Kjörgengi Trumps hafnað - verður samþykkt í Hæstarétti Bandaríkjanna

Demókratar reyna sem þeir geta að koma í veg fyrir kjörgengi Donalds Trumps í eigin flokki. Þeim verður ekki kápan úr klæði, því að Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður að mestu af repúblikönum, sex af níu dómurum. 

Auk þess er það ólögleg að koma í veg fyrir gjörgengi hans samkvæmt stjórnarskrá landsins. Demókratar eru þarna að notast við lög sett voru í kjölfar bandarísku borgarastyrjaldarinnar sem áttu við um uppreisnarmenn.

Donald Trump gerði ekki uppreisn og hefur ekki verið ákærður fyrir uppreisn varðandi 6. janúar uppþotið. Hann telst því saklaus uns sök sannast. Það er þegar búið að reyna að hanka hann á 6. janúar málinu, með ákæru Bandaríkjaþings með embættismissir ákæru (e. impeachment) og þar var hann sýknaður.

Bandaríkjaforseti nýtur vissrar friðhelgi í starfi. Trump var formlega í starfi til 20. janúar en meinta uppreisn var 6. janúar. 

Það verður því þórðargleði í herbúðum Demókrata og fjölmiðla sem eru undir þeirra valdi, en hún mun ekki standa lengi.  Því að þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðar Trump í vil, falla allar aðrar ákærur um koll.

Öll óþverabrögð hafa verið reynd til að fella Trump, sem ekki hafa sést áður í sögu Bandaríkjanna, að kjósendur, sem eru óvitlausir, munu ekki kyngja því þeigandi og hljóðalaust. Ef ekki Trump sem verður næsti forseti, þá annar repúblikani.  Trump fer reyndar með himinskautum í skoðanakönnunum og í öllum sveifluríkjum, er hann með afgerandi forystu.

Demókratar eru að gera slíka atlögu að lýðræði Bandaríkjanna að það vekur hroll andstæðinga þeirra og hlutlausra aðila. Æðsti dómstóll hvers lands, eru ekki dómsstólar landsins, heldur fólkið í landinu sem kýs í lýðræðiskosningum og það er endanlegur úrskurður um hæfni eða sekt.

Atgangurinn hefur verið svo mikill, að hlutlausir aðilar sem fylgjast með, neyðast til að ganga í lið Trumps.

Þeir sem gagnrýna Trump eru þar með að viðurkenna wokisma og stefnu vinstri afla í Bandaríkjunum. Þau eru komin svo langt til vinstri á litrófi stjórnmála, að Demókrataflokkurinn er ekki lengur miðju eða rétt til vinstri stjórnmálaflokkur, heldur hreinræktaður sósíalistaflokkur sem VG eða Samfylkingin gætu samsamað sig við.

Trump er söguleg persóna, líkt og Ronald Reagan á sínum tíma. Menn hafa kannski gleymt því að Reagan var mjög hataður af andstæðingum sínum, en jafnvel hann var ekki eins hataður og Trump. Og af hverju þetta hatur?  Fyrir utan það að hann rakkar andstæðinga sína niður í ræðum eða kemur með kvikindalegt tvít? Jú, hann breytti gengi Repúblikanaflokksins sem var á leiðinni niður í niðurfall sögunnar. Fyrirséð var að flokkurinn hafði tapað varanlega fylgi minnihlutahópa og kvenna. Í stefndi að Demókrataflokkurinn yrði við völd um ófyrirséða framtíð. Til sögunnar kom Trump.

Trump bjó til nýjan flokk úr Repúblikanaflokknum og ótrúlega en satt, honum hefur tekist að ná til stærstu minnihlutahópanna, sem eru svartir og latínó fólks.  Fylgi Trumps meðal svartra er komið upp í 22% sem er sögulegt og Demókratar vita sem er, án stuðnings svartra, nær flokkurinn ekki kosningum.

Flokkur Trumps er grasrótarflokkur, fylgið kemur frá almennum kjósendum flokksins. Eiginlega hefur verið mesta andstaðan við hann innan forystu flokksins, en nú hafa kjósendur skipt þeim út í kosningum eða þeir ekki boðið sig aftur til embættis (vita hver niðurstaðan verður).  Þetta fólk kallast Rhino og þar var öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney fremstur í flokki og kjósendur höfnuðu í forsetakosningum, enda sannkallaður Rhino (Republikan in name only), líkt og forystamenn Sjálfstæðisflokksins eru bara Sjálfstæðismenn í orði kveðnu en selja sig hæstbjóðenda í næstu ríkisstjórnarmyndum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Það voru 4 af 7 Hæstaréttar dómurum Kóloradó sem úrskurðuðu gegn Trump. Allir 7 dómaranna eru skipaðir í embætti af demókrötum. Óvilhallir? Málið fer beint fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna í mánuðinum og ef Trump tapar málinu, er forseta ferill hans á enda.

Hér er Napolitiano dómari að fara yfir stöðuna og segir að kjósendur en ekki dómarar eigi að ákveða örlög forsetaframbjóðenda.

https://fb.watch/p2G__4lYmN/?

Birgir Loftsson, 20.12.2023 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband