Hvað gerist ef Joe Biden verður dæmdur óhæfur sem forseti Bandaríkjanna eða deyr?

Joe and kamalaÉg hef verið að pæla í forseta kapallinum, hvernig hægt væri að sniðganga Kamala Harris sem er óvinsælasti varaforseti allra tíma (þótt hún sjáist sjaldan opinberlega). Er það yfir höfuð hægt?

Varaforsetinn - ásamt forsetanum - getur verið dæmdir úr embætti vegna embættisafglapa. Það er ekki að gerast hér, því að hún hefur akkúrat ekkert gert í embætti.

Stjórnarskráin veitir þinginu vald til að ákæra og fjarlægja forsetann, varaforsetann og aðra alríkisfulltrúa fyrir landráð, mútur og aðra stórglæpi og misgjörðir. Aftur er það mjög erfitt, því eins og áður sagði, hefur hún ekkert gert af sér nema að vera óvinsæl.

Til að koma varaforseta frá völdum þarf atkvæði þingsins og tveir þriðju hlutar atkvæða í öldungadeildinni: sem er klúðurslegt mál en gerlegt.

Það eru líka aðrar leiðir til að koma varaforsetanum úr embætti.

Ef forseti deyr, segir af sér eða er neyddur til að víkja úr embætti vegna ákæru á hendur honum, myndi varaforsetinn taka við af honum. Í þeim tilfellum myndi varaforsetinn missa vinnuna sína en fá stöðuhækkun. Það vill enginn og þess vegna hangir Joe Biden inni, jafn vanhæfur og óvinsæll og hann er í dag.

Allt bendir því til að þegar Joe Biden hrökklast úr embætti (eða deyr en það eru margir sem hafa verið drepnir eða dáið í embætti) muni Kamala Harris taka við. 

Starfsfólki Joe Biden líkar sá möguleiki ekki (skiptir litlu máli hvað honum finnst, hann ræður ekki) og virðist ríkja hatur á milli starfsliða varaforsetans og forsetans. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér nýtur Joe Biden stuðnings textavélar en ekki gengur það vel. Það er afskaplega leiðinlegt að hnýta fingur í gamlan mann, sem hann er, en það má ekki gleyma því að hann kaus sjálfur að fara í erfiðasta starf heims, vitandi að hann er upp á sitt besta.  Svo snýst þetta ekki um persónuna Joe Biden, heldur forsetann Joe Biden, sem er að gera heiminn stórhættulegan vegna vanhæfi. Allir harðstjórar heimssins eru að nýta sér tækifærið og færa sig upp á skaftið.

Hér styðst Joe Biden við textavél án árangur:

https://youtu.be/5GGuyk8xyiI

Stórveldin Rússland og Kína virðast vera óhrædd við "reiði" Joe Biden og skekja vopnum sínum fram í Vesturlönd. Það er ekkert annað vestrænt ríki sem getur staðið í þessi tvö stórveldi, bara Bandaríkin. Aðeins Ástralía þorir að fara í kalt stríð við Kína og þeir virðast standa einir.

Veikleiki bíður hættunni heim.

Birgir Loftsson, 30.11.2021 kl. 17:35

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð frétt um tengsl Bidens við kínverska kommúnistaflokkinn...

https://fb.watch/9CUxZqZbH_/

Birgir Loftsson, 1.12.2021 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband