Tjáningarfrelsi opinbera starfsmanna

Mikið hefur verið í umræðunni um málfrelsi opinbera starfsmanna, rétt eins og það hverfi við það að fara í ákveðið starf. Svo er ekki í raun. En það eru ákveðin sjónarmið sem þarf að gæta að, til dæmis að gæta trúnað í starfi, það gildir jafnt um opinbera starfsmenn og á almenna vinnumarki og ekki síst að vera ekki með áróður á vinnustað og hér er sérstaklega átt við um kennarastéttina.

Eftirfarandi grein  heitir „TJÁNINGARFRELSI OPINBERRA STARFSMANNA – SIÐFERÐILEG OG LAGALEG SJÓNARMIГ, eftir Páll Þórhallsson. Ég ætla birta úrdrátt úr ofangreinda skýrsla sem er á vef stjórnarráð Íslands en í lokin ætla ég koma með hugrenningar mínar. Hér er úrdrátturinn:

„Ímyndum okkur að spurningin: „Stendur forsætisráðherra sig vel í starfi?“ væri borin upp opinberlega við ráðherra í ríkisstjórn, þingmann stjórnarandstöðunnar, ríkisstarfsmann og álitsgjafa í fjölmiðlum. Í þremur tilfellum af fjórum er svarið gefið fyrir fram vegna stöðu viðkomandi. Ráðherrann verður að svara játandi, þingmaðurinn neitandi og ríkisstarfsmaðurinn verður að neita að svara.“

Hér er þetta spurning hvað opinber starfsmaður má tjá sig opinberlega.

Páll segir ….“Nú er það hins vegar í auknum mæli viðurkennt að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis eins og aðrir. Því má spyrja við hvaða rök krafan um hlédrægni opinberra starfsmanna styðjist og hversu þungt þau vega andspænis tjáningarfrelsinu.“

Og hann segir: „Tjáningarfrelsi tengist einnig öðrum mannréttindum eins og skoðanafrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi. Skoðanafrelsi opinberra starfsmanna er eitt af einkennum lýðræðisríkja. Þannig er almennt óheimilt að byggja ákvörðun um ráðningu eða framgang í starfi á stjórnmálaskoðunum, trú eða lífsskoðunum umsækjenda.“

Þannig að það er ljóst að opinberir starfsmenn mega hafa skoðanafrelsi en vandinn er tengdur málfrelsinu.

„Þátttaka opinberra starfsmanna í opinberri umræðu er ekki einungis mikilvæg fyrir þá sjálfa heldur einnig fyrir samfélagið. Í nýlegum fræðaskrifum hér á landi hefur verið bent á að í ljósi þess hve opinberir starfsmenn eru stór hluti af þjóðinni og vegna þekkingar þeirra og reynslu sé augljóst hve skaðlegt það væri fyrir opinbera umræðu ef þeir mættu almennt ekki taka þátt í henni.,“ segir Páll.

Það getur reynt á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna við ýmsar aðstæður. Í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um opinbera tjáningu, í fjölmiðlum, á opinberum fundum eða á samfélagsmiðlum.

Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu vernda hvers kyns tjáningu, einnig þá sem hneykslar og móðgar og er yfirvöldum ekki þóknanleg.

Það gildir bæði samkvæmt 73. Gr. Stjórnarskrárinnar og 10. Gr. MSE að allar takmarkanir á tjáningarfrelsi verða að uppfylla nokkur skilyrði.

Páll segir að í ,,…grunninn verður tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna einungis takmarkað með lögum. Leiðir það bæði af 73. Gr. Stjórnarskrárinnar og 10. Gr. MSE….Opinberir starfsmenn þurfa að lúta öllum sömu takmörkunum og aðrir á tjáningarfrelsi. Varðar það til dæmis vernd friðhelgi æru og einkalífs, bann við hatursorðræðu o.fl.“

Rök fyrir sérstökum takmörkunum á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna

Þegar nánar er að gáð má greina a.m.k. ferns konar rök fyrir sérstökum takmörkunum á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna.

  • Í fyrsta lagi þarf hið opinbera að njóta trausts almennings.
  • Í öðru lagi þurfa starfsmenn að njóta trausts vinnuveitenda sinna.
  • Í þriðja lagi er það eitt af hlutverkum stjórnsýslunnar að varðveita yfirsýn, samhengi og að farið sé að lögum og réttum leikreglum.
  • Í fjórða lagi þarf stjórnsýslan að vera vel starfhæf og í því felst að hver og einn ríkisstarfsmaður þarf að gæta þess að spilla ekki góðum vinnuanda á vinnustað og góðu samstarfi við aðra með ummælum sínum.

Meginskyldur opinberra starfsmanna við tjáningu utan starfs

  1. Í fyrsta lagi bera þeir skyldu til að vera málefnalegir. Þessi skylda á fyrst og fremst við þegar starfsmaður tjáir sig um málefni sem tengjast starfi hans.
  2. Í öðru lagi er skyldan til að virða lög og rétt.
  3. Í þriðja lagi ber opinberum starfsmönnum almennt að gæta varfærni og hófsemi.
  4. Í fjórða lagi má nefna kröfuna um vammleysi.
  5. Í fimmta lagi þurfa opinberir starfsmenn að sýna almenningi og almannahagsmunum hollustu.
  6. Í sjötta lagi bera opinberir starfsmenn eins og áður segir hollustu- og trúnaðarskyldur gagnvart vinnuveitanda.
  7. Í sjöunda lagi bera opinberir starfsmenn skyldu til að varðveita góðan starfsanda á vinnustað og í samskiptum vinnustaðar við aðra.

Niðurstöður (Páls)

Á meðan fáum fordæmum er til að dreifa er vandasamt að kveða afdráttarlaust á um réttarstöðuna hér á landi að því er varðar heimildir opinberra starfsmanna til tjáningar utan starfs. Í hverju máli þarf að vega og meta tjáningarfrelsið annars vegar og rök og sjónarmið sem mæla með takmörkunum á því hins vegar.

Að mati höfundar eru tvær leiðir færar við túlkun á gildandi réttarheimildum.

  • Í fyrsta lagi er hægt að leggja megináherslu á að lagaheimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsi verði að vera skýrar og ótvíræðar.
  • Í öðru lagi má líta svo á að lagaheimildir á þessu sviði verði alltaf matskenndar.

 

Hugrenningar

Ég er nánast að öllu leyti sammála Páli. Í kaflanum Rök fyrir sérstökum takmörkunum á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna eru þau fjögur. Hægt er að taka undir þau en þau rök gilda bara um starf viðkomandi starfsmann, að mínu mati, hann þarf að gæta trúnaðar, enda er hann að meðhöndla upplýsingar sem eru ekki hans og þeir sem njóta þjónustu hans að geta treyst að þær fari ekki út og suður. Hins vegar tel ég að hann megi tjá sig um viðkomandi málaflokk almennt séð en taki ekki raunveruleg dæmi í málflutningi sínum.  Þekking starfsmannsins er dýrmæt, því hann þekkir málaflokkinn af eigin reynslu og að leyfa honum ekki að tjá sig, þýðir að dýrmæt reynsla er ekki nýtt.

Hvað starfsmaðurinn segir um aðra málaflokka, er hans einkamál, og rétt eins og aðrir verður hann að geta staðið fyrir máli sínu fyrir dómstóli, enda segir lagaprófessorinn Björg Thorarensen „að meginreglan er sú að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis og verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar eins og aðrir, en í þessum efnum verður að taka mið af þeim aðstæðum sem uppi eru þar sem tjáning er viðhöfð og efni hennar.“  Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur – Mannréttindi.

Í kaflanum Meginskyldur opinberra starfsmanna við tjáningu utan starfs eru rökin almenn og geta átt við hvern sem er. 

Þar sem opinberir starfsmenn eru helmingur vinnumarkaðarins, er hættulegt að setja þá sérstakar skorður í tjáningarfrelsi, ekki síst hvað varðar lýðræðislega umræðu, hætt er við hún skekkist ef þeir fá ekki að tjá sig. Þeir er hins vegar óheimilt að stunda áróður í vinnutíma.

Í niðurstöðum Páls segir hann að lagaheimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsi verði að vera skýrar og ótvíræðar. Undir það er hægt að taka en þær verða að taka mið af tjáningarréttarkafla stjórnarskrárinnar og vera eins afmarkaðar og unnt er. Og einnig er hægt að taka undir mati Páls að „Í öðru lagi má líta svo á að lagaheimildir á þessu sviði verði alltaf matskenndar.“

Lokaorð mín eru að rógur, níð og hvatning til ofbeldis megi segja að eru grunnmörk tjáningarfrelsisins. Hvað það er (rógur og níð), er alltaf matskennt en mönnum er hollt að hafa í huga að hafa það sem sannara kann að reynast og aðgát skal hafa í nærveru sálar. Hins vegar fer aldrei á milli mála þegar menn hvetja til ofbeldis og því ber að fordæma afdráttarlaust. Aldrei er það réttlætanlegt.

Svo verður borgarinn að vera tilbúinn að mæta í dómssal til að standa fyrir máli sínu. Það er ekki slæm leið að fara þá leið. Eða viljum við að ríkisvaldið segi okkur fyrir verkum hvað varðar hugsun og orðræði? Málfrelsið hefur lifað góðu lífi frá stofnun lýðveldisins á Íslandi og verið grundvöllur lýðræðislegrar umræðu. Eigum við ekki að viðhalda því?

Heimild: Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna - siðferðileg og lagaleg sjónarmið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér er um að ræða hörðustu atlögu að tjáningarfrelsi síðan "hatursorðalögreglan" var stofnuð.  Katrín stýrir atlögu gegn tjáningarfrelsi á Íslandi.

https://utvarpsaga.is/leidarinn-katrin-styrir-atlogu-gegn-tjaningarfrelsinu-a-islandi/

Birgir Loftsson, 21.1.2023 kl. 19:01

2 Smámynd: Birgir Loftsson

 Forsætisráðherrann má og á að vita, að mannréttindi verða ekki skert með þingsályktunartillögu. Samkvæmt 73. gr. stjskr. íslenska lýðveldisins eru allir (einnig forsætisráðherra) frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar þ.á.m. andúð sína og hatur gagnvart kommúnisma og öðrum tegundum af vinstrisinnuðu alræði og rétttrúnaði.

Birgir Loftsson, 21.1.2023 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband