Evrópa enn á villigötum í varnarmálum - Ísland áfram herlaust

Er Rússland hóf átök í Úkraníu 2014 í svo kölluðu staðgengilsstríði í Donbass héruðum, ákváðu NATÓ-ríkin sameiginlega að hvert aðildarríki auki framlög sín til varnarmála sem samsvarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu.

Á leiðtogafundi NATO Í Wales árið 2014 skuldbundu leiðtogar allra aðildarríkja sig til þess að láta 2 prósent af vergri landsframleiðslu renna til varnarmála innan áratugs og var skuldbindingin undirrituð á fundinum samkvæmt fréttum.

Í frétt Kjarnans 2019 af málinu segir að 2 prósent af vergri landsframleiðslu á Íslandi eru rétt rúmlega 56 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2019  eru tæplega 2,2 milljarðar eyrnamerktir varnarmálum. Gerir það ekki 0,039% af 56 milljörðum sem eru 2% af vergri þjóðarframleiðslu það árið? Verg þjóðarframleiðsla fyrir árið 2019 var 2.965.617 milljónir. Þannig að framlög Íslands til varnarmála það árið var 0,00074% !!!

Svo segir "Framlög Íslands til varnarmála árið 2019 eru 2.185 milljónir króna miðað við 1.592 milljónir króna árið 2017." Er þetta ekki dropi í hafi?

Aftur til meginlands Evrópu. Enn drógu Evrópuþjóðirnar lappirnar og héldu flestar þjóðarnar sig við 1% markið. Til valda komst hinn óútreiknalegi Donald Trump í Bandaríkjunum. Í heimsókn sinni til Evrópu, þar sem hann hitti framkvæmdarstjóra NATÓ meðal annars, húðskammaði hann Evrópuþjóðirnar fyrir slóðaskap. Frú Evrópa sármóðgaðist og vönduðu evrópskir fjölmiðlar honum ekki kveðjurnar.  En svo kom í ljós að karlinn hafði rétt fyrir sér í þessum efnum eins og mörgum öðrum, Evrópa var í raun varnarlaus og ekki tilbúin í alvöru Evrópustríð er Úkraníustríðið hófst í marsmánuði.

Þetta hafa leiðtogar NATÓ eflaust viðurkennt í hljóði og rætt málið sín á milli án þess að mikið beri á. Svo kom litla barnið og benti á að keisarinn væri nakinn en Sanna Mar­in, for­sæt­is­ráðherra Finna, sagði í gær að Evr­ópa væri ekki nógu „öfl­ug“ til að geta mætt inn­rás Rússa í Úkraínu og að álf­an hefði þurft að reiða sig á stuðning Banda­ríkj­anna. Þetta kem­ur fram hjá mbl.is - sjá slóð: „Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“

Þar segir: "Árið 2020 fór u.þ.b. 3,7% lands­fram­leiðslu Banda­ríkj­anna til varn­ar­mála, en á sama tíma voru fram­lög Evr­ópu­land­anna í NATO og Kan­ada í mála­flokk­inn að jafnaði  1,77% af lands­fram­leiðslu." Hver eru framlög Íslands til varnarmála fyrir árið 2022? Einhver sem hefur töluna á reiðum höndum?

En snúum okkur að heildarstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum landsins: Á vef Stjórnarráðs Íslands segir:  "Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er það leiðarljós sem starfað er eftir í varnar- og öryggismálum. Þar kemur fram að grundvallarforsenda stefnunnar sé staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hafi burði né vilja til að ráða yfir her og tryggi öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana."

Hafi ekki ,,burði né vilja til að ráða yfir her"? Það er alveg ljós að það er enginn vilji meðal íslenskra ráðamanna til að koma upp íslenskum her og áfram eigi að reiða sig á Evrópu sem hækju og Evrópa reiðir sig á Bandaríkin sem hækju...það ganga allar Evrópuþjóðirnar með hækjur!

En ég er ekki sammála því að hér sé ekki hægt að koma upp íslenskan her eða varnarsveitir. Í grein minni hér á undan um Agnar Kofoed Hanssen minntist ég á að bandarískir hershöfðingjar höfðu áhuga á að Íslendingar kæmi sér upp varnarsveitir og leituðu þeir til Agnars en hann naut gríðarlegra virðinga hjá þeim.

Fyrir þá sem lásu ekki grein mína um Agnar, segir eftirfarandi um þessar umleitanir: "Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess. Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi."

Það er því pólitískt viljaleysi eða hræðsla við að ríða á vaðið sem veldur því að íslenskir ráðamenn forðast að ræða um stofnun íslensks hers eins og heita kartöflu. Allir hræddir við kúgun háværs minnihluta vinstri afla á Íslandi sem ráðast á allar slíkar hugmyndir með stuðningi vinstri sinnaðra fjölmiðla með ofstopa.

En varnarmál eru ekki mál hægri manna, heldur allra Íslendinga. Vinstri sinnaðir flokkar eins og Viðreisn og Samfylkingin hafa verið beggja vegna borðs í þessum málum. Nú vantar bara leiðtoga á Alþingi Íslendinga.

Hinc censeo Islandiam proprium exercitum constituere.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband