Herlaust Ísland kaupir skotfæri í stríði utan svæði NATÓs

Erlingur Erlingsson hernaðar sagnfræðingur segir í viðtali um enga stefnubreytingu að ræða. Íslendingar hafi áður gert slíkt og vísar í stríðið í Afganistan. En það stríð var háð á forsendum NATÓ og aðildaþjóða þess og ekki hægt að bera saman. Hann er greinilega hlutdrægur og talar um ólöglegt stríð af hálfu Rússa. Sagnfræðingur á ekki að taka afstöðu.  Ef hann gerir það, þá á hann að segja þetta sé hans persónulega skoðun. Og hvað á hann við með ólöglegt stríð?

Veruleikinn er hins vegar mun flóknari en hann lætur í veðri vaka og nær aðrangandinn hundruð ár aftur í tímann. Núverandi stríð hófst fyrir 10 árum, ekki 2 árum. Vegna mistaka og hroka Biden stjórnarinnar breyttist staðgengilsstríð Rússa í Donbass í staðgengilsstríð BNA og NATÓ með tilheyrandi hættu fyrir heimsfriðinn.

Diplómatarnir gátu ekki afstýrt stríði enda varla hægt þegar höfuðið er illa haldið af elliglöpum. 

Bloggari telur að Íslendingar eigi að líta sig nær og huga að eigin vörnum, ekki erlendra ríkja. Ísland er veikasti hlekkurinn í vörnum NATÓ.  Þetta er eitt af þeim stríðum sem hægt hefði verið  að afstýra. 


Bloggfærslur 28. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband