Að framfylgja ekki lögum er lögbrot - ef ekki lögleysa

Þegar stjórnkerfið með embættismönnum situr aðgerðalaust þegar það/þeir eiga að framfylgja lögin, þá eru þeir að brjóta lög sem þeir eiga að framfylgja. Þegar eftirlitsstofnun, sem á að framfylgja og sjá til að aðilar undir þeirra eftirliti brjóti ekki lög, gerir það ekki, þá er það vanræksla eða skeytingaleysi um lögin. Nýjasta dæmið er Samgöngustofa sem er eftirlitsaðili en sinnir ekki eftirlitinu...lætur hlutina bara gerast.

Tökum dæmi sem allir kunna. Í umferðlögum er það skýrt að vegfarendum er skylt að nema staðar og aðstoða á slysstað. Ef vegfarandi kýs hins vegar að halda áfram og gera ekki neitt, er hann að brjóta lög. Sama gildir um stofnanir sem framfylgja ekki lögum eða fara út fyrir verksvið sitt ef þær eru úti að aka án þess að skeyta um.

Dæmi um (banka)stofnun sem fer út fyrir valdsvið sitt er Landsbankinn sem ákveður upp á eigið að fara í tryggingastarfsemi án þess að spyrja kóng eða prest. Bankastjóri er CEO, ekki eigandi, en eigandinn er íslenska þjóðin sem á um 99% hlut í bankanum. Engin heimild né í lögum að banki megi fara í fjárfestinga kaup sí svona. Ef þetta væri forstjóri í mínu fyrirtæki, væri bloggritari búinn að reka hann á staðnum og út í fylgd öryggisvarða. En nei, bankastjórinn yppar gogg við ráðherra og finnst þetta í lagi. En raunverulegir eigendur eru Íslendingar og hvað finnst þeim?

Þetta er mesti gallinn og akkelishæll íslensk stjórnkerfis. Enginn þorir að framfylgja gild lög af ótta við ósýnilegt almenningsálit eða þrýstihóps. Linkindin er með ólíkindum, alls staðar. Þegar allt er komið óefni, er rankað úr rotinu, stundum of seint, líkt og í bankahruninu 2008. 

Svo er það annað. Alltaf er skriðið fyrir útlendingunum - lesist ESB, og aldrei þorað að mótmæla fáránlegum reglugerðum sem koma á hraðskreiðu færibandi frá sambandinu. Vita Íslendingar af því að það er heil þýðingardeild á vegum Utanríkismálaráðuneytisins í fullri vinnu við að þýða reglugerðirnar? Reglugerðir, ekki íslensk lög.  Þýðendur afgreiða fleiri "lög" en íslenskir þingmenn árlega, enda vinna þeir allt árið um kring, en ekki 106 daga ársins eins og háttvirtir Alþingismenn.

Búum við í bananalýðveldi?

 


Trump neitað um réttláta málsmeðferð

Í einu af fjórum furðumálum fyrir bandarískum dómsstólum er Trump sakaður um að ofmeta verðmæti eigna sinna er hann sótti bankalán.  Bankinn, einn af virtustu bönkum heims, gerði auðvitað eigin könnun á virði eigna Trumps. Niðurstaðan var að lánið var veitt, það greitt upp í top og allir málsaðilar ánægðnir nema saksóknarar á vegum demókrata. Þarna sáu þeir möguleika á að koma höggi á Trump.

Búið var til eitt furðulegasta dómsmál í sögu New York, og dómari sem dæmdi í málinu, talinn vera hliðhollur demókrötum dæmdi Trump sekan (ekkert fórnarlamb í málinu, enginn kærði).  Sektin, á sér ekki fordæmi í sögu Bandaríkjanna, já bókstaflega hæsta sekt sem dæmt hefur verið í bandarískri dómssögu. Til marks um hversu pólitískt málið er, að sá "seki", Trump, fær ekki nægilegan tíma til að safna upp í sektargreiðsluna, og hann á samt að reiða fram tryggingar upp á $450 milljónir, þótt málið hafi verið skotið áfram á æðra dómsstig.

Eins og sagði, málið er hið furðulegasta. Hver hefur ekki sett verðmiða á húseign sína er hann sækir um lán og reynt að gera eign sína sem verðmætasta í augum bankans? Mat eigna er alltaf háð verðmati viðeigandi aðila.

Merkilegt við dóminn er að það er enginn kviðdómur, einn dómari og einn aðalsaksóknari. Réttarhöldin eru dómsuppkvaðning, sem þýðir að endanleg ákvörðun um hvort meðákærðu séu ábyrgir og hvers kyns skaðabætur eða refsingar hvílir á Engoron dómara einum.

Erfitt er fyrir jafnvel milljarðamæring að reiða fram $450 milljónir dollara í reiðuféi en ljóst er að hann á eignir fyrir dóm sektinni og því eru skilyrðin sem dómarinn setti ansi ströng.

Fyrr á þessu ári áætlaði Forbes Magazine að eignir hans í New York einar og sér væru 720 milljóna dala virði af áætluðum 2,5 milljörðum dala í heildareign.  Trump segist ekki eiga þessa upphæð handbæra. Hann mun hitta Elon Musk í næstu viku. Mun sá síðarnefndi bjarga honum úr snörunni?


Bloggfærslur 20. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband