Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Skýringin er einföld. Aldargamlir fordómar sem fylgt hafa gyðingum síðan þeir hófu útlegð sína frá landinu helga eftir stríð þeirra við Rómverja sem hófst 66 e.Kr. stóð til 136 e.Kr. Eftir það dreifðustu þeir (voru dreifðir fyrir) um gamla heiminn og náðu jafnvel alla leið til Indlands. Flestar þjóðir þekkja því til gyðinga og gyðingdóms af eigin hendi. Þeir eru ef til vill þekktasta þjóð í heimi og eingyðistrúin hófst hjá þeim. Kristni og íslam draga sína trúardrætti til gyðingsdóms og því litast afstaða iðkenda þessara trúarbragða af þeirri ástæðu til þeirra.
En fordómar og hatrið sem nú viðgengst gagnvart nútíma gyðinga og Ísraelmenn, má rekja til stofnunar og viðgangs Ísraelsríki.
Gyðingar eru gáfaðir, greindarvísitala almennt há og þeir margir hverjir vel menntaðir. Þeim hefur því tekist að skapa landbúnaðar paradís á sínum litla landskika sem þeir ráða yfir, á meðan nágrannaríkin ráða enn yfir eyðimerkur. Ísrael í dag flytur út matvöru og vatn (líka til Gaza og Vesturbakkann) og hefur sinn silicon valley eða hátæknidal þekkingar. Ef Ísrael væri í Evrópu, stæði það fremst meðal jafningja. Þessi velgengi Ísraelmanna vekur öfund og hatur. Hér er þetta rætt: Why Does the Progressive Left DESPISE Israel So Much?
Vinstri öfgamenn líta á velgengni Ísraelmanna sem ógnun við kenningu sína um "jöfnuð" og þeir passa vel inn í kennikerfi þeirra og frásögnina um "kúgara" og "hina kúguðu". Ísraelmenn passa vel inn í hlutverk kúgaranna, og því ekki skrýtið að 350 "fræðimenn" Háskóla Íslands skuli skrifa undir skjal um að Ísrael stundi "þjóðarmorð" og "nýlendustefnu". Þetta er mjög skrýtið ef litið er á sögu gyðinga í gegnum aldir, ofsóknir og fjöldamorð sem ætti að gera gyðinga að hópi "hina kúguðu".
Fordómarnir hafa borist alla leið hingað á bloggið og er miður að sjá skrif sumra um málefni gyðinga/Ísraelmanna.
Utanríkismál/alþjóðamál | 28.11.2023 | 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimastjórn og varnir
Í raun voru menn þá farnir að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði. Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin ,, gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.
Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafa aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hversu vörnum landsins yrði fyrir komið, enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.
Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetuliðin bæði en það tókst loks 1947 en óljóst var hvað átti að taka við.
Stofnun herlaus lýðveldis á Íslandi
Gangur heimsmála fór hér eftir að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins. Því leið ekki á löngu þar til að Íslendingar hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins. Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd.
Samfara undirbúningi að inngöngu Íslands í NATO fór fram umræða hvort stofna ætti íslenskan her og sitt sýndist hverjum. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum. Í skýrslu ráðherranna segir m.a.:
Í lok viðræðanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:
- Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
- Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.
- Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.
- Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.
Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.
Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við. Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli. Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig. Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand og fámenni landsins.
Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948. Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins. Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir svonefndu féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Hingað kom bandarískt herlið sem hefur verið m.a. staðsett á Keflavíkurflugvelli síðan.
Á ýmsu hefur gengið á í sambúð hers og þjóðar en í heildina séð hefur það gengið með ágætum. Svo gerðist það að Bandaríkjaher tók að týgja sig til brottferðar. Þessi hótun eða réttara sagt tilkynning um brottför hluta hersins á Keflavíkurflugvelli kom í byrjun tíunda áratugarins.
Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál árið 1993 varð grundvallarbreyting á samskiptum ríkjanna er varðar varnarmál. Í raun lögðu Bandaríkjamenn til að horfið væri aftur til ársins 1947 þegar þeir fengu aðgang að Keflavíkurflugvelli, þar staðsettur lágmark mannskapur til að standsetja stöðina ef með þyrfti en engar trúverðugar varnir hafðar uppi.
Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefur reynst bæði árangursríkt og sveigjanlegt verkfæri, sem hefur staðist tímans tönn. Hinu sérstöku aðstæður sem ríktu á tímum kalda stríðsins gerðu aðilum samningsins kleift í meira en fjörutíu ár að komast hjá því að leggja mat á þær lágmarks skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum. Við lok kalda stríðsins var vart við öðru að búast en að á það reyndi hvort aðilar litu mikilvægustu ákvæði samningsins sömu augum.
Tillögur Bandaríkjamann 1993 benda eindregið til þess að stjórnvöld á Íslandi og í Bandaríkjunum leggi og hafi e.t.v. ætíð lagt ólíkan skilning á varnarsamningnum í veigamiklum atriðum. Munurinn felst einkum í því að Bandaríkjamenn virðast telja að varnarviðbúnaður á Íslandi eigi einkum að ráðast af breytilegu mati þeirra sjálfra á hernaðarógninni á Norður-Atlantshafi, en Íslendingar líta á hinn bóginn svo á að varnarsamningurinn eigi að tryggja lágmarksöryggi landsins án tillits til hernaðarógnarinnar hverju sinni.
Í stuttu máli sagt, lögðu Bandaríkjamenn til að hafið yrði brotthvarf flughersins frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og loftvarnir Íslands yrði sinnt frá austurströnd Bandaríkjanna. Þeir sögðust hins vegar vilja starfrækja áfram herbækistöðina á flugvellinum, loftvarnareftirlit, og áframhald yrði á Norður-Víking æfingunum en viðbúnaðurinn háður breytilegum aðstæðum á alþjóðavettvangi.
Ekki var við öðru að búast en að Íslendingar yrðu algjörlega ósammála þessum tillögum Bandaríkjanna og hafa reynt allar götur sínan að koma í veg fyrir að umtalsverðar breytingar verði á varnarbúnaði herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Allt bentir til þess nú að andmæli Íslendinga verði að engu höfð og hafa þeir því neyðst til þess, nauðugir sumir hverjir, að endurmeta veru herliðs á Íslandi og hvað beri að gera ef Bandaríkjamenn fari.
Björn Bjarnason og umræðan um stofnun íslensks hers
Óhægt er að segja að umræðan um varnarmál á síðastliðnum áratugum hafi ekki verið fjörug. Aðeins hefur verið deilt um keisarans skegg; um dvöl og sambúðarvanda hers og þjóðar en lítið talað um raunverulegar þarfir Íslendinga sjálfra eða alvarleg herfræðileg úttekt á vegum stjórnvalda gerð á varnarþörfum landsins eða hvað Íslendingar geti gert sjálfir til að treysta varnirnar.
Svo gerðist það að stjórnmálamaðurinn Björn Bjarnason reið á vaðið og varpaði stórbombu inn í íslenskt samfélag þegar hann kom með hugmyndir um stofnun íslensks hers á tíunda áratug tuttugustu aldar sem hann reyfaði líklega fyrst 1995 en ítrekaði í Morgunblaðinu í maí 2001.
Björn sagði að ,, það væri frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkjamenn. Hann sagði jafnframt að á liðnum árum því verið borið við þau rök að ekki kæmi til álita, vegna fámennis þjóðarinnar og fátæktar, að stofna íslenskan her. Þetta ætti ekki lengur við sem röksemd þar sem við væru bæði fjölmennari og um leið ein ríkasta þjóð jarðar. Björn leggur til að Íslendingar annað hvort taki að sér að hluta til varnir landsins eða að fullu ef Bandaríkjamenn fari.
Hann sagði að með því að nota þumalfingursreglu ,, væri unnt að kalla 8 til 10% þjóðarinnar til að sinna vörnum landsins á hættustundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxemborg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her landsins á friðartímum. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumarkaðinn úr skorðum.
Björn sér önnur not fyrir slíkt herlið en eingöngu til hernaðarþarfa. Hann telur að hægt sé að nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamförum og hann sér ennfremur möguleika sem skapast hafa með stofnun íslensku Friðargæslunnar og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. Hún hafi aukist ár frá ári og sé orðin liður í gæslu öryggishagsmuna Íslendinga.
Inn í slíkt öryggiskerfi sér Björn einnig not fyrir sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra, í heræfingum hér á landi annað hvert ár. Hann virðist því sjá fyrir sér þríarma ,,öryggisstofnun, sem saman stendur af eins konar smáher eða öryggissveitum, íslenskri friðargæslustofnun með hernaðarlegum ívafa og sérsveitum ríkislögreglustjóra. Hann virðist einnig sjá fyrir sér að hægt sé að færa mannafla milli þessara arma. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því að mestu deilurnar hafa skapast um störf Friðargæslunnar. Sumir virðast aðeins sjá fyrir sér að hún sé og verði borgaraleg stofnun með engin tengsl við hernaðarmaskínu nokkurs konar, erlenda eða innlenda en aðrir telja, þar með talin íslensk stjórnvöld, að í lagi sé að tengja hana við störf t.d. NATO í Afganistan.
Andstaðan við hugmyndir Björn um stofnun íslensks hers virðast aðallega vera á vinstri væng stjórnmálanna, þó að einstaka menn á þeim vængi hafa ljáð máls á að kannski sé tími til kominn að huga alvarlega að þessum málum. En flestir hafa tekið frumkvæði Björns heldur fálega og kosið að persónugera þessa umræðu og telja best að hæða og spotta sem mest og vonast þannig til að umræðan falli um sjálfa sig. En eins og rakið hefur verið í greininni snýst málið ekki um einstaka persónur, heldur hina sígilda spurningu, hvernig tryggjum við innra og ytra öryggi samfélags okkar?
Hafa mál staðið þannig hingað til, hafa fáir komið með lausn á hvernig eigi að haga vörnum landsins ef og til þess kemur að það ákveður einn góðan veðurdag að Bandaríkin geti ekki sinnt vörnum landsins. Menn eru flestir sammála um það, burt séð frá hvaða flokka þeir styðja, að einhverjar trúverðugar varnir verði að vera og þá með einhvers konar innlendu herliði, sérsveitum, öryggissveitum, heimavarnarliði eða hvað menn vilja kalla það, verði að vera til staðar ef til þess kemur.
Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort einhverjar líkur eru á að hér verði stofnaður her í náinni framtíð. Ef litið er á stöðuna eins og hún er í dag, þá virðist það vera frekar ólíklegt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki einu sinni geta rekið Landhelgisgæsluna með sómasamlegum hætti eins og allir vita og því verða þau virkilega að endurskoða afstöðu sína til þessara mála. Einhverjar bakdyraleiðir verða þess í stað farnar, svo sem með fjölgun í víkingasveitinni og að sveigja Friðargæsluna meira í átt til hermennsku.
Umræðan og stofnun Varnarmálastofnunar Íslands
Þegar leitað er að mönnum sem ræða reglulega um varnarmál Íslands og hafa gert síðan um aldarmótin 2000, þá má telja þá á fingrunum. Mætir menn eins og prófessor Baldur Þórhallsson hafa reglulega slegið á putta stjórnvalda og skammað þau. Aðrir gera það líka en ekki markvisst. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, birtist skyndilega á sjónarsviðið nýlega með bók sína Íslenskur her, og Birgir Loftsson hefur skrifað reglulega í blöðin greinar um varnarmál Íslands. Það 27. október 2005 kom hann með hugmynd um stofnun Varnarmálastofnun Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna viðraði fyrstu áður en hann fór úr landi. Um stofnun varnamálastofnunar
Þann 1. júní 2009 tilkynnti Utanríkisráðuneytið um stofnun Varnarmálastofnunar Íslands. Þar segir:
"Þegar bandaríski herinn fór héðan af Miðnesheiði í september árið 2006 eftir ríflega 55 ára dvöl, lauk löngum og umdeildum kafla í sögu lýðveldisins. Nú stöndum við á tímamótum því hafinn er nýr kafli þar sem við Íslendingar berum í fyrsta skipta sjálfstæða ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum mikilvæga málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna....
Varnarmálastofnun Íslands sem tekur formlega til starfa í dag er skýr birtimynd þessa nýja sjálfstæðis. Eitt af meginhlutverkum hennar er að sinna eftirliti með lofthelgi og flugumsjónarsvæði Íslands. Það gerir Varnarmálastofnun með rekstri ratsjárstöðvanna fjögurra í kringum landið sem Bandaríkin ráku áður, en íslenskir sérfræðingar hafa nú tekið við. Samhliða því hefur íslenska lofteftirlitskerfið nú verið tengt inn í ratsjárkerfi Evrópuhluta NATO. Þannig hefur Ísland færst nær meginlandi Evrópu í öryggismálum og er stefnt að því að Evrópukerfi NATO muni einnig tengjast loftvarnarkerfi Bandaríkjanna og Kanada.
Nýrri Varnarmálastofnun er ennfremur falin framkvæmd margvíslegra verkefna sem eru hluti af skuldbindingum okkar vegna aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Þessi verkefni eru m.a. rekstur og viðhald mannvirkja NATO á Íslandi, umsjón og framkvæmd æfinga og samskipti við erlend herlið, og að vinna upplýsingar úr kerfum NATO, sem m.a. nýtast til að tryggja öryggi íslenskra ríkisborgara á hættusvæðum.
Annar mikilvægur þáttur í því að axla ábyrgð á öryggi og vörnum Íslands eftir brottför Bandaríkjahers var setning varnarmálalaga. Í lögunum er skýrt kveðið á um ábyrgð í málaflokknum, og skilið á milli verkefna sem lúta að innra öryggi annars vegar, og ytra öryggi og vörnum og varnarsamskiptum við önnur ríki hins vegar."
Svo er árétta að rétt er að hafa í huga að öryggis- og varnarmál eru í eðli sínu síbreytilegt langtímamál, þar sem horfa ber til áratuga, ekki mánaða eða ára. Þó friðsamlegra sé í okkar heimshluta en lengst af á síðustu öld, þá kennir reynslan okkur að skjótt skipast veður í lofti. Við vitum einfaldlega ekki hvaða aðstæður kunna að verða uppi hér á norðurslóðum eftir 10-20 ár, hvað þá eftir 30-40 ár." pphaf starfsemi Varnarmálastofnunar Íslands
Svo gerist það sem er sjaldgæft í stjórnsýslusögu Íslands, að stofnunin er lögð niður. "Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnana við áform um stofnun innanríkisráðuneytis....Varnarmálastofnun verður hins vegar lögð niður þegar á næsta ári eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Breytingum sem leiða af niðurlagningu hennar þarf því að ljúka fyrr og þær þurfa að rúmast innan óbreyttrar verkaskiptingar Stjórnarráðsins. Það felst m.a. í því að verkefni Varnarmálastofnunar verða færð til þeirra borgaralegu stofnana sem næst standa verkefnum hennar í dag en jafnframt yrðu burðarás í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Samhliða þessu þarf að móta skýra framtíðarsýn um verkaskiptingu utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis í varnar- og öryggismálum." Varnarmálastofnun lögð niður og verkefni flutt til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis
Þessi verkaskipting er enn ekki komin á hreinu, árið 2023 eins og ég hef rakið í annarri blogggrein. Í stað þess að endurreisa Varnarmálastofnun, ákvað Alþingi að fara fjallabaksleið og stofna Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem á að vera á vegum Háskóla Íslands. Menn hafa sum sé gert sér grein fyrir að einhver þekking eigi að vera á varnarmálum enda ekki hægt að taka upplýstar ákvarðanir í málaflokknum nema sérfræðiþekking sé fyrir hendi. Þetta var einmitt eitt af hlutverkum Varnarmálastofnunar að stunda rannsóknir og hjálpa stjórnvöld að taka upplýstar ákvarðanir. Sjá slóðina: Rannsóknasetur öryggis- og varnarmála
Í tillögu til þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og vararmála á löggjafaþingi 2023-2024 segir: "Í 6. tölul. þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti 13. apríl 2016 segir að stefnan feli í sér: Að tryggja að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.
Þessi ályktun snýr að því að tryggja að í landinu sé fyrir hendi sérfræðiþekkingin sem er einn af hornsteinum þjóðaröryggisstefnunnar." Málið er ekki komið lengra en þetta.
Framkvæmdaraðili varnarmála Íslands er Landhelgisgæslan. Hún er svo vanbúin, að hún getur ekki einu sinni sinnt löggæslu hlutverki sínu og standa nú umræður um fjárskort hennar meðal þingmanna.
Varnarmálalög frá 2008 eru nú í gildi. Sjá slóð: Varnarmálalög 2008 nr. 34 29. apríl Eins og sjá má, ef litið er á lögin, er málaflokkurinn umfangsmikill en eins og áður sagði, er verkaskiptingin milli Landhelgisgæslunnar og Utanríkisráðuneytisins - varnarmálaskrifstofu óljós. LHG sinnir innanríkismál en UTN utanríkismálum. Varnarmál falla undir bæði sviðin og er það óheppilegt. Rannsóknarsetrið fyrirhugaða er mistök, enda hlutverk þess sérstækt. Nær væri að endurreisa Varnarmálastofnun sem heldur algjörlega utan um málaflokkinn. Það hlýtur að vera gert í náinni framtíð.
----
Sögulegt yfirlit varnarmála - sjá slóð: Sögulegt yfirlit
29. apríl 2008
Fyrsta heildstæða löggjöfin um varnarmál samþykkt á Alþingi með varnarmálalögum nr. 34/2008, en með henni er málaflokknum komið í fastan farveg með skýrum lagaramma um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála.
Mars 2009
Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland gefin út um hnattræna, samfélagslega og hernaðarlega þætti. Skýrslan er afrakstur vinnu þverfaglegs starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði árið 2007.
2009
Nýr kafli í norrænu varnarmálasamstarfi hófst þegar NORDEFCO-samstarfi varnarmálaráðuneytanna er hleypt af stokkunum.
2010
Samkomulag undirritað við Kanada um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.
30. júlí 2014
Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra undirrita samning þar sem embætti Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands er falið að sinna daglegri framkvæmd varnar- og öryggistengdra verkefna á grundvelli varnarmálalaga.
24. desember 2014
Ísland er fyrsta ríkið til þess að fullgilda alþjóðlegan samning um vopnaviðskipti sem samþykktur er á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2013.
29. júní 2016
Samkomulag við bandarísk stjórnvöld um aukna viðveru bandaríska sjó -og flughersins á Keflavíkurflugvelli.
13. apríl 2016
Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu Íslands samþykkt á Alþingi en meðal áherslna stefnunnar er að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi, að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum landsins og að efla enn frekar norræna samvinnu um öryggis- og varnarmál með sérstöku tilliti til norðurslóða.
1. september 2016
Lög um stofnun þjóðaröryggisráðs samþykkt á Alþingi. Hlutverk þess er að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðla að endurskoðun hennar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti ásamt því að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum.
1. október 2017
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins endurreist og Íslenska friðargæslan færð undir hina nýju skrifstofu.
Október 2017
Ísland og Írland taka við formennsku í eftirlitskerfinu með flugskeytatækni (e. Missile Technology Control Regime, MTCR). Formennskutímanum lýkur í desember 2018.
Nóvember 2018
Nýtt leiðarljós í norræna varnarsamstarfinu (e. Nordic Defence Cooperation, NORDEFCO) samþykkt á varnarmálaráðherrafundi NORDEFCO. Leiðarljósið er vegvísir samstarfsins fram til ársins 2025 og lýsir markmiðum um aukna varnargetu og varnarsamvinnu Norðurlandanna.
26. mars 2019
Endurskoðað samkomulag frá árinu 2008 um grannríkjasamstarf við Bretland á sviði varnar- og öryggismála.
1. janúar 2020
Nafn varnarmálskrifstofu breytist í kjölfar skipulagsbreytinga og tilfærslu á málaflokkum. Nýtt heiti er öryggis- og varnarmálaskrifstofa og nýju málaflokkarnir eru öryggispólitík ásamt afvopnun og takmörkun vígbúnaðar.
Utanríkismál/alþjóðamál | 27.11.2023 | 10:38 (breytt kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ronald Reagan og Margaret Thatcher voru með hugsjónir sínar á hreinu. Bæði ríktu í tæpan áratug á níunda áratugnum en áhrif þeirra gætir enn. Svo afgerandi var stefna þeirra. Eftirfarandi er viðtal við Margaret Thatcher sem Sunday Times tók við hana 1990 um afstöðu hennar gagnvart Evrópusambandinu. Þetta viðtal er athyglisvert í ljósi Brexit nokkrum áratugum síðar og stöðu Rússlands í dag. Lítum á viðtalið í lauslegri þýðingu minni:
"Ég er evró-hugsjónamaður í þeim skilningi að við tölum um siðmenningu og það sem ansi stór hluti heimsins samþykkir sem siðmenningu eru hugsjónirnar sem komu frá nokkrum löndum Evrópu eða sem voru ræktaðar í hinum ýmsu löndum Evrópu. Taktu eftir, ekki í Evrópu í heild heldur í hinum ólíku löndum, því einkenni Evrópu er að hún hefur aldrei verið algjörlega undir stjórn einu valds. Það var alltaf annað land sem fólk gæti flutt til, í raun og veru til að nýta og auka frelsi sitt. Nú skulum við aðeins fara í gegnum þetta.
Í fyrsta lagi höfum við hugsjónina um lýðræði og umræðu. Að leysa vandamálin með umræðuhefð frá Grikklandi til forna. Við höfum hugmynd okkar um réttarríkið sem er byggt á rómverskum rétti, það kom frá öðru Rómaveldi.
Við höfum hugsjón okkar um mannréttindi sem byggist í raun ekki á stjórnmálum heldur í gyðingdómi og einnig í kristni, stóru trúarbrögðunum tveimur sem segja alveg skýrt að bæði þjóðir og einstaklingar beri ábyrgð á notkun valds síns. Og svo er það í Gamla testamentinu, Móse, þú elskar náunga þinn eins og sjálfan þig sem og í Nýja testamentinu. Þetta held ég að sé uppruni þeirrar miklu áherslu sem við höfum alltaf lagt á mannréttindi. Það er trúarleg uppruni, það er grundvallarviðhorf. Þessir hlutir geta ekki komið frá ríkisstjórnum, þeir koma frá einhverju miklu dýpra. Svo frá Grikklandi til forna, svo lögin frá Róm og svo kristnin sem kom og fór að blómstra í Evrópu, þaðan komu mannréttindin.
Við áttum glæsilegu endurreisnartíma og upplýsinguna, bókmenntir og listir, aftur í Evrópu, á Ítalíu, í Hollandi. Við áttum þessa stórkostlegu umræðu um vísindi, en meira en umræðan um vísindi hefurðu eitthvað sem byrjaði í Evrópu sem byrjaði ekki annars staðar. Við urðum að snúa vísindum að notkun fólksins í gegnum iðnbyltinguna okkar.
Nú, í þeim skilningi lít ég á það og hugsa, og þingiskerfi okkar, þingmóðirin, óx hér á landi, að almenn lög víkkuðu. Þannig að allt sem er talið siðmenntað byggt á mannréttindum, byggt á umræðu, byggt á réttarríki sem við getum einfaldlega ekki haft frelsi án réttarríkis. Byggt á aukinni hagsæld fólksins með því að beita vísindum í gegnum einkafyrirtæki, Adam Smith hagkerfi, markaðshagkerfi, sem stækkaði, sem tókst aðeins með því að þóknast fjöldanum sem fór í gegnum lýðræðið, kom frá mismunandi löndum Evrópu. með sína eigin gífurlegu hefð.
Nú í þessum skilningi, já, ég er evró-hugsjónamaður en þú færð ekki þessa stórkostlegu frábæru gjöf til heimsins af því að hafa verið undir einum yfirráðum. Hún kom ekki frá Ottómanaveldinu, hún kom ekki frá kínverska heimsveldinu, kom ekki frá mógúlaveldinu, allir undir einni stórri stjórn óttaslegnir valdhafa við frelsi fólksins. Það kom frá löndum Evrópu þar sem alltaf var hægt að flytja annað til frelsis og sjá hvað það framleiddi.
Já, ég er evru-hugsjónamaður og ég vil stærri Evrópu. Evrópa er eldri en Evrópubandalagið. Ég vildi stærri og víðtækari Evrópu þar sem Moskvu var líka evrópskt stórveldi."
Viðtal Margaret Thatcher við Sunday Times, 15. nóvember 1990
Af þessum orðum Thatchers má draga þá ályktun að hún var ekki hrifin af yfirþjóðlegu valdi Evrópusambandsins og vildi veg þjóðríkisins sem mestan. Hún vildi viðurkenna Rússland sem evrópskt stórveldi sem er athyglisvert, því að þá voru Sovétríkin uppi og virðist ætla að vera eilíf. Ekkert er eilíft, sérstaklega ekki ríki. Eitt elsta ríki heims, Kína, virðist vera eilíft en það hefur splungrast í ótal smá einingar, sameinast og splungrast aftur.
Ef þeir sem vilja að Evrópusambandið verði n.k. Rómaveldi, en ekki sambandsríki fullvalda þjóðríkja, verða þá að hugsa dæmið upp á nýtt. Rómverjar héldu ríki sínu saman með einni menningu, rómversk-grískri, einu tungumáli - latínu(auk grísku hjá yfirstéttinni og austurhluta ríkisins), einum her, ákveðin landamæri, einu gjaldmiðli, sömu siði og lög og miðstýringu frá einni höfuðborg, Róm og einum leiðtoga. Ekkert af þessu er fyrir hendi í Evrópusambandinu í dag.
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins, sem enginn almennur borgari sambandsins veit hverjir sitja í, enda ekki kosin í almennum kosningum, getur komið með reglugerðir og þvingunaraðgerðir á hendur þjóðríkjanna, en eins og andstaðan sýnir í dag (sbr. Ungverjaland) er kominn brestur í sambandið. Aldrei var ætlunin að sambandið þróaðist eins og það gerði. Það mun splundrast upp í ótal einingar þegar á reynir. Samanber Brexit. Það getur verið styttra í það en menn ætla.
Utanríkismál/alþjóðamál | 20.11.2023 | 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Árþúsundakynslóðin fædd um 2000 er ekki talin bera margt til brunns. Hún er sögð vera löt, frek og sjálfhverf. Aldrei dýft hendi í kalt vatn, þ.e.a.s. þurft að hafa fyrir hlutunum. Hún kvartar og kveinar ef einhver hallmælir henni, segir ljótt orð sem er ekki pólitískt rétt en nú tekur steininn úr þegar hún hyllir hryðjuverkamenn.
Nýjast nýtt í heimi Tik Tok er svokallaða stefnuyfirlýsing Bin Laden, "Letter to America". Tik Tok stjörnur vestan hafs keppast við að hylla hryðjuverkamanninn, manninn sem myndi glaður drepa þær ef hann væri enn lífs.
Enn undarlegra er þegar þetta fólk fer á mótmælafundi til að mótmæla sem það kallar morðæði Ísraelshers. Sjálfsagt er það að ganga til stuðnings óbreyttra palestínskra borgara en óbeint til stuðnings Hamas. Ekkert er minnst á 1400 borgara Ísraels, kornabörn, konur, menn og gamalmenni sem voru myrt á eins hrottalegan hátt og hægt er. Eða 240 gísla hryðjuverkamannanna. Engar mótmælagöngur eru gengnar til stuðnings Ísraels. Ömurleg eru líka örlög óbreyttra borgara á Gasa og í raun ættu mótmælendur að ganga fyrir hönd óbreytta borgara bæði í Ísrael og Gaza sem er bara saklaust fólk. Óskiljanlegt er að Íslendingar ganga ekki fyrir hönd saklausa borgara í Úkraníu, í því hrottalega stríðið.
Ég hef enga sérstaka skoðun á átökunum í Ísrael eða milli Úkraníu eða Rússlands, þ.e.a.s. með eða móti hvorum aðila, vona bara að hvorug átökin breiði úr sér og það komi til heimsstyrjaldar og þar með inn fyrir dyr Íslands. Að sjálfsögðu er ég á móti bæði stríðin en get lítið gert.
En ég skil ekki af hverju hryðjuverkamenn eru hylltir eða a.m.k. ekki fordæmdir af fólki sem gengur mótmælagöngur þeim til stuðnings en hryðjuverkamennirnir fyrirlíta þetta fólk og myndu ekki hika við að drepa það. Ég hugsa að flest allt þetta fólk sé til vinstri á litrófi stjórnmálanna og það kann að vera skýringin á framgöngu þess. En svona er heimurinn öfugsnúinn.
Utanríkismál/alþjóðamál | 19.11.2023 | 18:09 (breytt kl. 19:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum endurspeglar ástandið annars staðar í heiminum, sérstaklega í Evrópu. Það er eins og ákveðnar stefnur verði fyrst til í Bandaríkjunum en breiðist svo út heiminn og ná jafnvel alla leið til Íslands sem er á útnára Evrópu.
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi, og situr fyrir hönd repúblikanaflokksins, skrifaði nýverið bók um menningarmarxismann sem nú virðist tröllríða vestræna menningu.
En merkilegt nokk, þá er menningarmarxisminn ekki nýr af nálinni, heldur varð hann til í háskólum vestan hafs fyrir rúmum 50 árum og ræturnar liggja í upplausn hefðbundina gilda þegar hippamenningin hófst. Víetnam stríðið magnaði þessa hugmyndafræði og þá, líkt og nú, gerðu vinstri sinnaðir stúdentar uppreisn gegn hefðbundnum gildum, svo sem um kjarnafjölskylduna, og nú áttu allir að stunda frjálsar ástir, fjölskyldan væri óþarfi og allir í kommúnunni að sjá um uppeldi barna sem ætti að vera frjálslind.
En þessi útópíska hugmynd gekk ekki upp. Hippamenningin, sem er birtingamynd menningarmarxismann, dó út hægt og róleg í eiturlyfjavímu þeirra sem aðhylltust henni. Þeir sem dóu ekki úr eiturlyfjaneyslu, þurftu að fullorðnast og fara að vinna og stofna fjölskyldu. Nú er þetta fólk við stjórnvölinn í dag.
En varanlegu áhrif eru að varanleg rýrð er varpað á hefðbundin gildi. Þjóðernisstefna er vond, fjölskyldan er ekki lengur karl og kona og börn, allt snýst um þarfir einstaklingsins en þarfir samfélagsins varpað á dyr. Tryggð og hollusta við ríkið horfið og fólk trúir á það sem það vill. Ekkii má móðga einn eða neinn, það gæti "meitt tilfinningar" viðkomandi eða minnihlutahóp sem hann tilheyrir. Svo langt er gengið að ráðist er á málfrelsið, ef það leiðir í ljós hefðbundin gildi og skoðanir.
En það er athyglisvert að nýmarxisminn skuli birtast nú. Vinstri stefnan hefur aldrei dáið út, en hefðbundinn kommúnismi leið undir lok við fall Sovétríkjanna 1991. Sem stjórnmálastefna varð öllum hugsandi mönnum ljóst að hún gengi ekki upp í raunveruleikanum. Hóphyggjan sem birtist í að ríkið var alls ráðandi og kommúnísk efnahagsstefna, samvinnubúskapur, gengi ekki upp. Kommúnisma stefna leiddi til gjaldþrot ríkja, efnahagslega og andlega.
En marxisminn lifði áfram í háskólum vestræna ríkja. Nú sátu marxískir prófessorar sveitir við að skipta um hugtök og hópa. Í stað öreiga voru komnir örminnihluta hópar eins og transfólk, en áfram var talað um kúgara og hina kúguðu, bara skipt um hópa.
Þessi stefna nær alltaf að endurreisa sig, bara með að skipta um orðfæri og það aldrei kom til uppgjör við alræðisstjórnir kommúnista eins og gert var við nasistanna. Menn skauta því framhjá voðaverkum kommúnista á 20. öld sem leiddi til dauða yfir 100 milljónir manna, fleiri en nastistar náðu að koma fyrir kattarnef.
Stefna sem ræðst á einstaklinginn og hamlar tjáningu hans og vill alsherjar afskipti ríkisvaldsins af daglegu lífi hans, mun ganga sér til húðar. Nú eru merki að stefnan er komin í vörn. Menn eru meðvitaðir hvað hún leiðir til og menn upplifað á eigið skinn í valdatíð Joe Bidens sem er líklega fyrsta nýmarxíska ríkisstjórn Bandaríkjanna. Biden/Demókratar sögðust vera boðberar n.k. miðjustefnu í síðustu forsetakosningum en raunin var að nýmarxísk stefna hefur leitt til andlegt og efnahagslegs gjaldþrot Bandríkjanna.
Ted Cruz skrifaði eins og áður sagði bók um fyrirbrigðið. Í kynningu á bókinni segir: Demókrataflokkurinn er nú stjórnað af menningarmarxista. Svo eru háskólarnir okkar og opinberir skólar, fjölmiðlar, Big Tech og stórfyrirtækin. Fyrirtæki þrýsta kynskiptingum niður í kok viðskiptavina sinna. Bankar refsa byssubúðum. Hollywood móðgar trúarskoðanir okkar og tælir börnin okkar. Stóru fjárfestingarfyrirtækin nota eftirlaunasparnaðinn okkar til að efla málstað vinstri manna. Og Biden-stjórnin hefur breytt hernum okkar í innrætingarbúðir fyrir vinstri skoðanir, vanrækt öryggi í samgöngum til að einbeita sér að loftslagsbreytingum og ofsótt friðsamt baráttufólk fyrir líf barna í móðurkviði á sama tíma og hún skilur eftir brennuvargana sem brenna borgir landsins." Unwoke: How to Defeat Cultural Marxism in America Hann kemur með þrjú ráð, þar á meðal að stofna podcast og deila skoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Einnig að aftengja háskólanna og hugmyndafræðina innan þeirra og það er gert með að hætta að styrkja þá fjárlagslega.
En New York Post fer skipulegra í þetta og nefnir 10 leiðir til að eiga við wokisma - 10 ways to fight back against woke culture
1. Minntu sjálfan þig á eftirfarandi sannleika: Þú ert frjáls.
Það er satt að við lifum á hverfandi hveli þar sem að ýta á like hnappinn á röngum stað og tíma sem getur haft ómældar afleiðingar. En að gefa eftir fyrir þeim sem leitast við að takmarka þig skaðar þig aðeins til lengri tíma litið. Tap þitt fyrir sjálfum þér er það mikilvægasta sem hægt er að taka frá þér. Ekki gefast upp fyrir einn eða neinn.
2. Vertu heiðarleg(ur)
Ekki segja neitt um sjálfan þig eða aðra sem þú veist að er rangt. Neita algerlega að láta huga þinn vera nýlendu annarra. Það fyrsta sem einhver biður þig brjálæðislega um að trúa eða játa, neitaðu staðfastlega. Ef þú getur, gerðu það upphátt. Það eru góðar líkur á því að það hvetji aðra til að tjá sig líka.
3. Haltu þig við meginreglur þínar
Ef þú ert heiðarlegur maður, þá veistu að mafíuréttlæti er aldrei réttlátt. Svo aldrei ganga til liðs við múg. Aldrei. Jafnvel þó þú sért sammála múgnum. Ef þú ert almennileg manneskja, veistu að það er rangt að svíkja vini. Þannig að ef vinur eða samstarfsmaður gerir eitthvað sem þú ert ósammála skaltu skrifa þeim einkaskilaboð. Ekki vera töffari. Sérhver múgur sem kemur eftir þeim mun koma eftir þig.
4. Settu fordæmi fyrir börnin þín og samfélagið þitt
Það þýðir að vera hugrökk/hugrakkur. Það er skiljanlega erfitt. Virkilega erfitt. En á öðrum tímum og stöðum, þar á meðal hjá okkar eigin þjóð, hefur fólk fært miklu meiri fórnir. (Hugsaðu um þá heiðruðu dánu sem gáfu síðasta fulla mælinn af hollustu. í baráttu fyrir land og þjóð í stríðum) Ef nógu margir taka stökkið munum við ná einhverju eins og hjarðónæmi. Stökktu.
5. Ef þér líkar það ekki, slepptu því
Námskeið í háskóla, í vinnu, hvað sem er. Farðu út og gerðu þitt eigið. Ég skil alveg hvatann að vilja breyta hlutum innan frá. Og fyrir alla muni: Reyndu eins mikið og þú getur. En ef hlébarðinn er núna að borða andlit manneskjunnar í klefanum við hliðina á þínu, þá lofa ég að hann mun ekki forðast að borða þitt ef þú birtir svarta ferninginn á Instagram.
6. Vertu meira sjálfs þíns eigið
Ef þú getur lært að nota rafmagnsbor, gerðu það. Ef þig hefur alltaf langað í heitan pott utandyra skaltu búa til einn. Lærðu að spæla egg eða skjóta úr byssu. Mikilvægast: Komdu því í kollinn að samfélagsmiðlar eru ekki hlutlausir. Ef þú trúir mér ekki, horfðu á Parler og líttu á Robinhood. Að því marki sem þú getur byggt líf þitt upp til að vera sjálfbjarga og ekki treysta 100 prósent á veraldarvefinn, þá er það gott. Það mun láta þig líða hæfari og kraftmeiri. Sem þú ert.
7. Tilbiðja Guð meira en Yale
Með öðrum orðum, ekki missa sjónar á því sem er nauðsynlegt. Faglegt álit er ekki nauðsynlegt. Það er ekki nauðsynlegt að vera vinsæll. Það er ekki nauðsynlegt að fá barnið þitt í úrvalsleikskóla. Það er nauðsynlegt að gera rétt. Það er nauðsynlegt að segja sannleikann. Það er mikilvægt að vernda börnin þín.
8. Eignstu vini með sama hugarfari
Stattu þá upp fyrir þeim. Tvö góð próf: Eru þeir tilbúnir til að segja sannleikann, jafnvel þótt það bitni á þeirra eigin hlið? Og halda þeir að húmor eigi aldrei að vera háður stað og stund, sama hversu svartar aðstæðurnar eru? Þetta fólk er æ sjaldgæfara. Þegar þú finnur það skaltu halda fast utan um það.
9. Treystu eigin augum og eyrum
Treystu á upplýsingar frá fyrstu hendi frá fólki sem þú treystir frekar en á útúrsnúningi fjölmiðla. Þegar þú heyrir einhvern alhæfa um hóp fólks skaltu ímynda þér að hann sé að tala um þig og bregðast við í samræmi við það. Ef fólk er í því að endurspegla fyrirsagnir og umræðuefni, láttu þá það sanna málið, með eigin orðum.
10. Notaðu fjármagnið þitt til að smíða frumlega, áhugaverða og skapandi hluti. Núna!
Daglega heyri ég í þeim sem eiga í erfiðleikum með börn í einkaskólum sem eru í heilaþvotti; fólk sem rekur fyrirtæki þar sem það er hrætt við eigið starfsfólk; fólk sem gefur til alma mater þó það svíki meginreglur þeirra. Nóg komið. Þú hefur getu til að byggja nýja hluti. Ef þú hefur ekki fjármagnið, þá hefurðu félagslegt eða pólitískt fjármagn. Eða hæfileikann til að svitna. Verk lífs okkar er hin mikla bygging. Förum af stað.
---
Auðvelt að er að yfirfæra þetta á íslenskar aðstæður og þær eru ekkert ósvipaðar og í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.
Utanríkismál/alþjóðamál | 17.11.2023 | 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú ætlar það að ganga í lið með Grýlu og Leppalúða um jólin og næstu misseri. Saklausasti, eða sá sem virðist saklausasti meðlimur fjölskyldu þeirra hjóna, Samfylkingin, mælist með hátt fylgi í skoðanakönnunum og nú er óskað eftir fleiri frambjóðendum. Stefnan er sett í skúffu, það er að koma Ísland í ESB, til að laða börnin í poka Grýlu.
Það er alveg magnað hvernig þessi stefna virðist geta lifað allt af, líka þjóðarmorð í Sovétríkjunum og Kína (nú síðast rústað Venesúela) og jafnvel í sjálft framvarðaríki kapitalismans, Bandaríkin en við stjórnvölinn þar er mesta sósíalistastjórn landsins fyrr og síðar. Við sjáum strax afleiðingar þeirrar stjórnar.
Það vantar öfluga leiðtoga til að takast á við þessa misheppnuðu stefnu, því að ein af ástæðum fyrir að hún rankar alltaf aftur við, er að unga kynslóðin fær enga fræðslu um afleiðingar stefnunnar. Meira segja skólakerfið er gegnsýrt af stefnunni og því ekki undarlegt að ekki tekst að kveða niður þetta skrímsli. Sjá hér t.d. þetta frábæra myndband: Ungur nemandi skólar skólanefnd til
Til að útskýra málið betur, þá er fyrirkomulag skólamála betra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Svokallaðar skólanefndir stýra starfi skólanna en bæði foreldrar og nemendur mega mæta á fyrirspurnafundi þeirra og koma með athugasemdir. Tíðindalaust af þessum vettvangi, þangað til Covid faraldurinn kom. Milljónir barna send heim og foreldrum sett fyrir heimafræðslu. Þegar þeir lásu sósíalíska ruslefnið sem börnunum var ætlað lesa og innrætt, varð allt "brjálað". Foreldrar kvörtuðu á fundum skólanefndanna um allt land og demókrataflokkurinn sigaði varðhund sinn FBI á þá. Síðan hefur ríkt "stríðsástand".
Í ofangreindu myndbandi reyndi skólanefndin að hunsa gagnrýni nemandans, ýmis með að vera ekki viðstödd þegar stúlkan gagnrýndi eða setja innihaldi ræðu hennar skorður (ritskoðun). Á þessum fundi mætti nemandinn með stjórnarskránna til að minna nefndarmenn á að þeir eru bundnir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskráarinnar og flutti þeim pistinn við lofaklapp foreldra. Árekstur foreldra og skólayfirvalda um kynfræðslu í grunnskólum Íslands er af sama meiði.
Í þessum sunnudagspistli ætlaði ég að fjalla um sósíalismann almennt, en ekki eina afleiðingu hans, sem er innræting í skólum.
Málsvari kapitalískt þjóðfélags og frelsis - Margaret Thatcher
Helstu og öflugstu andstæðingar sósíalismans undir lok tuttugustu aldar voru Ronald Reagan og Margaret Thatcher, leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands. Löng valdatíð þeirra einkenndist af uppgangi, bjartsýni og efnahagsframfara. Áhrifa þeirra gætir enn í dag. Þau voru harðir andstæðingar kommúnista/sósíalista og þau unnu heimsveldi hins illa, Sovétríkin með vopnum kapitalismans, ekki vopnum.
Í ótal ræðum vöruðu þau við lymskulegum aðferðum sósíalista við stjórn ríkja. Og við skulum ekki fara í grafgötur um hvaða flokkar á Íslandi eru sósíalistaflokkar. Þeir eru Píratar (stjórnleysingar og verstir af öllum), Vinstri grænir (mennta kommar), Viðreisn (í dulargervi borgaralegs flokks), Sósíalistaflokkur Íslands (sem betur fer ekki á Alþingi) og Samfylkingin. Margaret Thatcher gætir verið að ávarpa og vara við þessum flokkum í neðangreindri ræðu (sjá hér að neðan) og lauslegri þýðingu minni á úrdrætti ræðunnar. Gefum Thatcher orðið:
"Í síðasta úrræði, og þess vegna er hann svo hættulegur, táknar sósíalismi samþjöppun valds í höndum ríkisins og örsmárs hóps einstaklinga.
Við skulum aldrei gleyma því að allt vald hefur tilhneigingu til að spilla og algert vald spillir algjörlega. Sá mikli maður Alexander Solzhenitsyn varaði sérstaklega við sósíalisma þegar hann var síðast hér á landi. Hann sagði og ég vitna í:
Hnignun nútímahugsunar hefur verið flýtt fyrir þokukenndri drauga sósíalismans. Sósíalismi hefur skapað þá blekkingu að svala þorsta fólks eftir réttlæti: Sósíalismi hefur vaggað samvisku þess í þeirri trú að valtarinn sem er við það að fletja það sé blessun í dulargervi.
Ég vil að við tökum öll þessi orð til okkar; það er viðvörunin sem við hunsum og setur okkar í hættu. Frelsið sem helst í hendur við frjálst framtakskerfi gerir það siðferðilega miklu æðri öllum valkostunum."
Sjá slóð: 1976 May 4 Tu, Margaret Thatcher. Speech to Junior Carlton Club Political Council.
Ég ætla að vitna í fleiri ræður, en eru flestar frábærar. Þarna er talað beint, hugsjónirnar sem hún stóð fyrir, á hreinu en ekki eins og útflattur stjórnmálajafningurinn nútímans.
Ræða Thatchers 1994:
1994 Nov 8 Tu, Margaret Thatcher. Speech at the "Salute to Freedom" award ceremony.
Úrdráttur: "Margar af rótum nútíma lýðræðis eru byggðar á biblíulegum gildum - trú á sérstöðu einstaklingsins, siðferðilega eiginleika frelsis, réttindi og skyldur sem við öll deilum, þetta eru kjarninn í lýðræðislegum meginreglum okkar.
Við deilum sannfæringu um heilagleika alls mannlífs, gildi hvers og eins og grundvallar mikilvægi fjölskyldunnar.
Baráttan fyrir mannréttindum hefur kannski aðeins komið fram á síðustu tveimur öldum eða svo en undirstöður hennar teygja sig aftur til biblíulegrar arfleifðar okkar."
Og ég enda þetta á orðum Thatchers um hryðjuverk sem á jafnt við um í dag og þá: "Land getur ekki stutt hryðjuverk og ætlast samt til þess að komið sé fram við það sem meðlimur alþjóðasamfélagsins. Að taka gísla er að útiloka sjálfan sig frá hinum siðmenntaða heimi."
Margaret Thatcher og hryðjuverk
Utanríkismál/alþjóðamál | 5.11.2023 | 10:50 (breytt kl. 21:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ísraelsmenn eru á svipaðri braut og Bandaríkin eftir 11. september og horfa ekki til lausnar eða vopnahlés, segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur í viðtali við RÚV.
Stuðningsríki farin að sjá hættu á útbreiðslu átaka
Þetta er athyglisverð niðurstaða sagnfræðingsins. En er hann samkvæmur sjálfum sér? Í öðru viðtali segir hann um átökin í Úkraníu að Vesturlönd hafi verið of treg að senda Úkraníumönnum nauðsynleg hergögn. Þar styður Erlingur greinilega átökin í landinu.
Vestræn ríki verða að vera staðföst í stuðningi við Úkraínu
Getur verið að fyrrum störf hans hafi áhrif á mat hans? Erlingur er fyrrv. starfsmaður SÞ og NATO í Afganistan og við vitum hver afstaða S.þ. er gagnvart átökunum á Gaza svæðinu. Ísraelmenn eiga að gera tafarlaust vopnahlé. NATÓ styður Úkraníu. Situr Erlingur á ríkisstjórnarfundum Ísraelsstjórnar og veit hvað er sagt á fundum?
Mér finnst eins og mat hans sé byggt á pólitískum grundvelli en ekki hernaðarlegum. Bæði átökin eru stórhættuleg fyrir heimsfriðinn.
Munurinn er að átökin í Úkraníu hefur staðið í meir en eitt ár og menn ekki eins hræddir við að heimsstyrjöld brjótist út. Sem er rangt. Það þarf ekki en meira en ein mistök hjá hvorum stríðsaðila og heimsstyrjöld brotist út. Ef eitthvað er, eru átökin í Úkraníu mun hættulegri, því að þarna eru tvö mestu kjarnorkuveldi heims í staðgengisstríði. Þau eru ekki síður hættuleg en bein stríðsátök. Átökin eru líka stærri með hundruð þúsunda manna í valinu. En heimurinn er búinn að missa áhugan, í bili a.m.k. Hernaðarátökin búin, bara eftir að láta Úkraníumenn vita af því að þeir töpuðu stríðinu. Brestir eru komnir í Bandaríkjunum, Repúblikanar vilja ekki senda meiri pening í hítið í Úkraníu.
Menn eru líka hræddir við átökin í Ísrael. Þótt hætta sé á heimsstyrjöld, þá er svæðisstyrjöld líklegri, eins og er nú þegar. Það er að lönd eins og Líbanon (árásir Hezbollah), (Egyptaland sem móttökuland flóttamanna), Jemen (eldflauga árásir), Sýrland (loftárásir Ísraela á landið) sem hafa blandað sér í átök Ísraela og Hamas.
Á meðan bandarískar flotadeildir liggja við akkeri á Miðjarðarhafi og Rauðahafi og hótar bæði Hezbollah og Íran hefndaraðgerðum, gerðist ekkert meira. Íranir vita sem er, að Ísraelar og Bandaríkjamenn klæjar í fingurnar að sprengja innviði Írans í loft upp. Allir vita að uppgjör við klerkastjórn Írans er líklegt, nema henni verði velt úr sessi í borgarastyrjöld.
Súnní ríkin með Sádi Arabíu í broddi fylkingar eru harðir andstæðingar shía ríkjanna. Átakalínurnar eru skýrar. Og Ísraelar búnir að skipa sér í lið með súnní Araba. Svo er að sjá hvort innanlands ókyrrð verði það mikil að ráðamenn súnní Araba telji sig nauðbeygða til aðgerða gegn bandamanni sínu, Ísrael.
Líklegasta sviðsmyndin verði eins og hún er í dag. Ísraelar ganga á milli bols og höfuð á Hamas, og hugsanlega á eftir á Hezbollah en eftir ræðu leiðtoga þeirra í gær, virðist eins og þeir ætli að sitja hjá. Ef þeir fara í Hezbollah í Líbanon, nota Ísraelar tækifæri og gera loftárásir á Íran, hugsanlega með þátttöku Bandaríkjamanna. Ef Íranir gætu ráðist á Ísrael, væru þeir löngu búnir að gera það. Í staðinn þurfa þeir að styðjast við "undirverktaka" til að herja á Ísrael. Önnur stórveldi, Kína, Indland og Rússland sitja hjá og þar með engin heimsstyrjöld.
En veit nokkur maður hvað mun gerist? Ég eða aðrir? Allir eru að giska á útkomu en breyturnar eru of margar. Hvað ef Tyrkir fara af stað? Hvað ef Rússar blandast í átökin? Hvað ef... hvað ef?
En þetta eru hættulegir tímar. Ríki fara á stjá og í stríð þegar þau sjá tækifæri. Ekkert tækifæri er eins gott og þegar heimsveldið Bandaríkin er upptekið af tveimur stríðum. Eins og mannskepnan er byggt, er bara tímaspurs mál hvenær hún fari í næstu heimsstyrjöld.
Það er ekki að ástæðulausu sem ég er að hvetja Íslendinga til að vakna og sinna eigin vörnum. Bandaríkin geta e.t.v. ekki sinnt skuldbindingum sínum sem varnaraðili Íslands. Bandaríski herinn er veikur fyrir í dag, það er ekki spurning. Hann ræður ekki við marga öfluga andstæðinga í einu. En hann er reyndar ekki einn. Hann á marga bandamenn sem betur fer. Andstæðingar Bandaríkjanna kunna að leggja saman.
Utanríkismál/alþjóðamál | 4.11.2023 | 11:27 (breytt kl. 15:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er merkilegt hvað Íslendingar eru að rífast um ályktun Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um átök Ísraela við Hamas á Gaza. Vilja sumir tafarlaust vopnahlé af mannúðar ástæðum og finnst ótækt að Ísland skuli hafa setið hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna.
Það er komin ágæt skýring á hvers vegna Ísland sat hjá en það er önnur saga. Vill tafarlaust vopnahlé á Gasa og hér: Ömurlegt að fylgjast með alþjóðasamfélaginu bregðast Ísraelsmönnum
Hér er sjónum beint að viðbrögðum Íslendinga. Þau virka á mann eins og stormur í vatnsglasi. Ýfingar eru á milli þingmanna Sjálfstæðismanna, en utanríkisráðherrann er á þeirra vegu, við þingmenn VG. Það er næsta ótrúlegt að stjórnmálaflokkar af sitthvorum enda stjórnmála litrófsins skuli sitja saman í ríkisstjórn. Það gengur upp á meðan ekkert er að gerast í stjórnmálunum, líkt og í kóvid faraldrinum. En þegar reynir á, koma brestirnir fram.
Það er umhugsunarvert að þrír gjörólíkir stjórnmálaflokkar skuli ákveða að vinna saman á forsendum þess að rugga ekki bátnum. En honum er velt í öldugangi lífsins hvort sem er. Að ákveða að vinna saman samkvæmt miðjumoðs leið og engar erfiðar ákvarðanir teknar gengur ekki upp. Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar ákvarðanir, alltaf. Að ákveða að gera ekki neitt getur reynst hættuleg ákvörðun.
Svo er það umhugsunarvert hversu ýkt viðbrögð eru við hjásetu Íslands í ályktun Sameinaða þjóðanna, í ljósi áhrifaleysi Íslands. En hversu áhrifamikið er Ísland á alþjóðavettangi? Munu Ísraelar tafarlaust hætta öllum hernaðarátökum á Gaza vegna þess að forsætisráðherra Íslands vill tafarlaust vopnahlé?
Nei, að sjálfsögðu ekki. Enginn hlustar á smáríkið Ísland. Það hljómar eins og rödd í kór, það heyrist í því en hefur ekki sjálfstæða rödd. Ósjálfstæðið er það mikið, að fyrst hlera Íslendingar eftir því hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar ætla að gera og taka svo ákvörðun sína eftir því! Er það sjálfstæð ákvörðun í utanríkismálum?
Íslendingar voru ekkert að elta Bandaríkjamenn í þessu máli eins og haldið hefur verið fram. Ísland ákvað að vera með í hópákvörðun. En athygli vakti er að Norðmenn ákváðu að fara eigin leið en það er undantekningin sem sannar regluna.
Eiga Íslendingar þá að þeigja á alþjóðavettvangi? Nei, rödd í kór er hluti af stærri hópi og hér er það afstaða lýðræðisríkja gagnvart hugsanlega ógn við heimsfriðinn.
Menn ættu að taka það aðeins rólega áður en æst sig er yfir ákvörðunum íslenskra ráðherra á alþjóðavettvangi, Íslendingar hafa nánast engin völd á því sviði. En auðvitað hangir hér annað á spýtunni en ákvörðun Íslands á alþjóðavettvangi. Málið er nefnilega innanlands pólitík af lélegustu gerð. Er þetta kornið sem fyllir mælirinn varðandi stjórnarsamstarfið og það slitnar? Fjölmiðlar vita sem er, að lítið þarf til að velta hlassinu eða búa til storm í vatnsglasi.
Kannski héldu stjórnarflokkarnir að þeir gætu eftir allt unnið saman í ríkisstjórn, þrátt fyrir ólíka stefnur í öllum málum. Jú, menn eru eftir allt saman hættir að fara eftir hugsjónum flokkanna og þeir ætluðu að vinna eftir raunpólitískri stefnu, eins og heimili sem tekst á við daglegt líf án þess að hugsa um morgundaginn. En á meðan "hjónin" eru í raun ólíkt, annað vill spara, en hitt eyða, þá er engin forsenda fyrir hjónabandinu. Þriðja hjólið undir vagninum er svo þarna til að koma í veg fyrir að hann velti.
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.10.2023 | 08:49 (breytt kl. 15:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhvern hluta vegna treystir maður ekki fréttastofu RÚV. Ef Kína er orðið öflugra efnahagsveldi en BNA, þá er það stórfrétt. En er það svo?
Bandaríkin eru í efnahags niðursveiflu vegna lélegrar efnahagstjórnar undan stjórnar Biden, hátt matvæla- og orkuverð, hátt verðbólgu stig og ævintýralega skuldasöfnun ríkissjóðs. En Bandaríkjamenn ættu að komast stjórnar Bidens og rétt við kútinn.
Það er hins vegar erfiðara að lesa í stöðuna í Kína. En ljóst er að Kína er að toppa núna og leiðin virðist vera niður á veg. Húsnæðisbólan er rosaleg, sagt er að það sé tóm íbúð til fyrir hvern einasta Kínverja, jafnvel meira.
Íbúarnir er aldnir og sumir segja að íbúafjöldinn sé í raun tugir milljóna færri en opinberar tölur segja. Þetta skapar pressu á velferðar kerfi landsins.
Belti og braut áætlunin gengur ekki eins vel og menn vildu, því erlendir lántakendur margir hverjir geta ekki greitt lánin sín.
Kínverjar eru enn mjög háðir verslun við Bandaríkin.
Hvar liggur sannleikurinn? Held að sterkt Kína sé nauðsynlegt fyrir efnahag heimsins sem og friðinn. Kínverjar þurfa að hafa áhyggjur af flótta erlendra fjárfesta úr landinu, sem finnst nóg um afskipti kínverskra stjórnvalda og samkeppnina við aðrar þjóðir sem bjóða upp á ódýrari úthýsun verksmiðjuframleiddra vara.
Stórveldaslagur Bandaríkjanna og Kína Skýr tenging við stríðsátökin í Ísrael og Palestínu
Utanríkismál/alþjóðamál | 29.10.2023 | 11:12 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í framhaldi af grein minni Getur Bandaríkjaher varið Ísland?, var komið með þau mótrök að best sé að Íslands sé hlutlaust, að "Íslandi farnast best herlausu og alþjóðlega hlutlausu" (þýðist: Án Bandaríkjahers og úr NATÓ).
Eru þetta virkilega raunhæft? Hvað segir sagan okkur? Fyrsta alvöru árásin á Ísland var 1627 í Tyrkjaráninu svo kallaða. Þá voru skipasamgöngur orðnar það þróaðar að hægt var að stefna hingað ræningjaflota úr Barbaríinu. Og nóta bene, við vorum undir hervernd Dana. Dönsk stjórnvöld voru gripin í rúminu en þau lærðu af reynslunni. Hingað voru stefnd herskip árlega eftir það og enski flotinn eyddi tugir ræningjaskipa sem stefndu til Írlands, Færeyja og Íslands næstu misseri. Úlfarnir höfðu runnið á blóðlyktina en þeim var slátrað á leið sinni á norðurslóðir. En þetta er önnur saga.
Hvað færði hlutleysis stefna Íslands okkur? Hernám Íslands 1940. Við vorum ljón heppin að Hitler gat ekki hrint í framkvæmd Ikarus áætluna. Þá hefði verið barist á landinu. Við verðum ekki svona heppin næst. Ekki að ástæðulausu að við gegnum í NATÓ.
Meiri líkur en minni eru á að ráðist sé á bandaríska NATÓ herstöð en íslenskt varnarlið. En spurningin stendur, hvað gerum við ef Bandaríkin geta ekki varið Ísland?
BNA verða ekki til að eilífu. Öll heimsveldi eiga sinn líftíma. Frægasta dæmið er þegar rómverski herinn yfirgaf Bretlandseyjar án þess að segja orð, hann bara fór, líkt og Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn væru á hnjánum. Vopnlausir íbúarnir skildir eftir en við þekkjum eftirmálann. Í nútímanum gerast hlutirnir hraðar. Það tók Ottómanaveldið aldir að hnigna og falla en breska heimsveldið einungis nokkra áratugi á 20 öld.
Bandaríkin eru í miklum vandræðum, meiri en almenningur á Íslandi hefur vitneskju um. Meira segja vafi er um tilveru NATÓs ef Úkraníu stríðið endar á annan hátt en við höldum.
Ef við Íslendingar kjósum að leita aftur í hlutleysið, þá verður það einungis gert á forsendum vopnaðrar varna. Svisslendingar hafa verið hlutlausir í aldir en bara á forsendum sterkra varna og landshátta. Sama gildir um Svía.
Svissneski herinn er afar öflugur og landið er eitt rammgert víghreiður, eins og svissneskur ostur, sundurskorið af byrgjum. Hitler var með áætlun um innrás en honum var ráðið frá að reyna það, til þess voru varnirnar of öflugar. Ef einhverjir komast af ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, þá eru það Svisslendingar.
Það er hægt að verja Ísland með íslensku varnarliði, tímabundið a.m.k. Það er ekki spurning. Það vantar bara pólitískan vilja.
Ein leiðin sem við getum farið, ef við viljum vera í skjóli hernaðarbandalags, en vera ekki útstöð hernaðarveldis, er að segja upp tvíhliða varnarsamninginum við Bandaríkin en vera áfram í NATÓ. Hvað þýðir þetta? Í næstu stórstyrjöld verður Ísland ekki fyrsta skotmarkið sem ráðist verður á, hugsanlega fáum við að vera í friði ef hér er bara íslenskt varnarlið, lítið en öflugt og í skjóli NATÓ. En er þetta raunhæft? Veit það ekki.
Utanríkismál/alþjóðamál | 25.10.2023 | 11:46 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020