Staða Rússlands

Ian Bremer (sjá slóð að neðan), er að reyna að ná skilningi á stefnu Rússa síðan Pútín tók við. En hann athugar ekki að Pútín er að fylgja stefnu Rússa sem hófst með Ívan hinn grimma sem mistókst að mestu ætlunarverk sitt en Pétur mikli tókst. Núverandi utanríkisstefna Rússa er því 300 ára gömul og sovét tímabilið hluti af því enda lá valdið í Moskvu og í Rússlandi.

Í Sovétríkjunum var reynst að koma í veg fyrir að ríkjasambandið myndi liðast upp og héldist saman á upplausnartímum með því að færa til þjóðir innan vébanda þess. Það eru því rússnesk þjóðarbrot alls staðar í fyrrum ríkjum Sovétríkjanna, þar á meðal í Úkraínu og þetta skapar vanda og spennu.

Míkhaíl Gorbasjov, árið 1985, reyndi að bjarga heimveldinu og kommúnistaflokknum með þremur aðferðum;  efnahagsumbætur (Perestroka) sem er í raun sú leið sem Kínverjar fóru. En þá gerði Gorbbasjov tvenn mistök, hann opnaði á frjálsar stjórnmálaumræður með Glasnost (sem Kínverjar gerðu ekki og Pútín hefur í raun lokað á óbeint), og Khozraschyot sem er afnám miðstýringar valdsins. Við það braust út þjóðernis vakning meðal íbúa hinna 15 ríkja Sovétríkjanna. Þeir sem þekkja mátt þjóðernishyggjunar, vita að andi töfralampans er þar með kominn út og fer ekki auðveldlega inn aftur. Enda gerði hann það ekki og aðeins sex árum síðar liðugust ríkin í sundur árið 1991, að mest friðsamlega en afleiðingarnar gæta enn.

Stríðið í Úkraínu er afleiðingin af þessu og hófst 2014 og stendur enn og er stórstyrjöld. Önnur átök hafa einnig brotist út. Málið snýst ekki bara um samskipti Rússlands við fyrrum ríki Sovétríkjanna, heldur einnig að halda rússneska ríkjasambandinu saman enda ótal mörg þjóðarbrot innan Rússlands sjálfts. Rennum yfir helstu átökin síðan fall Sovétríkjanna.

Byrjum á Tsjetsjníu (Rússland) og teljast vera innanlandsátök. Átökin í Tsjetsjníu hafa staðið yfir í nokkra áratugi, með tveimur stórum stríðum á tíunda áratugnum. Frá því snemma á 20. öld hefur verið viðvarandi uppreisn á lágu stigi, með stöku ofbeldisbrotum. Þetta er jaðarsvæði Rússlands og bráðnauðsynlegt til að stöðva sóknir úr suðri en það komst á vald Rússlands í Kákasus stríðunum svonefndu á 19. öld. Þetta er tappi sem Rússar munu aldrei taka úr baðkarinu.

Georgía, heimaríki Stalíns hefur verið óþægur ljár í vegi Pútíns. Styr hefur staðið um Suður-Ossetíu og Abkasí. Árið 2008 tóku Georgía og Rússland þátt í stuttu stríði um losunarhéruð Suður-Ossetíu og Abkasíu. Rússar viðurkenndu sjálfstæði þessara svæða, sem leiddi til áframhaldandi spennu.  Georgíumenn urðu að sætta sig við vald Moskvu.

Úkraínustríðið hófst í raun með töku Kríms. Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi ráðstöfun leiddi til áframhaldandi spennu milli Rússlands og Úkraínu. Krím hefur meira eða minna tilheyrt Rússlandi síðan á 17. öld og aldrei Úkraínu, nema þegar Úkraínumaðurinn Krústjev ákvað að tengja skagann við Úkraníu á sjötta áratug 20. aldar. Þetta skipti engu máli þá enda bæði Úkraníu og Rússland í sama ríkjasambandi. Fyrir innlimun voru Rússar um það bil 58-60%,Úkraínumenn um það bil 24-25% og Krímtatarar um 12-13%. Aðrir þjóðernishópar: Þar á meðal Hvít-Rússar, Krím-Karaítar, Armenar og aðrir, sem eru hlutfallið sem eftir er.

Donbass svæðið í Austur-Úkraína. Átökin í Austur-Úkraínu, einkum í Donetsk- og Luhansk-héruðunum, hófust árið 2014. Aðskilnaðarhreyfingar sem eru hliðhollar Rússum lýstu yfir sjálfstæðum lýðveldum, sem leiddi til flókinna átaka þar sem Úkraínu, Rússland og aðskilnaðarsveitir hliðhollar Rússlandi tóku þátt. Eins og staðan er í dag, eru Úkraínumenn búnir að tapa stríðinu. Rússar þurfa bara að bíða eftir að Trump komist til valda eða annar Repúblikani og samið um frið á "einum degi" eins og gorgeir Trump heldur fram. Stuðingurinn er þegar farinn en Bandaríkjaþing hefur lokað á allar fjárveitingar til stríðsins og án fjár og vopna frá BNA, er stríðinu lokið.

Moldóva - Transnistria: Uppreisnarsvæðið Transnistria, þar sem aðallega eru rússneskumælandi íbúar, hefur verið uppspretta spennu. Ástandið er enn óleyst þar sem Transnistria sækist eftir viðurkenningu sem sjálfstætt ríki.

Armenía og Aserbaídsjan og baráttan um  hið umdeilda svæði Nagorno-Karabakh. Árið 2020 braust út stutt en ákaft stríð milli Armeníu og Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh-svæðið. Aserbaídsjan, með stuðningi Tyrkja, náði aftur yfirráðum yfir verulegum hlutum svæðisins. Og nú var þjóðarbrot Armena hrakið á flótta, um 100 þúsund manns hafa flúið svæðið eftir tap Armeníu hers en Armenar gerðu þau mistök að halla sér að Vesturlöndum við litla hrifningu Pútíns og því stöðvaði hann ekki sigurgöngu Aserbaídsa.  Armenía er með formleg samskipti við ESB og NATÓ.

Og ástandið í Mið-Asíu. Þótt lönd í Mið-Asíu hafi almennt verið stöðugri, hafa einstaka atvik og spennu komið upp í tengslum við landamæradeilur, þjóðernismál og pólitískan stöðugleika. Víða kraumar undir.

Þetta er því gríðarlega flókið púsluspil sem Pútín er vinna úr. Spurningin er, viljum við að Pútín tapi? Hvað gerist þá? Borgarastyrjöld í Rússlandi? Erum við búin að gleyma borgarastyrjöldina sem braust út í Rússlandi í miðri fyrri heimsstyrjöld og breytti heiminum varanlega?

Áður en menn vaða hér inn á athugasemdakerfið, í liði með einhverjum eða móti sem þeim er guðs velkomið, þá er vert að benda á að hér er ekkert verið að verja og hvetja til stefnu Pútíns, bara benda á geopólítíkina sem eins og komið hefur verið hér ínn á, sem er meira en 300 ára gömul stefna. Þetta er sagnfræðilegt yfirlit, söguskýring.

Hér kemur mín skoðun. Ég persónulega tel að þetta stríð er algjör mistök, diplómatísk mistök æðstu ráðamanna (sérstaklega stjórnar Bidens sem las ekki rétt í stöðuna). Enginn raunverulegur árangur verður af þessu stríði, nema undirstrikun þess að Rússland er enn stórveldi og getu þess að hlutast til um innanríkismál gervihnattaríkjanna í kringum sig.

Við leysum ekki deilur stórvelda með að slíta á diplómatísk samskipti sem Íslendingar gerðu í raun með lokun sendiráða. Og við gerum það ekki með að loka á diplómatísk samskipti við Ísraelmenn eða Palestínumenn. Því þegar menn hætta að tala saman, byrja vopnin að öskra.

Putin’s war


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband