Þingmenn á Alþingi ræða loks um varnarmál

Tveir þingmenn hafa farið fram á sviðið og rætt hinn vanrækta málflokk sem eru varnarmál Íslands. Jú, það urðu umræður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraníu en svo slökknaði á þeim. Baldur Þórhallson fræðimaður var þar fremstur í flokki.

Byrjum á Njáli: "Njáll Trausti Friðbers­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mælti í dag fyr­ir til­lögu til þings­álykt­un­ar um rann­sókna­set­ur ör­ygg­is- og varn­ar­mála á Alþingi," segir í frétt mbl.is.

Hinn þingmaður er Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Í greininni: "Ræða þarf fasta viðveru hersveita" segir: "Í síðastliðnu viku átti sér stað umræða um aukið alþjóðlegt sam­starf í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Var frum­mæl­andi Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið sam­starf Íslands við ríki NATO vegna breyttr­ar heims­mynd­ar í kjöl­far Úkraínu­stríðsins, aukið fram­lag Íslands til sam­eig­in­legra verk­efna NATO og að varn­ar­samn­ing­ur Íslands og Banda­ríkj­anna taki skýrt á ógn­um er tengj­ast netör­ygg­is­mál­um. Eins lagði hún áherslu á aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu."

Hvaðan kemur þessi heráhugi Katrínar? Hann kemur í raun ekkert við varnarmál eða öryggi Íslands, heldur er hún hér að reisa enn eina undirstöðu súlu fyrir inngöngu Íslands í ESB. Af því að Evrópusambandið hefur áhuga að efla varnir sínar, þá geysist Viðreisn fram á sviðið og segir hið sama og mynda þarna tengingu við sambandið. En það hefur hingað til verið andvana hugmynd að reisa Evrópuher, NATÓ hefur einmitt sýnt með aðgerðum  sínum í Úkraníu, að það er enginn annar valkostur.

Hugmynd Njáls er hins vegar athyglisverðri og er af sömu rótum og mínar hugmyndir en ég skrifaði grein í Morgunblaðinu 2005, sjá slóð hér að neðan en ég var fyrstur Íslendinga sem lagði til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands. Þar legg ég til eins og Njáll að Varnarmálastofnun sæi um rannsóknir, þær yrðu hluti starfa stofnuninnar. Ég sagði:

"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð.

Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ.

Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna." 

Um stofnun varnamálastofnunar

En illu heillin lögðu vinstri menn af ófyrirhyggju sinni niður stofnunina. Eins og stríð og þekking á þeim mundi bara hætta. Úkraníu stríðið hefur sýnt fram á annað.

En ég vil frekar að Varnarmálastofnun verði endurreist og rannsóknarvinnan unnin innan vébanda hennar. En Njáll á þakkir skilið fyrir að vekja mál á þessu.

Exercitum Islandicum constituendum censeo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband