og mögulegs taps þess. En Fox News (þetta vissi RÚV ekki) er með digra sjóði fyrir málaferli og því munaði fjölmiðillinn ekki um að borga margfalt þessa upphæð. En Murdoch gerði stór mistök með að reka Tucker Carlson, skæðustu stjörnu sína. Áhorf hefur fallið um helming síðan, sumir segja um 60%.

Hægri sinnaðir áhorfendur flykkjast inn á Newsmax og aðrar fréttarveitur í stað Fox News.   Þetta gæti verið upphafið að falli fjölmiðilsins. Tucker Carlson hægði á fall kapalsjónvarpsstöðvanna og Fox News var þar fremst í flokki með hjálp Carlsons.  Þáttastjórnendur eru á því flestir að þetta sé sjálfsmorð Fox News. 

Í dag er slegist um Tucker Carson, jafnvel þótt Fox News sé að leka myndbönd af honum sem eiga að sýna hann sem fordómafullan mann (líkt og RÚV) en þau sem hafa birst, hafa bara staðfest skemmtilegar hliðar og fyndna á persónunni Carlson.  Bæði hægri sinnaðir stjórnmálamenn og þáttastjórnendur hafa fylkt sig á bakvið Tucker Carlson og menn telja hann eigi bjarta framtíð. Elon Musk er talið hafa rætt við hann um stofnun nýs fjölmiðils en þetta er vangavelta en ekki staðreynd!

Tæknifyrirtæki lagði Fox News


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Fjarhægrisinnaði þáttastjórnandinn Tucker Carlson kallar rusl fjölmiðilinn Vísir hann. Hann er nú kominn á Twitter! Frábært.

En hvaða orðskrípi er "fjarhægrisinnaður"? 

Það er greinilegt að orrusta er háð í fjölmiðla heiminum og við vitum í hvaða liði Vísir er í. 

https://twitter.com/tuckercarlson/status/1656037032538390530?s=61&t=aWDBTrxbwItcEBRTjdQKeQ

Birgir Loftsson, 9.5.2023 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband