Uppvakningur hallmælir fyrirmenni

Athyglisverð grein á Kjarnanum eftir Úlf Þormóðsson en hann segir ný vaknaðan áhuga stjórnmála- og fræðimanna vera hluti af blekkingarleik og segir þá vera uppvakninga. Þetta eru stór orð og las ég greinina á enda til að leita að rökstuðningi en án árangurs. Líkt og menn sem lýsa skoðunum og tilfinningum sínum, þá er komið með tilfinningaríka fullyrðingu án nokkurs sem mæti kalla rök.

Þessir svo kölluðu uppvakningar eru að bregðast við stórstríði í sjálfri Evrópu og ein mistök geta leitt til heimsstyrjaldar. Þetta er því alvöru mál sem allar, bókstaflega allar Evrópuþjóðir, eru að bregðast við á einn eða annan hátt. Viðbrögð Íslendinga einkenntust fyrst af aðferð strútsins að stinga hausinn í sandinn en nú er hann kominn upp úr honum og umræðan að hefjast. Viðbrögð við alvöru atburð er aldrei blekkingarleikur heldur skilningur á alvarleikanum sem þetta stríð ber með sér og Ísland  verður fyrir áhrifum og eiginlega strax en hingað streyma Úkraínumenn til að leita skjóls.

Þetta segir Úlfur, sem ætla má að sé herfræðingur sem veit betur:

"Þau þrjú eru ekki aðeins að blekkja okkur þegar þau tala um nauð­syn her­vernd­ar, þau eru að skrökva, búa til fals­frétt, ljúga. Af hverju þau gera það er ekki auð­velt að sjá, en vert að velta því fyrir sér hvort það sé eitt­hvað meira en hræðsla við eigin skrök­sögur sem veldur ótta þeirra, hvort það sé und­ir­lægju­háttur við her­veldi, smá­sál­ar­skap­ur, von um hagnað af hermangi eða bara sér­stakt og óleyfi­legt glímu­bragð, drauga­bragð, sem beitt er með­vit­að. Ekk­ert veit ég en mig grunar margt." Hann hermir hér upp á þau ýmislegt en þetta eru bara persónulegar dylgjur en engar staðreyndir um að þau fari með rangt mál.


Ef uppvakningarnir eru að ljúga, hverju þá?

Uppvakningur á Kjarnanum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband