Er Aserbaídsjan að koma í veg fyrir að Íran blandi sér í átökin Ísrael-Gasa?

Blogg höfundur stóð í þeirri meiningu að hann hefði séð alla þræðina í flókinni stöðu Miðausturlanda en svo er ekki. Honum var til dæmis ekki kunnugt að Ísraelmenn eru bandamenn Aserbaídsjana og hafa í gegnum tíðina keypt olíu af þeim.  Einnig að Aserbídsjanar eru óvinir Írana og standa í deilum við þá. Ísraelmenn gætu gert loftárásir frá Aserbaídjan yfir á Íran.

Deilur um aðgang að Kaspíahafi hafa staðið milli þessara nágrannaríkja. Lagaleg staða Kaspíahafsins hefur verið uppspretta deilna meðal strandríkjanna við Kaspíahafið, þar á meðal Aserbaídsjan og Íran. Ágreiningur um afmörkun landamæra Kaspíahafs og skiptingu auðlinda þess hefur verið rædd í samhengi við alþjóðalög.

Þjóðernisleg og menningarleg tengsl eru mikil. Aserbaídsjan hefur umtalsverða þjóðernibrot í Íran og það hafa verið söguleg tengsl milli aserbaídsjanska samfélagsins í Íran og Aserbaídsjan. Einstaka sinnum hafa menningar- og þjóðernismál komið upp á yfirborðið, en bæði löndin hafa almennt reynt að stjórna þessum viðkvæmu máli. Aserbídsjanar í Íran eru taldir vera um 17 milljónir (Wikipedia: 12-23 milljónir) og búa í héruðum Írans við landamæri Aserbaídsjan. Talið er, ef Íranar ákveða að fara í átök við Ísrael, gætu Aserbídsjanar gert tvennt í stöðunni. Annars vegar lagt undir sig héruðin í Íran sem hafa Aserbídjana, mjög stórt svæði en hins vegar lagt undir mjóa landræmu í Armeníu sem aðskilur landið frá Nagorno-Karabakh og sameinast þar með Nagorno-Karabakh. Kíkjum á þá deilu.

Nagorno-Karabakh deilan. Þó að Nagorno-Karabakh átökin snerti fyrst og fremst Aserbaídsjan og Armeníu, hafa Íranar hagsmuna að gæta á svæðinu. Átökin geta haft áhrif á víðara Suður-Kákasus-svæðið og Íranar hafa lýst yfir áhyggjum af stöðugleika norðurlandamæra sinna. Þeir hafa því stutt Armena gegn Aserbaídsjan með vopnasendingum og fjársendingum.

Íran er fjölbreytt land og stórt með ýmsum þjóðernishópum, þar á meðal Persum, Kúrdum (8-9 milljónir í Íran), Aröbum, Baloch fólkið og Aserbaídsjanum. Mesta hættan er af þeim síðastnefndu í krafti fjölda þeirra en Kúrdar vilja líka frelsi.  Kúrdar hleypa líka á milljónum í Íran en þeir eru sagðir stærsta þjóðarbrotið í Miðausturlöndum án heimalands. Þeir ráða svæðum í Sýrlandi en hafa ekkert formlegt ríki og eru líka fjölmennir í Tyrklandi og eru þjóðarbrot í Írak.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur háð borgarastyrjöld síðan 2011 og ræðu í dag aðeins yfir 63% af formlegu landsvæði Sýrlands en Kúrdar ráða yfir umtalsverðu stóru svæði. Hann er því ekki líklegur til að blanda sér í stríð Ísraelmanna. Heldur ekki Hezbollah sem að vísu ráða yfir stórum her og vopnabúri, en þeir ættu þá, ef þeir færu af stað, hættu á loftárásum Bandaríkjaflota og innrás Ísraelshers.  Seinast er Ísrael fór inn í Líbanon, fór landið ansi illa út úr því.  Líbanar vilja heldur ekki stríð, þeir eru gjaldþrota og hafa ekki enn jafnað sig á (borgara)stríðum síðastliðna áratuga.

Náin samvinna er með Egyptum og Ísraelmönnum og báðar þjóðirnar eru óvinir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Egyptar vilja ekki fá 2,2 milljónir Palestínu-Araba frá Gasa inn á Sínaí skagann en þar búa bara um 600 þúsund Egyptar en þar eru þeir að glíma við hryðjuverkasamtök hliðholl Hamas á skaganum.

Egyptar vita sem er, að Hamas nýtur um stuðnings 70-80% Palestínumanna, bæða á Vesturbakkanum og Gasa, samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur. Þrátt fyrir stríðið við Ísrael. Hætta yrði á borgarastyrjöld í Egyptalandi en ástæður þess, verður ekki farið út í hér.

Enn er stríðið í Gaza aðeins staðbundið en helsta áhættan eins og staðan er í dag, er að Palestínu-Arabar á Vesturbakka blandi sér í átökin.  En vegna þess að Ísraelmenn hafa bútað Vesturbakkann upp og þar eru margar landnemabyggðir gyðinga, ólöglegar samkvæmt ályktunum Sameinuðu þjóðanna, eiga Vesturbekkingar erfitt um drátt með sókn á hendur Ísraelmanna. Smá skærur eiga sér þó stað.

Svona er staðan í dag. Það er kannski ekki eins ófriðlegt og virtist í fyrstu á svæðinu en það kraumar undir og ein mistök geta....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband